Af hverju hatar öfga vinstrið Ísraelmenn?

Skýringin er einföld. Aldargamlir fordómar sem fylgt hafa gyðingum síðan þeir hófu útlegð sína frá landinu helga eftir stríð þeirra við Rómverja sem hófst 66 e.Kr. stóð til 136 e.Kr. Eftir það dreifðustu þeir (voru dreifðir fyrir) um gamla heiminn og náðu jafnvel alla leið til Indlands. Flestar þjóðir þekkja því til gyðinga og gyðingdóms af eigin hendi.  Þeir eru ef til vill þekktasta þjóð í heimi og eingyðistrúin hófst hjá þeim. Kristni og íslam draga sína trúardrætti til gyðingsdóms og því litast afstaða iðkenda þessara trúarbragða af þeirri ástæðu til þeirra.

En fordómar og hatrið sem nú viðgengst gagnvart nútíma gyðinga og Ísraelmenn, má rekja til stofnunar og viðgangs Ísraelsríki.

Gyðingar eru gáfaðir, greindarvísitala almennt há og þeir margir hverjir vel menntaðir. Þeim hefur því tekist að skapa landbúnaðar paradís á sínum litla landskika sem þeir ráða yfir, á meðan nágrannaríkin ráða enn yfir eyðimerkur. Ísrael í dag flytur út matvöru og vatn (líka til Gaza og Vesturbakkann) og hefur sinn silicon valley eða hátæknidal þekkingar.  Ef Ísrael væri í Evrópu, stæði það fremst meðal jafningja. Þessi velgengi Ísraelmanna vekur öfund og hatur. Hér er þetta rætt: Why Does the Progressive Left DESPISE Israel So Much?

Vinstri öfgamenn líta á velgengni Ísraelmanna sem ógnun við kenningu sína um "jöfnuð" og þeir passa vel inn í kennikerfi þeirra og frásögnina um "kúgara" og "hina kúguðu".  Ísraelmenn passa vel inn í hlutverk kúgaranna, og því ekki skrýtið að 350 "fræðimenn" Háskóla Íslands skuli skrifa undir skjal um að Ísrael stundi "þjóðarmorð" og "nýlendustefnu". Þetta er mjög skrýtið ef litið er á sögu gyðinga í gegnum aldir, ofsóknir og fjöldamorð sem ætti að gera gyðinga að hópi "hina kúguðu".

Fordómarnir hafa borist alla leið hingað á bloggið og er miður að sjá skrif sumra um málefni gyðinga/Ísraelmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband