Um frumkristni, trúboð úr austri og stofnunar formlegrar kirkju á Íslandi


Til að átta sig á hvað gerðist á þessum tíma verður að líta á frumheimildir (og að nokkru leiti fornleifar). Helstu heimildir eru Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar, Historia Norvegiae, Historia de antiquiate regum Norvagiensium, Ólafs sögu Tryggvasonar, Kristni sögu og kristni þátt í Heimskringlu og fleiri og þá fæst heildarmynd, þótt margt vantar í púsluspilið.

Þess má geta að frumkristnin sem var á Íslandi fyrir 1000 barst frá Írlandi og skosku eyjunum (írska kirkjan játaðist undir vald páfa 664 (trúarleg hugtök komu úr írsku). Um1000 komu hingað Friðrekur frá Saxlandi en um 980 hófst skipulagt trúboð á Íslandi (frá þýskalandi). Íslendingurinn Stefnir var sendur hingað og var hann óvinsæll af landsmönnum. Svo kom Þangbrandur (kom með konungi frá Englandi til Noregs), ofbeldismaður mikill segja íslenskar heimildir.

Í Hungursvöku segir að í tíð Ísleifs Gizurarsonar biskup hafi komið aðrir fimm, er biskupar kváðust vera, Örnólfur og Goðiskálkur; líklega þýskir og þrír ermskir, Perrus Abrahám og Stefánus og voru líklega Pálíkanar (merking orðsins ermskir = frá Armeníu eða Póllandi og verið villutrúarmenn").

Segir að Aðalbjartur erkibiskup hafi sent út bréf til Ísland og bannað þjónustu þeirra. Sett var svo í lög að prestar ættu að vera lærðir á latínu, hvort sem þeir eru hermskir eð girskir.

Hins vegar er rétt að í Póllandi var gríska rétttrúnarkirkjan og rómversk-kaþólska starfandi á 11. öld og giska menn á að þessir þrír hafi komið frá Póllandi.

Kirkjan klofnaði 1054 og Pólland varð endanlega kaþólskt. Það er alveg á hreinu að trúboðsbiskuparnir ermsku náðu engan árangur hér á Íslandi og fyrsti formlegi biskupsstóll á Íslandi var stofnaður 1056, sama ár og höfuðkirkjan klofnaði formlega í tvennt. Fyrsti eiginlegi biskup sem sat á biskupsetri var Ísleifur Gizurarson.

Á íslenska Wikipedia segir: ,,Árið 1056, þegar hann var fimmtugur, var hann vígður biskup af Aðalbjarti erkibiskupi í Brimum, raunar bæði yfir Íslandi og Grænlandi, en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíman sinnt því síðarnefnda. Hann kom heim ári síðar og bjó áfram í Skálholti, sem var eign hans en ekki eiginlegur biskupsstóll. Þar stofnaði hann skóla."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband