Gagnrýnin hugsun, samfélagið, samfélagsmiðlar og fjölmiðlar

Gagnrýnin hugsunÉg tók einn áfanga/námskeið við Háskóla Íslands í gamla daga sem ber heitið ,,Heimspekileg forspjallavísindi" og er skylduáfangi. Þar er kennd gagnrýnin hugsun og tel ég þetta vera besta nám sem ég hef tekið. Af hverju?

Jú, vegna þess að það er stöðugt verið að bera að okkur upplýsingum og ef mann kann ekki að vinna úr þeim á gagnrýnan hátt, lætur maður ljúga að sér. Það er eitthvað sem ég er ekki að fíla.

Ég lærði líka gríska heimspeki, þar sem gagnrýna hugsunin kemur upphaflega frá og þar er Sókrates í uppáhaldi sem ,,neyddi sannleikann fram" með rökræðum.

Þá komum við að sókratísku aðferðinni.  Hér gríp ég niður í grein Svavars Hrafns Svarvarsson beint á Vísindavefnum:

,,Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr hann um einhverja dyggð eða siðferðilegan eiginleika. Hann virðist vera á höttunum eftir skilgreiningu. Viðmælandinn leggur eitthvað til og segir hvað hann telji dyggðina eða eiginleikann vera. Sókrates reynir þá og prófar tillöguna með því að krefjast svara við fleiri spurningum. Að lokum kemur á daginn að svörin við þeim spurningum stangast á við upphaflegu tillöguna. Til verður ósamræmi á milli tillögunnar og svaranna þannig að hvort tveggja getur ekki verið satt. Allt er enn með felldu. En nú má spyrja nokkurra spurninga um aðferðina sjálfa, og hefur einkum þriggja verið spurt: Hvað veldur aðferðinni? Hvers vegna vill Sókrates fanga dyggð með skilgreiningu? Hvernig bregst Sókrates við lokastöðunni?"

Ég beitti þessari aðferð óspart á háskólakennaranna og vann rökræður! Einnig er mikilvægt er að þora að vera í minnihluta og vaða gegn ríkjandi skoðunum í samfélaginu, því að oft hefur meirihlutinn ekki rétt fyrir sér.

Minnihlutaskoðanir

 

Minnihlutaskoðanir eru mikilvægar fyrir t.d. lýðræðið. Undirstaða gagnrýnnar hugsunar er tjáningarfrelsið (málfrelsið þar á meðal) og því tek ég því líka illa þegar einhver er að reyna að bæla niður skoðanir annarra á einhvern hátt.

Hvað er gagnýnin hugsun almennt?

nytsemdarr-kin-l

Grípum niður í grein eftir Henry Alexander Henrysson á Vísindavefnum, Hvað er gagnrýnin hugsun? og hvað hún segir: Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þróun heimspekilegrar hugsunar.

Að sögn Henry eru fyrirmyndir fjölmargar en hér er látið nægja að nefna þrjár slíkar. Fyrsta skal nefna þá rökræðuaðferð sem Sókrates tileinkaði sér. Samkvæmt henni ber vel hugsandi einstaklingi að horfa framhjá stöðu viðmælanda síns og sannfæringakrafti orða hans en einbeita sér þess í stað að því hvort viðkomandi færi rök fyrir skoðunum sínum.

Önnur fyrirmynd er greining enska sautjándu aldar heimspekingsins Francis Bacon á þeim hugsanavillum sem leiða fólk til rangra skoðana og þröngsýni. Hann greindi rætur slíkra villna meðal annars í samfélaginu, tungumálinu og mannlegu eðli.

Síðasta fyrirmyndin eru þær reglur hugsunarinnar sem franski heimspekingurinn René Descartes kynnti í verki sínu Orðræðu um aðferð. Þessar reglur fela það í sér að mynda sér enga skoðun sem maður getur ekki sjálfur fært rök fyrir, ávallt greina öll vandamál niður í smæstu einingar, vera skipulagður í hugsun og forðast ekki ítarlegar röksemdafærslur. 

Í stuttu máli sagt er gagnrýnin hugsun færni sem gerir ráð fyrir tilteknum vitsmunadygðum, siðferðisdygðum og verknaðardygðum. Þjálfun í gagnrýninni hugsun fellur þannig innan þess sem kallað hefur verið skapgerðarmenntun eða mannkostamenntun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband