Er hægrið gengið af göflunum eða er það vinstrið?

Í Vísir birtist nýverið grein undir heitinu Gengur hægrið af göflunum? eftir Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing. Þetta er ágætis yfirlitsgrein en því miður er greinin uppfull af rangfærslum, því vitlaust er gefið og hugtakanotkun er ekki rétt.

Sjá slóð: Gengur hægrið af göflunum?

Höfundur segir til dæmis  að Ronald Reagan og Margaret Thatcher hafi verið frjálslyndir stjórnmálamenn.  Það er einmitt þveröfugt farið nema verið sé að tala um efnahagsmál. Bæði voru þjóðernissinnar sem sjá má af samskiptum Reagans við Sovétríkin (stjörnustríðsáætlunin og endalok kalda stríðsins) og lofsemdarræður hans um Bandaríkin og bandarískt þjóðerni. Höfundur þarf ekki annað en að kíkja á næstu ræðu Reagans til að sjá sönnun þess.

Annan eins þjóðernissinna og Margaret Thatcher er varla hægt að finna. Hún fór í stríð suður í höf sbr. Falklandseyjar stríðið til að verja þjóðríkið Bretland.  Hún var mjög í nöp við ESB og flutti stanslausar ræður gegn yfirþjóðlegu valdi þess.

Sjá t.d. slóð: The Grocer´s Daughter

Europe cannot be built successfully by ignoring or suppressing this sense of nationhood, or by trying to treat sovereign nations as no more than regions controlled by a central body in Brussels. There is sometimes talk of trying to achieve federation by stealth.
 
It wont work because it runs against the grain of history.
____
1990 Oct 19 Fr, Margaret Thatcher.
Article for Inside the New Europe.
 
Ronald Reagan í lokakveðju sinni eftir 8 ára valdatíð:
 
"An informed patriotism is what we want. And are we doing a good enough job teaching our children what America is and what she represents in the long history of the world."
 
 
Hverjir eru það sem má kalla frjálslyndismenn? Að kalla "hægrið frjálslynt er öfugmæli." Orð bloggritara. En aftur að greinarhöfund.  "Þjóðernisíhaldið sækir gegn vestrænu frjálslyndi, sem er hin hefðbundna hugmyndafræði hægrisins," segir greinarhöfundur.
 
Maður þarf ekki annað en að horfa á bandarískar fréttir í eina klst. og sjá að repúblikanar kalla demókrata "liberals" í neikvæðri merkingu.  Í könnun Pew Research Center árið 2014 um pólitíska flokkun og skautun lýstu 12% repúblikana sjálfum sér sem frjálslyndum. Í könnun New York Times árið 2023 um stjórnmálaskoðanir repúblikana, telja 14% repúblikana sig vera íhaldssama frjálshyggjumenn. Eru bandarískir hægri menn því almennt frjálslyndir?
 

Það er ekki nýtt að hægri menn, og hefur fylgt þeim frá upphafi, að upphefja þjóðríkið.  Alþjóðaskipan byggir á tilvist þjóðríkisins og hefur gert í nokkur hundruð ár.  Þannig að það eru þjóðríki sem eiga sæti hjá Sameinuðu þjóðunum, ekki stjórnmálaflokkar.

Hugtakið "frjálslyndi" er of fljótandi til að nota nema með miklum fyrirvörum. Það er nefnilega til alls konar frjálslyndi.

Til dæmis frjálslyndi í efnahagsmálum eða frjálslyndi í félagsmálum, tveir ólíkir hlutir. Hægri menn almennt (líka þeir sem höfundur kallar öfga hægri menn) eru hlynntir frjálslyndi í efnahagsmálum. En hvað er að vera íhaldssamur frjálslyndismaður?

Kíkjum á skilgreininguna:

„Frjálslynd íhaldsstefna, einnig nefnd íhaldssöm frjálshyggja og íhaldsstefna, er stjórnmála- og félagsheimspeki sem sameinar íhaldsstefnu og frjálshyggju, sem táknar frjálshyggjuvæng íhaldsstefnunnar og öfugt.

Frjálslynd íhaldshyggja mælir fyrir mestu mögulegu efnahagslegu frelsi og sem minnst mögulegri stjórnun stjórnvalda á félagslífi (lýst sem "smá ríkisstjórn"), sem endurspeglar laissez-faire klassíska frjálshyggju, en beitir þetta til trúar á félagslega íhaldssamari heimspeki sem leggur áherslu á vald, siðferði og skylda. Frelsisleg íhaldshyggja, fyrst og fremst bandarísk hugmyndafræði, setur frelsi í forgang, stuðlar að tjáningarfrelsi, valfrelsi og frjálsum markaðskapítalisma til að ná íhaldssömum markmiðum á sama tíma og hún hafnar frjálslyndum félagsverkfræði.

Þrátt fyrir að hafa líkt með frjálslyndri íhaldsstefnu og þar af leiðandi almennri bandarískri íhaldssemi þar sem báðar eru undir áhrifum frá klassískri frjálshyggjuhugsun; Frjálslyndir íhaldsmenn eru miklu andsnúnari tölfræði og eru miklu fjandsamlegri afskiptum stjórnvalda í bæði félagslegum og efnahagslegum málum.“

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Libertarian_conservatism

Höfundur talar sitt á hvað um þjóðernisíhaldið sem hann kallar líka þjóðernishægrið.  Hvort er það? En áður en lengra er haldið er rétt að koma að vinstri frjálslyndismönnum og fyrir hvað þeir standa.

Frjálslyndur sósíalismi (e. Libertarian socialism) er pólitískur straumur gegn forræðishyggju og andkapítalískum hætti sem leggur áherslu á sjálfstjórn verkafólks. Það er andstætt öðrum tegundum sósíalisma með því að hafna eignarhaldi ríkisins og frá öðrum tegundum frjálshyggju með því að hafna einkaeign. Víðtækt skilgreint nær það til skóla bæði anarkisma og marxisma, auk annarra tilhneiginga sem eru á móti ríki og kapítalisma. Höfundur er væntanlega ekki að saka hægri menn (þjóðernisíhaldsmenn eins og hann kallar þá) um að vera frjálslyndir sósíalistar?

En er höfundur að fara rétt með hugtakið þjóðernisíhald (e. national conservatism)? Jú, hann gerir það en er ekki hrifinn. Kíkjum aftur á Wikipedíu í grófri þýðingu bloggritara:

"Þjóðernisíhald er þjóðernislegt afbrigði af íhaldssemi sem einbeitir sér að því að halda uppi þjóðerni, menningarlegri sjálfsmynd, samfélagshyggju og opinberu hlutverki trúarbragða. Það deilir hliðum hefðbundinnar íhalds og félagslegrar íhaldssemi, en víkur frá efnahagslegri frjálshyggju og frjálshyggju, auk þess að taka agnostískari nálgun á reglugerðarhagfræði og verndarstefnu. Þjóðernisíhaldsmenn sameina venjulega íhald og þjóðernissinnaða afstöðu og leggja áherslu á menningarlega íhald, fjölskyldugildi og andstöðu við ólöglegan innflutning eða andstöðu við innflytjendur í sjálfu sér. Þjóðernisíhaldsflokkar eiga sér oft rætur í umhverfi sem byggir á dreifbýli, hefðbundnum eða jaðarlegum grunni, andstætt þéttbýlisfylgi frjálslyndra íhaldsflokka."

En er eitthvað athugavert við þessa stefnu? Þjóðernishyggjan keppist við að búa til samstöðu innan þjóðarinnar og þjóðríkisins innan ákveðina landamæra. Ef menn vilja eitthvað annað, þá verða menn að segja það. Hvað vilja þeir í staðinn? Vilja þeir ESB í staðinn? Yfirþjóðlegt vald, án lýðræðiskjörna fulltrúa eins og sjá má tilhneygingu hjá ESB? Einstaklingurinn hverfur í massanum. Ef greinarhöfundur boðar glópalisma, þá er hann of seinn á ferðinni. Hann er að deyja drottni sínum um þessar mundir. Svæðisbundnar valdablokkir eru í deiglunni og e.t.v. nýtt kalt stríð.

Það hefur ekkert getað komið í staðinn í fyrir þjóðríkið. Menn reyndu að lifa eftir hugmyndafræðinni einni en hún hefur aldrei verið nógu öflug til að halda landssvæðum saman. Villta vestrið eða villta vinstrið kemur í staðinn. Vilja menn það? Er villta vinstrið hreinlega ekki gengið af göflunum? Þeir vilja rífa niður hefðbundin gildi (límið í þjóðfélaginu) en boða ekkert nýtt í staðinn. Eins og formaður Samfylkingunnar sagði um daginn, velferðaríkið verður ekki til án landamæra og viðurkennir þar með að hugmyndafræði villta vinstrisins gengur ekki upp.

Það er ekki betur séð en að hægrið sé samt við sig og hefur verið í árhundruð en vinstrið með tilkomu sósíalismann á 19. öld hafi gengið af göflunum allar götur síðan hann varð til og hann ber ábyrgð á dauða hundruð milljónir manna í nafni bræðralags. Sama á við nasistaflokkinn sem er byggður á sama vinstri hugmyndagrunni nema nú með öfga þjóðernishyggju að auki.

"jafnrétti og jöfnuður" átti að einkenna samfélagið. Í kommúnistakenningunni myndi lokastig mannlegrar þróunar marka endalok stéttabaráttu og þar með sögu: Allt fólk myndi lifa í félagslegu jafnvægi, án stéttaaðgreiningar, fjölskyldubyggingar, trúarbragða eða eigna. Ríkið myndi líka "visna".

Afleiðingin varð hins vegar að bræður börðust, stétt á móti stétt, fjölskyldan gerð útlægð, og alls staðar komust flokksklíkur til valda. Félagi Stalín var enginn félagi, hann var gamal dags einræðisherra sem mannkynssagan hefur upplifað aftur og aftur í árþúsundir. Fólk fékk flokksræði og einræði, ekki lýðræði.

Lengi lífi einstaklingsfrelsið, prentfrelsið, fundarfrelsið tjáningarfrelsið og athafnafrelsið. Lengi lifi einstaklingurinn!


Bloggfærslur 1. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband