Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

Ameríski draumurinn endar í Kaliforníu

Íslenskur almenningur veit almennt lítið um Bandaríkin. Landið er stórt, ríkin eru 50 talsins og öll mjög ólík innbyrðis. En ríkin eru misjafnlega vel stjórnuð.  Tilhneygingin hefur verið að ríki sem eru stjórnuð af Demókrötum, eru verr stjórnuð og bestu dæmin um það eru ríkin Kalifornía, New York og Washington. Þessi ríki hafa verið meira eða minna undir stjórn Demókrata síðastliðna áratugi.

Kíkjum á ástandið í Kaliforníu, sem var táknmynd um ameríska drauminn en hefur breyst í martröð. Demókratinn og ríkistjóri Kaliforníu, Gavin Newcom, er táknmynd misheppnaðra stefnu Demókrata í Bandaríkjunum. Hann er frjálslyndur í skoðunum og eyðslusamur á skattfé almennings.  Það er margt sem bjátar á þarna í sólskinsríkinu.

Versti vandinn er heimilisleysi - Nýjustu gögn sýna að Kalifornía er heimili þeirra heimilislausu í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hafa eytt meira en 20 milljörðum dollara af fé skattgreiðenda undir forystu Newsom eykst fjöldi heimilislausra. Heimilislausakreppan heldur áfram að fara úr böndunum og stórborgirnar eru fullar af tjaldbúðum heimilislausra með meðfylgjandi glæpavanda.

Þurrkar - Kalifornía er að sligast af rigninga stormum en samt skortir vatnsgeymslur til að fanga vatnið. Newsom hefur ekki skilað einum auka dropa af vatni til bænda og bænda í fylkinu þar sem uppskera í Kaliforníu er í rúst vegna þurrka.

Hátt bensínverð - vegna grænu stefnu stjórnvalda, er jarðeldneyti skattlagt upp í rjáfur og sérstakir grænir skattar lagðir á til stuðnings grænnar orku. Dæmi um þetta "vindfallshagnaðarskatt" á bensíniðnað ríkisins í nafni lækkunar orkuverðs. Hátt orkuverð ásamt verðbólgu er að sliga almenning í Kaliforníu.

Snemmlausn dæmdra glæpamanna – Með framkvæmdatilskipun gerði leiðréttingar- og endurhæfingardeild ríkisstjórans í Kaliforníu það auðveldara fyrir t.d. þúsundir dæmdra glæpamanna til að vera gjaldgengir fyrir snemmlausn með litlu gagnsæi og eftirfylgni. Glæpamennirnir halda áfram að fremja glæpi eftir lausn úr fangelsi.

Réttarkerfið er stillt þannig að glæpamennirnir njóta sérstakrar verndar en fórnarlömbin ekki. Saksóknara saksækja ekki auðljósa glæpi. Búðarrán, íkveikjur verslanna, nauðganir, eiturlyfjaneyðsla, morð og alls kyns glæpir er látið óáreitt að mestu með þeim afleiðingum að fjöldaflótti fyrirtækja og einstaklinga á sér nú stað í ríkinu. Fólk og fyrirtæki gefast upp á lögleysinu. Í staðinn koma allslausir innflytjendur úr suðri sem auka enn álagið á velferðakerfi ríkisins.

Mistök í menntakerfinu - Samkvæmt prófum sem gefin voru út af menntamálaráðuneyti Kaliforníu, náðu 2/3 nemenda í Kaliforníu ekki stærðfræðistaðla og meira en helmingur nemenda í Kaliforníu uppfyllti ekki ensku staðla ríkisins. Það er ekki skrýtið miðað við innstreymi ólöglegra innflytjenda til ríkisins, sem er svo mikið að milljónir hafa streymt inn í tíð ríkisstjórnar Joe Bidens. Ástandið er stjórnlaust og yfirvöld hafa ekki undan við að gera innflytjenduna að nýjum Bandaríkjamönnum og kenna þeim ensku. Kalifornía er tvítyngd ríki. Spænska og enska eru tungumál Kaliforníu.

Fyrirtæki á flótta frá Kaliforníu – rannsókn Stanford University Hoover Institution Study leiðir í ljós að fyrirtæki eru að yfirgefa ríkið tvöfalt hraðar en árin áður. Fyrirtæki sem eru neydd til að flýja taka tekjur, störf og tækifæri með sér.

EDD - Newsom skipaði fyrirtækjum í Kaliforníu að leggja niður starfsemi og skildu hundruð þúsunda Kaliforníubúa eftir atvinnulausa. Í óskipulagðri baráttu um að fá út atvinnuleysisbætur sendi atvinnuþróunardeild Newsom út 33 milljarða dala í atvinnuleysissvik.

Franska veitingarhúsahneykslið/NFL Luxury Suite hneyksli - Meðan á covid faraldurinn stóð yfir, sótti Newsom glæsilegan kvöldverð í dýra franska veitingarhús  jafnvel þó að hann hafi sett takmörk á ferðafrelsi Kaliforníubúa og almenna grímuskyldu.

Forvarnir gegn skógareldum - Rannsókn frá CapRadio og NPR. komst að því að ríkisstjórinn misreiknaði, um ótrúlega 690%, fjölda hektara sem voru meðhöndlaðir með eldsneytisbrotum og ávísuðum bruna. Newsom hélt því fram að 35 „forgangsverkefni“ hafi verið unnin vegna framkvæmdaskipunar hans sem leiddi til þess að 90.000 hektarar voru meðhöndlaðir. En eigin gögn ríkisins sýna að raunverulegur fjöldi var aðeins 11,399 hektarar. Afleiðingin er að skógarbrunar eru viðvarandi vandi í ríkinu.

Háhraðalest - Í fyrstu ummælum Newcom um ríkið árið 2019, lýsti Newsom yfir áformum sínum um að draga úr sambandi við hina miklu opinberu framkvæmdabilun sem kallast háhraðalestin. Síðan þá hefur hann flippað og verið að ausa milljörðum skattgreiðenda í þessa peningagryfju og enn er háhraðalestinn stopp.

Kannski er mesti vandi Kaliforníu fjöldaflótti einstaklinga og fyrirtækja frá ríkinu.

Kaliforníuflóttinn hefur ekki sýnt nein merki um að hægja á sér þar sem íbúum ríkisins fækkaði um meira en 500.000 manns á milli apríl 2020 og júlí 2022, þar sem fjöldi íbúa fór yfir þá sem fluttu inn um næstum 700.000.

Fólksfækkunin var næst á eftir New York, sem einnig er undir stjórn Demókrata, sem missti um 15.000 fleiri en Kaliforníu, samkvæmt manntalsgögnum.

Í Kaliforníu hefur íbúum fækkað í mörg ár, þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur ýtt enn fleiri til að flytja til annarra hluta landsins, segja sérfræðingar. Aðalástæða fólksflóttans er hár húsnæðiskostnaður ríkisins, en aðrar ástæður eru langar vegalengdir til vinnu og of mikill mannfjöldi, glæpir og mengun í stærri þéttbýliskjörnunum. Aukin geta til að vinna í fjarvinnu - og að þurfa ekki að búa nálægt stórborg - hefur einnig verið þáttur.

Manntalsgögnin sýna að þróunin hefur haldið áfram og benda til þeirra ríkja sem hafa séð íbúafjölgun jafnvel þar sem Kaliforníu hefur dregist saman.

Hreinir fólksflutningar frá Kaliforníu voru umfram 143.000 manns í næsthæsta fylki, New York. Nálæg ríki eins og Utah hafa varað Kaliforníubúa sem gætu hugsað sér að flytja að koma ekki. Svipuð saga er að gerast í Nevada, þar sem innflytjendur í Kaliforníu eru að reyna að endurskapa lífsstíl sinn.

Það er engin náttúruleg ástæða fyrir vanda Kaliforníu, Illinoise eða New York. Þetta er manngerður vandi. Vandi þessara ríkja er stjórn Demókrata sem hafa í raun farið frá því að vera miðjuflokkur samkvæmt evrópskum stöðlum yfir í hreinan ný-marxískan flokk. Dagskipanin er fjáraustur í gæluverkefni, ofurskattlagning á fyrirtæki, woke menning, árásir á hefðbundin gildi, stjórnlaus innflutningur ólöglegra innflytjenda og niðurbrot réttarkerfisins. Allt þetta hefur leitt til að millistéttin er að hverfa, öreigum að fjölga sem og hinum ofurríku.

Þrátt fyrir þetta er Kalifornía enn stærsta ríkið í Bandaríkjunum hvað varðar íbúafjölda, en 39 milljónir manna búa þarna, svo vitað sé. Ef Kalifornía væri land, væri það strax alþjóðlegt afl sem hægt væri að gera ráð fyrir. Það er ekkert leyndarmál að Kalifornía er stærsta og afkastamesta ríki Bandaríkjanna. Hátæknisvæðið Silicon Valley, Hollywood, landbúnaðinn og ferðaþjónustu er enn öflugt þrátt fyrir stjórn Demókrata en gæti verið betri.

Landsframleiðsla Kaliforníu árið 2022 var $3,6T, sem samsvarar 14,3% af heildarhagkerfi Bandaríkjanna. Ef Kalifornía væri land væri það 5. stærsta hagkerfi í heimi og afkastameira en Indland og Bretland.  En leiðin stefnir niður á veg í sólskinslandinu Kaliforníu. Ameríski draumurinn er að deyja þarna hægt og rólega.  Nú spá sumir sérfræðingar að Joe Biden hellist úr lestinni í baráttunni um forsetaembættið 2024 og líklegasti frambjóðandinn og hugsanlegi næsti forseti Bandaríkjanna verði Gavin Newcom. Guð blessi Bandaríkin þá! Gleðilegan 4. júlí Bandaríkjamenn!

https://fb.watch/ly_FA2t8e7/


Fjörbrot fjölmenningarríkisins

Það kemur sífellt betur í ljós hve stefna Vestur-Evrópuríkja í innflytjendamálum hefur misheppnast.  Upp eru komin jaðarsamfélög í stórríkjunum, svo sem Frakklandi og Svíþjóð, og þessi samfélög eru í úthverfum stórborganna.

Vegna þess hversu fjölmennir þessir jaðarhópar eru, sjá þeir enga eða litla ástæðu til að samsinna sig við ríkjandi menningu og þeir halda fast í siði sína og tungu enda hvattir til þess í nafni fjölmenningar.  Reiði þessara íbúa vegna jaðarsetningar brýst fram við og við eins og sjá má nú í Frakklandi.

Evrópubúar hafa reynt síðan þjóðernisstefnan varð til að búa til þjóðríki, þar sem íbúarnir eru sameinaðir undir hatt eins ríkis í nafni tungumálsins og stundum trúarbrögð og menningu.

Núverandi Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Bretland og fleiri ríki eru ung ríki í raun og urði til í núverandi formi á 19. öld. Þessi tilraun til myndunnar þjóðríkis heppnaðist og heppnaðist ekki.  Út brutust tvær heimsstyrjaldir á grunni þjóðríkisins en einnig friður í formi Evrópusamvinnu og -sambands.

Stundum er reynt að þvinga íbúanna saman, samanber Júgóslavíu, Sovétríkin, Tékkóslavíu en um leið og límið fer, brýst út borgarastyrjöld eða íbúarnir kjósa í kosningum að aðskila sig frá hinum þjóðernishópnum. Dæmi um ríki sem hangir saman, rétt svo, er Belgía.  Þar mun ástandið haldast óbreytt eða þar til næsta krísa steðjar að og þá verður fjandinn kannski laus.

Grundvöllur þjóðríkisins er brostinn í ríkjum eins og Frakklandi og Svíþjóð, sérstaklega ef menn ætla að halda fjölmenningar hugmyndinni uppi áfram. 

Hvað er þá til ráða?  Horfa má á ríki eins og Bandaríkin og Kanada en bæði ríkin láta alla nýja borgara sama sig við ríkjandi menningu og lýsa yfir hollustueið við nýja landið. Þetta hefur tekist stórkostlega vel, til dæmis eru engir minnihluta hópar Þjóðverja (afkomendur þeirra eru um 50 milljónir í Bandaríkjunum), Japana eða Rússa  til í Bandaríkjunum, allir eru þessir nýju borgarar Bandaríkjamenn. Það er reyndar komnir brestir í þetta, sérstaklega í Kaliforníu en þar eru stórir hópar spænskumælandi vegna þess að hóparnir sem setjast þar að eru svo fjölmennir að ríkisstjórn Kaliforníu hefur ekki undan að samlaga þá að bandarískri menningu.

Sama hugsunarleysið er í gangi á Íslandi, ekki er rýnt í söguna og reynt að læra af reynslu annarra þjóða.  Hér eru opin landamæri og streymi útlendinga hingað stjórnlaust. Til er að verða tvær þjóðir á Íslandi, Íslendingar og svo hinir sem eru ekki mæltir á íslensku og búa í iðnaðarhverfunum, jaðarsettir. Hinn venjulegi Íslendingur þarf að vera tvítyngdur, kunna íslensku og ensku til að komast í gegnum daginn. Og við erum kvött til að aðlaga okkur að fjölmenningunni en útlendingarnir ekki að íslenskri menningu.

Væri ekki skynsamlega að halla aðeins landamærahliðinu, hafa stjórn á innflutninginum og gera vel við þá sem hingað vilja búa og lifa? Velja þá úr sem líklegir eru til að vilja samlagast en vísa hina á braut. Kenna þeim íslensku og gera þá að Íslendingum en ekki gera þá að annarri þjóð sem deilir sama land og Íslendingar.

Ef útlendingunum er leyft að halda í sína menningu og tungu í nafni fjölmenningar (hvað er annars fjölmenning? Íslensk menning og hvaða aðrar menningar?), verða þeir alltaf utangarðsmenn og ekki hluti af íslenskri menningu.  Þá gætum við kannski átt von á ástandi eins og er í Frakklandi, óeirðir og ósamstöðu sem gæti jafnvel brotist út í borgarastyrjöld.

Lærum til dæmis af Rússum, sem er sambandsríki, þar búa íbúar af ýmsum þjóðernisuppruna en allir eru þeir samt Rússar með rússnesku sem megið tungumálið og rússnesk menningu er grundvöllur ríkisins. 

Hætt er við að út brjótist borgarastyrjaldir víðsvegar um Evrópu ef ekkert er að gert. Landamæri Evrópu eru tilbúin og eins og púsluspil sem er sífellt að breytast. Friðartímabilið er á enda, 78 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar og stríð geisar í Úkraníu.


Kenningar um stríð og frið í alþjóðakerfinu

Ég ætla hér  að ræða kenningar um stríð og frið í alþjóðakerfinu, með  sérstaka tilvísun í kenningar um mótunarhyggju (constructivism),  (ný-) raunsæishyggju ((neo-)realism) og að lokum ,,gagnrýnum öryggisfræðum" (critical security  studies).

 ,,Primus motor” alþjóðlegra samskipta hefur  í gegnum tíðina verið m.a. stríð og samkeppni milli ríkja.  En staðan í dag virðist hafa breyst að því leytinu til að milli forysturíkja heims, Bandaríkjanna, Evrópu og Japan, sem  eru jafnframt þróuðustu ríkin, er stríð nú talið óhugsandi.  Slíkt form ríkja kýs Karl Deutsch að kalla  ,,security community” sem útleggst lauslega á íslensku öryggissamfélag.  Samkvæmt kenningu hans er tilhugsunin um stríð óhugsandi meðal almennings,  stjórnmálamanna og herja þeirra ríkja sem tilheyra þessu samfélagi ríkja.

Margir fræðimenn hafa velta því fyrir sér hvers vegna svo er, að forysturíki heims sem jafnframt eru hefðbundnir keppinautar útkjá mál sín nú friðsamlega en áður hafi þau iðulega kosið að jafna um erfiðustu ágreiningsmál sín með vopnavaldi. Fræðimenn hafa komið með mismunandi skýringar á þessu, allt eftir því  hvaða hugmyndastefnu þeir aðhyllast.

Mótunarhyggjumenn (constructivists) hafa útskýrt þetta með breyttum hugmyndum og sjálfsmynd og leggja þar með áherslu á breyttu hugarfari einstaklingsins.   Þeir benda á ríkjandi norm um ofbeldisleysi í þessum samfélögum og sameiginlega sjálfsmynd sem leiði til þess að þróuð lýðræðisríki sjá fyrir og skilja hlutverk hvers annars í gegnum samspil hegðunar og væntinga.  Þetta komi í veg fyrir misskilning og þar með stríð. Áhersla er lögð á sjálfstyrkjandi feril, eins konar hringrás hegðunar, trúar (eða vonar) og væntinga  sem hafi leitt til þessara afstöðu fyrrgreindra landa til hverra annarra.

Hugmyndir raunsæismanna, með Hans J. Morgenthau fremstan í flokki, eru aðrar.  Það er  þrennt sem einkennir klassíska raunsæisstefnu með tilliti til alþjóðastjórnmál  og stríð og frið í alþjóðasamfélaginu.

Raunsæismenn segja í fyrsta lagi að  mannlegt eðli hafi ekki breyst frá örófi alda og  það sé í eðli sínu sjálfhverft og starfi í  eigin þágu. Yfirfæra megi þetta yfir á alþjóðastjórnmál, en þar eru ríkisstjórnir í aðalhlutverki og þær eru í eðli sínu sjálfhverfar og starfi í þágu eiginhagsmuna.  Í öðru lagi leggja þeir áherslu á stjórnleysi (anarkí) í alþjóðasamskiptum. Vegna þess að alheimsstjórn skorti, þá ríki áfram lögmál frumskógarins í alþjóðasamskiptum.  Í þriðja lagi tvinnist egóisminn eða  sjálfhverfan (anarkíið) saman við stjórnleysið og mótar alla þætti á pólitísku sviði valda- og öryggismála. Hans J. Morgenthau orðað þetta best en hann segir: ,,all states pursue their national interest defined in terms of power”.  Það er að ríki ráði ferðinni í alþjóðastjórnmálum, m.ö.o. eru í aðalhlutverki og þau framfylgi þjóðarhagsmuni  sína út frá valdabaráttu (til verndar eigin hagsmunum).

Vald er þannig lykilhugtak í klassískri raunsæisstefnu. Önnur lykilhugtök hjá þeim eru svo, þjóðarhagsmunir, valdajafnvægi og öryggi og að markmið ríkja sé að leitin að öryggi og að komast af. Þá kemur að spurningunni um ný-raunsæisstefnu og fyrir hvað hún stendur.  Þeir sem aðhyllast ný-raunsæisstefna ((neo-)realism) hafa  útfært þetta nánar eftir mikla gagnrýni á klassísku stefnunni, en þeir leggja  mikla áherslu á efnahagslega þætti í máli sínu. Það sem aðskilur þá frá klassískri raunsæisstefnu er að þeir líta svo á,  að þjóðarhagsmunir ríkja (fyrir utan það markmið að verja fullveldi og landsvæðislega heildir) markist ekki einungis af huglægum þáttum (eigin mats ríkisins) heldur einnig  af utanaðkomandi þáttum.

Í dag benda Raunhyggjumenn (realists) á hlutverk kjarnorkuvopna og forræði Bandaríkjanna sem meginskýringuna á friðsamleg samskipti ríkja innan öryggissamfélagsins.  Þeir segja að forræði Bandaríkjanna, sérstaklega á sviði hernaðar, hafi skapað öryggissamfélagið. Hins vegar munu yfirburðir þeirra dvína fyrr eða síðar en svo þarf ekki að vera, að tilkoma annaðs heimsveldis leiði til styrjalda samkvæmt hefðbundinni kenningaskýringu um forræði stórvelda og átök þeirra milli.   Það gæti einnig leitast við að viðhalda valdajafnvæginu í heiminum.

Varðandi fælingarmátt kjarnorkuvopna,þá er hann ekki algjör, því að kjarnorkuveldi hafa háð mörg takmörkuð stríð án beitinga slíkra vopna.  Þar er með eru þau ekki undirstöður öryggissamfélagsins en þau hafa áhrif með öðrum þáttum. 

Gagnrýn  öryggisfræði (critical security studies) nálgast hugtakið öryggi  á nýjan hátt.  Hún er í víðasta skilningi, samansafn af nálgunum eða rannsóknaraðferðum þeirra fræðimanna sem hafa verið óánægðir með svo kallaðar hefðbundnar öryggisfræðirannsóknir.  Hún leitast við að setja spurningamerki við þann grundvöll sem ríkjandi hugmyndir um ríkismiðhyggja (state-centrism) og  hernaðarmiðhyggja (military-centrism) eru byggðar á.

Gagnrýnin öryggisfræði er því safn ýmissa hugmynda sem tengjast fræðigreininni öryggisfræði á margvíslegan hátt. Þær  geta verið allt frá útþynntum hugmyndum mótunarhyggjumanna, hugmyndafræði Kaupmannahafnarskólans (Copenhagen School) og til meira ,,poststructural perspectives”.  Ein nálgun á öryggismálum, sem er að hluta til hluti af gagnrýnni öryggisfræði,  er afstaða og nálgun feminista á öryggishugtakinu en þær hafa véfengt niðurstöður  raunsæismanna og nýraunsæismanna á nýstárlegan hátt.

Þeir sem aðhyllast hugmyndir gagnrýna  öryggisfræði vilja skora á hefðbundnar öryggisfræðirannsóknir með því að bæta við sjónarmiðum síðraunhyggjumanna (postpositivist)  við; sjónarmiðum eins og lesa má í hinni  gagnrýnu kenningu (critical theory) og síðstrúktúrisma (poststructuralism).  Þeir vilja taka með inn í umræðuna hugmyndir um hina svokölluðu félagslega samsetningu öryggisins og leggja áherslu á að breytingar  eru möguleikar vegna þess að þjóðfélagið er byggt á félagslegri  samsetningu.

Gagnrýnir öryggissinnar leggja höfuðáherslu á útskýringu öryggishugtaksins út frá einstaklingsgrundvelli – mannlegs öryggis (human security). Og þeir vilja líta á aðra þætti en einungis hinn hernaðarlega, sem hluti af öryggismálum heimsins.  Þeir vilja taka með þætti eins og umhverfismál, fátækt og atvinnuleysi sem hluti af kennisetningum öryggisfræðinnar; sem eru þættir sem skapa raunverulega hættu fyrir heimsfriðinn. Með öðrum orðum vilja þeir nota öryggishugtakið sem hugtak sem snertir hvers konar mál sem ógnar tilveru einstaklingsins.  Fyrrgreind mál, s.s. umhverfismál, eru þættir sem geta ógnað friði og skapað stríð í alþjóðasamfélaginu.

Heimildir:

Robert Jervis:American Political Science Review (2002).

Political Science in History,   bls. 191-94 (1995).

B  Buzan, Ole Wæver og Jaap de WildeSecurity: A New Framework forAnalysis, bls. 34-35. (1998).

Critical Security Studies: Concepts and Cases.<p>K. Krause og M. Williams (1997).  

On  Security. R. Lipschutz. (1995).


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband