Varnagli lýðræðisins - Antonin Scalia

Antonin_Scalia_Official_SCOTUS_PortraitÉg ráðlegg öllum sem hafa áhuga á lýðræðinu að horfa á meðfylgjandi myndband hér að neðan. Hér er hæstarétta dómarinn Antonin Scalia heitinn að ræða um valddreifingu lýðræðisins og stjórnarskrá.

Hér kemur smá kynning á honum áður en lengra er haldið...Árið 1986 var hann skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna af Ronald Reagan og var samhljóða staðfestur af öldungadeildinni, og varð hann fyrsti ítalsk-ameríski dómarinn. Scalia aðhylltist íhaldssama lögfræði og hugmyndafræði og taldi textahyggju í lögskýringu og frumhyggju í stjórnarskrárskýringu.

Í myndbandinu hér, kemur Scalia inn á að það er ekki nóg að hafa fallega orðaða stjórnarskrá, meira segja Sovétríkin höfðu fleiri mannréttindaákvæði í sinni stjórnarskrá en Bandaríkin, heldur hvaða tæki eru til staðar til að varðveita frelsisákæði hennar og koma í veg fyrir að valdið færðist á einni hendi.

Það væri inngróið inn í bandaríska stjórnskipan eða stjórnarfyrirkomulag að hafa eins og hann orðaði þetta "gridlock" í ákvarðanatökunni. Varnagla sem gerði ákvörðunatökuna erfiða, að margir og ólikir aðilar komi að lögunum/ákvörðunum og meirihlutinn (með aðstoð minnihlutans sbr. Philbuster) komist að bestu ákvörðunni og lagasmíðin yrði þar með vönduðust. Meirihlutinn geti ekki níðst á minnihlutanum.

Hann sagði að með því að hafa Bandaríkjaþing í tveimur deildum, menn kostnir á mismunandi hátt í sitthvora deildina og og loks forsetann með veto - neitunarvald sitt, komi í veg fyrir vond lög eða vonda lagsetningu....það komi í veg fyrir að völdin safnist á einnar hendur og lýðræðið þróist í einræði flokksins eða harðstjórans.

Alþingi Íslendinga var í tveimur málstofum við stofnun þess en eftri deildin reyndist vera afgreiðslustofnun þeirri neðri eftir því sem tímar liðu og því aflögðu Íslendingar efri deildina illum heilli á sjöunda áratugnum ef ég man rétt.

Í upphafi var Alþingi skipt í tvær deildir en eins og á Bandaríkjaþingi voru þingmennirnir kosnir á sitthvoran hátt en það breyttist við lýðveldisstofnun. Það er ástæðan fyrir að íslenska leiðin gékk ekki upp.

Helsta helsi íslenskt lýðræðis er seta ríkisstjórnar Íslands á löggjafarsamkundinni Alþingi og á meðan svo er, verður Ísland alltaf hálf lýðræði og aðskilnaður valdsins ekki de facto.

Á sínum tíma þurfti til erlent vald, Evrópusambandið, til að skilja að valdið á sýslustiginu og taka dómsvaldið af sýslumanninum. Veit ekki hvað þarf til hér á Íslandi, ekki er hlustað á rödd þjóðarinnar, þótt sérstakt þjóðarþing hafi verið kosið á sínum tíma til að breyta stjórnarskránni.

Sérhagsmunirnir eru hreinlega íslenska lýðveldinu ofviða. Frændhyglissamfélagið er of sterkt í örríkinu Ísland og á meðan svo er, verður Ísland áfram bananalýðveldi = valdið í höndum annarra en kjörinni stjórn landsins.

 

Here's What Americans Get Wrong About What Makes America A Great Co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband