Deilan um upphaf landnám Íslands - hvenær á íslenska þjóðin afmæli?

Þetta er mesta deiluefni Íslandssögunnar, hvenær landið byggðist fyrst.  Miklar efasemdir eru um upphafið en nú eru menn á því að ekki verði komist að því nákvæmlega hvenær landið byggðist fyrst.

En fornleifarannsóknir styðja ritheimildir, Landnámubók og Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar, að aðal landnámið hafi hafist í kringum 970 e.Kr.

Það er vitað og fornleifar styðja það einhver byggð var hafin fyrir þetta en sagnfræðingar verða að skrifa megin sögu, ekki undantekningar eða eitthvað sem hefur e.t.v. engin áhrif á meginsöguna.

En svo er gaman að pæla í Hrafna-Flóka og aðrar landkönnuði sem voru hér á undan landnámið og jafnvel veiðimenn í verstöðvum fyrr á öldinni, sbr. fornleifauppgröftin á Stöðvarfirði.

Ég held að við getum alveg fastset upphafið við ákveðna tölu, því einhvers staðar verður að vera upphafspunktur. 971+- eða 974 eru jafn góð ártöl og úr því að við höfum miðað við 974 og við héldum upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Við höldum okkur við það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Íslenskt þjóðríki var stofnað í júní 930 AD, og var vitað - skráð- að fólk hefði búið hér í að minnsta kosti öld áður en það var.

Skrásett saga ;)

... Landnámið sjálft skiptir engu máli, því auðvelt er að  sýna fram á að hér hafi búið innan við þúsund mannns fram til 1710, og að "íslendingar" séu afkomendur nauðungarfluttra fátæklinga úr Eystrasalts og Niðurlanda borgum.

Guðjón E. Hreinberg, 26.7.2023 kl. 20:03

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

þ.e. eftir 1710.

Guðjón E. Hreinberg, 26.7.2023 kl. 20:04

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón, mikið rétt. Takk fyrir innlitið.

Íslenska (þjóð)ríkið var stofnað á Alþingi 930 e.Kr. Rétt hjá þér. Tímabilið á undan voru bara "þreifingar" landnámshópa við að reyna að koma á búsetu á landinu. Það gæti þess vegna hafa byrjað með vermennsku á Stöðvarfirði í byrjun 9. aldar.

En ég er ekki sammála þér að hér hafi aðeins þúsund manns búið til 1710 og við séum komin frá Eystrasalti og Niðurlanda. Strax á 10. öld var mannfjöldinn kominn upp í 80 þúsund manns (hæsta talan sem ég las um).  Til samanburðar, báru Færeyjar í gegnum aldir þrjú þúsund manns og líkt og á Íslandi snarhækkaði mannfjöldinn upp frá 1800.

En hver er kenningin þín eða sönnun? Gaman að vita hvað þú hefur fyrir þér. Kv. BL

Birgir Loftsson, 26.7.2023 kl. 21:41

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

hehe - ég ítreka orðin: "því auðvelt er að  sýna fram á"

... kenning - en of langt mál að útskýra í athugasemd.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 27.7.2023 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband