Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ummæli forsætisráðherra í dag í hátíðarræðu um að "Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu" eru orðagljáfur. Orðin eru inntakslaus og í engu samræmi við veruleikann.
Hver er svo þessi veruleiki? Veruleikinn er að Ísland er í hernaðarbandalagi sem nefnist NATÓ. Landið hefur tvíhliða varnarsamning við eitt aðildaland bandalagsins, sem er jafnframt það öflugasta, Bandaríkin.
Herleysið er ekki meira en það að hér eru mörg hernaðarmannvirki, á Keflavíkurflugvelli er fullbúin herstöð sem er hægt að fullmanna á nokkurum dögum en þessi svo kallaða ,,ónotaða" herstöð er meira en minna mönnuð hermönnum aðildalanda NATÓ allt árið í kring (önnur varnartengd varnarmannvirki eru ratsjárstöðvarnar fjóru).
Formlega yfirgaf Bandaríkjaher landið 2006 en hann hefur eftir sem áður mikla viðveru hér og hér eru haldar heræfingar reglulega, síðast var heræfingin Norður-Víkingur (Um sé að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja en einnig taki þátt í henni sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs. Liður í Norður-Víkingi sé svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði).
Grípum aftur niður í hátíðarræðu forsætisráðherrans: Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana, sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar."
Fullveldi Íslands er og hefur aldrei verið byggt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki...það er hægt að bera virðingu fyrir alþjóðlögum en það eitt sér tryggir ekki öryggi Íslands. Virkt samstarf við önnur ríki í varnarmálum hefur einmitt tryggt öryggi landsins.
Öryggi Íslands byggist í raun á real-politik í anda Helmut Smiths heitnum, kanslara V-Þýskalands, en líkt og við, var Þjóðverjum illa við hernað og hernaðarumsvif í kjölfar nasistastjórn þýskalands. En þeir stungu ekki hausinn í sandinn líkt og Angela Merkel gerði síðar. Nú eru Þjóðverjar að vakna upp af martröð og loksins farnir að skilja að tímabil stríða er ekki á enda og stríð vera fylgifiskur mannkyns um ófyrirséða framtíð.
Í raun eru allar Evrópuþjóðir að vakna upp af martröð og bregðast við í samræmi við veruleikann, nema forsætisráðherra VG, sem segir falleg orð á hátíðardegi. En innst inni skilur forsætisráðherrann hversu galið það er að vera ekki í NATÓ og viðurkennir það de facto, þó orðin séu á hina vegu. Flokkur VG hefur akkurat ekkert gert til að leiða landið úr vonda hernaðarbandalaginu NATÓ né komið með lausnir hvað eigi að þá að taka við. VG er ergo fylgjandi veru Íslands í NATÓ!
Umsvif NATÓ síðan 2006 hafa aldrei verið eins mikil og nú undir forsæti VG. Veruleikinn er skýr.
Það er ekkert herleysi á Íslandi, eina sem er að hermennirnir eru erlendir, ekki íslenskir. Erlendir dátar vernda fullveldi Íslands, ekki falleg orð.
Gleðilegan 17. júní!
Stjórnmál og samfélag | 17.6.2022 | 18:21 (breytt 18.6.2022 kl. 13:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Goðsögnin um friðsama Íslendinginn sem vill ekki íslenskan her fæddist líklega upp úr miðja 20. öld þegar Íslendingar þurftu að ákveða hvort þeir koma sér upp eigin her eftir að íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Margir samvaxnir þættir ollu því að Íslendingar ákváðu að stofna ekki eigin her í nýfrjálsu landi. Hér skal nefna nokkra áhrifaþætti.
Í fyrsta lagi komast Ísland undir hæl tveggja stórvelda, fyrst Breta og svo Bandaríkjamanna. Við þá síðarnefndu var gerður varnarsamningur 1951 sem tryggði varanlegar varnir landsins og Íslendingar þurftu þar með ekki að koma sér upp eigin herstöðvar eða stofna til hers. Kaninn var látinn um þetta og í raun var þetta ljóst í millibilsástandinu 1945-51 hver staðan var og fyrr.
Þróun Íslands í átt að herlaust lýðveldis og viðhald þess:
1) Hernám Breta og herseta Bandaríkjanna á stríðsárunum.
2) Keflavíkursamningurinn.
3) Varnarsamningurinn.
4) Kalda stríðið.
Í öðru lagi, báru íslensk stjórnvöld við fámenni þjóðarinnar sem voru ansi léleg rök, því að ef við hefðu aðeins látið að 1% þjóðarinnar gengdi herskyldi, þá væri það samt rúmlega og yfir 1200 manns (mannfjöldi á Íslandi 1945 var um 126 þúsund manns).
Í þriða lagi báru íslensk stjórnvöld við fátækt. Fátæktin var ekki meiri en svo að landið sem græddi á tá og fingri og hafði vænlegan varasjóð eftir stríðið, fékk meira segja Marchall aðstoðina, þrátt fyrir að hér hafi ekkert stríð geysað.Íslendingar hefðu fengið vopn og tæki frá NATÓ.
Draga má þá einföldu ályktun að stjórnmálasmenn sem voru þá og eru fyrirferðamiklir hvað varða ákvarðanir í varnarmálum veltu ábyrgðina yfir á erlenda þjóð, Bandaríkin. Látum þá um að borga brúsann og leggja til mannskap getur maður ímyndað sér að þeir hafi sagt sín á milli.
Undanskot Íslendinga undan eigin ábyrgð á landvörnum má sjá þegar Ísland gekk í NATÓ 1949.
Grípum niður í grein á Vísindavefnum (sjá slóðina: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65203# ) og hún er svona:
"Afstaða íslensku fulltrúanna einkenndist af varkárni. Bjarni Benediktsson benti á að lega Íslands væri svo mikilvæg fyrir bandaríska og breska hagsmuni að ef ráðist yrði á landið mundu ríkin koma til hjálpar hvort sem Ísland gerðist aðili að bandalagi eða ekki. Emil Jónsson velti upp þeim möguleika að Ísland stæði fyrir utan bandalagið en mundi lýsa því yfir að Bandaríkin og Bretland hefðu aðgang að aðstöðu á Íslandi á stríðstímum. Fyrir vikið tækju Bandaríkin og Bretland að sér að tryggja öryggi Íslands. Viðbrögð bandarískra ráðamanna við þessum hugmyndum voru fremur dræm. Af þeirra hálfu væri enginn vilji til að stofna til sérstaks varnarbandalags við Ísland og Bretland. Auk þess töldu þeir að íslensk stjórnvöld væru að senda ákveðin skilaboð til Sovétríkjanna með því að standa utan fyrirhugaðs bandalags og Sovétmenn gætu nýtt sér það. Öll hjálp frá Vesturveldunum mundi því berast eftir að Ísland hefði orðið fyrir árás eða verið hernumið. Bandarískir ráðamenn áréttuðu að þeir hefðu skilning á því að Ísland væri herlaust land og að íslensk stjórnvöld hefðu engan áhuga á erlendum herafla á Íslandi. Aftur á móti mundi þátttaka Íslands fela í sér að íslensk stjórnvöld þyrftu að leggja bandalaginu til aðstöðu sem yrði í formi afnotaréttar bandalagsríkja af Keflavíkurflugvelli á hættutímum, enda gæti bandalagið varið sjó- og flugleiðir til og frá landinu.
Hinn 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að NATO með 37 atkvæðum gegn 13. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni auk Gylfa Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdimarssonar, þingmanna Alþýðuflokksins, og Páls Zóphoníassonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, báðir úr Framsóknarflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna."
Sum sé, mikil trega við að ganga í NATÓ og þurfti Kaninn að benda á að varnarbandlag Bretlands, Bandaríkjanna og Íslands væri út í hött. Hvers konar varnarbanda væri það þegar þriðji aðilinn ætlaði að láta tvo risa bera sig á bakinu?
Sama viðhorf má sjá ennþá dag í dag, þegar allar Norðurlandaþjóðirnar stefna í sömu sæng og samstarf á sviði varnarmála, að íslensk stjórnvöld "fagna" því en bregðast ekkert við. Hver eru t.d. viðbrögð ríkisstjórnarinnar við stríðátökin í Úkraníu? Eru þau að bregðast við síaukna hættu á að bandalagið sem landið er í, NATÓ, dragist í átökin í Úkraníu? Eða á að bíða eftir bandarískum hersveitum sem taka yfir NATÓ-stöðina á Keflavíkurflugvelli á ný og á það að bjarga Íslandi?
Brotthvarf Bandaríkjahers var skaðlaust 2006 enda engin aðsteðjandi hætta á ferðinni. Rússland var í samstarfi við NATÓ og allt stefni áfram með friðsaman heim, að vísu hryðjuverkahætta fyrir hendi en enginn hernaðarátök milli ríkja.
Margir Íslendingar fögnuðu brotthvarfinu og það af vinstri væng stjórnmálanna. Vinstri menn undir forystu Samfylkingar grófu undir varnargetu Íslands með afnámi Varnarmálastofnuninnar. Hvernig? Jú, vitneskja og upplýsingaöflun og þekking sérfræðinga er undirstaða upplýstrar ákvörðunnar í varnarmálum. Til hvaða sérfræðinga leita íslensk stjórnvöld til að meta hernaðarlegar hættur sem steðja að Íslandi í dag? Það væri fróðlegt að vita nöfnin á íslensku herfræðingunum sem upplýsa íslensk stjórnvöld um daglega stöðu. Ég held að þeir séu teljandi á annarri hendi en vitneskunnar sé leitað til Bandaríkjanna.
Það var gerð skýrsla sem ber heitið Skýrsla um áhættumat fyrir Íslands árið 2009. Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Útgefandi: Utanríkisráðuneytið Útgáfumánuður: Mars 2009.
Þar segir um breyttan heim:
"Skilningur á öryggi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miðast eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hefur öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir nýjar ógnir (new threats), þ.e. hnattræna (global) eða þverþjóðlega (transnational), samfélagslega og mannlega áhættuþætti (risks), eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólöglega fólksflutninga, mansal, matvælaöryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Hefðbundin mörk milli innra og ytra öryggis ríkja hafa þannig orðið æ óljósari, enda ókleift að meta þverþjóðlegar hættur og bregðast við þeim með slíkri aðgreiningu. Loks hefur hugtakið mannöryggi (human security) rutt sér til rúms. Það vísar til öryggis einstaklinga fremur en ríkja, en deilt er um hvort það eigi einungis að ná yfir ofbeldi af pólitískum toga eða einnig að taka til efnahagslegra og félagslegra þátta. Viðbúnaður tekur nú oft mið af áhættu og veikleikum (vulnerabilities) ríkis, samfélags eða grunnvirkja fremur en beinni ógn."
Nú hefur komið í ljós að allar ofangreindar hættur steðja að Íslandi og það á sama tíma. Meiri segja hefðbundin hernaðarátök eru í túnfæti Evrópu, í Úkraníu. Með því að útvíkka þjóðaröryggishugtakið þannig að það nái utan um allan ansk...var hægt að útvatna varnartengd mál og hugtakið hernaðaröryggi og leggja niður Varnarmálastofnun.
Það var gerð skýrsla árið 2013, sem ber heitið Verkefni fyrrum varnarmálastofnunar, maí 2013, Ríkisendurskoðun. Skýrslan er nokkuð konar réttlæting fyrir ófaglega ástæðu aflögn Varnarmálastofnunar.
Þar segir á upphafssíðu skýrslunnar:
"Varnarmálastofnun tók til starfa í byrjun júní 2008 í samræmi við varnarmálalög nr. 34/2008. Hún var síðan lögð niður 1. janúar 2011 með lögum nr. 98/2010 um breytingu á varnarmálalögum. Sú ákvörðun byggði á tillögum starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðs Íslands sem í sátu fulltrúar fimm ráðuneyta, þ. á m. utanríkisráðuneytis en varnarmál heyra undir það. Hópurinn lagði til að Landhelgisgæslu Íslands og Ríkislögreglustjóra yrði falið að taka við flestum verkefnum Varnarmálastofnunar. Verkefnin fólust einkum í loftrýmiseftirliti og rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, varnarmálasamskiptum við NATO og Bandaríkin, rekstri upplýsingakerfa og öryggisvottunum. Með lögunum var utanríkisráðherra veitt heimild til að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni Varnarmálastofnunar við aðrar stofnanir með samþykki hlutaðeigandi ráðherra. Eitt af meginmarkmiðum þess að leggja Varnarmálastofnun niður og fela öðrum stofnunum verkefni hennar var að hagræða í ríkisrekstri. Það gekk eftir að hluta til því kostnaður við verkefnin lækkaði um 8% milli áranna 2010 og 2012 á verðlagi hvors árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er þó enn svigrúm til hagræðingar á þessu sviði."
Sparnaður og hagræðing voru kjörorð skýrslu Ríkisendurstofnun sem væntanlega er sérhæfð stofnun sem metur varnarmál?
Það er í sjálfu sér ekkert slæmt að Landhelgisgæslan (og Ríkislögreglustjóri) reki og sjái um varnartengd mál. Vandinn er að varnarmál eru bæði innanríkismál og utanríkismál. Því er Utanríkisráðuneytið enn með puttanna í þessum málum, sérstaklega í samskiptum við NATÓ. Landhelgisgæslumál og varnarmál innanlands kemur ráðuneytinu því ekkert við.
Það er því ekki goðsögn að endurvekja Varnarmálastofnun í fyrri mynd, þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar byggðar á greiningargögnum sem greiningardeild innan stofnuninnar aflar. Það eru lágmarks viðbrögð við sífellt hættulegri heimi.
Stofnunin sæi um varnarmannvirki, varnaræfingar, samskipti við erlenda heri og NATÓ og Landhelgisgæslan sett undir hatt hennar enda eina stofnun landsins sem gæti tekið að sér varnir landsins.
Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.
Stjórnmál og samfélag | 6.6.2022 | 11:31 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessari spurningu svarar Björn Þorsteinsson í grein sem ég ætla að birta hér tvo kafla úr. Greinin heitir: Framtíð lýðræðisins og lýðræði framtíðarinnar: Gagnrýnin hugsun í skólastofunni og víðar (Björn Þorsteinsson, 2011):
I. Ég ætla hér að velta vöngum, í örfáum orðum, yfir nokkrum stórum hugtökum, einkanlega hinu gamalkunna hugtaki gagnrýnin hugsun sem leikið hefur býsna stórt hlutverk í íslenskri heimspekisögu síðustu áratuga, og svo hugtakinu um lýðræði. Ætlunin er nánar tiltekið að spyrja spurninga um hlutverk gagnrýninnar hugsunar í þjóðfélagi sem vill kenna sig við lýðræði, en í því mun einnig felast að beita gagnrýninni hugsun á það lýðræði sem við búum við á Íslandi um þessar mundir. Þetta mun ég síðan reyna að tengja við það sem fram fer í skólastofum þessa lands, kannski þó fyrst og fremst með framhaldsskólana í huga, og þar kemur einmitt framtíðin inn í myndina, því það er eitt það merkilega við framhaldsskólana að þar fer menntun lýðræðislegra þegna framtíðarinnar fram.
VIII. En hvernig verður almenningur upplýstur? Hvernig má sjá til þess að hann verði sjálfráða og fær um að velja sér fulltrúa sem fara með valdið á réttmætan hátt? Svarið er tvíþætt: í fyrsta lagi gagnrýnin hugsun, í öðru lagi lýðræði.
Í fyrsta lagi: það þarf að kenna fólki að vera sjálfráða, og hugsa gagnrýnið, þ.e. standa á eigin fótum sem vitsmunaverur sem er ætlað að fara, og ætla sér að fara, með hið endanlega vald í þjóðfélaginu. Og í því að standa á eigin fótum felst ekki að hugsa eingöngu um eigin hag í þröngum skilningi, heldur ávallt líka, og raunar fyrst og fremst, um almannahag. Vegna þess að farsæld einstaklingsins stendur í órofa tengslum við farsæld heildarinnar. (Þetta hlýtur eiginlega að vera runnið upp fyrir okkur.) Þessi kennsla þarf auðvitað að fara fram vítt og breitt um samfélagið, en sér í lagi þarf að huga að henni í framhaldsskólunum, vegna þess að í þeim býr framtíð lýðræðisins, í bókstaflegum skilningi liggur mér við að segja.
Í öðru lagi: það þarf að sjá til þess að sjálf grunngerð samfélagsins sé sannarlega í anda lýðræðis, þannig að sjálfræðið verði annað og meira en orðin tóm. Með öðrum orðum þarf að sjá til þess að hið endanlega vald sé í reynd, og í verki, hjá þjóðinni, einstaklingunum sem eru ríkið, í öllum málum og á öllum sviðum. Við þurfum meira lýðræði, skilvirkara og fjölbreyttara lýðræði, lýðræði sem stendur undir nafni, lýðræði sem virkar, virkt lýðræði. Beint lýðræði, íbúalýðræði, fyrirtækjalýðræði, alþjóðalýðræði. Lýðræði á öllum sviðum: í stjórnmálum, í efnahagslífinu, á meðal fólksins. Það er lýðræði framtíðarinnar.
Nú heyri ég efasemdamann kveða sér hljóðs og segja: þetta eru draumórar, þetta gengur aldrei, fólkið getur aldrei farið með valdið, fólki er ekki treystandi, fólk er breyskt, fólk er heimskt. Við þennan mann segi ég: þú hefur rangt fyrir þér, fólki er treystandi, fólk er fullfært um að fara með valdið ef það verður þess áskynja að því er treyst og að úrræðin sem það býr yfir eru annað og meira en orðin tóm. Fólk sem býr í samfélagi þar sem stofnanirnar og fyrirtækin lúta sannarlega lýðræðislegri stjórn gengst upp í, og gengst við, hlutverki sínu sem hinir eiginlegu valdhafar það axlar þá ábyrgð sem það finnur að því er ætluð. Og ég segi líka: við verðum einfaldlega að trúa því að fólk geti bjargað sér sjálft eða ætlum við kannski að ganga í lið með forráðamönnunum sem líta á fólk eins og húsdýr, og gera síðan allt til að forheimska þau, þ.e. sjá til þess að þau séu í raun eins og húsdýr? Þá kýs ég heldur að halda því fram að bjargræðis mannkyns sé hvergi annars staðar að leita en hjá fjöldanum.
----
Mér finnst málflutningur Björn vera það góður, að ég ákvað að leggja ekki út af honum en birta hann hér óbreyttan en athugið að þetta eru aðeins tveir kaflar af mörgum. Ég hvet þá sem hafa áhuga á þessu máli að lesa alla greinina.
En mergur málsins er að nútíma kjósandi er, sem er almennt séð mjög vel menntaður, fullfær um að mynda sér skoðun og taka beinan þátt í ákvörðunartöku þjóðarinnar. Mér er óskiljanlegt í ljósi möguleikanna með hjálp tækninnar, hvers vegna er ekki hægt að kjósa beint um flest mál sem rata á borð Alþingis? Líta má á Alþingismenn sem ,,skrifstofulið" sem vinnur frumvinnuna - lagagerð, úrvinnslu og framsetningu (laga)mála.
Ákvörðunin á svo að vera í höndum fjöldans enda er verið að taka ákvörðun í nafni fjöldans, ekki einstaklingsins. Það er ansi hart fyrir mann sem einstakingur að sjá stjórnmálamennina taka ákvarðanir um mál sem ég er alfarið á móti og eyða peningum mínum - skattfé mínu - í alls kyns rugl og óþarfi. Ef ég hins vegar fæ að taka þátt í ákvörðunartökunni, er það dálítil sárabót, þótt ég yrði undir, að hafa áhrif, þótt þau séu sáralítil.
Ekki gleyma að íslenska lýðræðið er gallað. Það er sniðið upp úr samfélagi og stjórnarskrá 19. aldar, þar sem fólk neyddist til að velja sér fulltrúa til að taka ákvörðun fyrir sig. Ekki var annað í boði í samfélagi lélegra samgangna og hægra dreifinga upplýsinga. Svo á ekki við um daginn í dag, þar sem við sjáum atburði oft í beinni útsendingu frétta og getum sjálf verið með beina útsendingu. Eins og staðan er í dag, getum við bara horft á störf Alþingis í beinni sjónvarpsútsendingu, mætt á staðinn og setið á pöllum efri hæðar en við sem heild höfum enga beina rödd. Jafnvel ekki þegar við kjósum á 4 ára fresti. Röddin er þögul.
Stjórnmál og samfélag | 19.5.2022 | 10:08 (breytt 31.5.2022 kl. 11:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bandaríska landhelgisgæslan (The United States Coast Guard (USCG)) er undirstofnun sem tilheyrir bandaríska heraflanum. Hann aftur á móti samanstendur af fimm herstofnunum og telst hún vera ein af þeim. Landhelgisgæslan er siglinga- og herstofnun sem hefur fjölþætt verkefni að glíma við. Hún er einstök að því leytinu til að hún stundar siglingaverndarverkefni með lögsögu bæði á innlendum og alþjóðlegum hafsvæðum.
Á friðartímum starfar hún undir stjórn Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of Homeland Security) en getur verið sett undir stjórn og vald flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of the Navy) með tilskipun forseta Bandaríkjanna eða bandaríska þingsins hvenær sem þurfa þykir á stríðstímum. Þetta hefur gerst tvisvar sinnum í sögunni, árið 1917 þegar Bandaríkin hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldin og árið 1941 þegar þau drógust inn í átök seinni heimsstyrjaldarinnar.
Undanfari landhelgisgæslunnar, Revenue Marine, var stofnuð af löggjafaþing Bandaríkjanna þann 4. ágúst árið 1790 að beiðni Alexanders Hamiltons, en hann var þá fjármálaráðherra. Hann varð þar með yfirmaður stofnunar sem var n.k. tollheimta og kallaðist Revenue Marine. Þetta er elsta starfandi sjávarmálastofnun Bandaríkjanna og upphaflegt hlutverk hennar að safna tollgjöldum í höfnum landsins. Þessi stofnun skipti um nafn á sjöunda áratug 19. aldar og kallaðist þá U.S. Revenue Cutter Service eða í lauslegri þýðingu ,,tekjuskattsinnheimtustofnun Bandaríkjanna.
Landhelgisgæsla nútímans var til með samruna Revenue Cutter Service og Sjóbjörgunarþjónustu Bandaríkjanna (e. U.S. Life Saving Service) þann 15. janúar 1915 undir valdsviði Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar sem hún tilheyrir hinum fimm vopnuðu herstofnunum landsins, hefur Bandaríska landhelgisgæslan tekið þátt í öllum stríðsátökum frá 1790 til stríðsins í Afganistan í dag.
Árið 2014 voru í landhelgisgæslunni 36 þúsund manns starfandi, 7 þúsund varaliðar og tuttugu og níu þúsund í aðstoðar- eða hjálparsveitir. Um sjö þúsund störfuðu sem borgaralegir starfsmenn og að stærð er hún þar með 12. stærsta flotaeining í heiminum.
Lagaheimild Landhelgisgæslunnar er ólík hinna fjögurra herstofnana ríkisins að því leitinu til að hún starfar samtímis undir margvíslegum laga- og reglugerðum ýmissa stofnana.
Vegna lagaheimildar sinnar getur gæslan stundað hernaðaraðgerðir undir stjórn Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna eða beinum tilskipunum Bandaríkjaforseta.
Varanlegt hlutverk landhelgisgæslunnar er að annast málefni er varðar almenna siglingavernd, sjóöryggismál og sjóhernað. Til þess að sinna þessum hlutverkum þarf hún að hlýta 11 lögbundin verkefni eins og er skilgreint í lagabálknum 6 U.S.C. § 468 sem felur m.a. að framfylgja bandarískum lögum í stærstu efnahagslögsögu heimsins sem er 3,4 milljónir fersjómílur (8.800.000 km2) að stærð. Einkunnarorð Bandarísku landhelgisgæslunnar er á latínu og útleggst sem Semper Paratus (íslenska Alltaf reiðubúin).
Er þetta eitthvað sem við Íslendingar getum lært af Bandaríkjamönnum? Nýtt Landhelgisgæsluna íslensku til löggæslustarfa á friðartímum en henni breytt í sjóher á stríðstímum? Verður hún hvort sem er ekki skotmark óvinahers? Það er næsta víst að Keflavíkurflugvöllurinn verður skotmark en varnarmannvirkin þar eru í umsjá Landhelgisgæslunnar.
Til þess að breyta hlutverki LHG eða taka nýja stefnu í varnarmálum, þyrfti þor og vilji íslenskra stjórnmálamanna. En þeir ætla sér ekki að aðlagast nýrri heimsmynd, þótt allar aðrar þjóðir í Evrópu eru að breyta kúrs. Meira segja Svíar sem eru "alræmdir" hlutleysissinnar og tóku ekki þátt í seinni heimsstyrjöldinni, sem og Finnar, sem þurtu að sætta sig við "Finnlandsseringu", hafa ákveðið kúvenda kúrs og taka nýja stefnu.
Er einhver raunveruleg stefnubreyting í gangi hjá íslenskum stjórnvöldum? Ætla þau að fara upp í 2% markið sem öll Evrópuríkin stefna nú á að ná, þ.e.a.s. 2% af þjóðarútgjöldum fari í varnarmál.
Stjórnmál og samfélag | 5.5.2022 | 09:53 (breytt kl. 10:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fyrstu sýn virðast þessir atburðir ekki eiga neitt sameiginlegt en eiga það samt.
Nornabrennur áttu sér stað á árnýöld, þegar kaþólskir og mótmælendur tókust á og þeir sem fóru út af sakramentinu, voru dæmdir villutrúarmenn og brenndir á báli. Þeir hugsuðu ekki á réttan hátt, voru ekki rétttrúaðir. Konur voru veikasti hópurinn og því ráðist sérstaklega á þær og þær brenndar.
Svona var þetta fram á 20. öld, en einstaklingar með óæskilegar hugmyndir var varpað í fangelsi fyrir ranghugsun. En steininn tók úr þegar nasistar (og kommúnistar) tóku völdin og bönnuðu allar óæskilegar hugmyndir og bókabrennur fóru fram. Kannski aðeins skárra en að henta fólki á bál en ekki mikið meira. Þetta leiddi t.a.m. til þess að Japanir töpuðu stríðinu þegar kjarnorkusprengjur voru varpaðar á landið sem gerðar voru af "óæskilegum vísindamönnum".
Í Kampúdíu var fólk hreinlega útrýmt sem hafði einhverja menntun eða þekkingu. En seint lærir fólk af sögunni. Fréttir bárust af því síðustu misseri að í Bandaríkjunum var byrjað að stunda styttubrot í nafni rétttrúnaðar. Styttur af sögulegum persónum og meira segja þjóðarhetjur eins og George Washington og Abraham Lincoln voru í hættu og margar hverjar brotnar niður.
Nú virðist rétttrúnaðurinn teygja sig alla leiðina hingað til Íslands. Í fréttum var sagt að "skúlptúrnum Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson hafi verið stolið af stalli sínum við Laugarbrekku á Snæfellsnesi þar sem verkið hefur staðið frá síðustu aldamótum. Verkið er frá árinu 1939 og er af Guðríði Þorbjarnardóttur, landkönnuði. Guðríður er talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var kringum árið 1000. Hún sigldi átta sinnum yfir úthöf og ferðaðist fótgangandi um þvera Evrópu. Guðríður var fædd á Íslandi en sigldi til Grænlands og þaðan til Vínlands. Hún eignaðist þar barn, Snorra Þorfinnsson, og er talið að hún sé fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku. Guðríður fór einnig til Rómar."
Viðbrögð fólks var undrun. Við bara trúðum ekki að einhver hefði gert svona og óttuðumst hið versta. Að einhver hefði stolið þessu bara til að bræða það eða gera eitthvað. En svo komumst við að því að það voru tvær listakonur sem sögðust hafa stolið verkinu og við urðum nú ekki mjög kát þegar að við uppgötvuðum það.
Listakonurnar eru Bryndís Björnsdóttir, og Steinnun Gunnlaugsdóttir. Þær hafa nú komið verki Ásmundar fyrir innan í sínu eigin verki, innan í eldflaug, sem nú er til sýnis fyrir utan Nýlistasafnið í Marshallhúsinu á Granda. Þær segja verkið rasískt og hafa ekki skilað því á sinn stað þrátt fyrir að hafa verð beðnar um það." segir í frétt RÚV.
Þetta er pólitískur rétttrúnaður af grófustu gerð en einnig atlaga að listinni sjálfri. Það er nefnilega þannig að listaverk verða ekki til í lausu lofti né hugsanir fólks. Listaverkin eru afurð menningu viðkomandi listamann hvers tíma. Listamaðurinn endurspeglar heiminn eins og samtímamenn sjá hann.
Hugmyndir þessa tíma geta verið kolrangar að okkar mati en getum við fordæmt forfeðurna? Kannski í framtíðinni munu afkomendurnir fordæma okkur fyrir t.d. kjötneyðslu og saka okkur um villimennsku. En geta þeir dæmt okkur á þeirra forsendum? Erum við ekki afurð okkar menningu og tíma? Er ekki hættulegt að afmá mistök fortíðarinnar, óhæfuverk og varmennin? Er ekki hætt á að við kunnum ekki að varast næsta Hitler eða Stalín eða næsta alræðisríki?
Svo við snúum okkur aftur að listaverkinu Fyrsta hvíta konan í Ameríku, var ekki ætlunin heiðarleg tilraun listamannsins að heiðra íslenska konu sem var brautryðjandi og einstök á sínum tíma? Er listaverkið ekki spegilmynd þessa tíma og ef við erum ósátt við listaverk þessa tíma, að skapa nútímalistaverk sem okkur þóknast? Það er alltaf hægt að hunsa verk þeirra sem okkur hugnast ekki og fara t.d. bara á nútímalistasöfn. En ansi væri það fátæklegt að geta ekki skoðað egypsk listaverk af því að píramídarnir voru sennilega byggðir af þrælum eða rómversk, afurðir eitt mesta þrælaveldi sögunnar. Eigum við að brjóta niður fornaldarlistaverk af því að þau standast ekki "nútíma hugmynda staðla"?
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2022 | 15:25 (breytt 22.4.2022 kl. 12:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Inngangur
Í þessari grein verður vellt upp þeirri spurningu hvers vegna Íslendingar kusu að stofna herlaust lýðveldi árið 1944 og í framhaldinu verður nokkrum öðrum spurningum vellt upp, t.d. hvort að það hafi verið eðlilegt ástand eða einhvers konar millibilsástand á meðan Íslendingar voru að finna leiðir til að tryggja öryggi landsins. Var landið í raun herverndarlaust á tímabilinu 1946 1951? Bar ástandið á þessu fyrrgreinda tímabili einkenni af því að hér var ákveðið tómarúm sem íslensk stjórnvöld reyndu að fylla upp í, fyrst með inngöngu í NATÓ og síðan varnarsamninginn við Bandaríkin? Einkennist ástandið í dag af sömu vandamálum, að finna einhverja heildarlausn á varnarmálum landsins og fylla upp í tómarúm? Var það ekki léleg afsökun af hálfu íslenska ríkisins fyrir valdaafsali (hersetu erlends ríkis) til Bandaríkjanna að fámenni og fátækt landsins kæmi í veg fyrir stofnun íslensks hers á sínum tíma og Íslendingar væru mótfallnir vopnaburði?
Aðdragandinn heimastjórn og varnir
Strax á tíma sjálfstæðisbaráttunnar um 1900 fóru íslenskir ráðamenn að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði. Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin ,, gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.
Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafi aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.
Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetulið Bandaríkjamanna og Breta en það tókst loks 1947. Hins vegar var óljóst hvað átti að taka við.
Herverndarsamningur við Bandaríkin 1941
Styrjaldarhorfurnar voru ískyggilegar hjá Bretum á öndverðu ári 1941. Á þessum tíma voru Þjóðverjar umsvifamiklir og sigursælir, og var þá og þegar búist við að þeir réðust á Bretlandseyjar. Meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessari þróun mála voru Bandaríkjamenn. Þeir vörðust hins vegar að dragast inn í ófriðinn, en studdu fast við bakið á Bretum.
Meðal annars vegna fyrrgreindra ástæðna, að líkur voru á innrás Þjóðverja inn í Bretland, fengu Bretar talið Bandaríkjastjórn á að taka við hernámi Íslands og gæslu Grænlands, sem taldist dönsk nýlenda. Þeir síðarnefndu vildu þó ekki taka við hernámi Breta á Íslandi, að Íslendingum forspurðum.
Í ritinu Foreign Relations of the United States fyrir árið 1940 er birt frásögn af viðtali sem Vilhjálmur Þór átti 12. júlí við A. A. Berle aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna þar sem Vilhjálmur varpaði m.a. fram þeirri spurningu hvort Bandaríkin litu á Ísland sem hluta af vesturhveli jarðar og veiti því vernd samkvæmt Monroekenningunni. Vilhjálmur sagði að hann væri hér að tala ,,óformlega og óopinberlega en með vitund og samþykki ríkisstjórnar sinnar. Bandaríski ráðherrann kvaðst ekki geta gefið svar við þessari fyrirspurningu að svo komnu.[i] Gangur styrjaldarinnar átti hins vegar eftir að hafa veruleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til hernaðarmála á Norður-Atlantshafsvæðinu.
Það voru Bretar sem hófu viðræður við Bandaríkjamenn um yfirtöku hernámsins en fyrirætlanir Breta og Bandaríkjamanna um bandaríska hervernd Ísland voru ekki ræddar við Íslendinga lengi vel. Á Íslandi vissu menn af viðræðunum en það voru skiptar skoðanir á ágæti slíkrar herverndar, sumir töldu að hlutleysisstefnan væri ekki í hættu þótt slíkir samningar væru gerðir, aðrir voru á því að slík hervernd bryti gegn henni.
Þann 14. júní 1941 var svo komið að endanlega hafði verið gengið frá samkomulagi Breta og Bandaríkjamanna um að semja við Ísland um bandaríska hervernd.
Breski sendiherranum í Reykjavík, Howard Smith, var falin samningsgerðin við Íslendinga. Niðurstaða viðræðanna við breska sendiherrann varð sú að gert var samkomulag um hervernd Bandaríkjanna er fólst í skiptum á orðsendingum milli forsætisráðherra Íslands og forseta Bandaríkjanna 1. júlí 1941.
Í orðsendingu forsætisráðherrans voru m.a. eftirfarandi skilyrði fyrir hervernd Bandaríkjanna:
1. Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af Íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undireins og núverandi ófriði er lokið.
2. Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Íslands....
3. Bandaríkin skuldbinda sig til að haga vörnum landsins, þannig, að þær veiti íbúum þess eins mikið öryggi og frekast er unnt....
4. Af hálfu Íslands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkin takast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öflugar og nauðsyn getur frekast krafist....Íslenska ríkisstjórnin leggur sérstaklega áherslu á, að nægar flugvélar séu til varnar, hvar sem þörf krefur og hægt er að koma þeim við.... [ii]
Í orðsendingu Roosevelts forseta er lýst yfir samþykki á skilyrðum þeim sem nefnd eru í íslensku orðsendingunni. Mánudaginn 7. júlí 1941, sigldi inn í höfnina í Reykjavík bandarísk flotadeild með um rúmlega 4000 landgönguliða innanborðs sem áttu að sjá um hervernd landsins af hálfu Bandaríkjamanna. Það var hins vegar ekki fyrr enn þann 27. apríl 1942 sem það var tilkynnt í Washington að Bandaríkjamenn hefðu tekið við yfirherstjórn á Íslandi af Bretum.
Vorið 1942 hófust viðræður um land undir flugvöll á Miðnesheiði við Keflavík. Bandaríkjamenn fengu bestukjararéttindi varðandi þann flugvöll en lofuðu að afhenda hann Íslendingum í stríðslok.
Stofnun herlauss lýðveldis 1944
Gangur heimsmála frá og með fyrri heimsstyrjöld fór að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins. Þetta vissu íslenskir ráðamenn og höfðu vitað í marga áratugi. Þetta höfðu þeir hugfast þegar þeir hugðu að stofnun íslensks lýðveldis 1944, og ekki nóg með það, þeir hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins.
Keflavíkursamningurinn
Hinn 1. október 1945 óskaði Bandaríkjastjórn eftir viðræðum við ríkistjórn Íslands um leigu á þremur tilteknum stöðum fyrir herstöðvar næstu 99 ár. Það tók 12 manna nefnd allra þingflokka skamman tíma að sameinast um að vísa þeim tilmælum á bug. Fyrir kostningarnar í júnílok 1946 lýstu allir stjórnmálaflokkarnir yfir því að þeir væru andvígir hernaðarbækistöðvum á Íslandi á friðartímum.
Samkvæmt herverndarsamningunum átti hernámsliðið að hverfa frá Íslandi þegar að ófriðnum loknum. Stóð í setuliðinu að fara af landinu. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hefðu tekið við herstjórn landsins af Bretum og tilkynningu bresku yfirstjórnarinnar í maí 1942 um brottfarir nokkurs hluta bresku hersveitanna, dvaldist áfram á Íslandi til styrjaldarloka nokkurt lið breska flughersins og breska flotans.
Vorið 1946 fór af landi brott mestur hluti bresku hermannanna sem þá var eftir á Íslandi. Hinn 4. júlí 1946 var gerður endanlegur samningur um afhendingu Reykjavíkurflugvallar. Bretar samþykktu að ,,nægilega margir breskir starfsmenn skuli verða eftir til þess að æfa og aðstoða Íslendinga við starfrækslu mannvirkjanna og útbúnaðarins,[iii] en þó eigi lengur en átta mánuði frá gildistöku samnings. Í þessum samningi var einnig tekið fram, að semja skyldi um afhendingu miðunarstöðvarinnar í Sandgerði, lóranstöðvarinnar á Reynisfjalli við Vík og fleiri staði.
Hinn 22. maí 1947 var birt svohljóðandi fréttatilkynning frá íslenska utanríkisráðuneytinu:
Með erindi dags, 8 maí hefur breski sendiherrann tilkynnt utanríkisráðherra, að allir breskir hermenn séu nú farnir brott af Íslandi, en eins og kunnugt er hefur lítil sveit úr breska flughernum starfað á Reykjavíkurflugvelli undanfarna mánuði til aðstoðar við rekstur hans samkvæmt ósk flugmálastjórnarinnar....
Það stóð einnig í Bandaríkjamönnum að taka sitt hafurtask og veturinn 1945-46 var ekkert fararsnið á Bandaríkjamönnum. Í júlílok 1946 hóf forsætisráðherra viðræður um þessi mál við trúnaðarmenn Bandaríkjastjórnar. Á aukaþingi um haustið lagði forsætisráðherrann fram þingályktunartillögu, sem heimilaði ríkisstjórninni að gera samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um brottför hersins. Í samningsuppkastinu var megináherslan lögð á eftirfarandi atriði: Að herverndarsamningurinn frá 1941 væri úr gildi felldur, að Bandaríkin skuldbindu sig til þess að hafa flutt allan her sinn burtu af Íslandi innan sex mánaða frá því að hinn nýi samningur gengi í gildi og loks að Bandaríkin afhentu Íslendingum tafarlaust Keflavíkurflugvöllinn til fullrar eignar og umráða. Sú kvöð fylgdi þó þessum samningi að Bandaríkjamenn fengju ákveðin afnot af flugvellinum til þess að geta sinnt skyldum sínum vegna hersetu í Þýskalandi.
Þingsályktunartillagan var samþykkt 5. október og samningurinn undirritaður 7. október 1946. Hann er almennt nefndur Keflavíkur-samningurinn.[iv] Um gildistíma samningsins sagði:
Samningur þessi skal gilda á meðan á stjórn Bandaríkjanna hvílir sú skuldbinding að halda uppi herstjórn og eftirliti í Þýskalandi; þó má hvor stjórnin um sig hvenær sem er, eftir að fimm ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, fara fram á endurskoðun hans....Skal samningurinn þá falla úr gildi tólf mánuðum eftir dagsetningu slíkrar uppsagnar.
Eftir samningnum sem þar af leiddi hurfu síðustu hermennirnir úr landi 8. apríl 1947. Bandaríkjamenn fólu flugfélögum og verktökum að gæta hagsmuna sinna í flugstöðinni, og voru ýmsar umbætur gerðar þar 1946-50 vegna almenns millilandaflugs, sem þá var að komast á. Bandarískir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli voru að jafnaði um þúsund að tölu, um 2/3 hlutar á vegum flugfélaga en hinir á vegum verktaka.
Andstæðingar samningsins sögðu að ekki þyrfti að semja um brottför hersins. Í herverndarsamningnum frá 1941 stæði skýrum stöfum að herinn ætti að fara að ófriðnum loknum. Stuðningsmenn hann töldu aftur á móti að hann væri eina leiðin til að koma hernum úr landi, þar sem Bandaríkjamenn túlkuðu 1. grein herverndarsamningsins frá 1941 þannig að hugtakið stríðslok sem ,,gerð endanlegra friðarsamninga [sbr. alþjóðalög] eða lyktir á loftflutningum hermanna milli Bandaríkjanna og hernuminnar Evrópu.[v] Í skjóli þessarar túlkunar gat stjórnin í Washington gert áframhaldandi hernaðarréttindi að skilyrði fyrir niðurfellingu herverndarsamningsins.
Ljóst er að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að hverfa á brott með her sinn fyrr en nýr samningur, sem tryggði þeim lágmarksréttindi á Íslandi, hefði verið undirritaður. Þeir voru hins vegar óánægðir með Keflavíkursamninginn en að mati utanríkisráðuneytisins bandaríska var hann ,,það, besta, sem hægt var að ná fram undir núverandi kringumstæðum í stjórnmálum Íslands.[vi]
Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins NATO voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd. Það næsta sem gerðist í stöðunni var að Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu 1949. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum. Í skýrslu ráðherranna segir m.a.:
Í lok viðræðanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:
1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.
3. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.
4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.[vii]
Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.
Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við. Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli. Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig. Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand landsins.
Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948. Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins. Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951.
Segja má að allt frá stríðslokum og fram á fyrri hluta 6. áratugarins gegndi Ísland lykilhlutverki í stríðáætlunum Bandaríkjamanna. Fyrir utan Bretland og það svæði sem tekur til Norður-Afríku og Austurlanda nær hafði ekkert land meira árásagildi í stríði við Sovétríkin eða öryggi Bandaríkjanna væri stefnt í hættu ef Sovétmenn legðu landið undir sig. Héðan gætu meðaldrægar sprengjuflugvélar gert árásir á skotmörk í Sovétríkjunum með kjarnorkuvopnum og venjulegum vopnum. Grænland eitt var mikilvægara en Ísland fyrir varnir Bandaríkjanna.
Varnarsamningurinn frá 1951
Í varnarsamningnum frá 1951 er lögð skýr áhersla á varnarhlutverk herstöðvarinnar í Keflavík og Bandaríkjamenn hétu því, samkvæmt 4 lið samningsins, að framkvæma skyldur sínar gagnvart Íslandi í varnarmálum sem frekast má verða sé stuðlað að öryggi íslensku þjóðarinnar.
Samningurinn er í 8 liðum. Þar segir m.a.:
1. Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi.
2. Ísland lætur í té þá aðstöðu í landinu sem báðir aðilar eru ásáttir um að sé nauðsynlegt.
3. Það er háð mati Íslands hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu....
4. Bandaríkjamenn heita því að framkvæma skyldur sínar samkvæmt samningnum þannig að sem frekast má verða sé stuðlað að öryggi íslensku þjóðarinnar....
5. Tekið er fram að ekkert ákvæði samningsins skuldi skýrt þannig að það raski úrslitayfirráðum Íslands yfir íslenskum málefnum.
6. Samningurinn frá 7. október 1946 milli Íslands og Bandaríkjanna um bráðarbirgðaafnot Keflavíkurflugvallar fellur úr gildi.
7. Ísland tekur í sínar hendur stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli en ríkin tvö skulu koma sér saman um hluteigandi ráðstafanir varðandi skipulag á rekstri flugvallarins til þess að samræma starfsemina þar notkun vallarins í þágu varna Íslands.
8. Varðandi uppsögn varnarsamningsins segir að hvor aðili um sig geti óskað endurskoðunar á honum og leiði hún ekki til samkomulags innan sex mánaða geti hvor ríkisstjórnin hvenær sem er eftir það sagt samningnum upp, og skuli hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar.
Í varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna er lögð áhersla á varnarhlutverki herstöðvarinnar í Keflavík og tekið fram að íslensk stjórnvöld verði að heimila allar hernaðarframkvæmdir á Íslandi. Bandaríkjamenn höfðu þó ákveðið svigrúm í hernaðaráætlunum sínum vegna þess að í samningnum var ekki gerð tilraun til að skilgreina notkun Íslands á stríðstímum.
Heimildir:
[i]Pétur J. Thorsteinsson: Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál 1, 207.
[ii]Alþingistíðindi. 1941 (aukaþing), A. 1.
[iii]Samningar Íslands II, 1049 - 1051.
[iv]Samningar Íslands, II, 1353 - 1356.
[v]Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar 1941-46, 149.
[vi]Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar 1941-46, 167.
[vii]Alþingistíðindi 1948, A, 917.
Stjórnmál og samfélag | 8.4.2022 | 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Herra forseti, herra aðalritari, Reed sendiherra, heiðraðir gestir og ágæta fulltrúar: Leyfðu mér fyrst að bjóða aðalritaranum velkominn aftur frá pílagrímsferð sinni í þágu friðar í Miðausturlöndum. Hundruð þúsunda hafa þegar fallið í blóðugum átökum milli Írans og Íraks. Allir menn og konur með góðvilja biðja þess að brátt verði blóðbaðið stöðvað og við biðjum þess að framkvæmdastjórinn reynist ekki aðeins pílagrímur heldur einnig arkitekt að varanlegum friði milli þessara tveggja þjóða. Herra framkvæmdastjóri, Bandaríkin styðja þig og megi Guð leiðbeina þér í starfi þínu framundan.
Líkt og með aðalritarann, erum við öll hér í dag í eins konar pílagrímsferð. Við komum frá öllum heimsálfum, öllum kynþáttum og flestum trúarbrögðum til þessa mikla vonar salar, þar sem við í nafni friðar iðkum diplómatíu. Nú er diplómatía auðvitað lúmsk og blæbrigðarík iðn, svo mjög að það er sagt að þegar einn snjallasti stjórnarerindreki 19. aldar lést spurðu aðrir stjórnarerindrekar, eftir fregnir af andláti hans bárust, Hvað heldurðu að gamli refurinn meinti með því?''
En sönn stjórnmálamennska krefst ekki aðeins kunnáttu heldur eitthvað meira, eitthvað sem við köllum framtíðarsýn - tök á nútímanum og möguleikum framtíðarinnar. Ég kom hingað í dag til að kortleggja fyrir ykkur mína eigin sýn á framtíð heimsins, eitt er að ég tel að allir Bandaríkjamenn deili ákveðni grundvallarsýn. Og ég vona að þeir sem sjá hlutina öðruvísi sé sama þótt ég segi að við í Bandaríkjunum teljum að staðurinn til að leita fyrst að formi framtíðarinnar sé ekki í meginlandsfjöllum og sjávarbyggðum, þó að landafræði skipti auðvitað miklu máli. Það er ekki heldur í þjóðarforða blóðs og járns eða hins vegar peninga og iðnaðargetu, þótt hernaðarlegur og efnahagslegur styrkur skipti auðvitað líka sköpum. Við byrjum á einhverju sem er miklu einfaldara og þó miklu dýpra: mannshjartað.
Um allan heim í dag hefur þrá mannlegs hjarta breytt stefnu alþjóðamála og gera lygina að nokkuð konar goðsögn um efnishyggju og sögulega örlagahyggju. Við þurfum aðeins að opna augu okkar til að sjá einfaldar vonir venjulegs fólks hafa mikil áhrif á samtímasögu okkar.
Á síðasta ári á Filippseyjum endurvakti venjulegt fólk anda lýðræðis og endurreisti kosningaferlið. Sumir sögðust hafa framkvæmt kraftaverk og ef svo er, þá er svipað kraftaverka - umskipti yfir í lýðræði - að eiga sér stað í lýðveldinu Kóreu. Haítí er líka að umbreytast. Sumir örvænta þegar þessi nýju, ungu lýðræðisríki standa frammi fyrir átökum eða áskorunum, en vaxtarverkir eru eðlilegir í lýðræðisríkjum. Bandaríkin höfðu þá, eins og öll önnur lýðræðisríki á jörðinni.
Í Rómönsku Ameríku má líka heyra raddir frelsisins bergmála frá tindunum og yfir slétturnar. Það er söngur venjulegs fólks sem gengur í göngur, ekki í einkennisbúningum og er ekki á hernaðarskrá heldur frekar eitt af öðru, í einföldum, hversdagslegum vinnufatnaði, marserandi að kjörborðinu. Fyrir tíu árum bjó aðeins þriðjungur íbúa Rómönsku Ameríku og Karíbahafs í lýðræðisríkjum eða í löndum sem voru að snúa sér að lýðræði; í dag eiga yfir 90 prósent þeirra heima í lýðræðisríki.
En þessi alþjóðlega hreyfing til lýðræðis er ekki eina leiðin þar sem einfalt, venjulegt fólk leiðir okkur sem eru í þessum sal - við sem erum sögð vera skaparar sögunnar - leiðir okkur inn í framtíðina. Um allan heim eru ný fyrirtæki, nýr hagvöxtur, ný tækni að koma úr smiðjum venjulegs fólks með óvenjulega drauma.
Hér í Bandaríkjunum hefur frumkvöðlaorkan - endurvaknað þegar við lækkum skatta og afnemum reglur - ýtt undir núverandi efnahagsþenslu. Samkvæmt fræðimönnum við Massachusetts Institute of Technology komu þrír fjórðu hlutar þeirra rúmlega 13 1/2 milljón nýrra starfa sem við höfum skapað hér á landi frá upphafi útrásar okkar frá fyrirtækjum með færri en 100 starfsmenn, fyrirtæki sem stofnuð voru af venjulegum fólk sem þorði að taka sénsinn. Og mikið af nýju hátækninni okkar var fyrst þróuð í bílskúrum nýrra frumkvöðla. Samt eru Bandaríkin ekki eina, eða jafnvel besta, dæmið um þá krafta og drauma sem losun markaða gerir frjálst.
Í Indlandi og Kína hafa frjálsari markaðir fyrir bændur leitt til sprengingar í framleiðslu. Í Afríku eru stjórnvöld að endurskoða stefnu sína og þar sem þau veita bændum aukið efnahagslegt frelsi hefur uppskeruframleiðsla batnað. Á sama tíma, í nýiðnvæddum löndum Kyrrahafsbrúnarinnar, hafa frjálsir markaðir í þjónustu og framleiðslu sem og landbúnaði leitt til vaxandi vaxtar og lífskjara. ASEAN-ríkin, Japan, Kórea og Taívan hafa skapað hið sanna efnahagslega kraftaverk síðustu tveggja áratuga, og í hverju þeirra kom mikið af töfrunum frá venjulegu fólki sem náði árangri sem frumkvöðlar.
Í Rómönsku Ameríku er verið að rannsaka og bregðast við þessari sömu lexíu um frjálsa markaði, aukin tækifæri og vöxt. Sarney, forseti Brasilíu, talaði fyrir marga aðra þegar hann sagði að "einkafrumkvæði væri vél efnahagsþróunar." Í Brasilíu höfum við komist að því að í hvert sinn sem ríkissókn eykst í hagkerfinu minnkar frelsi okkar.'' Já, stefnur sem sleppa draumum venjulegs fólks á flug eru að breiðast út um heiminn. Frá Kólumbíu til Tyrklands til Indónesíu eru stjórnvöld að lækka skatta, endurskoða reglugerðir sínar og opna tækifæri til frumkvæðis.
Mikið hefur verið rætt í sölum þessa húss um þróunarréttinn. En sífellt fleiri eru vísbendingar um að þróun er ekki réttur í sjálfu sér. Það er afurð réttinda: rétturinn til að eiga eign; réttinn til að kaupa og selja frjálst; samningsréttur; réttinn til að vera laus við of háa skattlagningu og reglugerðir, undan íþyngjandi stjórnvöldum. Það hafa verið rannsóknir sem leiddu í ljós að lönd með lág skatthlutfall hafa meiri vöxt en þau sem eru með há skatthlutfall.
Við þekkjum öll fyrirbærið neðanjarðarhagkerfi. Fræðimaðurinn Hernando de Soto og samstarfsmenn hans hafa kannað stöðu eins lands, Perú, og lýst hagkerfi fátækra sem fer framhjá þröngri skattlagningu og kæfandi reglugerðum. Þetta óformlega hagkerfi, eins og vísindamennirnir kalla það, er aðalbirgir margra vara og þjónustu og oft eini stiginn fyrir hreyfanleika upp á við. Í höfuðborginni stendur það nánast fyrir allar almenningssamgöngur og flesta götumarkaða. Og rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að þökk sé hinu óformlegu hagkerfi, geti ,,fátækir geta unnið, ferðast og haft þak yfir höfuðið." hafa fátækir orðið minna fátækari og þjóðin sjálf ríkari.
Þeir sem aðhyllast tölfræðilegar lausnir á þróun ættu að taka eftir: Frjálsi markaðurinn er hin leiðin til þróunar og hin eina sanna leið. Og ólíkt mörgum öðrum leiðum leiðir hún eitthvert. Hún virkar. Svo, þetta er þar sem ég trúi því að við getum fundið landakortið að framtíð heimsins: í hjörtum venjulegs fólks, í vonum þeirra um sjálft sig og börn sín, í bænum þeirra þegar það leggur sig og fjölskyldur sínar til hvíldar á hverju kvöldi. Þetta einfalda fólk er risar jarðarinnar, hinir sönnu smiðirnir heimsins og mótendur komandi alda. Og ef þeir sigra, eins og ég trúi að þeir muni gera, munum við loksins þekkja heim friðar og frelsis, tækifæra og vonar, og já, lýðræðis - heim þar sem andi mannkyns sigrar loksins hið gamla, kunnuglega óvini eins og hungursneyðar, sjúkdóma, harðstjórn og stríð.
Þetta er sýn mín -- sýn Bandaríkjanna. Ég geri mér grein fyrir því að sumar ríkisstjórnir sem eiga fulltrúa í þessum sal hafa aðrar hugmyndir. Sumir trúa hvorki á lýðræði né á stjórnmála-, efnahags- eða trúfrelsi. Sumir trúa á einræði, hvort sem það er framflutt af einum manni, einum flokki, einni stétt, einum kynþætti eða einni framvarðasveit. Við þessar ríkisstjórnir vil ég aðeins segja að verð kúgunar er auðljóst. Hagkerfi ykkar mun falla lengra og lengra á eftir. Fólkið ykkar verður eirðarlausara. Er ekki betra að hlusta á vonir fólksins núna frekar en bölvun þess síðar?
Og þrátt fyrir ágreining okkar er ein sameiginleg von sem kom okkur öllum í þessa sameiginlegu pílagrímsferð: vonin um að mannkynið muni einn daginn slá úr sverðum sínum plógjárn, vonin um frið. Hvergi á jörðinni í dag er friður sem þarfnast vina meira en Miðausturlönd. Þrá íbúa þess eftir friði fer vaxandi. Bandaríkin munu halda áfram að vera virkur félagi í viðleitni aðila til að koma saman til að leysa ágreining sinn og byggja upp réttlátan og varanlegan frið.
Og þessi mánuður markar upphaf áttunda árs stríðsins milli Íran og Íraks. Fyrir tveimur mánuðum samþykkti öryggisráðið skylduályktun þar sem krafist var vopnahlés, brotthvarfs og samningaviðræðna til að binda enda á stríðið. Bandaríkin styðja fullkomlega innleiðingu ályktunar 598, þar sem við styðjum nýlega verkefni aðalritarans. Við fögnuðum því að Írakar samþykktu þá ályktun og erum enn vonsvikin yfir því að Íranar vilji ekki samþykkja hana. Í því sambandi veit ég að forseti Írans mun ávarpa ykkur á morgun. Ég vil nota tækifærið til að skora á hann skýrt og ótvírætt að segja hvort Íran samþykkir ályktun 598 eða ekki. Ef svarið er jákvætt væri það kærkomið skref og mikil bylting. Ef það er neikvætt hefur ráðið ekki annarra kosta völ en í skyndi að samþykkja aðfararráðstafanir.
Í 40 ár hafa Bandaríkin gert það ljóst, mikilvæga hagsmuni sína í öryggi Persaflóa og landa sem liggja að honum. Olíubirgðir þar eru stefnumótandi mikilvægar fyrir hagkerfi hins frjálsa heims. Við erum staðráðin í að viðhalda frjálsu flæði þessarar olíu og að koma í veg fyrir yfirráð yfir svæðinu af fjandsamlegu valdi. Við leitum ekki árekstra eða vandræða við Íran eða neina aðra. Markmið okkar er - eða, markmiðið er núna, og hefur verið á hverju stigi, að finna leið til að binda enda á stríðið án sigurvegara og sigraða. Aukning á viðveru flota okkar á Persaflóa er hvorki í þágu eins eða neins. Það er svar við aukinni spennu og fylgt eftir samráði við vini okkar á svæðinu. Þegar spennan minnkar mun nærvera okkar líka minnka.
Bandaríkin eru ánægð með margar nýlegar diplómatískrar þróunarferla: samhljóða samþykkt ályktun 598, yfirlýsingu Arababandalagsins á fundi sínum í Túnis fyrir skömmu og heimsókn aðalritarans. Samt eru vandamál eftir.
Sovétríkin aðstoðuðu við að semja og ná samkomulagi um ályktun 598, en utan öryggisráðsins hafa Sovétmenn brugðist öðruvísi við. Þeir kölluðu eftir því að sjóher okkar yrði fjarlægður af Persaflóa, þar sem hann hefur verið í 40 ár. Þeir settu fram þá röngu ásökun að einhvern veginn væru Bandaríkin, frekar en stríðið sjálft, uppspretta spennunnar á Persaflóa. Jæja, slíkar yfirlýsingar eru ekki gagnlegar. Þeir beina athyglinni frá þeirri áskorun sem við öll stöndum frammi fyrir: réttlátur endi á stríðinu. Bandaríkin vonast til að Sovétmenn sameinist öðrum meðlimum öryggisráðsins í því að reyna af krafti að binda enda á átök sem aldrei hefðu átt að hefjast, hefðu átt að enda fyrir löngu og eru orðin ein af stóru hörmungum eftirstríðsáranna.
Annars staðar á svæðinu sjáum við áframhaldandi hernám Sovétríkjanna í Afganistan. Eftir næstum 8 ár, milljóna mannfall, næstum 4 milljónir annarra hraktar í útlegð og harðari bardaga en nokkru sinni fyrr, er kominn tími til að Sovétríkin fari. Afganska þjóðin verður að eiga rétt á að ákveða eigin framtíð án erlendrar þvingunar. Það er engin afsökun fyrir því að lengja grimmt stríð eða halda uppi stjórnarfari þar sem dagar eru greinilega taldir. Sú stjórn leggur fram pólitískar tillögur sem þykjast málamiðlun, en myndu í raun tryggja áframhaldandi völd stjórnarinnar. Þessar tillögur hafa ekki staðist eina marktæka prófið: Þeim hefur verið hafnað af afgönsku þjóðinni. Með hverjum degi eykst mótspyrnan. Það er ómissandi þáttur í baráttunni um samningalausn.
Heimssamfélagið verður að halda áfram að krefjast raunverulegs sjálfsákvörðunarréttar, skjótt og fullt brotthvarfs Sovétríkjanna og að flóttafólkið snúi aftur til heimila sinna í öryggi með sjálfsvirðingu. Reynt gæti verið að þrýsta á nokkur lönd að breyta atkvæði sínu á þessu ári, en þessi stofnun mun, eins og á hverju ári áður, greiða atkvæði með yfirgnæfandi mæli fyrir sjálfstæði og frelsi Afganistans. Við höfum tekið eftir yfirlýsingu Gorbatsjovs aðalritara um að hann sé reiðubúinn til að hætta. Í apríl bað ég Sovétríkin að ákveða dagsetningu á þessu ári hvenær þessi brottför myndi hefjast. Ég endurtek þá beiðni núna á þessum friðarvettvangi. Ég heiti því að þegar Sovétríkin sýna með sannfærandi hætti að þau séu tilbúin fyrir raunverulegt pólitískt uppgjör, þá séu Bandaríkin tilbúin til að hjálpa.
Ég leyfi mér að bæta við einni athugasemd um þetta mál að lokum. Pakistan hefur, í ljósi gífurlegs þrýstings og ógnar, veitt afgönskum flóttamönnum griðastað. Við fögnum hugrekki Pakistans og pakistönsku þjóðarinnar. Þeir eiga skilið sterkan stuðning frá okkur öllum.
Önnur svæðisbundin átök, sem við vitum öll, eiga sér stað í Mið-Ameríku, í Níkaragva. Við sendinefnd Sandinista hér í dag segi ég: Ykkar fólk veit hið sanna eðli stjórnarfars ykkar. Það hefur séð frelsi sitt bælt. Það hefur séð loforðin frá 1979 óuppfyllt. Það hefur séð raunlaun sín og tekjur einstaklinga lækka um helming -- já, helming -- síðan 1979, á meðan flokkselítan ykkar lifir forréttindalífi og í vellystingum. Þetta er ástæðan fyrir því að þrátt fyrir milljarð dollara í aðstoð Sovétríkjanna á síðasta ári, þrátt fyrir stærsta og best útbúna her Mið-Ameríku, standa þið frammi fyrir vinsælri byltingu heima fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lýðræðisleg andspyrna er fær um að starfa frjálslega djúpt í kjarnasvæði ykkar. En þessi bylting ætti ekki að koma ykkur á óvart; það er aðeins byltingin sem þið lofuðu fólkinu og sem sviku síðan.
Markmið stefnu Bandaríkjanna gagnvart Níkaragva er einfalt. Það er markmið Níkaragva þjóðarinnar og frelsisbaráttumanna líka. Það er lýðræði -- raunverulegt, frjálst, fjölræði, stjórnskipulegt lýðræði. Skildu þetta: Við munum ekki, og heimssamfélagið mun ekki, samþykkja falsaða lýðræðisþróun sem ætlað er að hylja viðvarandi einræði. Á þessu 200. ári okkar eigin stjórnarskrár vitum við að raunverulegt lýðræði er háð vernd stofnanaskipulags sem kemur í veg fyrir samþjöppun valds. Það er það sem gerir réttindi örugg. Tímabundin slökun á höftum, sem síðar má herða, er ekki lýðræðisvæðing.
Og enn og aftur, við Sandinista, segi ég: Við höldum áfram að vona að Níkaragva verði hluti af raunverulegri lýðræðisbreytingu sem við höfum séð um Mið-Ameríku á þessum áratug. Við fögnum meginreglunum sem felast í Gvatemala-samningnum, sem tengir öryggi mið-amerískra lýðræðisríkja við lýðræðisumbætur í Níkaragva. Nú er kominn tími fyrir ykkur til að leggja niður hervélina sem ógnar nágrönnum ykkar og ræðst á ykkar eigið fólk. Þið verður að binda enda á kyrkjuna þína á innri pólitískri starfsemi. Þið verðið að halda frjálsar og sanngjarnar þjóðkosningar. Fjölmiðlar verða að vera sannarlega frjálsir, ekki ritskoðaðir eða hræddir eða lamaðir af óbeinum aðgerðum, eins og afneitun á dagblaðaútgáfu eða hótunum gegn blaðamönnum eða fjölskyldum þeirra. Útlagar verða að fá að snúa aftur til heimkynna, búa, starfa og skipuleggja sig pólitískt. Síðan, þegar trúarofsóknum er lokið og fangelsin innihalda ekki lengur pólitíska fanga, verður þjóðarsátt og lýðræði mögulegt. Ef það gerist ekki telst það vera lýðræðisvæðing svik. Og þangað til það gerist munum við þrýsta á um raunverulegt lýðræði með því að styðja þá sem berjast fyrir því.
Frelsi í Níkaragva eða Angóla eða Afganistan eða Kambódíu eða Austur-Evrópu eða Suður-Afríku eða hvar sem er annars staðar á jörðinni er ekki bara innra mál. Fyrir nokkru síðan varaði tékkneski andófsrithöfundurinn Vaclav Havel heiminn við því að "virðing fyrir mannréttindum er grundvallarskilyrði og eina raunverulega tryggingin fyrir sönnum friði." Og Andrei Sakharov sagði í Nóbelsfyrirlestri sínum: "Ég er sannfærður um að alþjóðlegt traust, gagnkvæmur skilningur, afvopnun og alþjóðlegt öryggi er óhugsandi án opins samfélags með upplýsingafrelsi, samviskufrelsi, rétt til birtingar og rétt til að ferðast og velja landið sem maður vill búa í.'' Frelsið þjónar friðinn; friðarleitin verður að þjóna málstað frelsisins. Diplómatísk þolinmæði getur stuðlað að heimi þar sem báðir aðilar geta þrifist.
Við erum glöð yfir nýjum horfum til umbóta í austur-vestur-samskiptum, sérstaklega milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Í síðustu viku heimsótti Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna Washington til viðræðna við mig og Shultz utanríkisráðherra. Við ræddum öll mál, þar á meðal langvarandi viðleitni mína til að ná, í fyrsta skipti, mikilli fækkun kjarnorkuvopna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Það var til dæmis fyrir 6 árum síðan að ég lagði til núllvalkostinn fyrir bandarískar og sovéskar langdrægar, meðaldrægar kjarnorkuflaugar. Ég er ánægður með að við höfum nú samþykkt í grundvallaratriðum sannkallaðan sögulegan sáttmála sem mun útrýma heilum flokki bandarískra og sovéskra kjarnorkuvopna. Við samþykktum einnig að efla diplómatíska viðleitni okkar á öllum sviðum sem varða gagnkvæma hagsmuni. Í því skyni munu Shultz ráðherra og utanríkisráðherra hittast aftur eftir mánuð í Moskvu og ég mun hitta Gorbatsjov aðalritara aftur síðar í haust.
Við höldum áfram að hafa okkar ágreining og munum líklega alltaf gera það. En það leggur sérstaka ábyrgð á okkur að finna leiðir -- raunhæfar leiðir -- til að koma á auknum stöðugleika í samkeppni okkar og sýna heiminum uppbyggilegt dæmi um gildi samskipta og möguleika á friðsamlegum lausnum á pólitískum vandamálum. Og hér leyfi ég mér að bæta því við að við leitumst við, í gegnum stefnumótandi varnarátak okkar, að finna leið til að halda friði með því að treysta á varnir, ekki sókn, til fælingarmáta og til að gera eldflaugar að lokum úreltar. SDI hefur aukið verulega möguleika á raunverulegri fækkun vopna. Það er afgerandi hluti af viðleitni okkar til að tryggja öruggari heim og stöðugra stefnumótandi jafnvægi.
Við munum halda áfram að sækjast eftir markmiðinu um fækkun vopna, sérstaklega markmiðinu sem ég og aðalritarinn vorum sammála um: 50 prósenta fækkun á stefnumarkandi kjarnorkuvopnum okkar. Við munum halda áfram að þrýsta á Sovétmenn um uppbyggilegri framkomu við lausn svæðisbundinna átaka. Við horfum til Sovétmanna til að virða Helsinki-samkomulagið. Við leitum að auknu frelsi fyrir sovésku þjóðirnar innan lands þeirra, fleiri samgang fólks milli landa okkar og viðurkenningu Sovétríkjanna í reynd á réttinum til ferðafrelsis.
Við hlökkum til þess tíma þegar hlutir sem við lítum nú á sem uppsprettur núnings og jafnvel hættu geta orðið dæmi um samvinnu okkar og Sovétríkjanna. Ég hef til dæmis lagt til samstarf til að draga úr hindrunum milli austurs og vesturs í Berlín og víðar í Evrópu í heild. Við skulum vinna saman að Evrópu þar sem afl ógnarinnar - eða valdi, hvort sem það er í formi múra eða byssu, er ekki lengur hindrun fyrir frjálsu vali einstaklinga og heilra þjóða. Ég hef líka kallað eftir auknu hreinskilni í upplýsingaflæði Sovétríkjanna um hersveitir þeirra, stefnur og áætlanir svo að viðræður okkar um fækkun vopna geti gengið áfram með auknu sjálfstrausti.
Við heyrum mikið um breytingar í Sovétríkjunum. Við höfum mikinn áhuga á þessum breytingum. Við heyrum orðið glasnost, sem er þýtt sem "opinleiki" á ensku. `` Hreinskilni'' er víðtækt hugtak. Það þýðir frjálst, óheft flæði upplýsinga, hugmynda og fólks. Það þýðir pólitískt og vitsmunalegt frelsi í öllum sínum víddum. Við vonum, vegna þjóða í U.S.S.R., að slíkar breytingar komi. Og við vonum, í þágu friðar, að hún feli í sér utanríkisstefnu sem virðir frelsi og sjálfstæði annarra þjóða.
Enginn staður ætti að henta betur til umræðu um frið en þessi salur. Fyrsti aðalritarinn, Trygve Lie, sagði um Sameinuðu þjóðirnar: Með hættu á eldi, og þar sem ekki er skipulagt slökkvilið, er bara skynsemi að nágrannarnir taki þátt í að koma á fót eigin slökkvilið.'' Að sameinast til að drekkja stríðslogunum -- þetta, ásamt mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, var grundvallarhugsjón Sameinuðu þjóðanna. Það er áframhaldandi áskorun okkar að tryggja að SÞ standi undir þessum vonum. Eins og aðalritarinn benti á fyrir nokkru síðan hefur hættan á stjórnleysi í heiminum aukist, vegna þess að grundvallarreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa verið brotnar. Allsherjarþingið hefur ítrekað viðurkennt þetta hvað varðar hernám Afganistans. Sáttmálinn hefur áþreifanlega hagnýta merkingu í dag, vegna þess að hann snertir allar víddir mannlegrar væntingar sem ég nefndi áðan - þrá eftir lýðræði og frelsi, eftir alþjóðlegum friði og velmegun.
Þetta er ástæðan fyrir því að við verðum að vernda Mannréttindayfirlýsinguna frá því að vera niðurlægð eins og hún var með hinni alræmdu ályktun "Síonismi er rasismi". Við getum ekki leyft tilraunir til að stjórna fjölmiðlum og ýta undir ritskoðun undir rugl svokallaðrar "New World Information Order". Við verðum að vinna gegn tilraunum til að koma ágreiningsefnum og óviðkomandi málum inn í starf sérhæfðra og tæknistofnana, þar sem við leitum framfara í brýnum vandamálum -- frá hryðjuverkum til eiturlyfjasmygls til kjarnorkuútbreiðslu -- sem ógna okkur öllum. Slík viðleitni spillir sáttmálanum og veikir þessa stofnun.
Mikilvægar umbætur hafa átt sér stað í stjórnsýslu og fjárlögum. Þær hafa hjálpað. Bandaríkin eru staðráðin í að endurheimta framlag sitt eftir því sem umbætur þróast. En það er enn mikið að gera. Sameinuðu þjóðirnar byggðu á stórum draumum og stórum hugsjónum. Stundum hefur það villst af leið. Það er kominn tími til að það komi heim. Það var Dag Hammarskjöld sem sagði: ``Endir alls pólitísks átaks hlýtur að vera velferð einstaklingsins í lífi af öryggi og frelsi.'' Jæja, ætti þetta ekki að vera trúarjátning okkar á komandi árum?
Ég hef talað í dag um framtíðarsýn og hindranir í vegi hennar. Fyrir meira en öld síðan heimsótti ungur Frakki, Alexis de Tocqueville, Bandaríkin. Eftir þá heimsókn spáði hann því að tvö stórveldi framtíðarheimsins yrðu annars vegar Bandaríkin, sem yrðu byggð, eins og hann sagði, við plógjárnið, og hins vegar Rússland, sem myndi fara fram, aftur, eins og hann sagði, "með sverði." En þarf það að vera svo? Er ekki hægt að breyta sverðum í plógjárn? Getum við og allar þjóðir ekki lifað í friði? Í þráhyggju okkar gagnvart andstæðum augnabliksins gleymum við oft hversu mikið sameinar alla meðlimi mannkynsins. Kannski þurfum við einhverja utanaðkomandi, alhliða ógn til að fá okkur til að viðurkenna þetta sameiginlega samband. Ég hugsa stundum hversu fljótt ágreiningur okkar um allan heim myndi hverfa ef við myndum standa frammi fyrir geimveruógn utan þessa heims. Og samt spyr ég þig, er ekki framandi afl nú þegar á meðal okkar? Hvað gæti verið framandi fyrir alhliða vonir þjóða okkar en stríð og stríðsógn?
Fyrir tveimur öldum, í miklu minni sal en þessum, í Fíladelfíu, hittust Bandaríkjamenn til að semja stjórnarskrá. Í umræðum þeirra sagði einn þeirra að nýja ríkisstjórnin, ef hún ætti að rísa hátt, yrði að byggja á sem breiðasta grunni: vilja og samþykki þjóðarinnar. Og þannig var það og þannig hefur það verið.
Skilaboð mín í dag eru að draumar venjulegs fólks nái ótrúlegum hæðum. Ef við diplómatískir pílagrímar ætlum að ná jöfnum hæðum verðum við að byggja allt sem við gerum á fullri breidd vilja og samþykkis mannkyns og fullri víðáttu mannlegs hjarta. Þakka ykkur fyrir og Guð blessi ykkur öll.
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2022 | 13:22 (breytt 25.3.2022 kl. 13:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir Birgi Loftsson: "Íslendingar láta enn og aftur Bandaríkin sjá um varnir landsins. Greinarhöfundur er þessu ósammála."
Í sameiginlegri yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands um skuldbindingu ríkjanna um nánara varnarsamstarf kennir margra grasa. En það sem helst stendur upp úr er að Bandaríkjamenn sjá greinilega eftir brotthvarfi hers síns úr landinu árið 2006. Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla.
Þess má hér geta í framhjáhaldi að Íslendingar hafa verið duglegir að skrifa undir varnarsamstarfssamninga við nágrannaríkin síðastliðna áratugi, þar sem megináherslan er á að aðrir en Íslendingar axli ábyrgð á vörnum landsins.
En hvað ætla Íslendingar að leggja fram sem sinn skerf til varna landsins? Á að fjölga varðskipum til að mæta auknum hættum á Norður Atlantshafi og í sérsveit lögreglunnar til að takast á við aukna hryðjuverkahættu? Eða er það óþarfi og mun aldrei neitt gerast á Íslandi?
Ég get ekki séð neitt áþreifanlegt í þessari yfirlýsingu nema það að það eigi að fjölga íslensku skrifstofufólki sem á að tala við Bandaríkjamenn og aðrar NATÓ-þjóðir. Jú, kannski er það áþreifanlegt að Íslendingar skuldbindi sig að viðhalda og reka ...varnaraðstöðu og -búnað, meðal annars rekstur íslenska loftvarnakerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins... og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið. Með öðrum orðum á að láta í té húsnæði sem Atlantshafsbandalagið borgar fyrir og sjá um ratsjárkerfið sem Íslendingar þurfa hvort sem er að reka vegna borgaralegs flugs. Þar fá Íslendingar líka vel greitt fyrir framlag sitt.
Það er ein setning sem ég hnaut um: Utanríkisráðuneyti Íslands samþykkir áætlanir varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir Íslands þar sem hernaðarlegum úrræðum er beitt. Þetta er ótrúleg setning. Þetta segir að Íslendingar hafa ekkert að segja um varnir landsins á ófriðartímum, við verðum á að treysta á að Bandaríkjamenn beri hag landsins fyrir brjósti sér. Þetta er eins og að láta nágranna sinn gæta öryggi húss síns í stað þess að gera það sjálfur með viðeigandi öryggisaðgerðum.
Ég tel að það sé nauðsynlegt að Varnarmálastofnun verði endurreist og þar verði innandyra hernaðarsérfræðingar sem leggi öllum stundum mat á hættur þær sem kunna að beinast að Íslandi og þeir taki beinan þátt í áætlunum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir landsins.Það er alvöru varnarsamstarf.
Ég vil ganga enn lengra en þetta og hafa áþreifanlegar og varanlegar varnir á Íslandi með stofnun íslensks heimavarnarliðs sem starfar 1-2 mánuði á ári en foringjar þess á ársgrundvelli. Þar með taka Íslendingar í fyrsta sinn á áþreifanlegan hátt í vörnum landsins og endurkoma Bandaríkjahers þar með óþörf.
Grein lýkur.
Sjá slóðina: Varnir Íslands enn í höndum Bandaríkjamanna
Var ég sannspár um að "Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla."?
Stjórnmál og samfélag | 11.3.2022 | 12:12 (breytt 25.8.2024 kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd af vef Vísis: Ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands. Kort yfir drægi ratsjárstöðvanna fjögurra, kjarnabúnaði íslenska loftvarnakerfisins (IADS).
Enn kemur í ljós vítavert kæruleysi íslenskra stjórnvalda í öryggismálum landsins. Íslensk stjórnvöld hafa aðeins haldið úti lágmarks viðbúnaði í vörnum Íslands. Hann er þátttaka í NATÓ og varnarsamningur við Bandaríkin. Helsti gallinn við slíka afstöðu og stefnu er að við þurfum að treysta á aðra til varnar landsins.
Við högum okkur eins og lítið barn, sem kúrir í fangi mömmunnar Bandaríkin. En er mamman alltaf til staðar og er hún áreiðanleg? Hún er á stærð við tröllskessu en hagar sér ekki í samræmi við það. Bandaríkjamenn hafa fallið á tveimur prófum í röð. Fyrst í Afganistan, og ég sagði að myndi draga dilk á eftir sér, og nú í Úkraníu.
Hvað ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur, munu Kananir geta sinnt Íslandi? Mun NATÓ jafnvel koma til varnar ef ráðist verður á Eystrasaltsríkin? Þau eru smáríki eins og Ísland. Er NATÓ pappírstígur? Hafa þýsk stjórnvöld breytt Þýskaland í woke ríki sem reynir ekkert til að verja eigin borgara? Viljum við komast að því um seinast?
Hvað okkur varðar, þá sýndu Bandaríkjamenn í verki, að þeir tóku eigin hagsmuni fram yfir íslenska þegar Bandaríkjaher yfirgaf Ísland einhliða árið 2006. Nú er enginn her á landinu. Er ekki kominn tími til að Íslendingar komi sér upp eigin her? Sumir gætu haldið að það væri tilgangslaust gagnvart stórher en það er rangt.
Íslendingar gæti einmitt vegna landfræðilega legu og nútíma hernaðartækni haldið uppi vörnum. Nútímahernaður er nefnilega tæknihernaður og ekki þarf stóran herafla til að halda uppi vörnum.
Það sem háir Úkraníumenn í stríði þeirra við Rússa, er einmitt að þeir hafa ekki öflugar loftvarnir. Ísrael hefur svo kallað iron dome kerfi (járnhvelfinga varnarkerfi). Iron Dome er hreyfanlegt loftvarnarkerfi fyrir allra veðra von og þróað af Rafael Advanced Defence Systems og Israel Aerospace Industries. Kerfið er hannað til að stöðva og eyðileggja skammdrægar eldflaugar og stórskotaliðsskot sem skotið er á milli 4 kílómetra (2,5 mílna) til 70 kílómetra (43 mílna) í burtu og brautin myndi leiða þær til ísraelsks byggðs svæðis.
Sá sem ætlar sér að taka Ísland, verður að tryggja sér yfirráð í lofti fyrst og það væri erfitt ef Íslendingar hafa slíkar varnir. Ekki má gleyma við höfum nú þegar loftvarnareftirlitskerfi sem eru ratsjárstöðvarnar fjóru í landshlutnum fjóru. Ísland er skotmark og þessar ratsjárstöðvar verða teknar út fyrst af óvinaher en einnig verður ráðist á Keflavíkurflugvöll. Munum að Keflavíkurflugvöllur var kjarnorkuvopna skotmark í kalda stríðinu. Er kjarnorkuvopni beint að Íslandi í dag?
Annars hentar Ísland vel fyrir skæruhernað. Landið er dreifbýlt, fjalllent og stórt. Danir og Norðmenn á miðöldum íhuguðu að taka landið með valdi en fjarlægðin var of mikil. Danir töldu sig þó geta tekið landið um 1550 og sendu hingað herflota fimm ár í röð til að tryggja friðinn. Jón Arason taldi sig áður en hann var handtekinn, sig geta staðið í Danina. Sjá má að erfitt var fyrir erlent herveldi að senda hingað herflota til að vinna landið. Sbr.Íkarus áætlun Þjóðverja. En Bretum tókst það með því að senda hingað illa búið herlið. Í dag er ekkert mál fyrir erlendan her að senda herafla loftleiðis.
Síðan Napóleon styrjaldirnar geysuðu og fram á daginn í dag, hafa hernaðarátök í Evrópu haft bein áhrif á Ísland. Það þýðir því ekki lengur að stinga höfuðið í sandinn, enda eru við sjálfstæð þjóð sem á sjálf að tryggja eigin varnir.
Galinn er málflutningur VG um herleysi Íslands. Að heill flokkur skuli vera svona veruleikafirrtur og hreinlega bera svona vitleysu á borð þjóðfélagsumræðu, sýnir að sumt fólk skilur ekki veruleikann og umheiminn í kringum sig. Það eru til sagnfræðingar sem styðja þennan flokk og maður spyr sig, hvar voru þeir í mannkynssögu tímum? Sofandi?
Stefið í mannkynssögunni hefur alltaf verið að sá sem er meiriháttar níðst á minnimáttar. Líkt og í náttúrunni. Mannskepnan er ekki betri en þetta. Annar Pútín kemur fram og sama hringavitleysan byrjar upp á nýtt eftir x fjölda ára. Stríð eru ekki 20. aldar fyrirbæri sem búið er að útrýma, heldur viðvarandi staðreynd.
Staðan í dag er þessi að Íslendingar geta ekki einu sinni sinnt landhelgisgæslu sómasamlega. Við höfum bara veika leiðtoga sem vita ekkert um hinn vonda heim og kvaka út í loftið þegar harðstjórarnir valta yfir önnur lönd og eigin borgara og gera svo ekki neitt.
Jón Sigurðsson stundaði hermennsku á stúdentaárum sínum í Kaupmannahöfn og vildi að sjálfstætt Ísland kæmi sér upp eigin varnir. Höfum við ekki átt neinn skörung síðan á 19. öld?
Jón Sigurðsson sagði í greininni "Um verzlun á Íslandi" eftirfarandi:
"Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar..."
Getum við komið okkur upp eigin her og höfum við fyrirmynd í fortíðinni? Er einhver búinn að gleyma Herfylkingunni í Vestmannaeyjum?
Árið 1853 var Andreas August von Kohl skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum. Líkt og Jón Sigurðsson hafði hann verið í stúdentahersveit í Kaupmannahöfn. Andreas var mikill hermaður og af ættum fornra stríðskappa frá Bæheimi, enda lagði hann kapp á að koma á fót herliði í Eyjum. Hersveit Vestmannaeyinga, sem hlaut nafnið Herfylkingin, var hugsanlega skipulagðari og hermannlegri en ætla mætti. Félagar í fylkingunni stunduðu bæði skylmingar með lagvopnum og skotfimi. Foringjar hennar klæddust auk þess einkennisbúningum, en óbreyttir báru einkennishúfur. Herfylkingin átti sér einnig gunnfána, með fangamarki konungs. Skipulag og æfingar hennar báru þess merki að hér var um raunverulega hersveit að ræða og tóku athugendur undir það að hún væri í engu eftirbátur áþekkra hersveita erlendis. Heimild: Sigfús M. Johnsen, Saga Vestmannaeyja (Reykjavík 1989), bls. 278-279.
Já, við getum komið okkur upp eigin herafla og NATÓ myndi glatt fjármagna íslenskt herlið. Við erum veiki hlekkurinn í vörnum NATÓ.
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2022 | 23:24 (breytt 26.2.2022 kl. 14:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari sem steig fyrstur á ritvöllinn og ræddi málefni Hæstaréttar Íslands.
Ég man eftir því og ég fór að hugsa út í hvort þetta væri einsdæmi og hvort hann hefði farið út fyrir valdssvið sitt.
En við nánari skoðun, þá vekur það einmitt furðu hversu þöglir hæstaréttadómarar hafa verið og sú staðreynd að við vitum ekkert um þá. Þeir virka á almenning eins og lokuð klíka, nokkuð konar hástéttarmenn, sem eru ósnertanlegir og óþekktir.
En þeir eru menn, eins og við hin, og þeir gera mistök. Við þurfum ekki annað en að horfa á Guðmundar- og Geirfinnsmálin til að átta okkur á því að þeir eru mannlegir eins og við og gera mistök. Að gera mistök er í lagi og mjög mannlegt en ef menn leiðrétta ekki mistök sín og telja sig vera óskeikula, þá fýkur í síðasta skjólið. Það eru mörg dómsmálin sem hafa farið frá Hæstarétti Íslands til dómstóla í Evrópu, þar sem dómar Hæstaréttar hafa verið snúið við.
Ef til vill halda þeir að með því að þeigja, séu þeir ekki að draga sig inn í dægurþras og hlutleysið gæti farið út um gluggann við slíkt. Það eru gild rök. Almenningur verður að geta treyst á hlutleysi dómara og um leið og þeir fara að tjá sig um einhver málefni, geta þeir dæmt sjálfa sig úr leik.
En það er ekki þar með sagt að hæstaréttadómarar eigi að steinþeigja. Þeir gætu rætt almennt um starf hæstaréttar og lögspekina sem þeir aðhyllast. Sjá hér til dæmis hvað Antonin Scalia heitinn, sagði um aðferðafræði sína. Hann veitti viðtöl og hann kom fram í yfirheyrslum.
Varnaglar lýðræðisins - Antonin Scalia
Og hér er wikipedia síðan um Antonin Scalia...og við vitum allt um manninn og skoðanir hans (almennt). Wikipeida - Antonin Scalia
En er Antonin Scalia einsdæmi? Rétt eins og Jón Steinar? Nei, allar upplýsingar liggja fyrir um hæstaréttadómara Bandaríkjanna. Sjá slóðina: Hæstiréttur Bandaríkjanna - meðlimir
Við skipun í embætti þurfa hæstaréttaefnin að sæta yfirheyrslum í Bandaríkjaþingi. Allt er dregið fram, allur skítur, sannur eða ósannur, er birtur. Frægasta dæmið um þetta í seinni tíð er skipan Brett M. Kavanaugh í embætti. Sóðalegustu umræður sem ég hef séð á Bandaríkjaþingi, komu fram við yfirheyrslur yfir honum. Kavanaugh komst á endanum í embættið en allt sem sagt var situr eftir á öldum ljósvakans um ókomna tíð. Clarence Thomas, einn fyrstur blökkumanna við hæstaréttinn, fékk einnig á baukinn.
Við vitum eitthvað um íslenska hæstaréttadómara ef nánar er gáð, sjá vefsetur Hæstaréttar Íslands - Hæstiréttur Íslands
Við fáum stutt æviágrip dómaranna og þeir verða að skrá hagsmuni sína. En við vitum ekkert um persónurnar á bak við dómaraskikkjurnar. Á svo að vera áfram? Það er spurning sem ég ætla ekki að svara.
Hér er ágæt samantekt á sögu Hæstaréttar í Viðskiptablaðinu frá 11. apríl 2020.
Stiklað á stóru í sögu Hæstaréttar
Stjórnmál og samfélag | 17.2.2022 | 11:53 (breytt kl. 13:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020