Hinn sósíalíski draumur - Gúlagið og frjálst samfélag

Menn vilja alltaf gleyma, þegar menn daðra við sósíalismann, þá staðreynd, að þegar menn láta stjórnvöld - miðstjórnarvaldið - fá vald í hendur til að stjórna lífi fólks, að það er ekkert afl sem stöðvar það í að ganga of langt.

Hugmyndafræðin virðist við fyrstu sýn vera falleg, allir jafnir og allir fá sömu laun og kjör, þótt náttúrulögmálið segi annað um stöðu manna. Lífið er ekki jafnræði og náttúran er grimm. Svo á við um samfélag manna, sama hversu vel er gefið, útkoman er misjöfn.

Við komum inn í heiminn við misjafnar aðstæður, sumir við slæm skilyrði og aðrir við góð. Við förum líka við mismunandi skilyrði úr lífinu. Þeir sem eru duglegir og áræðnir, gætu hafa fæðst fátækir en endað sem ríkið einstaklingar og öfugt.

En aðrir vilja að ríkisvaldið skipti sér sem minnst af einstaklingum og leyfa honum að spreyta sig í lífinu. Menn kalla þetta kerfi kapítalismi og einstaklingsframtak. Sá misskilningur er alltaf á lofti, að velgengi eins, sé á kostað annans. Ef Jón verður ríkur, þá verði Guðmundur fátækur. Að Jón sé að stela frá Guðmundi. Þeir sem halda þessu fram, dettur aldrei í hug, að Jón geti hjálpað Guðmundi úr örbirgðinni og saman geti þeir skapað velferðarsamfélag enda þurfa báðir á hvorum að halda. Guðmundarnir eru margfalt fleiri Jónar, geta til samans sett Jóni stóli fyrir dyrnar ef hann gengur of langt. Þarna myndast valdajafnvægi.

Þetta hefur verið marg sannað síðastliðin 250 ár, að samanlögð velgengni einstaklinga býr til auka auðlegð sem samfélagið nýtur góðs af. Þetta vita allir sem hafa lært hagfræðiáfanga 103 en neita staðreyndinni. Fyrir tíma kapítalismans, varð aldrei til auka afrakstur í samfélaginu. Besta dæmið um þetta er sjálfþurftarsamfélag Íslands, en Íslendingar lifðu á jaðri hungursneyðar langt fram á 19. öld vegna þess að íslenskir kapítalistar voru hreinlega ekki til.

Fyrsta íslenska fyrirtækið var stofnað á Alþingi 1752, af Skúla Magnússyni fógeta ásamt íslenskum efnamönnum og var árangurinn brotakenndur en varðaði veginn áfram.  Síðan þá hefur íslenskt samfélag farið stöðugt fram, með skellum þó. Þegar frjáls verslun var gefin um miðja 19. öld, hófust peningaviðskipti (sauðfé selt á fæti til Bretlands og jafnvel lifandi hestar) og Norðumenn hófu fyrstu ,,stóriðju" með hvalveiðistöðvar sínar á sama tíma. Bændur eignuðust pening og gátu myndað sameignarfélög - kaupfélög til að versla og selja. Til varð auðmagn til að reisa fyrstu sjávarútvegsþorpin.

En hér var ætlunin að fjalla um verstu gerðina af sósíalismanum, kommúnisma, sem hefur alltaf þróast í alræði öreiga(fámennisstjórnar millistéttar því að öreigarnir hafa aldrei haft getu til að stjórna sjálfir vegna þekkinga- og menntunarskorts).

Til eru mismunandi útgáfur af sósíalismanum, sumar taka mið af lýðræðinu en aðrar af alræðinu. En eitt eiga þær allar sameiginlegt, en það er að láta miðstjórnvaldið ráða yfir persónulegum högum fólks og stýra lífi þess. Í flestum tilfellum ganga sósíalískar stjórnir svo langt, að þær vilja ráða yfir hugsunum fólks! Í dag er það höfnunarmenningin sem tröllríður vestræn samfélög og ræður för hjá sósíalistum (í raun hefur þetta verið svona alla tíð hjá vinstrisinnum). Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar það kýs yfirlýsta sósíalista á Íslandi. 

Vegna þess ríkið vill ráða eitt (hópurinn gegn einstaklingnum og hugsunum hans), búa sósíalistar/kommúnistar alltaf til fangabúðir fyrir þá sem fylgja ekki flokkslínunni, fylgja ekki hóphugsunni. Frægasta fangabúðakerfið er sovéska Gúlagið en það nýjasta er í Kína, fyrir múslimska minnihlutahópinn Uigurar. En skoðum sögu Gúlagsins og hvað Jón Ólafsson prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands segir um sögu þess: 

 

Gúlag er samheiti um þrælkunarbúðir í Ráðstjórnarríkjunum sem varð til strax við kommúnismann í Rússlandi 1918-20 en lauk að mestu um 1960.

Þótt Gúlagið hafi ekki beinlínis haft útrýmingarhlutverk var dvöl í fangabúðum í flestum tilfellum hryllilegri en orð fá lýst. Margra beið ömurlegur dauðdagi af hungri, vosbúð eða sjúkdómum í verstu búðunum. Pólitísku fangarnir voru oftast sérlega illa búnir undir aðstæður vinnuþrælkunarinnar og auðveld fórnarlömb jafnt fangavarða sem glæpagengja en þau höfðu oft tögl og hagldir innan búða. Milljónir fanga lifðu Gúlagið af, bugaðir á sál og líkama.

 gulag_kort_090320

Í dag er talið að um 25 milljónir fanga hafi farið í gegnum Gúlagið á árunum 1930 til 1956, og að um sjö milljónir þeirra hafi verið pólitískir fangar.

Allt að tvær milljónir áttu ekki afturkvæmt úr Gúlaginu. Dánartíðni var mjög mismikil eftir tímabilum, hæst var hún fyrstu árin eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin, eða milli 20 og 25%, lægst í lok þessa tímabils eða innan við hálft prósent árið 1953.

Rétt er að hafa í huga að sovétkerfið átti fleiri leiðir til að refsa fólki og setja á það hömlur en fangabúðirnar sjálfar.

Milljónir manna fengu útlegðardóma á stalíntímanum og þurftu þá að dvelja fjarri heimahögum um lengri eða skemmri tíma. Sömuleiðis voru milljónir hraktar af heimilum sínum og fólk látið taka sér búsetu á sérstökum svæðum þar sem það bjó undir eftirliti. Loks er rétt að hafa í huga að dauðarefsingum var beitt óspart gegn meintum pólitískum andstæðingum á stalíntímanum. Talið er að á tímabilinu 1921 til 1953 hafi 800 þúsund manns verið dæmd til dauða og tekin af lífi í Sovétríkjunum. Langflestar voru aftökurnar árin 1937 og 1938 eða samtals um 680 þúsund.

Hemild: Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?

Hvað lærdóm getum við dregið af þessari sögu? Jú, hún gæti endurtekið sig (sbr. Kína), en fyrst og fremst verðum við að vera upplýst og lesa sögu en auðljóst er að flestir Íslendingar eru ómeðvitaðir um galla sósíalismans, enda hefur aldrei farið fram raunverulegt uppgjör (sbr. Nurmberg réttarhöldin yfir nasistum) við forsprakka þessarar stefnu. Réttlætið sigrar nefnilega ekki alltaf. Vondir menn komast upp með vonda hluti.

Á tyllidögum er sagt að við Íslendingar búum í upplýsingarsamfélagi nútímans og upplýsingar séu uppspretta þekkingar og framfara í vísindum og viðskiptum. En við þurfum líka að rækta þekkingu á fortíðinni, því að annars erum við dæmt til að endurtaka mistökin. Sögukennsla á Íslandi mætti vera meiri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband