Flugvöllurinn í Hvassahrauni úr myndinni?

Þrjóskan í meirihlutanum í Reykjavík er svo mikil að hætta er á að hann sé ekki tilbúinn að slá staðsetningu nýs flugvallar í Hvassahrauni út af borðinu. Líklega færist hann frekar í aukanna og setji hann þar niður í miðju eldgosi! Hugmyndafræði ofstækið það mikið að þegar þeim var bent á eldgosa hættu á Reykjanesskaga, voru þau góðu ráð hunsuð. Svo byrjaði að gjósa...

Flugvéla- og bílahatrið er það mikið að sósíalistarnir sem vilja hafa 101 Reykjavík í friði og fyrir sjálfa sig svífast einskis til að hrekja landsbyggðarflugvöllinn úr Vatnsmýrinni. 

Ég hef lagt til að flugvöllurinn verði staðsettur á Lönguskerjum,  úr lögsögu Reykjavíkurborgar,  en ég tel að meirihluti vinstri manna verði viðvarandi í borginni næstu misserin, jafnvel áratugi. Þar með haldist andstaðan við núverandi flugvöll áfram um ókomna framtíð.

Eins og allir vita er dýpi þarna lítið í Skerjafirðinum og hægt að fjármagna flugvöllinn með sölu núverandi lands flugvallarins í Vatnsmýrinni. Á ríkið ekki annars landið? Bretarnir a.m.k.afhentu íslenska ríkinu völlinn 1946.

Hægt er að hafa flugvöllinn bæði sem flugvöll og höfn. Sjá hugmynd Færeyinga um nýjan alþjóðaflugvöll við Þórshöfn hér að neðan sem einmitt verður bæði umskipunarhöfn og flugvöllur í miðjum firði eða réttara sagt sundi og veg í land frá svæðinu. Ef örþjóðin Færeyingar geta þetta, ættum við líka að geta gert þetta. Eina sem vantar er pólitískur vilji.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað með að hafa varaflugvöll t.d. Selfossi, Hellu, Hvolsvelli eða einhverstaðar á þessu svæði? 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2023 kl. 10:29

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan daginn Sigurður. Það er frábær hugmynd.  Ef við hugsum um tvö veigamikil hlutverk Reykjavíkurflugvallar, sjúkraflug og varaflugvöllur Keflavíkur flugvallar, þá verður hann að vera á höfuðborgarsvæðinu. 

Oft er þetta spurning um mínútur þegar bráðveikt þarf komast á eina hátækni sjúkrahús landsins.  

En Reykjavíkur flugvöllur í núverandi mynd er of lítill. Ef á Lönguskerjum, þá er hægt að hafa hann í alþjóðaflugvallar stærð.

Ég myndi aldrei treysta mati sérfræðinga sem lögðu til flugvöll á Hvassahrauni. Hvers konar "sérfræðimat" er það? 

Birgir Loftsson, 16.7.2023 kl. 10:50

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ragna Árnadóttir v/Rögnunefnd sem fann út að Hvassahraun væri besti kosturinn. Þetta voru "sérfræðingar" og hvað segir það okkur? "Sérfræðingar" vildu byggja höfn á sandi "sérfræðingar" vilja sjúkrahús í 101!! Er þessum svokölluðum "sérfræðingum" ekki bara stjórnað af pólitík? Og þessvegna er útkoman slæm!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2023 kl. 11:30

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Já Sigurður, mikið rétt, við neyðumst til að hafa völlinn þarna vegna Landspítalans. 

Birgir Loftsson, 16.7.2023 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband