Hvernig atburðir 6. janúar 2021 þróuðust í rauntíma á Capital Hill og hver ber ábyrgð

a21e3eb1-4a60-40e5-b411-2c30886b711e.sized-1000x1000

Lýgin um þennan atburð er svo yfirgengileg, að maður stendur á gati um hvað gerðist í raun. Eins og flestir vita, er megin þorri fjölmiðla Bandaríkjanna á bandi demókrata og því ekki hægt að vænta sannleikans úr þeirri átt. Íslenskir fjölmiðlar apa hugsanalaust vitleysuna upp eftir CNN og fleiri fjölmiðlum sem eru andsnúnir repúblikönum og því er myndin af atburðum sem við fáum röng. Það eru sem betur fer til aðrir fjölmiðlar, eins og  New York Post sem er tiltölulega áreiðanlegur fjölmiðill og aðrir sem ég leita mér heimilda til.

Förum bara í staðreyndir um þennan dag. Byrjum á atburðarrásinni.

6. janúar 2021

12:00: Trump ræðir við stuðningsmenn á fundi fyrir utan Hvíta húsið

13:00: Löggjafarmenn safnast saman til að telja atkvæði kosningafulltrúa landsins

13:10: Trump kallar eftir Capitol-göngu aftur; lýkur ræðu

13:26: Rýmingar fyrir hluta Capitol Hill hefjast

13:30: Umræður í öldungadeild og fulltrúadeild hefjast í þingsölum

13:40: Mótmælendur ganga inn á tröppur Capitol og loka á lögreglu

13:50: Lögreglan lýsir yfir óeirðum

14:13: Óeirðaseggir brjótast inn í öldungadeildarhluta þingsins – aðrir ganga bara inn.

14:15: Óeirðaseggir elta lögreglumann upp stiga

14:20: Húsið (Fulltrúardeildin) gerir hlé á störfum sínum

14:26: Óeirðaseggir brjótast inn á skrifstofur hússins

14:31: Borgarstjóri DC kallar á útgöngubann

14:44: Tilkynningar um skot

14:52: Alríkishermenn fara inn í Capitol

15:04: D.C. þjóðvarðliðið er samþykkt til að aðstoða löggæslu í Capitol

18:00: Washington, D.C., útgöngubann í gildi þegar líður á nóttina

18:01 Trump tísti skilaboðum til stuðningsmanna sinna

20:00: Þingið heldur aftur afgreiðslu atkvæða kosningafulltrúa. Engin kjörinn fulltrúi slasaðist og tjón var minniháttar.

7. janúar 2021

3:40: Þingið staðfestir sigur Bidens

Febrúar 2021

Rannsóknarnefnd um húsbrot Bandaríkjaþings stofnuð sem er eingöngu skipuð demókrötum og einum repúblikana, Liz Cheney, sem er yfirlýstur hatursmaður Donalds Trumps. Við vitum niðurstöðu þessarar nefndar fyrirfram.

Spurningar vakna

Af hverju gat hið öfluga lögreglulið Bandaríkjaþings ekki varið þinghúsið? Hver er ábyrgður fyrir vernd Capital Hill? Og af hverju var ekki kallað til þjóðvarðliðsins?

Sjá má af myndskeiðum að næsta auðvelt var fyrir fólk að komast inn í þinghúsið. Sumir lögreglumannanna hjálpuðu meira segja fólk inn en aðrir reyndu að stoppa það.  Vinstri fjölmiðlar kalla þetta fólk óeirðaseggi, þegar í raun var þetta mest megnið miðaldra fólk sem notaði tækifærið til að ganga í þinghúsið og það hagaði sér friðsamlega, þótt ekki allt.  Einn hústökumanna getum við kallað þetta fólk, kona og fyrrum hermaður var skotin til bana, óvopnuð og án viðvörunar og án átaka. Það var allt mannfallið þann daginn.

Vinstri fjölmiðlar vilja kalla þetta fólk „uppreisnarfólk“ og þetta væri valdarán en samkvæmt skilgreiningu hugtakanna, þarf það að vera þá vopnað og skipulagt samsæri í gangi, sem var hvorugt. Enginn mætti vopnaður (utan það sem fólk greip til á staðnum) og ekkert því fólk sem nú er í haldi, er sakað um landráð eða vopnaða uppreisn, en hátt í 700 manns eru enn á bakvið lás og slá einu ári eftir atburðinn. Flestir fyrir þær einu sakir fyrir „tresspassing“ eða fara inn án leyfis. Enginn fær að leggja fram tryggingu til að ganga frjáls fram að réttarhöldum. Enginn er í raun sakaður um landráð eða vopnað valdarán enda stenst það ekki fyrir dómstólum, bara dómstólum götunnar og í orðræðu stjórnmálamanna.

Þetta er ljótur blettur á réttarríkið Bandaríkin. Meira segja þeir sem stóðu að morði Abrahams Lincolns 1865, fengu réttláta dómsmeðferð, þótt mikil reiði hafi ríkt og menn viljað leita hefnda. 

Yfirmaður lögregluliðs Bandaríkjaþings ber titilinn „Sergeant at Arms“ og hann ber ábyrgð á vörnum þinghússvæðisins en yfirmaður hans, sem hann leitar til, er Nancy Pelosi, þingforseti Fulltrúardeildarinnar. Þingforsetinn ásamt borgarstjóra D.C. Washington geta til samans kallað til þjóðvarðliðs ríkisins. Ekkert af þessu fólki kallaði á þjóðvarðliðið til varnar og það eitt hafði vald til þess, ekki Bandaríkjaforseti, sem getum bara lagt það til. Af hverju? Við fáum engin svör við þessu því að leynd hvílir á samskipti þessara aðila.

En hvað gerði Donald Trump? Samkvæmt frétt Reuters þann 12. Maí 2021 vildi Trump að hermenn þjóðvarðliðsins í Washington vernduðu stuðningsmenn sína á fundi 6. janúar, sagði fyrrverandi yfirmaður varnarmálaráðuneytis Trumps.

Christopher Miller, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við fulltrúadeild þingsins að hann hafi rætt við Trump þann 3. janúar, þremur dögum fyrir eldheita ræðu forsetans, sem var á undan ofbeldinu og leiddi til annarrar embættismissisákæru hans.

Samkvæmt vitnisburði Millers spurði Trump á þeim fundi hvort borgarstjóri District of Columbia hefði óskað eftir hermönnum þjóðvarðliðsins 6. janúar, daginn sem þingið átti að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.

Trump sagði Miller að „fylla“ beiðnina, sagði fyrrverandi varnarmálaráðherrann. Miller sagði að Trump hafi sagt honum: „Gerðu allt sem þarf til að vernda mótmælendur sem eru að framfylgja stjórnarskrárvörðum réttindum sínum.“

Þannig ef Trump hefði fengið að ráða, hefðu þjóðvarðliðarnir verið á svæðinu og þeir getað varið þinghúsið. En það var í raun hlutverk Nancy Pelosi að kalla til þjóðvarðliðsins, sem hún gerði ekki. Hún verður ekki dregin til ábyrgðar á meðan demókratar ráða báðum deildum Bandaríkjaþings. Ég spái öðru uppgjöri þegar repúblikanar komast til valda.

Hvatti Donald Trump stuðingsmenn til uppreisnar?

Ástæðan fyrir seinni ákæruna fyrir embættisbrot var einmitt þessi atburður.  Hann var sóttur til saka, þótt hann hefði þá þegar látið af embætti og því ekki hægt að reka hann! Skemmst er að frá að segja, hann var úrskurðaður saklaus.

Svarið við spurningunni er nei, hann hvatt stuðningsmenn sína ekki til uppreisnar. Í raun hvatti hann þá til að nýta sér stjórnarskrávarinn rétt sinn til að koma saman til friðsamlegra mótmæla og láta rödd sína heyrast, þetta sagði hann orðrétt. Sjá hér að neðan ræðu hans:

Ræða Donalds Trumps

Bráðst Trump rétt við? Það liðu 88 mínútur frá fyrstu fréttum að atburðir væru að fara úr höndum þar til að hann birti yfirlýsingu til þeirra að mótmæla friðsamlega og yfirgefa þinghúsið. En hann er ekki alveg saklaus, því að hann stjórnaði að hluta til atburðarásinni. Hann hvatti þá til að fara til Capital Hill og það er grundvöllur þessara atburða.  Þar liggur ábyrgð hans.

Í ræðu sinni við stuðningsmenn sína sagði hann:

“And after this, we’re going to walk down, and I’ll be there with you. We’re going to walk down. We’re going to walk down any one you want, but I think right here. We’re going to walk down to the Capitol, and we’re going to cheer on our brave senators, and congressmen and women. We’re probably not going to be cheering so much for some of them, because you’ll never take back our country with weakness. You have to show strength, and you have to be strong.”

Og hann sagði að þeir ættu að mótmæla friðsamlega:

“We have come to demand that Congress do the right thing and only count the electors who have been lawfully slated, lawfully slated. I know that everyone here will soon be marching over to the Capitol building to peacefully and patriotically make your voices heard. Today we will see whether Republicans stand strong for integrity of our elections, but whether or not they stand strong for our country, our country. Our country has been under siege for a long time, far longer than this four-year period.”

Ekki hljómar þetta sem hvatning til vopnaðra uppreisnar en viðbrögð hans voru hæg að mati sumra.

Í tvítti (88 mínútum eftir að allt fór úr böndum) sagði hann: „Vinsamlegast styðjið höfuðborgarlögregluna okkar og löggæslu. Þeir eru sannarlega við hlið landsins okkar. Verið friðsæl!”. Á þeim tímapunkti hafði múgurinn þegar brotið rúður þegar þeir þrýstu sér inn í bygginguna. Rétt er að geta að óreiða ríkti innan Hvíta hússins og menn vissu ekki hvernig ætti að bregðast við samkvæmt vitnisburði vitna.

Ástæðan fyrir að þetta mál er enn á dagskrá bandarískra stjórnmála í dag, er að demókratar hafa klúðrað stjórn landsins frá 20. janúar 2021 en þeir ráða báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetaembættið og þar með stjórn landsins þeir hafa ekkert annað ,,neikvætt“ á repúblikana. Hvert áfallið á fætur öðru dynur á landið sem rekja má til misstjórnunar landsins og klúður demókrataflokksins sem er orðinn í raun vinstri flokkur á par við Samfylkinguna. Allt útlit er fyrir að þeir tapa meiri hluta Fulltrúardeildarinnar síðar á árinu og þeir eru örvæntingarfullir en hafa engin afrek til að státa af og hanga því á það neikvæða.

Önnur ástæðan fyrir dramatíkinni er að stjórnmálaelítan fannst höggvið nærri sér og er að senda skipaboð til almennings, að ef hann vogar sér í framtíðinni að gera árás á Bandaríkjaþing, þá verði því mætt með hörku.

Engin nefnd hefur hins vegar verið skipuð vegna óeirðana 2020 sem skóku borgir undir stjórn demókrata en óeirðirnar eru taldar hafa verið um 530 talsins með miklu eignar- og manntjóni. En það var bara almenningur sem þurfti að þjást.

Joe Biden og Kamala Harris urðu svo sér til skammar þegar þau fluttu sjónvarpsávörp í tilefni dagsins og sérstaklega Kamala sem líkti þessum atburði við árásina á Perl Harbor og 9/11 2001 hryðjuverkaárásina.  Joe Biden las bara upp áróðursræðu sem fólst mest megnið í að skamma Donald Trump og einhver hafði skrifað fyrir hann.

Einn fréttaskýrenda sagði að þessi dagur væru eins og jólin fyrir demókrata, ljós í myrkrinu en framundan sé þó eftir sem áður svartnæti fyrir gengi flokksins á árinu.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Þessar nytsömu upplýsingar þína þekkja allir þeir sem vilja.

Það er líka ástæða þess að Bandaríkin ramba nú á barmi borgarastyrjaldar.

Jónatan Karlsson, 10.1.2022 kl. 07:15

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Jónatan! Kíktu á grein mína um stjórnmál Íslands í samanburði við þau bandarísku. Algjör lognmolla hér en það liggur við borgarastríð í BNA. Áhyggjuefni fyrir heimsfriðin.vonandi erum við Íslendingar vel faldir á toppi jarðar og sleppum við stríð. 

Birgir Loftsson, 14.1.2022 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband