Málfrelsið í höndum Facebook og Joe Biden

Joe and MarkEitt af þeim málum sem ekki hafa farið hátt hér á landi en hefur vakið talsverða hneyksli vestan hafs, er þegar talmaður Hvíta hússins viðurkenndi að stjórn Bidens (og Harris), hefði samráð við Facebook um svo kallaðar misvísandi fréttir (ekki falsfréttir) en það eru fréttir eða greinar sem Facebook (og greinilega Hvíta húsið) dæmir að séu misvísandi og eigi að flagga eða taka úr birtingu.

Hægri menn eru vægast sagt reiðir vegna þessara frétta og segja að það beri að óttast slíkt en engin ríkisstjórn megi hrófla við málfrelsinu og allra síst í samkrulli við samfélagsmiðlarisa sem er gagnrýndur mjög fyrir takmarkanir á tjáningarfrelsi Facebook notenda.

Joe and Mark1

Um hvað snérist málið? Jú, um svo kallaðar misvísandi fréttir og greinar um Covid-19. Það sem var ekki í lagi að birta fyrir nokkrum mánuðum, um uppruna veirunnar, er nú allt í einu allt í lagi að birta.

Athygli ber að vekja á að ,,misvísandi fréttir" er ekki það sama og ,,falsfréttir".

Eitthvað hefur þó slegið í brýnu á milli Hvíta hússins og Facebook undanfarið en Joe Biden sakaði Facebook um dauða margra Bandaríjamanna með því að ganga ekki enn harðar gegn ,,samsærisfólki" á netinu. Ríkisstjórn Joe Bidens er með öðrum orðum enn meira róttækari en tæknirisinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband