Endurtekur sagan sig eða er framþróun?

mark Twain

Hér kemur gömul framsaga  frá mér.

Fræðimenn á 18. og 19. öld litu oft á söguna sem fyrirbrigði sem lýsti einhverju sem væru jákvæðar framfarir. Sagnfræðingar nútímans eru almennt ekki jafn bjartsýnir á að samfélög nútímans séu á einhverjum hátindi og fyrirrennarar þeirra voru. Hér eru teknar fyrir hugmyndir tveggja sagnfræðinga, J.H. Plumbs og E.H. Carrs, sem þeir settu fram á 7. áratug 20. aldar um hvort að líta megi á söguna sem eins konar framþróun eða framfarir.

Plumbs er/var á þeirri skoðun á líta beri á söguna sem skeið framfara, þótt einstaka sinni gæti þar afturfarar. Hún hafi gildi fyrir samtíðina, vegna þess að hún skráir ekki einungis ósigra, heldur einnig sigra mannsandans og auki þar með bjartsýni á nútíð og framtíð. Hins vegar hafa framfarir verið skrykkjóttar, afturför og hnignun hefur verið algeng fyrirbrigði, en framfarirnar séu þó auðljósar hverjum sem vilji viðurkenna það.

disguise

Hann segir að enginn sagnfræðingur geti neitað því að líf hins venjulega manns hefur smám saman verið bætt á allan hátt en þakka megi skynsemishyggjunni (e. rationalism) að mestu þessa þróun. Á öllum sviðum mannlíf hafi hún sannað gildi sitt.

Hann segir jafnfram að hægt sé að nota söguna sem réttlætingu (þá væntanlega á grundvelli skynsemishyggjunnar), ekki á eitthvað tiltekið forræði eða siðferði, heldur á þá eiginleika mannsins anda sem lyft hefur okkur úr hyldýpi villimennskunnar og á getu hans til þess að geta endurbætt líf sitt og á dyggðir mannlegs vits; á getuna til skynsamlegrar hegðunar. Þessi fortíð er eign alls mannkyns, m.ö.o. að hún er mannleg í breiðasta skilningi þess orðs og því beri að nota hana í þágu alls mannkyns.

no experience

Árangur mannsins hefur byggst á notkunar rökhyggju, hvort sem það er á sviði tækni eða samfélags. Skylda sagnfræðingsins er að kenna þetta til þess að gefa manninum nokkuð konar huggun við þau erfiðu verkefni sem hann er að fást við í dag og mun fást við í framtíðina. Sagnfræðingurinn á sem sagt ekki einungis að endurskapa fortíðina, heldur einnig að hjálpa við að móta samtíðina.

Það sem Plumbs er hér að halda fram, er að sagan hafi notagildi sem sagnfræðingurinn beri að nýta sér af skynsemi fyrir samtíðina. Sagan geti m.ö.o. kennt okkur visku á sinn dýpsta hátt, okkur öllum til góðs.

E.H. Carr vill gera skýran greinarmun á þróun (e. evolution) og framfarir (e. progress). Hann segir á tíma upplýsingaaldarinnar hafi menn sett saman sem merki milli lögmála sögunnar og náttúrunnar. Með öðrum orðum þeir trúðu á framfarir.

En hvers vegna á að líta á náttúruna sem eitthvað fyrirbæri sem fæli í sér framfarir? Hegel leit svo á að skila beri söguna sem eitthvað sem væri framfarir en náttúruna sem eitthvað sem væri andstætt henni.

From classroom

Þegar Darwinisminn kom til sögunnar, þótti það sannað að náttúran væri eftir allt saman framfaragerðar eins og sagan. En þetta viðhorf skapar vanda. Menn hafa ruglað saman líffræðilega erfðaeiginleika við áunna félagslega eiginleika sem séu uppspretta framfara í sögunni. Líkamlega hefur maðurinn ekkert þróast á sögulegum tíma, heili hans er m.ö.o. ekki stærri en hann var fyrir 5000 árum. En geta og virkni hans til þess að hugsa og læra hefur aukist margfalt, einfaldlega með því að læra af reynslu undangengina kynslóða.

Þessi yfirfærsla eða flutningur áunnina eiginleika, sem er hafnað af líffræðingum, er í raun grundvöllur allra félagslegra framfara. Sagan er framfarasinnuð að því leytinu til, að hún yfirfærir hæfileika frá einni kynslóð til annarar. En varast beri að líta svo á að sögulegar framfarir hafi einhverja ákveðna byrjun eða endir. Hvorki sé hægt að staðsetja byrjunina né endinn.

En Carr virðist vera sammála Plumbs í því að sagan sé framsækin að því leytinu til að hún skráir ekki aðeins framfarir, heldur sé hún í eðli sínu framfarasinnuð vísindi, m.ö.o. að hún sé hluti rás atburða og er um leið vitnisburður þeirra – sé framfaragerðar.

Carr leggur hins vegar áherslu á að framfarir séu ekki samfelldar í tíma eða rúmi, þ.e.a.s. þær fara ekki eftir beinni línu. Það sem hann er að segja er að framfarir geti hætt á einum stað á ákveðnum tíma, en hafist á öðum stað í öðru rúmi af öðrum aðilum. Framfarir þýðir ekki jafnar eða líkar framfarir fyrir alla. Framfarir fara eftir línu, sem er með vissum viðsnúningi, dýfum og eyðum á milli; þ.e. afturför og stöðnun eru þar með eðlilegur hluti framfara.

Carr endar mál sitt á því að segja að hin eiginlega saga geti aðeins verið rituð af þeim sem finna eða skynja þá stefnu sem er í henni sjálfri. M.ö.o. sú skynjun að við komum einhvers staðar frá og við séu að fara eitthvert. Sagan hefur stefnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband