Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Íslendingar hafa stigið misgáfuleg skref í tryggingu eigin varna. Stundum hafa þeir verið neyddir til ákvörðunartöku, samanber í Napóleon stríðunum og í fyrri og seinni heimsstyrjöld en stundum hafa þeir tekið af skarið. Það gerðu þeir þegar landið gékk í Atlantshafsbandalagið 1949 og gerði tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951 sem hefur verið endurnýjaður reglulega.
Íslendingar gengu svo langt að leyfa erlenda hersetu (í merkingunni boðs Íslendinga) frá 1951-2006 þegar Bandaríkjaher ákvaða að pakka saman einhliða og fara úr landi. Margir misstu spón úr aski og íslenskir ráðamenn lögðust á hné og grátbáðu Bandaríkjamenn, sem vinstri elítan hafði skammað í áratugi (og gerir enn) um að fara ekki úr landi.
Eftir á að hyggja, er það gott mál að Bandaríkjaher fór og í staðinn fáum við flugsveitir samherja í NATÓ reglulega til landsins sem hjálpast að við verja loftrými Íslands. En það vill gleymast að Íslendingar sjá sjálfir um loftrýmisgæslu og við höfum fjórar ratsjárstöðvar af bestu gerð sem halda uppi daglegu eftirliti. Kostað af NATÓ og okkur að hluta til.
Á vef Landhelgisgæslunnar segir:
Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis. Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO.
En loftrýmisgæsla er eins og orðið gefur til kynna loftrýmisgæsla. Ísland er eyríki, umkring Atlantshafi og er staðsetning landsins hernaðarlega mikilvægt og hefur altaf verið það, sama hvað menn segja. Landið spilaði stóra rullu í orrustunni um Atlantshafið og í dag er það hliðið í GIUK varnarkeðjunni en það er hafsvæði milli Íslands og Grænland og Íslands og Skotlands. Sá sem stjórnar þessari varnarlínu stjórnar Norður-Atlantshafinu og í raun einnig Mið-Atlantshafinu. GIUK á að vera varnarkerfi gegn kafbátaárás , væntanlega þá Rússlands, en í tryggir í raun aðflutningsleiðir aðfanga milli Norður-Ameríku og Evrópu, rétt eins og í seinni heimsstyrjöld. Slíkt er ekki hægt að meta til fjár.
Eins og ég hef margoft komið inn á, er Landhelgisgæsla Íslands í fjársvelti og lág punkturinn var þegar við þurftum að senda byssubát okkar og flugvél til Miðjarðarhafssins við landmæraeftirlit Evrópusambandsins vegna þess að íslenska ríkið skar niður fjárframlög til stofnunnar. En eftir að Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður af vinstri mönnum, hefur Landhelgisgæslan annast varnartengd verkefni, síðan 2011 ef ég man rétt.
En hver eru helstu verkefnin? Kíkjum á vef Landhelgisgæslunnar (LHG):
Helstu verkefni varnamálasviðsins eru:
- Rekstur íslenska loftvarnakerfisins, þ.m.t. fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva Atlantshafsbandalagsins hérlendis.
- Þátttaka í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins samkvæmt varnarmálalögum og á grundvelli þjóðréttarsamninga sem Ísland er aðili að.
- Rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja þar í eigu íslenska ríkisins og Atlantshafsbandalagsins í samræmi við notendaríkis- og gistiríkishlutverk Íslands.
- Undirbúningur og umsjón varnaræfinga sem haldnar eru hérlendis.
- Úrvinnsla upplýsinga úr upplýsingakerfum Atlantshafsbandalagsins og undirstofnana þess.
- Þátttaka í starfi nefnda og undirstofnana Atlantshafsbandalagsins er varðar þau verkefni sem Landhelgisgæslu Íslands eru falin samkvæmt samningi þessum.
- Verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins.
- Samstarf við önnur stjórnvöld, stofnanir eða opinber hlutafélög sem hafa með höndum verkefni sem tengjast varnarmálum.
- Samstarf við alþjóðastofnanir og framkvæmd alþjóðasamþykkta á sviði varnarmála er varðar þau verkefni sem Landhelgisgæslu Íslands eru falin.
Gistiríkjastuðningur
Landhelgisgæslan annast daglega framkvæmd gistiríkjastuðnings fyrir liðsafla Atlantshafsbandalagsins og Atlantshafsbandalagsþjóðanna hér á landi. Í verkefninu felst m.a. að taka á móti erlendum liðsafla sem til Íslands kemur, til æfinga, loftrýmisgæslu og annarra tengdra verkefna, tryggja hópunum gistiaðstöðu, aðgang að fæði, hreinlæti, afþreyingu og ferðum innan öryggissvæðisins.
Öryggissvæðin
Öryggissvæðin eru lokuð, afgirt og þau vöktuð. Öryggissvæðin eru á þessum stöðum:
- Ratsjár- og fjarskiptastöðvarnar á Miðnesheiði, Stokksnesi, Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli.
- Olíubirgðastöðin í Helguvík
- Öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.
Tilvísun endar. Heimild: https://www.lhg.is/varnarmal/loftrymisleit-og-islenska-loftvarnarkerfid
Þannig sé er LHG tæknilega hernaðarstofnun þótt stjórnmálamennirnir þverneita slíku og tala fjálglega um friðsama Ísland (sem er þó meðlimur í hernaðarbandalagi!).
Ísland myndi aldrei hafa neina burði, jafnvel þótt það kæmi sér upp standard her, til að taka þátt í hernaðaraðgerðum NATÓ á meginlandi Evrópu en landið getur þó sjálft passað upp á hliðið GIUK og sjálft sig um leið sem er veikasti hlekkurinn í vörnum bandalagsins í vestri.
Við ætlum því að bjóðast til að sjá um sjóvarnir eða réttara sagt eftirlit á hafsvæðinu í kringum Ísland. LHG, eftir að hlutverk þess hefur verið endurskilgreint í lögum enda er stofnunin í dag fyrst og fremst löggæslustofnun, gæti séð um þetta eftirlit og NATÓ borgar kostnaðinn. Helsti kosturinn yrði að tækjabúnaður LHG myndi stórbatna og hún fengi tól og tæki til þessara verka. Hér má nefna ratsjárflugvél og tundurspillir sem LHG fengi til umráða.
Ef menn lesa örlítið í sögubækur, þá sjá menn út að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær ófriður ber næst að ströndum landsins. Allt frá tímum Napóleon styrjaldanna, hefur sjóhernaður í Atlantshafi haft bein áhrif á landið. Í næstu stórstyrjöld verður Ísland þátttakandi, viljugt eða óviljugt.
Mynd. Af vef LHG. Ratsjárstöðin á Bolafjalli
Stjórnmál og samfélag | 11.2.2022 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd: sætaskipan á Alþingi endurspeglar raunverulegt vald. Ráðherrar sitja í öndvegi!
Margt er að í íslenskri stjórnskipan. Draugar fortíðarinnar hafa enn áhrif á hvernig valdinu er skipt upp. Dæmi um þetta er staða forseta Íslands, sem virðist dags daga starfa sem yfirsendiherra og almannatengill ríkisins við borgara landsins. Hvernig starfið er unnið virðist vera persónubundið. Núverandi forseti er hlédrægur og það birtist í störfum hans; hann virðist litið vera meðal almennings. En hvað um það, umfjöllunarefnið hér er Alþingi.
Svo virðist vera að þingmenn samtímans séu hæstánægðir með að deildaskipting Alþingis í tvær málstofur hafi runnið sitt skeið á enda. Grípum niður í ræðu þingmannsins Einars K. Guðfinnssonar árið 2016 sem hélt ræðu um aflagningu deildaskiptinguna.
"Ég vil vekja athygli hv. alþingismanna á því að í dag er liðinn aldarfjórðungur, 25 ár, frá því að Alþingi var gert að einni málstofu. Stjórnarskipunarfrumvarp til breytinga á stjórnarskrá um þetta efni var til lokaafgreiðslu á Alþingi 31. maí 1991 og voru lögin staðfest af forseta Íslands og birt í Stjórnartíðindum þann sama dag.
Með þessari breytingu var sömu skipan komið á og verið hafði við endurreisn Alþingis 1845, en þá starfaði þingið í einni málstofu. Sú skipan stóð til 1874 en með setningu stjórnarskrár fyrir Ísland það ár var ákveðið að skipta þinginu í tvær deildir, efri deild þar sem helmingur fulltrúa var konungkjörinn og neðri deild þar sem fulltrúar voru þjóðkjörnir. Jafnframt var gert ráð fyrir sameiginlegum fundum, sameinuðu Alþingi, til að setja og slíta þinginu og til að skera úr ágreiningi milli deildanna þegar þær gætu ekki komið sér saman um breytingar á frumvarpi."
Og Einar endar mál sitt á eftirfarandi orðum:
"Sú ákvörðun að gera Alþingi að einni málstofu 1991 var heillarík og löngu tímabær, enda hinar sögulegu forsendur deildaskiptingarinnar þegar brostnar 1915 með afnámi konungkjörinna fulltrúa. Nú mun fáum eða engum hugnast að snúa til fyrra fyrirkomulags."
En er þetta heillarík ákvörðun? Það hefði mátt taka betur til á löggjafarsamkundu Íslendinga en þetta. Hvað með að ríkisstjórn Íslands, framkvæmdarvaldið, sitji á Alþingi og fái að greiða atkvæði? Er það þrískipting valdsins? Og þeir sem stjórna raunverulega á bakvið tjöldin, ráðuneytisstjórarnir og starfsfólk þeirra, sem semja lögin að stofni til og ráðherrar leggja fram? Er það lýðræðislegt að ráðuneytisstjórar hafi óbeinan aðgang að löggjöfinni?
Það er svo að réttur minnihlutans á Alþingi er fótum troðinn og frumvörp þingmanna hans, ná sjaldan fram að ganga. Það vill gleymast að minnihlutinn og fulltrúar minnihlutahópa/skoðanna, eiga að hafa sína rödd. Í raun er ofræði meirihlutans sem ræður ferðinni og ekki nóg með að stjórnarflokkarnir setji löggjöf, heldur geta þeir einnig sett hana í framkvæmd með sama fólki og situr á Alþingi. Það er oft talað um að ráðherrar og flokkar þeirra noti Alþingi sem afgreiðslustofnun, og þingmennina sem embættismenn sem stimpla skjöl frá ráðuneytum og Evrópusambandinu. Það er enginn stoppari á vondri löggjöf.
Ég er nokkuð hrifinn af tvískiptingu Bandaríkjaþings. Með því að hafa það tvískipt, er komið í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutanum (sbr. philibuster - þar sem kraftist aukinn meirihluta fyrir meiriháttar löggjöf) og tryggir þar með rétt allra, líka minnihlutans.
Fulltrúardeildin endurspeglar samsetningu þjóðarinnar eftir íbúafjölda og fær hvert ríki þingmenn eftir íbúafjölda þess. Jafnfjöldi fulltrúa - Öldungadeildarþingmenn - tryggir hins vegna að eitt ríki drottni ekki yfir öðrum og fá því hvert ríki einungis tvo Öldungardeildarþingmenn. Svo er mál send á milli deilda og það tryggir að farið sé yfir málið vandlega (og komið í veg fyrir mistök meirihlutans í fulltrúardeildinni).
Þetta fyrirkomulag tryggir að meirihluti íbúanna hafi sína fulltrúa, í samræmi við íbúasamsetningu en einnig að landsvæði (ríki) hafi sitt að segja um stjórn alríkisins.
Þetta fyrirkomulag má yfirfæra yfir á Ísland. Neðri deild endurspeglar íbúafjölda en efri deild verndar hagsmuni landshluta.
Eins og staðan er í dag, er misræmi atkvæða, atkvæði þitt er minna virði í Reykjavík en ef þú flyttir til Ísafjarðar. Er það eðlilegt?
Svo er það um ákvörðunartökuna. Antonin Scalia sagði að ákvörðunartakan eigi að vera erfið en hún er það ekki á Alþingi samtímans. Afgreiðslustofnun ríkisins mætti kalla Alþingi.
Einar K. Guðfinnsson - ræða á Alþingi
Sjá einnig grein mína:
Varnagli lýðræðisins - Antonin Scalia
Stjórnmál og samfélag | 4.2.2022 | 10:32 (breytt kl. 11:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta grein mín hér á blogginu fjallaði um tjáningarfrelsið sem má nota sem yfirhugtak yfir málfrelsi, fundarfrelsi og tjáningarfrelsi. Það er engin tilviljun að ég valdi það viðfangsefni í fyrstu grein minni. Tjáningarfrelsið er grunnurinn að öllu því sem ég segi hér á þessum vettvangi sem er ansi fjölbreytt.
Þórarinn Hjaltason, sem mér skilst að sé hlaðvarps þáttastjórnandi, kemur inn á umræðuna um málfrelsið. En hann kemur með athyglisverðan vinkill sem er ástæðan fyrir að ég tek fyrir grein hans.
Þórarinn ræðir um hvort öfgahópar og skoðanir þeirra geti verið góðir fyrir umræðuna. Það sem hann á við er að þeir ýti þjóðfélagið í rétta átt og tali um mál sem annars myndu liggja niðri.
Það kann svo sem að vera rétt en það er einn galli á gjöf Njarðar, einmitt vegna þess að þetta eru öfgahópar, hafa þeir öfgaskoðanir. Þeir sem hafa öfgaskoðanir hafa einmitt tilhneigingu til að þagga niður andstæðingum sínum með öllum tiltækum ráðum. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik.
Þórarinn segir að "...ógnarstjórn öfgaaflanna þurfi ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið." Þetta kallast sjálfritskoðun þegar fólk sem tekur þátt í samfélagsumræðunni forðast ákveðin hugtök eða forðast að styggja ákveðna hópa, hvort sem þessir hópar biðji um það eða ei.
Grípum niður í grein Þórarins:
"Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir.
Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu."
Þórarinn kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu að öfgahópar og skoðanir þeirra, geti komið fram með hulin "tabú" en vegna þess hvernig þeir eru innstilltir, þ.e.a.s. öfgasinnaðir, þá loki þeir fljótt á umræðuna eða eyðileggi hana.
Þá komum við inn á það sem ég hef varað lengi við, en það er fólk sem fylgir hugmyndafræði (stundum leiðtogum án þess að hugmyndafræði komi við sögu), geti verið varasamt. Það er af þeirri einfaldri ástæðu, að það heldur það hafi höndlað hinn eina sanna sannleik, sem er ígildis trúarkenningu, og því leitast það við að eyða allri annarri hugsun en þeirri einu "sönnu".
Mannkynssaga er full af slíkum dæmum. Sjá má þennan hugmyndafræðilega klofning í siðbreytingunni í Evrópu á sínum tíma, svo eitt dæmi sé tekið af mýmörgum. Kommúnismann á 19. öld og svo framvegis.
Mesta áhyggjuefnið samtímans er sjálfsritskoðun borgaranna. Ef nógu stór hópur þeirra hættir að gagnrýna og reynir að þagga niður í öðrum, sem hafa aðra sýn, þá er stutt í endalok lýðræðisins. Ekki halda að lýðræðið standi að eilífu, sé óhagganlegt. Venjulega er þróunarferillinn þessi: Einveldi (t.d. koungsstjórn), lýðveldi (lýðræði) og harðstjórn (einræðisherra eða fámennisstjórn).
Ef við lítum á nýjasta dæmið um baráttuna um málfrelsið, þá er umræðan um Joe Rogan athyglisverð. Hann er frægasti hlaðvarps þáttastjórnandi Bandaríkjanna um þessar mundir og heldur út hlaðvarpinu "The Joe Rogan Experience". Ráðist var á hann um daginn fyrir þær einu sakir að leyfa viðmælanda að koma með sína skoðun á gagnsemi bólusetninga. Ekki það að Rogan hafi sjálfur komið með sínar skoðanir, bara það eitt að leyfa aðrar raddir hljóma. En svo virðist vera að gagnrýnendur Rogan, hælbítanir, verði ekki kápan úr klæði og virðast vera gerðir afturreknir - í bili að minnsta kosti.
Svo eru það meirihlutaskoðanirnar. Hefur meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér? Hafa "samsæriskennismiðirnir" eða vísindamenn sem hafa aðra sýn en meginþorri vísindamanna alltaf rangt fyrir sér? Eru það ekki þeir sem þora að hugsa út fyrir boxið sem koma samfélaginu áfram?
Minnast má stuðning Galileo Galilei við kenningar Kóernikusar um það að reikistjörnurnar gengju umhverfis sólina og olli árekstri við kirkjuna, að ef þaggað hefði verið niður í honum ásamt öðrum, þá hefði hefðu framfarir í stjörnufræði seinkað. Hvort hefur níutíu og níu manns rétt fyrir sér með þá skoðun að sólin snúist um jörðina eða sá eini sem heldur fram hið gagnstæða? En hún snýst nú samt og sama má segja um sannleikann, hann snýst áfram og brýst út fyrr eða síðar.
Stjórnmál og samfélag | 3.2.2022 | 09:21 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef viðkomandi lítur rétt út, segir réttu orðin og á öfluga vini, geturðu fundið út að fjölmiðlar hunsa augljósa andlega hnignun frambjóðand-ans, í þessu tilfelli frambjóðanda til forsetaembættis Bandaríkjanna.
Ég er að tala um frábæra mynd sem nefnist "Being there", sem Peter Sellers leik eftirminnilega í. Við þurfum aðeins að fara í söguþráðinn til að átta okkur á að myndin var forspá um forsetaframboð og forsetatíð Joe Bidens.
Kíkjum á Wikipedia umfjöllun um myndina Being there:
"Miðaldra, einfalt hugsandi Chance býr í raðhúsi auðugs gamla manns í Washington, D.C. Hann hefur eytt öllu lífi sínu í að hirða garðinn og hefur aldrei yfirgefið eignina. Fyrir utan garðrækt er þekking hans alfarið fengin af því sem hann sér í sjónvarpi. Þegar velgjörðarmaður hans deyr, segir Chance barnalega lögfræðingunum að hann eigi enga kröfu á hendur dánarbúinu og er skipað að flytja út.
Chance reikar stefnulaust og uppgötvar umheiminn í fyrsta skipti. Þegar hann gengur framhjá sjónvarpsbúð sér hann sjálfan sig tekinn af myndavél í búðarglugganum. Þegar hann er kominn inn, stígur hann afturábak af gangstéttinni og verður fyrir bíl í eigu hins aldraða viðskiptamógúls Ben Rand. Í bílnum er hin glæsilega og miklu yngri eiginkona Rands, Eve, sem misheyrir Chance, the gardener sem svar við spurningunni hver hann er, sem Chauncey Gardiner.
Eve kemur með Chance heim til þeirra til að jafna sig. Hann er í dýrum sniðnum fötum frá 2. og 3. áratug síðustu aldar, sem velunnari hans hafði leyft honum að taka af háaloftinu, og framkoma hans er gamaldags og kurteis. Þegar Ben Rand hittir hann tekur hann Chauncey fyrir yfirstétt, hámenntaðan kaupsýslumann sem hefur lent í erfiðum tímum. Rand dáist að honum og finnst hann beinskeyttur, vitur og með innsæi.
Rand er einnig trúnaðarmaður og ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, sem hann kynnir fyrir Chauncey. Í umræðum um efnahagslífið tekur Chance vísbendingu um orðin örva vöxt og talar um breytilegar árstíðir í garðinum. Forsetinn rangtúlkar þetta sem bjartsýn pólitísk ráð og vitnar í Chauncey Gardiner í ræðu. Chance rís nú á landsvísu, sækir mikilvæga kvöldverði, þróar náin tengsl við sovéska sendiherrann og kemur fram í sjónvarpsspjallþætti þar sem ítarlegar ráðleggingar hans um hvað alvarlegur garðyrkjumaður ætti að gera eru misskilin sem skoðun hans á því hvað yrði forsetastefna hans.
Þó að hann sé nú kominn á toppinn í Washington samfélaginu, geta leyniþjónustan og um 16 aðrar stofnanir ekki fundið neinar bakgrunnsupplýsingar um hann. Á þessum tíma verður læknir Rands, Dr. Allenby, sífellt tortryggari um að Chance sé ekki vitur pólitískur sérfræðingur og að leyndardómurinn um sjálfsmynd hans gæti átt sér hversdagslegri skýringar. Dr. Allenby íhugar að segja Rand þetta en þegir þegar hann áttar sig á því hversu hamingjusamur Chance er að gleðja hann á síðustu dögum sínum.
Hinn deyjandi Rand hvetur Eve til að verða nálægt "Chauncey". Hún laðast nú þegar að honum og gerir kynferðislega tilburði. Chance hefur engan áhuga á eða hefur þekkingu á kynlífi, en líkir eftir kossum úr kvikmyndinni The Thomas Crown Affair frá 1968, sem tilviljun er sýnd í sjónvarpinu. Þegar atriðinu lýkur hættir Chauncey skyndilega og Eve er rugluð. Hún spyr hvað honum líkar, sem þýðir kynferðislega; hann svarar "mér finnst gaman að horfa á," sem þýðir sjónvarp. Hún er augnablik hissa, en ákveður að hún sé til í að fróa sér fyrir voyeuristic ánægju hans, þar með ekki eftir því að hann hefur snúið aftur að sjónvarpinu og er nú að líkja eftir jógaæfingu á annarri rás.
Chance er viðstaddur andlát Rand og sýnir ósvikna sorg við fráfall hans. Aðspurður af Dr. Allenby viðurkennir hann að hann elski Eve mjög mikið og einnig að hann sé bara garðyrkjumaður. Þegar hann fer til að tilkynna Eve um dauða Ben, segir Allenby við sjálfan sig: Ég skil, en túlkun á því er eftir áhorfandanum.
Á meðan forsetinn flytur ræðu við jarðarför Rand, halda pallberarnir hvíslaðar umræður um hugsanlega afleysingar forsetans á næsta kjörtímabili og eru einróma sammála um Chauncey Gardiner sem eftirmann. Óvitandi um allt þetta, reikar Chance í gegnum vetrarbú Rand. Hann réttir út furuunga sem er flattur af fallinni grein og gengur síðan yfir vatnsflöt. Hann staldrar við, dýfir regnhlífinni djúpt í vatnið undir fótum sér, heldur svo áfram á meðan forsetinn heyrist vitna í Rand: "Lífið er hugarástand." Tilvísun í Wikipedia lýkur.
Þar með endar myndin í lausu lofti en gefur til kynna til metorðastiga hans í framtíðinni. Myndin er auðljóslega pólitísk ádeila og ég man að myndin á sínum tíma var sýnd í marga mánuði hér á Íslandi við miklar vinsældir.
Ég tek eftir að ég er ekki sá eini sem hefur uppgötvað samlíkingu með Joe og Chance, það eru nokkrar erlendar greinar sem fjalla einmitt um það sama. Chance er greinilega vitgrannur, úr tengslum við veruleikann, kominn á eftri ár og greinilega ekki hæfur til starfa, sem sama má segja um Joe Biden.
Eins og titill myndarinnar gefur til kynna, er nefnilega nóg að vera "being there", vera á staðnum, til að eiga kost á forframa, frægð og valda. Umbúðirnar en ekki innihald, sem skiptir máli. Hversu djúpt getur lýðræðið sokkið?
Stjórnmál og samfélag | 28.1.2022 | 09:16 (breytt kl. 10:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Franska byltingin er stórmerkilegt fyrirbrigði. Mikinn lærdóm er hægt að draga af framgangi byltinguna og mistökin sem gerð voru af hálfu byltingamanna. Ég sé t.d. núna hliðstæðu í bandarísku stjórnmálum samtímans, hvað demókratar eru að reyna að gera og hvaða mistök öfgafyllstu byltingamennirnir gerðu.
Demókratar eru í dag að reyna að skapa dyggðarsamfélag og fara lengst til vinstri til þess. Hugmyndafræði Demókrataflokksins um nútíma frjálshyggju blandar saman hugmyndum um borgaralegt frelsi og félagslegan jöfnuð og stuðning við blandað hagkerfi. Á þingi er flokkurinn stórt tjaldbandalag með áhrifamiklum miðlægum, framsæknum og íhaldssömum vængjum. Þeir leggja áherslu á að alríkisstjórnin fái meiri völd á kostnað ríkjanna fimmtíu en þar liggur hnífurinn í kúnni, því að bandaríska stjórnarskráin byggist á valddreifingu milli ríkja.
Á tímum frönsku byltingarinnar var talað um samfélag sem byggt væri á frelsi, jafnrétti og bræðralag og urðu þessi hugtök eða slagorð útbreiddari á tímum upplýsingarinnar. Á tímum frönsku byltingarinnar var "Frelsi, jafnrétti, bræðralag" eitt af mörgum kjörorðum sem voru í notkun. Ekki svo ólík markmið milli frönsku byltingamanna og demókrata en hvernig var framkvæmdin?
Demókratar vilja byggja upp dyggðarsamfélag en er það raunhæft? Kíkjum á stjórn byltingamanna og hvernig fór fyrir þeim er þeir reynda að byggja upp sitt dyggðarsamfélag. Maximilien Robespierre var eldheitur hugsjónarmaður en andstæðingur hans George Dalton var maður hagnýtra pólitíkur (real politic).
Byltingarmenn stjórnuðu í gegnum nefndir en fáeinir forystumenn réðu ferðinni, þar á meðal Dalton og Robespierre. Öflugasta nefndin og valdamesta var Almannavarnanefndin eða Almannaöryggisnefndinni (e. Committee of Public Safety) og þar var M. Robespierre forystumaðurinn.
En til að koma á paradísaríki eða dyggðarsamfélag, töldu sumir byltingamanna og (demókratar í dag) að beita verði hörku og þá er stutt í harðstjórnina.
Maximilien Robespierre kom til að ráða yfir almannaöryggisnefndinni á valdatíma ógnarstjórnarinnar. ... Meðan á hryðjuverkunum stóð, fór nefndin með sýndar einræðisstjórn yfir frönskum stjórnvöldum. Það beitti og kerfisbundið aflífuðum óvinum byltingarinnar. Sjá má þetta hjá kommúnistaríkjum 20. aldar, alls staðar fóru byltingamenn út í ofbeldi í nafni þess að stofna ætti paradís á jörðu en sköpuðu þess í stað helvíti á jörðu.
Þá kemur grundvallarspurningin sem á við ennþá dag í dag:
Er hægt að þröngva dyggð á samfélög að ofan? Hvert er hlutverk ríkisins? Hver er betri fyrirmynd fyrir nútíma samfélög, Aþena eða Sparta? Er staður fyrir hugsjónahyggju í stjórnmálum?
Vandamál hugsjóna og raunsæis í stjórnmálum er hægt að rannsaka og hreinasta mynd þess er hægt að greina með því að greina frönsku byltinguna. Átökin milli Robespierre og Danton eru hugmyndabarátta, birtingarmynd árekstra hugsjónahyggju og raunsæis sem tók á sig mynd morðæðis. Það leiddi báðar söguhetjurnar til dauða á palli fallaxarinnar.
Maximilien Robespierre efaðist ekki um að ekkert væri eftirsóknarverðara en dyggðugt samfélag.
Robespierre var innblásinn af Jean-Jacques Rousseau sem í Samfélagsáttmálanum afhjúpaði sýndarveruleikanum fyrir samstillt samfélag þar sem allar mögulegar dyggðir eru iðkaðar. Robespierre er Rousseauvian par excellence.
Hægt er að halda því fram að fyrsti áfangi byltingarinnar hafi verið holdgervingur hugmynda Montesquieu, afhjúpaður í De lesprit des lois, á meðan annað stigið var holdgervingur samfélagssáttmálans Rousseaus.
Byltingin hefði getað stöðvast á fyrsta stigi með því að Frakkland yrði stjórnskipulegt (þingbundið) konungsríki. Montesquieu var raunsæismaður sem hafði fyrst og fremst áhuga á að koma jafnvægi á hagsmuni ýmissa þjóðfélagshópa. Hann taldi að slíku jafnvægi væri hægt að ná með aðskilnaði löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds.
Rousseau hafði allt aðra sýn á samfélagið. Hann talaði fyrir algjöru fullveldi ríkisins sem hvers tæki var útsprengi vilja fólksins. Almennur vilji var einn og óskiptanlegur. Þegar rétt var viðurkennt var engin þörf á eftirliti og jafnvægi í stjórnkerfinu vegna þess að framkvæmd hins almenna vilja myndi leiða til allsherjar hamingju fólksins sem býr í samræmdu samfélagi.
Munurinn á Rousseau og Montesquieu: Rousseau var fyrst og fremst siðferðismaður og það sem einkenndi siðtrúarmenn hans var krossferðaáhugi sem leit út eins og ofstæki í augum hinna óbreyttu hann talaði náttúrulega fyrir lýðveldisgerð samfélags andstæðu því sem Montesquieu hafði talið viðeigandi fyrir konungsveldið. Allt ætti að vera þannig skipulagt að það eykur skilvirkni siðferðisvilja samfélagsins í heild . hans ríki var einvaldslýðræði.
Robespierre var pólitískur hámarksmaður, knúinn áfram af löngun til að móta samfélagið í samræmi við meginreglur Rousseau. Markmiðið var Lýðveldið dyggðarinnar og það var engin fórn nógu stór til að beina Robespierre af þessari braut. Fyrir hann voru hugmyndir á undan veruleika sem mótaður var af hugsjónamönnum með mikinn vilja. Robespierre var hugsjónaríkur stjórnmálamaður - maníkamaður og þúsundþjalasmiður. Þeir sem ekki deildu skoðunum hans voru óvinir lýðveldisins og þurfti að útrýma þeim líkamlega. Á tímum byltingarinnar varð guillotínan tæki pólitískrar uppeldisfræði.
Robespierre var garðyrkjumaður. Garðurinn hans var franskt samfélag, hugmyndir hans voru fræ sem þurfti að frjóvga með blóði og dauðar greinar höfðu verið skornar af svo þær eitruðu líkamann stjórnmálanna. Aðeins þá myndi lýðveldið dyggðanna blómgast. Byltingarkennt ofbeldi var aðferðafræðilegt, markvisst og ópersónulegt. Örlög einstaklinga skiptu aðeins eins miklu máli og þeir hegðuðu sér samkvæmt Zeitgeist. Því stærra sem markmið byltingarinnar er, því meiri viðurkenning á þeim leiðum sem leiða til hennar. Þess vegna var grimmd og róttækni byltingarinnar til. Sjá má þetta í ofstæki rússnesku byltingamannanna.
Robespierre var furðu opinskár um notkun skelfingarinnar til að stofna dyggðalýðveldið.
Að mati Robespierre var styrkur alþýðustjórnar á friðartímum dyggð, en í byltingu er styrkur alþýðustjórnar bæði dyggð og skelfing; skelfing án dyggðar er hörmuleg, dyggð án skelfingar er máttlaus. Hryðjuverk eru ekkert annað en skjótt, alvarlegt og ósveigjanlegt réttlæti; það er því útstreymi dyggða.
Armur byltingamanna undir Robespierre var róttækur og segja má að sósíalistar undir leiðsögn Marx hafi tekið upp þessa hugmyndafræði, að koma á fót fyrirmyndaríki sem væri dyggðum prýtt en beita verði ógnir skelfingu til að koma því á í byltingarástandi.
Í útþynntri útgáfu sósíalistaarms demókrataflokk Bandaríkjamanna má sjá þetta. Forræðishyggjan birtist í skyldukvöð borgaranna að bera grímur vegna covids á almannafæri og skyldubólusetning. Að þeirra mati eigi ríkið skiptir sér af hugmyndafræði kennslunnar í skólum landsins og koma þannig inn réttu dyggðunum með jákvæðri mismunun, t.a.m. að minnihlutahópar fái forgangsmeðferð við covid umfram hvíta sem bera þá erfðasynd að forfeður þeirra voru þrælaeigendur. Koma á jafnrétti með ójafnrétti! Þetta kallast á þeirra máli jákvæð mismunun og sjá má hér á landi í formi þess að íslenska ríkið skiptir sér af stjórnarsetu í einkafyrirtækjum með að skylda eigi að ákveðið hlutfall stjórnarmanna séu af ákveðnu kyni. Vandinn við þetta að þá verður einhver útundan og ef til vill gegn hagsmunum fyrirtækisins. Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað, hvort fyrirtæki eigi ekki að eiga fullan yfirráðarétt yfir eignum sínum og ráði sínum mannauð, enda leggja eigendurnir allt sitt undir í reksturinn.
Enn einn anginn af þessu er krafan um afnám málþófs - filibuster (og ríkur meirihluti sé fyrir lagafrumvörpum og báðir flokkar styði þau) í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Að mínu mati hefur dyggðarsamfélagið aldrei verið til og verður aldrei til. Til þess eru mennirnir of beiskir. Ég er meira á línu Dantons og Helmut Smiths Þýskalands kanslara, að styðjast við raunsæispólitík við lausn daglegra vandamála ríkisins. Við getum stuðst við trúarbrögðin ef við viljum sækjast í dyggðir, enda kannski meira hlutverk þeirra að búa til gott fólk.
Helsta heimild: Robespierre and Danton | Ideas (wordpress.com)
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2022 | 14:01 (breytt 19.1.2022 kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar horft er á landslagið í íslenskri pólitík, þá vekur það undrun að enginn hugmyndafræðilegur ágreiningur er í gangi. Flokkar sem spanna allt litrófið eða mælikvarða stjórnmála, vinstri flokkur, miðju flokkur og hægri flokkur, stjórna landinu i sameiningu.
Þetta er annað kjörtímabilið sem þessir flokkar vinna saman og stað þess að fara eftir úrslit kosninga og refsa VG með því að skipa flokkinn út vegna slæms gengi í kosningum, er hann verðlaunaður með sama fjölda ráðuneyta en hinir tveir fá fleiri ráðuneyti á kostnað skattgreiðenda.
Ringulreið ríkir innan ráðuneytanna vegna þess. Einn maður sem ég þekki segir farir sínar ekki sléttar en honum er vísað frá Pontusi til Pílusar með erindi sitt, frá einu ráðuneyti til annars vegna þess að verkaskiptingin er ekki á hreinu!
Svo er það hugmyndafræðin, hún er ekki velkjast fyrir samvinnu flokka og allir virðast vera sammála. Formaður Sjálfstæðisflokksins er í dag að finna út betri leiðir til auka skatta á bifreiðaeigendur. Ég hef reyndar aldrei séð hægri stefnu í gangi í stjórnartíð þessa manns. Hann virkar á mig sem sannur búrókrati, væri frábær ráðuneytistjóri sem er hagnýttur í störfum og passar vel upp á hagsmuni ráðuneyti sitt.
Sjálfstæðismenn er snjallir að vera prófkúruhafar ríkisvaldsins og vita sem er, að sá sem stjórnar peningamálum landsins, stjórnar í raun ríkisstjórninni. Forsætisráðherra er frontur stjórnarinnar og tekur skellinn ef hann kemur.
Íslensk stjórnmál endurspegla t.a.m. ekki bandarísk stjórnmál, en þar er bullandi ágreiningur og skiptingin í hægri og vinstri stefnu aldrei verið eins áberandi og nú og þarf að leita allt til tímbabils Víetnamsstríðsins, til að sjá annan eins klofning þjóðarinnar. Hverju sætir? Er allt í góðu á Íslandi? Allir sammála um allt? Einhvern veginn hljómar það eins og það sé andstætt raunveruleikanum.
Nóg er til af ágreiningsmálum ef grannt er skoðað. Á til dæmis að einkavæða heilbrigðisþjónustuna meira? Skapa samkeppni? Hvaða leiðir eigum við að fara í orkumálum? Skipting kvótans, af hverju fá byggðalögin ekki meiri strandveiðikvóta undir stjórn VG sem hafa málaflokkinn á sinni könnu? Hvað með framsal kvótans sem er hneyksli frá upphafi til enda. Hvað með samskiptin við útlönd? Hvað með útlendingamálin? Mikið ágreiningsmál á hinum Norðurlöndum og deilur um Schengen. Á Ísland að vera áfram með opin landamæri? Hvað með íslenska menningu, á að hlúa að henni og íslenskuna? Svona er hægt að spyrja lengi og spyrja sig um leið, hvar er umræðan og ágreiningurinn í ofangreindum málum?
Mér sýnist það vera algjör lognmolla í íslenskum stjórnmálum í dag, sem er leiðinlegt.
Stjórnmál og samfélag | 14.1.2022 | 09:29 (breytt kl. 09:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýgin um þennan atburð er svo yfirgengileg, að maður stendur á gati um hvað gerðist í raun. Eins og flestir vita, er megin þorri fjölmiðla Bandaríkjanna á bandi demókrata og því ekki hægt að vænta sannleikans úr þeirri átt. Íslenskir fjölmiðlar apa hugsanalaust vitleysuna upp eftir CNN og fleiri fjölmiðlum sem eru andsnúnir repúblikönum og því er myndin af atburðum sem við fáum röng. Það eru sem betur fer til aðrir fjölmiðlar, eins og New York Post sem er tiltölulega áreiðanlegur fjölmiðill og aðrir sem ég leita mér heimilda til.
Förum bara í staðreyndir um þennan dag. Byrjum á atburðarrásinni.
6. janúar 2021
12:00: Trump ræðir við stuðningsmenn á fundi fyrir utan Hvíta húsið
13:00: Löggjafarmenn safnast saman til að telja atkvæði kosningafulltrúa landsins
13:10: Trump kallar eftir Capitol-göngu aftur; lýkur ræðu
13:26: Rýmingar fyrir hluta Capitol Hill hefjast
13:30: Umræður í öldungadeild og fulltrúadeild hefjast í þingsölum
13:40: Mótmælendur ganga inn á tröppur Capitol og loka á lögreglu
13:50: Lögreglan lýsir yfir óeirðum
14:13: Óeirðaseggir brjótast inn í öldungadeildarhluta þingsins aðrir ganga bara inn.
14:15: Óeirðaseggir elta lögreglumann upp stiga
14:20: Húsið (Fulltrúardeildin) gerir hlé á störfum sínum
14:26: Óeirðaseggir brjótast inn á skrifstofur hússins
14:31: Borgarstjóri DC kallar á útgöngubann
14:44: Tilkynningar um skot
14:52: Alríkishermenn fara inn í Capitol
15:04: D.C. þjóðvarðliðið er samþykkt til að aðstoða löggæslu í Capitol
18:00: Washington, D.C., útgöngubann í gildi þegar líður á nóttina
18:01 Trump tísti skilaboðum til stuðningsmanna sinna
20:00: Þingið heldur aftur afgreiðslu atkvæða kosningafulltrúa. Engin kjörinn fulltrúi slasaðist og tjón var minniháttar.
7. janúar 2021
3:40: Þingið staðfestir sigur Bidens
Febrúar 2021
Rannsóknarnefnd um húsbrot Bandaríkjaþings stofnuð sem er eingöngu skipuð demókrötum og einum repúblikana, Liz Cheney, sem er yfirlýstur hatursmaður Donalds Trumps. Við vitum niðurstöðu þessarar nefndar fyrirfram.
Spurningar vakna
Af hverju gat hið öfluga lögreglulið Bandaríkjaþings ekki varið þinghúsið? Hver er ábyrgður fyrir vernd Capital Hill? Og af hverju var ekki kallað til þjóðvarðliðsins?
Sjá má af myndskeiðum að næsta auðvelt var fyrir fólk að komast inn í þinghúsið. Sumir lögreglumannanna hjálpuðu meira segja fólk inn en aðrir reyndu að stoppa það. Vinstri fjölmiðlar kalla þetta fólk óeirðaseggi, þegar í raun var þetta mest megnið miðaldra fólk sem notaði tækifærið til að ganga í þinghúsið og það hagaði sér friðsamlega, þótt ekki allt. Einn hústökumanna getum við kallað þetta fólk, kona og fyrrum hermaður var skotin til bana, óvopnuð og án viðvörunar og án átaka. Það var allt mannfallið þann daginn.
Vinstri fjölmiðlar vilja kalla þetta fólk uppreisnarfólk og þetta væri valdarán en samkvæmt skilgreiningu hugtakanna, þarf það að vera þá vopnað og skipulagt samsæri í gangi, sem var hvorugt. Enginn mætti vopnaður (utan það sem fólk greip til á staðnum) og ekkert því fólk sem nú er í haldi, er sakað um landráð eða vopnaða uppreisn, en hátt í 700 manns eru enn á bakvið lás og slá einu ári eftir atburðinn. Flestir fyrir þær einu sakir fyrir tresspassing eða fara inn án leyfis. Enginn fær að leggja fram tryggingu til að ganga frjáls fram að réttarhöldum. Enginn er í raun sakaður um landráð eða vopnað valdarán enda stenst það ekki fyrir dómstólum, bara dómstólum götunnar og í orðræðu stjórnmálamanna.
Þetta er ljótur blettur á réttarríkið Bandaríkin. Meira segja þeir sem stóðu að morði Abrahams Lincolns 1865, fengu réttláta dómsmeðferð, þótt mikil reiði hafi ríkt og menn viljað leita hefnda.
Yfirmaður lögregluliðs Bandaríkjaþings ber titilinn Sergeant at Arms og hann ber ábyrgð á vörnum þinghússvæðisins en yfirmaður hans, sem hann leitar til, er Nancy Pelosi, þingforseti Fulltrúardeildarinnar. Þingforsetinn ásamt borgarstjóra D.C. Washington geta til samans kallað til þjóðvarðliðs ríkisins. Ekkert af þessu fólki kallaði á þjóðvarðliðið til varnar og það eitt hafði vald til þess, ekki Bandaríkjaforseti, sem getum bara lagt það til. Af hverju? Við fáum engin svör við þessu því að leynd hvílir á samskipti þessara aðila.
En hvað gerði Donald Trump? Samkvæmt frétt Reuters þann 12. Maí 2021 vildi Trump að hermenn þjóðvarðliðsins í Washington vernduðu stuðningsmenn sína á fundi 6. janúar, sagði fyrrverandi yfirmaður varnarmálaráðuneytis Trumps.
Christopher Miller, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við fulltrúadeild þingsins að hann hafi rætt við Trump þann 3. janúar, þremur dögum fyrir eldheita ræðu forsetans, sem var á undan ofbeldinu og leiddi til annarrar embættismissisákæru hans.
Samkvæmt vitnisburði Millers spurði Trump á þeim fundi hvort borgarstjóri District of Columbia hefði óskað eftir hermönnum þjóðvarðliðsins 6. janúar, daginn sem þingið átti að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.
Trump sagði Miller að fylla beiðnina, sagði fyrrverandi varnarmálaráðherrann. Miller sagði að Trump hafi sagt honum: Gerðu allt sem þarf til að vernda mótmælendur sem eru að framfylgja stjórnarskrárvörðum réttindum sínum.
Þannig ef Trump hefði fengið að ráða, hefðu þjóðvarðliðarnir verið á svæðinu og þeir getað varið þinghúsið. En það var í raun hlutverk Nancy Pelosi að kalla til þjóðvarðliðsins, sem hún gerði ekki. Hún verður ekki dregin til ábyrgðar á meðan demókratar ráða báðum deildum Bandaríkjaþings. Ég spái öðru uppgjöri þegar repúblikanar komast til valda.
Hvatti Donald Trump stuðingsmenn til uppreisnar?
Ástæðan fyrir seinni ákæruna fyrir embættisbrot var einmitt þessi atburður. Hann var sóttur til saka, þótt hann hefði þá þegar látið af embætti og því ekki hægt að reka hann! Skemmst er að frá að segja, hann var úrskurðaður saklaus.
Svarið við spurningunni er nei, hann hvatt stuðningsmenn sína ekki til uppreisnar. Í raun hvatti hann þá til að nýta sér stjórnarskrávarinn rétt sinn til að koma saman til friðsamlegra mótmæla og láta rödd sína heyrast, þetta sagði hann orðrétt. Sjá hér að neðan ræðu hans:
Bráðst Trump rétt við? Það liðu 88 mínútur frá fyrstu fréttum að atburðir væru að fara úr höndum þar til að hann birti yfirlýsingu til þeirra að mótmæla friðsamlega og yfirgefa þinghúsið. En hann er ekki alveg saklaus, því að hann stjórnaði að hluta til atburðarásinni. Hann hvatti þá til að fara til Capital Hill og það er grundvöllur þessara atburða. Þar liggur ábyrgð hans.
Í ræðu sinni við stuðningsmenn sína sagði hann:
And after this, were going to walk down, and Ill be there with you. Were going to walk down. Were going to walk down any one you want, but I think right here. Were going to walk down to the Capitol, and were going to cheer on our brave senators, and congressmen and women. Were probably not going to be cheering so much for some of them, because youll never take back our country with weakness. You have to show strength, and you have to be strong.
Og hann sagði að þeir ættu að mótmæla friðsamlega:
We have come to demand that Congress do the right thing and only count the electors who have been lawfully slated, lawfully slated. I know that everyone here will soon be marching over to the Capitol building to peacefully and patriotically make your voices heard. Today we will see whether Republicans stand strong for integrity of our elections, but whether or not they stand strong for our country, our country. Our country has been under siege for a long time, far longer than this four-year period.
Ekki hljómar þetta sem hvatning til vopnaðra uppreisnar en viðbrögð hans voru hæg að mati sumra.
Í tvítti (88 mínútum eftir að allt fór úr böndum) sagði hann: Vinsamlegast styðjið höfuðborgarlögregluna okkar og löggæslu. Þeir eru sannarlega við hlið landsins okkar. Verið friðsæl!. Á þeim tímapunkti hafði múgurinn þegar brotið rúður þegar þeir þrýstu sér inn í bygginguna. Rétt er að geta að óreiða ríkti innan Hvíta hússins og menn vissu ekki hvernig ætti að bregðast við samkvæmt vitnisburði vitna.
Ástæðan fyrir að þetta mál er enn á dagskrá bandarískra stjórnmála í dag, er að demókratar hafa klúðrað stjórn landsins frá 20. janúar 2021 en þeir ráða báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetaembættið og þar með stjórn landsins þeir hafa ekkert annað ,,neikvætt á repúblikana. Hvert áfallið á fætur öðru dynur á landið sem rekja má til misstjórnunar landsins og klúður demókrataflokksins sem er orðinn í raun vinstri flokkur á par við Samfylkinguna. Allt útlit er fyrir að þeir tapa meiri hluta Fulltrúardeildarinnar síðar á árinu og þeir eru örvæntingarfullir en hafa engin afrek til að státa af og hanga því á það neikvæða.
Önnur ástæðan fyrir dramatíkinni er að stjórnmálaelítan fannst höggvið nærri sér og er að senda skipaboð til almennings, að ef hann vogar sér í framtíðinni að gera árás á Bandaríkjaþing, þá verði því mætt með hörku.
Engin nefnd hefur hins vegar verið skipuð vegna óeirðana 2020 sem skóku borgir undir stjórn demókrata en óeirðirnar eru taldar hafa verið um 530 talsins með miklu eignar- og manntjóni. En það var bara almenningur sem þurfti að þjást.
Joe Biden og Kamala Harris urðu svo sér til skammar þegar þau fluttu sjónvarpsávörp í tilefni dagsins og sérstaklega Kamala sem líkti þessum atburði við árásina á Perl Harbor og 9/11 2001 hryðjuverkaárásina. Joe Biden las bara upp áróðursræðu sem fólst mest megnið í að skamma Donald Trump og einhver hafði skrifað fyrir hann.
Einn fréttaskýrenda sagði að þessi dagur væru eins og jólin fyrir demókrata, ljós í myrkrinu en framundan sé þó eftir sem áður svartnæti fyrir gengi flokksins á árinu.
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2022 | 12:54 (breytt kl. 17:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvenær varð verkalýðurinn til á Íslandi? Það fer eftir því hvernig við skilgreinum verkafólk. Strangt til tekið getum við sagt að það gerðist um árþúsundið 1000 þegar Íslendingar aflögðu þrælahald og breyttu þræla í vinnufólk.
En ef við miðum við iðnbyltinguna og verkafólk í þéttbýli, er skilgreiningin þrengri og miðað er við tímabilið sem hófst 1750 og er enn í gangi.
Á Íslandi hefur hingað til hefur verið hefð fyrir að miða við 19. öldina og þá í sambandi við útgerð þilskipa, myndun sjávarþorpa og fiskvinnsla í þeim; einnig verksmiðjurekstur Norðmanna er þeir hófu hvalveiðar og settu upp verksmiðjur fyrst á Vestfjörðum en síðar á Austfjörðum.
Ég vil gerast svo djafur að miða upphafið við innréttingar Skúla Magnússonar og félaga. Stórfyrirtæki þeirra, með öllum þeim verksmiðjuhúsum sem fylgdu (44 mannvirkjum í heildina), hafði innanborð fjölda manna og já kvenna sem störfuðu fyrir fyrirtækið og fengu laun fyrir. Launavinnan varð til. Þetta var iðnaðarfólk.
Dæmi um starfsmannafjölda á einu tímabili er þegar Ari Guðmundsson varð kaupmaður í Hólmnum (Grandi í dag) og átti sæti í stjórn stofnanna, ákvað að reka sem flest starfsfólk úr starfi (honum var falið það hlutverk af hendi dönsku félagsstjórnanna að eyðileggja fyrirtækið innan frá og er önnur saga). Hann rak úr starfi 53 manneskjur og voru þá eftir 26 starfsmenn sem áttu að halda út rekstrinum og þilskipunum var jafnframt lagt. Í dag myndi þetta teljast vera stórt fyrirtæki.
Svo má geta að lokum að fyrsta íslenska hlutfélagið var stofnað 1751 á Alþingi eða 270 árum síðan. Embættismenn á Íslandi stofnuðu Hið íslenska hlutafélag á Þingvöllum sumarið 1751 og bundust samtökum um stofnun vefsmiðju á Íslandi að erlendri fyrirmynd. Án fyrirtækjarekstur, hefði verkalýðurinn enga launavinnu og í raun undir valdi bóndans komið, peningalaust, matarlítið og við lélegt húsaskjól án almennra mannréttinda eins og til dæmis að stofna til eigin fjölskyldu og lifa sjálfstætt.
Stjórnmál og samfélag | 16.11.2021 | 19:55 (breytt kl. 19:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða úrslit kosningana og afleiðingar þeirra en hér skal þó bætt við!
Auðljósar brotalamir eru á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Stjórnarskráin þarfnast breytingar (þó ekki umbyltingu eins og margir vilja), heldur uppfærslu í samræmi við nútímann. Lýðveldið Ísland er ekki það sama og það var 1944.
Vitur sagnfræðingur og stjórnmálaspekingur sagði eitt sitt að lífið sé breytingum háð en þær eiga að taka mið af fortíðinni, því að hún býr yfir reynslu kynslóðana, hvað gengur og hvað gengur ekki. Nýjungar eru nauðsynlegar, en þær verða að reyna með varkárni. Auðljósir vankanar eiga því að sníða af stjórnarskránni en halda má það sem reyndst hefur vel.
Fyrsta verkið ætti að skipta valda valdinu upp í þrennt, eins og ég hef bent á áður, í framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Svo er ekki í dag, og ríkisstjórnin / framkvæmdarvaldið ætti að hunskast af Alþingi sem fyrst og einbeita sér bara að því að stjórna landinu. Valdið (lagasetning og dagleg stjórnun) liggur hvort sem er hjá ókjörnum embætttismönnum (aðallega ráðuneytisstjórum).
Þegar eitthvað bjátar á, þá koma vankantanir fram, líkt og gerðist með úrslit kosningana, þegar kjörstjórnir gera mistök. Svo er Alþingi (þingmenn sem eiga hagsmuni að gæta) látið dæma í eigin sök? Af hverju er málinu ekki skotið til Hæstaréttar Íslands, líkt og gert er í Bandaríkjunum? Það dæmir enginn í eigin sök, nema á Íslandi.
Niðurstöðuna má gefa sér fyrirfram, þingmennir sem voru kosnir á þing um nóttina og voru á lista þingmanna undir morgun samkvæmt síðustu talningu og LOKATÖLUM, fá líklega ekki leiðréttinu mála sinna og missa af þingsætum. Hinir fimm, sem fengu þessi sæti verða fegnir sem og aðrir þingmenn enda má ekki rugga bátnum þegar áhöfnin hefur verið ráðin um borð.
Svo er það flokkarnir og þingmennirnir. Það er nú svo að fólk kýs flokka á þing og hefur takmarkaðan rétt á að ráða hverjir eru skipaðir fulltrúar hvers flokks, nema að takmörkuðu leyti. Stundum eru lokuð prófkjör og stundum opin. Eina vopnið sem kjósandinn hefur í raun er að strika yfir nafn viðkomandi frambjóðanda til þings eða sveitarstjórnar á sjálfum kosningadeginu, á kjörseðlinum. Það er vandasamt og jafnvel þótt það sé gert, þá kannski færist viðkomandi (ef nógu margir gera það) aðeins niður um sæti.
Ábyrgð þeirra sem bjóða sig fram fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk er því mikil. Stór hópur fólks hjálpar og treystir á að viðkomandi aðili er að bjóða fram undir merkjum og stefnu ákveðins flokks. Kjósendur verða einnig að treyst að viðkomandi þingmannaefni sé að bjóða sig fram af heillindum.
Það kom því mörgum á óvart að þingmaður einn, korteri eftir kosningar, án þess að greina megi ágreining fyrir ákvörðun hans, hafi ákveðið að skipta um hest eftir að hafa farið yfir ánna. Skýringar hans halda ekki vatni þegar forsendurnar eru skoðaðar (hann hafði þrjú ár til að ákveða sig og hann hafði alltaf tækifæri til að skipta um flokk, helst fyrir síðustu kosningar) Hann er genginn í annan flokk og eftir situr margur með sárt enni. Kjósendur mannsins, hugsa margir með sér að ekki hafi það kosinn hann til gegna þingmennsku fyrir annan flokk með gjörólíka stefnu og samflokksmenn hans sitja eftir ráðvilltir og með veiklaðan þingflokk. Viðkomandi hefði væntanlega setið í stjórnandstöðu skv. úrslitum kosninga en nú verður hún veikari fyrir vikið, um sem samsvarar einu þingsæti. Eins og við vitum er stjórnarandstaða lýðræðinu bráðnauðsyn.
Það er náttúrulega brot á rétti kjósanda geta ekki valið sinn þingmann á Alþingi beint, heldur verður hann að kjósa allan pakkann - allan þingflokkinn en misjafn sauður er í hverjum flokki. Svo er misvægi þingsæta, ekki er sama hvar maður býr á landinu, betra er að vera ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu, til að atkvæði manns fá meira vægi. Jöfnunarsæti breyta ekki stöðuna mikið.
Kíkjum á Wikipedíu og hvað hún segir um einmenniskjördæmi
Einmenningskjördæmi er kjördæmi í þingkosningum þar sem aðeins einn frambjóðandi nær kjöri. Mismunandi reglur geta gilt um það hvernig sigurvegarinn er ákvarðaður, algengt er að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði nái kjöri þó að viðkomandi fái ekki meirihluta atkvæða. Þetta fyrirkomulag er til dæmis notað í þingkosningum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig kann að vera kosið í tveimur umferðum þannig að þeir tveir frambjóðendur sem fá flest atkvæði í fyrri umferð kosninga haldi áfram í aðra umferð, sú aðferð er til dæmis notuð við þingkosningar í Frakklandi. Þá er mögulegt að notast sé við forgangsröðunaraðferð þar sem kjósendur raða frambjóðendum í röð frá þeim sem þeir kjósa helst til þess sem þeir kjósa síst.
Það er talinn kostur við einmenningskjördæmi að þingmenn hafi sterka tengingu við tiltekið landsvæði og að kjósendur á því svæði hafi "sinn þingmann" til að leita til. Á móti kemur hins vegar að atkvæði þeirra sem kjósa aðra frambjóðendur falla dauð niður og smærri framboð eiga litla möguleika á að koma mönnum á þing. Í löndum þar sem eingöngu er notast við einmenningskjördæmi er því tilhneiging til þess að fáir stjórnmálaflokkar komi mönnum á þing, jafnvel aðeins tveir.
Einmennisskjördæmi á Íslandi
Einmenningskjördæmi tíðkuðust áður í Alþingiskosningum á Íslandi. Þegar Alþingi var endurreist 1844 voru 20 þingmenn kjörnir úr 20 einmenningskjördæmum auk þess sem konungur skipaði 6 þingmenn. Kjördæmin miðuðust þá við sýslur landsins auk þess sem Reykjavík var sérstakt kjördæmi. Árið 1874 var farið að gera sumar sýslur að tvímenningskjördæmum og eftir því sem fólki fjölgaði í Reykjavík fjölgaði þingmönnum höfuðstaðarins. Einmenningskjördæmi voru síðast notuð í Alþingiskosningunum í júní 1959 en þá voru 21 þingmenn kjörnir úr jafn mörgum einmenningskjördæmum, 12 þingmenn úr 6 tvímenningskjördæmum, 8 samkvæmt hlutfallskosningu í Reykjavík og 11 uppbótarmenn á landsvísu. Síðar sama ár var aftur kosið til Alþingis samkvæmt nýrri kjördæmaskipan þar sem landinu var skipt upp í átta kjördæmi með hlutfallskosningum. Heimild: Wikipedia.
Má ekki taka upp samblöndu af hlutfallskosningu og einmenniskosningu? Og kjósendur hafi beint val um hverjir veljast í sæti fyrir hvern flokk?
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2021 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd: Skjáskot/RÚV
Helsti kostur lýðræðiskerfisins er að aðeins þeir sem fólk treystir til verka, fær það hlutverk að vera fulltrúar þjóðfélagsins og stjórna þjóðarskútunni. Svo er að minnsta kosti í orði en kannski ekki í verki.
Lýðræðisfyrirkomulagið á Íslandi er í molum og endurspeglar ekki stöðu Íslands í dag. Gott dæmi um það er misvægis atkvæða í Alþingiskosningum. Það að atkvæði Jóns í Reykjavík hafi ekki sama vægi og atkvæði Jóns á Akureyri. Þetta er lýðræðisskekkja. Þá er reynt að jafna með jöfnunarþingmenn, en eins og Ólafur Þ. Harðar segir, þá þyrftu þeir að vera fleiri.
Ég vísa hér með beint í orð Ólafs: Ekki hefur tekist að ná markmiði stjórnarskrárinnar fernar kosningar í röð, skrifar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Vísar hann til þess að í 31. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að úthluta eigi jöfnunarsætum til að tryggja að flokkar fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína.
"Telur Ólafur ljóst að Alþingi hafi vanrækt skyldu sína að laga kosningalög að breyttum veruleika sem hann segir einfalt að gera með því að fjölga jöfnunarþingsætum." segir í frétt mbl.is
Svo er það annað hneykslismál en það er framkvæmd kosninga og hvað eigi að gera þegar kemur fram vankvæði eða misbrestur á framkvæmdinni. Hvað á að gera? Halda aðrar kosningar í viðkomandi kjördæmi? Nei, það er ekki hægt, því að það er hætt við að fólk kjósi annað, til að t.d. að losna við ákveðinn flokk. Og hvenær er lokaniðurstaða orðin að lokaniðurstöðu? Að mínu mati er það þegar yfirkjörnefnd gefur út lokayfirlýsingu um úrslit kosninganna, annars væri hægt að hringla í niðurstöðunum, eins og var nú gert, endalaust.
Enn ein vitleysan er að Alþingi er látið dæma í eigin sök, og skera út um niðurstöður kosninganna. Auðvitað vilja þingmenn, sem nú eru öryggir á þingi, ekki breyta neinu. Þetta er eins og að láta glæpamann vera dómari í eigin máli. Nær hefði verið að láta málið í hendur Hæstaréttar Íslands, enda ,,fagmenn" sem eru vanir að úrskurða í vafamálum, sjá um að úrskurða.
Svo er það annað, en það er ábyrgð embættismanna. Sjá má af vitnaleiðslum á Bandaríkjaþingi þessa dagana, að embættismenn (hershöfðingjar) eru dregnir fyrir rannsóknarnefnd sem á að rannsaka hvað fór útskeiðis í brotthvarfi hersins frá Afgangistan. Hér er ábyrgð embættismanna engin, þótt ljóst er að kjörstjórn hafi klúðrað vörðslu og talningu atkvæða. Lágmark væri að þeir væru dregnir fyrir þingnefnd. Auðvitað starfa hér þingnefndir sem rannsaka og skoða mál og draga menn fyrir nefndir Alþingis en mér finnst einhvern veginn að ferlis sé ekki í eins föstum skorðum og í Bandaríkjunum. Til dæmis er þar hægt að kæra menn fyrir ljúgvitni og menn bera vitni undir eiði, rétt eins og í réttarhöldum.
Hérna koma nokkrar spurningar: Hvað segir til dæmis ÖSE um þetta klúður? Eiga þingmennirnir að kæra málið þangað? Af hverju fá tveir þingflokkar ekki sæti í úrskurðarnefnd Alþingis um málið? Eru þetta kosningasvindl? Vanræksla? Ábyrðarleysi embættismanna? Er ekki kominn tími á raunverulega þrískiptingu valdsins, að hætta að leyfa ráðherra að sitja á Alþingi þar sem þeir komi með lagafrumvörp sín (endursegist: embættismenn ráðuneyta)? Þetta er eins og þegar sýslumenn voru bæði lögreglustjórar og dómarar en sem betur fer breytti Evrópudómstóll það. Svo mætti áfram spyrja.....
Stjórnmál og samfélag | 1.10.2021 | 09:03 (breytt kl. 09:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020