Það er viðeigandi að fara út í stjórnarskrárbreytingu eftir þá miklu kollsteypu sem íslenskt samfélag hefur orðið fyrir og raunar er það löngu orðið tímabært.
Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli um grunngildi samfélagsins og er hún heiti yfir allar þær reglur sem ráða stjórnskipun ríkisins. Rétt er hafa í huga að hún getur verið í formi eins ákveðins skjals eða verið óskrifuð. Þannig geta hefðir og venju haft stjórnskipuleg gildi og verið hluti af stjórnarskránni.
Íslendingar vildu hins vegar og fengu ritaða stjórnarskrá árið 1874 en hún var kölluð ,,Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands og er að stofni til sú sama og núgildandi stjórnarskrá. Það er því ljóst að hún er löngu úreld; samin fyrir íslenskt samfélag á 19. öld þegar Íslendingar voru undir erlendri stjórn.
Stuðla verður að gerð stjórnarskrár sem er alíslensk að uppruna og samin fyrir íslenskt nútímasamfélag. Það er hins vegar gott að skoða og taka upp það sem vel hefur verið gert í öðrum löndum. Þýska og svissneska stjórnarskrárnar eru dæmi um velheppnuð verk. Sama má segja um bandarísku stjórnarskránna.
Þær breytingar sem ég vil helst sjá er algjör aðskilnaður á hinu þríþætta valdi, þ.e.a.s. aðskilnað löggjafar- og framkvæmdarvalds. Það þýðir fækkun þingmanna og að ráðherrar fái ekki sæti á Alþingi. Einnig verður að gæta betur að sjálfstæði dómskerfisins en nú er gert.
Skýra verður betur hvaða hlutverki forseti Íslands á gegna og setja á betri starfsreglur fyrir forsetaembættið. Það er dýrt að reka forsetaembættið og forsetinn er meðhöndlaður eins og hann væri konungur, með ýmis sérréttindi og hlunnindi. Þetta kemur berlega í ljós þegar aðgerðalitlir menn setjast á forsetastólinn eins og sjá má nú með núverandi forseta. Fyrrverandi forsetar mörkuðu sér sérstöðu, einn studdi skógrækt og ræktun íslenskrar tungu en hinn eflingu norðurslóða. Fyrir hvað stendur núverandi forseti?
Hlúa verður sérstaklega að fullveldishugtakinu í stjórnarskránni, nú þegar Íslendingar eru sí og æ að íhuga inngöngu í Evrópusambandið. Skrá verður í stjórnarskrána að fullveldi Íslands sé í höndum íslensku þjóðarinnar, ekki Alþingis, og hún ein geti gefi eftir fullveldi landsins og jafnframt tekið það til baka. Það sé gert með þjóðaratkvæði. Enda vil ég sjá víðtækari beitingu þjóðaratkvæðis en hingað til hefur verið gert. Hér er ég að tala um takmarkað þjóðaratkvæði, t.d. ætti ekki að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um skattamál. En með flestum öðrum erfiðum deilumálum er þjóðinni fulltreystandi til að ráða fram úr án íhlutunar misvitra og sérhagsmunasinnaðra þingmanna. Fulltrúalýðræði er 19. aldar fyrirbrigði sem komið var á vegna slæmra samgangna og þjóðin gat ekki tekið beinan þátt í stjórn landsins. Í dag getur borgarinn kosið hvar sem er og hvenær sem er með farsíma sínum.
Auðlindir landsins eru mikið hitamál í dag og verður áfram um ókomna framtíð. Tryggja verður að það komi fram í stjórnarskránni að þjóðin eigi auðlindir landsins. Með öðrum orðum að auðlindir hafsins, orkan í jörðinni og vatnið séu í eigu þjóðarinnar. Ríkið, hið þríþætta vald, getur hins vegar hlutast um og ráðstafað þessu auðlindum með umboði þjóðarinnar (með þjóðaratkvæði). Girða verður fyrir að ríkisvaldið geti með einfaldri lagasetningu afsalað auðlindirnar í hendur einstakra aðila nema sem skamman afnotarétt sem borga verður fyrir.
Þessi atriði sem ég hef tæpt á er almenn afstaða mín en nú ætla ég að fara út í einstakar greinar stjórnarskránna sem ég tel að breyta þarf.
Í 2. grein segir: ,,Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Þessu verður að breyta og skilgreina betur valdaskiptinguna betri aðgreining ríkisvaldsins í þrennt þ.e.a.s. algjöran aðskilnað milli þessara þriggja valdaþátta. Alþingi á til dæmis ekki að dæma í eigin málum eins og sjá má nú með afstaðnar kosningar. Svo er ekki farið í dag.
Í 3. og 4 gr. segir: ,,Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Ég vil breyta seinni greininni örlítið og taka fram að kjörgengi til framboðs til forsetaembættis Íslands skuli vera hver maður fertugur og eldri. Þar sem forsetinn er æðsti embættismaður ríkisins og ber mikla ábyrgð, tel ég að það sé nauðsynlegt að hann hafi öðlast nægilegan þroska og reynslu til að gegna þessu mikilvæga embætti en ljóst er að almenn hafi menn náð þessum þroska og reynslu um fertugt.
Enn ein greinin sem fjallar um forseta íslenska lýðveldisins er 5. greinin en hún hljóðar svohljóðandi: ,,Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Ég vil breyta þess á þessa veru og hljóðar tillaga mín í grófum dráttum svona: ,,Kjósa verður þangað til að einn frambjóðandinn hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en við kjörgengi skal miðað að meðmælendur séu minnst 2000 mest 4000. Þessa breytingu vil ég vegna þess að í núverandi kerfi getur einstaklingur orðið forseti landsins án þess að hafa meirihluta landsmanna á bakvið sig.
Nú eru menn almennt sammála um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn Íslendinga og því tel ég að greiða verði atkvæði þar til að sá meirihluti er kominn. Þetta fyrirkomulaga er víðast hvar erlendis. Svo má einnig skoða alvarlega hvort við viljum að á Íslandi ríki þingræði, þar sem meirihluti þings getur fellt ríksstjórn með vantrausti eða forsetaræði þar sem annað hvort forseti eða forsætisráðherra er kosinn í beinni kosningu og skipar ríkisstjórn. Ef síðari leiðin er valin bjóðast margir valkostir, fleiri en fólk telur almennt.
- grein hljóðar svona: ,,Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Ég vil víkka þessa grein eða búa til aðra sem fjallar sérstaklega um þjóðaratkvæðisgreiðslu. Eins og ég hef minnst á, þá vil ég að þjóðin komi meiri að ákvörðunartöku um stefnu ríkisins og er ég að tala um takmarkaða þjóðaratkvæðisgreiðslu. Setja má leikreglu um þetta í stjórnarskránna. Með þessu nálgumst við meira beinn lýðræði og fjarlægumst fulltrúarlýðræði með sínum göllum og kostum. Jafnvel er hægt að tala í þessu sambandi um blandaða leið til lýðræðis. Með allri þessari nútímatækni, s.s. rafræna kosningar, er hægt að hrinda þessari lýðræðisumbót í framkvæmd án mikils tilkosnaðar. Lítum á hvað Svisslendingar hafa gert hingað til með góðum árangri. Í Sviss þarf ákveðið hlutfall kjósenda að skrifa undir áskorun um að vísa tilteknum lögum í þjóðaraktvæðagreiðslu. Hér á landi getur forseti Íslands vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðeins eftir að Alþingi hefur samþykkt frumvarp sem lög. Er þetta ekki úrelt?
- grein fjallar um þingmenn Aþingis. Þar segir m.a. : ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:... Og svo er landinu skipt í 8 kjördæmi. Stjórnarskrárþingmenn verða að huga að þessari grein og velta því fyrir sér hvort að landið eigi ekki að vera eitt kjördæmi og allir séu jafnir hvað varðar kosningar til Alþingis, að atkvæði hvers og eins sé jöfn er gengið er til kosninga til Alþingis. Með þessu er jafnframt hægt að fækka þingmönnum um þriðjung og þeir fari að starfa fyrir alla landsmenn en ekki einstaka hópa. Það ber að skoða persónukjör sérstaklega og ég vil eindregið að það sé gert. Hér er um tvær leiðir að ræða. Annars vegar að kjósendur geti valið betur úr hópi þingmannsefna af framboðslistum í kosningum en hingað hefur verið hægt. Hins vegar að kjósendur geti valið úr hópi frambjóðenda hvort sem þeir tilheyra framboðslistum eða ekki.
Í 33. grein kemur fram að ,,Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer farm, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Ég vil bæta því við eða búa til nýja grein að miða skuli öll aldurstakmörk við þennan lögræðisaldur, þ.e.a.s. kosningaréttinn, giftingarrétt, ökuleyfisrétt og réttinn til áfengisneyðslu. Það gengur ekki að maður sem hefur rétt að gifta sig, eignast börn, kjósa til Aþingis megi t.a.m. ekki drekka áfengi í eigin brúðkaupi eða fara á skemmtistað svo eitthvað sé nefnt. Allt skal miðast við ein aldursmörk, ef þau eru of lág eða há, þá er hægt að breyta þeim.
Ég hef verið spurður um afstöðu mína til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo:Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. Spurt var: Telur þú í fyrsta lagi þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig? Og í öðru lagi hver sé afstaða mín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju? Ég svaraði þessum spurningum á eftirfarandi hátt:
Ég hef gefið upp þá afstöðu að ég telji að það eigi ekki að vera breyta hlutum, breytinganna vegna. Standa skal vörð þá hluti sem hafa staðist tímans tönn. Annað verður að breyta. Ég tel að kirkjan og ríkið verði fyrst að tala um þessi mál, áður en hróflað er við þessa grein í stjórnarskránni. Takið eftir seinni setningunni en þar segir: ,,....Breyta má þessu með lögum". Þetta ákvæði opnar, að mínu mati, dyrnar fyrir aðskilnað eða öðru vísi samvinnu ríkis og þjóðkirkju ef vilji er fyrir hendi. En þetta samband er blákaldur raunveruleiki og ekki er hægt að ákveða einhliða uppsögn eða afmá þessa sambands nema með samvinnu og samkomulagi. Mér skilst að báðir aðilar séu opnir fyrir breytingu á þessu sambandi en málið strandi fyrst og fremst á lagatæknilegum atriðum og skiptingu kirkjueigna og -landa.
En mín persónulega afstaða er að einhver lög verði að vera utan um trúarbrögð á Íslandi og því nauðsyn að einhver grein - ákvæði sé um stærsta trúarsamfélag landsins og helstu trúarbrögð landsmanna sem er kristin trú sé í stjórnarskránni. Svo að ég tali skýrt: Ákvæðið um hina evangelísku lúterska kirkju skal standa þar til almenn sátt, hvort sem það er milli ríkis og kirkju eða Íslendinga almennt, kemst á um samband ríkis og kirkju.
Svo ég svari seinni spurningunni, þá tel ég að eitthvað samband verði að vera á milli ríkis og kirkju og samvinna þeirra á milli. Það er ekkert tómarúm þarna á milli eða aðskildir heimar. Það er nú svo að ríkið getur ekki hunsað trúarþörf og trúarlíf landsmanna. Gott samband verður að vera milli þessara aðila sem og annarra trúfélaga landsins ef samhygð og eining á að ríkja í landinu. Gleymum ekki orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða er hann mælti: En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn. Í þessu sambandi þýðir hugtakið lög samfélag Íslendinga og hugtakið siður trú. Með öðrum orðum, eitthvað samband verður að vera þarna á milli og að sjálfsögðu á það að vera á jákvæðu nótum og með sem mestu samvinnu. Hitt er svo annað mál hvort að þjóðkirkjan eigi að vera ríkiskirkja eða sjálfstæð stofnun en eins og áður segir verður að vera mikil og djúp umræða um málið áður en einhverjar breytingar verða bundnar á stjórnarskránni eða núverandi grein afmáð.
Í ljósi þeirrar hættu sem okkur stafar af alþjóðaglæpastarfsemi vil ég breyta 66. greininni en þar segir: ,,Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum. Þessari setningu vil ég bæta inn í: Svipa má eða hindra töku ríkisborgarrétt ef viðkomandi einstaklingur hefur gerst brotlegur við hegningarlög landsins sem varða fangelsi. Þarna hafa stjórnvöld heimild til að vísa úr landi einstaklingum sem eru hættulegir almannahagsmunum landsins. Að mínu mati ber íslenskum stjórnvöldum engin sérstök skylda að hýsa erlenda glæpamenn.
En einnig verður að gera kröfur til þeirra útlendinga sem kjósa að búa hér og taka upp íslenskt ríkisfang. Það fylgja ekki bara réttindi með íslensku ríkisfangi, heldur einnig skyldur. Grunnskyldan er að þeir geti gert sig skiljanlega á íslensku og þeir þurfi að sýna lágmarkskunnáttu með íslensku prófi. Það er skyldunám á Íslandi og íslensk börn eru látin sitja á skólabekk í 10 ár en þetta er talið vera lágmark þess að þau geti farið út í samfélagið með vitneskju sína. Því ber ekki að veita ríkisborgarréttndi til útlendingar nema í fyrst lagi eftir tíu ára búsetu og íslensku nám allan þann tíma. Alþingi er ekki hæft að veita ríkisborgararétt en það virðist gera það á færibandi án nokkurn bakgrunnskönnun (þetta gæti verið rangt hjá mér) og því ætti sérstök matsnefnd að fara yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt og hafa rétt til að hafa óæskilegu fólki sem geta skaða land og þjóð. Mestu innflytjendaþjóðir heims, Bandaríkin, Kanada og Ástralía.
Í 76. grein stjórnarskránna er grein sem er svo hljóðandi og er mér mjög hugleikin í ljósi núverandi efnahagsástands: ,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær en ég vil breyta þessari setningu eða bæta við: Tryggja skal lágmarksframfærsla allra borgara landsins þannig að framfærslan verði ekki undir fátækrarmörk og varði ekki við mannréttindabrot. Með öðrum orðum að ríkið geti ekki skorist undan skyldu sína sem er að tryggja öllum sama rétt til að hafa til hnífs og skeiðar og fólk þurfi ekki að verða fyrir opinbera auðmýkingu sem það hlýtur að teljast, að þurfa að standa í biðröðum eftir nauðþurftum. Auðvelt er að finna fátæktarmörkin en það er útreiknuð lágmarksframfærsla og jafnvel hægt að búa til sérstaka framfærsluvísitölu í þessu sambandi. Svona misrétti á ekki að sjást á 21. öld.
Að lokum má spyrja sig hvort við eigum ekki að festa íslenska tungu í sessi með því að fastbinda í stjórnarskránna að hún sé eina opinbera tungumálið hér á landi.
Mörg önnur mál eru mér hugleikin sem ég tel að eigi að laga í stjórnarskránni eða bæta inn í en ég enda orð mín á þessum alkunnu sannindum; það sem kynslóðir hafa skapað og staðist hefur tímans tönn, ber að varðveita og þar af leiðandi á ekki að breyta öllu í stjórnarskránni, einungis breytinganna vegna.
Bloggar | 20.11.2021 | 21:29 (breytt kl. 21:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rauðrósótt sólarlag með samskiptamiðlum samtímans. Frantíðarsýn 1984 kemst ekki með hælana þar sem Fésbókin og aðrir miðlar geta gert til að njósna um þig.
Stóri bróðir er núna að fylgjast með þér og það ósýnilega. Hann getur gert það með öðrum hætti líka, svo sem í gegnum farsíma þinn,snjallsjónvarpið þitt, gervihnetti, eftirlitsmyndavélum á götum úti og eflaust á margan annan hátt sem manni dettur ekki í hug. Svo hjálpar fólk stjórnvöldum að njósna um sjálft sig. Það gefur upp alls konar upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla.
Bloggar | 20.11.2021 | 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott dæmi um söguritun sigurvegarans, er sjónarhorn þeirra sem unnu seinni heimsstyrjöldina eða áttu þátt í sigrinum.
Ætla mætti að Bandamenn í vestri, Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Frakkar hafi sigrað nasista nánast upp á eins dæmi ef litið er á kvikmyndir og sögur almennt. Meira gæti ekki verið fjarri sanni. Óhætt er að segja að 80% af bardögum og hernaður nasista var í austri gegn Sovétríkjunum. Það var voru þau, með stuðningi ótal aðila og með gífurlegu mannfalli, sem sigruðu nasistaríkið Þýskaland. Herliðið sem mætti Bandamenn í Normandí var þriðja flokks herlið, gamalmenn, unglingar, særðir hermenn eða hermenn í endurhæfingu. Samt áttu þeir í erfiðleikum með þetta afgangslið og lá við að síðasta stórsókn þýska hersins hefði keyrt bandaríska herliðið í haf út. Einnig áttu þeir í erfiðleikum með að komast úr Normandí héraðið lengi vel og tók a.m.k. tvær vikur.
Eina sem Vesturveldum tókst að gera, var að koma í veg fyrir að sókn Sovétríkjanna endaði við Atlantshafsstrendur, í stað Mið-Evrópu. Normandí innrásin var því bráðnauðsynleg til að koma í veg fyrir sovésk yfirráð yfir Evrópu allri. Þannig að það var einræðisríki sem sigraði annað einræðisríki. Ekki lýðræðisríki á einræðisríki.
Annað sem mér hefur alla tíð fundist ámælisvert og það er að helmingur Evrópu var látin í hendur einræðisherrann Stalíns án viðnáms Vesturvelda. Tvær ástæður gætu verið fyrir því.
Annars vegar vegna þess að Vesturveldin voru hræsnifull og var sama um örlög margra Austur-Evrópubúa eða hins vegar vegna þess að þau réðu ekki hernaðarlega við Sovétríkin. Winston Churchill vildi hefja þegar hernað gegn Sovétríkjunum en beið lægri hlut fyrir hershöfðingjum sínum.
Líklegri skýring var að Sovétríkin voru þá með milljónir manna enn undir vopnum og það hefði líklega kostað gífurleg átök að sigra þau. Samt voru þau komin að fótum fram, höfðu lagt allt undir í sókninni gegn Þýskaland. Samið frið við Finnland og tekið allt herlið frá Asíu-hlutanum. George Patton var eins Churchill og vildi gera út um málið strax og hefja sókn í austur en fékk ekki. Bandaríkjamenn voru of uppteknir við að reyna sigra Japani. Það kostaði þá kalt stríð í staðinn.
Bloggar | 19.11.2021 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þungamiðja kosninga- baráttu Donalds Trumps 2016 var baráttan gegn svo kallaðan pólitískan rétttrúnað.
Í New Hampshire snemma þetta ár sagði hann: ,,I think the big problem this country has is being politically correct. I've been challenged by so many people and I frankly don't have time for total political correctness. And to be honest with you, this country doesn't have time either, eða lauslegri þýðingu: ,,Ég held að stóra vandamálið sem þetta land á við núna er pólitískur rétttrúnaður. Ég hef verið skoraður á hólm af svo mörgum að ég hef satt að segja ekki tíma fyrir algjöra pólitíska rétthugsun. Og til að vera hreinskilinn við þig, þetta land hefur ekki tíma heldur.
Að hugsanlega undanskildum John C. Calhoun getur verið að enginn þungavigtamaður í bandarískum stjórnmálum hafi nokkru sinni verið sakaður eins oft um kynþáttafordóma en Trump. Og það er rétt að Trump fór yfir nokkrum yfir strikið í hefðbundnum umræðum um kynþáttamál allt frá lýsingum hans á mexíkóskum ólöglegum innflytjendum (they are no bringing in their best people) til litríkrar lýsingar hans á s---hole löndum. Hann baðst heldur ekki afsökunar á orðum sínum og raun aldrei. Og það var nýtt innan raða Repúblikönum og bandarískum stjórnmálum.
Á tímabilinu eftir kalda stríðið var kynþáttamál og sjálfsmynd þriðja brautin í bandarískum stjórnmálum. Ein ásökun um kynþáttafordóma gat eytt starfsferli. Vegna þessa forðuðust leiðtogar Repúblikana bara að ræða málið yfir höfuð. Þeir vildu tala um trausta ríkisfjármálastefnu og viðskiptasamninga, ekki menningarstríð.
Trump var fyrsti stóri frambjóðandinn síðan Patrick Buchanan árið 1992 til að setja menningarstríðið í öndvegi. Og það hjálpaði honum ekki aðeins til að vinna forsetaembættið, heldur er það nú af mörgum talið vera framtíð íhaldshreyfingarinnar.
Fyrir skömmu ræddi Glenn Loury prófessor við Manhattan Institute um þetta og tók undir orð hans að and- kynþáttahatarar væru að ,,plöffa. Hvað er blöffið? Það er veðmálið að Bandaríkjamenn, sérstaklega hvítir Bandaríkjamenn, séu of hræddir til að tala um hluti eins og ofbeldi svartra gegn svörtum, eða málefni varðandi fjölskylduþróun í blökkumannasamfélaginu þar sem meirihluti svartra barna elst upp án föðurs, eða efast um 1619 verkefnið.
Loury kallaði þetta kappræðubragð og hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Það á líka við um transfólksmálið og öll önnur gæluverkefni öfga vinstri hreyfingarinnar.
Trump kallaði þetta blöff og himinninn féll ekki. Áhrínisorð vinstri manna í rökræðum við hægri menn að þeir séu haldnir kynþáttahatri í þessu eða hinu málinu, virkar ekki lengur.
Sértaklega þegar menn eru farnir að blanda saman t.d. loftslagsmálum og kynþáttahyggju. Hann var heldur ekki sleginn niður af andstæðingum sínum. Þess í stað sáu margir Bandaríkjamenn hugrekki hans til að takast á við þetta mál og drógu sitt eigið hugrekki fram og byrjuðu að ræða samfélagsvandamál opinskátt. Ef hlutirnir eru aldrei ræddir, þá verða þeir aldrei leystir. Þetta mættu íslenskir stjórnmálamenn draga ályktun af og byrja að ræða erfið mál.
Það er ekki það að Trump hafi einbeitt sér að Critcal Race Theory eða öðrum menningarmálum svo mikið, það er bara að hann ruddi brautina fyrir gagnrýna og opna umræðu um samfélagsmál. Það virðist ólíklegt núna að Bandaríkjamenn verði skammaðir til hlýðnis af woke sinnuðu fólki aftur. Og Trump á algjörlega einn heiðurinn af því.
Bloggar | 18.11.2021 | 19:01 (breytt kl. 19:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sturlunga er áhugavert samsteypurit sem er sett saman úr mörgum sögum sem kalla má samtímasögur.
Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég hafi látið hernaðasögu Íslands (bók mína) hefjast um 1170 og ekki farið aftur á tíma víkinga sem ótvírætt eru spennandi tímar. Fyrir því er einföld ástæða. Ef ég hefði gert það, þá hefði ég farið út fyrir svið sagnfræðinnar og inn á svið bókmenntafræðinnar eða íslenskunnar. Ég hefði þurft að styðjast meira við niðurstöður íslenskra fornleifarannsókna en þær eru af skornum skammti hingað til til að geta skrifað ,,víkingasögu".
Þess má geta að um 1170 komu Sturlungar fram á sjónarsviðið og þeir hófu skipulegan hernað í skilningi herfræði (en ekki fæðar- og hefndarvíg einstaklinga og ætta sem er eiginleg félagssaga) og því eðliegt að miða við þann tíma. Hernaðarsagnfræði er í öðrum skilningi herfræði sem gerist á ákveðnu tímaskeiði en er eftir sem áður herfræði í sjálfu sér.
Einnig má segja að þar með hafi samtímasaga hafist en ritöldin hófst skömmu áður eða í upphafi 12. aldar. Að sjálfsögðu hófu menn að skrifa með tilkomu kristni og hættu að nota rúnaletur en eiginleg ritöld hófst með Hafliðaskrá en samkvæmt því sem Ari fróði segir rituðu Hafliði Másson og aðrir lögbókina Hafliðaskrá (sem innihélt m.a. Vígslóða) á heimili Hafliða á Breiðabólstað í Vesturhópi veturinn 111718 og er það fyrsta fyrsta þekkta ritið á íslensku. Stuttu seinna var Íslendingabók Ara fróða rituð og svo hvernær var komið skipulag á íslensku ritmáli?
Íslenska útgáfa Wikipediu segir svo: ,,Fyrsta málfræðiritgerðin eða Um latínustafrofið er sú fyrsta af fjórum íslenskum ritgerðum um málfræði í Ormsbók Snorra-Eddu. Hún var, eins og segir í ritgerðinni sjálfri, skrifuð til þess að hægara verði at rita og lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti.
Nafn sitt fær ritgerðin einfaldlega vegna þess að hún er fremst þessara fjögurra í handritinu. Hún þykir einnig merkust ritgerðanna fjögurra, og er að öllum líkindum frá síðari hluta 12. aldar. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um hvenær ritgerðin var samin og hefur tímabilið 11301180 verið nefnt. Höfundur verksins er ekki kunnur, en hann er oftast nefndur fyrsti málfræðingurinn."
Bloggar | 17.11.2021 | 22:08 (breytt kl. 22:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær varð verkalýðurinn til á Íslandi? Það fer eftir því hvernig við skilgreinum verkafólk. Strangt til tekið getum við sagt að það gerðist um árþúsundið 1000 þegar Íslendingar aflögðu þrælahald og breyttu þræla í vinnufólk.
En ef við miðum við iðnbyltinguna og verkafólk í þéttbýli, er skilgreiningin þrengri og miðað er við tímabilið sem hófst 1750 og er enn í gangi.
Á Íslandi hefur hingað til hefur verið hefð fyrir að miða við 19. öldina og þá í sambandi við útgerð þilskipa, myndun sjávarþorpa og fiskvinnsla í þeim; einnig verksmiðjurekstur Norðmanna er þeir hófu hvalveiðar og settu upp verksmiðjur fyrst á Vestfjörðum en síðar á Austfjörðum.
Ég vil gerast svo djafur að miða upphafið við innréttingar Skúla Magnússonar og félaga. Stórfyrirtæki þeirra, með öllum þeim verksmiðjuhúsum sem fylgdu (44 mannvirkjum í heildina), hafði innanborð fjölda manna og já kvenna sem störfuðu fyrir fyrirtækið og fengu laun fyrir. Launavinnan varð til. Þetta var iðnaðarfólk.
Dæmi um starfsmannafjölda á einu tímabili er þegar Ari Guðmundsson varð kaupmaður í Hólmnum (Grandi í dag) og átti sæti í stjórn stofnanna, ákvað að reka sem flest starfsfólk úr starfi (honum var falið það hlutverk af hendi dönsku félagsstjórnanna að eyðileggja fyrirtækið innan frá og er önnur saga). Hann rak úr starfi 53 manneskjur og voru þá eftir 26 starfsmenn sem áttu að halda út rekstrinum og þilskipunum var jafnframt lagt. Í dag myndi þetta teljast vera stórt fyrirtæki.
Svo má geta að lokum að fyrsta íslenska hlutfélagið var stofnað 1751 á Alþingi eða 270 árum síðan. Embættismenn á Íslandi stofnuðu Hið íslenska hlutafélag á Þingvöllum sumarið 1751 og bundust samtökum um stofnun vefsmiðju á Íslandi að erlendri fyrirmynd. Án fyrirtækjarekstur, hefði verkalýðurinn enga launavinnu og í raun undir valdi bóndans komið, peningalaust, matarlítið og við lélegt húsaskjól án almennra mannréttinda eins og til dæmis að stofna til eigin fjölskyldu og lifa sjálfstætt.
Bloggar | 16.11.2021 | 19:55 (breytt kl. 19:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er framsaga sem ég hélt í Háskóla Íslands. Líklega um 1998. Ég birti þetta, þar sem þetta er nokkuð athyglisvert viðfangsefni. Ekki man ég tilefnið að ég hélt þessa framsögu.
Napóleon Bonaparte skapaði mjög miðstýrt og reglubundið kerfi fyrir hinn almenna framhaldsskóla. Lykilhlutverkinu í því gegndi hinn ríkisrekni menntaskóli (lycée), út alla 19. öldina. Þar til um 1865 var námskrá hans nær eingöngu byggð á klassískum eða sígildum námsgreinum. Þessi menntaskóli var yfirleitt stofnaður í stórum borgum og rekinn beint af miðstjórninni í París.
Svipaðar skólastofnanir og ríkismenntaskólarnir voru svokallaðir colléges. Þeir voru oftast staðsettir í minni bæjum og að hluta til styrktir af viðkomandi bæjarstjórn eða sveitafélagi. Námskrá þeirra var eins og í ríkismenntaskólunum, en margir voru ólíkir hinu fyrrnefndu að því leytinu til, að marga þeirra skorti efri bekkina.
Á meðal margra mismunandi framhaldsskólastofnanna í einkaeign, var Jesúsíta colléges þeirra mikilvægasta. Líkt og ríkismennaskólarnir og colléges, undirbjuggu þeir marga nemendur undir baccalauréat, sem var lokapróf með prófskírteini og líktist mjög þýska stúdentsprófinu Abitur og hinu íslenska. (Framhaldsskólinn var nánast algjörlega aðskilinn grunnskólanum í Frakklandi sem og var einnig í Þýskalandi og Íslandi).
Eftir að hafa fengið stúdentspróf eða baccalauréat gráðu um 18. ára aldur, gátu franskir nemendur haldið áfram og gengið í hvaða menntastofnun á háskólastigi sem er og tekið einhverja háskólagráður og þannig að endingu komist inn í eina af hinu lærðu stéttum.
Frá enseignement spécial (almennur sérskóli á framhaldskólastigi) til enseignement moderne
Milli 1863 og 1865 kynnti menntamálaráðherrann Victor Duruy svo kallað enseignement spécial eða sérnám á framhaldsskólastigi. Þetta var meðal fyrstu tilraununum til að breyta kerfisbundið franskri framhaldsskólanámsskrá síðan í byrjun 19. aldar. Þetta enseignement spécial var hannað til þess að geta boðið upp á skýrari og fleiri möguleika á framhaldsskólastiginu en hingað til hafði verið í boði, en þetta nýja nám átti að fara fram í sama skólahúsnæði og þáverandi framhaldsskólar eða menntaskólar voru í. Þetta var fjögurra ára áfangi eða nám, sem byrjaði við 11 ára aldur, en í því var lögð áhersla á hagnýt vísindi, rannsóknastofuvinnu og jafnvel verkþjálfun.
Duruy taldi að með þessari ráðstöfun væri verið að mæta aukinni þörf í iðnaði, verslun og landbúnaði fyrir þjálfuðum starfsmönnum. Þetta enseignment spécial nám, sem fór fram í næsta framhaldsskóla og var álitið á framhaldsskólastigi, átti að skera sig algjörlega frá hinu almenna klassíska námi á framhaldsskólastigi. Þeir nemendur sem kláruðu þetta fjögurra ára námi fengu ekki baccalauréatgráðu eða luku ekki stúdentspróf og ekki var ætlast til að þeir héldu áfram námi á háskólastigi.
Duruy virðist hafa litið á hinu nýju námskrá sem sérstaklega hentuga fyrir minna gefna nemendur, sem hefðu kannski ekki farið á framhaldsskólastig vegna erfiðs náms í hinum fornu eða klassísku málum (grísku og latínu). Á sama tíma virðist Duruy, í gengum umbótum sínum, vera að reyna að koma félagslegum umbótum á með því að opna leið fyrir félagslegan hreyfanleika, það er að segja að leyfa hinum mismunandi stéttum að ganga í sama skóla, skóla sem byði upp á tvennskonar möguleika eða námsskrár.
Hvað sem Duruy ætlaði sér með þessu nýja námi, þá komst það í mikla samkeppni eða baráttu við að öðlast jafna stöðu og klassíska námið. Þetta kom skýrast í ljós á níunda áratugi 19. aldar. Árið 1882 var sérnámið (enseignement spécial) breytt þannig, að nú var það skipt í tvennt. Fyrri hlutinn spannaði 3 ár en sá síðari 2 ár og þannig var námið lengt úr fjórum árum í fimm. Árið 1886 var sjötta árinu bætt við. Á sama tíma var sérnáms-baccalauréat eða ,,sérnámsstúdentsprófi´´ og skírteini komið á fyrir þá nemendur sem luku 6 ára nám. Með þessari ráðstöfun átti að gera sérnámið sambærilegt við hið klassíska. Breyta átti einnig enseignement spécial heitinu í enseignement classique francais en það mætti mikilli mótstöðu verjenda hiðs klassíska náms. Þá var því breytt í enseignement moderne 1891. Á þessum tíma var sérnámið orðið næstum því alveg eins og það klassíska að uppbyggingu. Hin nýja námskrá fyrir sérnámið var aðeins öðru vísi að því leytinu til að engin latína eða gríska var kennd og í henni var meðal annars náttúruvísindi, nútímamál og franskar bókmenntir.
Árið 1881 birtust á sjónarsviðið tvær nýjar gerðir af frjálsum almennings-grunnskólum með efri bekki (public higher primary schooling) en sumir af þeim tóku einnig upp fulla verknámskennslu eða sérskólanám sem enseignement spécial kerfið hafði hingað til eingöngu sinnt. Á meðan sérnámið var að taka breytingum á níunda áratugi 19. aldar tóku því nýjar gerðir af skólum að taka við hlutverki þess, enda myndaðist við það tómarúm er sérnámið var orðið næstum því klassískt. Um aldarmótin nítján hundruð kom upp sérstök hreyfing (Society for the Study of Question of Secondary Education), sem var reiðubúin til að veita námskeiðum eða námi sem innihéldi ekki klassísk fræði sömu stöðu og menntaskólinn, svo fremur sem hann héldist ,,hagnýtur´´ í reynd. Þessi hreyfing héld því einnig fram að enseignment spécial kerfið eða sérnámið sem Duruy kom á, hafi verið gott og gilt og því hefði ekki átt að breyta eða falla frá.
Aðlögun og vörn hins klassíska náms
Frá áttunda áratugar 19. aldar, og þar til enda hennar, voru einnig uppi deilum um hlutverk menntaskólans, það er að segja hvernig haga ætti hinu klassíska námi. Átti að breyta náminu þannig að það tæki inn námsgreinar eins og ensku og þýsku, franskar bókmenntir, sögu, landafræði og umfram allt, náttúruvísindi? Sem sagt, átti að gera námið nútímalegra. Eftir miklar deilur, var komið á málamiðlun. Nú var bætt við hið klassíska nám mun fleiri tíma í ,,nútímanámsgreinum´´ en engu sleppt úr því klassíska. Þessi ráðstöfun leiddi til þess að foreldrar nemenda kvörtuðu yfir miklu námsálagi á þeim.
Árin 1884-85 og 1890 voru breytingar gerðar á hinu klassíska námi, til að leysa vandamálið varðandi álagið á nemendurna. Kennslustundum fyrir hverja viku var fækkað til muna og kom það mest niður á nútímanámsgreinunum, en fornmálin fengu eftir sem áður jafnmargar kennslustundir.
Á níunda áratugnum voru flestir á því, að það eigi að skipta framhaldsskólastiginu niður í hluta og gefa ætti þeirri hugmynd upp á bátinn, að sameina ætti sérnámið við hið klassíska.
1899 var skipuð þingnefnd undir forsæti Alexandre Ribot til að rannsaka til fullnustu framhaldsskólakerfið. Í fyrstu snérist rannsóknin um það, hvers vegna nemendur sæktust svo mikið í Jesúítaskólanna í stað ríkismenntaskólanna og colléges. En hins vegar kom fljótlega upp á yfirborðið deilan um ,,nútímanámsgreinarnar´´ og hið klassíska.
Niðurstaðan úr þessari rannsókn var sú, að tilskipun var gefin út árið 1902, en hún batt endi á deilurnar um framhaldsskólann sem höfðu verið viðvarandi á seinni helmingi 19. aldar. Þessi tilskipun bjó til ramma fyrir franska framhaldsskólastig, sem hélst óbreytt að mestu þar til eftir seinni heimstyrjöld.
Hið sjö ára langa framhaldsskólanám, sem hófst við 11 ára aldur, var nú skipt í tvo hluta eða helminga. Hinn fyrri var fjögur ár að lengd en sá síðari þrjú. Í fyrri hlutanum gátu nemendur valið um nútímabraut (modern stream) eða klassíska, en sú síðari bauð upp á grísku sem valáfanga. Í öðrum hlutanum héldu þeir sem völdu nútímabraut, áfram á braut sem kallaðist (nútíma) tungumála-vísindabraut (Modern) Languages-Sciences), á meðan hinir sem komu úr fornfræðibrautinni eða hinni klassísku, gátu valið um eða kosið latínu-grískubraut (Latin-Greek), latínu-vísindabraut (Latin-Sciences) eða latínu-nútímamálabraut (Latin-(Modern) Languages).
Áður en nemendurnir hófu sjöunda árið eða lokaárið á seinni hlutanum, urðu þeir að standast fyrri hluta baccalauréat prófsins eða stúdentspróf. Ef þeim tókst það, gátu þeir innritast í annað hvort stærðfræði- eða heimspekigeira á útskriftaárinu. Valið í stærðfræði- eða heimspekigeirans byggðist aðallega á því hvort nemandinn hafði valið náttúruvísindi í seinni hlutanum. Eftir lokapróf, gátu þeir sem náðu, öðlast baccalauréatgráðu (stúdentsgráðu) í annað hvort stærðfræði eða heimspeki. Tilskipunin gerði engan greinamun á þessum tveimur gráðum og heldur ekki á hinum fjórum leiðum sem leiddu til þessara gráða. Þetta gaf í raun alla, sem kláruðu framhaldsskólanám, jafnan rétt til þess að hefja háskólanám.
Bloggar | 15.11.2021 | 11:58 (breytt 9.4.2022 kl. 20:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér kemur gömul ritsmíð frá mér sem alltaf er gaman að pæla í.
Inngangur
Í þessari ritsmíð er tekinn fyrir einn þeirra stórviðburða sem marka lok miðalda (um 1500), en það voru siðskiptin svokölluðu. Þau leiddu til þess að eining kirkjunnar rofnaði og upp komu nýjar kirkjudeildir. Þegar Lúter hóf siðskiptastarfsemi sína snemma á 16. öld má segja að þá hafi kaþólska kirkjan verið mjög sterk og ekkert virtist geta ógnað stöðu hennar í samfélagi Vestur-Evrópumanna, guðrækinshættir hennar mótuðu bæði líf einstaklinga og þjóða.
En það eitt hve víðtæk siðskiptahreyfingin varð er þó sönnun þess að einhverju meira en litlu hefur verið áfátt og mikill aflvaki hafi verið að verki því til undirbúnings er koma átti.
En hvaða aflvaki var hér á ferðinni? Hvers vegna tókst kaþólsku kirkjunni ekki, þrátt fyrir öfluga stöðu í samfélaginu, að bæla niður mótmæli Lúters og Kalvíns á sama hátt og hún hafði kæft alla gagnrýni á miðöldum? Og þá í framhaldi af þessari spurningu, hvaða atriði í kenningakerfi kaþólsku kirkjunnar gagnrýndu forsprakkar siðaskiptanna helst?
Til þess að svara ofangreindum spurningum er sú atburðarás sem leiddi til þess að kirkjan klofnaði rakin í grófum dráttum og því næst athugað hvað olli ágreiningi kaþólikka og ,,mótmælenda og kom í veg fyrir endursameiningu kirkjunnar í eina heild.
- kafli: Ágreiningur í kaþólsku kirkjunni
1.1 Aflátssala
Sala aflátsbréfa hófst á tímum krossferða. Guðfræðilegur rökstuðningur aflátssölunnar er sá að Kristur og með honum dýrlingar kirkjunnar hafi með líferni sínu stofnað nokkurs konar góðverkasjóð sem kirkjan varðveitti. Með aflátssölu geti kirkjan vísað á þennan sjóð og leyst syndarann frá hinni tímalegu refsingu þessa heims og annars, það er hreinsunareldinum. Í aflátsbréfinu er engri fyrirgefningu lofað fyrr en eftir iðrun og skriftir og aðeins af kirkjunnar hálfu en hins vegar geti guð einn veitt syndafyrirgefningu.[1] Fáfróður almúginn gerði að sjálfsögðu engan greinarmun á þessu tvennu og sölumenn páfastóls nýttu sér það óspart og seldu aflátsbréfin undir því yfirskini að þau veittu fulla fyrirgefningu allra synda og leystu menn undan refsingu í hreinsunareldinum.
Svo gerðist það, að ungur fursti Albrecht að nafni, þurfti á miklu fé að halda til þess að greiða fyrir kaupum á erkibiskupsembætti í Magdeburg og auk þess biskupsembættið í Halberstadt. Á þessum tíma þurfti Leó X páfi einnig á stórum fjárhæðum að halda vegna byggingar Péturs-kirkju í Róm. Þeir komu sér saman um að Albrecht tæki að sér aflátssölu undir þeim formerkjum að verið væri að safna fé til byggingar Péturskirkjunnar í Róm. Ágóðanum af sölu aflátsbréfanna var svo skipt á milli páfans, Albrechts og svo Fuggerættarinnar, sem lánaði Albrecht silfrið fyrir embættiskaupin.[2]
Nú fór í hönd mikil söluherferð aflátssölumanna um lönd Brandenborgarfursta og var þar fremstur í flokki Dóminíkani, Jóhann Tetzel að nafni.[3] Hans einkunnarorð voru ,, um leið og peningar þínir klingja í skálinni, úr hreinsunareldinum stekkur sálin.[4] Aflátssalan var rekin svo af miklu blygðunarleysi að mörgum ofbauð. Einn hinna hneyksluðu var Marteinn Lúter, munkur af reglu Ágústínusar.
1.2 Lúter mótmælir aflátssölunni
Lúter ofbauð svo söluaðferðir Tetzels, að hann ritaði hinar frægu 95 staðhæfingar (theses) um yfirbótina haustið 1517. Ekki er vitað hvort hann hafi fest þær á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg eins og hin hefðbundna söguskoðun gerir ráð fyrir en hins vegar sendi hann eintak af þeim til Albrechts erkibiskups.[5] Lúter bauðst til að verja þessar 95 staðhæfingar um aflát í guðfræðilegri kappræðu. Í staðhæfingum sínum tók Lúter undir gagnrýni margra guðfræðinga á aflátssölunni og þar mátti líka greina upphafið að stórorðum árásum sem hann átti eftir að gera á páfa.
Næstu þrjú ár (1517-20) fóru fram harðvítugra deilur um þessi mál og afstaða Lúters varð ljósari. Þegar hann fór að rökræða við talsmenn kirkjunnar kom í ljós að ekki aðeins hugmyndir hans um aflátssölu fóru í bága við opinberar kennisetningar heldur og um önnur mikilvægari mál. Lúter varð nú ljóst að óbrúanlegt hyldýpi skildi hann frá kaþólskri trú. Árið 1519 háði Lúter kappræðu við lærðan guðfræðing, dr. Jóhann Eck. Eck var slyngari ræðumaður og neyddi Lúter til að viðurkenna að hann myndi ekki beygja sig fyrir úrskurði páfa. Nú var hann knúinn til að hugsa til enda afleiðingar kenninga sinna og stíga svo skrefið til fulls. Niðurstaða hans var sú að páfaveldið væri ekki Biblíunni samkvæmt og Kristur einn væri höfuð kirkjunnar, en ekki páfinn, og lýsti hann ennfremur þeirri skoðun sinni að bæði kirkjuþingi og páfa gæti skjátlast. [6] Þar með var Lúter orðinn uppreisnarmaður gegn kaþólskri kirkju.
1.3 Ein af mörgum uppreisnum
Uppreisn Lúters var reyndar ekki fyrsti háskinn sem steðjað hafði að valdi páfa síðan það náði hámarki á 13. öld. Á tíma kirkjusundrungarinnar um aldamótin 1400, komu fram tveir uppreisnarmenn sem um margt minna á Lúter og fylgjendur hans. Það voru John Wycliffe, enskur guðfræðingur sem var uppi á 14. öld og tékkneskur lærisveinn hans, Jóhann Húss. Fylgjendur Wycliffe nefndust lollardar. Þeir höfðu margar sömu kröfur og mótmælendur síðar. Hjá þeim var meira gert með prédikun en sakramenti.[7] Hinn flokkurinn, fylgjendur Húss, nefndust hússítar. Stefna þeirra var að gera Biblíuna æðri en páfa eða kirkju.[8] Þrátt fyrir mikið fylgi við báðar þessar hreyfingar náðu þær ekki að slíta sig frá kaþólsku kirkjunni. Voldugustu fylgismenn Wycliffe sneru við honum baki þegar hann tengdist réttindabaráttu alþýðunnar í Englandi en í Bæheimi tókst páfa að gera samning við Bæheimsbúa um hlýðni við hann gegn því að þeir héldu sumum af kirkjusiðum sínum.[9]
1.4 Fornmenntastefnan og páfarnir
Við lok miðalda var kaþólska kirkjan farin að sæta ámæli fyrir að taka flest annað fram yfir sálusorgarhlutverk sitt. Á Ítalíu er þetta blómaskeið endurreisnarinnar og hún setur ótvírætt svip sinn á æðstu stjórn kirkjunnar. Páfarnir og aðrir æðstu kirkjuhöfðingjar voru hvorki í landstjórn sinni né líferni frábrugðnir öðrum þjóðhöfðingjum, embætti kirkjunnar voru notuð sem tekjulind óverðugra; trúin var orðin að verslunarvöru.[10] Dóminníkaninn Girolamo Savonarola (dó 1498), sem var ástandinu vel kunnugur, lýsir því svo:
The scandal begins in Rome and runs through the whole clergy; they are worse than Turks and Moors. In Rome you will find that they have one and all obtained their benefices by simony. They buy preferments and bestow them on their children or brothers who take possession of them by violence and all sorts of sinful means. Their greed is insatiable, they do all things for gold. They only ring their bells for coin and candles; only attend vespers and choir and office when something is to be got by it. They sell their benefices, sell their sacraments and traffic in masses.[11]
Á tímum siðaskiptanna eru þjóðríki nútímans að mótast og um leið þjóðleg andstaða gegn páfaveldinu. Ógrynni fjár rann árlega frá Þýskalandi og öðrum Vestur-Evrópuríkjum til páfastólsins í Róm; þetta var eitt besta áróðursefni Lúters og fylgismanna hans.
Ástandið innan kirkjunnar sætti því mikilli gagnrýni, stundum á siðferðislegum forsendum, stundum á fræðilegum grundvelli. Fræðilega gagnrýnin kom ekki síst frá svonefndum fornmenntamönnum (húmanistum). Þeirra frægastur var Erasmus frá Rotterdam. Marteinn Lúter var því, ásamt Erasmusi, aðeins einn af mörgum gagnrýnendum kirkjunnar. Eins og þeir vildi hann í fyrstu koma fram umbótum innan hennar, en þegar hann kom engu áleiðis við yfirstjórn kirkjunnar fremur en þeir, gekk hann skrefi lengra og sagði skilið við hana. Erasmus var ekki reiðubúinn til að segja skilið við hina ríkjandi kirkju.[12] Hann vildi koma á sáttum á milli deiluaðila en var fyrir vikið fordæmdur af báðum. Vafalaust höfðu fornmenntamennirnir átt sinn þátt í að rýra kennivald kirkjunnar.[13]
- kafli: Kirkjan klofnar
2.1 Barátta Lúters gegn páfaveldinu
Í fyrstu voru mótmæli Lúters ekki tekin alvarleg af hálfu páfastóls en þegar kenningar hans tóku að hljóta mikið fylgi, bæði meðal guðfræðinga og almennings, bannfærði páfi hann. Lúter hafði bannið að engu, enda undir verndarvæng þjóðhöfðingja síns, Friðriks kjörfursta vitra í Saxlandi.[14] Á þessum tíma urðu keisaraskipti og hafði það einnig mikið að segja um afskiptaleysi páfa en hann þurfti á Friðriki vitra að halda til þess að koma sínum manni að í keisarastól. Árið 1521 stefndi hinn nýi og strangkaþólski keisari, Karl V., Lúther fyrir ríkisþing í Worms og skorað á hann að draga kenningar sínar til baka. Því neitaði Lúter staðfastlega en fekk að fara í griðum. Þingið lýsti hann svo villutrúarmann og útlægan um allt ríkið.[15] Enn gerðist Friðrik bjargvættur Lúters og gat hann setið í skjóli Saxlandsfursta, enda vald Þýskalandskeisara lítið yfir einstökum furstum ríkisins. Án hjálpar Friðriks hefði Lúter lítið getað gert á móti valdi páfans og keisara.[16]
Hver sá konungur eða fursti sem snerist til hinnar nýju trúar átti von á því að styrkja stórlega aðstöðu sína, fjárhags- og stjórnmálalega, með því að leggja undir sig eignir kirkjunnar og veitingavald kirkjuembætta. Kenningar Lúters hlutu því náð fyrir augum margra þjóðhöfðingja sem þyrsti í meiri völd og auð.
Í banni páfa og útlegð keisarans var Lúter kominn of langt til að við yrði snúið. Upp frá þessu hóf hann að móta nýja kirkju til höfuðs hinni kaþólsku. Sjálfstraust og ósveigjanleiki í skoðunum ásamt rás viðburðanna leiddi til þess að hann sagði endanlega skilið við kaþólsku kirkjuna.[17]
Það sem hjálpaði Lúter við að útbreiða skoðanir sínum var prentverkið, sem kannski var ein helsta ástæða þess að kirkjan hans náði svo skjótt útbreiðslu og lifði af, ólíkt því sem var um aðrar trúarhreyfingar sem komu upp á miðöldum.[18] Einnig má geta þess að Lúter ritaði lipran stíl, þannig að allir skildu boðskap hans, ólíkt skrifum lærdómsmanna þessa tíma. Boðskapur Lúters hlaut því bæði fylgi menntamanna og alþýðu.
2.2 Kirkja Kalvíns
Af kirkjum þeim og söfnuðum sem mynduðust í kjölfar hinnar lútersku varð sú fjölmennust sem kennd er við Kalvín. Hann hafði orðið fyrir áhrifum af ritum Lúters og varð ungur einn snjallasti rithöfundur siðskiptamanna.
Þegar Kalvín kom fram á sjónarsviðið um miðja 16. öld mátti svo sýnast að mestallur frumkraftur væri úr siðskiptahreyfingunni enda lúterska kirkjan orðin nánast undirdeild í stjórnarráðum þýsku furstanna. Hann var sá siðskiptamaður sem hreyfingin þurfti á að halda gegn gagnsókn kaþólsku kirkjunnar er nú fór í hönd.
Kalvín kom skipan á kirkjuna í Genf í Sviss þegar siðskiptin áttu sér þar stað. Frá borginni voru gerðir út trúboðar og hann eignaðist fylgjendur víða um lönd, í Sviss, Frakklandi, Niðurlöndum, Póllandi, Ungverjalandi og á Bretlandi.[19] Í Kalvínstrú er safnaðarlífið meginatriði og grípur inn á svið samfélags og landstjórnar. Kirkjuaginn var strangur.
Vegna síns stranga aga og óbilandi trúar á útvalningu guðs var kalvínska kirkjan vel í stakk búin til að standa í stríði og þreyja af í löndum undir kaþólskri stjórn.
- kafli: Í hverju fólust siðbreytingarnar?
3.1 Frelsun mannanna
Um það hafa kristnir menn alltaf verið sammála, að maðurinn sé í eðli sínu syndugur, en eigi sér viðreisnar von fyrir guðs náð. Kaþólska kirkjan kenndi að endurlausn öðlaðist maðurinn fyrir samverkan guðs náðar og sinna eigin góðu verka, og varð þá að gera ráð fyrir frjálsum vilja. Endurlausnina öðlaðist maðurinn með sakramentum kirkjunnar, það er skírn, skriftum og altarisgöngu. Kirkjan væri því eins konar tengiliður á milli guðs og manna. Guð ynni því náðarverk sitt með aðstoð kirkjunnar.
Lúter var á annarri skoðun. Hann taldi að maðurinn ætti að eiga sjálfur við guð um endurlausn sína, og væri þar ekkert á mannsins valdi heldur allt undir náð guðs komið. Synd mannsins yrði ekki afmáð, hvorki með þjónustu kirkju né góðri breytni mannsins sjálfs. Í friðþægingarkenningu Lúters á því hver maður sáluhjálp sína við guð, án þess að kirkjan eða heilagir menn hafi þar milligöngu. Þar með afneitaði hann ásamt Kalvíni kennivaldi páfa, dýrkun helgra manna og dóma, aflátssölu og sérstöðu prestastéttarinnar.[20] Maðurinn yrði að treysta eins og barn á náð guðs. Hjá almætti náðarinnar varð hvort tveggja ómerkt, góðverkin og viljinn frjálsi. Lúter trúði á útvalningu (predestination), það er að guð réði því hvort maður yrði trúaður og þar með frelsaður eða ekki.[21] Hann dró að mestu broddinn úr kenningunni síðar á ævi sinni. Þessi kenning varð grundvallarþáttur í kenningum Kalvíns og með öðrum hætti en hjá Lúter.
Kalvín trúði því að guð hefði allt frá öndverðu fyrirhugað hverjum manni annaðhvort frelsun eða glötun. Hvorugu var á mannsins valdi að breyta. Hlutverk útvalinna jafnt sem útskúfaðra var það eitt að sýna tign guðs.[22]
3.2 Kirkjan
Eins og kom fram í kaflanum á undan var það álit kaþólskra manna að þjónusta kirkjunnar væri nauðsynlegur þáttur í náðarverki guðs. Mótmælendur töldu hins vegar að kirkjan væri samfélag trúaðra, hvernig sem það væri skipulagt.[23] Eini tilgangur kirkjunnar væri að koma á framfæri orði guðs og hjálpa mönnum þannig að öðlast hina sáluhjálplegu trú.
Mótmælendur höfnuðu miðstjórnvaldi kaþólsku kirkjunnar en urðu þó sjálfir að hafa einhvers konar yfirstjórn. Lúter og Kalvín fóru hvor í sína áttina í þeim efnum. Þegar Lúter var að stofna sína kirkju þurfti hann á bandamanni að halda gegn kaþólsku kirkjunni. Hann fól þjóðhöfðingjunum umsjá kirkjunnar, þar sem þeir höfðu bestu aðstöðu til að vernda hana.[24] Lúterska kirkjan hefði sennilega ekki lifað af án aðstoðar þeirra. Aftur á móti voru aðstæður Kalvíni hagstæðari. Fylgjendur hans störfuðu í sjálfstæðum borgum þar sem völdin voru í höndum efnaðra borgara og höfðu þar af leiðandi frjálsari hendur með að skipuleggja kirkju sína og gera hana sjálfstæða gagnvart veraldlegum höfðingjum. Kalvínska kirkjan var á móti hvers konar ríkisvaldi og vildi eins og kaþólska kirkjan alræði trúarinnar yfir hinu veraldlega.[25]
Innan kirkjuveggja mótmælenda var dregið úr öllum íburði sem einkenndi svo kaþólsku kirkju, mest í kalvínsku kirkjunni. Boðun orðsins varð aðalatriði messunnar, ritningarlestur og prédikun. Mótmælendur höfnuðu ritum kirkjufeðra og samþykktum kirkjuþinga, sem eru grundvöllur kaþólskrar trúar ásamt Biblíunni. Þeir héldu því fram að Biblían væri eini ,,leiðarvísir hinn kristna manns. Og þar sem hver maður átti einn sín mál við guð var sérhver maður sinn eiginn prestur.[26]
3.3 Siðferði
Helsta ádeiluefni siðskiptamanna á kaþólsku kirkjuna var hið mikla siðleysi og spilling innan kirkjunnar. Því lögðu mótmælendur, og þá sérstaklega kalvínstrúarmenn, áherslu á siðavendni og strangleika í hegðun mannsins. Það að lifa góðu og grandvöru lífi var að vísu engin trygging fyrir því að vera í hópi hinna sáluhólpnu og útvöldu. Óguðlegt líferni útilokaði hins vegar þann möguleika. Kirkjustjórnarráðið (consistorium) sem Kalvín setti á fót var sú stofnun sem hann beitti til þess að hafa eftirlit með hegðun íbúanna. Kirkjustjórnarráðið varð að einhvers konar siðgæðislögreglu sem með tímanum tók að misnota vald sitt. Það greip inn í alla þætti mannlífsins. Til dæmis var allur íburður í klæðaburði bannaður svo og allt óhóf í mat og drykk. Dans var útlægur gerður sem og aðrar skemmtanir.[27] Trúarofstækið varð ráðandi.
Kalvínska kirkjan varð til í borgunum, þar sem borgarar og iðnaðarmenn réðu ferðinni og verslun og iðnaður dafnaði. Það að hagnast var mikilsvert keppikefli hjá öllum borgurum og iðnaðarmönnum. Því tók Kalvín upp gildismat þessara stétta og sagði, þótt hann slægi nokkra varnagla, að það væri í lagi að taka vexti af lánum og lagði blessun sína yfir álagning kaupmanna á vörur.[28] Auðsöfnun, fjármagn og vextir væru því eitt af eðlilegum fyrirbærum þjóðlífsins.
Hins vegar hélt Lúter í þessum efnum fast við fordæmingu kaþólskra á vaxtatöku, sem höfðu alla tíð fordæmt okur mjög stranglega.[29] Siðfræði miðalda taldi óseðjandi auðgræðgi bæði ófélagslega og siðlausa. Fyrir Lúter var því auðsöfnun, fjármagn og vextir nánast af hinu illa og til þess fallið að tefja manninn og glepja á eilífðarbrautinni.
Niðurstöður
Uppreisn Lúters var ein af mörgum uppreisnum miðalda gegn kenningum og valdi kaþólskrar kirkju. En nokkrir meginþættir ollu því að trúarhreyfing hans og annarra sem á eftir komu, lifði af umrótið sem í kjölfarið fylgdi.
Í fyrsta lagi naut Lúter stuðnings þjóðhöfðingja síns, enda gat fylgi við hina nýju trú þýtt aukið vald og meiri auð fyrir þjóðhöfðingjann. Í öðru lagi hafði ástandið í kaþólsku kirkjunni náð svo háu stigi í spillingu og siðleysi að ekki varð aftur snúið. Ef hlustað hefði verið á menn eins og Erasmus frá Rotterdam, sem vildi umbætur innan frá, hefðu mál kannski farið á annan veg. Í þriðja lagi hafði hin nýja tækni, prentverkið, mikið að segja um úrslit baráttu siðskiptamanna og kaþólikka. Nú var hægt að koma boðskapnum til fjöldans á skömmum tíma og ekki sakaði að brautryðjandi siðskiptanna, Lúter, skrifaði á þann hátt að flestallir skildu hvað hann átti við.
Það var ekki aðeins spillingin og siðleysið innan kirkjunnar sem ýttu undir siðskiptin, heldur einnig guðfræðileg ágreiningsefni. Deilur um rétta kenningu komu siðskiptahreyfingunni af stað.
Siðskiptamenn vildu ekki viðurkenna að með sakramentum kirkjunnar öðlaðist maðurinn endurlausn. Milligöngu kirkju og helgra manna við guð var hafnað. Þeir vildu koma á beinu sambandi guðs og manns með milligöngu orðsins. Kirkjan var sá staður, þar sem boðun orðsins átti að eiga sér stað.
Siðskiptamenn höfnuðu því kennivaldi páfa, dýrkun helgra manna og dóma, aflátssölu og sérstöðu klerka.
Miðstjórnarvaldi páfastóls var hafnað. Lúter fól þjóðhöfðingjunum umsjá kirkjunnar enda átti hann fárra kosta völ. Kirkja Kalvíns var sjálfstæðari enda sprottin upp úr farvegi sjálfstæðra borga.
Siðskiptamenn lögðu áherslu á siðvendni og strangleika, gagnstætt siðleysinu og spillingunni sem þeir töldu einkenna kaþólsku kirkjuna. Kalvín gekk lengst í þessum efnum af siðskiptamönnum á 16. öld.
Tilvísanir:
[1] George L. Mosse, The Reformation, 3. útgáfa, 13-14. Harold J. Grimm, The Reformation Era 1500-1650, 49-50.
[2] George L. Mosse, The Reformation, 14. Harold J. Grimm, The Reformation Era, 106,108. A.G. Dickens, Reformation and Society in Sixteenth-Century Europe, 61.
[3] Harold J. Grimm, The Reformation Era, 108.
[4] Joseph Lortz, The Reformation in Germany, 1. bindi, 227.
[5] Euan Cameron, The European Reformation, 100. Handbook of European History 1400-1600. Late Middle Ages, Renaissance and Reformation, Thomas A. Brady, Jr., Heiko A. Oberman og James D. Tracy, 2. bindi, 133.
[6] Harold J. Grimm, The Reformation Era, 124-125. George L. Mosse, The Reformation, 26-27.
[7] Magnús Jónsson, Saga kristinnar kirkju, 220-221.
[8] Handbook of European History, 62-63.
[9] Um trúarhreyfingar Wycliffe og Húss má lesa í Sögu kristinnar kirkju eftir Magnús Jónsson, 218-225.
[10] George L. Mosse, The Reformation, 13,15.
[11] David Maland, Europe in the Sixteenth Century, 2. útgáfa, 76.
[12] Harold J. Grimm, The Reformation Era, 83.
[13] Sama heimild, 85.
[14] Harold J. Grimm, The Reformation Era, 130-131.
[15] Sama heimild, 141.
[16] Handbook of European History, 136. H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 128.
[17] Harold J. Grimm, The Reformation Era, 141.
[18] George L. Mosse, The Reformation, 27-28.
[19] Handbook of European History, 229-230.
[20] David Maland, Europe in the Sixteenth Century 261.
[21] H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 118.
[22] H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 145.
[23] Euan Cameron, The European Reformation, 145-146. H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 148.
[24] H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 119.
[25] David Maland, Europe in the Sixteenth Century, 258.
[26] Euan Cameron, The European Reformation, 149. H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 118.
[27] Harold J. Grimm, The Reformation Era, 340.
[28] Sama heimild, 350. H.G. Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 152-153.
[29] Koenigsberger og George L. Mosse, Europe in the Sixteenth Century, 153.
Bloggar | 14.11.2021 | 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér kemur gömul framsaga frá mér.
Fræðimenn á 18. og 19. öld litu oft á söguna sem fyrirbrigði sem lýsti einhverju sem væru jákvæðar framfarir. Sagnfræðingar nútímans eru almennt ekki jafn bjartsýnir á að samfélög nútímans séu á einhverjum hátindi og fyrirrennarar þeirra voru. Hér eru teknar fyrir hugmyndir tveggja sagnfræðinga, J.H. Plumbs og E.H. Carrs, sem þeir settu fram á 7. áratug 20. aldar um hvort að líta megi á söguna sem eins konar framþróun eða framfarir.
Plumbs er/var á þeirri skoðun á líta beri á söguna sem skeið framfara, þótt einstaka sinni gæti þar afturfarar. Hún hafi gildi fyrir samtíðina, vegna þess að hún skráir ekki einungis ósigra, heldur einnig sigra mannsandans og auki þar með bjartsýni á nútíð og framtíð. Hins vegar hafa framfarir verið skrykkjóttar, afturför og hnignun hefur verið algeng fyrirbrigði, en framfarirnar séu þó auðljósar hverjum sem vilji viðurkenna það.
Hann segir að enginn sagnfræðingur geti neitað því að líf hins venjulega manns hefur smám saman verið bætt á allan hátt en þakka megi skynsemishyggjunni (e. rationalism) að mestu þessa þróun. Á öllum sviðum mannlíf hafi hún sannað gildi sitt.
Hann segir jafnfram að hægt sé að nota söguna sem réttlætingu (þá væntanlega á grundvelli skynsemishyggjunnar), ekki á eitthvað tiltekið forræði eða siðferði, heldur á þá eiginleika mannsins anda sem lyft hefur okkur úr hyldýpi villimennskunnar og á getu hans til þess að geta endurbætt líf sitt og á dyggðir mannlegs vits; á getuna til skynsamlegrar hegðunar. Þessi fortíð er eign alls mannkyns, m.ö.o. að hún er mannleg í breiðasta skilningi þess orðs og því beri að nota hana í þágu alls mannkyns.
Árangur mannsins hefur byggst á notkunar rökhyggju, hvort sem það er á sviði tækni eða samfélags. Skylda sagnfræðingsins er að kenna þetta til þess að gefa manninum nokkuð konar huggun við þau erfiðu verkefni sem hann er að fást við í dag og mun fást við í framtíðina. Sagnfræðingurinn á sem sagt ekki einungis að endurskapa fortíðina, heldur einnig að hjálpa við að móta samtíðina.
Það sem Plumbs er hér að halda fram, er að sagan hafi notagildi sem sagnfræðingurinn beri að nýta sér af skynsemi fyrir samtíðina. Sagan geti m.ö.o. kennt okkur visku á sinn dýpsta hátt, okkur öllum til góðs.
E.H. Carr vill gera skýran greinarmun á þróun (e. evolution) og framfarir (e. progress). Hann segir á tíma upplýsingaaldarinnar hafi menn sett saman sem merki milli lögmála sögunnar og náttúrunnar. Með öðrum orðum þeir trúðu á framfarir.
En hvers vegna á að líta á náttúruna sem eitthvað fyrirbæri sem fæli í sér framfarir? Hegel leit svo á að skila beri söguna sem eitthvað sem væri framfarir en náttúruna sem eitthvað sem væri andstætt henni.
Þegar Darwinisminn kom til sögunnar, þótti það sannað að náttúran væri eftir allt saman framfaragerðar eins og sagan. En þetta viðhorf skapar vanda. Menn hafa ruglað saman líffræðilega erfðaeiginleika við áunna félagslega eiginleika sem séu uppspretta framfara í sögunni. Líkamlega hefur maðurinn ekkert þróast á sögulegum tíma, heili hans er m.ö.o. ekki stærri en hann var fyrir 5000 árum. En geta og virkni hans til þess að hugsa og læra hefur aukist margfalt, einfaldlega með því að læra af reynslu undangengina kynslóða.
Þessi yfirfærsla eða flutningur áunnina eiginleika, sem er hafnað af líffræðingum, er í raun grundvöllur allra félagslegra framfara. Sagan er framfarasinnuð að því leytinu til, að hún yfirfærir hæfileika frá einni kynslóð til annarar. En varast beri að líta svo á að sögulegar framfarir hafi einhverja ákveðna byrjun eða endir. Hvorki sé hægt að staðsetja byrjunina né endinn.
En Carr virðist vera sammála Plumbs í því að sagan sé framsækin að því leytinu til að hún skráir ekki aðeins framfarir, heldur sé hún í eðli sínu framfarasinnuð vísindi, m.ö.o. að hún sé hluti rás atburða og er um leið vitnisburður þeirra sé framfaragerðar.
Carr leggur hins vegar áherslu á að framfarir séu ekki samfelldar í tíma eða rúmi, þ.e.a.s. þær fara ekki eftir beinni línu. Það sem hann er að segja er að framfarir geti hætt á einum stað á ákveðnum tíma, en hafist á öðum stað í öðru rúmi af öðrum aðilum. Framfarir þýðir ekki jafnar eða líkar framfarir fyrir alla. Framfarir fara eftir línu, sem er með vissum viðsnúningi, dýfum og eyðum á milli; þ.e. afturför og stöðnun eru þar með eðlilegur hluti framfara.
Carr endar mál sitt á því að segja að hin eiginlega saga geti aðeins verið rituð af þeim sem finna eða skynja þá stefnu sem er í henni sjálfri. M.ö.o. sú skynjun að við komum einhvers staðar frá og við séu að fara eitthvert. Sagan hefur stefnu.
Bloggar | 13.11.2021 | 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók einn áfanga/námskeið við Háskóla Íslands í gamla daga sem ber heitið ,,Heimspekileg forspjallavísindi" og er skylduáfangi. Þar er kennd gagnrýnin hugsun og tel ég þetta vera besta nám sem ég hef tekið. Af hverju?
Jú, vegna þess að það er stöðugt verið að bera að okkur upplýsingum og ef mann kann ekki að vinna úr þeim á gagnrýnan hátt, lætur maður ljúga að sér. Það er eitthvað sem ég er ekki að fíla.
Ég lærði líka gríska heimspeki, þar sem gagnrýna hugsunin kemur upphaflega frá og þar er Sókrates í uppáhaldi sem ,,neyddi sannleikann fram" með rökræðum.
Þá komum við að sókratísku aðferðinni. Hér gríp ég niður í grein Svavars Hrafns Svarvarsson beint á Vísindavefnum:
,,Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr hann um einhverja dyggð eða siðferðilegan eiginleika. Hann virðist vera á höttunum eftir skilgreiningu. Viðmælandinn leggur eitthvað til og segir hvað hann telji dyggðina eða eiginleikann vera. Sókrates reynir þá og prófar tillöguna með því að krefjast svara við fleiri spurningum. Að lokum kemur á daginn að svörin við þeim spurningum stangast á við upphaflegu tillöguna. Til verður ósamræmi á milli tillögunnar og svaranna þannig að hvort tveggja getur ekki verið satt. Allt er enn með felldu. En nú má spyrja nokkurra spurninga um aðferðina sjálfa, og hefur einkum þriggja verið spurt: Hvað veldur aðferðinni? Hvers vegna vill Sókrates fanga dyggð með skilgreiningu? Hvernig bregst Sókrates við lokastöðunni?"
Ég beitti þessari aðferð óspart á háskólakennaranna og vann rökræður! Einnig er mikilvægt er að þora að vera í minnihluta og vaða gegn ríkjandi skoðunum í samfélaginu, því að oft hefur meirihlutinn ekki rétt fyrir sér.
Minnihlutaskoðanir
Minnihlutaskoðanir eru mikilvægar fyrir t.d. lýðræðið. Undirstaða gagnrýnnar hugsunar er tjáningarfrelsið (málfrelsið þar á meðal) og því tek ég því líka illa þegar einhver er að reyna að bæla niður skoðanir annarra á einhvern hátt.
Hvað er gagnýnin hugsun almennt?
Grípum niður í grein eftir Henry Alexander Henrysson á Vísindavefnum, Hvað er gagnrýnin hugsun? og hvað hún segir: Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þróun heimspekilegrar hugsunar.
Að sögn Henry eru fyrirmyndir fjölmargar en hér er látið nægja að nefna þrjár slíkar. Fyrsta skal nefna þá rökræðuaðferð sem Sókrates tileinkaði sér. Samkvæmt henni ber vel hugsandi einstaklingi að horfa framhjá stöðu viðmælanda síns og sannfæringakrafti orða hans en einbeita sér þess í stað að því hvort viðkomandi færi rök fyrir skoðunum sínum.
Önnur fyrirmynd er greining enska sautjándu aldar heimspekingsins Francis Bacon á þeim hugsanavillum sem leiða fólk til rangra skoðana og þröngsýni. Hann greindi rætur slíkra villna meðal annars í samfélaginu, tungumálinu og mannlegu eðli.
Síðasta fyrirmyndin eru þær reglur hugsunarinnar sem franski heimspekingurinn René Descartes kynnti í verki sínu Orðræðu um aðferð. Þessar reglur fela það í sér að mynda sér enga skoðun sem maður getur ekki sjálfur fært rök fyrir, ávallt greina öll vandamál niður í smæstu einingar, vera skipulagður í hugsun og forðast ekki ítarlegar röksemdafærslur.
Í stuttu máli sagt er gagnrýnin hugsun færni sem gerir ráð fyrir tilteknum vitsmunadygðum, siðferðisdygðum og verknaðardygðum. Þjálfun í gagnrýninni hugsun fellur þannig innan þess sem kallað hefur verið skapgerðarmenntun eða mannkostamenntun.
Bloggar | 12.11.2021 | 15:25 (breytt 18.5.2022 kl. 13:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020