Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

Hverjir stjórna ríkisstjórn Bandaríkjanna í andlegri fjarveru Joe Bidens?

Þessari spurningu hef ég margoft reynt að svara ásamt mörgum öðrum í Bandaríkjunum. 

Margir segja að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni daglegu starfi en Jill Biden, eiginkona Joe, stýri honum óopinberlega.

Sumir halda að Barrack Obama fjarstýri Joe, en það finnst mér ólíklegt. Það er nefnilega þannig að þegar menn komast í valdakatlana, þá tíma þeir ekki að deila völdum. En hann hefur samt einhver áhrif.

Þáttastjórnandi einn í Bandaríkjunum, heldur hins vegar að ríkisstjórnin sé á sjálfstýringu. Joe Biden eyðir 40% af tíma sínum í frí og þegar hann mætir í vinnuna, vinnur hann hálfan vinnudag (mest megnið upplýsingafundir).

Þannig megi segja að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (e. United States Secretary of State), hafi fullar hendur og ráði einn nánast utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sama megi segja Merrick Garland er dómsmálaráðherra (e. United States Attorney General) sem stendur fyrir opnri landamærastefnu núverandi stjórnar. Alveg galin stefna og það stefnir í að hann verði ákærður fyrir embættisafglöp (vanrækslu í starfi og ekki framfylgja lögum varðandi landamærin).

Sama má segja um öll hin ráðuneytin, þau eru undir stjórn viðkomandi ráðherra, sem fer sínu fram.  Þannig megi sjá furðulega stefnu í ýmsum málaflokkum. Það má því segja að þegar aðfangakerfi frá Vesturströnd Bandaríkjanna inn í miðríkin klikkaði í fyrra, var það alfarið á ábyrgð Pete Buttigieg sem er samgönguráðherra. Þar sem hann er algjörlega vanhæfur stjórnandi, leystist málið ekki vegna aðgerða stjórnvalda, heldur leystu einkaaðilar það fyrir alríkisvaldið. Hann hafði þá á sama tíma meiri áhyggjur af rasisma í gerð vega!!! Ég er ekki að skálda þetta.

Sömu lögmál gilda um ríkisstjórn, heimili eða fyrirtæki, það verður alltaf að vera einhver oddviti eða fyrirsvari. Og það er enginn oddviti í stjórn Bidens. Einhver sem heldur um alla valdaþræði og markar heildarstefnuna.

Eins og allir geta séð, er Joe Biden langt leiddur af elliglöpum, og hann því ekki fær um að stíga upp á svið hvað þá að ganga um það. Því miður.  Ekki er hægt að sækja í "viskubrunn" varaforseta Bandaríkjanna, Kamala Harris, því hún er sögð verra vitl...en Joe Biden og ekki hefur andað hlýju milli forsetans og varaforsetans, alveg frá byrjun.

Svona í lokin, þá er hafin umræða í Bandaríkjunum um háan aldur forystufólks landsins. Miklar áhyggjur er af andlegri getu þessa fólks. Dianne Feinstein, Öldungardeildarþingmaður Demókrata, átti um daginn í erfiðleikum með að segja já í atkvæðagreiðslu (og aðstoðarfólk hennar sagði hennar ítrekað að segja já en seint var á það).

Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikana í Öldungardeildinni, fraus í miðri ræðu í fyrir fáeinum dögum og þurfti að leiða hann af blaðamannafundi.

Þetta er ekki einu þingmennirnir á Bandaríkjaþingi sem eru komnir á síðasta söludag, margir aðrir valda ekki embætti sín vegna aldurs eða hreinlega vegna sjúkdóms eða heimsku. 

Það komst í fréttir, meira segja á Íslandi, þegar John Fetterman, Öldungardeildarþingmaður frá Pennsylvaníu og demókrati, vann andstæðing sinn eftirminnilega, nýbúinn að fá heilablóðfall og með krónískt þunglyndi. Maðurinn getur enn ekki myndað óbrjálaða setningu, líkt og farið er með Joe Biden.  Það er býsna alvarlegt að minnsta kosti þrír af hundrað Öldungardeildarþingmönnum eru hálfir út úr heiminum.

En alvarlegast er ástandið á Bandaríkjaforsetanum. Það er skelfilegt til þess að hugsa, að hann geti hafið stríð og beitt kjarnorkuvopnum, án þess að hafa andlega getu til að meta gjörðir sínar.

 

 

 

 

 

 

 


Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"

Ég var að byrja að skrifa grein um þetta skemmtilega fyrirbrigði, ójarðnesk geimför og geimverur, þegar ég rakst á að annar bloggari skrifaði á sama tíma um núverandi rannsókn þingnefndar á Bandaríkjaþingi á þessu fyrirbrigði.

Ég svaraði í athugasemd en einnig til andsvara var Guðmundur Ásgeirsson og þar sem hann hitti naglann á höfuðið ætla ég m.a. að vísa í svar hans. Ingimundur Bergmann, sá sem skrifaði greinina, fannst þetta vera dæmigert amerískt og furðaði sig á þessari rannsókn og fannst skrýtið að geimverurnar hefðu bara áhuga á Ameríku.

En þá segir Guðmundur: "Viðmælendurnir voru ekki dregnir inn af götunni af handahófi, heldur eru þetta virðulegir menn með gott orðspor. Einn þeirra, David Grusch er fyrrverandi herflugmaður sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir herþjónustu sína og gegndi síðar trúnaðastörfum fyrir leyniþjónustu hersins, meðal annars varðandi ferðir óþekktra loftfara. Annar þeirra, David Fravor, er fyrrverandi yfirmaður og orrustuflugmaður í bandaríska flotanum, en hann varð ásamt fleirum vitni að ferðum óþekkt loftfars sem sýndi hegðun sem ekki er hægt að útskýra með neinni þekktri jarðneskri tækni.

Með öðrum orðum eru þetta ekki furðufuglar sem eru að halda fram einhverjum samsæriskenningum. Þeir voru einfaldlega að leggja áherslu á mikilvægi þess að tilkynningar um óþekkt loftför séu teknar alvarlega og rannsakaðar með tilliti til þess hvað sé á ferðinni og hvort af því stafi einhver ógn. Að öðrum kosti verður ekki hægt að komast til botns í málinu.

Það kom einmitt fram við þessar vitnaleiðslur að stofnanir innan bandaríska hernaðar- og leyniþjónustukerfisins og jafnvel verktakar þeirra, hefðu komist yfir farartæki, ýmist í heilu lagi eða hluta þeirra, sem gætu ekki verið af mennskum uppruna. Jafnframt væru dæmi um að slíkir aðilar hefðu reynt að endurgera eða smíða eftirlíkingar af þeim, en óljóst er hversu ágengt þeim hefur orðið í slíkum tilraunum."

Þá er búið að svara þessari spurningu og fullt tilefni til að rannsaka þetta fyrirbrigði, sérstaklega þegar tæki herja eru svo öflug að þau nema fyrirbrigði sem ekki sáust áður. Allir hafa séð eltingaleik orrustuþotna við óþekkt flugför (Tik TOK) í fjölmiðlum.

En þetta er ekki sér amerískt fyrirbrigði að hafa áhuga á FFH eða geimverur.

Rannsóknir eru gerðar á þessu sviði annars staðar. Rússar, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir hafa rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað er í gangi sem er ekki jarðneskt. Það eru bara bandarísk stjórnvöld sem eru síðust að viðurkenna tilvist þessara farartækja. Af hverju? Jú,uppljóstrarar segja að þeim hefur tekist að endurgera FFH. Til dæmis eru Tik Tok förir líklega bandarísk sem og svörtu þríhyrningsförin. Þau hafa því hagsmuni af því að halda þessu leyndu.

CIA hefur rannsakað þetta fyrirbrigði síðan stofnunin var stofnuð, sjá þessa grein: CIA's Role in the Study of UFOs, 1947-90

Förum í rannsóknarsögu FFH og geimvera síðan 1940.

Saga FFH síðan 1940

Saga FFH (óþekktra fljúgandi hluta) og geimvera frá 1940 er flókið og heillandi efni. Þó að það hafi verið fregnir af undarlegum fyrirbærum í lofti í gegnum mannkynssöguna, byrjaði nútíma FFH fyrirbæri eins og við þekkjum það að fá víðtæka athygli eftir seinni heimsstyrjöldina. Hér er yfirlit yfir helstu atburði og þróun sem tengjast FFH og geimverum síðan 1940.

Nútímasaga FFH hefst 1947 - Sýn eða vitnisburður Kenneth Arnold: Oft er sagt að nútíma FFH tímabil hafi byrjað 24. júní 1947, þegar einkaflugmaðurinn Kenneth Arnold greindi frá því að hafa séð níu hálfmánalaga fyrirbæri fljúga nálægt Mount Rainier í Washington fylki. Lýsing hans á hreyfingu þeirra sem "disk laga" leiddi til þess að hugtakið "fljúgandi diskar" varð samheiti yfir FFH.

Og sama ár varð Roswell atvikið. Í júlí 1947 var mjög þekkt atvik nálægt Roswell, Nýju Mexíkó, þar sem bandaríski herinn greindi frá því að hann hefði fundið leifar af "fljúgandi diski" sem brotlent hafði. Herinn lýsti síðar yfir að þetta væri veðurblaðra, en þessi atburður hefur síðan orðið þungamiðja samsæriskenningar FFH.

Sjötti áratugurinn - FFH vitnisburðir og dægurmenningin. 1950 varð aukning í FFH sýnum, með fjölmörgum skýrslum gerðar af óbreyttum borgurum og hermönnum. Á þessu tímabili urðu einnig til vísindaskáldsögu, kvikmyndir og bókmenntir sem sýna geimverulíf, sem hafði áhrif á skynjun almennings á FFH og geimverum.

Almennur áhugi um allan heim varð á þesssu fyrirbrigði á sjöunda áratugnum og ríkisrannsóknir verða algengar. Nokkrar ríkisstjórnir um allan heim, þar á meðal Bandaríkin, gerðu rannsóknir á FFH sýnum. Ein athyglisverð viðleitni var Project Blue Book, áætlun bandaríska flughersins sem safnaði og greindi FFH skýrslur frá 1952 til 1969.

Á áttunda áratugnum varð til s.k. FFH undirmenning. Á áttunda áratugnum varð til lífleg FFH undirmenning, með ýmsum FFH-þema stofnunum og samþykktum sem komu til sögunnar. Bækur og heimildarmyndir um FFH og meinta kynni af geimverum náðu einnig vinsældum.

Á níunda áratugnum fór að bera á mannránssögum. Á níunda áratugnum varð aukningu í fréttum um meint mannrán geimvera. Einstaklingar sögðust hafa verið teknir af geimverum, látnir fara í læknisskoðun og síðar skilað aftur. Sjá t.d. frægt dæmi, Fire from the Sky, alveg ótrúleg saga.

Á tíunda áratugnum varð til svo nefnd "Uppljóstrunarhreyfing". Um 1990 kölluðu sumir geimverufræðingar og aðgerðasinnar eftir stjórnvöldum að gefa út allar trúnaðarupplýsingar sem tengjast FFH og geimverulífi. Uppljóstrunarhreyfingin náði skrið og heldur áfram að tala fyrir gagnsæi frá yfirvöldum.

Árþúsundamótin 2000 hefst Internet tímabilið og almennur áhugi eykst. Með víðtækri upptöku internetsins fjölgaði FFH-sýnum og umræðum á netinu. Á þessu tímabili urðu til einnig fjölmargir sjónvarpsþættir og heimildarmyndir með FFH-þema, sem ýttu enn frekar undir áhuga almennings.

Annar áratugur 21. aldar - Viðurkenningar stjórnvalda: Um 2010 gáfu ýmsar ríkisstjórnir út áður flokkuð FFH-tengd skjöl til almennings. Til dæmis afléttu bandarísk stjórnvöld leynd af myndböndum sem tekin voru af herflugmönnum sem sýndu kynni við óþekkt fyrirbæri úr lofti.

Þriðji áratugur 21. aldar. - Áframhaldandi áhugi er á fyrirbrigðinu eins og sjá má af ofangreindri rannsókn Bandaríkjaþings.

Einsaga FFH og geimvera

Í fyrri kaflanum hér að ofan, hef ég rakið rannsóknarsögu og vitneskju almennings á FFH fyrirbrigðinu. Þetta er afar flókið viðfangsefni og víðtækt.

Hægt er að skoða málið út frá ýmsum sjónarhornum, t.d. hvað vissu Bandaríkjaforsetarnir um málið? Svarið er afar athyglisvert.

Sagt er að sumir hafi ekki fengið að vita neitt, aðrir mjög mikið, allt eftir því hver persónan er. Sumir segjast jafnvel hafa séð FFH, eins og Jimmy Carter og Ronald Reagan. Sá fyrrnefndi fékk engin svör frá CIA (þeir treystu honum ekki) en Reagan er sagður hafi fengið að vita "allt". Richard Nixon er sagður hafa fengið að sjá með eigin augum FFH og geimverur og Dwight Eisenhover er sagður hafa hitt "sendiherra geimvera", sjá þessa grein: Ike and the Alien Ambassadors En allir nýir Bandaríkjaforsetar fá þessa spurningu, "Eru til geimverur og FFH?" Clinton, Bush, Obama og Trump hafa fengið þessa spurningu.

Svo að ég endi þetta einhvers staðar, þá eru til ótal bækur og kvikmyndir um fyrirbrigðið. Ég hef skrifað hér um frægasta uppljóstrarann, Bob Lazar, sem sagðist hafa unnið við að reyna að endurskap geimfar sem í fórum Bandaríkjahers. Hann lýsti nákvæmlega hvernig þessi geimför virkuðu og sagði að þau gengu fyrir frumefnið 115. Þá var ekki búið að finna það og hann talinn vera galinn að halda þessu fram. En síðan fundu vísindamenn og bjuggu til téð frumefni.

Hér eru nokkrar bloggreinar mína um viðfangsefnið:

Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið

Drifkerfi geimskips versus Space-X

Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir

Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum

 


Prinsippflokkurinn Miðflokkurinn stendur sig betur en Sjálfstæðisflokkurinn

Ég var að lesa blogggrein þar sem gert er lítið úr Sigmundi Davíð og flokk hans Miðflokkinn. Í greininni eru hlutirnir ekki settir í rétt samhengi. 

Sigmundur Davíð hefur sýnt að hann er pólitískt kamelljón og getað staðið af sér mestu pólitísku storma. Í greininni er hlegið að því að í flokknum eru aðeins tveir þingmenn.  En ástæðan fyrir því er að einn þingmanna flokksins gerðist pólitískur liðhlaupi og annar rétt missti af þingsæti í umdeildri kosninganiðurstöðu. 

Vert er að benda á að Miðflokkurinn hafði þá lifað af pólitískt hneykslismál og er ég að tala um Klausturmálið. Þar sat fyrir þeim vinstri sinnaður aðgerðarsinni og tók upp fyllerí röfl.

Svo er skautað yfir frábærum árangri Sigmunds Davíð, en hann náði frábærum kosninga úrslitum, fyrst með Framsóknarflokknum 2013 (rúm 24%) og síðan 10,9% með nýstofnuðum stjórnmálaflokk, Miðflokkinn eftir rýtingstungu í bakið frá samherja sínum.

En þetta eru kosningaúrslit.  Mestu munar um Icesave málið, þar sem átti að láta óreiðumenn steypa íslensku þjóðina í skuldarfangelsi en InDefence barðist gegn þessu misrétti og var Sigmundur Davíð í þeim hópi. Hversu mörg hundruð milljarðar króna spöruðust þar?

Ég er þannig gerður að ég kýs prinsipp fram yfir völd. Ef hlutirnir eru réttir, stendur maður með þeim sætt eða súrt. Eins og ég hef bent á ásamt mörgum öðrum Sjálfstæðismönnum, líka hér á blogginu, er Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá prinsippsum sínum (gildum) og því ekki skrýtið að flokkurinn mælist með minnsta fylgið í sögu flokksins nýverið. 

Hins vegar hefur fylgi Miðflokksins aukist að undanförnu og búast má við góðum kosningum, svo lengi sem þeir halda sig við prinsippin/gildi sín. Og þeir munu gera það.  Miðflokkurinn, með sínum tveimur þingmönnum hafa rekið hörðustu stjórnarandstöðuna í vetur, meiri en Samfylkingin og Viðreisn samanlagt, sem hafa verið svo óáberandi að maður gleymir stundum að þessir flokkar eru til.

Prinsippin munu skipta einhvern hluta kjósenda mestu máli í næstu kosningum. Aðrir kjósa eftir vana og stundum þekkingarleysi. Aðrir finna að klárinn er kvalinn, finna að pyngja er tóm og herða þarf ólina betur og því kjósa þeir eitthvað annað en þríhöfða skrímslið sem er nú við stjórnvölinn. Þetta fólk hleypur á milli flokka.

Og Sjálfstæðismenn ættu að gera uppreisn og losa sig við hugsjónarlausa "flokksforystu" sem er engin forysta, heldur sig við völdin án prinsippa fram í rauðan dauðann. Hvenær vakna Sjálfstæðismenn upp af dvalanum? Er formaðurinn búinn að hreiðra um sig með svo marga fylgjara, að ómögulegt er að gera uppreisn? Grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins er reið.

 


Hvað verður um sigraða þjóð?

Seinni heimsstyrjöldinni lauk ekki sumarið 1945 með uppgjöf nasistaríki Hitlers.  Til þess var stríðið of blóðugt, reiðin og hefndarhugur mikill. Þetta stríð var ragnarök í bókstaflegri merkingu og tugir milljónir manna lágu í valinu. Þetta var útrýmingarstríð og sigur sigurvegarans algjör. Ríki hins sigraða sundurlimað og hugmyndafræði þess uppræt.

Það er því óhætt að segja að Þjóðverjar hafi verið óvinsælir og hataðir í lok stríðsins. En, eins og menn ættu að hafa í huga með Úkraníu stríðið í dag, er að óvinir í dag, verða kannski vinir á morgun. Rússar í dag eru í skammarkróknum, líkt og Þjóðverjar í lok seinni heimsstyrjöldina, en lífið heldur áfram. 

Það er því fróðlegt og gagnlegt fyrir sagnfræðinga að komast að því hvernig sigruð þjóð byggir sig upp á nýju. En við skulum hafa í huga, þrátt fyrir alla eyðilegginguna í stríðinu, sundurtættar borgir og fjölda dauði borgara (í flestum borgum Evrópu), þá hvarf þekkingin ekki í lok stríðsins. Ef eitthvað er, þá jókst þekking mannkyns margfalt í öllu þessu stríðsbrölti.  Það var því auðvelt fyrir bæði sigurvegara og taparanna, að endurbyggja þjóðfélög sín upp á nýtt, þannig að talað var um þýska og japanska efnahagsundrin. En lítum fyrst á eyðilegginguna áður en við skoðun hvað varð um fólkið.

Eyðilegging mannvirkja og dráp á borgurum

Hrikalegasta tímabil Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni var á síðustu árum átakanna, sérstaklega á milli 1943 og 1945. Á þessum tíma stóð Þýskaland frammi fyrir röð hernaðarósigra, gríðarlegra loftárása og innrása á jörðu niðri sem ollu mikilli eyðileggingu, mannfall og efnahagslegt hrun.

Loftárásir áttu miklan þátt í eyðileggingu borga og bæja og dráp borgara. En einnig var það mannskætt þegar víglína fór yfir landsvæði.

Frá og með 1943 hertu bandalagsríkin, einkum Bandaríkin og Bretland, hernaðarherferðir sínar gegn Þýskalandi. Borgir eins og Hamborg, Dresden, Berlín, Köln og fleiri urðu fyrir miklum sprengjuárásum, sem leiddi til víðtækrar eyðileggingar á innviðum, iðnaði og heimilum borgara. Eldsprengjuárásir borga olli miklu mannfalli og skildu mörg svæði eftir í rúst.

En stríðið var að mestu háð á austurvígstöðvunum eða um 80% allra stríðsátakanna í Evrópu. Orrustan við Stalíngrad, sem átti sér stað á milli ágúst 1942 og febrúar 1943, var tímamótaatburður (e. turning point) í stríðinu. Þýski 6. herinn var umkringdur og að lokum sigraður af sovéskum hersveitum, sem leiddi til uppgjafar um 91.000 þýskra hermanna. Þessi ósigur markaði verulegt áfall fyrir þýska herinn á austurvígstöðvunum og Sovétmenn fóru að ýta þýskum hersveitum aftur vestur á bóginn.

Nýjar vígstöðvar voru myndaðar í vestri með D-daginn svonefnda, innrás bandamanna í Normandí 6. júní 1944, þekktur sem D-dagur, opnaði nýja vígstöð í Vestur-Evrópu. Þessi innrás neyddi Þýskaland til að berjast á tveimur helstu vígstöðvum samtímis, teygja auðlindir sínar þunnt og hraða hnignun. En sú mynd sem við höfum af D-deginu er ekki alveg rétt (ekki trúa Hollywood og Saving Private Ryan). Kaninn og Tjallinn sigruðu ekki Þjóðverjann. Stríðið var tapað fyrir Þjóðverja og eina sem vesturvígstöðvarnar gerðu, var að koma í veg fyrir að sovésku hersveitirnar legðu undir sig alla Vestur-Evrópu.

Lokaorrustan var um Berlín sem endaði með ósigri í maí 1945. Árið 1945 hóf sovéski Rauði herinn stórfellda sókn í átt að Berlín, sem náði hámarki í orrustunni við Berlín í apríl og maí. Mikil barátta var í borginni og Adolf Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sinni 30. apríl 1945. Þegar Sovétmenn sóttu inn, féll Berlín undir stjórn þeirra 2. maí 1945, sem var í raun merki um endalok stríðsins í Evrópu.

Eyðingin var algjör og uppgjöfin upphafið að erfiðu tímabili. Þegar Þýskaland stóð frammi fyrir ósigri á mörgum vígstöðvum, voru borgir og bæir rústir einar af stöðugum sprengjuárásum, stórskotaliðsskoti og bardaga á jörðu niðri. Óbreyttir borgarar upplifðu gríðarlegar þjáningar og þýski herinn, örmagna og fáliðaður, varð að gefast upp.

Örlög þýsku þjóðarinnar í stríðslokum

Eins og komið hefur verið inn á, var tímabilið á milli 1943 og 1945 varð algjört hrun Þýskalands og lauk með skilyrðislausri uppgjöf 7.-8. maí 1945. Þetta var hrikalegasti áfanginn fyrir þýsku þjóðina í seinni heimsstyrjöldinni, sem leiddi til óviðjafnanlegrar eyðileggingar og manntjóns. Eftirköst stríðsins leiddu til skiptingar Þýskalands, enduruppbyggingar og að lokum umbreytingar í lýðræðisþjóð í Vestur-Þýskalandi og Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi), kommúnistaríki.

Hremmingar þýsku þjóðarinnar byrjuðu í lok stríðsins.  Þýskur almenningur hafði það nefnilega nokkuð gott framan af stríðinu, borgir að mestu óskaddaðar og lífið gekk sinn vanagang. Eina sem truflaði friðinn voru loftárásirnar sem hófust af krafti 1943 en náðu hámarki í lok stríðsins. Almenningur lærði að lifa með þær og þær brutu ekki baráttu þrek hans, eins og til stóð með þessu loftárásum. Það er lærdómurinn sem nútímaherir hafa lært, að ráðast beint á almenning, endar ekki stríð.

En svo er það hinn skelfingarvaldur almennings í stríðinu. Vígstöðvalínan.

Víglínan og almenningur

Mikið af eyðileggingunni varð vegna hreyfingar á víglínunni og breyttra bardaga. Þegar bandamenn komust inn á þýskt yfirráðasvæði varð víðtæk eyðilegging og manntjón á vegi hersins sem sóttu fram.

Þýskar hersveitir hörfuðu og skilja sviðna jörð eftir sig. Þegar bandamenn náðu yfirhöndinni bæði á austur- og vesturvígstöðvum, tóku þýskar hersveitir að hörfa. Í undanhaldi sínu beittu þeir oft „sviðinni jörð“ stefnu, eyðilögðu vísvitandi innviði, brýr, verksmiðjur og allt sem gæti haft verðmæti fyrir óvininn sem sótti fram. Þessi aðferð olli verulegri eyðileggingu og hamlaði framsókn bandamanna.

Sprengjuherferðir bandamanna olli gífurlegri eyðileggingu. Í öllu stríðinu, en sérstaklega á síðari stigum, gerðu bandamenn umfangsmiklar loftsprengjuárásir yfir þýskar borgir og iðnaðarmiðstöðvar eins og komið hefur verið inn á hér. Þessum sprengjuherferðum var ætlað að trufla stríðsframleiðslu Þjóðverja og veikja starfsanda þeirra. Borgir eins og Hamborg, Dresden og Berlín urðu fyrir hrikalegum eldsprengjuárásum sem ollu miklu tjóni og tjóni óbreyttra borgara.

Bardagasvæðin voru línulaga, vígstöðvar á víglínum sem færðist fram og aftur. Þegar framlínurnar færðust fram og til baka urðu svæði sem keppt var um eða urðu bardagasvæði fyrir verulegri eyðileggingu. Íbúar í borgum, bæjum og þorpum, sem lentu í skotbardaga eða urðu fyrir langvarandi umsátri, urðu oft fyrir miklum þjáningum.

Framsókn sovéska Rauða hersins úr austri var sérstaklega hrottaleg fyrir Þýskaland. Þegar þeir sóttu fram í átt að Berlín, voru harðir bardagar, barist til síðasta manns og borgir og bæir á vegi þeirra skemmdust mikið. Orrustan við Berlín olli víðtækri eyðileggingu í höfuðborginni.

Vesturvígstöðvarnar og Normandí innrásin hófst með  D-dagsins innrásin og síðari framgangur bandamanna í gegnum Vestur-Evrópu leiddu einnig til verulegrar eyðileggingar. Þýskar borgir og bæir í Frakklandi, Belgíu og Hollandi urðu fyrir miklum bardögum og sprengjuárásum.

Eftirmáli stríðsins fyrir almenning

Einum mestu þjóðflutningar sögunnar áttu sér stað í lok stríðsins. Það voru ekki bara borgarar í Austur-Evrópu sem voru neyddir til baka í lok stríðs og í faðm Sovétríkjanna, heldur voru allir Þjóðverjar neyddir til að yfirgefa heimkyni sín, þar sem kannski fjölskyldur þeirra höfðu búið í margar aldir. Milljónir manna marseruðu í austurátt og á móti milljónir manna í vesturátt.

Eins og fyrr segir leiddi lok seinni heimsstyrjaldarinnar til þess að milljónir Þjóðverja voru fluttar frá heimilum sínum, sérstaklega þeirra sem búa á svæðum sem voru innlimuð eða hernumin af öðrum löndum. Þjóðverjum úr þjóðarbrotum sem bjuggu í Austur-Evrópu var oft vísað frá heimilum sínum með valdi og urðu flóttamenn og leituðu skjóls og öryggis í þeim hlutum sem eftir voru af Þýskalandi eða öðrum löndum. En þetta var Þýskaland eftirstríðsáranna til mikillar lukku, því að mikill mannauður kom með þessu fólki og kom í staðinn fyrir fólkið sem féll í stríðinu. Þetta var undirstaðan fyrir þýska efnahagsundrið svonefnda.

Hungur og skortur svarf að. Stríðið hafði skilið Þýskaland í miklum erfiðleikum. Landið stóð frammi fyrir miklum matarskorti og efnahagslegum eyðileggingum. Margir Þjóðverjar áttu í erfiðleikum með að finna nægan mat til að borða, sem leiddi til vannæringar og hungurs.

Hernám bandamanna og takmarkanir fylgdu í stríðlok. Hernám bandamanna í Þýskalandi olli verulegum breytingum á lífi venjulegra Þjóðverja. Það voru takmarkanir á ferðum, útgöngubanni og skerðingu á borgaralegum réttindum. Auk þess beittu hernámsliðið afhelgunaraðgerðum gegn nasistum sem höfðu áhrif á marga þætti daglegs lífs.

Uppræting nasistasamtakanna tókst algjörlega. Nasistastjórnin hrundi með stríðslokum og bandamenn unnu að því að leysa upp nasistaflokkinn og tengd samtök hans. Þetta hafði mikil áhrif á líf Þjóðverja sem höfðu verið virkir stuðningsmenn eða meðlimir nasistaflokksins. En í Austur-Þýskalandi tók við annað alræðisríki sem leystist ekki upp fyrr en um 1989.

Að takast á við eftirmála stríðsins getur verið sárt. Þýskir borgarar þurftu að takast á við líkamlega og tilfinningalega eftirmála stríðsins. Margar fjölskyldur höfðu misst ástvini og það voru útbreidd áföll og sorg. En þeir þurftu líka að takast á við grimmdarverk þýsku nasistanna og útrýmingarherferð þeirra á hendur gyðinga og annarra þjóða og þjóðabrota. Grimmd þeirra, sem vill oft gleymast, var líka ógeðsleg gagnvart sovéskum borgurum og hermönnum. Einnig borgurum og hermönnum hernumdra landa. Segja má að sektarkennd Þjóðverja sé enn sterk fram á daginn í dag.

Endurreisn og aðlögun hófst strax. Almennir borgarar í Berlín hófu strax í maímánuði að hreinsa til í rústunum og reyna að hefja nýtt líf. 

Upp hófst hins vegar erfiður tími fyrir þýskar konur. Nauðgun og kynferðislegt ofbeldi var algengt og almennt á hernámssvæði Sovétríkjanna. Á síðustu mánuðum stríðsins var útbreitt kynferðisofbeldi beitt gegn þýskum konum. Umfang og grimmd þessara glæpa voru umtalsverð og margar konur þjáðust gríðarlega af þeim sökum. Það væri hægt að skrifa margar sögubækur um örlög kvenna í stríði og eftirmála þess.

Með landið í rúst þurftu Þjóðverjar að taka þátt í að endurbyggja bæi sína, borgir og innviði. Þetta ferli krafðist mikillar vinnu og samvinnu, auk þess að takast á við áskoranir vegna takmarkaðra fjármagns og efnahagslegs óstöðugleika.

En tímabil taka enda, líka þau vondu. Sumarið 1945 markaði lok einræðisstjórnar nasista og upphaf nýs tímabils fyrir þýsku þjóðina. Þetta var tími uppgjörs með afleiðingar nýlegrar sögu þeirra og kapps um nýja lýðræðislega framtíð. Síðustu þýsku stríðsfangarnir snéru heim frá Sovétríkjunum 1953 við fráfall Stalíns.

Í stuttu máli má segja að þýska þjóðin upplifði landflótta, hungur og þær áskoranir sem fylgdu því að endurreisa líf sitt sumarið 1945. Stríðslok olli verulegum breytingum á daglegu lífi þeirra og markaði upphafið á erfiðu tímabili bata og umbreytinga fyrir þjóðarinnar í heild. Landið var skipt í tvennt til ársins 1989. Austur-Þjóðverjar þurftu áfram að búa við einræðisstjórn, nú kommúnista.

Ég skrifa kannski um örlög íbúa Sovétríkjanna eftir stríðslok. Sama saga er að segja þaðan, dauði og eyðilegging, bara margfalt stærra í sniði. Saga Rússlands á 20. öld er sorgarsaga. Sú saga er ekki lokin.

Ísland og þýskir flóttamenn

Litla Ísland fór ekki varhluta af afleiðingum stríðsins. Það voru helst íslenskir sjómenn sem létu lífið í stríðinu en líka almennir borgarar. Íslendingar börðust með báðum stríðaðilum, en ég myndi halda að fleiri hafi verið í liði bandamanna en ég veit það samt ekki.

Hingað komu þýskir flóttamenn. Í barnæsku eignaðist ég vin sem er einmitt afkomandi þessara flóttamanna. Ég skildi ekki samhengi, vissi að þetta fólk kom frá Þýskalandi en vissi ekkert um land og þjóð. Þetta fólk sem hingað flúði reyndist vera besta fólk og aðlagaðist íslensku þjóðfélagi vel. En einnig fólk sem flúði Ungverjaland 1956 sem settist einnig að í hverfi mínu.

Á fullorðins árum hef ég kynnst fólki frá nánast öllum heimsálfum en flestir eru vinir mínir frá Evrópu.  Ég á góða vini frá Bandaríkjunum, Úkraníu, Rússlandi, Frakklandi og Þýskalandi og fleiri ríkjum. Ættingjar og vinir mínir búa margir í Evrópu í dag.

Lokaorð mín eru að við erum öll manneskjur, og hvernig sem við erum flokkuð eftir þjóðerni, erum við öll eftir allt saman ferðalangar í sama ferðalagi mannkyns.  Því er það dapurlegt að mannkynið hefur ekkert lært og aftur eru stríðbumbur barðar í Evrópu þegar síðustu eftirlifendur stríðsins eru látnir.

 


Deilan um upphaf landnám Íslands - hvenær á íslenska þjóðin afmæli?

Þetta er mesta deiluefni Íslandssögunnar, hvenær landið byggðist fyrst.  Miklar efasemdir eru um upphafið en nú eru menn á því að ekki verði komist að því nákvæmlega hvenær landið byggðist fyrst.

En fornleifarannsóknir styðja ritheimildir, Landnámubók og Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar, að aðal landnámið hafi hafist í kringum 970 e.Kr.

Það er vitað og fornleifar styðja það einhver byggð var hafin fyrir þetta en sagnfræðingar verða að skrifa megin sögu, ekki undantekningar eða eitthvað sem hefur e.t.v. engin áhrif á meginsöguna.

En svo er gaman að pæla í Hrafna-Flóka og aðrar landkönnuði sem voru hér á undan landnámið og jafnvel veiðimenn í verstöðvum fyrr á öldinni, sbr. fornleifauppgröftin á Stöðvarfirði.

Ég held að við getum alveg fastset upphafið við ákveðna tölu, því einhvers staðar verður að vera upphafspunktur. 971+- eða 974 eru jafn góð ártöl og úr því að við höfum miðað við 974 og við héldum upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Við höldum okkur við það.

 

 


Læti í kringum málefni Hæstarétt Ísraels

RÚV virðist hafa miklar áhyggjur af afdrif lýðræðis í Ísraels vegna þess að ísraelska þingið samþykkti umdeilar lagabreytingar sem snúa að hæstarétti landsins.

Eins og er í öllum lýðræðisríkjum (nema Íslandi þar sem framkvæmdarvaldið situr á Alþingi) er þrískipting valdsins grundvöllur lýðræðisins í Ísrael. Dómsstólavaldið, framkvæmdarvaldið og svo löggjafarvaldið er skiptingin.

Nú er ég ekki öllum hnútum kunnugur um skiptingu valdsins í Ísrael, en þykkist þó telja mig vita að löggjafarvaldið eigi að setja lög sem dómstólar fara eftir og framkvæmdarvaldið framkvæmir eftir.

Ef meirihlutinn á Knesset (þinginu) ákveður að breyta lögum er varða lögsvið dómstóla, skil ég ekki af hverju það er verið að mótmæla.  Væntanlega er meirihlutinn á þinginu að samþykkja lagabreytingar á löglegan hátt.

Í frétt RÚV segir: "Hinar umdeildu lagabreytingar fela í sér að fella niður heimild hæstaréttar til að hnekkja aðgerðum stjórnvalda sem dómstóllinn telur brjóta gegn stjórnarskránni. Hæstaréttardómarar og lögfræðingar hafa gagnrýnt breytingarnar harðlega og sagt þær ógna lýðræði landsins."  Þetta er ekki rétt, því að það er engin stjórnarskrá í Ísrael! Bara svokölluð grunnlög. Eru bara sumarstarfsmenn starfandi á fréttastofu RÚV á sumrin? Þetta er auðvelt að flétta upp. Þessi skýring RÚV er því of óljós til að skilja og röng.

Kíkjum þá á skýringu fjölmiðilsins Aljazeera:

"Lögin, hluti af víðtækari viðleitni til að endurskoða dómskerfið, koma í veg fyrir að Hæstiréttur felli niður stjórnvaldsákvarðanir.

Stuðningsmenn þess segja að núverandi staðall um sanngirni veiti ókjörnum dómurum óhóflegt vald yfir ákvarðanatöku kjörinna embættismanna. En gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að hún fjarlægi lykilatriði í eftirlitsvaldi dómstólsins og opni leið fyrir spillingu og óviðeigandi skipan."

Þessi skýring er skiljanlegri. Og af henni má lesa að Hæstiréttur Ísraels sé að skipta sér af stjórnvaldsákvörðunum (sem hvergi er leyfilegt) en dómstólar eiga almennt að dæma eftir lögum, ekki að stjórna og þar með skipta sér af framkvæmdarvaldinu. 

Ég veit ekki hvað eftirlitsvald dómstólsins á að vera sem gagnrýnendur hafa áhyggjur af, til þess veit ég of lítið. En almennt myndi maður halda að dómstólar eigi bara að dæma eftir lögum, ekki að standa í lagasetningu, stjórnmálum almennt eða stjórnun ríkja. Ég hef reyndar litlar áhyggjur af þessu máli, en er hér að skrifa mig til skilnings.

Nóta bene, verri er það að lýðfræðin er að breyta íbúasamsetningu landsins. Heittrúaðir eignast fleiri börn en þeir sem eru í meðallagi trúaðir.  Þetta þýðir að Ísrael stefnir í að vera trúarríki eins og Íran, einhvern tímann eftir x mörg ár. Ísrael gæti þá hætt að vera veraldlegt ríki og orðið geistlegt. Hvers konar ríki það verður og hvort það verði gott fyrir heimsfriðin, með öflugt kjarnorkuvopnabúr við hendina.... 


Afdrif gamalla skipa - Ægir og Týr til Grikklands en hvað með Bjarna Sæm.?

Nú á að selja gömlu varðskipin Ægir og Tý til Grikklands.  Það eru góðar fréttir að ekki eigi að rífa skipin niður. En það er spurning hvort að örlög þeirra séu fyrir það eitthvað betri. Ef ég man rétt, þá var gamli Þór seldur til Miðjarðarhafs, þar sem átti að breyta skipinu í diskóskip. Ekki virðuleg örlög og betra hefði verið að nota það sem skotskífu fyrir fallbyssur nýju varðskipanna.

Nú er ég ekki að segja að það eigi eða þurfi að varðveita öll gömul skip.  En Ægir og Týr eru systurskip og því mætti hugsa sér að varðveita annað. Vél Ægis er ekki í góðu standi og því hentar Týr betur til varðveislu. Það mætti jafnvel nota Ægir sem varahlutageymsla fyrir Týr. 

Ekki fékkst hátt verð fyrir bæði skipin, aðeins kr. 51 milljónir eða sem svarar tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Gefa mætti skipin til sjóminjasafns, þess vegna erlendis, með þeim fyrirvara að þau yrðu varðveitt.

Talandi um varðveislu gamalla skipa, þá er rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, smíðað 1970,komið á aldur. Kjölur var lagður að nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar í skipasmíðastöðinni Astileros Armon í Viga á Spáni í byrjun febrúar og kemur nýr Bjarni Sæmundsson til landsins 2024.

Hvað ætla menn þá að gera við gamla skipið? Vonandi fer það á sjóminjasafn enda veit ég ekki til að neitt rannsóknarskip sé varðveitt á Íslandi í dag.

Ægir og Týr til Grikklands


Þurfum við á nútíma Rasmus Christian Rask á að halda?

Úr því að ég er farinn að ræða íslenskuna á annað borð og stöðu hennar, ætla ég aðeins að halda áfram með málið.

Þeir sem hafa lesið sögu kannast við danska málfræðinginn Rasmus Christian Rask. Grípum aðeins niður í grein um hann á Vísindavefnum til að glöggva okkur á honum.

"Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn....Tengsl Rasks við Ísland voru sérstök. Hann lærði íslensku af bókinni Heimskringlu á meðan hann var í latínuskólanum. Til þess notaði hann útgáfu með latneskri og danskri þýðingu sem hann fékk sem viðurkenningu fyrir ástundun. Hann hafði hvorki íslenska orðabók né bækur um málfræði en bjó hvorttveggja til jafnóðum með því að bera frumtextann saman við þýðingarnar. Þegar hann kom svo til Kaupmannahafnar kynntist hann íslenskum stúdentum og lærði samtímamál af þeim, ekki síst framburðinn.

Rask dvaldist á Íslandi 1813–1815 til þess að læra málið betur. Hann ferðaðist víða og náði mjög góðum tökum á íslensku. Á þessum grundvelli endurskoðaði hann svo kennslubókina og gaf hana út á sænsku 1818 (Anvisning til Isländskan eller Nordiska Fornspråket). Hann tók þátt í stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 30. mars 1816 og var formaður þess þar til í október sama ár þegar hann lagði af stað í langa ferð til Austurlanda. Hann átti mikinn þátt í að móta íslenska málhreinsunarstefnu sem Fjölnismenn fylgdu svo fram af mestum krafti." Heimild: Hver var Rasmus Christian Rask?

Það þurfti sem sagt útlendan fræðimann til að koma Íslendingum aftur á sporið en eins og allir vita sem hafa lesið íslenskan texta frá 1500-1800, þá er hann nánast óskiljanlegur nútíma Íslendingum, svo dönskublandinn var hann. Hið opinbera tungumál var danskan fyrst og fremst, svo íslenska embættismálið sem var hrærigrautur dönsku og íslensku. Sauðsvartur almúgurinn talað sína gömlu íslensku.

En það var ekki bara Rask sem bjargaði íslenskunni. Það var einnig íslenska menntastefnan og alþýðufræðslan á 18. öld.

Heittrúarstefnan sem kom hingað til Íslands á 18. öld, sem íslenskir fræðimenn gleyma oft að minnast á, í samhenginu við björgun íslenskunnar, bjargaði íslenskunni hjá alþýðunni. Og þar sem almenningurinn talaði ennþá íslensku, var hreintungustefnan sem Rask og félagar stóðu fyrir, með undirstöðu.

Hver er þessi heittrúarstefna (píetismi)?

Heittrúarstefnan varð til sem grasrótarhreyfing innan lútersku kirkjunnar í Þýskalandi á seinni hluta 17. aldar, en þýskir fræðimenn lögðu grunninn að hugmyndafræði hennar.  Hún barst um 1700 til Danmerkur með dönskum nemendum sem stundað höfðu nám í þýskum háskólum. Hugmyndir heittrúarstefnunnar höfðu áhrif á skólamál í Danmörku á tímabilinu 1732-1798.

Heittrúarstefnan hafði mikil áhrif á uppeldis- og menntamál á Íslandi á 18. öld.  Hins vegar varð heittrúarstefnan hér á landi aldrei grasrótarhreyfing, eins og í Danmörku og Þýskalandi.  Stefnan barst því hingað til lands sem valdboð að ofan, en í Danmörku höfðu stjórnvöld gert hana að sinni. Almennt tóku Íslendingar þó vel í hinu nýju stefnu í mennta- og uppeldismálum.

Sendu stjórnvöld út fjölda tilskipanna í anda heittrúarstefnunnar á fimmta áratug 18. aldar, í kjölfar rannsóknarleiðangurs kirkjuyfirvalda hingað til lands. Niðurstaða rannsóknamanna var sú að best væri að hagnýta sér það fræðslukerfi sem var fyrir hendi. Það kerfi byggðist á heimakennslu.  Hún átti að fara fram undir eftirliti ríkis- og kirkjuvalds, líkt og áður.  Um framkvæmdina sá húsbóndavaldið. En fræðslukerfið var gert kerfisbundið og lögbundið og var það nýjung og þýddi í raun að fræðslukerfið varð mun markvissara.

Gamla fyrirkomulagið á fræðslukerfinu sem tók gildi 1635, bar lítinn árangur samkvæmt ummælum íslensku biskupanna í byrjun 18. aldar.  Niðurstöður fræðimanna benda til að almennri menntun alþýðu hafi farið fram eftir rannsóknarleiðangur Harboes 1741-45.  Latínuskólunum fór einnig fram, en hlutverk þeirra var að útskrifa menntastétt landsins.  Bætt menntun menntamanna hafði áhrif á alla almenna fræðslu í landinu.

Í fáeinum orðum sagt, voru helstu áhrif heittrúarstefnunnar þau að hér var komið á almennri fræðsluskyldu og menntunarstig þjóðarinnar tók framförum.

Angi af þessari kennsluaðferð var farskólinn í sveitum landsins á fyrri hluta 20. aldar. Móðir mín ólst upp í Landeyjum og gekk í slíkan skóla. Uppbyggingin var sú að kennari kenni á bæ einum, börnin gengu þangað og kennt var í 2 mánuði. Svo var haldið á næsta bæ og sama sagan endurtók sig. Kennt var frá 10 ára aldri til 14 ára aldurs. Ég get borið vitni um að þessi kennsla var góð, því að móðir mín var vel skrifandi og ágæt í stærðfræði. Annar Landeyingur sem ég þekkti, sem gekk líka í farskóla á sama tíma í Landeyjum, varð á endanum doktor og sendiherra. Þetta er útúrdúr en samt ekki.

Það sem ég er að segja er að hægt er að bjarga íslenskunni. Það er með markvissri menntastefnu og ofuráherslu á íslenskukennslu. Öll tól og tæki eru leyfileg, tölvan eða bókin. En það verður að byggja upp orðaforðann og hugtakaskilning. Það skortir á hjá börnum og unglingum í dag. Þess vegna grípa þau oft til ensku.

Sama á við um útlendinganna búseta á Íslandi. Þeir verða að fara á íslensku námskeið, t.d. ef þeir dvelja lengur en 3 mánuði á landinu. Útlendingur sem vinnu á kassa í búð, þarf ekki mikinn orðaforða til að ræða við viðskiptavininn. 200-300 orð og samskipti hans við kúnnanna verður allt önnur og betri. Svo er það líka vanvirðing við viðskiptavininn að sá sem afgreiðir neitar eða getur ekki leiðbeint og þjónusta hann á íslensku.        

Að lokum. Á legstein Rask er letrað á íslensku: Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.


Hvíta Rússland eða Belarús?

Nú hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV tekið upp á einsdæmum að skipta um landarheiti á ágætu ríki sem hingað til hefur heitið Hvíta Rússland.

Hver vegna fjölmiðillinn sá sig tilhneyddan til að skipta um heiti allt í einu, er mér hulin ráðgáta nema að RÚV gefur þessa skýringu:

"Heitið Belarús verður framvegis notað í fréttum og annarri umfjöllun RÚV um það ríki sem almennt hefur verið kallað Hvíta-Rússland. Formlegt íslenskt heiti ríkisins er Lýðveldið Belarús og það er almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu." Heitið Hvíta-Rússland víkur fyrir Belarús

Það getur vel verið að starfsmenn í hinni opinberri stjórnsýslu noti þetta hugtak en allir þekkja stofnannamálið sem kemur úr þeim rana og oft eru hugtökin sem koma þaðan óskiljanleg. Sem á einmitt við þetta hugtak.

Íslendingar eru þekktir fyrir að íslenska nánast öll orð og hugtök sem koma úr erlendum tungumálum.  Merking orðanna er skýr, því íslenskan er gegnsætt tunga.  Þegar Íslendingurinn rekst á nýtt orð í íslenskunni, þarf hann oftast ekki að flétta upp í orðabók til að skilja merkingu orðsins. Svo á til dæmis ekki við um ensku sem er hrærigrautur úr þremur tungumálum, germönsku, latínu og frönsku. Enskumælandi fólk þarf iðulega flétta upp hugtök sem koma úr frönsku eða latínu. Og talandi ekki um hvernig eigi að skrifa þessi orð.

Íslenska er það gagnsæ, að þegar Íslendingurinn heyrir orðið í fyrsta sinn, getur hann skrifað orðið upp eftir hlustun. T.d. hugtakið: "Málfræðingur". Hægt er að skrifa það niður eftir hlustun og það lýsir sér sjálft. Mál er tungumál og fræðingur er maður sem er lærður í (tungumála)fræðum. Íslenskan er hnitmiðuð og oft hefur hún tvö eða fleiri orð yfir sama fyrirbrigðið en er t.d. í ensku. Dæmi um það eru ýmis orð um fyrirbrigðið "snjór".

Orðskrípið (þarf ég nokkuð að útskýra þetta hugtak? Það skýrir sig sjálft.) Belarús er beinlínis afbökun á hugtakinu Belarus sem kemur úr ensku. Sjá Cambrigde Dictionary: Cambrigde Dictionary - Belarus

Orðasambandið Hvíta Rússland er bókstafleg þýðing orðsins Belarus (rússneska: белый – hvítt, Русь – Rússland). Lesandi verður að fyrirgefa að þetta kemur hér eins og stafarugl, en Moggabloggið getur ekki birt rússneskt letur.

Hér vakna nokkrar spurningar: Eigum við ekki að fara eftir eigin skilgreiningu þjóðarinnar sem gaf landinu heiti? Eigum við að enskuvæða allt eða eigum við að virða hugtakaskilning viðkomandi þjóðar? Hafa stjórnvöld í Hvíta Rússlandi skipt um heiti á landi sínu nýverið? Eða er hér um skrifleti starfsmanna RÚV að ræða? Hvað þýðir eiginlega Belarús? Getur sex ára barn í grunnskóla skilgreint og útskýrt hugtakið Belarús? En Hvíta Rússland? Ég myndi veðja að barnið gæti útskýrt síðara hugtakið.

Íslensku mælandi fólk á Íslandi

Íslenskan er eitt ríkasta tungumálið í heiminum af orðaforða. Einhver staðar las ég að það eru til a.m.k. 600 þúsund íslensk orð, sel það ekki dýrara en keypti. Íslenskan á nú í harðri baráttu við að halda sér á lífi. 

Í fréttum RÚV í gær segir að Íslendingar séu nú orðnir 394 þúsund talsins sem er beinlínis rangt. Það ber að miða við íslenskan ríkisborgararétt en ekki búsetu fólk sem kemur og fer af landinu. Við gætum alveg eins miðað við fjölda ferðamanna á landinu og sagt að hér séu 450 þúsund manns í júlí 2023. Ef miðað er við íslenskan ríkisborgararétt, þá eru Íslendingar orðnir 320 þúsund talsins.

Ég kvaddi fjölskyldu nú á árinu sem er flutt heim til Rúmeníu eftir áralanga dvöl á Íslandi. Þau litu aldrei á sig sem Íslendinga, þótt þau elskuðu land og þjóð, töluðu frábæra íslensku og höfðu aðlagast fullkomlega að íslensku samfélagi. En ef þau hefðu ákveðið fá sér íslenskan ríkisborgararétt, sem þau áttu rétt á, þá hefði það verið ákveðin yfirlýsing um að þau líti á sig sem Íslendinga.

Það eru því aðeins 320 þúsund sálir sem tala íslensku (ætla ég að vona). Með sama áframhaldi verða þeir sem kunna ekki íslensku en eru búsettir á Íslandi komnir í meiri hluta eftir x mörg ár. Hvað gerum við þá? Skiptum yfir í ensku?

Lokaorð

Ég ætla eftir sem áður að tala íslensku og nota þau hugtök sem ég tel vera rétt hverju sinni. Ég mun kalla Hvíta Rússland, Hvíta Rússland eftir sem áður. Ég læt ekki ríkisstofnun, hvað svo sem hún heitir, stýra mínu málfari og orðanotkun. 

Íslenskan er eins og flest tungumál, sjálfsprottið tungumál. Það verður til meðal fólksins og þau orð og hugtök sem verða ofan á, eru þau sem þjóðin ómeðvituð kýs að nota.

Án tungumálsins, getum við alveg eins lagt frá okkur sjálfstæðið, gerst 51. ríki Bandaríkjanna og orðið "feitir þjónar" eins og það er orðað í Íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness. Hann lagði sig eftir því að búa til ný orð og dusta rykið af gömlum sem fallið hafa í gleymsku enda segir skáldið í Vettvángi dagsins: "Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað." Hér á orðskrípið Belarús hvergi heima, enda ekki íslenska.

 

 

 

 

 


Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Maður hefur fylgst með umræðunni um hlýnun jarðar og orsökun hennar.  Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort maðurinn eigi hér sök eða ekki.

En það sem kemur á óvart er umræðan meðal leikmanna. Af hverju í ósköpunum virðast hægri menn vera efasemdamenn í þessu máli en vinstri menn trúi að maðurinn sé megin orsakavaldurinn?

Pólitískar skoðanir virðast ráða afstöðu manna í málinu. Af hverju það er, veit ég ekki. Kannski ræður afstaðan gagnvart ríkisvaldinu  hér einhverju um. Jú, baráttan gegn hamfarahlýnun jarðar krefst mikilla afskipta ríkisvaldsins og skattleggningu atvinnulífsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

En hvað með vísindin sjálf?  Nú stendur maður ráðvilltur, er hamfarahlýnun í gangi eður ei? Og ég verð áfram ráðvilltur eftir að hafa skrifað þessa grein.  Eiginlega er best að taka ekki afstöðu og bíða eftir að frekari sannanir fyrir eða gegn hamfarahlýnun komi fram. Það er mín afstaða.

En ég ætla mér samt að skoða hér aðeins málið.  Ef ég skil það rétt, er koltvísýringur megin ástæðan fyrir gróðurhúsaáhrifin á jörðina. Koltvísýringur er hins vegar aðeins ein lofttegund af mörgum. Hins vegar losar koltvísýringur CO2 um 76 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Metan, fyrst og fremst frá landbúnaði, leggur til 16 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda og nituroxíð, aðallega frá iðnaði og landbúnaði, stuðlar að 6 prósentum af losun á heimsvísu.

Ok, þetta ætti að vera grunnvísindi um hvaða lofttegund leggur mest til gróðurhúsa áhrifa. Er koltvísýringur þá eiturlofttegund? Nei. án koltvísýrings væru náttúruleg gróðurhúsaáhrif jarðar of veik til að halda meðalhita á yfirborði jarðar yfir frostmarki. Með því að bæta meira koltvísýringi í andrúmsloftið er fólk að ofhlaða náttúruleg gróðurhúsaáhrif sem veldur því að hitastig jarðar hækkar. Með öðrum orðum er koltvísýringur nauðsynlegur fyrir temprað loftslag jarðar.

Kannski er spurningin eiginlega hversu mikið af koltvísýringi má vera í loftinu án þess að breyta jafnvægi hitastigs jarðar. Samkvæmt fræðslusíðu Vision Learning er lofthjúpur jarðar samsettur úr um það bil 78 prósent köfnunarefnis, 21 prósent súrefni, 0,93 prósent argon, 0,04 prósent koltvísýringur auk snefilmagns af neon, helíum, metani, krypton, óson og vetni, auk vatnsgufu.

0,04 prósent koltvísýringur í lofthjúpinum virkar ansi lág tala fyrir leikmann eins og mig, en hvað veit ég? Athafnir manna hafa aukið koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins um 50% á innan við 200 árum. Dugar aukning á þessu litla magni til þess að hækka hitastig jarðar?

Hefur koltvísýringur verið áður svona hár? Já, á tímabili sem "...kallast Plíósen, fyrir um 3 milljónum ára, þegar sjávarborð var um 30 fetum hærra (en hugsanlega miklu meira). Plíósen var umtalsvert hlýrri heimur, líklega um 5 gráður á Fahrenheit (um 3 gráður á Celsíus) hlýrri en hitastig fyrir iðnað seint á 1800. Stór hluti norðurskautsins, sem í dag er að mestu klæddur ís, hafði bráðnað. Koltvísýringsmagn, helsta hitastigið, sveiflast í kringum 400 ppm, eða ppm." Gróf þýðing mín. Heimild: What Earth was like last time CO2 levels were so crazily high

Dýralíf og gróður var þá til og frummaðurinn gekk um jörðina. En eins og allir vita, er jörðin ekki alltaf heit, heldur virðast ísaldir koma með reglulegu millibili. Þeir sem hafa lesið Íslandssöguna kannast við litlu ísöldina í sögu landsins, frá cirka 1500-1900 en þá var nánast óbúanlegt á Íslandi og myrkasta tímabil Íslendinga gekk yfir. Mörk norðurskautsloftslagsins lá þá yfir Íslandi, ekki fyrir norðan Ísland eins og það gerir í dag.

Þegar Ísland var byggt á landnámsöld, var umtalsvert heitara en er í dag og var forsenda fyrir búsetu norrænt fólks hér. Upp úr 1200 fór loftslag kólnandi og skilyrði til búsetu minnkandi. Heiðarbúskapur minnkaði en jókst aftur á 19. öld þegar veður hlýnaði.

Ísland er á mörkum þess að vera byggilegt miðað við ef við ætlum að lifa af landbúnaði á þessu landi. Hlýnun jarðar ætti því að vera hagstætt Íslendingum. Ég man eftir að veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hélt því fram að þessi hlýnun komi í raun í veg fyrir að næsta ísöld bresti á.

Vísindin segja að að örlítið hækkaður styrkur CO2, 280 ppm, kom í veg fyrir að ísöld hófst. Hefði styrkur CO2 verið við 240 ppm, þá, segja vísindamenn , hefði ísöld líklega hafist.

Hver er þá niðurstaða hér? Engin nema að:

1) Koltvísýringur er ekki eiturloftstegund og er nauðsynleg lofttegund.

2) Magn koltvísýring virðist skipta máli um hækkun hitastigs jarðar en spurningin lifir, hvort það sé slæmt eða ekki? Hitastigið hefur verið hærra. Það er alveg hægt að hafa áhrif á koltvísýring stig jarðar, með bindingu hans í skógum og breyta honum í t.d. steintegundir.

3) Hver er þáttur sólar í hitastiginu? Það hef ég ekki skoðað. Er þetta eðlileg sveifla í hitastig jarðar eins og við höfum séð í gegnum söguna?  Eitt er víst, ofninn fyrir jörðina er ekki stilltur á eitt ákveðið hitastig!

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband