Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Menn vilja alltaf gleyma, þegar menn daðra við sósíalismann, þá staðreynd, að þegar menn láta stjórnvöld - miðstjórnarvaldið - fá vald í hendur til að stjórna lífi fólks, að það er ekkert afl sem stöðvar það í að ganga of langt.
Hugmyndafræðin virðist við fyrstu sýn vera falleg, allir jafnir og allir fá sömu laun og kjör, þótt náttúrulögmálið segi annað um stöðu manna. Lífið er ekki jafnræði og náttúran er grimm. Svo á við um samfélag manna, sama hversu vel er gefið, útkoman er misjöfn.
Við komum inn í heiminn við misjafnar aðstæður, sumir við slæm skilyrði og aðrir við góð. Við förum líka við mismunandi skilyrði úr lífinu. Þeir sem eru duglegir og áræðnir, gætu hafa fæðst fátækir en endað sem ríkið einstaklingar og öfugt.
En aðrir vilja að ríkisvaldið skipti sér sem minnst af einstaklingum og leyfa honum að spreyta sig í lífinu. Menn kalla þetta kerfi kapítalismi og einstaklingsframtak. Sá misskilningur er alltaf á lofti, að velgengi eins, sé á kostað annans. Ef Jón verður ríkur, þá verði Guðmundur fátækur. Að Jón sé að stela frá Guðmundi. Þeir sem halda þessu fram, dettur aldrei í hug, að Jón geti hjálpað Guðmundi úr örbirgðinni og saman geti þeir skapað velferðarsamfélag enda þurfa báðir á hvorum að halda. Guðmundarnir eru margfalt fleiri Jónar, geta til samans sett Jóni stóli fyrir dyrnar ef hann gengur of langt. Þarna myndast valdajafnvægi.
Þetta hefur verið marg sannað síðastliðin 250 ár, að samanlögð velgengni einstaklinga býr til auka auðlegð sem samfélagið nýtur góðs af. Þetta vita allir sem hafa lært hagfræðiáfanga 103 en neita staðreyndinni. Fyrir tíma kapítalismans, varð aldrei til auka afrakstur í samfélaginu. Besta dæmið um þetta er sjálfþurftarsamfélag Íslands, en Íslendingar lifðu á jaðri hungursneyðar langt fram á 19. öld vegna þess að íslenskir kapítalistar voru hreinlega ekki til.
Fyrsta íslenska fyrirtækið var stofnað á Alþingi 1752, af Skúla Magnússyni fógeta ásamt íslenskum efnamönnum og var árangurinn brotakenndur en varðaði veginn áfram. Síðan þá hefur íslenskt samfélag farið stöðugt fram, með skellum þó. Þegar frjáls verslun var gefin um miðja 19. öld, hófust peningaviðskipti (sauðfé selt á fæti til Bretlands og jafnvel lifandi hestar) og Norðumenn hófu fyrstu ,,stóriðju" með hvalveiðistöðvar sínar á sama tíma. Bændur eignuðust pening og gátu myndað sameignarfélög - kaupfélög til að versla og selja. Til varð auðmagn til að reisa fyrstu sjávarútvegsþorpin.
En hér var ætlunin að fjalla um verstu gerðina af sósíalismanum, kommúnisma, sem hefur alltaf þróast í alræði öreiga(fámennisstjórnar millistéttar því að öreigarnir hafa aldrei haft getu til að stjórna sjálfir vegna þekkinga- og menntunarskorts).
Til eru mismunandi útgáfur af sósíalismanum, sumar taka mið af lýðræðinu en aðrar af alræðinu. En eitt eiga þær allar sameiginlegt, en það er að láta miðstjórnvaldið ráða yfir persónulegum högum fólks og stýra lífi þess. Í flestum tilfellum ganga sósíalískar stjórnir svo langt, að þær vilja ráða yfir hugsunum fólks! Í dag er það höfnunarmenningin sem tröllríður vestræn samfélög og ræður för hjá sósíalistum (í raun hefur þetta verið svona alla tíð hjá vinstrisinnum). Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar það kýs yfirlýsta sósíalista á Íslandi.
Vegna þess ríkið vill ráða eitt (hópurinn gegn einstaklingnum og hugsunum hans), búa sósíalistar/kommúnistar alltaf til fangabúðir fyrir þá sem fylgja ekki flokkslínunni, fylgja ekki hóphugsunni. Frægasta fangabúðakerfið er sovéska Gúlagið en það nýjasta er í Kína, fyrir múslimska minnihlutahópinn Uigurar. En skoðum sögu Gúlagsins og hvað Jón Ólafsson prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands segir um sögu þess:
Gúlag er samheiti um þrælkunarbúðir í Ráðstjórnarríkjunum sem varð til strax við kommúnismann í Rússlandi 1918-20 en lauk að mestu um 1960.
Þótt Gúlagið hafi ekki beinlínis haft útrýmingarhlutverk var dvöl í fangabúðum í flestum tilfellum hryllilegri en orð fá lýst. Margra beið ömurlegur dauðdagi af hungri, vosbúð eða sjúkdómum í verstu búðunum. Pólitísku fangarnir voru oftast sérlega illa búnir undir aðstæður vinnuþrælkunarinnar og auðveld fórnarlömb jafnt fangavarða sem glæpagengja en þau höfðu oft tögl og hagldir innan búða. Milljónir fanga lifðu Gúlagið af, bugaðir á sál og líkama.
Í dag er talið að um 25 milljónir fanga hafi farið í gegnum Gúlagið á árunum 1930 til 1956, og að um sjö milljónir þeirra hafi verið pólitískir fangar.
Allt að tvær milljónir áttu ekki afturkvæmt úr Gúlaginu. Dánartíðni var mjög mismikil eftir tímabilum, hæst var hún fyrstu árin eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin, eða milli 20 og 25%, lægst í lok þessa tímabils eða innan við hálft prósent árið 1953.
Rétt er að hafa í huga að sovétkerfið átti fleiri leiðir til að refsa fólki og setja á það hömlur en fangabúðirnar sjálfar.
Milljónir manna fengu útlegðardóma á stalíntímanum og þurftu þá að dvelja fjarri heimahögum um lengri eða skemmri tíma. Sömuleiðis voru milljónir hraktar af heimilum sínum og fólk látið taka sér búsetu á sérstökum svæðum þar sem það bjó undir eftirliti. Loks er rétt að hafa í huga að dauðarefsingum var beitt óspart gegn meintum pólitískum andstæðingum á stalíntímanum. Talið er að á tímabilinu 1921 til 1953 hafi 800 þúsund manns verið dæmd til dauða og tekin af lífi í Sovétríkjunum. Langflestar voru aftökurnar árin 1937 og 1938 eða samtals um 680 þúsund.
Hemild: Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?
Hvað lærdóm getum við dregið af þessari sögu? Jú, hún gæti endurtekið sig (sbr. Kína), en fyrst og fremst verðum við að vera upplýst og lesa sögu en auðljóst er að flestir Íslendingar eru ómeðvitaðir um galla sósíalismans, enda hefur aldrei farið fram raunverulegt uppgjör (sbr. Nurmberg réttarhöldin yfir nasistum) við forsprakka þessarar stefnu. Réttlætið sigrar nefnilega ekki alltaf. Vondir menn komast upp með vonda hluti.
Á tyllidögum er sagt að við Íslendingar búum í upplýsingarsamfélagi nútímans og upplýsingar séu uppspretta þekkingar og framfara í vísindum og viðskiptum. En við þurfum líka að rækta þekkingu á fortíðinni, því að annars erum við dæmt til að endurtaka mistökin. Sögukennsla á Íslandi mætti vera meiri.
Stjórnmál og samfélag | 23.9.2021 | 16:56 (breytt kl. 16:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
John Locke og þrískipting valdsins á Íslandi
John Locke, sem var enskur heimspekingurinn, setti fram á 18. öld fram kenninguna um þrískiptingu valdsins í: framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Frábær hugmynd sem hefur ekki enn komið til framkvæmda á Íslandi. Hvers vegna? Jú, framkvæmdarvaldið ríkisstjórn Íslands sem samanstanda af ráðherrum, starfa á Alþingi og hafa atkvæðisrétt. Á meðan svo er, er engin raunveruleg skipting valdsins í þrennt.
Hins vegar tel ég, að bæta verði fjórða valdinu við sem myndi þjóna eins konar eftirlitshlutverki með hinum þremur valdaörmunum. Vísir að því er umboðsmaður Alþingis en vald embættisins er ekki víðtækt.
Það er t.d. ótækt að dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið séu að feta fingur í störf hvers annars.
Svo er það undarlegt að ríkisstjórnin (framkvæmdarvaldið) sitji á löggjafarþingi landsins og sitji þannig beggja megin borðs.
Kannski væri betra að fyrirkomulagið væri eins og í Frakklandi, Finnlandi og Bandaríkjunum, það er að segja að kosinn væri forseti (í stað forsætisráðherra) sem svo myndaði ríkisstjórn með fólki sem situr ekki á þingi. Hún yrði að leita stuðnings til þings ef hún vill breyta lögum.
Alþingi á svo að setja leikreglurnar (lögin) og einbeita sér að því. Ríkisstjórnin á því sem sagt að einbeita sér að því að stjórna landinu.
Forsetastjórn er hins vegar ekki gallalaus. Helsti vandi forsetastjórnar, líkt og er í Bandaríkjunum er hversu erfitt er að reka ríkisstjórnina frá ef hún gerir misstök, sjá má þetta með stjórn Joe Bidens. Hver ráðherrann eftir öðrum vanhæfur í starfið og forsetinn sjálfur fremstur í flokki. Jafnvel varaforsetinn hefur, Kamala Harris, hefur sýnt lítil tilhrif og þau fáu, hafa vakið furðu eða óánægju.
Bandaríkjamenn þurfa að sitja uppi með vanhæfa stjórn næstu þrjú og hálft ár. Eina leiðin til að losna við vanhæfan forseta er ákæra hann fyrir embættisafglöp eða forsetinn sé talinn vanhæfur af heilsufarsástæðum. Það er þó hægt að fara í kringum það með að veita þingi meiri völd til að íhluta í málið og koma vonlausri ríkisstjórn frá.
Ef til vill mun virðing Alþingi aukast, þegar völd þess vera raunveruleg (án afskipta framkvæmdarvaldsins) og almennir þingmenn fá að starfa í alvörunni og í friði. Starfsdagar Alþingis eru nú bara 121 dagar á ári! Þingmenn eru þriðja hvern dag í vinnunni. Sumir eru duglegir og starfa mikið en þetta er allt er þetta í sjálfsvaldi sett hverjum þingmanni.
Lagasetning ber keim af þessu litla framlagi þingmanna, mörg lög verða til í ranni ráðuneyti undir forystu ráðherra, af hendi embættismanna sem eru ekki kjörnir lýðræðislega.
Hér er fróðleikur um John Locke
John Locke (29. ágúst 1632 28. október 1704) var enskur heimspekingur, sem hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju með frjálslyndum kenningum sínum. Kenningar Locke eiga rætur sínar að rekja til náttúruréttarhefðarinnar sem og nafnhyggjunnar. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.
Hugmyndir hans um mannlegt eðli voru ekki síður merkilegar. Hann var þeirrar skoðunar að maðurinn fæddist sem autt blað (latína: tabula rasa) og það væri hlutverk menntunar að móta einstaklinginn frá grunni.
Í bókinni Ritgerð um ríkisvald (e. The Second Treatise on Civil Government, 1689) kom Locke orðum að tveimur hugmyndum, sem margir tóku undir á næstu öldum.
Hin fyrri var, að einkaeignarréttur gæti myndast af sjálfu sér og án þess að raska náttúrlegum réttindum manna, en hlutverk ríkisins væri að gæta eignarréttarins. Hin síðari var, að ríkið væri reist á þegjandi samkomulagi milli borgaranna, sem nefnt er samfélagssáttmálinn, en þegar valdhafar ryfu þetta samkomulag og virtu lítils eða einskis réttindi borgaranna, væri það réttur þeirra að rísa upp og hrinda þeim af höndum sér. Þetta kemur skýrast fram í stjórnarskrá Bandaríkjanna en þar er það beinlínis skrifa inn í stjórnarskránna réttindi manna til að bera skotvopn en margir misskilja þetta og halda að þessi réttindi séu til að verja sig gegn glæpamönnum en svo er ekki í grunninum. Heldur rétturinn til að rísa upp gegn harðstjórn valdhafa.
Með síðari hugmyndinni varði John Locke svonefndu ,,Dýrlegu byltinguna í Bretlandi 1688 og rökstuddi þrískiptingu ríkisvaldsins. Hún varð frjálslyndum stjórnmálahreyfingum 18. og 19. aldar mikil hvatning, til dæmis í bandarísku byltingunni 1776 og frönsku stjórnarbyltingunni 1789, og krafan um þingbundnar konungsstjórnir, sem hljómaði víða í Norðurálfunni á 19. öld, meðal annars í Danmörku og á Íslandi, var ekki síst runnin undan rifjum Lockes. Í bók sinni, ,,Stjórnleysi, ríki og staðleysur (eða betra hugtak væri fyrirmyndaríki) (e. Anarchy, State, and Utopia) blés Robert Nozick nýju lífi í stjórnspekihugmyndir Lockes.
Stjórnmál og samfélag | 6.9.2021 | 09:22 (breytt kl. 09:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fjölda ára hefur krónan verið þrætuepli á Íslandi, sérstaklega út af smæðinni og hve óstöðug hún hefur verið. Hún hafi auðveldað spákaupmennsku. Hún hefur þó haft á sér góðar hliðar sem við sáum í hruninu. Þar sem virði hennar endurspeglaði hagkerfi og púls þess. En neikvæðu hliðarnar voru þær, að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft.
Og það er staða sem við eigum aldrei að þurfa að lenda í aftur, alveg sama, hve gott það er að geta látið hana sveiflast í takt við hagkerfið. Gleymum ekki að óábyrgir stjórnmálamenn, og Seðlabankinn, geta aukið magn peninga og aukið verðbólgu. Svo er það rafræn peningaframleiðsla bankana, en það er önnur saga sem ég fer ekki nánar í hér. Hver er þá framtíð gjaldmiðils Íslands?
Lítum á nokkra gjaldmiðla:
EVRA:
Evran (; EUR) er opinber gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið og telur um 343 milljónir borgara frá og með 2019. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal.
Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.
Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á eftir Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.
Evran er draumur Evrópusinna á Íslandi. Og ein af helstu rökum þeirra að ganga í Evrópusambandið er stöðugur gjaldmiðill. Evran hefur reynst ágætlega fyrir ESB ríkin sjálf. Því hún er alþjóðleg mynt, sem auðveldar viðskipti innan Evrópulanda og líka út á við. En fyrir okkur Íslandinga er hún gagnlaus, sem ætlum að standa fyrir utan Evrópusambandsins.
Helstu gallar hennar, er að hún bakkar ekki Evruþjóðir í efnhagserfiðleikum. Evrópski seðlabankinn gerði það ekki. Við sáum þetta á Grikklandi. Þar píndi seðlabankinn landið í skuldafjötra og afnám efnahagslegt sjálfstæði landsins og í raun sjálfstæðið. Grikkland er ein brunarúst.
Þar sem Evan gerði Grikkjum ómögulegt að gjaldfella myntina, eins og við gerðum við krónuna.
Ef við hefðum verið með Evruna í hruninu, þá hefði farið fyrir okkur eins og Grikkjum sem eru í dag . gjaldþrota þjóð og evrópsk efnahagsnýlenda ESB.
Vandamál Evrunnar að hún slær takt við efnhag Þýskalands og norður þjóða ESB.
Suðurhlutinn hefur verið að safna skuldum við norðurhlutann og Ítalir og Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum. Suðurþjóðarnir voru áður þekktar fyrir að gjaldfella miðlana sína, en geta það ekki í dag. Misvægið á milli norður og suður er svo mikið, að talað hefur verið að skipta Evrunni í norður og suður Evru. Framtíð Íslands liggur ekki í Evrunni. Ísland á að einblína á allann heiminn, ekki örfáar þjóðir í Evrópu og takmarkaðan markað, varðandi viðskipti. Við þurfum að styðjast við alheimsmynt og þá erum við komin að
Dollar:
A fistful of dollars
Er sterkasti gjaldmiðill heimsins og mest notaði sem varasjóður.
Styrkur er hans er það mikill að hann er notaður sem trygging skulda á milli landa.
Þjóðir gefa út skuldir í dollurum sbr. Argentina og fleiri. Því enginn treystir gjalmiðli Argentínu og vita að hann gæti fallið gríðarlega og þar með afföll á skuldum.
61% allra gjaldeyrisvarasjóða þjóða í heiminum er í dollurum, sbr. 20% Evru.
Og 40% af öllum skuldum heimsins eru í dollurum.
Styrkur dollars, er að þrátt fyrir mikla peningaprentun Bandaríkjastjórnar, þá hefur ekki skapast verðbólga, vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir dollar alþjóðlega.
MONETIZE DEBTS, er fyrirbærið kallað, þegar USA prentar eins mikið af dollurum og það þarf fyrir skuldum.
Dökka hliðin fyrir Bandaríkin sjálf, er þó að USA borgar 1 trilljarð á ári í vexti. Björtu hliðarnar eru að sífellt fleiri dollarar eru að fara í umferð í heiminum.
Petrodollar Áður fyrr þegar dollar var á gullfæti þá var hægt að skipta ígildi dollar fyrir ígildi gulls. Svokallaður GULLFÓTUR. Richard Nixon breytti þessu 1971, vegna þess að Vietnam stríðið olli því að seðlabankinn, prentaði meiri dollara, en til var af gulli. Og fleiri dollarar voru í umferð erlendis en til var í USA. Og erlendir aðilar fóru krefjast innlausnar. Þetta setti pressu á Nixon að afnema gullfótinn.
Þetta átti að verða tímabundið ástand, en varð það ekki. Traust heimsins á dollar hrundi. Það sem varð dollaranum til björgunar er að árið 1974, gerðu Sádar og USA með sér samkomulag að öll olíuviðskipti færu í dollurum. Í staðinn hét USA því að verja Sáda hernaðarlega, bæði innan og utanlands.
Þar með varð Petrodollar til og styrkti dollar sem alheimsmynt og varð til núverandi velgengni dollars.
Kínverjar og Rússar vilja reyna að veikja dollar og minnka vægi hans, með því að nota olíuviðskipti sína á milli í Yuan. Og Rússar reyna að styrkja rúbluna sína með því að kaupa upp allt það gull það sem þeir geta gullfótur. En það er aðallega til heimabrúks til að styrkja Rúbluna.
Rússar og Kínverjar eru að reyna að vera óháðir dollaranum.
Af hverju er næststærsta hagkerfi heimsins með Yuan ekki með eins sterkan gjaldmiðil? Skýringin liggur í að stjórnvöld vilja stjórna og ekki hleypta of mikið af YUAN út í alheimsumferðina. Einnig liggur vandamálið í TRAUSTI. Kína er einræðisríki og erfitt er að sækja rétt sinn í dómsölum eða treysta kínverskum bönkum eða treysta kínverska ríkinu yfirhöfuð.
Hver treystir einflokksstjórn?
Persónulega, þá tel ég olíuna ekki vera framtíðarorkugjafi. Því munu Kínverjar ekki geta klekkt á USA dollar með olíuviðskiptum.
Hlutur Seðlabanka Bandaríkjana:
Gallinn við Fiat currency er að við verðbólgu, þá rýrnar gjaldmiðillinn. Milton Friedman talaði um að t.d. 2% verðbólga væri í raun skattur. Frá þvi að Seðlabanki USA varð til 1913, þá hefur US dollar rýrnað um 96%.
Seðlabankinn á enga peninga, en býr til peninga með því að gefa út skuldabréf (bonds) og ríkisvíxla (treasury bills), sem svo markaðurinn og bankar kaupa og selja síðan aftur til Seðlabanka með vöxtum. Peningar skipta í raun ekki um hendur heldur birtist á debet hlið bankans.
Bankar ,,prenta einnig peninga með því lána peninga til skuldara, með því að færa til credit og debit stöðu bankans. Peningar búnir til rafrænt innan bankans, án þess að innistæða sé í raun til.
Skuldarinn notar síðan rafrænu millifærsluna til að kaupa fasteign með tilvísun á traust að bankinn eigi fyrir fyrir borgunni.
Dæmi þú átt inneign hjá banka upp á 100 kr. en bankinn er aðeins með 3 krónur. Bankinn lánar síðann 97 kr. til Jóns til að kaupa eitthvað. Í innistæðu þinni hjá bankanum eru ennþá 100 kr. en núna á Jón 97 kr rafrænt á sínum bankareikningi. Og þetta er rafræn eign Jóns. Bakkað upp með loforði bankans að borga til baka. Nýju peningar hans Jón eru búnir til sem SKULD .Jón kaupir síðann eitthvað fyrir 97 kr og seljandinn setur síðann 97 í annan banka. Sem síðan lánar öðrum Sigga.
Og svo aftur og aftur. Þannig verða til rafrænir peningar án raunverulegrar innistæðu. Þetta kerfi kallast Fractional Reserve Banking.
Í raun er um 97% af peningum í umferð í Bretlandi peningar bara tölur í tölvukerfi bankana. Og aðeins 3% raunveruleg eign. Bankar græða síðan tá og fingri á vöxtum.
Bankarnir hafa því í raun búið til fyrstu rafrænu peningana.
BITCOIN og crypto currency:
Hvað um framtíðina? Er Bitcoin framtíðin? Fjórða iðnbyltingin í hnotskurn; gervigreind.
Bitcoin er nýr rafrænn gjaldmiðill, Hann er rauninni bara tölvukóði í netskýjum, samansafn af tölvubætum.
Rafmiðill sem er í raun eigin banki, laus við skatta, þóknanir til banka og laus við brask þeirra og seðlabanka með peninga. Algjörlega frítt.
Árið 1998 bjó Bernhard Von NotHaus til eigin gjaldmiðil. Þrátt fyrir að slíkt sé bannað í USA.
Hann kallaði gjaldmiðil sinn ,,Liberty dollar og var til í gulli, silfri, platínum og kopar. Einnig til sem peningaseðill (pappír) og svo rafrænt. Bandaríkjastjórn handtók hann og dæmdi í 22 ára fangelsi.
En þetta útspil varð sem upplifun og fyrirmynd fyrir stofnenda Bitcoin. En það var hakkari í Amsterdam sem kallaði sig Satoshi Nakamoto sem stofnaði Bitcoin. Hann kom fram undir dulnefni. Því ekki vildi hann lenda í sporum Bernhards.
Bitcoin er sem sagt stærðfræðilegur tölvukóði, sem er öllum frjálst að nota.
Rafrænn gjaldmiðill og tölvuhugbúnaður, sem notar alheims greiðslukerfi og notar heimsins einkatölvur í gegnum internetið. Bitcoin er geymt í þessu heimsins netkerfi og þar sem það er opið öllum, þá getur engin einstakur aðili hakkað eða spilað með Bitcoin. Enginn getur breytt kóðanum, nema að það sé gert opinberlega. Núna eru hundruðir forritarar að endurbæta og uppfæra hugbúnaðinn, en kóðinn er opinn öllum, og því ekki hægt að svindla á honum.
Bitcoin er því Blockchain, og verður framtíðar efnahagstæki.
Blockchain gæti búið til samfélag án landamæra og er eins valddreift (decentralized) og hægt er.
Gervigreind, opinn gagnagrunnur, aðgengilegur öllum.
Bitcoin sparar okkur milliliði eins og fjármálafyrirtækin.
Bitcoin eign þín kallast ,,Digital wallet og er bara kóði.
Þegar Bitcoin er send frá einu Digital wallet til annars Digital wallet, þá er bara verið að breyta aðgengi að database (gagnagruns) á milli eigenda.
Hver einkatölva er í raun Bitcoin miner, sem geymir Bitcoin kóðann.
Bitcoin leysir af banka og bankamenn. Hjá Bitcoin er engin verðbólga eða offramleiðsla af peningum. Laus við afskipta stjórnmálamanna og seðlabanka.
Notkun kreditkorta getur verið áhættusamt, alltaf verið að hakka inn í kerfi þeirra, eða þú týnir korti þínu. Og kreditkortaþóknanir eru gríðarlega háar. Með því að losna við þessar þóknanir, þá geta fyrirtæki boðið ódýrari vöru til kaupenda með því að bjóða greiðslur í Bitcoin.
Í dag eru 2,5 milljarðar manna án bankareiknings. Með Bitcoin þá getur þetta fólk notast við greiðslukerfi Bitcoin, án banka og þurfa aðeins aðgang að farsíma. Þeir geta millifært peninga á milli landa án aðkomu banka og hárra þóknana.
Það skrítna við millifærslur á milli landa, eru að þær geta tekið allt að fjórum dögum.
Og þó eru þær í raun rafrænar. Hverju veldur? Bitcoin gerir þetta á sekúndubragði án bankaþóknana.
Hvað eru peningar? Þeir eru í raun loft, huglægt mat á gæðum. Sem eru mismunandi eftir því hver þörfin er hverju sinni. Við ákveðum að gefa þeim ákveðin verðmæti og heitið er PENINGAR.
Peningar eru tungumál, sem við miðlum okkar á milli um ákveðin verðmæti. Hús er t.d. ekki meira virði í evrum eða dollara en við erum tilbúinn að borga fyrir húsið. Þetta er sem sé persónulegt verðgildi.
Crypto currency getur haft gildi eins og hver önnur mynt, því verðgildið er huglægt.
Ókostur venjulegra mynta er rýrnun þeirra, vegna ríkisstjórna og seðlabanka.
Og mikil offramleiðsla/prentun veldur rýrnun gjaldmiðilsins. Milton Friedman kallaði þetta rán á almenningi. Offramleiðsla á peningum veldur VERÐBÓLGU (í raun aukaskattur).
Sem aftur rýrir kaupgetu almenningsins og rýrir gjaldmiðilinn. Þannig eru peningar færðir til/teknir frá almenningi. Þetta gerist í öllum gjaldmiðlum heimsins. Í dag er t.d. Dollarinn aðeins 4% virði þess sem hann var fyrir 100 árum. Þetta er helsti ókostur gjaldmiðla miðað við crypto currency.
Hvað ef peningar væru aðskildir frá ríki og seðlabönkum?
Enginn stjórnar Bitcoin, ekkert ríki, seðlabanki, ekki einu sinni forritarinn sem bjó til myntina.
Við fólkið gefum myntinni verðgildi, með framboð og eftirspurn. Með Bitcoin er engin verðbólga sem rýrir peningana okkar og engin spilling.
Þar sem enginn stjórnar myntinni, þá getur enginn fylgst með eyðslu okkar eða notkun okkar.
Blockchain sér í raun um bókhald fyrir crypto currency, sem kemur í staðinn fyrir ríki, banka og elítu sem millifæra fyrir okkur fjármuni og taka fé fyrir, sumir segja ræna okkur.
Ef við ætlum t.d. að kaupa, hús, þá þurfum við fjölda milliliða, fasteignasala, banka og fjölda annarra sem taka þóknun.
Blockchain sleppir milliliðum, gerir viðskiptin ódýrari og öruggari.
Greiðslur framtíðarinnar, með sjálfkeyrandi bílum, skipum og flugvélum fara fram með rafrænum gjaldmiðlum. Machine to machine payments.
Þá komum við að svokölluðu .
DAO company Smart contracts gervigreind. Fyrirtæki án eiganda.
Framtíðin gæti verið að enginn ætti gæðin, tökum dæmi leigubíll.
Leigubíllinn veitti hverjum sem er þjónustu, sem borgaði í bitcoin. Á nætur myndi leigubíllinn hlaða sig rafmagni og fá viðhald. Með innkomunni, þá myndi leigubíllinn kaupa fleiri leigubíla og endaði í raun í leigubílaflota. Enginn ætti bílana í raun, heldur væri þetta bara tölvukóði í netheimum.
Án milliliði, þá býður gervigreindin Blockchain, alla þjónustu ódýrari og skilvirkari.
Í raun gæti gervigreindin rekið heilt þjóðfélag, og gert þar á meðal gert stjórnmálamenn óþarfa.
Gert fulltrúalýðræðið óþarft, með svokölluðu distributed democracy.
Markmiðið er að enda skrifræði og spillingu stjórnmálamanna og nota gervigreind til að stjórna.
Framtíðin gæti litið svona, þú ætlaðir að kaupa bújörð, en gætir ekki fengið bankalán, eða fengið fjárfestir. Kæmist ekki á hlutabréfamarkað. Og þú byggir t.d. í Rússlandi, og vildir stofna kúabú. Þú gætir t.d búið til crypto currency, svokallaða MILKCOIN til að fjármagna kaupin, þú auglýstir myntina á eigin vefsíðu með, ICO Initial Coin Offering.
Þá kemur spurningin, af hverju ættir þú að kaupa slíkan gjaldmiðil?
En þú ert í raun að kaupa hlutabréf, án þess að fara í gegnum hefðbundin hlutabréfamarkað, crowd funding eða Angel Investor.
Og þetta er því frábært tækifæri fyrir startup/frumkvöðlafyrirtæki.
ICO sem hefur ekkert regluverk á bakvið sig, sem er draumur svindlara, sem vilja nýta sér þessa leið fólk til fjármögnunar og svindla á þeim. Það er því ljóst að það þarf eitthvað regluverk.
Þar kemur Sviss til sögunnar með TOKEN, en TOKEN er eitthvað sem er hægt að nota og skipta í Blockchain, TOKEN varð til með næstfrægasta crypto currency, Ethereum.
Til að koma í veg fyrir svindl með ICO, þá ætlar Sviss að taka að sér að búa til regluverk með ICO.
Ethereum (sem er crypto currency) er með höfuðstöðvar í Zug kantónu í Sviss. Kantónan leyfir crypto currency og ICO fyrirtæki fái að starfa óáreitt, en með ICO regulations. Sem sagt hver sem vill stofna ICO, þarf að gera undir svissnesku fyrirtæki, og þurfa að skrásetja og gefa upp áþreifanlegt heimilsfang.
En þetta er allt saman í þróun, en lítur gríðarleg vel út fyrir Zug kantónu, sem græðir tá á fingri.
Hver er þá niðurstaða mín með framtíðargjaldmiðil Íslands? Hún er sú að krónan verður ekki til í framtíðinni í núverandi mynd.
Ég tel að við ættum að færa okkur fyrst yfir í dollar, sem er alheimsmynt. Langflest ríkis heimsins nota dollar sem varasjóð, fjárfesta og nota varasjóð og dollarinn er stöðugur.
Og við gætum tekið upp dollar einhliða, vegna þess að dollar er alþjóðleg mynt.
Á annan tug ríkja nota bandaríkjadollar (https://www.businessinsider.com/usd-countries-use-dollars-as-currency-2018-5?r=US&IR=T) Þannig að þetta er raunhæft.
En síðan verður þróunin að fyrirtæki og einstaklingar fara að nota rafmyntir.
Stórt skref var tekið hjá Teslu, að Bitcoin sé notuð í bílaviðskiptum.
Þetta gæti verið skrefið frá því að Bitcoin sé storage mynt, yfir í alvöru viðskiptamynt.
Ég er hissa á af hverju þjóðir eins og Venúsúela og Zimbabwe (nota dollar) með gjörsamlega ónýta gjaldmiðla, noti ekki Bitcoin? Og sleppa við 1000% verðbólgu. Bitcoin er í raun alheimsmynt.
Framtíðin eru rafmiðlar.
Fjórða iðnbyltingin með gervigreind er nútíðin og framtíðin og miklar breytingar framundan.
Stjórnmál og samfélag | 5.9.2021 | 12:50 (breytt kl. 12:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BEINA LÝÐRÆÐI ÍSLENDINGA OG PERSÓNUKJÖR
Orrustan um Ísland ... barátta Íslendinga fyrir fullveldi sínu og rétt til raunverulegs lýðræðis fjallar þessi hugvekja um og hvaða leiðir eru færar til að Íslendingar fái alvöru lýðræði og losni undan djúpríkinu.
Hratt og örugglega hefur verið að sneiða fullveldi Íslands niður, innan veggja EES, þrátt fyrir að engar heimildir eru til í stjórnarskránni fyrir slíku fullveldisafsali.
ÁN FULLVELDI ER EKKI LÝÐRÆÐI...
Á Íslandi búum við hálflýðræði. Það kallast fulltrúalýðræði. Þar eru ákveðnir aðilar eru kosnir í gegnum flokkakerfi og til þess að vera umboðsmenn ákveðins hóps kjósenda. Í gegnum þingflokkana erum við því með FLOKKSRÆÐI.
Fulltrúinn og flokkræðið, bjóða upp á mikla spillingu. Enginn veit hvernig stjórnarmynstrið verður eftir kosningar, og fulltrúar veljast í gegnum flokksræðið inn í valdastöður flokkana og ef kjósandi ætlar að kjósa flokk, þá gæti hann endað með að fá á sig vanhæfan fulltrúa, sem hann hefur engan áhuga að kjósa, en verður að kjósa með, ef hann vill fá flokkinn í stjórn. Fulltrúinn, er vanalega ekki að hugsa um að vera umboðsmaður/fulltrúi, kjósenda sinna. Heldur er hann upptekinn að hugsa um sérhagsmuni og hagsmuni flokksins, umfram hag kjósenda sinna.
Fulltrúalýðræðið býður því upp á mikla spillingu sérhagsmuna og baktjaldamakks. Til eru lausnir við þessu:
1) Beint lýðræðiskerfi
2) Persónukjör
Fyrir hægrimann, þá er beina lýðræðið og persónukjör, einmitt í anda frelsi einstaklingsins til að ráða eigin örlögum og fá að kjósa einstaklinga til að vera fulltrúi sinn. Sviss er í mínum augum, fyrirmyndarríkið, sem ég myndi vilja að Ísland myndi feta í fótspor. Sviss sameinar tvennt sem er mér allra heilagast, beint lýðræði og markaðskerfi.
Margir halda að Sviss sé svo ríkt vegna þess að þar sé skattaparadís, en það eru mörg ríki sem eru með skattaskjól. Panama, Kýpur og mörg önnur ríki.
Svisslendingar ná að vera ríkasta þjóð í heimi, án náttúruauðlinda og eru með sterkt lýðræðiskerfi. Öflugt heilbrigðiskerfi og besta stjórnmálakerfi í heimi.
Hérna eru nokkrar ástæður fyrir því að Sviss er ríkasta land í heimi:
- Valdreifing (decentralizion).... Sviss er sambandsríki 26 kantóna, eina sem þessar kantónur eiga sameiginlegt, er sameiginleg stjórnarskrá, gjaldmiðil og utanríkisstefnu. Fyrir utan það, þá eru þau sjálfsstæð. Til dæmi hvað varðar skattheimtu, þá er t.d. Kantónan Jura með 14%, en ef þú býrð í kantónunni Zug, þá er tekjuskatturinn aðeins 4%. Kantónurnar hafa sjálfstæðan ákvörðunarrétt til verslunarhátta. Kantónurnar geta aðlagast að því umhverfi sem hver og ein er staðsett í. Og það sem meira er, ÞÆR GETA KEPPT VIÐ HVERJA AÐRA... Þrátt fyrir valdreifingu (decentralizion), þá tekst þeim að halda þjóðríkinu saman og þrátt fyrir að þar eru opinberlega 4 tungumál. Hver kantóna er með sitt opinbera tungumál.
- Sviss hefur engan forseta...Svisslendingar kjósa til alríkisþings (federal parliament) (Alþingi þeirra). Þetta þing kýs síðan 7 fulltrúa, sem eiga að vera ráðherrar. Allir þessir 7 einstaklingar hafa nkl. sömu völd. Einn þeirra er síðan valin til árs senn að vera í forsvari fyrir hópinn (allir jafnir þó) Switzerland international representitive. Tæknilega séð er hann ,,forseti en er þó ekki með meiri völd en hinir sex. Og þeir skiptast á, árlega um persónu.
- Beint lýðræði... Svisslendingar halda þjóðara-tkvæðagreiðslur á 4 mánaða fresti, bæði innan kantóna og svo Sviss öllu. Innan kantónu þarf aðeins 50.000 manns til að biðja um atkvæðagreiðslu, en fyrir landið allt, þarf 100.000 atkvæðabærra manna.
- Frjáls markaður... Svisslendingar reyna að gera fríverslunarsamninga við svo til öll ríki heimsins. Svisslendingar hafa haft frjáls viðskipti við lýði síðan 1874 og hafa því langa sögu að baki, ólíkt öðrum ríkjum, sem eru nýlega að taka upp frjáls viðskipti.
- ...með hlutleysi sínu, þá ná þeir frjálsri verslun, sem aðrir ná ekki. Forðast viðskiptaþvinganir. Þeim tókst meira að segja að halda sig utan við síðari heimsstyrjöldina, þrátt að allir væru að berjast í kringum þá. Og því þurftu þeir ekki að byggja upp ónýtar borgir eftir sprengjuregn. Og þeir notuðu tímann vel til að styrkja innviði landsins. Versti óvinur efnahagskerfis er stríð...Svisslendingar eru þó með her, en aðeins til varnar. Það er herskylda þarna sem allir þurfa hlíta. En góða við herskylduna, er að þar blandast saman ríkir og fátækir, og oft myndast sterk tengsl, sem síðan hafa leitt til viðskiptasambanda eftir að herskyldu líkur.
- Létt regluverk til að stofna viðskipti...Sviss býður upp á lága skatta. Auðvelt er stofna fyrirtæki, og auðvelt er að sjá lög um þau á netinu og bera saman við mismunandi kantónur. Margar kantónur bjóða upp á, afar lága skatta á fyrirtæki, þannig að mörg risastór erlend fyrirtæki skrá höfuðstöðvar sínar í Sviss. Og þar með fær Sviss auknar skatttekjur sem það myndi annars ekki fá. Það er ekki náttúrauðlindir, eða lukka sem ræður því að þjóð gengur vel. Heldur stjórnmálalegt umhverfi.
Snúum nú þessu við og hvernig við gætum notfært okkur Svissneska módelið.
1) Fyrsta skrefið væri valddreifing (decentralizion) og skipta landinu í sjálfsstæðar (kantónur) gætum kallað þær sýslur. Þær gætu verið: Vesturlandsýsla, Vestfjarðasýsla, Norðurlandssýsla, Austurlandssýsla, Suðurlandssýsla og svo Reykjanesskagasýsla. Til að þetta gangi upp, þá þarf að vera beint lýðræði hérna á Íslandi. Vestfjarðasýslan gæti viljað laða að erlenda fjárfesta og lækkað skatta. Austfjarðasýslan gæti dottið í hug að vera með fríverslunarsvæði (Free Zone area), til efla viðskipti á svæðinu. Dæmi um slíkt er t.d. Í sameinuðu furstadæminu Fujairah og Kínverjar sjálfir, byrjuðu á slíku fríverslunarsvæði (free zone area) þegar þeir tóku markaðskerfið. Fullt af slíkum frísvæðum (free zone) til. T.d. á Kanaríeyjar. Hver og ein sýsla keppir við hverja aðra um mannauð, og fjármagn. Vestfirðir gætu t.d. Orðið eins og Zug kantóna í Sviss, hálfgerð skattaparadís (tax heaven) og fjölda stórfyrirtækja setti upp höfuðstöðvar þar.
2) Engan forseta, sama hugmyndafræði og í Sviss, 7 manna ráð stýrir landinu og skiptist á að
vera í forsvari, en allir jafn valdamiklir.
3) Beint lýðræði, er lykillinn að velgegni Svisslendinga, því væru þær tíðar hér. Þjóðaratkvæðagreiðslur, færu fram í appi síma þín og því auðveldar og ódýrar í framkvæmd. Framtíðin, gæti orðið þannig, að þjóðin gæti líka tekið þátt í atkvæðagreiðslum á Alþingi og þannig tekið ákvarðanir með þingfulltrúum. Þannig gæti ákveðinn fjöldi slíkra atkvæða verið með ákveðið mótvægi á móti atkvæðum þingmanna. Beinna gæti lýðræðið ekki orðið.
4) Frjáls markaður...segjum okkur úr EES og Schengen. Tökum upp grimma stefnu í fríverslun við hverja einustu þjóð í heiminum. Náum stjórn á landamærunum og stýrum, hvaða innflytjendur við viljum fá inn á okkar vinnumarkað.
5) Hlutleysi, tryggir okkur að við séum ekki í viðskiptastríðum stórveldanna, eins og við erum t.d. við Rússa. Enginn virðist vera að fylgja eftir, nema ríkisstjórn Íslands. Viðskiptastríð eru alltaf ósigur verslunar og efnahag Íslendinga.
6) Létt regluverk, til vera með frumkvöðlastarf og stofna fyrirtæki auðveldara. Gætum litið til Sílíkon dalinn í Kaliforníu eða Ísraelsku leiðina, en þeir eru líka með sambærilegann Sílíkon valley. En þeir tóku upp frumkvöðlaverkefni, þar sem ríkið fjárfesti og skattahagræddi á móti hverju frumkvöðlafyrirtæki. Ég set tengil á það annars staðar. Myntvandamálið myndum við leysa með því að nota Bandaríkjadollar, enda notar helmingur inn af heiminum hann. Síðan gætum við notað rafmiðla í framtíðinni.
7) Fjórða iðnbyltingin, það er ljóst að hún mun hafa gríðarleg áhrif á þjóðfélagið. Það er spáð að 800 milljónir starfa munu hverfa í heiminum um 2020. Sennilega mun hærri tala og hlutfall, talið er að um helmingur starfa í Bandaríkjunum gæti horfið. Ísland mun ekki þurfa erlent vinnuafl. Heldur að finna eitthvað að gera fyrir núverandi mannfjölda. Fyrsta skrefið væri að minnka vinnuvikuna. Jack Ma sem stofnaði Alibaba, stakk upp á 16 klst. vinnuviku.
Róbótarnir munu halda uppi lífsgæðunum og halda uppi framleiðslunni og margfalda hana. Setja þyrfti upp öryggiskerfi, þar sem fólk sem fengi ekki vinnu, hefði aðgang að borgaralaunum. Störfin munu breytast, jafnvel stjórnsýslan gæti orðið róbótavædd og minni þörf á stjórnmálamönnum. Sú þjóð sem virkjaði fjórðu iðnbyltinguna sem best, gengi best. En fólk mun alltaf þurfa að vinna eitthvað, en þau störf myndu gjörbreytast og krefjast færri stunda.
8) Persónukjör. En hvað er persónukjör? Kíkjum hérna á skilgreiningu Áttavitans: ,,Persónukjör er það kallað þegar fólk kýs einstaklinga í kosningum í stað þess að merkja einfaldlega við framboðslista stjórnmálasamtaka eins og tíðkast í alþingiskosningum og flestum sveitarstjórnarkosningum. Forseti Íslands er t.d. kosinn persónukjöri/einstaklingskjöri, sveitarstjórnarfulltrúar í mörgum smærri sveitarfélögum landsins eru það líka og sömuleiðis var kosið til Stjórnlagaþings eftir persónukjöri. Flest félagasamtök, verkalýðsfélög og óformlegri hópar notast líka við persónukjör, þar sem formaður félagsins er t.d. kosinn sérstaklega, síðan varaformaður og svo framvegis.
Forseti Bandaríkjanna er kosinn á einstaklingsgrundvelli, þó kjósendur séu í raun tæknilega að kjósa stuðningsmenn einstaklingsins frekar en einstaklinginn sjálfan. Útstrikanir og endurröðun frambjóðenda í kosningum eru líka nokkurs konar persónukjör, þar sem fólk getur haft áhrif á það hvaða einstaklingar ná kjöri í flokknum sem það kýs. Með persónukjöri, þá fær kjósandinn akkúrat, þann frambjóðanda sem hann vill fá á þing.
Frambjóðandanum er síðan umbunað eða refsað beint og milliliðalaust, ef hann stendur ekki við kosningaloforð sín. Hve oft höfum við ekki séð frambjóðendur, fela sig á bakvið framboðslista flokka, og komast inn á alþingi, í gegnum flokkinn, en ekki á eigin forsendum? Og hanga á þingi áratugum saman.
Flestir flokkar hafa nefnilega lélega síu á hverjir komast á lista flokksins. Allt þetta býður síðan upp á flokksræði, þar sem frambjóðandinn einbeitir sér að þóknast flokknum, en gleymir umbjóðendum sínum.
Hérna er líka góður tengill á skilgreiningu á persónukjöri:
https://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf
Til að tryggja að hérna dveljist ekki vanhæfir þingmenn á alþingi, áratuga skeið, mætti nota bandaríska kerfið, en það er að þingmaður megi aðeins vera á þingi, í 2 kjörtímabil, eða hámark 8 ár. Þannig náum við skipta út reglulega út þingmenn, sem verða samdauna kerfinu og hafa litin vilja til að breytinga eða að standa sig.
Hvað lög þurfum við til að koma á persónukjör eða beinu lýðræði?
Kíkjum á tillögur Stjórnlagaráðs á slíkum lögum. Sjá slóðina:
http://stjornlagarad.is/other_files//stjornlagarad/Frumvarp-til-stjornarskipunarlaga.pdf
- gr. Alþingiskosningar.
Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta. Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða hvort tveggja. Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu samtaka. Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka. Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu.
Í lögum skal mælt fyrir um hvernig þingsætum skuli úthlutað til frambjóðenda út frá atkvæða styrk þeirra. Í lögum má mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn einstökum kjördæmum, þó ekki fleiri en 30 alls. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skal ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll 63 þingsætin. Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi.Breytingar á kjördæmamörkum, tilhögun á úthlutun þingsæta og reglum um framboð, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Slíkar breytingar má ekki gera ef minna en sex mánuðir eru til kosninga, og gildistaka þeirra skal frest ast ef boðað er til kosninga innan sex mánaða frá staðfestingu þeirra.
Athyglisvert er í tillögum Stjórnlagaráðs er ennþá málskotsréttur forseta: 60. gr. Staðfesting laga.
Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því laga[1]gildi. Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður laga gildi, en innan þriggja mánaða skal bera lögin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Einfaldur meirihluti ræður hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóð ar atkvæða greiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum. Ég vil afnema forsetaembættið algjörlega og taka Svissnesku leiðina í því máli, sjá hér að ofan. En þar skiptast 7 mannaríkistjórn (ráðherrar) að fara með embætti "forsetaígildi". Svissarar eru reyndar með formann í eitt ár í senn. En við gætum stytt og skipt um á 6 mánaða fresti.
Síðan kemur feitasti bitinn og sá allra mikilvægasti: 65. gr. Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjós endur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð Þetta er afar athyglisvert og ef þessar tvær tillögur næðu fram að ganga. Þá gætum við hugsanlega útrýmt pólitíska spillingu og baktjaldamakk í stjórnmálum. Værum með eitt besta lýðræði í heimi ásamt Lichtenstein og Sviss. Þá gætum við séð efnahagslega hagsæld, og þjóðarsátt sem við höfum aldrei verið vitni að...RÉTTLÁTASTA ÞJÓÐFÉLAG Í HEIMI
Stjórnmál og samfélag | 30.8.2021 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar maður les daglegar fréttir um uppgang sósíalismans verður maður ávallt hissa að kenningar þessa manns skuli enn vera á lífi.
Það væri eins og nasisminn / fasisminn væri endurnýjaður og iðkaður í nútíma pólitík. Já, það er hægt að bera saman báðar stefnunar og segja að þær hafi haft sömu mannskemmandi og manneyðandi áhrif á mannkynið.
Ef eitthvað er, þá eyðilagið sósíalisminn (kommúnismi ef menn vilja frekar það hugtak, en þetta er sama súpan hvort sem er) meira enda hafði stefnan meiri tíma til að eyðileggja líf manna.
Ég ælta að birta hérna ágætis grein sem ég þýddi um líf Karls Marx og af þeim lestri má álykta að maðurinn sjálfur hafi verið jafn ömurlegur og kenningar hans.
Þessi grein er eftir Richard Ebeling og ber heitið Karl Marx was a pretty bad Person. Sjá slóð hér að neðan ef menn vilja frekar lesa hana á ensku.
https://www.intellectualtakeout.org/blog/karl-marx-was-pretty-bad-person/
Greinin - Marx verður talsmaður fjöldamorða og einræðis í stað frjálslynds lýðræðis og félagslegs friðar eftir Richard Ebeling
Þegar Karl Marx lést í mars 1883 voru aðeins um tugur manns við útför hans í kirkjugarði í London á Englandi, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Samt, í meira en heila öld eftir dauða hans - og jafnvel þar til í dag - hafa verið fáir hugsuðir og hugmyndir þeirra hafa haft jafn áhrif á ýmsa þætti í nútíma heimssögu. Sannarlega, eins og sumir hafa sagt, hefur engin önnur trú eða trúarkerfi haft jafn mikil áhrif á heimsvísu og marxismi, frá því kristni fæddist og íslam reis.
Gagnrýni Marx á kapítalisma og kapítalískt samfélag hefur mótað mikið af félagslegri hugsun í vestrænum ríkjum sem leiddi til velferðarríkisins og mikilla afskipta stjórnvalda af efnahagsmálum. Hún þjónaði sem hugmyndafræðilegur merki sem hvatti til sósíalískra og kommúnískra byltinga tuttugustu aldar - sem hófst í Rússlandi 1917 og er enn pólitískt vald í dag í löndum eins og Kúbu, Norður -Kóreu, Víetnam og Kína.
Í nafni marxísku sýninnar á nýtt samfélag og nýjan mann leiddu byltingar sósíalista og kommúnista til fjöldamorða, þrælahalds, pyntinga og hungursneyðar tugmilljóna manna um allan heim.
Sagnfræðingar hafa áætlað að í tilraunum til að gera þennan nýja og betri sósíalíska heim hafi kommúnistastjórnir drepið allt að 200 milljónir manna á tuttugustu öld.
Einkalíf Karls Marxs
Karl Marx fæddist 5. maí 1818 í bænum Trier í Rínarlandi. Foreldrar hans voru gyðingar, með langa röð af virtum rabbínum úr báðum ættum fjölskyldunnar.
En til að fylgja eftir lögfræðilegum starfsferli í ríki Prússlands á þessum tíma skírðist faðir Karls Marx til mótmælendatrúar.Trúarmenntun Karls sjálfs var takmörkuð; snemma hafnaði hann allri trú á æðstu veru.
Eftir að hafa stundað nám í Bonn fluttist hann til Berlínar til háskólanáms við háskólans í Berlín til að vinna að doktorsgráðu í heimspeki. En hann var almennt latur og gerði lítið.
Peningunum sem faðir hans sendi honum til náms við háskólann var varið í mat og drykk, en margar nætur hans var eytt á kaffihúsum og á krám að drekka og rífast um heglíska heimspeki við aðra nemendur. +
Að lokum öðlaðist hann doktorsgráðu með því að skila doktorsritgerð sinni til háskólans í Jena í austurhluta Þýskalands. Einu raunverulegu störf Marx á lífsleiðinni voru einstaka greinar fyrir eða ritstjórar dagblaða og tímarita sem og í hvert sinn var það endasleppt, annaðhvort vegna lítils lesendahóps og takmarkaðs fjárstuðnings eða pólitískrar ritskoðunar stjórnvalda þar sem hann bjó.
Pólitísk starfsemi hans sem rithöfundur og aðgerðarsinni leiddi til þess að hann þurfti að flytja nokkrum sinnum, þar á meðal til Parísar og Brussel, og endaði hann að lokum í London árið 1849, þar sem hann bjó til æviloka, með einstaka ferðum aftur til meginlands Evrópu.
Þrátt fyrir að Marx væri miðstéttar og jafnvel viktorískur í mörgum daglegum menningarviðhorfum sínum, hindraði það hann ekki í því að rjúfa hjónabandsheit sín og drýgja hór. Hann stundaði nóg kynlíf með þjónustustúlku fjölskyldunnar til að hún ól hann ólögmætan son - og þetta undir sama þaki með konu sinni og lögmætum börnum hans (þar af átti hann sjö, þar af aðeins náðu aðeins þrjú á fullorðinsár).
En hann vildi ekki leyfa ólögmætu barni sínu að heimsækja móður sína í húsi hans í London hvenær sem hann var heima og drengurinn gat aðeins farið inn í húsið í gegnum eldhúsdyrnar á bakhlið hússins. Að auki lét hann vin sinn, fjárstuðningsmann sinn til langs tíma, og vitsmunalegan samstarfsmann, Fredrick Engels, ganga við faðerni og uppeldi barnsins til að koma í veg fyrir að félagsleg vandræðagangur falli á sjálfan sig vegna framhjáhalds hans.
--
Þessi grein var upphaflega birt á FEE.org.
Ritchard Ebeling
https://www.intellectualtakeout.org/blog/karl-marx-was-pretty-bad-person/
Stjórnmál og samfélag | 4.8.2021 | 17:14 (breytt kl. 17:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eitt af þeim málum sem ekki hafa farið hátt hér á landi en hefur vakið talsverða hneyksli vestan hafs, er þegar talmaður Hvíta hússins viðurkenndi að stjórn Bidens (og Harris), hefði samráð við Facebook um svo kallaðar misvísandi fréttir (ekki falsfréttir) en það eru fréttir eða greinar sem Facebook (og greinilega Hvíta húsið) dæmir að séu misvísandi og eigi að flagga eða taka úr birtingu.
Hægri menn eru vægast sagt reiðir vegna þessara frétta og segja að það beri að óttast slíkt en engin ríkisstjórn megi hrófla við málfrelsinu og allra síst í samkrulli við samfélagsmiðlarisa sem er gagnrýndur mjög fyrir takmarkanir á tjáningarfrelsi Facebook notenda.
Um hvað snérist málið? Jú, um svo kallaðar misvísandi fréttir og greinar um Covid-19. Það sem var ekki í lagi að birta fyrir nokkrum mánuðum, um uppruna veirunnar, er nú allt í einu allt í lagi að birta.
Athygli ber að vekja á að ,,misvísandi fréttir" er ekki það sama og ,,falsfréttir".
Eitthvað hefur þó slegið í brýnu á milli Hvíta hússins og Facebook undanfarið en Joe Biden sakaði Facebook um dauða margra Bandaríjamanna með því að ganga ekki enn harðar gegn ,,samsærisfólki" á netinu. Ríkisstjórn Joe Bidens er með öðrum orðum enn meira róttækari en tæknirisinn.
Stjórnmál og samfélag | 19.7.2021 | 09:30 (breytt kl. 09:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund síðan hann yfirgaf Hvíta húsið og tilkynnti málsókn sem hann höfðar gegn þremur af stærstu tæknifyrirtækjum þjóðarinnar, Facebook, Twitter og Google sem og stjórnendum þeirra, Mark Zuckerberg, Sundar Pichai og Jack Dorsey. Trump er bannaður frá Twitter og ekki leyfður á Facebook í 2 ár í viðbót. Hann segir að það sé ólögleg ritskoðun og vill að dómstóll í Flórída fyrirskipi tafarlaust að stöðva starfshætti samfélagsmiðla.
Facebook bannaði Trump ótímabundið 7. janúar vegna ummæla hans sem voru á undan óeirðana í húsnæði Bandaríkjaþings . Twitter fylgdi fljótt í kjölfarið og lokaði reikning Trumps til frambúðar vegna hættu á frekari hvatningu til ofbeldis.
Í júní, eftir endurskoðun óháðs eftirlitsstjórnar Facebook, minnkaði Facebook bannið í tvö ár. Trump sagði að YouTube og móðurfélag þess Google hafi eytt óteljandi myndskeiðum sem fjalla um meðferð kórónuveiru heimsfaraldursins, þar á meðal þau sem efast um dóm Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar.
Trump, bandamenn hans og margir stuðningsmenn segja bann við Trump og öðrum jafngilda ritskoðun og misbeitingu valds síns. Það eru engar betri sannanir fyrir því að stórtæknifyrirtækin séu úr böndunum en sú staðreynd að þeir bönnuðu sitjandi forseta Bandaríkjanna, sagði Trump.
Réttarstaða málshöfðunina
Málsóknin stendur frammi fyrir erfiðum líkum. Samkvæmt lögum þekktur sem kafli 230 er internetfyrirtækjum yfirleitt heimilt að stjórna efni sínu með því að fjarlægja færslur sem til dæmis eru ruddalegar eða brjóta í bága við eigin staðla þjónustunnar, svo framarlega sem þær starfa í góðri trú.
En Trump og aðrir repúblikanar hafa lengi haldið því fram að Twitter, Facebook og aðrir hafi misnotað þá vernd og ættu að missa friðhelgi sína. Í fyrra skrifaði Trump undir framkvæmdarskipun sem ætlað var að takmarka vernd 230. hluta en Joe Biden afturkallaði hana í maí.
Ritskoðun og staða samfélagsmiðla
Ljóst er að samfélagsmiðlanir hafa tekið sér mikið vald og annað hvort eytt efni eða hreinlega sett merkimiða á efni sem þeir telja sjálfir að sé rangt og beitt til þess ,,fact checkers" eða undirverktaka sem í raun fara yfir allt efni með hjálp algóritma forrita og útiloka það sem þeim mislíkar.
Svo hefur komið í ljós að ,,staðreyndaskoðunarfyrirtækin" hafa ekki alltaf haft rétt fyrir sér og úrskurðað til dæmis að Wuhan veiran ætti sér náttúrulegar orsakir og birt viðvörunnarmiða á annað efni sem heldur öðru fram. Nú er betur að koma í ljós að svo er ekki og líklega ætti hún uppruna að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan og væri manngerð.
Þessi ritskoðun hefur haft slæmar afleiðingar varðandi umræðuna um kórónuveirufaraldinn og í raun afleitt hana. Svo á við um mörg önnur mál og spurningar vakna hvort samfélagsmiðlarnir séu hættir að vera ,,platform" eða undirstöðupallur frjálsra skoðunarskipta og farnir að stýra umræðunni. Önnur spurning vaknar, hvort samfélagsmiðlarnir hafi rétt á að banna efni sem varðar ekki ofbeldi og hótun um beitingu þess?Þriðja spurningin vaknar er hvort útilokun samfélagmiðla um ákveðin samfélagsmál séu ekki í raun ritskoðun? Fjórða spurningin sem vaknar, er hver skoðar ,,fact checkers" eða staðreyndaskoðaranna sjálfa og hvaðan hafa þeir þetta mikla vald gegn tjáningarfrelsinu?
Niðurlag
Það kann að vera rétt að málsókn Trumps muni mæta miklum mótbyr á neðri dómstigum. Trump segist sjálfur ætla að berjast til sigurs og mun málið því að líkindum fara alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna, svo mikilvægt er tjáningarréttarákvæði stjórnarskráar landsins. Með sex af níu hæstaréttardómurum landsins skipuðum af forseta repúblikana og í raun eru þeir allir verjendur tjáningafrelsisins, er mjög liklegt að dómstóllinn úrskurði gegn ritskoðunartilburði samfélagsmiðlana. Frægt er málið ,,Hustler Magazine v. Falwell" en klámkóngurinn Larry Flynt vann brautryðjendamál gegn ritskoðunartilburði andstæðinga sinna í því máli.
Tímarit hans, Hustler Magazine, Inc. höfðaði mál gegn prestinum Falwell, 485 Bandaríkjunum 46, og var ákvörðun Hæstaréttarins tímamótaákvörðun um að fyrstu og fjórtándu breytingartillögurnar bönnuðu opinberum aðilum að krefjast skaðabætur vegna skaðabóta af ásetningi sem varðar tilfinningalega vanlíðan, ef tilfinningaleg vanlíðan var orsakast af skopmynd, skopstælingu eða ádeilu almennings sem sanngjarn manneskja hefði ekki túlkað sem staðreynd. Málið snérist í raun um réttinn til að birta klámefni.
Sumir fjölmiðlar segja að Trump muni ekki fylgja málinu eftir en það er rangt mat. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi eru að undirbúa löggjöf beint gegn ,,stikkfrí" ákvæðinu 230 og þeir bíða eftir rétta augnbliki til að leggja það fram.
Stjórnmál og samfélag | 8.7.2021 | 10:58 (breytt kl. 14:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Allt frá lokum áttunda áratugarins hefur verið stríð eða stríðsástand í Afganistan. Árið 1978 réðust Sovétríkin inn í landið og þá hófust átök sem áttu eftir að endast í áratug. Á tíunda áratugnum komust Talíbanar til valda, hópur mjög öfgasinnaðra múslima og þar fékk Osama bin Laden griðastað á tímabili. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að senda alþjóðlegar öryggissveitir til landsins. Stríðsástand hefur ríkt í landinu gegn Talíbönum frá því að stjórn þeirra var steypt eftir innrásina árið 2001."
Kína stígur inn í tómarúmið
Og nú er Kína reiðubúið til að grípa inn í. Þegar vestræni heimurinn beinir athygli sinni að Suðaustur-Asíu og vaxandi árásarhneigð Kína þar hefur stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan misst aðdráttarafl sitt.
Washington henti inn 100.000 bandarískum hermönnum í fyrirtækið og kostaði árlega 100 milljarða Bandaríkjadala. Um 2500 bandarískir hermenn féllu og 20 þúsund særðust. Þá er ótalið mannfallið meðal bandamanna þeirra.
Eftir 20 ára vestrænt blóð og svita býst enginn alvarlega við að afgönsk stjórnvöld og her séu hæf í aðgerðir gegn talibönum.
Um það bil 25.000 bardagamönnum talibana tókst að halda út í fjallahellum sínum í meira en tvo áratugi. Nú er þeim frjálst að leggja aftur inn til óttaslegna íbúa öfgakennda túlkun sína á ritningunni. Óhætt er að fullyrða að meirihluti þjóðarinnar bíður þeim ekki velkomna en hvað er hægt að gera ef þeir eru vel vopnum búnir en andstæðingarnir ekki? Verr var farið af stað en heima setið, því að vonir til dæmis afganistra kvenna er á enda bundið.
Stjórnmál og samfélag | 7.7.2021 | 13:15 (breytt kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo virðist ekki vera við fyrstu sýn. Reglulega berast fréttir af að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter eru að loka fyrir aðgangi áskrifenda þessara miðla vegna meintra brota, svo sem haturorðræðu eða annarra brota. Hvergi kemur fram í þessum fréttum hver ákveður hvað er rétt að segja og hvað er hatursorðræða.
Þjóðfélög nútímans hafa ekki enn haldið í við hraða þróun samfélagsmiðla og menn átta sig ekki á hættum þeim sem fylgja því valdi sem þessir samfélagsmiðlar hafa á gang heimsmála.
Flestir þessara samfélagsmiðla eru bandarískir og þeir taka mið af bandarískri menningu og hugsunarhátt. Hver gaf þessum miðlum vald til að ákveða hvað er viðeigandi að segja um víðan heim og hvað ekki? Eru það hópur ritskoðenda á vegum þessara miðla sem sía út ,,meinta haturorðræðu eða er það algríma forrit sem leita að ,,ljótum eða óviðeigandi orðum? Ég held að það séu ritskoðunarsíur sem finna þá sem ,,brjóta af sér og það sé á endanum einstaklingur/ar á vegum þessara miðla sem ákveða að loka fyrir reikningi notandans sem þeir hafa í raun engan rétt til.
Í flestum stjórnarskrám þjóðríka eru ákvæði um tjáningarfrelsi, svo málfrelsi, prentfrelsi og fundarfrelsi en fæstar þeirra hafa fylgt hraða tæknibreytingar og breytingar á tjáningarmáta.
Svo er einnig háttað um íslensku stjórnarskrána. Í henni er tjáningarfrelsið tryggt en stöðugt er verið að vega að því með setninga laga, sem ég tel vera í andstöðu við stjórnarskránna, svo sem setningu laga um hatursorðræðu og jafnvel hefur verið sett á fót embætti eða deild innan lögreglunnar sem á að ritskoða hvað fólk segir og lögreglufulltrúi vaktar.
Nú ætlar íslenska ríkið að ákveða hvað er rétt að segja og hvað er rangt. Er ekki eitthvað skrýtið við þetta? Á ekki láta svona mál vera einkaréttarmál án afskipta ríkisvaldsins? Ef einhver ærumeiðir eða notar óviðeigandi orð, getur einstaklingurinn þá ekki gripið til dómstólaleiðina eins og hefur verið hægt í gegnum aldir? Þetta kallast á hreinni íslensku ritskoðun en það er ekki nógu gott orð, betra væri að tala um tjáningarheftun eða jafnvel tjáningarbann undir ægivaldi ríkisins.
Með tjáningarfrelsisréttarákvæðum stjórnaskráa hefur okkur í vestrænum samfélögum öllu verið gefið rétturinn til að láta í ljós hvaða skoðun sem er án ritskoðunar eða tálmana. Að vera fær um að láta orð rúlla af tungunni án þess að þurfa að seinna að endurskoða hugsanir sínar gætu hugsanlega verið eitt af mesta réttindum frjálsra manna í vestrænna samfélaga. Þess má geta í framhjá hlaupi að í Bandaríkjunum er málfrelsið óskorðað. Til að mynda eru ekki til sérstök lög gegn hatursorðræðu, heldur tala þeir um hatursglæpi sem hatursorðræða er spyrnt saman við. Þ.e.a.s. ef þú fremur hatursglæp og hefur um leið ummæli sem teljast megi vera hatursorð, þá má auka við refsinguna fyrir glæpinn. Ekki er dæmt sérstaklega fyrir hatursorðræðu, nema hótað sé manndrápi eða líkamsmeiðingum.
Þó að við séum frjálst að segja það sem við viljum, er ekki heimilt að tjá neina skoðun sem brýtur, ógnar eða móðgar hópa, byggt á kynþáttum, litum, trúarbrögðum, þjóðernisstefnu eða fötlun (hatursorðræða).
Á málfrelsi á netinu við ef við höfum fengið takmarkanir? Er hægt að málamiðla? Hefur línan til að vernda notendur með ritskoðun og leyfa ennþá einstaklingum að tjá sig frjálslega orðið óskýr?
Samfélagsmiðlar hafa orðið helsti viðkomustaður margra og oft sá eini, þeirra er fara á netið. Fylgist er með núverandi atburðum, slúðurfrétta, samfélagsmiðillinn notaður sem dagbók eða tól til að vaxa í viðskiptum.
Samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter hafa verið í meðvituðu átaki til að stjórna efni sem birtist á vettvangi þeirra. Samkvæmt grein í CBS News, gaf Facebook í fyrra út lista yfir viðmiðunarreglur um hvað teljist vera stefnumótandi efni, sem olli undrum hjá mörgum vegna hugmyndarinnar um að aðferðafræði þeirra er í raun hlutdræg gagnvart umdeildum sögum og innleggum.
Ekki fyrir löngu fékk Facebook mikla gagnrýni vegna banns á birtingu Víetnamsstríðsmyndar en það gerðist vegna reglna um birtingu kláms. Facebook varð að gefa eftir í málinu ,,vegna þess að stríðsmyndin gefur táknræna mynd af atburði með sögulegri skírskotun, gildi þess að leyfa vegur þyngra en gildi þess að vernda samfélagið með því að fjarlægja efnið, ,,...þannig að við höfum ákveðið að endurreisa myndina á Facebook þar sem við vitum að það hefur verið fjarlægt," sagði talsmaður fyrirtækisins.
Facebook hefur efnivið til að verða ein stærsta uppspretta heimsins fyrir fréttir og sterk afstaða miðilsins til ritskoðunar gæti haft áhrif á það sem notendur hafa aðgang að.
Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum vildi Facebook banna Donald Trump að nota miðil þeirra vegna meins brots en Mark Zuckerberg steig inn tímabundið og afnam bannið vegnað ótta um að þetta bann gæti eyðilagt kosningarnar. Nú eftir kosningarnar er Donald Trump hins vegar varanlega bannaður af þessum samfélagsmiðli. Þetta gerist í helsta lýðræðisríki veraldar.
Auðvitað er mikilvægt fyrir samfélagsmiðla að sía út barnaklám, áreitni, einelti á netinu og almennt ofbeldi en hvernig skapa þeir fullkomna jafnvægi?. Mikilvægt er að notendur geti nýtt sér samfélagmiðla án ótta og líði ekki eins og þeir séu dæmdir til að tjá skoðanir sínar á ákveðinn hátt. Hægara sagt en gert?
Til þess að þetta verði gert á réttan hátt þurfa samfélagsmiðlarnir að finna sanngjarna málamiðlun, sem gefur notendum vettvang til að tjá sig án þess að þurfa óttast refsingu.
Twitter gæti verið komið með uppskriftina að réttri lausn. Síðastliðinn október rákust notendur á eiginleika sem kallast muted words eða ,,þöggun orða. Þessi valkostur gerði notendum kleift að búa til lista yfir óæskileg orð og orðasambönd sem þeir vildu ekki sjá á tímalínu sinni en leyfa aðra að sjá sem vilja. Heimildamenn innan samfélagsmiðilsins segja að þessum eiginleika í Twitter hafi verið birtur of snemma og hann tekinn út en yrði settur inn aftur í framtíðinni með uppfærslu. Þetta gæti verið leiðin til að halda friðnum milli andstæðra fylkinga.
Staðan eins og hún er í dag, er að Facebook hefur varanlega bannað Infowars stofnandann Alex Jones, sem er hægri maður, samfélagsgagnrýninn Milo Yiannopoulos og Laura Loomer auk annarra sem eru áberandi lengt til hægri. Banninu fylgdi yfirlýsing um að miðillinn myndi ekki leyfa hvíta þjóðernishyggju og aðskilnaðarsinna á vettvangi sínu lengur. Ekkert er minnst á aðgang einræðisherra og einræðisstjórna að þessum samfélagsmiðlum eða umdeildum öfgahópum til vinstri.
Aðrir sem voru endanlega sagðir út af sakramentinu, eru meðal annars fræðimaðurinn Paul Joseph Watson og hvíta þjóðernissinninn Paul Nehlen. Einnig útilokaði Facebook Louis Farrakhan, leiðtogi þjóðar Íslams, sem hefur verið gagnrýndur fyrir orðræðu sína.
Nýjasta dæmið um hversu rangt Facebook hafði fyrir sér og hversu hættulegt er að fela samfélagsmiðli heimild eða leyfi til að ritskoða (já þetta er ritskoðun) efni, er orðræðan um Covid-19. Ég held reyndar að enginn hafi gefið samfélagsmiðlum leyfi til ritskoðunar, þeir hafi hreinlega tekið upp ritskoðunarstefnu upp á eigi einsdæmi.
Enginn mátti skrifa neikvætt um ráðandi afstöðu Facebook gagnvart uppruna veirunnar, þ.e.a.s. að hún eigi uppruna sinn að rekja til Wuhan rannsóknarstofunnar, hreinlega að því virðist vegna þess að hægri menn undir forystu Donalds Trumps viðruðu þá skoðun og vildu rannsókn á, hvort að veiran eigi sér uppruna að rekja til rannsóknarstofnunnar.
Allir notendur Facebook, sem fjölluðu um málið og voru neikvæðir gagnvart málinu, voru annað hvort útilokaðir eða sett á ,,viðvörunartilkynning Facebook um að þetta gæti verið rangt og ,,réttar upplýsingar sýndar. 360 gráðu viðsnúningur varð á málinu þegar stjórn Joe Bidens ákvað að taka málið upp á nýju eftir mikinn þrýsting almennings um að rannsaka verði málið til fullnustu.
Er þetta framtíðin sem við viljum? Að einkafyrirtæki sem hefur nánast einokunarstöðu á markaði samfélagsmiðla, geti stjórnað samfélagumræðunni og ritskoðað orð okkar að eigin geðþótta og farið með rangt mál? Áttu þessir miðlar ekki að vera torg umræðna (forum) og frjálsra skoðanaskipta? Er ekki óeðlilegt að hægt er að þagga niður í sjálfum Bandaríkjaforseta, hversu umdeildur hann kann að vera?
Hvað verður bannað næst og hvaða rétt hefur Facebook til að dæma í pólitískum málum? Hvar eru mörkin sem þessi miðlar eiga að búa við? Þarf að koma böndum á þessa miðla með lögum? Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að koma böndum á erlenda aðila sem annað hvort ritskoða íslenska einstaklinga eða hirða auglýsingatekjur án þess að borga skatta? Þetta síðarnefnda veit ég þó ekki fyrir vissu en geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld, sem eru alltaf eftir á, hafi ekki búið til löggjöf sem tekur á auglýsingatekjur af netinu sem erlendir aðilar innheimta. Er einhver sem veit meira eða betur um skattlagningu auglýsingaefnis á samfélagsmiðlum en ég?
Stjórnmál og samfélag | 2.6.2021 | 07:36 (breytt 18.5.2022 kl. 13:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hag hefur þetta orð fengið neikvæða merkingu í ensku tungumáli.
Fyrir utan að vera þátíðarending orðsins vaka (nt. vaka þt. vaknaði), og hefur verið það um aldir, þýðir það í dag að vera ,,meðvitaður og ,,var um (conscious and aware) en þetta slanguryrði er líka orðið tákn fyrir framsækna aktívisma.
Merriam-Webster bætti orðinu við orðabókina sína árið 2017 og skilgreindi það sem meðvitað um og gefa virkan gaum að mikilvægum staðreyndum og málum (sérstaklega málefnum kynþátta og félagslegs réttlætis). Orðabók Oxford tók upp orðið sama ár og skilgreindi það sem frá upphaflega: vel upplýst, uppfærð" í ,,vakandi fyrir kynþáttamisrétti eða félagslegri mismunun og óréttlæti.
Lagið, ,,Stay woke varð að vaktorði í hlutum svarta samfélagsins fyrir þá sem voru meðvitaðir um sjálfan sig, efuðust um ráðandi hugmyndafræði og leituðust við að fá eitthvað betra, að sögn Merriam-Webster.
Síðan 2014, eftir að Flórídamaðurinn George Zimmerman var sýknaður í vígi Trayvon Martins og dauða Michael Brown hjá lögreglunni í Ferguson, Mo., kom upp aðgerðabylgja Black Lives Matter aðgerðasinna um landið. Orðatiltækið fór úr því að vera myllumerki Twitter í samkomuheróp aðgerðasinna.
Orðið ,,woke fléttaðist saman við Black Lives Matter hreyfinguna; í stað þess að vera bara orð sem benti til vitundar um óréttlæti eða kynþáttaspenna, varð það orð um aðgerð, að sögn Merriam-Webster. Aðgerðarsinnar voru vaknaðir og kölluðu á aðra að vakna.
Árið 2018 notaði rapparinn Meek Mill frasann og gerði að söluhæsta lagi plötu sinnar ,,Legends of the Summer." Þar með var útbreiðsla hugtaksins tryggð.
En merking ,,woke þróaðist aftur með þróun sniðgöngumenningunnar - þar sem bæði hugtökin voru sífellt meir notuð, og fléttuðust þau saman í vitund almennings.
Oft hættir einhver við eftir að hann segir eitthvað ótillitssamt - eitthvað sem ekki var ,,woke. Í því tilfelli saka andstæðingar þetta fólk að vera ,,snowflakes, einhverir sem skipta um skoðun auðveldlega og flögra fyrir vind og veðri, eftir því sem pólitískir vindar blása; n.k. ístöðulaust fólk sem þorir ekki að standa á skoðunum sínum.
Svo að viðbót við merkinguna meðvitund og framsækni, túlka margir núna að ,,woke sé leið til að lýsa fólki sem vill frekar þagga niður í gagnrýnendum sínum en að hlusta á þá. Það er allt annað en orðið þýddi þegar það birtist fyrst á prenti.
Í dag er hugtakið mikið notað í dægurumræðunni en fæstir vita upphaflega og raunverulega merkingu orðsins. Í hugum margra er orðið samt sem áður merkingaþrungið og gildishlaðið í neikvæðri merkingu.
Sjá má fólk á Íslandi aðhyllast þessari hugmyndafræði sem stendur á bakvið sniðgöngumenninguna og notar ,,woke í sömu merkingu og fólk erlends.
Heimild:
Stjórnmál og samfélag | 1.6.2021 | 08:32 (breytt kl. 10:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020