Vísir enn í vanda vegna "sam­særis­kenninga Carl­son"

Alltaf er vinstri fjölmiðillinn Vísir með neikvæðar fréttir af Repúblikönum eða stuðningsmönnum þeirra.  Þeir sem fylgjast með fréttum vestan hafs, vita að aðalfréttin í dag er fundur kókaíns í sjálfu Hvíta húsinu. Það á að heita öruggsta og mest varða bygging í heiminum en samt finnst þar eiturlyf.

Aðeins fáeinir einstaklingar geta komið með eiturlyf til Hvíta hússins án eftirlits en það er fjölskylda forsetans.  En eins og kunnug er, er Hunter Biden þekktur eiturlyfjaneytandi og hefur grunur fallið á hann en enn er engin niðurstaða komin í málið sem er undarlegt, því hver krókur og kimi er undir vökulum augum eftirlitsmyndavéla.

En aftur að Vísir og umfjöllun hans um Tucker Carlson, sem copy/paste fréttir af CNN eða MSNBC. Hún byrjar svona: "Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum.

Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta."

Ég hef fylgst með öllum þáttum Tucker Carlson og aldrei hefur hann sagt að Ray Epps væri í raun útsendari stjórnvald, hann bara spurði í ljósi myndefnis af Epps hvort svo kynni að vera vegna framkomu hans og var Carlson í hlutverki rannsóknarblaðamanns. En hann sagði á móti að það væru vísbendingar um að FBI og jafnvel CIA hefðu útsendara meðal mótmælenda sem hefðu kvatt til óeirða.  FBI neitar að svara Bandaríkjaþingi spurningar um þetta veigamikla atriði.  Uppljóstrarar hafa sagt að útsendarar FBI hafi verið meðal mótmælenda. Ekki reyndu þeir að koma í veg fyrir óeirðirnar.

Annars er deginum ljósara að Ray Epps hvatti mótmælendur til að fara inn í Capitol Hill - þinghúsið, það sést á myndböndum. Þar með hvatti hann til alríkisglæps.  Fólkið í hringum hann hrópaði að hann væri sennilega útsendari FBI og það færi sennilega í fangelsi ef það færi að orðum hans. Hann hélt áfram að hvetja til inngöngu í þinghúsið. Sjá myndbandið hér að neðan.

Tucker: The curious case of Ray Epps and the January 6 Committee

Fréttamennska Vísis er engin blaðamennska. Umfjöllun fjölmiðilsins er bara gjallarhorn eða hátalari vinstri sinnaðra fjölmiðla vestan hafs eins og CNN, sem enginn horfir á lengur (áhorfið hefur fallið niður um 90% en fjölmiðillinn framdi harakiri við að reyna að fella Donald Trump).

Það er lágmark að blaðamenn séu öllum hnútum kunnugir málum sem þeir fjalla um, annars er betra að þeir láti vera að fjalla um fréttarefnið. Þetta er falsfrétt! Hefur blaðamaðurinn t.a.m. horft á þátt Carlson um um Ray Epps?

Svo er það deginum ljósara að Rey Epps, hvort sem hann er útsendari eða bara mótmælandi, ætti að vera í fangelsi núna, miðað við hvernig komið er fram við mótmælendurna sem hafa lent í fangelsi. Jafnvel þeir sem fóru ekki inn í þinghúsið hafa verið ákærir og hent í fangelsi.  Þetta er alveg ótrúlegt mál, 6. janúar málið, og sést best á samanburðinum við víg Bandaríkjaforsetans Abrahams Lincolns, en þar fengu a.m.k. samsærismenn sanngjörn réttarhöld, þótt mikil reiði hafi ríkt meðal stuðningsmanna forsetans.

Hér er hin "vandaða" grein Vísis um málið.

Fox enn í vanda vegna sam­særis­kenninga Carl­son


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband