Sagan skrifuð af sigurvegaranum

Einræði

Gott dæmi um söguritun sigurvegarans, er sjónarhorn þeirra sem unnu seinni heimsstyrjöldina eða áttu þátt í sigrinum.

Ætla mætti að Bandamenn í vestri, Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Frakkar hafi sigrað nasista nánast upp á eins dæmi ef litið er á kvikmyndir og sögur almennt. Meira gæti ekki verið fjarri sanni. Óhætt er að segja að 80% af bardögum og hernaður nasista var í austri gegn Sovétríkjunum. Það var voru þau, með stuðningi ótal aðila og með gífurlegu mannfalli, sem sigruðu nasistaríkið Þýskaland. Herliðið sem mætti Bandamenn í Normandí var þriðja flokks herlið, gamalmenn, unglingar, særðir hermenn eða hermenn í endurhæfingu. Samt áttu þeir í erfiðleikum með þetta afgangslið og lá við að síðasta stórsókn þýska hersins hefði keyrt bandaríska herliðið í haf út. Einnig áttu þeir í erfiðleikum með að komast úr Normandí héraðið lengi vel og tók a.m.k. tvær vikur.

Eina sem Vesturveldum tókst að gera, var að koma í veg fyrir að sókn Sovétríkjanna endaði við Atlantshafsstrendur, í stað Mið-Evrópu.  Normandí innrásin var því bráðnauðsynleg til að koma í veg fyrir sovésk yfirráð yfir Evrópu allri. Þannig að það var einræðisríki sem sigraði annað einræðisríki. Ekki lýðræðisríki á einræðisríki.

Annað sem mér hefur alla tíð fundist ámælisvert og það er að helmingur Evrópu var látin í hendur einræðisherrann Stalíns án viðnáms Vesturvelda. Tvær ástæður gætu verið fyrir því.

Annars vegar vegna þess að Vesturveldin voru hræsnifull og var sama um örlög margra Austur-Evrópubúa eða hins vegar vegna þess að þau réðu ekki hernaðarlega við Sovétríkin. Winston Churchill vildi hefja þegar hernað gegn Sovétríkjunum en beið lægri hlut fyrir hershöfðingjum sínum.

Líklegri skýring var að Sovétríkin voru þá með milljónir manna enn undir vopnum og það hefði líklega kostað gífurleg átök að sigra þau. Samt voru þau komin að fótum fram, höfðu lagt allt undir í sókninni gegn Þýskaland. Samið frið við Finnland og tekið allt herlið frá Asíu-hlutanum. George Patton var eins Churchill og vildi gera út um málið strax og hefja sókn í austur en fékk ekki. Bandaríkjamenn voru of uppteknir við að reyna sigra Japani. Það kostaði þá kalt stríð í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir

Þetta er sannarlega "fölsun" sem enn er í fullri notkun.

Í aðdraganda síðustu jóla var gefin út hér á landi þýdd bók eftir kanadískan sagnfræðing um hina svokölluðu helför og nefndist bókin "Tröllasaga tuttugustu aldarinnar" en einhver sterk öfl gátu komið í veg fyrir að bókin væri fáanleg hérlendis, og ekki heldur á þeim bókamarkaði sem ég hef farið á síðan.

Það er líka hlægilegt að draga fyrir dóm 100 ára gamalmenni sem voru unglingar, þegar þeim var falið að starfa í einhverjum þræla-eða vinnubúðum nazista.

Endilega haltu áfram að glugga í söguna.

Jónatan Karlsson, 20.11.2021 kl. 09:06

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Heill og sæll Jónatan.  Já það er efni í sérgrein að fjalla um þrælkunar-, vinnu- og eða útýmingarbúðir í gegnum tíðina.  Þar eru fáir saklausir. Þjóðverjar í Afríku, Bretar með Búana, Bandaríkjamenn með samlanda sína af japönskum uppruna,Þjóðverjar, Japanir og Sovétmenn í fyrir, meðan og eftir seinni heimsstyrjöld og í nútímanum Kínverjar og N-Kóreumenn með fangabúðir sínar. Íslendingar voru sendir á 18. öld í þrælkunarvinnu í Danmörku og þegar þeir reistu sjálfir fangelsi, þá var mannskapurinn notaður í erfiðisvinnu.

Seinna heimsstyrjöldin var ragnarök og hátt í 30 þúsund manns voru drepnir að meðaltali á dag allt stríðið. Enginn veit í raun hversu margir voru drepnir. Ég hef séð tölur frá 50 milljónir upp í 85 milljónir ef mannfallið í Kína er tekið með. Gyðingar sluppu ekki frekar en aðrir en hversu margir þeirra létust hefur valdið deilur allt síðan stríðinu lauk. Hins vegar talan sex milljónir hæsta talan sem notuð er þegar í raun nærri fimm milljónir létust. Ég hef hins vegar engan áhuga á þátttöku í deilum um helförina en ég fylgist auðvitað með af áhuga.

Birgir Loftsson, 20.11.2021 kl. 15:08

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll aftur Birgir.

Ég hef síður en svo áhuga á að deila við þig um helför gyðinga eða nokkuð annað, en eins rökfastur og þú og þínar athuganir og kenningar eru, þá skil ég afstöðu þína sem fræðimanns, því sporin hræða, þó það hljóti að vera óþolandi fyrir þig að þurfa að taka öllu og samþykkja allt sem á borð okkar allra er borið, burtséð frá æpandi staðreynda villum, eða jafnvel heilbrigðri skynsemi og það því miður í sí-vaxandi mæli á okkar "upplýstu" tímum, eins og þú þekkir örugglega betur, en undirritaður.

Jónatan Karlsson, 21.11.2021 kl. 11:03

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Hahhaha, nei ég tók þessu ekki sem ritdeilu Jónatan.  Þá erum við sammála um að deilur leiða ekki til neins en rökræður og umræða gera það. Ég hef gaman af rökræðum og tek þátt í þeim, en leið og þær breytast í bull og skítkast, er ég farinn. Orð slíkra manna dæma sig sjálf og ég þarf ekki að svara þeim.

Ég tek ekkert þegandi og hef fyrir löng lært að ólíklegustu skoðanir og kenningar hafa stundum reynst réttar. Það er leið þekkingainnar til að koma fram og hún er oft þyrnum stráð á leiðinni til "sannleikans".

Ég er stöðugt að verja tjáninggar frelsið hér á blogginu og tek upp hanskann fyrir ólíklegust menn sem ég er ósammála en ég virði rétt þeirra til að segja það sem þeir vilja (svo fremur þeir eru ekki að hvetja til ofbeldis eða glæpa).

Í verkinu "vinir" Voltaire skrifaði Hall setninguna: "Ég er ósamþykkur því sem þú segir, en ég mun verja rétt þinn til dauða til að segja það" sem er reyndar dæmi um trú Voltaires sjálfs. Oft er vitnað í þessa tilvitnun – sem stundum er ranglega kennd við Voltaire sjálfan – til að lýsa meginreglunni um málfrelsi.

Ég er sammála þessum orðum.

 

Birgir Loftsson, 21.11.2021 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband