Læti í kringum málefni Hæstarétt Ísraels

RÚV virðist hafa miklar áhyggjur af afdrif lýðræðis í Ísraels vegna þess að ísraelska þingið samþykkti umdeilar lagabreytingar sem snúa að hæstarétti landsins.

Eins og er í öllum lýðræðisríkjum (nema Íslandi þar sem framkvæmdarvaldið situr á Alþingi) er þrískipting valdsins grundvöllur lýðræðisins í Ísrael. Dómsstólavaldið, framkvæmdarvaldið og svo löggjafarvaldið er skiptingin.

Nú er ég ekki öllum hnútum kunnugur um skiptingu valdsins í Ísrael, en þykkist þó telja mig vita að löggjafarvaldið eigi að setja lög sem dómstólar fara eftir og framkvæmdarvaldið framkvæmir eftir.

Ef meirihlutinn á Knesset (þinginu) ákveður að breyta lögum er varða lögsvið dómstóla, skil ég ekki af hverju það er verið að mótmæla.  Væntanlega er meirihlutinn á þinginu að samþykkja lagabreytingar á löglegan hátt.

Í frétt RÚV segir: "Hinar umdeildu lagabreytingar fela í sér að fella niður heimild hæstaréttar til að hnekkja aðgerðum stjórnvalda sem dómstóllinn telur brjóta gegn stjórnarskránni. Hæstaréttardómarar og lögfræðingar hafa gagnrýnt breytingarnar harðlega og sagt þær ógna lýðræði landsins."  Þetta er ekki rétt, því að það er engin stjórnarskrá í Ísrael! Bara svokölluð grunnlög. Eru bara sumarstarfsmenn starfandi á fréttastofu RÚV á sumrin? Þetta er auðvelt að flétta upp. Þessi skýring RÚV er því of óljós til að skilja og röng.

Kíkjum þá á skýringu fjölmiðilsins Aljazeera:

"Lögin, hluti af víðtækari viðleitni til að endurskoða dómskerfið, koma í veg fyrir að Hæstiréttur felli niður stjórnvaldsákvarðanir.

Stuðningsmenn þess segja að núverandi staðall um sanngirni veiti ókjörnum dómurum óhóflegt vald yfir ákvarðanatöku kjörinna embættismanna. En gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að hún fjarlægi lykilatriði í eftirlitsvaldi dómstólsins og opni leið fyrir spillingu og óviðeigandi skipan."

Þessi skýring er skiljanlegri. Og af henni má lesa að Hæstiréttur Ísraels sé að skipta sér af stjórnvaldsákvörðunum (sem hvergi er leyfilegt) en dómstólar eiga almennt að dæma eftir lögum, ekki að stjórna og þar með skipta sér af framkvæmdarvaldinu. 

Ég veit ekki hvað eftirlitsvald dómstólsins á að vera sem gagnrýnendur hafa áhyggjur af, til þess veit ég of lítið. En almennt myndi maður halda að dómstólar eigi bara að dæma eftir lögum, ekki að standa í lagasetningu, stjórnmálum almennt eða stjórnun ríkja. Ég hef reyndar litlar áhyggjur af þessu máli, en er hér að skrifa mig til skilnings.

Nóta bene, verri er það að lýðfræðin er að breyta íbúasamsetningu landsins. Heittrúaðir eignast fleiri börn en þeir sem eru í meðallagi trúaðir.  Þetta þýðir að Ísrael stefnir í að vera trúarríki eins og Íran, einhvern tímann eftir x mörg ár. Ísrael gæti þá hætt að vera veraldlegt ríki og orðið geistlegt. Hvers konar ríki það verður og hvort það verði gott fyrir heimsfriðin, með öflugt kjarnorkuvopnabúr við hendina.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband