Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023
Það er deginum ljósara að það er ekki Joe Biden sem stjórnar Bandaríkjunum. Frá því hann tók við völdum og fyrir kosningabaráttuna, þá var Joe Biden í lélegu andlegu ástandi. Það hefur farið versnandi og virkar hann alltaf illa gáttaður á sviði. Og það er alltaf einhver sem stýrir honum á sviðinu. Eitt sinn var það páskakanínan sem gaf honum skipun og sjá mátti að Biden varð fyrst undrandi en síðan reiður. En hann hlýddi.
Nýjasta dæmið er þegar hann tók á móti forseta Ísrael í vikunni, hann sat í stól á móti gestinum en hann gat ekki einu sinni talað beint við hann og varð að notast við skrifaða minnispunkta. Forsetinn gapti af undrun og horfði á fréttamennina sem voru viðstaddir í forundrun.
Biden getur ekki gengið upp stiga, niður stiga, á sviði, hjólað eða gengið almennt án þess að hrasa og detta. Hann getur ekki sett saman tvær setningar og ef hann segir eitthvað er það ekki í samhengi. Um daginn sagði hann: "I have wiped my butt" þegar einn fréttamaðurinn kallaði til hans spurningu. Hann getur ekki einu sinni lesið af textavél.
En það er einhver sem stjórnar sýningunni og hafa menn hallast að því að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni henni (ríkisstjórninni) dags daglega en Barack Obama á bakvið tjöldin. Frægt var þegar Obama lagði hart að Biden að fara ekki í framboð en Biden, þyrstur í völd, hlustaði ekki á hann.
Aðrir segja að Jill Biden, eiginkona Joe Bidens, sé sá aðili sem raunverulega stjórni Joe og þar með Bandaríkjunum. Hún hafi hent Obama út þegar hann hafi lagt til að Joe segði af sér og léti Kamala Harris taka við forsetaembættinu. Hún kemur alls staðar fram með Joe Biden, stendur þétt við hlið hans og stýrir hreyfingum hans í hvívetna.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er viðauki 25. Í fimmtu grein hans segir:
"Hluti 4:
Hvenær sem varaforseti og meirihluti annað hvort aðalmanna framkvæmdadeilda eða annarrar stofnunar eins og þing kann að kveða á um, senda forseta öldungadeildarinnar og forseta fulltrúadeildarinnar skriflega yfirlýsingu sína um að forsetinn sé ófær um að gegna völdum og skyldum embættis síns, skal varaforseti þegar í stað taka við völdum og skyldum embættisins sem starfandi forseti."
Repúblikanar hafa gælt við að virkja þetta ákvæði en alltaf fallið frá því, vegna þess að þeir eru almennt sammála um að Kamala Harris verði jafnvel verri forseti en Joe Biden. Hún á sjálf í erfiðleikum með að tjá sig, er einn óvinsælasti varaforseti sögunnar, sem er "heiður" sem erfitt er að öðlast í ljósi þess að varaforsetinn gerir lítið. Að velja Kamala Harris sem varaforseta var ansi snjall leikur af hálfu liðs Bidens, hún er n.k. trygging fyrir að hann klári kjörtímabilið.
En ef til vill verða Repúblikanar samt sem áður að leggja fram ákæru á hendur Bidens fyrir embættisafglöp í starf og spillingu fyrir og eftir að hann tók við völdum. Sannanir hrannast upp gegn Joe Biden og fjölskyldu hans fyrir spillingu og múturþægni. Fjölskyldan virðist hafa selt aðgang að varaforsetaembættinu þegar Joe var varaforseti en hann gegndi því hlutverki í átta ár. Og jafnvel áður, þegar hann var öldungardeildarþingmaður. Verst er að helstu óvinir Bandaríkjanna, Rússland og Kína, og fleiri þjóðir, virðast hafa keypt aðgang að æðsta embætti Bandaríkjanna. Ef þetta er satt, þá eru þetta landráð af verstu gerð.
Á meðan Biden er enn við völd, verðum við að vonast að óvinir Bandaríkjanna gangi ekki lengra fram en þeir hafa þegar gert og jafnvel láti til skara skríða rétt áður en hann lætur af embætti, því að það er nokkuð ljóst að Biden getur ekki gegnt annað kjörtímabil. Einnig að í einhverju óráðiskasti, að hann fari ekki að fikta í kjarnorkuvopna töskunni sem fylgir honum öllum stundum. Það væri nánast kraftaverk ef honum tekst ekki að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni það sem eftir er af tímabili hans sem forseti Bandaríkjanna. God save USA!
Bloggar | 19.7.2023 | 12:18 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vegna þess að Vísir vinnur ekki eigin fréttir frá Bandaríkjunum, heldur þýðir greinar og fréttir frá svokölluðu frjálslyndum fjölmiðlum vestan hafs, koma reglulega hingað undarlegar fréttir.
Ein slík er frétt af Robert Kennedy Jr. sem nú er í forsetaframboði fyrir Demókrata. Hann er hins vegar ekki í náðinni hjá flokksforystu Demókrata. Hún hefur ákveðið að Joe Biden haldi áfram sem forseti, alveg sama í hvaða ástandi hann er en eins og glöggvir áhorfendur vita, þá er maðurinn langleiddur af elliglöpum og hætta er á að hann deyi í embætti. En það er önnur saga.
RKJ er sem sagt ekki upp á pallborðinu vegna þess að hann er fulltrúi gamla Demókrataflokksins. Hver er sá flokkur? Hann var fulltrúi miðstéttarinnar en er nú málsvari ofur ríkra og ofur fátækra. Demókrataflokkurinn var þar með fulltrúi almenning og myndi teljast vera á svipuðum stað og Sjálfstæðisflokkurinn, rétt til hægri á miðju litrófinu.
Í dag er Demókrataflokkurinn kominn langt til vinstri, orðinn sósíalískur og tekið ný-marxísk fræði upp á sína arma. Og Joe Biden er látinn lesa af textavél skilaboð flokksins. En jafnvel það er honum of erfitt og því hafa gárungar lagt til að textavélinni sé snúið við og við sjálf látin lesa texta hans!
Öllum brögðum er nú beitt til að taka niður Kennedy, því fylgi hans hefur farið vaxandi þrátt fyrir engan stuðning flokksins. Hér er frétt Vísis af honum:
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta
Hann er sagður hafa sagt að SARS-CoV-2 sé hannaður til leggjast þyngra á hvíta og svarta en minna á gula eða gyðinga. Hann sagði hins vegar að ummæli sín hafi verið tekin úr samhengi og einungis átt við að SARS-CoV-2 gæti lagst misjafnlega í kynþætti. Ef hann átti við það síðarnefnda, þá eru það eðlileg ummæli, því að við vitum að sumir sjúkdómar leggjast mishart á fólk, við þekkjum það hér á Íslandi. Hér eru ættlagðir sjúkdómar sem hafa fylgt ættum í aldir.
En aðalatriðið í þessu máli er að hann segir að ummæli sín hafi verið slitin úr samhengi og hann sendi yfirlýsingu til fjölmiðilsins Guardian til að leiðrétta málið. Hvort skiptir máli, mismæli eða orð tekin úr samhengi eða staðföst yfirlýsing um hið gagnstæða?
Við vitum öll að mismæli eru miskunarlaust notuð til að klekjast á pólitískum andstæðingum. Alveg sama hvað fórnarlambið andæfið, mismælin eru látin fylgja honum eins og skuggi það sem eftir er. Verra er þegar orð eru tekin úr samhengi, alþekkt og lymskulegt bragt, og annað lagt úr merkingu setningar en átt var við í raun. Dæmigert bragð er að byrja og vitna í miðja setningu og snúa merkingu við.
Tökum dæmi. Robert Kennedy Jr. segir kannski: "Ég er algjörlega á móti því að halda fram að Repúblikanar eru sagðir flokkur kynþáttahatara." Útúrsnúningurinn væri ef til vill svona: Robert Kennedy héldur því fram að "...Repúblikanar eru sagðir flokkur kynþáttahatara". Þetta er barnalegt og dæmigert kappræðubragð sem ætti heima í ræðukeppni framhaldsskóla.
Hvers vegna Vísir býr til frétt úr þessu, er óskiljanlegt. Sumar fréttir frá Bandaríkjunum eiga erindi til Íslendinga og ég get bent á margar sem hafa ekki ratað alla leið til Íslands. Aðrar, sem eru eiginlega slúðurfréttir, eiga ekki erindi.
Hver eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag? Úr ranni Repúblikana er það helst að frétta að Ron DeSantis virðist vera fatast flugið og fylgið minnkar með hverri skoðanakönnun á fætur annarri. Það eru stórtíðindi og þýðir að ef þessi þróun heldur áfram, verða úrslitin ljós þegar í mars á næsta ári um hver verði frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum.
Úr ranni Demókrataflokksins er það að frétta að mikil atlaga er gerð að Biden fjölskyldunni og meint spillingarmál hennar. Það er talið vera mikið hneyksli að leyniþjónustunni tókst ekki að upplýsa hver á kókaínið sem fannst í Hvíta húsinu eftir 10 daga rannsókn. Hörð atlaga er lögð að FBI af hálfu þingmanna Repúblikana vegna meintrar hlutdrægni stofnunnar Demókrötum í vil.
Af nógu er að taka, ef menn vilja spyrja frétta úr Vesturheimi.
Bloggar | 18.7.2023 | 11:33 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samfylkingin er kannski ekki alveg ósýnileg en hún er vel falin í skugganum. Fyrir hinn almenna borgara, eins og mig, sem fylgist vel með íslenskri pólitík, heyrist ansi lítið frá þessum stærsta stjórnarandstöðuflokki landins samkvæmt skoðanakönnunum.
Það er nefnilega málið, einu skiptin sem minnst er á Samfylkinguna er þegar gerðar eru skoðanakannanir og niðurstöður kynntar. Oh jú, einnig að varð það fréttnæmt þegar Samfylkingin skipti um hinn óvinsæla formann Loga Einarson og Kristrún Frostadóttir tók við. Það var eins og ferskur vindblær færi um flokkinn enda allir orðnir þreyttir á væl um inngöngu í ESB þegar allir vita að það er ekki á dagskrá næstu árin. Fólk vildi fá afturhvarf til fortíðar, þegar Samfylkingin gaf von og við fyrstu sýn, virðist formannskiptin gefa von.
Formaðurinn
En hver er Kristrún sem virðist rífa upp fylgi flokksins? Kíkjum á æviágrip hennar á vef Alþingis. Þar segir:
"Starf meðfram hagfræðinámi á skrifstofu seðlabankastjóra 20092010. Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 20112012. Blaðamaður á Viðskiptablaðinu 20132014. Hagfræðingur í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytis 2014. Sérfræðingur í greiningardeild fjárfestingarbankans Morgan Stanley í New York og Lundúnum 20152017. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017. Formaður verðlagsnefndar búvara í atvinnumálaráðuneyti 20172018. Aðjúnkt við hagfræðideild HÍ 20182020. Aðalhagfræðingur Kviku banka hf. 20182021.
Formaður Samfylkingarinnar síðan 2022.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Samfylkingin).
Fjárlaganefnd 20212023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2021."
Hvað má lesa út úr þessum hráu upplýsingum? Jú, hún er hagfræðingur en nýgræðingur í stjórnmálum. Það hefur ekki reynt á hana í pólitík. Hins vegar tengdist hún Kviku banka sterkum böndum sem aðalhagfræðingur bankans en hún starfaði þar til 2021. Eins og allir vita er Kviku banki tengdur umdeildri sölu á Íslandsbanka og hefur bankinn slitið samrunaviðræður við hinn síðarnefnda nú í sumar.
En Kristrún er óskrifað blað og hvort hún standi sig í daglegu amstri stjórnmálanna og þegar eða ef flokkurinn fær völdin, hvernig mun flokkurinn undir forystu hennar standa sig?
Stefnuskráin
Stefnuskráin er dæmigerð stefna sósíaldemókrata. Á vef Samfylkinginnar segir að flokkurinn er stjórnmálaflokkur sem aðhyllist markmið og leiðir jafnaðarstefnunnar. Stefna flokksins og störf byggjast á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð. Í samræmi við stefnu sína hyggst flokkurinn og eiga náið samstarf við verkalýðshreyfinguna og frjáls félagasamtök, og vinna með öðrum jafnaðarflokkum á alþjóðavettvangi.
Svo koma undirkafla í stefnuskránni sem bera heitin; Opin sýn til umheimsins; jafnrétti; frelsi; samábyrgð(bræðralag); auðlindi og umhverfi - Framtíðin krefst svara; Mannauður - Tímar einstaklingsfrelsis og félagshyggju; Grunngildi á nýjum tímum.
Ef stefnuskráin er lesin vandlega má lesa yfirlýsingar sem flestallir íslenskir stjórnmálaflokkar geta tekið undir, enda er sagt að það eru sex þingflokkar á Alþingi 2023 sem eru til vinstri, einn í miðju og einn til hægri. Þannig að það má spyrja hversu mikill valkostur Samfylkingin er í raun? Hvað hefur hún fram yfir Vinstri græna? Eða Viðreisn? Hvernig er hægt að dæma það? Jú, með störfum þingflokksins á Alþingi. Og eins og ég sagði, hefur flokkurinn verið nánast ósýnilegur og óvirkur stjórnarandstöðuflokkur.
Samfylkingin hefur sex þingmenn sem lítið heyrist í og hefur flokkurinn veitt stjórnflokkunum lítið aðhald. Örflokkurinn Miðflokkurinn sem hefur aðeins tvo þingmenn, hefur verið háværari og gert harðar atlögur að annars vanhæfri ríkisstjórn. Flokkur fólksins kemur næst með sína sex þingmenn en sá þingflokkur hefur sínar þyrnirósir sem sofa vært.
Lokaorð
Það er nefnilega ekki nóg að vera með flotta stefnuskrá. Stjórnarskrá Sovétríkjanna, ef hún er lesin, veitir meiri réttindi og frelsi en flestar stjórnarskrár Vesturvelda en í framkvæmt var hún skelfileg. Og ástæðan er flokksræðið og miðstýring stjórnmála- og efnahagskerfisins.
Samfylkingin, ef miðað er við reynsluna, mun ekki koma með neitt nýtt þegar og ef hún kemst til valda. Hún myndi hjálpa Sjálfstæðisflokknum að viðhalda bálkninu, viðhalda háu skattastigi, mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og heilbrigðiskerfinu og í raun engu breyta. Hún mun nudda sig upp við ESB eins þétt og hægt er. Nýtt andlit á flokknum breytir þar engu um. Og ef horft er á stóru mynda, hefur systurflokkum hennar í Evrópu tekist að eyðileggja Evrópu innan frá með ESB stefnu sinni og atlögunni að þjóðríkinu. Samfylkingin er ekki frábrugðin að því leitinu til. Verði þeim að góðu sem kjósa Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum!
Bloggar | 17.7.2023 | 12:11 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þrjóskan í meirihlutanum í Reykjavík er svo mikil að hætta er á að hann sé ekki tilbúinn að slá staðsetningu nýs flugvallar í Hvassahrauni út af borðinu. Líklega færist hann frekar í aukanna og setji hann þar niður í miðju eldgosi! Hugmyndafræði ofstækið það mikið að þegar þeim var bent á eldgosa hættu á Reykjanesskaga, voru þau góðu ráð hunsuð. Svo byrjaði að gjósa...
Flugvéla- og bílahatrið er það mikið að sósíalistarnir sem vilja hafa 101 Reykjavík í friði og fyrir sjálfa sig svífast einskis til að hrekja landsbyggðarflugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
Ég hef lagt til að flugvöllurinn verði staðsettur á Lönguskerjum, úr lögsögu Reykjavíkurborgar, en ég tel að meirihluti vinstri manna verði viðvarandi í borginni næstu misserin, jafnvel áratugi. Þar með haldist andstaðan við núverandi flugvöll áfram um ókomna framtíð.
Eins og allir vita er dýpi þarna lítið í Skerjafirðinum og hægt að fjármagna flugvöllinn með sölu núverandi lands flugvallarins í Vatnsmýrinni. Á ríkið ekki annars landið? Bretarnir a.m.k.afhentu íslenska ríkinu völlinn 1946.
Hægt er að hafa flugvöllinn bæði sem flugvöll og höfn. Sjá hugmynd Færeyinga um nýjan alþjóðaflugvöll við Þórshöfn hér að neðan sem einmitt verður bæði umskipunarhöfn og flugvöllur í miðjum firði eða réttara sagt sundi og veg í land frá svæðinu. Ef örþjóðin Færeyingar geta þetta, ættum við líka að geta gert þetta. Eina sem vantar er pólitískur vilji.
Bloggar | 15.7.2023 | 21:16 (breytt kl. 22:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Grimmd hernaðar í stríðsrekstri hefur þróast og breyst á ýmsa vegu í gegnum tíðina. Þó stríð hafi alltaf einkennst af þjáningu og grimmd, hafa framfarir í tækni, breytingar á henni og breytt samfélagsviðhorf haft áhrif á eðli grimmdar í hernaði.
En hér í stuttri samantekt má segja að grimmdin gagnvart almennum borgurum hafi verið algjör ef þeir urðu á vegi stríðandi hers í fornöld sem og á miðöldum. Markmiðið var þó ekki eyðing eigna eða dráp almennings, heldur eyðing eða sigur á andstæðum her. Á miðöldum var barist á vígvöllum, tveir herir mættust á ákveðnu svæði þar var barist í orrustu. Þetta bardagaform stóð alveg til fyrri heimsstyrjaldar. Hins vegar var barist um varnarmannvirki (kastalar og borgir) með umsáturtækni.
Það var bara þegar herinn var á ferð, sem hætta steðjaði að almenningi, því að hann rændi sér til matar, nauðgaði og drap. Í seinni heimsstyrjöldinni beintist hernaðurinn sérstaklega að almenning með loftárásum og reynt var með alsherjarhernaði að knýja samfélagið til uppgjafar. Sem betur fer hefur þetta viðhorf horfið (enda virkaði það ekki) og nú þegar almenningur verður fyrir árásum, þá er það venjulega vegna mistaka.
En þótt nútíma hershöfðingjum er umhugað að vernda almenning, þá hefur eyðileggingamáttur nútímavopna gerbreytt stöðunni. Reynt er að hafa stríð nútímans takmörkuð, sbr. í Sýrlandi og Úkraníu, en ef stórveldi eins og Rússland verður undir í stórstríði, þá er hætta á kjarnorkuvopnastríði með allsherjar eyðingu ríkis, jafnvel heillar heimsálfu.
Umfang og eyðileggingarmáttur hernaðar í dag hefur gjörbreyst. Nútíma hernaður hefur tilhneigingu til að valda miklu meiri eyðileggingu og manntjóni samanborið við eldri átök. Notkun öflugra sprengiefna, háþróaðra vopna og aðferða sem beinast gegn borgaralegum innviðum getur leitt til stórfelldrar eyðileggingar og mannfalls meðal borgara. Vopn eins og kjarnorku-, efna- og sýklavopn eru einstakar og skelfilegar ógnir.
Hliðartjón vegna hernaðar hefur breyst. Í gamaldags hernaði voru stríðsmenn oft aðal skotmörkin og reynt var að hlífa þeim sem ekki voru hermenn. Hins vegar hefur eðli nútíma hernaðar leitt til meiri hættu á hliðarskaða eða hliðartjóni. Sprengivopn, eins og stórskotalið, loftárásir og eldflaugar, geta óvart valdið verulegu mannfalli og skemmdum á innviðum borgaralegra mannvirkja.
Ósamhverfur stríðsrekstur og hryðjuverk hafa breytt eðli stríða. Ósamhverfur stríðsrekstur, sem oft er notaður af öðrum en ríkisaðilum eða uppreisnarhópum, hefur aukist í nýlegum átökum. Aðferðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásir, sprengjur og vísvitandi árásir á borgaraleg skotmörk miða að því að ala á ótta, skapa ringulreið og hámarka mannfall, þar á meðal þeirra sem ekki eru í hernaði. Þessar aðgerðir virða oft viljandi að vettugi meginreglur um aðgreining og meðalhóf, sem leiðir til alvarlegrar grimmdar.
Með framþróun mannlegrar þekkingar og þekkingu á sálfræði hefur sálfræði- og upplýsingastríð bæst við í vopnabúr herja. Nútímahernaður felur í sér notkun sálrænna aðgerða og upplýsingastríðs til að stjórna skynjun, dreifa óupplýsingum og skapa ótta og rugling meðal andstæðinga og borgara. Sálræn grimmd í formi áróðurs, netárása og miðlunar á myndrænum myndum og myndböndum er notuð sem vopn til að hræða almenning óvinarinns til uppgjafar.
Í dag getur nútíma stríð haft afleiðingar til lengri tíma litið. Afleiðingar nútíma hernaðar geta náð langt út fyrir bráða átök. Notkun efnavopna, jarðsprengna og skotfæra með rýrt úran getur skilið eftir sig langvarandi umhverfismengun og heilsufarshættu fyrir bæði stríðsmenn og óbreytta borgara. Auk þess geta áföll eftir stríð, landflótta og niðurbrot samfélaga leitt til langvarandi þjáningar og mannúðarkreppu.
Þess má geta að þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið reynt að koma á alþjóðlegum mannúðarlögum, sáttmálum og sáttmálum til að draga úr grimmd stríðs. Genfarsáttmálarnir setja til dæmis viðmið um meðferð stríðsfanga, óbreyttra borgara og særðra hermanna. Hins vegar heldur raunveruleiki stríðs áfram að bjóða upp á áskoranir við að viðhalda þessum meginreglum og grimmd stríðs er enn hörmulegur þáttur mannlegra átaka.
Bloggar | 14.7.2023 | 22:09 (breytt 15.7.2023 kl. 20:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú hefur einn ágætur bloggari hér á Moggablogginu, og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, verið skeleggur í að reyna að endurreisa flokkinn. Það sem virðist hafa fyllt mælir hans er bókun 35 um að reglugerðir (ekki lög) ESB séu rétthærri en íslensk lög nema þau síðarnefndu segja annað. Hann hefur reynt að virkja grasrótina með t.d. fundum Félags Sjálfstæðismanna sem einmitt hefur reynst trúrri stefnu flokksins en flokksforustan.
En það hljóta að vera önnur mál sem hafa gert margan Sjálfstæðismanninn reiðan. Af mörgu er að taka. Fyrir hið fyrsta er að flokkurinn hefur ekki reynst standa vörð um stóru málin í efnahags- og stjórnkerfismálum, t.d. bálknið burt en í framkvæmd bálknið stækkað! Kvótakerfið og sægreifarnir koma fyrst upp í huga en Framsóknarflokkurinn er reyndar faðir fiskveiðikerfisins. Kvótakerfið er ekki alveg byggt á frjálsum markaði. Veit ekki hvort hægt sé að hafa það öðruvísi.
En nærtækasta dæmið er hvalveiðibannið. Þjóðin skiptist í tvennt í afstöðu sinni til málsins en hógværar veiðar sem viðheldur jafnvægi geta ekki verið annað en jákvætt fyrir dýralíf sjávar. Flokkurinn sem gefur sig út fyrir að vera verndari frjáls framtaks, markaðshyggjuflokkur og einstaklingshyggju, guggnaði á að vernda þann hluta sjávarútvegar sem skiptir máli fyrir hundruð manna.
Að gerræðisákvörðun, tekin á augarbragði, annað er ekki hægt að segja með banni tveimur dögum fyrir vertíðarbyrjun, þótt ráðherra segist hafa hugleitt málið lengi. Mér virðist ráðherrann hafa byggt ákvörðun sína á drápi eins hvals. Hefur hann séð hvernig háhyrningar drepa hvalkálfa? En hvað um það, alvöru flokkur sem styður frjálst atvinnulíf, hefði sprengt ríkisstjórnina.
Innflytjendamál, ótrúlegt að maður sé að ræða þau mál, eru hreinlega farin úr böndunum. Flestir útlendinganna hérna, og ég þekki marga, eru hingað komnir að vinna. Frábært fólk en svo eru það hinir sem koma hingað til að leita inn á kerfið. Það veit að það fær fría framfærslu í tvö ár (umsóknarferilinn er svo langur) og nýtir sér það. Þetta eru velferðaflóttamenn sem flakka á milli landa undir yfirskyn flótta og nota velferðakerfi Vesturlanda. Mörg ríki hafa lokað á þetta og þá leitar fólk þangað sem varnirnar eru veikastar og þær eru veikastar á Íslandi.
Fyrir Jón og Gunnu, skapar þetta vandamál, því að velferðakerfið á Íslandi er lélegt. Margra vikna bið eftir viðtali við heimilislæknirinn (ef maður hefur slíkan), bráðamóttakan sprungin (6 klst bið síðast er ég fór) framfærsla öryrkja, aldraðra og atvinnulausra skorin við nögl o.s.frv.
Húsnæðismarkaðurinn er sprunginn vegna þessa og ótal margt annað, allt vegna of mikið innflæði innflytjenda. Innflæðið er stýrt eftir þörfum atvinnulífsins, ekki þörfum hins almenna borgara. Reyndar hafa landamærin verið galopin um langt skeið og engin stjórn á innflæði gerviflóttamanna.
Hinn almenni borgari er látinn gjalda rangrar stefnu í innflytjendamálum. Með öðrum orðum, þetta er farið að hafa áhrif á daglegt líf Jóns og Gunnu. Þá er hægt á að fari að þykkna í hinum umburðalinda Íslendingi. Það er svo auðljóst að þetta gengur ekki upp. En vinstri flokkarnir, með Pírata fremst í flokki, vilja ekki almenna skynsemi í málaflokknum og því er allt í kalda koli. Flokksforyrsta Sjálfstæðisflokksins hefur brugðist í þessu máli. Aðeins einstaka þingmenn hafa staðið í lappirnar.
Annað er algjör fylgispeki við stefnu Bandaríkjanna og NATÓ í Úkraníu stríðin. Það er gott og vel að svo sé gert, en Sjálfstæðisflokkurinn (með utanríkismálin á sinni könnu) og sérstaklega VG skuli ekki beita sér fyrir friði í þessu ljóta stríði er hreint ótrúlegt.
Nei, það er beinlínis hvatt til átaka, farið og kysst og kjassað Zelenský, og ekki einu orði minnst á að kannski gæti Ísland verið sáttasemjari í málinu, boðið deilendur til Íslands til viðræðna í Höfða. Það er ekki hægt, enda búið að reka rússneska sendiherrann heim! Það er engin sjálfstæð utanríkisstefna Íslendinga til. Ísland er ein kindin í sauðarhjörðinni.
Þetta er í annað sinn sem diplómatísk samskipti eru rofin við erlent ríki (þriðja þorskastríðið og Bretland var fyrra skiptið). Stór mistök í utanríkispólitíkinni enda lýkur stríðinu einhvern tímann og samskipti við Rússa tekin upp á ný (hafa Bandaríkjamenn gert það?). Þá verður alltaf farið í minnisbókina þegar eitthvað stórt gerist á milli Íslands og Rússlands og Rússinn segir...."aha, Íslendingar settu á okkur viðskiptabann (á meðan við hjálpuðum þeim í viðskiptabanni Breta og V-Þjóðverja í þorskastríðinu), þeir styðja óvini okkar bein með fjármagni og þjónustu. Þeir eru ekki vinveittir Rússum og Rússlandi."
Fjármálagerningar og spillingin í bankamálum hlýtur að gera margan flokksmanninn reiðan. Enginn lærdómur dreginn af bankahruninu 2008? Og alltaf er formaður flokksins tengdur spillingarmálum, enda fjármálaráðherra. Svo er reyndar með Kristrúnu formann Samfylkingarinnar sem var innsti koppur í Kviku. Ekki er sá flokkur gæfulegur.
Verst af öllu hlýtur að vera hugsjónarleysi flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hvar eru gildi og hugsjónir flokksins? Varðveisla íslenskrar tungu og menningu? Tengingin við hinn almenna borgara? Formaðurinn hefur smá saman raðað í kringum sig já-fólk en slíkt gerist þegar formaður flokks hefur verið lengi við völd. Hefur einhver heyrt formanninn flytja eldmessu eða verið reglulega í fjölmiðlum að ræða vanda dagsins? Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera með leiðtogalausan flokk. Jarðtenging flokksforystunnar hefur rofnað og fylgið horfið út í veður og vind. 20% fylgi fyrir eina hægri flokk landsins? Er það eðlilegt?
Ég er hræddur um að varaþingmaður flokksins sé að berjast við vindmyllu. Flokksforystan er kyrfilega föst í eigi neti og ekki er hlustað á grasrótina frekar en fyrri daginn. Þá er tvennt í stöðunni, stofna nýjan alvöru hægri flokk eða ganga í raðir Miðflokksins sem virðist hafa öll gildi Sjálfstæðisflokksins.
Bloggar | 13.7.2023 | 11:22 (breytt kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á Andrew Tate, aðeins heyrt talað um hann, ekki hægt að komast hjá því, enda er hann reglulega í fréttum. Það sem ég vissi er að hann er boðberi karlmennskunnar og er ópólitískur. Einnig að andstæðingar hans saka hann um að vera með eitraða karlmennsku, hvað svo sem það er. Karlmennskan virðist verið lítið upp á dekki þessa daganna og verra er ef (karl)menn séu sterkir andlega og líkamlega og miðaldra og hvítir.
En ég vissi líka að hann er í framlínunni í woke - umræðunni, þátttakandi í menningarstríðinu sem nú geysar og sér ekki fyrir endan á hvernig mun fara.
Ég setti Andrew Tate ósjálfrátt í huganum í sama flokk og Jordan Peterson. Sá síðarnefndi var, þegar ég heyrði fyrst af honum, nánast djöfullinn sjálfur. Síðan hef ég lært, eftir að hafa hort á ótal myndbönd af Jordan Peterson, að hann er hreinlega snillingur, vel máli farinn og hann byggir málflutning sinn á kínískri sálfræði enda var hann hámenntaður háskóla prófessor er hann birtist á sjónarsviðið.
Málflutningur Tates og Peterson er svipaður, hvatning til ungra manna að "taka til heima hjá sér" áður en þeir fara út í lífið og taka þátt í samfélaginu. Þeir báðir leggja áherslu á að ungir karlmenn séu sjálfsöryggir, kunni að segja nei, rækti líkamann og sál, séu ábyrgðir gagnvart fjölskyldu, konu og barna. Þetta kom mér á óvart með Tate. Kíkjum aðeins nánar á manninn með hjálp Wikipedíu.
"Emory Andrew Tate III (fæddur 1. desember 1986) er bandarískur og breskur áhrifavaldur og fyrrverandi heimsmeistari í sparkboxi. Eftir feril sinn í sparkboxi byrjaði hann að bjóða upp á námskeið og aðild sem hægt var að kaupa í gegnum vefsíðu sína og varð síðan frægur sem stjarna á netinu sem ýtir undir eitraða karlmennsku. Tate lýsir sjálfum sér sem kvenhatari og hefur leitt til þess að hann hefur verið rekinn frá ýmsum samfélagsmiðlum.
Þann 29. desember 2022 voru Tate og bróðir hans, Tristan, handteknir í Rúmeníu ásamt tveimur konum. Tate og bróðir hans eru grunaðir um mansal, skipulagða glæpastarfsemi og nauðgun. Rúmenska lögreglan ber fyrir sig að hópurinn hafi þvingað fórnarlömb til að búa til greitt klám fyrir samfélagsmiðla."
Ákæran á hendur Tates hljómar skelfileg og maður ímyndar sér að þarna sé á ferðinni vændishringur og Tate sé melludólgur sem svívirðir konur. En hann dregur upp allt aðra mynd af sjálfum sér í viðtalinu við Carlson. Hann segir að hin raunveruleg ákæra á hendur sé mansal en það feli í sér að hann hafi nýtt sér tvo Tiktok aðganga kvenna sér til fjár með þeirra samþykki. Það er dálítið skrýtinn ákæra í ljósi þess að hann er forríkur og enga peninga er að hafa af Tiktokinu.
Tate er ákærður fyrir að beitt "loverboy" aðferðina eða elskuhuga aðferðina til að sannfæra þessar tvær konum um að nota Tiktok aðgang þeirra til að auðgast. Þetta er í raun og veru auðgunarbrotsákæra sem hefur farið fram hjá almenningi. Fréttaflutningur fjölmiðla á Vesturlöndum er bara svona lélegur að sannleikurinn verður alltaf undir eða hálfsannleikur birtist. En myndin er skýr: Tate er vondi karlinn sem á sér enga málsvörn. Þetta er vandinn við fjölmiðla í dag, aldrei er kafað dýpra eftir sannleikanum. Hann er helst að finna á samfélagsmiðlunum, ekki fjölmiðlum.
Nú þegar maður hefur kynnt sér báðar hliðar, sem á alltaf að gera, stendur maður eftir í óvissu. Er Tate drullus... eða engill? Svarið við því veit ég ekki, hef ekki enn myndað mér lokaskoðun á manninum og hef í sjálfu sér engan áhuga. Held að ég muni ekki fara að leita sérstaklega eftir honum á netinu.
Annað er að segja um Jordan Peterson, sem mér finnst koma sterkari og sterkari út úr öllum viðtölum og þáttum. Ég held áfram að leggja við hlustir þegar Peterson birtist en 50/50% líkur á að ég skrolla áfram niður ef ég sé viðtal við Tate.
En ástæðan fyrir að ég minnist á Tate, er að ég hef séð þrjú viðtöl við hann nýverið hjá áhrifavalds- og fjölmiðlastjörnum, þeim Tucker Carlson, Joe Rogan og Pier Morgan. Ég fylgist með þessum samfélagsmiðlastjörnum og því hef ég ekki komist hjá að hlusta á Tate.
Tate komst ágætlega út þessum viðtölum og sérstaklega hjá Pier Morgan sem var æstur í að tengja hann við og fá álit hans á Alex Jones, sem Morgan virðist leggja mikla fæð á. Morgan kom frekar illa út þessu viðtali enda kann Tate að svara fyrir sig. Sjá hér að neðan.
Miðað við þessi þessi þrjú viðtöl, skil ég ekki af hverju Tate er person non grata í samfélagmiðlaheiminum. Carlson spurði Twitter sérstaklega um hvort viðtal hans við Tate verði ekki öruggleg birt á samfélagsmiðlinum sem og var veitt. Viðtal hans var tekið nýverið.
Andrew Tate í viðtali hjá Tucker Carlson
Hér er Joe Rogan að tala við Andrew Tate:
Joe Rogan AI Experience Episode #003 - Andrew Tate
Hér er Pier Morgan að reyna að taka Tate í bakaríið:
Andrew Tate DEFENDS Going On Alex Jones Podcast
Staðan í menningarstríðinu í dag
Lærdómurinn af þessari umfjöllun er sá, að ekki er allt sem sýnist. Að nornaveiðar nútímans (einn einstaklingur er tekinn fyrir og hent á bál samfélagsmiðla og fjölmiðla vegna rangra skoðanna) er ekkert ólíkar ofsókna fyrrir alda.
Fyrr á tíð voru menn hræddir við sjálfstæðar konum með þekkingu og þeim því hent á bálið (nornaveiðar). Svo voru þeir sem höfðu rangar trúarsskoðanir og þeim var líka hent á bálið. Svo voru það þeir sem boðuðu vísindi og þeim annað hvort hent á bálið eða í fangelsi. Og þegar kom fram á 20. öld var þeim sem höfðu rangar pólitískar skoðanir (til vinstri eða hægri, skiptir engu) ofsóktir, drepnir eða hrepptir í fangelsi.
Nú, þegar ágreiningurinn um pólitíska stefnu 20. aldar lauk, kommúnismi og einræði flokksins eða kapitalismi og lýðræði, varð mannskepnan að finna og búa til ný ágreiningsefni.
Dustað var rykinu af Frankfurt stefnunni, sem legið hafði upp í hillum háskólaprófessoranna um margra áratuga skeið, og henni ýtt úr vör. Nú er það ný-marxisminn sem er upp á pallborðinu og vei þeim sem eru á móti. Með hjálp nútíma læknisfræðinnar var þriðja kynið búið til og nýjum hugtökum bætt við í orðasafn ný-marxískrar fræða.
Ráðist er á öll hefðbundin gildi og gengið lengra en hjá hippakynslóðinni. Stríði var lýst yfir, einhliða af hendi ný-marxistanna, en málsvarar hefðbundina gilda og hefða heldur seinir til andsvars. Fyrstu viðbrögð þeirra var að samþykkja allt, þeigja og vonast eftir að lífið haldi bara áfram.
En eins og er með alla byltingarmenn, kunna þeir sér ekki meðalhóf og ákafinn svo mikill að troða verður boðskapnum niður í kok andstæðinganna með góðu eða illu. Svart er hvítt og hvítt er svart. Jafnvel að boða ríkisstarfsmenn á námskeið eins og forsætisráðherra boðaði um daginn við litla hrifningu. Þá verður jafnvel hófsemdarmönnum um og of. Sumir byrja að andæfa en aðrir rífa kjaft eins og Tate og fleiri í hans dúr.
En fyrir okkur hin, hinn venjulegi borgari, Jón og Gunna, þurfum við að hlusta á alla vitleysina sem vellir fram í menningarstríðinu. En það er ákveðið skemmtanagildi í þessu og hægt að skrifa um þetta fram og aftur eins og hér er gert.
Bloggar | 12.7.2023 | 13:13 (breytt kl. 13:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alltaf er vinstri fjölmiðillinn Vísir með neikvæðar fréttir af Repúblikönum eða stuðningsmönnum þeirra. Þeir sem fylgjast með fréttum vestan hafs, vita að aðalfréttin í dag er fundur kókaíns í sjálfu Hvíta húsinu. Það á að heita öruggsta og mest varða bygging í heiminum en samt finnst þar eiturlyf.
Aðeins fáeinir einstaklingar geta komið með eiturlyf til Hvíta hússins án eftirlits en það er fjölskylda forsetans. En eins og kunnug er, er Hunter Biden þekktur eiturlyfjaneytandi og hefur grunur fallið á hann en enn er engin niðurstaða komin í málið sem er undarlegt, því hver krókur og kimi er undir vökulum augum eftirlitsmyndavéla.
En aftur að Vísir og umfjöllun hans um Tucker Carlson, sem copy/paste fréttir af CNN eða MSNBC. Hún byrjar svona: "Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum.
Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta."
Ég hef fylgst með öllum þáttum Tucker Carlson og aldrei hefur hann sagt að Ray Epps væri í raun útsendari stjórnvald, hann bara spurði í ljósi myndefnis af Epps hvort svo kynni að vera vegna framkomu hans og var Carlson í hlutverki rannsóknarblaðamanns. En hann sagði á móti að það væru vísbendingar um að FBI og jafnvel CIA hefðu útsendara meðal mótmælenda sem hefðu kvatt til óeirða. FBI neitar að svara Bandaríkjaþingi spurningar um þetta veigamikla atriði. Uppljóstrarar hafa sagt að útsendarar FBI hafi verið meðal mótmælenda. Ekki reyndu þeir að koma í veg fyrir óeirðirnar.
Annars er deginum ljósara að Ray Epps hvatti mótmælendur til að fara inn í Capitol Hill - þinghúsið, það sést á myndböndum. Þar með hvatti hann til alríkisglæps. Fólkið í hringum hann hrópaði að hann væri sennilega útsendari FBI og það færi sennilega í fangelsi ef það færi að orðum hans. Hann hélt áfram að hvetja til inngöngu í þinghúsið. Sjá myndbandið hér að neðan.
Tucker: The curious case of Ray Epps and the January 6 Committee
Fréttamennska Vísis er engin blaðamennska. Umfjöllun fjölmiðilsins er bara gjallarhorn eða hátalari vinstri sinnaðra fjölmiðla vestan hafs eins og CNN, sem enginn horfir á lengur (áhorfið hefur fallið niður um 90% en fjölmiðillinn framdi harakiri við að reyna að fella Donald Trump).
Það er lágmark að blaðamenn séu öllum hnútum kunnugir málum sem þeir fjalla um, annars er betra að þeir láti vera að fjalla um fréttarefnið. Þetta er falsfrétt! Hefur blaðamaðurinn t.a.m. horft á þátt Carlson um um Ray Epps?
Svo er það deginum ljósara að Rey Epps, hvort sem hann er útsendari eða bara mótmælandi, ætti að vera í fangelsi núna, miðað við hvernig komið er fram við mótmælendurna sem hafa lent í fangelsi. Jafnvel þeir sem fóru ekki inn í þinghúsið hafa verið ákærir og hent í fangelsi. Þetta er alveg ótrúlegt mál, 6. janúar málið, og sést best á samanburðinum við víg Bandaríkjaforsetans Abrahams Lincolns, en þar fengu a.m.k. samsærismenn sanngjörn réttarhöld, þótt mikil reiði hafi ríkt meðal stuðningsmanna forsetans.
Hér er hin "vandaða" grein Vísis um málið.
Bloggar | 11.7.2023 | 10:36 (breytt kl. 12:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem við búum í jarðskjálfta- og eldgosalandi, er okkur kennt, a.m.k. í framhaldsskóla, jarðfræði. Ég man að mér fannst þessi fræðigrein skemmtileg og enn kann ég undirstöðufræðin í jarðfræðinni.
Og þar sem Ísland er sífellt breytingum umorpið, gos og jarðskjálftar á nokkra ára fresti, sumir segja eldgos á þriggja ára fresti að meðaltali, þá er sífellt verið að tala við jarðfræðinga sem sérhæfa sig í eldfjallafræði.
Athyglisverð eru svör jarðfræðinga; jú, það gæti komið gos en svo gæti það ekki komið. Þetta eru 50/50% fræði eða ágiskun. Ég gæti komið með sama svar.
En jarðfræðingum er vorkunn. Jarðfræðin er eins og sagnfræðin, hálf vísindi. Það sem gerir bæði fræðin að vísindagreinum er að það eru notaðar vísindalegar aðferðir en niðurstöðuna er ekki hægt að endurtaka aftur og aftur eins og í hinum almennum vísindagreinum. Endanleg sönnun fæst aldrei.
Eina sem jarðfræðingurinn getur gert er gera líkön, mæla breytur og spá í framhaldið samkvæmt vísindalegum gögnum (ekki niðurstöðum). Þetta er eins og með veðurfræðina, eldgosaspá er lík veðurspá. Það er ákveðið ferli í gangi þegar eldgos fer af stað en vegna þess að jarðskorpan er breytileg, er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvar eða hvort eldgos verður. Þetta er líkindafræði.
Jarðfræðinni hefur þó fleygt mikið fram og þekkingin aukist. Kannski með hjálp gervigreinar, betri mælitæki, megi segja til um eldgos upp á mínútu í framtíðinni. Á meðan verður við að bíða í óvissu eftir næsta eldgosi. Það er ekki svo slæmt, það getur verið svolítið leiðinlegur heimur ef allt er fyrirsjáanlegt.
Ísland sannar að heimurinn er sífellt að breytast og jafnvel hratt á köflum. Við finnum vel fyrir því hér á Íslandi, á meðan Evrópubúinn á meginlandinu heldur að engar breytingar eigi sér stað.
P.S. Það er alveg óþolandi straumur þyrlna og flugvéla yfir heimili mitt í átt að hugsanlegu gossvæði. Frá morgni til kvölds. Hvað halda flugmennirnir að þeir sjái? Að eldgos brjótist út á sömu mínútu og þeir fljúgi yfir? Er ekki hægt að beina fluginu meira yfir haf en byggð?
Bloggar | 10.7.2023 | 12:58 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég horfði á þátt um daginn sem ber heitið "How Europe stole the world". Titillinn er mjög gildishlaðinn og beinlínis rangur. Og í raun er titill minn líka rangur, því að það var ekki sameinuð Evrópa sem sigraði heiminn, heldur einstök ríki innan Evrópu. Ísland hefur t.a.m. aldrei verið nýlenduríki. Það er ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld sem Evrópa tókst að sameinast, ekki með stríði, heldur samvinnu.
Þessi sameinaða Evrópa undir merkjum EFTA og ESB hefur reynst vera friðsöm en á sama tíma verið að grafa undir sjálfa sig menningarlega vegna pólitíska stefnu sinnar. Það er önnur saga og samtímasaga.
En það er staðreynd að þegar þjóðríkin tóku að myndast í Evrópu á árnýöld, fór vegur Evrópu í heild sinni að vaxa. Engin ein meginskýring er á velgengni Evrópubúa, en benda má á legu Evrópu sem er lítil álfa en með langar strandlengjur og hafnir (sbr. vesturströnd Afríku sem hefur fáar náttúrulegar hafnir).
Þegar austurhluti Miðjarðarhafs lokaðist vegna uppgangs Ottomana veldisins, urðu Evrópumenn að finna nýjar leiðir inn á Asíu markaðinn og þar kom landkönnuðaleiðangranir til sögu og menn eins og Ferdinand Magellan, James Cook og Kristófer Kólumbus birtust á sjónarsviðið og opnuðu heiminn fyrir Evrópu.
En það krefst mikillar tækniþekkingu til að leggja í úthafið og sú tækni kom fyrst fram með víkingunum en áttavitinn og aðrar tækninýjungar hjálpuðu einnig til við útrás Evrópubúa. Tækninýjungar, ekki bara á siglingasviðinu, heldur almenn þekking sem skapaðist með stofnun háskóla í Evrópu og Endureisnin með endurnýjaða þekkingu fornaldar, ýtti Evrópumenn af stað í vegferð sem ekki sér fyrir endann á.
Segja má að krossferðirnar hafi komið Evrópumenn á bragðið og verið ein ástæða fyrir útrás þeirra og ásókn í krydd og góðvöru sem var að finna í Miðausturlöndum sem á móti tengdust Asíu. Og þegar Ottomannar lokuðu leiðinni....
Það er ekki hægt að fullyrða að samsæri hafi verið í gangi um að Evrópumenn sigruðu heiminn, enda gerðu þeir það ekki, heldur einstaka þjóðir, svo sem stórveldin Frakkland, Holland og Bretland. Það er engin tilviljun að eftir að Bretlandseyjar voru sameinaðar 1707, hafi Bretar lagt í útrás og stofnað heimsveldi. Aðrar þjóðir, eins og Danir reyndu sig líka á heimsviðinu.
Eins og ég sagði, þá er fullyrðingi um að Evrópa hafi sigrað heiminn ofureinföldun á sögulegum atburðum. Réttara er að segja að evrópsk stórveldi hafi gegnt mikilvægu hlutverki á tímum landkönnunar, landnáms og heimsvaldastefnu sem átti sér stað frá 15. til 20. öld. Á þessu tímabili stofnuðu Evrópuþjóðir nýlendur og höfðu áhrif yfir stóra hluta heimsins.
Hér eru nokkrir lykilþættir sem áttu þátt í alþjóðlegri útrás Evrópu:
Tækniframfarir: Evrópa upplifði ýmsar tækniframfarir á endurreisnartímanum og uppgötvunaröld, svo sem bætta siglingatækni, skipasmíði, kortagerð og vopnagerð. Þessar framfarir, þar á meðal þróun áttavitans og stjörnufræði, gerðu evrópskum landkönnuðum kleift að fara inn á óþekkt svæði.
Efnahagsþættir: Evrópa var á hagvaxtarskeiði og leitaði nýrra viðskiptaleiða til að komast framhjá einokuninni sem múslimskir og ítalskir kaupmenn stofnuðu. Þráin eftir aðgangi að verðmætum varningi, svo sem kryddi, silki og góðmálmum, hvatti landkönnuði til að leita nýrra sjóleiða til Asíu.
Nýlendustefna og verslunarstefna: Evrópuþjóðir sóttust eftir nýlendufyrirtækjum sem leið til að tryggja auðlindir, koma á fót viðskiptastöðvum og búa til fangamarkaði fyrir framleiðsluvörur sínar. Þeir stofnuðu nýlendur í Ameríku, Afríku, Asíu og Kyrrahafi, sem gerði þeim kleift að nýta náttúruauðlindir, eignast auð og koma á efnahagslegum yfirráðum.
Herveldi: Evrópuþjóðir höfðu þróað ógnvekjandi herafla, þar á meðal vel þjálfaða her, háþróaða flota og yfirburða skotgetu. Þessir hernaðarlegir kostir hjálpuðu þeim að ná yfirráðum yfir frumbyggjum, standa gegn samkeppnisríkjum Evrópu og verja nýlendur sínar.
Landfræðilegir þættir: Nálægð Evrópu við Atlantshafið og hagstæðir vindar þess leyfðu greiðari aðgang að Ameríku. Tilvist siglingaára og náttúrulegra hafna auðveldaði enn frekar könnun, viðskipti og landnám.
Pólitísk samkeppni: Evrópuþjóðir kepptu í harðri samkeppni um auð, auðlindir og landhelgi. Þessi samkeppni leiddi til stofnunar nýlendna sem leið til að auka áhrif, sýna völd og ná forskoti á samkeppnisþjóðir.
Hér hafa verið taldar upp sex meginástæður fyrir velgegni Evrópumanna á heimssviðinu. Svo mikil hefur velgengni verið að á tímapunkti réðu Evrópumenn og afkomendur þeirra yfir 85% af landsvæði heimssins. Evrópsk menning byggð á grískri heimspeki og kristnidóm hefur enn fram á daginn í dag tröllriðið heiminn. Evrópsk tækni, tungmál, stjórnmálakerfi og ótal margt annað mótar enn nánast allar þjóðir í dag.
Sterk menning eins og sjá má í Japan, hefur orðið fyrir gífurlegum miklum áhrifum frá vestrænni menningu. Þar með er ekki sagt að Japanir eða aðrar þjóðir hafi ekki tekist að varðveita eigin menningu, en hún er eins og hellenisminn, samblanda af vestrænni og austrænni menningu.
Vinstri sinnaðir fræðimenn, undir áhrifum ný-marxismans, hafa keppst við að níða niður afrek Evrópumanna og bent sérstaklega á Afríku sem orrustuvöll þar sem heimamenn hafa legið á vellinum.
En er það satt? Hófst þrælaverslun í Afríku með tilkomu Evrópumanna til Afríku? Nei, það er ekki satt. Arabískir kaupmenn höfðu margar aldir áður staðið í þrælaverslun í Afríku og sú saga er jafnvel ljótari en ameríska þrælaverslunin sem evrópskir kaupmenn stóðu fyrir.
Afríkumenn sunnan Sahara voru mestmegnið sjálfir ættbálkamenn og stunduðu þá aðferð að fara í smástríð, hertaka fanga og setja í þrældóm. Norður-Afríkumenn rændu Evrópufólk, alla leið til Færeyja og Íslands og seldu í þrældóm í Barbaríið, sumir segja allt að ein milljón manna.
Enn er mansal í gangi í heiminum, án þátttöku Evrópumanna og sjá má í þrældóm lágstétta Indlands o.s.frv.
Evrópskt landnám Afríku hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Hér eru nokkur hugsanleg ávinningur sem Evrópubúar færðu til Afríku á nýlendutímanum:
Innviðaþróun álfurnar stórbættist en jafnvel enn í dag eru innviðir Afríku af skornum skammti sbr áform að leggja lestarlínu frá Vestur-Afríku til Austur-Afríku. Evrópskt stórveldi lögðu í innviðaverkefni eins og vegi, járnbrautir, hafnir og lögðu símalínur í Afríku. Þessi þróun miðar að því að auðvelda vinnslu og útflutning auðlinda, en hún hafði einnig nokkur jákvæð áhrif með tilliti til bættra samgangna og samgangna innan ákveðinna svæða. Svo má benda á besta lestakerfi heims í Indlandi sem Bretar komu á, á 19. öld.
Menntun og heilbrigðisþjónusta hefur stórbatnað og enn eru Evrópumenn með þróunaraðstoð sína að hjálpa Afríkumönnum. Evrópskir nýlenduherrar innleiddu formlegt menntakerfi og stofnuðu skóla og háskóla í Afríku. Þó að menntun hafi fyrst og fremst verið hönnuð til að þjóna hagsmunum nýlenduherranna, gaf það fáum Afríkubúum tækifæri til að öðlast læsi og þekkingu og þetta fólk varð leiðtogum nýstofnaðra ríkja eftir nýlendutíma Evrópu í Afríku. Að sama skapi kynntu Evrópubúar nútíma heilbrigðiskerfi sem leiddi til eftirlits með ákveðnum sjúkdómum og endurbóta á heilsugæslustöðvum.
Talandi um tækniframfarir í Evrópu sem smituðust til annarra heimsálfa. Evrópskir nýlenduherrar kynntu nýja tækni til Afríku, þar á meðal nútíma búskapartækni, vélar og iðnaðarinnviði. Þessar framfarir miðuðu að því að auka framleiðni og efnahagslega framleiðslu, þó að þær hafi oft gagnast nýlenduherrunum meira en heimamönnum á meðan þeir voru en gagnast enn fyrir þá síðarnefndu.
Aðgangur að alþjóðlegum mörkuðum opnaðist. Evrópskt yfirráð yfir afrískum svæðum gaf tækifæri fyrir afrískar auðlindir, svo sem steinefni, landbúnaðarvörur og hráefni, til að versla á heimsmarkaði. Þessi auknu viðskipti og útsetning fyrir alþjóðlegum mörkuðum hafði tilhneigingu til að skila efnahagslegum ávinningi, þó að hagnaðurinn hafi venjulega verið dreginn út af evrópskum fyrirtækjum og gagnaðist ekki Afríkubúum beint. Nú sækja Kínverjar í að leysa Evrópu af á þessu sviði og hafa fjárfest mikið í innviðaverkefni í álfunni, grafið eftir góðmálmum og sumir segja að þeir séu hálfgerðist nýlenduherrar sjálfir í framkomu sína gagnvart heimafólki.
Réttarkerfi og stjórnarhættir er byggt á evróskum grunni. Evrópskir nýlenduherrar kynntu vestræn réttarkerfi og stjórnkerfi fyrir Afríku. Þótt þessi kerfi þjónuðu oft hagsmunum nýlenduherranna og viðvarandi arðráni komu þau einnig með nokkra þætti nútímastjórnar, eins og réttarríki og skrifræði, sem lagði grunninn að réttarkerfum eftir nýlendutímann.
Allt er þetta arfur evróskrar stjórnar í Afríku og heimamenn byggja á. Þeir hafa ekki kosið að fara í fyrra stjórnarfar og menningarhætti, heldur reynt að þróa sig áfram í nútímaheiminum. Þegar afdankaðir fræðimenn hrópa og segja að ástandið í dag sé nýlenduveldunum að kenna, þá er nokkuð langt aðsótt. Flest Afríkuríkin hafa verið frjáls ríki í meira en hálfa öld, eða svipaðan tíma og Ísland; þau búa yfir gífurlegum náttúruauðlindum (olíu, sjaldgæfum málmum, landbúnaðarvörum o.s.frv.). Örlög Afríkumanna er í þeirra eigin höndum.
En saga Evrópumanna í Afríku er þrátt fyrir ofangreind orð mín engin hallejúja saga. Mikil grimmd Belgíukonungs í Kóngó er ljótur blettur í mannkynssögunni svo eitthvað sé nefnt og grimmd Spánverja og Portúgala í nýja heiminum hryllileg. Og nýlenduherrarnir notuðu reglustiku til að afmarka lönd án tillits til þjóðernis og menningu. Þetta hefur leitt til viðvarandi stríðsástands í Afríku allar götur síðan.
Framtíð Afríku verður björt þegar innviðirnir eru komnir í lag, ættbálkamenningin horfin en hún er á undanhaldi, og menntun kvenna eykst. Margir góðir hlutir eru þegar að gerast.
Hvernig sagan þróast er ótrúlegt sjónarsvið. Erfitt og eiginlega ómögulegt er að dæma fyrri tíða fólk eftir nútíma stöðlum. Sagan þróast í smáskrefum og oft vita menn ekki hvað næsta skref hefur í för með sér. Ef til vill eru við nútímamennirnir að gera eitthvað neikvætt sem ekki er séð fyrir í dag. Eða jákvætt sem er gott fyrir mannkynið.....það á eftir að koma í ljós.....
Bloggar | 9.7.2023 | 14:54 (breytt kl. 15:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020