Lognmolla í íslenskri pólitík

DSC02685_vgty.2e16d0ba.fill-700x300-c70Þegar horft er á landslagið í íslenskri pólitík, þá vekur það undrun að enginn hugmyndafræðilegur ágreiningur er í gangi.  Flokkar sem spanna allt litrófið eða mælikvarða stjórnmála, vinstri flokkur, miðju flokkur og hægri flokkur, stjórna landinu i sameiningu.

Þetta er annað kjörtímabilið sem þessir flokkar vinna saman og stað þess að fara eftir úrslit kosninga og refsa VG með því að skipa flokkinn út vegna slæms gengi í kosningum, er hann verðlaunaður með sama fjölda ráðuneyta en hinir tveir fá fleiri ráðuneyti á kostnað skattgreiðenda. 

Ringulreið ríkir innan ráðuneytanna vegna þess. Einn maður sem ég þekki segir farir sínar ekki sléttar en honum er vísað frá Pontusi til Pílusar með erindi sitt, frá einu ráðuneyti til annars vegna þess að verkaskiptingin er ekki á hreinu!

Svo er það hugmyndafræðin, hún er ekki velkjast fyrir samvinnu flokka og allir virðast vera sammála. Formaður Sjálfstæðisflokksins er í dag að finna út betri leiðir til auka skatta á bifreiðaeigendur. Ég hef reyndar aldrei séð hægri stefnu í gangi í stjórnartíð þessa manns. Hann virkar á mig sem sannur búrókrati, væri frábær ráðuneytistjóri sem er hagnýttur í störfum og passar vel upp á hagsmuni ráðuneyti sitt. 

Sjálfstæðismenn er snjallir að vera prófkúruhafar ríkisvaldsins og vita sem er, að sá sem stjórnar peningamálum landsins, stjórnar í raun ríkisstjórninni. Forsætisráðherra er frontur stjórnarinnar og tekur skellinn ef hann kemur.

Íslensk stjórnmál endurspegla t.a.m. ekki bandarísk stjórnmál, en þar er bullandi ágreiningur og skiptingin í hægri og vinstri stefnu aldrei verið eins áberandi og nú og þarf að leita allt til tímbabils Víetnamsstríðsins, til að sjá annan eins klofning þjóðarinnar.  Hverju sætir? Er allt í góðu á Íslandi? Allir sammála um allt? Einhvern veginn hljómar það eins og það sé andstætt raunveruleikanum. 

Nóg er til af ágreiningsmálum ef grannt er skoðað. Á til dæmis að einkavæða heilbrigðisþjónustuna meira? Skapa samkeppni?  Hvaða leiðir eigum við að fara í orkumálum? Skipting kvótans, af hverju fá byggðalögin ekki meiri strandveiðikvóta undir stjórn VG sem hafa málaflokkinn á sinni könnu? Hvað með framsal kvótans sem er hneyksli frá upphafi til enda.  Hvað með samskiptin við útlönd? Hvað með útlendingamálin? Mikið ágreiningsmál á hinum Norðurlöndum og deilur um Schengen. Á Ísland að vera áfram með opin landamæri? Hvað með íslenska menningu, á að hlúa að henni og íslenskuna? Svona er hægt að spyrja lengi og spyrja sig um leið, hvar er umræðan og ágreiningurinn í ofangreindum málum? 

Mér sýnist það vera algjör lognmolla í íslenskum stjórnmálum í dag, sem er leiðinlegt.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband