Formbreyting á franskri framhaldsskóla menntun 1865-1920

Hér er framsaga sem ég hélt í Háskóla Íslands. Líklega um 1998. Ég birti ţetta, ţar sem ţetta er nokkuđ athyglisvert viđfangsefni. Ekki man ég tilefniđ ađ ég hélt ţessa framsögu.

Napóleon Bonaparte skapađi mjög miđstýrt og reglubundiđ kerfi fyrir hinn almenna framhaldsskóla. Lykilhlutverkinu í ţví gegndi hinn ríkisrekni menntaskóli (lycée), út alla 19. öldina. Ţar til um 1865 var námskrá hans nćr eingöngu byggđ á klassískum eđa sígildum námsgreinum. Ţessi menntaskóli var yfirleitt stofnađur í stórum borgum og rekinn beint af miđstjórninni í París.

Svipađar skólastofnanir og ríkismenntaskólarnir voru svokallađir colléges. Ţeir voru oftast stađsettir í minni bćjum og ađ hluta til styrktir af viđkomandi bćjarstjórn eđa sveitafélagi. Námskrá ţeirra var eins og í ríkismenntaskólunum, en margir voru ólíkir hinu fyrrnefndu ađ ţví leytinu til, ađ marga ţeirra skorti efri bekkina.

Á međal margra mismunandi framhaldsskólastofnanna í einkaeign, var Jesúsíta colléges ţeirra mikilvćgasta. Líkt og ríkismennaskólarnir og colléges, undirbjuggu ţeir marga nemendur undir baccalauréat, sem var lokapróf međ prófskírteini og líktist mjög ţýska stúdentsprófinu Abitur og hinu íslenska. (Framhaldsskólinn var nánast algjörlega ađskilinn grunnskólanum í Frakklandi sem og var einnig í Ţýskalandi og Íslandi).

Eftir ađ hafa fengiđ stúdentspróf eđa baccalauréat gráđu um 18. ára aldur, gátu franskir nemendur haldiđ áfram og gengiđ í hvađa menntastofnun á háskólastigi sem er og tekiđ einhverja háskólagráđur og ţannig ađ endingu komist inn í eina af hinu lćrđu stéttum.

Frá enseignement spécial (almennur sérskóli á framhaldskólastigi) til enseignement moderne

Milli 1863 og 1865 kynnti menntamálaráđherrann Victor Duruy svo kallađ enseignement spécial eđa sérnám á framhaldsskólastigi. Ţetta var međal fyrstu tilraununum til ađ breyta kerfisbundiđ franskri framhaldsskólanámsskrá síđan í byrjun 19. aldar. Ţetta enseignement spécial var hannađ til ţess ađ geta bođiđ upp á skýrari og fleiri möguleika á framhaldsskólastiginu en hingađ til hafđi veriđ í bođi, en ţetta nýja nám átti ađ fara fram í sama skólahúsnćđi og ţáverandi framhaldsskólar eđa menntaskólar voru í. Ţetta var fjögurra ára áfangi eđa nám, sem byrjađi viđ 11 ára aldur, en í ţví var lögđ áhersla á hagnýt vísindi, rannsóknastofuvinnu og jafnvel verkţjálfun.

Duruy taldi ađ međ ţessari ráđstöfun vćri veriđ ađ mćta aukinni ţörf í iđnađi, verslun og landbúnađi fyrir ţjálfuđum starfsmönnum. Ţetta enseignment spécial nám, sem fór fram í nćsta framhaldsskóla og var álitiđ á framhaldsskólastigi, átti ađ skera sig algjörlega frá hinu almenna klassíska námi á framhaldsskólastigi. Ţeir nemendur sem kláruđu ţetta fjögurra ára námi fengu ekki baccalauréatgráđu eđa luku ekki stúdentspróf og ekki var ćtlast til ađ ţeir héldu áfram námi á háskólastigi.

Duruy virđist hafa litiđ á hinu nýju námskrá sem sérstaklega hentuga fyrir minna gefna nemendur, sem hefđu kannski ekki fariđ á framhaldsskólastig vegna erfiđs náms í hinum fornu eđa klassísku málum (grísku og latínu). Á sama tíma virđist Duruy, í gengum umbótum sínum, vera ađ reyna ađ koma félagslegum umbótum á međ ţví ađ opna leiđ fyrir félagslegan hreyfanleika, ţađ er ađ segja ađ leyfa hinum mismunandi stéttum ađ ganga í sama skóla, skóla sem byđi upp á tvennskonar möguleika eđa námsskrár.

Hvađ sem Duruy ćtlađi sér međ ţessu nýja námi, ţá komst ţađ í mikla samkeppni eđa baráttu viđ ađ öđlast jafna stöđu og klassíska námiđ. Ţetta kom skýrast í ljós á níunda áratugi 19. aldar. Áriđ 1882 var sérnámiđ (enseignement spécial) breytt ţannig, ađ nú var ţađ skipt í tvennt. Fyrri hlutinn spannađi 3 ár en sá síđari 2 ár og ţannig var námiđ lengt úr fjórum árum í fimm. Áriđ 1886 var sjötta árinu bćtt viđ. Á sama tíma var sérnáms-baccalauréat eđa ,,sérnámsstúdentsprófi´´ og skírteini komiđ á fyrir ţá nemendur sem luku 6 ára nám. Međ ţessari ráđstöfun átti ađ gera sérnámiđ sambćrilegt viđ hiđ klassíska. Breyta átti einnig enseignement spécial heitinu í enseignement classique francais en ţađ mćtti mikilli mótstöđu verjenda hiđs klassíska náms. Ţá var ţví breytt í enseignement moderne 1891. Á ţessum tíma var sérnámiđ orđiđ nćstum ţví alveg eins og ţađ klassíska ađ uppbyggingu. Hin nýja námskrá fyrir sérnámiđ var ađeins öđru vísi ađ ţví leytinu til ađ engin latína eđa gríska var kennd og í henni var međal annars náttúruvísindi, nútímamál og franskar bókmenntir.

Áriđ 1881 birtust á sjónarsviđiđ tvćr nýjar gerđir af frjálsum almennings-grunnskólum međ efri bekki (public higher primary schooling) en sumir af ţeim tóku einnig upp fulla verknámskennslu eđa sérskólanám sem enseignement spécial kerfiđ hafđi hingađ til eingöngu sinnt. Á međan sérnámiđ var ađ taka breytingum á níunda áratugi 19. aldar tóku ţví nýjar gerđir af skólum ađ taka viđ hlutverki ţess, enda myndađist viđ ţađ tómarúm er sérnámiđ var orđiđ nćstum ţví klassískt. Um aldarmótin nítján hundruđ kom upp sérstök hreyfing (Society for the Study of Question of Secondary Education), sem var reiđubúin til ađ veita námskeiđum eđa námi sem innihéldi ekki klassísk frćđi sömu stöđu og menntaskólinn, svo fremur sem hann héldist ,,hagnýtur´´ í reynd. Ţessi hreyfing héld ţví einnig fram ađ enseignment spécial kerfiđ eđa sérnámiđ sem Duruy kom á, hafi veriđ gott og gilt og ţví hefđi ekki átt ađ breyta eđa falla frá.

 

Ađlögun og vörn hins klassíska náms

Frá áttunda áratugar 19. aldar, og ţar til enda hennar, voru einnig uppi deilum um hlutverk menntaskólans, ţađ er ađ segja hvernig haga ćtti hinu klassíska námi. Átti ađ breyta náminu ţannig ađ ţađ tćki inn námsgreinar eins og ensku og ţýsku, franskar bókmenntir, sögu, landafrćđi og umfram allt, náttúruvísindi? Sem sagt, átti ađ gera námiđ nútímalegra. Eftir miklar deilur, var komiđ á málamiđlun. Nú var bćtt viđ hiđ klassíska nám mun fleiri tíma í ,,nútímanámsgreinum´´ en engu sleppt úr ţví klassíska. Ţessi ráđstöfun leiddi til ţess ađ foreldrar nemenda kvörtuđu yfir miklu námsálagi á ţeim.

Árin 1884-85 og 1890 voru breytingar gerđar á hinu klassíska námi, til ađ leysa vandamáliđ varđandi álagiđ á nemendurna. Kennslustundum fyrir hverja viku var fćkkađ til muna og kom ţađ mest niđur á nútímanámsgreinunum, en fornmálin fengu eftir sem áđur jafnmargar kennslustundir.

Á níunda áratugnum voru flestir á ţví, ađ ţađ eigi ađ skipta framhaldsskólastiginu niđur í hluta og gefa ćtti ţeirri hugmynd upp á bátinn, ađ sameina ćtti sérnámiđ viđ hiđ klassíska.

1899 var skipuđ ţingnefnd undir forsćti Alexandre Ribot til ađ rannsaka til fullnustu framhaldsskólakerfiđ. Í fyrstu snérist rannsóknin um ţađ, hvers vegna nemendur sćktust svo mikiđ í Jesúítaskólanna í stađ ríkismenntaskólanna og colléges. En hins vegar kom fljótlega upp á yfirborđiđ deilan um ,,nútímanámsgreinarnar´´ og hiđ klassíska.

Niđurstađan úr ţessari rannsókn var sú, ađ tilskipun var gefin út áriđ 1902, en hún batt endi á deilurnar um framhaldsskólann sem höfđu veriđ viđvarandi á seinni helmingi 19. aldar. Ţessi tilskipun bjó til ramma fyrir franska framhaldsskólastig, sem hélst óbreytt ađ mestu ţar til eftir seinni heimstyrjöld.

Hiđ sjö ára langa framhaldsskólanám, sem hófst viđ 11 ára aldur, var nú skipt í tvo hluta eđa helminga. Hinn fyrri var fjögur ár ađ lengd en sá síđari ţrjú. Í fyrri hlutanum gátu nemendur valiđ um nútímabraut (modern stream) eđa klassíska, en sú síđari bauđ upp á grísku sem valáfanga. Í öđrum hlutanum héldu ţeir sem völdu nútímabraut, áfram á braut sem kallađist (nútíma) tungumála-vísindabraut (Modern) Languages-Sciences), á međan hinir sem komu úr fornfrćđibrautinni eđa hinni klassísku, gátu valiđ um eđa kosiđ latínu-grískubraut (Latin-Greek), latínu-vísindabraut (Latin-Sciences) eđa latínu-nútímamálabraut (Latin-(Modern) Languages).

Áđur en nemendurnir hófu sjöunda áriđ eđa lokaáriđ á seinni hlutanum, urđu ţeir ađ standast fyrri hluta baccalauréat prófsins eđa stúdentspróf. Ef ţeim tókst ţađ, gátu ţeir innritast í annađ hvort stćrđfrćđi- eđa heimspekigeira á útskriftaárinu. Valiđ í stćrđfrćđi- eđa heimspekigeirans byggđist ađallega á ţví hvort nemandinn hafđi valiđ náttúruvísindi í seinni hlutanum. Eftir lokapróf, gátu ţeir sem náđu, öđlast baccalauréatgráđu (stúdentsgráđu) í annađ hvort stćrđfrćđi eđa heimspeki. Tilskipunin gerđi engan greinamun á ţessum tveimur gráđum og heldur ekki á hinum fjórum leiđum sem leiddu til ţessara gráđa. Ţetta gaf í raun alla, sem kláruđu framhaldsskólanám, jafnan rétt til ţess ađ hefja háskólanám.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband