Trump braut aftur vöku (woke) hreyfinguna í Bandaríkjunum

woke

Þungamiðja kosninga- baráttu Donalds Trumps 2016 var baráttan gegn svo kallaðan pólitískan rétttrúnað.

Í New Hampshire snemma þetta ár sagði hann: ,,I think the big problem this country has is being politically correct. I've been challenged by so many people and I frankly don't have time for total political correctness. And to be honest with you, this country doesn't have time either“, eða lauslegri þýðingu: ,,Ég held að stóra vandamálið sem þetta land á við núna er pólitískur rétttrúnaður. Ég hef verið skoraður á hólm af svo mörgum að ég hef satt að segja ekki tíma fyrir algjöra pólitíska rétthugsun. Og til að vera hreinskilinn við þig, þetta land hefur ekki tíma heldur.“

Að hugsanlega undanskildum John C. Calhoun getur verið að enginn þungavigtamaður í bandarískum stjórnmálum hafi nokkru sinni verið sakaður eins oft um kynþáttafordóma  en Trump. Og það er rétt að Trump fór yfir nokkrum yfir strikið í hefðbundnum umræðum um kynþáttamál – allt frá lýsingum hans á mexíkóskum ólöglegum innflytjendum (they are no bringing in their best people) til litríkrar lýsingar hans á „s---hole“ löndum. Hann baðst heldur ekki afsökunar á orðum sínum og raun aldrei. Og það var nýtt innan raða Repúblikönum og bandarískum stjórnmálum.

Á tímabilinu eftir kalda stríðið var kynþáttamál og sjálfsmynd þriðja brautin í bandarískum stjórnmálum. Ein ásökun um kynþáttafordóma gat eytt starfsferli. Vegna þessa forðuðust leiðtogar Repúblikana bara að ræða málið yfir höfuð. Þeir vildu tala um trausta ríkisfjármálastefnu og viðskiptasamninga, ekki menningarstríð.

Trump var fyrsti stóri frambjóðandinn síðan Patrick Buchanan árið 1992 til að setja menningarstríðið í öndvegi. Og það hjálpaði honum ekki aðeins til að vinna forsetaembættið, heldur er það nú af mörgum talið vera framtíð íhaldshreyfingarinnar.

Fyrir skömmu ræddi Glenn Loury prófessor við Manhattan Institute um þetta og tók undir orð hans að and- kynþáttahatarar væru að ,,plöffa“. Hvað er blöffið? Það er veðmálið að Bandaríkjamenn, sérstaklega hvítir Bandaríkjamenn, séu of hræddir til að tala um hluti eins og ofbeldi svartra gegn svörtum, eða málefni varðandi fjölskylduþróun í blökkumannasamfélaginu þar sem meirihluti svartra barna elst upp án föðurs, eða efast um 1619 verkefnið.

Loury kallaði þetta „kappræðubragð“ og hann  reyndist hafa rétt fyrir sér. Það á líka við um transfólksmálið og öll önnur gæluverkefni öfga vinstri hreyfingarinnar.

Trump kallaði þetta blöff og himinninn féll ekki. Áhrínisorð vinstri manna í rökræðum við hægri menn að þeir séu haldnir kynþáttahatri í þessu eða hinu málinu, virkar ekki lengur.

Sértaklega þegar menn eru farnir að blanda saman t.d. loftslagsmálum og kynþáttahyggju. Hann var heldur ekki sleginn niður af andstæðingum sínum. Þess í stað sáu margir Bandaríkjamenn hugrekki hans til að takast á við þetta mál og drógu sitt eigið hugrekki fram og byrjuðu að ræða samfélagsvandamál opinskátt. Ef hlutirnir eru aldrei ræddir, þá verða þeir aldrei leystir. Þetta mættu íslenskir stjórnmálamenn draga ályktun af og byrja að ræða erfið mál.

Það er ekki það að Trump hafi einbeitt sér að Critcal Race Theory eða öðrum menningarmálum svo mikið, það er bara að hann ruddi brautina fyrir gagnrýna og opna umræðu um samfélagsmál. Það virðist ólíklegt núna að Bandaríkjamenn verði skammaðir til hlýðnis af woke sinnuðu fólki aftur. Og Trump á algjörlega einn heiðurinn af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband