Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum

Það hefur ekki farið hátt á Íslandi, bara einstaka grein sem hefur ratað í íslenska fjölmiðla, en reglulega eru fréttir af uppljóstrurum eða jafnvel bandaríski herinn sjálfur (sjóherinn eða flugherinn) segir frá því þegar flugmenn eða hermenn sjá "geimskip" eða fljúgandi furðuhluti eins og þetta kallast á Íslandi. Óþekkt flugför væri nærri lagi að nefna fyrirbrigðið.

David Charles Grusch er háttsettur uppljóstrari innan flugher Bandaríkjanna sem hefur kom fram nýlega en hann heldur því fram að Bandaríkjastjórn hafi komið höndum yfir geimskip og geimverur sem eru ekki frá jörðinni.  Flugherinn hefur birt myndbönd sem sýnir eltingarleik flugmanna við svo kölluð Tik Tok flugför sem virðast brjóta öll náttúrulögmál.

Þessar uppljóstranir stjórnvalda hafa fjölgað síðastliðin ár og það virðist vera eins og þau séu að undirbúa almenning undir "frétt allra tíma" en hún er að við erum ekki ein í alheiminum. Meira segja Bandaríkjaþing er að fjalla um þetta. Af hverju er nánast þögn um mestu frétt allra tíma á Íslandi?

Sá tími er liðinn, að "furðufuglar" og "rugludallar" séu einir um hituna af fréttum af geimmverum og geimskipum. Bob Lazar, sem ég hef skrifað um áður, var fyrsti frægi uppljóstrarinn sem kom fram.  Hann sagðist hafa unnið á leynistöð, S-4 á "Area 51" við að finna út hvernig náð geimför virka.  Sjá slóðina: Drifkerfi geimskips versus Space-X og  Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið eða Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir

Allt sem Bob sagði á sér stoð í raunveruleikanum og eftir náttúrulögmálum. Frægt er þegar hann sagði frá að frumefnið 115 væri til og það knýði áfram geimskip geimvera (EBE) fyrir mörgum áratugum og vísindamönnum tókst að búa til í Cern, Sviss, löngu síðar. Það var hlegið að honum og hann hraktur og smáður, eins og alla sem koma fram með eitthvað nýtt og menn eru hræddir við.

Og það er ekkert yfirnáttúrulegt við hvernig þessi geimskip eru knúin áfram, and-þyngdaraflskraftur kallast það þegar tími og rúm eru teygð eða þjappað saman fyrir framan og aftan geimskipið til að komast á ógnarhraða áfram í geiminum. Vísindamenm hafa sannað þetta kenningalega, sjá t.d. Spacecraft in a ‘warp bubble’ could travel faster than light, claims physicist

Sagt er að bandarískum vísindamönnum hafi tekist að "afrita" eða endurgera slík geimskip eftir geimskip geimvera og sjá megi slík á lofti nú þegar, sbr. svörtu þríhyrningsförin (e. Black triangle).

Nú eru tímanir aðrir en 1947 þegar Roswell atvikið átti sér stað og bandaríski flugherinn faldi atburðinn af ótta við að almenningur færi á límingunum af fréttum af ókunnugum flugförum og meintum geimverum. Í dag yppir fólk bara öxlunum og segir "so what?".

Ekkert kemur okkur lengur á óvart. Það þyrfti helst að koma sendinefnd frá geimverum (þá helst frá plánetunni Zeta Reticuli) til að hitta Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu til að fá fólk til að trúa eða bregðast við. Eins og sagt hafi gerst 1954 á bandarískum flugvelli í Nýja-Mexíkó og Eisenhower Bandaríkjaforseti hafi hitt fulltrúa geimvera þar leynilega. Sel það ekki dýrara en keypti. En jafnvel það myndi hverfa í flóð frétta á nokkrum misserum.

Geimverufræðin (UFOlogy) er heitur grautur sem menn tvístíga fyrir framan. Á ég, segir hinn almenni vísindamaður, virtur vísindamaður að missa almenningsálitið með að taka undir þetta eða halda kjafti og segja ekkert? To be or not to be, that is the question!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég virði þig fyrir að taka þetta alvarlega Birgir. Of margt hefur komið fram of lengi til að hægt sé að telja það ómarktækt.

Það sem ég held, er að reynt sé að stjórna upplýsingaflæðinu og koma fram þegar og ef það hentar yfirvöldum, eða þeim sem stjórna bakvið tjöldin.

Ekki er hægt að vita með vissu hvað er endilega rétt, svo margt hefur komið fram og þversagnakennt.

En allavega, ég á bók eftir Philip J. Corso sem kom út 1997 og er mjög sannfærandi. Hann var raunverulegur herforingi í Bandaríkjunum og frásögnin þannig, en hann dó ári síðar, 1998.

Samkvæmt hans frásögn voru alvöru leynistofnanir að rannsaka þessi efni, og raunverulegt geimfar hrapaði 1947. Öll örgjörvatæknin er frá þessum geimverum komin, samkvæmt því. Mér finnst það trúlegt, svo hröð hefur þróunin verið, að erfitt er að útskýra það öðruvísi.

Maður tekur eftir því að reynt er að afneita sem flestu í þessum "uppljóstrunum" í nútímanum. Augljóst er að enn er verið að hylja yfir eitthvað. Maður veit bara ekki hvað.

Reynt er að útskýra sem flest þannig að það eigi sér eðlilegar skýringar. Sumt af því getur hæglega verið yfirvarp ef það þjónar hagsmunum.

En rétt eins og trúabrögðin eru stjórntæki, þannig held ég að einn góðan( eða slæman) veðurdag komi yfirvöldin með "sannani", skýringar, og þá eigi bara fólk að taka einhverju sem sjálfsögðum hlut, eins og ESB fólkið, sem segir að þjóðin verði bara að ganga í ESB, annað sé úrelt og gamaldags.

Við sjáum þessa sömu tendensa í svo mörgu í dag, skoðanakúgun og þöggun. 

Upplýsingum er lekið og flæðinu er stjórnað. Þetta er mjög góður pistill, því miður styðst maður bara við það sem maður heldur, og fáeinar svona bækur.

En rangt væri að afneita þessu.

Ingólfur Sigurðsson, 9.6.2023 kl. 13:14

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Ingólfur.  Saga rannsókna á himingeimnum síðastliðin 500 ár hefur verið saga ofsókna (galdrabrennur), vantrúar og hæðni. 

Það er nefnilega óvísindalegt að efast ekki eða reyna ekki að koma með nýjungar, sama hversu fáranlegar þær virðast í upphafi.

Þeir sem kasta vafa eða ofsækja frumkvöðla eru afturhaldseggir af verstu gerð og eru þeir sem koma í veg fyrir að ný þekking komi fram, mannkyninu til framdráttar.

Carl Sagan fór eins og köttur í kringum grautinn og gaf í skyn að ekki væri allt sem sýnist. Sama segir Michio Kaku í dag, en þeir þora og þorðu ekki að taka af skarið. Galileo Galilei þorði og uppskar í upphafi fordæmingu samfélagsins (kirkjunnar) en hefur uppskorið uppreisnar æru.

Sannir vísindamenn láta samfélagið ekki stjórna sér, heldur sannleikann og vísindin að vopni.

 

Birgir Loftsson, 9.6.2023 kl. 13:58

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Nota bene, Vísindamenn og fræðimenn hafa alltaf haft "rangt" fyrir sér, því að sífellt kemur fram ný þekking sem afsannar þá gömlu.  Ef við stoppum og segjum, nú vitum við allt, þá stöðvast samfélagið og það hrörnar. Besta dæmið er Ísland síðmiðalda og árnýjaldar. Allt stopp á Íslandi, á meðan risu borgir og hámenning í nágranna löndunum.                                               

Ég segi: To dare or not to dare, that is the question! Hahaha!

Birgir Loftsson, 9.6.2023 kl. 14:05

4 Smámynd: Birgir Loftsson

"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."

 

Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness, frá 1927.

 

Kannski á þetta betur við: "Speki heimskunnar: Það eina sem ég veit er það, að ég veit eiginlega allt." Held að þetta sé eftir mig.

Birgir Loftsson, 9.6.2023 kl. 14:48

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Nú, jæja, DV er líka með frétt um geimverumál.

https://www.dv.is/pressan/2023/6/6/uppljostrari-ur-rodum-bandarisku-leynithjonustunnar-varpar-sprengju-vid-erum-ekki-ein/?fbclid=IwAR3KwHLLkDJ5HRKGPHGUN_spfGQbFxkkBQaoG5HZ3hC59Mv11ePmm3LvYDQ

Birgir Loftsson, 9.6.2023 kl. 22:02

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er fréttin sem DV byggir á:

https://thedebrief.org/intelligence-officials-say-u-s-has-retrieved-non-human-craft/

Birgir Loftsson, 9.6.2023 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband