Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"

Ég var að byrja að skrifa grein um þetta skemmtilega fyrirbrigði, ójarðnesk geimför og geimverur, þegar ég rakst á að annar bloggari skrifaði á sama tíma um núverandi rannsókn þingnefndar á Bandaríkjaþingi á þessu fyrirbrigði.

Ég svaraði í athugasemd en einnig til andsvara var Guðmundur Ásgeirsson og þar sem hann hitti naglann á höfuðið ætla ég m.a. að vísa í svar hans. Ingimundur Bergmann, sá sem skrifaði greinina, fannst þetta vera dæmigert amerískt og furðaði sig á þessari rannsókn og fannst skrýtið að geimverurnar hefðu bara áhuga á Ameríku.

En þá segir Guðmundur: "Viðmælendurnir voru ekki dregnir inn af götunni af handahófi, heldur eru þetta virðulegir menn með gott orðspor. Einn þeirra, David Grusch er fyrrverandi herflugmaður sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir herþjónustu sína og gegndi síðar trúnaðastörfum fyrir leyniþjónustu hersins, meðal annars varðandi ferðir óþekktra loftfara. Annar þeirra, David Fravor, er fyrrverandi yfirmaður og orrustuflugmaður í bandaríska flotanum, en hann varð ásamt fleirum vitni að ferðum óþekkt loftfars sem sýndi hegðun sem ekki er hægt að útskýra með neinni þekktri jarðneskri tækni.

Með öðrum orðum eru þetta ekki furðufuglar sem eru að halda fram einhverjum samsæriskenningum. Þeir voru einfaldlega að leggja áherslu á mikilvægi þess að tilkynningar um óþekkt loftför séu teknar alvarlega og rannsakaðar með tilliti til þess hvað sé á ferðinni og hvort af því stafi einhver ógn. Að öðrum kosti verður ekki hægt að komast til botns í málinu.

Það kom einmitt fram við þessar vitnaleiðslur að stofnanir innan bandaríska hernaðar- og leyniþjónustukerfisins og jafnvel verktakar þeirra, hefðu komist yfir farartæki, ýmist í heilu lagi eða hluta þeirra, sem gætu ekki verið af mennskum uppruna. Jafnframt væru dæmi um að slíkir aðilar hefðu reynt að endurgera eða smíða eftirlíkingar af þeim, en óljóst er hversu ágengt þeim hefur orðið í slíkum tilraunum."

Þá er búið að svara þessari spurningu og fullt tilefni til að rannsaka þetta fyrirbrigði, sérstaklega þegar tæki herja eru svo öflug að þau nema fyrirbrigði sem ekki sáust áður. Allir hafa séð eltingaleik orrustuþotna við óþekkt flugför (Tik TOK) í fjölmiðlum.

En þetta er ekki sér amerískt fyrirbrigði að hafa áhuga á FFH eða geimverur.

Rannsóknir eru gerðar á þessu sviði annars staðar. Rússar, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir hafa rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað er í gangi sem er ekki jarðneskt. Það eru bara bandarísk stjórnvöld sem eru síðust að viðurkenna tilvist þessara farartækja. Af hverju? Jú,uppljóstrarar segja að þeim hefur tekist að endurgera FFH. Til dæmis eru Tik Tok förir líklega bandarísk sem og svörtu þríhyrningsförin. Þau hafa því hagsmuni af því að halda þessu leyndu.

CIA hefur rannsakað þetta fyrirbrigði síðan stofnunin var stofnuð, sjá þessa grein: CIA's Role in the Study of UFOs, 1947-90

Förum í rannsóknarsögu FFH og geimvera síðan 1940.

Saga FFH síðan 1940

Saga FFH (óþekktra fljúgandi hluta) og geimvera frá 1940 er flókið og heillandi efni. Þó að það hafi verið fregnir af undarlegum fyrirbærum í lofti í gegnum mannkynssöguna, byrjaði nútíma FFH fyrirbæri eins og við þekkjum það að fá víðtæka athygli eftir seinni heimsstyrjöldina. Hér er yfirlit yfir helstu atburði og þróun sem tengjast FFH og geimverum síðan 1940.

Nútímasaga FFH hefst 1947 - Sýn eða vitnisburður Kenneth Arnold: Oft er sagt að nútíma FFH tímabil hafi byrjað 24. júní 1947, þegar einkaflugmaðurinn Kenneth Arnold greindi frá því að hafa séð níu hálfmánalaga fyrirbæri fljúga nálægt Mount Rainier í Washington fylki. Lýsing hans á hreyfingu þeirra sem "disk laga" leiddi til þess að hugtakið "fljúgandi diskar" varð samheiti yfir FFH.

Og sama ár varð Roswell atvikið. Í júlí 1947 var mjög þekkt atvik nálægt Roswell, Nýju Mexíkó, þar sem bandaríski herinn greindi frá því að hann hefði fundið leifar af "fljúgandi diski" sem brotlent hafði. Herinn lýsti síðar yfir að þetta væri veðurblaðra, en þessi atburður hefur síðan orðið þungamiðja samsæriskenningar FFH.

Sjötti áratugurinn - FFH vitnisburðir og dægurmenningin. 1950 varð aukning í FFH sýnum, með fjölmörgum skýrslum gerðar af óbreyttum borgurum og hermönnum. Á þessu tímabili urðu einnig til vísindaskáldsögu, kvikmyndir og bókmenntir sem sýna geimverulíf, sem hafði áhrif á skynjun almennings á FFH og geimverum.

Almennur áhugi um allan heim varð á þesssu fyrirbrigði á sjöunda áratugnum og ríkisrannsóknir verða algengar. Nokkrar ríkisstjórnir um allan heim, þar á meðal Bandaríkin, gerðu rannsóknir á FFH sýnum. Ein athyglisverð viðleitni var Project Blue Book, áætlun bandaríska flughersins sem safnaði og greindi FFH skýrslur frá 1952 til 1969.

Á áttunda áratugnum varð til s.k. FFH undirmenning. Á áttunda áratugnum varð til lífleg FFH undirmenning, með ýmsum FFH-þema stofnunum og samþykktum sem komu til sögunnar. Bækur og heimildarmyndir um FFH og meinta kynni af geimverum náðu einnig vinsældum.

Á níunda áratugnum fór að bera á mannránssögum. Á níunda áratugnum varð aukningu í fréttum um meint mannrán geimvera. Einstaklingar sögðust hafa verið teknir af geimverum, látnir fara í læknisskoðun og síðar skilað aftur. Sjá t.d. frægt dæmi, Fire from the Sky, alveg ótrúleg saga.

Á tíunda áratugnum varð til svo nefnd "Uppljóstrunarhreyfing". Um 1990 kölluðu sumir geimverufræðingar og aðgerðasinnar eftir stjórnvöldum að gefa út allar trúnaðarupplýsingar sem tengjast FFH og geimverulífi. Uppljóstrunarhreyfingin náði skrið og heldur áfram að tala fyrir gagnsæi frá yfirvöldum.

Árþúsundamótin 2000 hefst Internet tímabilið og almennur áhugi eykst. Með víðtækri upptöku internetsins fjölgaði FFH-sýnum og umræðum á netinu. Á þessu tímabili urðu til einnig fjölmargir sjónvarpsþættir og heimildarmyndir með FFH-þema, sem ýttu enn frekar undir áhuga almennings.

Annar áratugur 21. aldar - Viðurkenningar stjórnvalda: Um 2010 gáfu ýmsar ríkisstjórnir út áður flokkuð FFH-tengd skjöl til almennings. Til dæmis afléttu bandarísk stjórnvöld leynd af myndböndum sem tekin voru af herflugmönnum sem sýndu kynni við óþekkt fyrirbæri úr lofti.

Þriðji áratugur 21. aldar. - Áframhaldandi áhugi er á fyrirbrigðinu eins og sjá má af ofangreindri rannsókn Bandaríkjaþings.

Einsaga FFH og geimvera

Í fyrri kaflanum hér að ofan, hef ég rakið rannsóknarsögu og vitneskju almennings á FFH fyrirbrigðinu. Þetta er afar flókið viðfangsefni og víðtækt.

Hægt er að skoða málið út frá ýmsum sjónarhornum, t.d. hvað vissu Bandaríkjaforsetarnir um málið? Svarið er afar athyglisvert.

Sagt er að sumir hafi ekki fengið að vita neitt, aðrir mjög mikið, allt eftir því hver persónan er. Sumir segjast jafnvel hafa séð FFH, eins og Jimmy Carter og Ronald Reagan. Sá fyrrnefndi fékk engin svör frá CIA (þeir treystu honum ekki) en Reagan er sagður hafi fengið að vita "allt". Richard Nixon er sagður hafa fengið að sjá með eigin augum FFH og geimverur og Dwight Eisenhover er sagður hafa hitt "sendiherra geimvera", sjá þessa grein: Ike and the Alien Ambassadors En allir nýir Bandaríkjaforsetar fá þessa spurningu, "Eru til geimverur og FFH?" Clinton, Bush, Obama og Trump hafa fengið þessa spurningu.

Svo að ég endi þetta einhvers staðar, þá eru til ótal bækur og kvikmyndir um fyrirbrigðið. Ég hef skrifað hér um frægasta uppljóstrarann, Bob Lazar, sem sagðist hafa unnið við að reyna að endurskap geimfar sem í fórum Bandaríkjahers. Hann lýsti nákvæmlega hvernig þessi geimför virkuðu og sagði að þau gengu fyrir frumefnið 115. Þá var ekki búið að finna það og hann talinn vera galinn að halda þessu fram. En síðan fundu vísindamenn og bjuggu til téð frumefni.

Hér eru nokkrar bloggreinar mína um viðfangsefnið:

Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið

Drifkerfi geimskips versus Space-X

Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir

Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Enn fagna ég að þú takir þetta til umfjöllunar - einn af fáum, og alvarlega. Þetta er svo stórt mál að almenningur er ekki fær um að meðtaka þetta, og því er afneitunin allsráðandi hjá meginstraumsmedíunni ennþá, eins og það sama gildir um ásakanir Trumps og félaga um spillingu innan kerfisins, sem bæði repúblikanar, en sérstaklega demókratar fela og afneita.

Hugtak eins og varnarmál fær alveg nýja merkingu í ljósi þessara fræða og mikilvægi varnarmála og að meta svona upplýsingar af skynsemi en ekki ótta.

Auk þess verður tækniþróun síðustu 60 ára miklu skiljanlegri ef gert er ráð fyrir að sú tækni hafi komið frá geimverum.

Vel má gera ráð fyrir að geimverur séu á hærra þroskastigi en við, en sumar hljóta þó að vera á lægra þroskastigi en við, það segir sig bara sjálft.

Þetta er sennilega stóra málið sem mun verða æ fyrirferðarmeira bæði í fjölmiðlum og menningunni allri á næstu áratugum. 

Það sem aldrei má gleymast er sagan um Fást og hvernig hann seldi sál sína Djöflinum. Enn er ekkert vitað með vissu, en þeim mun mikilvægara að yfirvöld séu með þetta uppi á borðum, og minna verði um afneitanir. 

En maður hlýtur að fagna að verið er að lyfta hulunni af þessu smám saman. Ég tek ekki mark á afneitunarsinnum eins og Stjörnu Sævari. Hann er ágætur og viðkunnanlegur, en er bara þannig persóna að hann vill ekki rugga bátnum, heldur koma sér vel hjá yfirvöldum og fá góð laun frekar en að fullyrða eitthvað sem yrði umdeilt. Hans pottþéttu sannanir koma aldrei í heimi sem hefur hagsmuni af því að fela leynimakk.

Ingólfur Sigurðsson, 30.7.2023 kl. 00:45

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk Ingólfur, ég skrifa bara um það sem ég sé. Hér er Tucker Carlson og FFH.... https://fb.watch/m6CK4SU5Kj/

Birgir Loftsson, 30.7.2023 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband