Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Varnar- og öryggisstefna Íslands síðan 2006

Hér kemur gömul grein sem ég skrifaði á Facebook, sýnist hún sé ekki til hér á blogginu. Endurbirti hana þar með enda hefur ekkert breyst í hermálapólitík Íslendinga síðan þá.

Greinin:

Það er mótsagnarkennt efni þegar fjallað er um varnarstefnu Íslands á 20. og 21 öld. Hún er bæði ruglingsleg og órökræn, enda hafa menn ekki vitað í hvorn fótinn á að stíga.

Staðreyndin er að við eru í varnarbandalagi vestræna ríkja og tökum virkan þátt í stjórnarstörfum Atlantshafsbandalagsins - NATÓ í dag. Á þessum tíma sem við höfum verið í NATÓ, síðan frá stofnun þess 1949, hefur gengið ýmislegt á og ógnin á stundum svo nálægð, að íslenskir ráðamenn töldu ráðlegt að kalla Bandaríkjaher landinu til varnar 1951, og það í ljósi þess að menn voru ekki alltof kátir með veru hans í landinu á stríðsárunum.

Undir verndarvæng stórveldis höfum við lifað við frið og hagsæld í 75 ár eða allt frá hernámi landsins 1940. Nánast alltaf, þegar komið hefur verið að því að beita áþreifanlegum vörnum, höfum við verið óbeinir þátttakendur. Þó höfum við sent mannskap til Afganistan og lýst stríði á hendur Íraks, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En ef á heildina er litið, vilja Íslendingar fá allt fyrir ekkert; fría ferð á kostnað samherja. Ekkert frumlegt framlag lagt fram né tilkostað. Íslendingar eru reyndar ekki þeir einu sem vilja spara, önnur Evrópuríki hafa sparað skildinginn í varnarmálum og nú er svo komið hjá flestum þessara ríkja, að eitt og sér getur einstakt ríki ekki varið sig sjálft, heldur verður það að reiða sig á sameiginlega hjálp bandalagsríkja.

Hins vegar er stefnuleysið í öryggismálum á Íslandi einstak og vekur athygli erlendis og sérstaka furðu sérfræðinga. Sænskir sérfræðingar kalla þetta varnarmálakreppu en ég ráðaleysi og ótta við að taka afstöðu. Hér reyna menn að fela umræðuna um hernaðarvarnir innan um önnur hugtök um ólíka hluti, eins og t.d. fæðuöryggi, sem koma raunverulegum varnarmálum ekkert við. Staðreyndin er sú að Ísland er veiki hlekkurinn í varnarkeðju vestrænna ríkja og hér ríkir tómarúm í landvörnum eftir brotthvarf BNA, sem erfiðlega gengur að fylla í.

Hafa verður í huga að í stjórnarskránni frá 1944 var ákvæði um herskyldu Íslendinga ef stjórnvöld kysu að koma henni síðar á. Þetta vildu menn hafa í handarjaðri þótt þá væri ljóst að Þjóðverjar væru að tapa stríðinu. Þetta var tekið út eins og ég hef áður minnst á opinberlega. Hins vegar kom ekkert bannákvæði í staðinn, bara þagað um varnarmál enda Bandaríkjaher til varnar forminu til en þeir nota landið eins og stoppistöð, koma hingað á æfingar, t.d. Norður-Víkinginn er haldinn og láta aðra bandamenn í Atlantshafsbandalaginu sjá um svokallaðar sýnilegar varnir og felast í því að flugsveitir koma hingað reglulega og stoppa við í nokkrar vikur.

Illu heilli var Varnarmálastofnun Íslands lögð niður 2010 þegar vinstri stjórn tók við stjórnvölinn og setti í forgang að leggja þessa ríkisstofnun niður. Varnarmálastofnun tók til starfa 1. júní 2008 og varð því ekki langlíf. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi 2009 samkvæmt þáverandi tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnananna við áform um stofnun innanríkisráðuneytis.

Ég skrifaði blaðagrein í Morgunblaðið um þörfina fyrir stofnun slíkrar stofnunar strax árið 2005, ári áður en bandaríkjaher yfirgaf Ísland.

 

Hér má sjá slóðina inn á blaðagrein mína: 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1046006/?item_num=3&searchid=f0c0f4257881776e3c12e3a1dbdc46041ebfb26a

 

Hér skortir því enn og aftur alla þekkingu og rannsóknir á þessu mikilvæga starfsviði íslenska ríkisins. Ég tel því ráðlegt að minnsta kosti verði hér stofnuð sérstök stofnun, sem við getum kallað ,,Öryggisrannsóknastofnun“ og sæi um rannsóknir og greiningar á sviði hernaðar- og hryðjuverkamála. Öll ríki stunda slíkar rannsóknir nema fáein örríki. Hlutverk þess væri að nokkru leyti ólíku því Björn Bjarnason sagði um leyniþjónustu hans ætti að gegna, enda viðfangsefnið að sumu leyti ólíkt. Hér væri lagt mat á hernaðarlegri ógn sem og hryðjuverkaógn, enda hafa mörkin hér að miklu leyti óskýrst. Ekki yrði rannsakað ógn af hendi glæpasamtaka eða önnur borgaraleg mál sem ætti að vera í höndum lögreglunnar. Ekki dugar að vera með hættumatsnefnd sem starfar aðeins í stuttan tíma eins og nú tíðkast.

Að lokum, svo allri sanngirni sé gætt má geta þess að Íslendingar hafa verið duglegir að munda penna og skrifa samninga og hafa þrátt fyrir allt tryggt að bandamenn komi til hjálpar ef út af bregður í öryggismálum.

Hérna má sjá varnar- og öryggissamninga Íslands við nágrannaríki síðan 2006:

 

 

 

 

 

 

 

 


Maður er nefndur Douglas A. Macgregor

Fram á sjónarsviðið hefur komið fyrrverandi ofursti, D.A. Macgregor sem hefur komið með frábærar greiningar á stríðum síðastliðna áratugi. Hann hefur skrifað fjórar bækur sem hafa haft áhrif á hvernig Bandaríkjaher stundar stríðsrekstur. 

En hann er umdeildur, því að hann lætur allt flakka og oft gegn ráðum skrifstofublækurnar í Pentagon og er það m.a. ástæðan fyrir að hann varð aldrei hershöfðingi. En hann hefur samt orðið áhrifameiri eftir herþjónustuferil sinn en þegar hann var í hernum. Kíkjum á stuttan æviferil hans og sjáum svo hvað hann hefur skrifað um stríð og pólitík. Kannski að ég skrifi fleiri en eina grein um hann ef ég tel tilefni til þess.

Douglas Abbott Macgregor (fæddur 4. janúar 1953) er ofursti og embættismaður í bandaríska hernum á eftirlaunum og rithöfundur, ráðgjafi og sjónvarpsskýrandi. Hann gegndi mikilvægu hlutverki á vígvellinum í Persaflóastríðinu og loftárásum NATO á Júgóslavíu árið 1999. Bók hans Breaking the Phalanx frá 1997 staðfesti hann sem áhrifamikinn og óhefðbundinn kenningasmið um hernaðarstefnu. Hugsun hans stuðlaði að breyttri stefnu Bandaríkjanna í innrás þeirra í Írak árið 2003.

Eftir að hann yfirgaf herinn árið 2004 varð hann virkari pólitískt. Árið 2020 lagði Donald Trump forseti til Macgregor sem sendiherra í Þýskalandi en öldungadeildin kom í veg fyrir tilnefninguna. Þann 11. nóvember 2020 tilkynnti talsmaður Pentagon að Macgregor hefði verið ráðinn sem yfirráðgjafi starfandi varnarmálaráðherra, embætti sem hann gegndi í minna en þrjá mánuði. Trump skipaði hann einnig á umdeildan hátt í stjórn West Point Academy. Hann leggur reglulega sitt af mörkum til Fox News og rússneskra ríkisfjölmiðla þar sem skoðanir hans á Rússlandi og Úkraínu hafa valdið deilum.

Kíkjum á bækur hans og umsagnir um þær. Byrjum á Breaking the Phalanx?  Hér er ritdómur um bókina:

Í bók sinni Breaking the Phalanx vekur Douglas A. Macgregor ofursti upp mikilvægar spurningar um framtíðarhlutverk landvalds í þjóðarstefnu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að beina miklu af umræðu sinni að núverandi endurskipulagningu hersveita, leggur Macgregor ofursti fram fjölmörg rök gegn því að fjármagna núverandi flotadeildir og ráðleggur gegn að fjárfesta í framtíðarvirkjunum á sjó.

"Macgregor ofursti líkir Bandaríkin nútímans við rómverska heimsveldið og heldur því fram að öryggi fyrir Bandaríkin sé ekki fólgið í sjóvaldi, heldur í framherjum í ætt við nútíma rómverska hersveitir. Hann segir að sjóherinn í dag sé afar viðkvæmur fyrir stýriflaugatækni og lofthernaði rekinn frá landi, eins og sást í orrustunni um Falklandseyjar. Macgregor ofursti setur sérstaklega fram þau rök að flugvélar á landi geti að mestu komið í stað flugmóðurskipa, sem í dag eru einfaldlega of dýr og viðkvæm til að gefa tilefni til frekari fjármögnunar. Að lokum heldur Macgregor ofursti því fram að hægt sé að skera niður fjárveitingar til hermála um 147 milljarða, þar sem 102 milljarðar koma beint frá afpöntun bæði Navys Nimitz-flokks flugmóðurskipa og FA-18EF Super Hornet áætlun þess.

Það fé sem sparast við slíkar niðurfellingar gæti þá verið fjárfest í nýrri tækni og sterkari heraflauppbyggingu á landi.  Gera rök Macgregors ofursta, eins og þau eru sett fram í Breaking the Phalanx varðandi flugflota Bandaríkjanna, bæði með tilliti til varnarleysis flota og kostnaðarhagkvæmni, réttlæta fyrirhugaða endurskipulagningu sjóhers? Við rannsóknir á þessari spurningu setur höfundur fram sögulega athugun á orrustuna við Falklandseyjar, með lexíu sem Bretar drógu, umbreytti, þar sem það var hægt, yfir í lexíu fyrir bandaríska sjóherinn í dag."

Nú hef ég ekki lesið bókina, bara bókagagnrýnina. Hann hefur rétt fyrir sér varðandi veikleika flugmóðuskipa. Eitt slíkt skip þarf mörg skip í fylgd til varnar. Það er aðgerðaskipan sem samanstendur af u.þ.b. 7.500 starfsmönnum, venjulega flugmóðurskipi, að minnsta kosti einni orrustuskipi, tundurspillasveit með að minnsta kosti tveimur tundurspillum eða freigátum  og flugsveit 65 til 70 flugvéla. Árásahópur flugmóðuflotans inniheldur einnig (stundum), kafbáta, meðfylgjandi flutningaskip og birgðaskip. 

En Bandaríkjaher er flotaveldi, sem tók við af breska flotaveldinu sem heimsflotaveldi. Með stofnun bandaríska flughersins eftir lok seinni heimsstyrjaldar, styrktist bandaríski flotinn.  Rómverski herinn var alltaf sterkastur sem landher, þótt floti Rómverjar hafi verið öflgur.  Bandaríkin verða aldrei landveldi vegna fjarlægðar frá vígvöllum erlendis.

BREAKING THE PHALANX? AN EXAMINATION OF COLONEL DOUGLAS A. MACGREGOR'S PROPOSALS REGARDING U.S. NAVAL AVIATION

Svo má ekki gleyma kafbátaflotanum sem í raun og veru tryggir kjarnorkuvopnafælingu gagnvart óvinum. Bandaríkjamenn ætti frekar að efla þann flota og þeir eru á réttri leið með stofnun geimflota sinn en átök framtíðar munu færast í meira mæli út í geim.  Nú ætla Bandaríkjamenn með NASA að stofna geimstöð á tunglinu fyrir lok þessa áratugar og það þarf að verja hana sem og gervihnetti sem og leysivopn staðsett á sporbaug um jörðina.  

Hafa verður í huga að bókin er orðin gömul og geimher Bandaríkjanna ekki enn stofnaður og ofurhraða eldflaugar ekki komnar til sögunnar.

En kenning hans um Falklandseyjarstríðið má yfirfæra yfir á stríð um Taívan (sem hann segir engar líkur sé að verði að veruleika) en kínverski flugherinn frá landi getur haldið flugmóðuskipadeildunum frá átakasvæðunum kringum eyjuna í mikilli fjarlægð. Bandaríkjaher verður því að treysta á kafbátaflota sinn sem og bandamanna sinna og hér á ég við um ástralska kafbátaflotann sem er að verða kjarnorkuknúin.

Gagnrýni á kenningu hans (sjá heimild að ofan): "Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun herafla yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og aðrar einingar á sjó yfirburði í loftrými og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og sjólyftu eignir í lofti yfirburði í lofti og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Þangað til  geimvarnarkerfi eru orðin það þróuð, sem byggir á árásir úr geimi niður á land eða sjó, sem getur veitt loftyfirburðir til varna skipa á hafi úti, eru flugmóðurskip og flugvélar þeirra, þrátt fyrir háan kostnaður, áfram mikilvægir vettvangar sjóhernaðar."

Svo voru mörg orð gagnrýnanda hans. En ég held að Macgregor sé ekki að vanmeta flugeiningar flugmóðuskipa og mat hans á getu flugmóðudeilda til árása á land sé réttmæt. Og það er rétt að flugmóðuskipahernaður er hernaður seinni heimsstyrjaldar. Yfirburðir neðansjávar (kafbátar) og í geimi (geimskip og leysivopnatækni), eru lykilatriði í sigri í stríði.

Stríðið í Úkraníu er pólitískt stríð og gefur það ekki rétta mynd af átökum stórvelda í framtíðinni.  Í stríði þar sem á að eyða herjum andstæðingssins og ekki hernám, eru skriðdrekar og landherir ekki notaður. Í Úkraníu er Pútín að reyna að breyta stjórnarfari (pólitískt stríð) í landinu og því gamaldagsaðferðir notaðar. Stríð framtíðar fara fram með drónatækni, gervigreind, vélmennum og stríðsvélar sjá um eyðinguna en mannshöndin á bakvið í öryggri fjarlægð. Bandaríkjaher mun snúa sér meira að þessari tækni, því að hann er viðkvæmur fyrir háar manntjónstölur (sem rússneski herinn virðist ekki vera, a.m.k. í sama mæli).

 


Voru kerfisbundin kosningasvindl í bandarísku forseta kosningunum 2020?

Svarið veit ég ekki en mér fannst kosningafyrirkomulagið ansi skrýtið. Alls kyns undanþágur voru leyfðar, undir formerkjum Covid faraldursins, fólk kaus í miklu mæli utan kosningastaða, margar vikur á undan og jafnvel atkvæði sem bárust eftir kosningadag voru tekin gild. 

Kosningatalninga vélarnar sem notaðar voru, hikstuðu, auðvelt er að hakka þær og myndbönd sýna starfsmenn svindla með kosningaseðlakassa. Þær eiga ekki að vera nettengdar en hægt er að gera það.

Eins og ég hef sagt áður, á sér ávallt stað kosningasvindl í bandarískum kosningum en spurningarnar eru eftirfarandi: Var svindlið nógu umfangsmikið til að breyta kosninga úrslitum og var þetta kerfisbundið á landsvísu? Svarið veit ég ekki en í meðfylgjandi slóð er athyglisverðar fullyrðingar.

Bombshell report coming after the Dominion scandal.

Þetta hefur ChatGPT að segja um málið:

"Það er mikilvægt að hafa í huga að margir dómstólar, þar á meðal Hæstiréttur, og embættismenn ríkis og sambands hafa ekki fundið neinar vísbendingar um útbreidd kjósendasvik sem hefðu breytt niðurstöðu kosninganna. Cybersecurity and Infrastructure Security Agency (CISA) og aðrir óháðir sérfræðingar hafa einnig staðfest að kosningarnar 2020 hafi verið þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna." Munum að ChatGPT er ekki hlutlaus gervigreind.

Verst var að repúblikönum var ekki leyft að véfengja kosningarnar. Það hefði getað hreinsað andrúmsloftið. Ekki er búið að afsanna að svindl hafi ekki átt sér stað. Mér finnst ólíklegt að þessar kosningar hafi verið með þeim öruggustu í sögunni í ljósi óvenjulegs kosningafyrirkomulags! 

Og þegar maður gengur á gervigreindina og eiginlega heimtar skýr svör og spyr nánar, kemur þetta svar: "Það er rétt að það voru nokkur tilvik um óreglu og ásakanir um svik í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020, en þau voru tiltölulega lítil og einangruð og höfðu ekki áhrif á heildarniðurstöðu kosninganna.

Til dæmis bárust nokkrar tilkynningar [meiri en nokkrar] um vandamál með atkvæðaseðla í pósti, svo sem að atkvæðaseðlar voru sendir til látinna einstaklinga eða voru útfylltir á rangan hátt. Þessi mál voru hins vegar ekki útbreidd og reynt var að laga þau þar sem þau komu fram.

Einnig voru nokkur dæmi um að einstaklingar reyndu að kjósa með svikum eða kusu oftar en einu sinni, en þessi atvik voru tiltölulega sjaldgæf og voru oft gripin og rannsökuð af kjörstjórnarmönnum." Hvað með þau dæmi sem þeir stóðu menn ekki að verki? Og hvað með sjálfar kosningavélarnar? Voru þær öruggar?

Vörum okkur á gervigreindinni en það virðist vera innbyggð hlutdrægni í henni vegna skoðana forritaranna. En það er rétt að ekki hefur verið sannað að víðtæk kosningasvindl hafi átt sér stað sem breyttu kosningaúrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. 

Hver er niðurstaðan? Ekki að nota kosningatalningavélar. Handtelja eigi pappír kosningaseðla og binda kosningadaga við innan við eina viku fyrir kosningardag. Fólk á að framvísa skírteini á kosningastað. Ef Indverjar með 1,4 millarða íbúafjölda geta haldið kosningar án teljandi vandamála, ættu Bandaríkjamenn að geta það líka.


Aldnir leiðtogar

Ég fjallaði í síðstu grein um þann vanda sem elliglöp eða önnur andleg veikindi getur haft mikil áhrif á pólitík.  Joe Biden er ekki sá eini í Bandaríkjunum sem ætti ekki að vera við stjórnvölinn vegna andlegra vangetu. Hér koma önnur dæmi.

Öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er gott dæmi. Hún er brautryðjandi sem hefur sett óafmáanlegt mark í opinbera þjónustu. En það hefur verið augljóst í nokkuð langan tíma að hún er í verulega andlegri og líkamlegri hnignun. Hún hefur misst af atkvæðagreiðslum í marga mánuði og getur greinilega ekki lengur sinnt starfi sínu. Hún er 89 ára og er gott dæmi um hvers vegna það gæti verið góð hugmynd að leggja andlega hæfnispróf fyrir stjórnmálamenn þegar þeir eru komnir að ákveðnum aldursmörkum.

Hér er ekki um að ræða mismunun, heldur líkt og aldraðir ökumenn er látnir þreyta stöðpróf til að að athuga hvort þeir séu hættulegir í umferðinni. Menn geta eftir sem áður ekið fram yfir 100 ára aldurinn eða verið í pólitík.

Í fyrri grein minni talaði ég sérstaklega um Joe Biden. Ef hann vinnur í nóvember næstkomandi ár verður hann 82 ára þegar hann sver embættiseiðinn og 86 ára að loknu öðru kjörtímabili. Það myndi fara fram úr elsta forseta í sögu Bandaríkjanna um níu ár.

Það er ekki vandamál í sjálfu sér, en milljónir Bandaríkjamanna horfa á Biden forseta og telja að hann sýni vitsmunalega hnignun. Hann tekur sjaldan fjölmiðlaspurningum og svörin eru ruglingsleg ef hann svarar með fleiri en einni setningu. Hann eyðir flestum helgum í sumarbústað sínum í Delaware (40% af tíma hans er hann þar). Því miður virðist hann oft ráðvilltur og ruglaður. Samt getur almenningur ekki vitað það með vissu án vitsmunalegrar prófs, sem Biden hefur annað hvort ekki tekið eða neitar að birta sem hluta af sjúkraskrám sínum.

Þessi óvissa um andlega hæfni Biden þýðir að Bandaríkjamenn verða að íhuga raunverulega hæfni varaforsetans. Kamala Harris er einn vanhæfasti kjörni embættismaður landsins. Mistök hennar í utanríkisstefnu og stjórnun landamæranna eru of mörg til að nefna - svo ekki sé minnst á orðið orðasalat sem skilgreinir óskrifuð ummæli hennar. Ekki er hún gömul.

Ef Biden verður endurkjörinn, myndi Harris hafa mestar líkur á að verða forseti á miðju kjörtímabili nokkurs varaforseta. Spurningin fyrir kjósendur árið 2024 er, í áður óþekktum mæli, hvort þeir vilji að Kamala Harris verði forseti, ekki varaforseti?

En svo eru það hinir sem eru auðljóslega ekki færir um að sinna starfinu vegna andlegra erfiðleika eða veikinda.

John Fetterman, 53 ára gamall demókrati, risi að vöxt, húðflúraður og með geithafaskegg, demókrati frá Pennsylvaníu, sem fékk næstum banvænt heilablóðfall í maí síðastliðnum og vann eitt af samkeppnishæfustu sætunum í miðkjörfundarkosningunum fyrir Öldungadeildina.

Maðurinn hefur varla getað sinn starfinu síðan, en hann var lagður í kjölfar kosningaútslitanna inn á geðdeild með krónískst þunglyndi.  Hann getur ekki skilið mælt mál né tjáð sig (í bókstaflegri merkingu) og þarf aðstoð við að skila hvað eigi sér stað í Öldungadeildinni. En þetta er ekki honum að kenna, kjósendurnir kusu hann eftir sem áður, þótt öllum ætti að vera ljóst að hann er ekki starfhæfur né verður það í náinni framtíð. Af hverju kjósendurnir eru svo óskynsamir, er erfitt að segja. Kannski fylgdust þeir ekki með réttum fjölmiðlum en flestir fjölmiðlar ytra eru á bandi demókrata. Þeir hafa því ef til vill ekki vitað hversu slæmt ástandið er á honum. Og svo eru það þessu frægu 30% sem kjósa hvað sem er, bara ef viðkomandi kemur frá réttum flokki.

Montreal Cognitive Assessment Test er mikið notað tæki til að greina vitræna hnignun. Það felur í sér frekar einfalda hluti eins og að nefna dýr, leggja á minnið og rifja upp nokkur orð og skrá orð sem byrja á sama staf.

Prófið er 30 spurninga próf sem segir til um hvort einstaklingur sýnir merki um heilabilun. Það er ekki ætlað að gera greiningu, en rannsóknir hafa sýnt að það er mjög áreiðanlegt til að spá fyrir um hvort einhver muni greinast með Alzheimerssjúkdóm eða aðra heilabilun.

Það var frægt um árið þegar Donald Trump tók þetta próf. Hann skoraði full hús stiga.

Stjórnmálamenn, líka á Íslandi, ásamt hverjum öðrum stjórnmálamanni eldri en 75 ára – sama hvaða flokki viðkomandi er í, karl eða kona –  ættu að taka prófið og birta niðurstöðurnar.  En það virðist vera regla að flestir íslenskir stjórnmálamenn hætta þegar þeir koma á eftirlaunaaldur. Það var viðtal við Jón Balvin Hannibalsson á Útvarpi sögu um daginn. Hann sagðist vera 82 ára gamall en engin eftirspurn sé eftir slíkum öldungi í stjórnmálin segir hann.  Það var ekki betur en að heyra að  hann er enn bráðskarpur og viðtalið fjörugt og skemmtilegt.

 

 


Þegar hugur forseta Bandaríkjanna er ekki starfhæfur

Það hefur gerst nokkrum sinnum í sögu Bandaríkjanna að forsetar þessa stórveldis hafi einhvern hluta vegna dottið út andlega en almenningur ekki fengið að vita af því. Hér koma þrjú dæmi um slíkt.

Woodrow Wilson var 28. forseti BNA og var í embætti frá 1913 til 1921. Veikindi Wilsons forseta voru alvarleg og langvarandi, þar sem hann fékk lamandi heilablóðfall árið 1919 sem varð til þess að hann var að hluta til lamaður og ófær um að stjórna á áhrifaríkan hátt það sem eftir lifði forsetatíðar sinnar. Kona hans stjórnaði landinu í hans stað.

Ronald Reagan forseti greindist með Alzheimerssjúkdóm, versnandi taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur áhrif á minni, hugsun og hegðun, nokkrum árum eftir að hann hætti í embætti. Á meðan hann gegndi embættinu tóku sumir áhangendur hans eftir minnisleysi hans og erfiðleikum við ákveðin verkefni, þó að ekki hafi verið mikið fjallað um það á þeim tíma. Sagt er að banatilræðið við hann hafi flýtt fyrir þessari hrörnum.  En landinu var vel stjórnar eftir sem áður það sem eftir var forsetatíðar hans.

Í tilviki Joe Biden forseta hafa áhyggjur vaknað varðandi mismæli hans, minnisleysi og ruglingslega framkomu opinberlega. Íslenskir fjölmiðlar hafa alveg skautað fram hjá auðljós hrörnunareinkenni hans, nema Útvarp saga. Hann getur ekki sagt heila setningu án textavélar og jafnvel með slíkt tæki, mismælir hann sig. Hann á í mestum erfiðleikum með að komast af sviðinu og getur jafnvel ekki svarað spurningum barna án hjálpar Hunter eða Jill Biden sem hafa það hlutverk að gæta hans.

Nú hefur Biden boðað forsetaframboð sitt fyrir 2024 sem er skelfileg tilhugsun þegar haft er í huga að góðar líkur eru á að hann klári ekki seinna kjörtímabilið, annað hvort deyi eða segi af sér embætti vegna elliglapa. Við mun taka ekki betri kostur en það en Kamala Harris sem sagði nýlega í ræðu að Bandaríkjamenn væru góðir bandamenn Norður-Kóreu! En átti við Suður-Kóreu. Hún nær að vera jafnvel enn óvinsælli en Joe Biden í skoðanakönnunum.

Það hefur gríðarlegar afleiðingar þegar leiðtogi öflugasta ríkis heims, er vanhæfur til starfa.  Við sjáum það að allt valdajafnvægi í heiminum hefur raskast og ríki sem voru gamlir bandamenn og tryggir hafa snúið sig til erkifjenda Bandaríkjanna, Kína, í staðinn.

Allt er í kalda kolum í Bandaríkjunum, há verðbólga, opin landamæri, fíkniefna faraldur, glæpa faraldur, ríkið er í verri skuldastöðu en Reykjavíkurborg og dollarinn er í hættu sem heims gjaldmiðill.

Fréttaskýrendur eru þó á því að Biden muni ekki fara fram þegar kosningabaráttan hefst af fullum krafti. En aldrei skal vanmeta heimsku kjósenda en fréttaskýrandinn Bill O´Reilly segir að um 30% kjósenda í Bandaríkjunum kjósi hvað sem er, bara lengi sem viðkomandi er frá réttum flokki. Ef hann lætur verða af þessu að fara í annað rallí, þá getum við treyst að 30% kjósenda muni kjósa hann áfram þrátt fyrir skelfilega ferliskrá líkt og kjósendur í Reykjavík kjósa Samfylkinguna í miðjum borgarrústum.

Ein af uppáhalds bíómyndum mínum er Being there með Peter Sellers.  Söguþráðurinn minnir á forsetaframboð Joe Bidens. Eftir dauða vinnuveitanda Chance, sem er söguhetjan, neyðist hann að fara út út af eina heimilinu sem hann hefur nokkurn tíma þekkt. Hann er einfaldur garðyrkjumaður sem verður ólíklegur og traustur ráðgjafi öflugs auðjöfurs og innherja í stjórnmálum í Washington. Hann talar tóma vitleysu allan tímann, enda heimskari en naut en allir sjá dulda meiningu í öllum hans orðum, sem eru bara bull. Í lok myndarinnar gæla menn við að láta hann fara í forsetaframboð.  Þannig að skáldskapurinn getur ræst en þegar ég horfði á myndina á sínum tíma fannst mér þetta vera fjarstæðukennt.

Hér er stikla úr myndinni.

Being there trailer

 

 


Var CIA á bak við fall Richards Nixons Bandaríkjaforseta?

Innbrotið í Watergate árið 1972 breytti sögu Bandaríkjanna. Var Richard Nixon arkitektinn að eigi falli eða var þetta allt hluti af djúpríkis söguþræði? Hverju nákvæmlega voru Watergate-innbrotsþjófarnir að leita að - upplýsingaöflun um Fidel Castro, mútur  eða gögn um vændiskonur? Eða voru þeir bara að garfa eftir óhreinindum há demókrötum?

Meira en 30 embættismenn Nixon-stjórnarinnar, herferðafulltrúar og gjafar sem lentu í hneykslismálinu ýmist játuðu eða voru fundnir sekir um að hafa brotið lög. Hver og einn hafði sína sögu og flestir höfðu kenningu um hvað væri í raun að gerast.

Hér eru nokkrar af stærstu og furðulegustu samsæriskenningunum, dæmi hver fyrir sig.

1. Brotlending United Airlines FLUG 553 var ekki slys

Dorothy Hunt, eiginkona fyrrverandi CIA yfirmanns og Watergate skipuleggjanda E. Howard Hunt, lést í dularfullu flugslysi í desember 1972. Rannsakendur sögðu að Dorothy - sem einnig hafði starfað fyrir CIA - hafi verið með 10.000 dollara í 100 dollara seðlum á þeim tíma. . Óvenju snögg framkoma FBI á slysstað í Chicago vakti grunsemdir. Var hún launafulltrúi CIA sem var myrt fyrir að vita of mikið? Einkarannsóknarmaðurinn Sherman Skolnick fullyrti að CIA hafi gert skemmdarverk á flugvélinni vegna þess að 12 farþegar hennar höfðu tengsl við Watergate.

Líkur á að kenningin sé sönn? Viðamikil rannsókn samgönguöryggisráðs leiddi í ljós að mistök flugmanns voru orsökin. En…

2. Það hafi verið samsæri djúpríkisins og meginfjölmiðla um að fella Nixon

Geoff Shepard, fyrrverandi lögmaður Nixons, skrifaði upp „reykur úr byssu“ segulbandið í sporöskju skrifstofu Hvíta hússsin þar sem forsetinn og þáverandi starfsmannastjóri hans, Bob Haldeman, ræða um að CIA hafi afskipti af rannsókn FBI. Shepard heldur því fram í bók sinni, The Nixon Conspiracy, að spólan - tekin upp 23. júní 1972 - sanni í raun  að Nixons kom fram í góðri trú. Hið raunverulega Watergate-samsæri, að mati Shepard, er spillt djúpríkis – með meginfjölmiðla og demókrata í bandalagi sem ranglega felldi forseta repúblikana.

Líkur á að kenningin sé sönn? Shepard leggur fram sannfærandi mál en það er mótað og séð í gegnum linsu lögfræðings Nixon Hvíta hússins.

3. Martha Mitchell "mannránið" tengist Watergate

Martha Mitchell var slúðurkona John Mitchell dómsmálaráðherra, þekktur sem „munnurinn sem öskraði“. Hún afhjúpaði tengsl Nixon-stjórnarinnar við Watergate sem virðist hafa leitt til þess að stjórnvöld gerðu samsæri gegn henni og mála hana sem konu með ranghugmyndir. Á meðan Martha var að hringja í blaðamann árið 1972, sagði fyrrum FBI umboðsmaðurinn Stephen King að hafa rifið símann úr veggnum, byrlað henni eiturlyf og haldið Mörtu fanginni á hótelherbergi sínu í Kaliforníu. Newsweek endurtók kenninguna um mannránið árið 2017, en King heldur því fram að „mikið, ef ekki flest allar“ staðreyndir sem greint er frá í frétt Newsweek séu rangar. Gerði ríkisstjórnin samsæri gegn Mörtu, eða var hún að ýkja?

Líkurnar á að kenningin sé sönn: King tilgreindi ekki hvaða ásakanir væru sannar eða rangar, og skildi dyrnar eftir fyrir vangaveltur.

4. Guðum hafnarboltans er um að kenna

Watergate-samsærin eru allt frá dauðans alvara til beinlínis furðulegra niðurstaðna. Einn af bloggurum Bleacher Report heldur því fram að „gyðjur hafnaboltans“ hafi komið Watergate-hneykslinu á Nixon sem refsingu fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að halda hafnaboltaliði öldungadeildaþingmanna í Washington ríki (þeir endurnefnduirTexas Rangers árið 1972).

Líkur á að kenningin sé sönn? Núll. Úr leik.

5. Watergate innbrotið tengt við vændis hring CIA

Enginn - þar á meðal innbrotsþjófarnir - hefur útskýrt á fullnægjandi hátt hvers vegna þeir voru í Watergate samstæðunni í júní 1972. Í bók Jim Hougan Secret Agenda (1984) er því haldið framað „pípulagningarmenn“ Hvíta hússins hafi verið að leita að njósna gögnum tengdum vændishring sem CIA rak. Hougan telur einnig að einn innbrotsþjófanna hafi leynilega unnið fyrir CIA og framið skemmdarverk á innbrotinu til að vernda stofnunina.

Líkur á að kenningin sé sönn? Eins og bókagagnrýninn Kirkus orðar það: „Það eru hjól innan hjóla innan hjóla og eins og Hougan viðurkennir, fullt af getgátum; að minnsta kosti er þetta heillandi röð af þrautum.“

6. Innbrotið pantað til að koma höggi á Dean vegna unnustu hans

Gordon Liddy hélt því fram að sá sem skipulagði innbrotið vildi vita hvort demókratar ættu myndir sem myndu sletta skít á John Dean, lögfræðing Hvíta hússins hjá Nixon. Nánar tiltekið sagði Liddy að innbrotsþjófar væru að leita að afhjúpandi myndum af þáverandi unnustu Dean, sem þeir töldu að væru læstar inni á skrifborði ritarans Ida „Maxie“ Wells, ásamt myndum af meintum vændiskonum.

Líkur á að kenningin sé sönn? Kenning Liddy er byggð á bókum um Watergate, ekki fyrstu hendi upplýsingar, og Dean hefur vísað þeirri hugmynd á bug sem fáránlegri. Merkilegt þó að enginn hafi útskýrt nægilega hvers vegna lykill að skrifborði Wells var límdur við gula, spíralbundna minnisbók í vasa Watergate innbrotsþjófs. Maxie Wells stefndi Liddy fyrir ærumeiðingar og hélt því fram að hún hefði ekkert með vændishring að gera, en rannsókn alríkisdómnefnd stöðvaðist og máli hennar var vísað frá.

7. Enn er ekki búið að bera kennsl á alvöru „DEEP THROAT“

Þegar Bob Woodward (Robert Redford) hitti 'Deep Throat' í All the President's Men töluðu þeir einn á móti einum. FBI númer 2, Mark Felt, viðurkenndi að lokum að vera hinn raunverulegi „Deep Throat“ en hvað ef Felt væri bara minniháttar leikmaður? Hvað ef Deep Throat væri í raun Alexander Haig starfsmannastjóri Nixon? (Lögfræðingur Hvíta hússins, John Dean, hélt það vissulega.) Eða hvað ef Deep Throat væri samsett úr heimildum þar á meðal blaðamanninum Diane Sawyer; starfandi FBI forstjóri Patrick Gray; og John Sears, aðstoðarráðgjafi Nixons? Hvað ef hugmyndin um eina alvitra Deep Throat væri goðsögn?

Líkur á að kenningin sé sönn? Woodward og Carl Bernstein sögðu þetta sem svar við opinberun Felt.

„W. Mark Felt var „Deep Throat“ og hjálpaði okkur ómælt í umfjöllun okkar um Watergate,“ sögðu þeir í yfirlýsingu. „Hins vegar, eins og heimildir sýna, aðstoðuðu margir aðrir heimildarmenn og embættismenn okkur og aðra fréttamenn við þær hundruðum sögur sem voru skrifaðar í The Washington Post um Watergate.

8. Yfirmaður Federal Reserv var á höttunum á eftir Nixon

Ofsóknaræði Nixons var goðsagnakennd en - jafnvel á hans eigin mælikvarða - tók Nixon hlutina á nýtt stig með samsæriskenningu sinni um að persónulegur skipaður seðlabankastjóri Nixons, Arthur F. Burns, og vinnumálastofnunin væru til í að ná í hann. Nixon var reiður vegna fréttaflutnings 2. júlí 1971.

Svo virðist sem Vinnumálastofnunin hafi tilkynnt um lækkun atvinnuleysis en varað við því að það gæti verið afleiðing af „tölfræðilegri einkenni“. Nixon fyrirskipaði tafarlausa rannsókn til að komast að því hver bæri ábyrgð: „Það verður að reka hann.

Líkur á að kenningin sé sönn? Þetta var tölfræðileg furðuganga og það virtist ekkert efnahagslegt samsæri gegn Nixon.

9. CIA heilinn á bakvið innbrotið til að fella Nixon?

Gerði CIA samsæri um að koma Nixon frá völdum vegna þess að hann krafðist þess ítrekað að stofnunin afhenti skrár um JFK morðið og Svínaflóa? Samsæriskenningin byrjaði að hringsnúast um stofnunina og aðrar ríkisdeildir um það leyti sem Nixon stofnaði nefndina til að endurkjósa forsetann (CREEP), að sögn David Greenberg, höfundar Republic of Spin. Greenberg heldur því fram að Nixon hafi sjálfur tekið CIA sem höfuðpaur innbrotsins. En er það staðreynd eða skáldskapur?

Líkur á að kenningin sé sönn? Í lokaskýrslu öldungadeildarnefndar frá júní 1974 voru vangaveltur, ófullnægjandi, um hlutverk CIA. „Pípulagningamaður“ Hvíta hússins, Eugenio Martinez, sagði að innbrotsþjófarnir í Watergate væru með lykla, þannig að það væri engin þörf fyrir fyrrverandi CIA yfirmann og innbrotsþjóf, James McCord, að skilja eftir límbandi á hurðalása og gera öryggisverði viðvart um að brotist væri inn. Svo var CIA að reyna að fella Nixon? Þá gæti stofnunin hafa verið þægileg blóraböggull fyrir Nixon til að hylma yfir eigin mistök.

10.  Tucker Carlson kenningin

Hér kemur umfjöllun hans um málið í Tucker Carlsson Tonight:

"Svo, ef þú vilt skilja, ef þú vilt virkilega skilja hvernig bandarísk stjórnvöld vinna í raun og veru á hæstu stigum, og ef þú vilt vita hvers vegna þeir kenna ekki sögu lengur, þá ættirðu að vita að vinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna var Richard Nixon. Já, Richard Nixon. Samt einhvern veginn, án þess að eitt einasta atkvæði hafi verið greitt af einum bandarískum kjósanda, var Richard Nixon rekinn úr embætti og eini ókjörni forsetinn í sögu Bandaríkjanna settur í hans stað. Svo við fórum frá vinsælasta forsetanum til forseta sem enginn kaus. Bíddu við, þú gætir spurt, hvers vegna vissi ég það ekki? Var Richard Nixon ekki glæpamaður?

Var hann ekki fyrirlitinn af öllu almennilegu fólki? Nei, það var hann ekki. Reyndar, ef einhver forseti gæti haldið því fram að hann væri val fólksins, þá var það Richard Nixon. Richard Nixon var endurkjörinn árið 1972 með mesta mun atkvæða sem mælst hefur fyrr eða síðar. Nixon fékk 17 milljónum fleiri atkvæða en andstæðingur hans. Innan við tveimur árum síðar var hann farinn. Hann var neyddur til að segja af sér og í hans stað tók hlýðinn þjónn alríkisstofnana að nafni Gerald Ford yfir Hvíta húsið.

Hvernig gerðist það? Jæja, þetta er löng saga, en hér eru hápunktarnir og þeir segja þér mikið. Richard Nixon telur að öfl innan alríkisskrifræðisins hafi unnið að því að grafa undan bandarísku stjórnkerfi og hafi gert það lengi. Hann sagði það oft. Það var alveg rétt hjá honum.

Þann 23. júní 1972 hitti Nixon þáverandi forstjóra CIA, Richard Helms, í Hvíta húsinu. Í samtalinu, sem sem betur fer var tekið upp á segulband, lagði Nixon til að hann vissi "hver skaut John", sem þýðir John F. Kennedy forseti. Nixon gaf ennfremur í skyn að CIA hefði tekið beinan þátt í morðinu á Kennedy, sem við vitum nú að var. Talandi um svar Helms? Alger þögn, en fyrir Nixon skipti það engu máli því þetta var þegar búið spil fyrir hann. Fjórum dögum áður, 19. júní, hafði The Washington Post birt fyrstu frétt af mörgum um innbrot í Watergate skrifstofubygginguna.

Án þess að Nixon vissi það og The Washington Post hafði ekki greint frá, unnu fjórir af fimm innbrotsþjófum fyrir CIA. Fyrsta af mörgum óheiðarlegum Watergate sögum var skrifuð af 29 ára blaðamanni sem heitir Bob Woodward. Hver var Bob Woodward eiginlega? Jæja, hann var ekki blaðamaður. Bob Woodward hafði engan bakgrunn í fréttabransanum. Í staðinn kom Bob Woodward beint frá flokkuðum svæðum alríkisstjórnarinnar. Skömmu fyrir Watergate var Woodward sjóliðsforingi í Pentagon.

Hann var með leyndarmál á bakinu. Hann starfaði reglulega með leyniþjónustum. Stundum var Woodward jafnvel sendur í Hvíta húsið í stjórnartíð Nixons, þar sem hann hafði samskipti við helstu aðstoðarmenn Richard Nixon. Fljótlega eftir að hann fór frá sjóhernum, af ástæðum sem aldrei hafa verið skýrar, var Woodward ráðinn af öflugasta fréttamiðlinum í Washington og úthlutað stærstu frétt landsins. Bara til að gera það kristaltært hvað var í raun og veru að gerast var aðalheimild Woodwards fyrir Watergate-þáttaröðina hans, sjálfur aðstoðarforstjóri FBI, Mark Felt, og Mark Felt stýrði - og við erum ekki að búa þetta til - COINTELPRO áætlun FBI, sem var Alríkisstofnanirnar vildu eyðileggja - fólk eins og Richard Nixon, sem ætlað er að ófrægja pólitíska aðila í leyni. Og á sama tíma unnu þessar sömu stofnanir einnig að því að taka niður kjörinn varaforseta Nixons, Spiro Agnew. Haustið 1973 var Agnew ákærð fyrir skattsvik og neydd til að segja af sér. Í stað hans kom litlaus þingmaður frá Grand Rapids að nafni Gerald Ford.

Hver var hæfni Ford fyrir starfið? Jæja, hann hafði setið í Warren-nefndinni, sem fríaði CIA ábyrgð á morðinu á Kennedy forseta. Nixon var neyddur til að samþykkja Gerald Ford af demókrötum á þinginu. „Við gáfum Nixon ekkert val annað en Ford,“ montaði forseti þingsins, Carl Albert sigurhrósandi löngu síðar. Átta mánuðum síðar var Gerald Ford hjá Warren-nefndinni orðinn forseti Bandaríkjanna. Sjáðu hvernig það virkar? Þannig að þetta eru staðreyndir, ekki vangaveltur. Allt þetta gerðist í raun og veru. Ekkert af því er leyndarmál. Flest af því er reyndar á Wikipedia, en engin almenn fréttastofa hefur nokkru sinni sagt þá sögu. Það er svo augljóst, en það er viljandi hunsað og þar af leiðandi er varanlegt [djúpríki] Washington áfram í forsvari fyrir stjórnmálakerfi okkar.
 

Ókjörnir lífstíðarmenn í alríkisstofnunum taka stærstu ákvarðanir fyrir bandarísk stjórnvöld og mylja hvern þann sem reynir að hemja þá og í því ferli verður lýðræði okkar að gríni.

Nú hefur þú kannski tekið eftir því að sá allra fyrsti í Trump - stjórninni sem stofnanirnar sóttu eftir var Michael Flynn hershöfðingi. Af hverju Flynn? Vegna þess að Mike Flynn var  leyniþjónustu fulltrúi sem hafði umsjón með leyniþjónustunni. Með öðrum orðum, Mike Flynn vissi nákvæmlega hvernig kerfið virkaði og þar af leiðandi var hann fær um að berjast á móti. Fjórum dögum eftir embættistöku Donalds Trumps lokkaði FBI Mike Flynn á fund án lögfræðings síns, bjó til röð falsaðra glæpa og neyddi hann til að segja af sér.

Svo, þannig er það hvernig hlutirnir virka í Washington. Hættum að ljúga um það. Joe Biden tísti á meðan eins og hýena þegar dómsmálaráðuneytið eyðilagði Mike Flynn. Þannig að það er, við verðum að segja, ákveðið öfugt réttlæti að horfa á eitthvað mjög svipað gerast fyrir sjálfan Joe Biden sex árum síðar. Joe Biden á ekki samúð okkar skilið. Það er verið að fella hann, en ekki gráta hann, og samt eigum við hin skilið betra kerfi, raunverulegt lýðræði. Þegar fólk sem enginn kaus stjórna öllu þá býrðu ekki í frjálsu landi."

Heimildir:

Tucker Carlson segir að djúpríkið hafi verið á bakvið málið

Watergates' Wildest Conspiracy Theories (spyscape.com)

P.S. Nixon hefði átt að taka slaginn við kerfið og hætta á að fara fyrir dómstól. Þetta er helsti munurinn á honum og Trump sem hefur staðið hvern storminn á fætur öðrum af sér, þ.á.m. tvær embætttisafglapa ákærður.  En hann gerði afdrifarík mistök, hann var með leynilegar upptökur í sporöskju skrifstofu sinni og þannig var hægt að hanka hann.

Það er hins vegar ekkert í stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bannar að hægt sé að stjórna landinu úr fangelsi! Nixon hefði aldrei hvort sem er farið í fangelsi.


Kjarnorku kafbátar í íslenskri lögsögu

Nú hafa íslensk stjórnvöld leyft umskiptun áhafna og byrgjun matvæla fyrir bandarískra kafabáta á Íslandi. Ekkert sem kemur í veg fyrir að kjarnorkuknúnu kafbátarnir séu útbúnir kjarnorkuvopn.

Eru menn búnir að gleyma umræðunni og deilunum hvort að NATÓ-stöðin á Keflavíkurflugvelli hefði kjarnorkuvopn og hvort flugvélar staðsettar þar bæru kjarnorkuvopn? 

Nú man ég eftir frásögn sovésk kafbátaforingja sem sagðist hafa dólað við Íslandsstrendur og hlustað á íslenskt útvarp en kafbátur hans innihélt kjarnorkusprengjur.

Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að kafbátar sigli inn í íslenska lögsögu sem innihalda kjarnorkusprengjur. Í raun eru íslensk stjórnvöld að viðurkenna veruleikann eins og hann er.

Íslensk stjórnvöld banna kafbátarnir beri kjarnorkuvopn en þeir verða eftir sem áður kjarnorkuknúnir! Skiptir engu hvort kafbáturinn sigli í höfn eða skipt er um áhöfn og vistir á hafi úti. Skaðinn verður jafn mikill.

Helsta hættan sem fylgir þessu er að kafbátur sem kemur hingað, lendi í óhappi og kjarnorkan um borð valdi mengunarslysi. Líkurnar eru kannski ekki miklar en eru einhverjar sbr Kursk kafbátaslysið. Athugið að kjarnorkuofnar um borð eru agnarsmárir. 

En hvernig verður framkvæmdin? Einhver bátur sem siglir út og skiptir um áhöfn og vistir? Og þetta verði út við Reykjanesskaga? 

 

 

 


Er EES samningurinn um sjálfkrafa upptöku EFTA - ríkja á reglugerðum ESB?

Kíkjum á fyrstu grein EES samningsins:

"1. gr.

1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.

2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:

a) frjálsa vöruflutninga;

b) frjálsa fólksflutninga;

c) frjálsa þjónustustarfsemi;

d) frjálsa fjármagnsflutninga;

e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig

f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála."

Hér segir hvergi að við eigum að vera móttökustöð reglugerða frá ESB, heldur er þetta viðskiptasamningur. Það er nokkuð skondið að EFTA - þjóðirnar þurfi að taka upp reglugerðir "viðskiptaaðila" þeirra, sem eru önnur alþjóðasamtök, þegar þær eru ekki einu sinni í samtökunum.

Ég hef ekki orðið var við að ESB þurfi að taka upp reglugerðir EFTA - ríkja, eða hefur það farið fram hjá mér? Athugið að reglugerð eru reglur um framkvæmd á lögum!

ESB hefur tekið gífurlegum breytingum  síðan 1992 þegar EES - samningurinn var tekinn í gildi, án samþykki íslensku þjóðarinnar en engin endurskoðun hefur átt sér stað síðan þá.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi Íslandi lokaviðvörun 2020 ef ég man rétt, vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til meðferðar sl. 8 ár. Þar er krafist að lög og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum í íslensku réttarfari og hér er ég að tala um bókun 35.

Þetta getur ekki verið annað en brot á stjórnarskrá Íslands því að lagasetningavaldið er í höndum Alþingis Íslendinga. Hvergi stendur í stjórnarskránni að það sé heimilt fyrir Alþingi að framvísa eða afsala þetta vald í hendur yfirþjóðlegs valds.

Sama gildir um EES - samninginn, upptaka reglugerða eða laga erlendra aðila í gegnum viðskiptasamning getur ekki verið löglegt eða samkvæmt stjórnarskránni. Erum við t.a.m. að taka upp reglugerðir sem koma viðskiptum ekkert við?

Tökum dæmi, við gerum viðskiptasamning við viðskiptabandalag Norður-Ameríku (USMCA) en í honum felst að við þurfum að taka upp reglugerðir sem bandalagið setur einhliða. Er það löglegt? Myndi ekki einhver kvarta? Af hverju þá ekki vegna lagasetningavalds ESB?

Svo er það stóra spuringin: geta 63 manneskjur ákveðið fyrir hönd heillar þjóðar skuldbindingu og afsali lagasetningavalds landsins til yfirþjóðlegs valds? Það vantar sárlega ákvæði í stjórnarskánna um þjóðaratkvæðisgreiðslur fyrir meiriháttar mál. Það er of þungt að þurfa að safna undirskriftum og skjóta málinu fyrir forseta Íslands til að knýja fram þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það er mjög auðvelt að kjósa í dag með rafrænum skilríkjum eða bara gömlu góðu aðferðina að fara á kjörstað (binda það t.d. við sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar).

Íslendingar voru miklir lögspekingar á tímum þjóðveldisins. Hefur þeim fatast flugið síðan þá og samþykkt lagasetningar sem standast ekki röksemdafærslur rökfræðinnar? 


Líkur á Asíustyrjöld eru miklar

Heimsmálin eru í kalda kola um þessar mundir. Efnahagsástandið í stærsta hagkerfi heims, í Bandaríkjunum, er slæmt og það sem verra er, landinu er stjórnað samkvæmt ný-marxískri hugmyndafræði undir stjórnleysi Joe Biden.  Síðasta sem fréttist af honum er að hann er á heimleið, en fer strax á ströndina í Delaware.

Maðurinn dvali í fimm daga á Írlandi án sýnilega ástæðu og neitaði að halda blaðamannafund. Hann treysti sig til að taka spurningu frá börnum og þegar eitt þeirra spurði: "What is the key to success", fór hann að tala um hvernig eigi að berjast við Covid!!! Eiginkona hans, Jill Biden, er ekki með í för en hinn spillti sonur hans, Hunter, er með til að standa við hlið pabba og leiðbeina honum í gegnum daginn, svo hann ráfi ekki í burtu eins og hætt er á með heilabilaða einstaklinga.

Allir eru að búa sig undir stríð í Asíu og þjóðir heims eru að veðja á sigurvegarann, sem virðist vera Kína, ekki Bandaríkin.

Seinastur til að lúta Xi er Macron sem fullvissaði hann um að Frakkar hefðu lítinn áhuga á að blandast í stríð um Taíwan. Er Macron að tala fyrir hönd Evrópusambandsins? Kína virðist vera leiðandi á heimsviðinu, stillir til friðar á milli erkifjendurna Íran og Sádi-Arabíu, ótrúlegt! Sem ég túlka sem vopnahlé en ekki frið milli þessara stórvelda í Miðausturlöndum. Næsti friðarsamningur sem Kína mun hafa milligöngu fyrir er í Sýrlandi. Xi er mjög upptekinn við að  taka á móti erlendum leiðtogum þessa dagana.

Bandaríkjamenn virðast eiga fáa vini í dag. Brasilía, Suður-Afríka og fleiri ríki í BRICS vilja losa sig við Bandaríkjadollara sem heimsmynt. Ef það gerist, hrynur efnahagskerfi Bandaríkjanna á innan við eitt ár. Kreppan yrði verri en sú sem var á þriðja ártug 20. aldar segja sérfræðingar.

* Skýring: BRIC er skammstöfun sem stendur fyrir Brasilíu, Rússland, Indland og Kína. Þetta eru fjögur lönd sem voru flokkuð saman árið 2001 af hagfræðinginum Goldman Sachs sem eiga möguleika á að verða leiðandi hagkerfi heimsins á 21. öldinni vegna fjölda fólks, örs hagvaxtar og vaxandi millistéttar. Hugtakið hefur síðan verið mikið notað til að vísa til þessara landa sem hóps, sérstaklega í umræðum um alþjóðlega efnahagsþróun og breytt valdahlutfall í heiminum. Árið 2010 bættist Suður-Afríka í hópinn og hann varð þekktur sem BRICS.

Ástandið virkar frekar slæmt fyrir Bandaríkjamenn  en þeir eiga vini eftir sem áður. Breski bolabíturinn eltir húsbónda sinn til heljar ef þess gerist þörf (þrátt fyrir að Joe Biden gerir sér far um að móðga Breta sem mest hann má í Írlandsferð sinni (hann er Íri að uppruna), t.a.m. með því að boðun um að mæta ekki í krýningu Karl III en getur samt verið í fjölskyldufríi á Írlandi í 5 daga).

Engilsaxnesku þjóðirnar haldast að, þannig að Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland ásamt Bretlandi eru staðfastir fylgjendur BNA. Svo á við NATÓ-ríkin almennt (Frakkland?). 

Í Asíu, eru Það Ástralía, Filipseyjar, Suður-Kórea, Japan, kannski Víetnam, sem munu fylgja Bandaríkin í stríð við Kína um Taíwan. Af hverju? Af því að Bandaríkin eru fjarlægt heimsveldi sem hyggur ekki á landvinningum en Kína er í bakgarðinum og engar þessara þjóða þora að lenda undir hæl Kína (gætu lent í hersetuástandi sem gæti varið í aldir eða verið innlimað eins og Tíbet).

Kínverjar hafa hirt fyrrum bandamenn BNA til sín og kjarnorkuveldið Pakistan er meðal þeirra en einnig kjarnorkuveldið Norður-Kórea. Þá er það spurningin um Indland. Hvar stendur það í komandi Asíustyrjöld? Indland er í nánu sambandi við BNA og á í landamæradeilu við Kína. Nægir það til að Indland fylki sér á bakvið BNA? Sagan segir að Indland kjósi hlutleysi umfram stríð. En þetta er allt í óvissu.

Ef Kína kýs að taka Taívan með hervaldi, guð forði okkur frá því, þá eru líkurnar á álfustríði gríðarlegar, jafnvel heimsstyrjöld. Sérfræðingar segja að helsta tækifæri til þess er fyrir lok forsetatíðar Joe Bidens og þá fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 2024. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

Í fyrsta lagi hefur stjórn Joe Biden misst allt úr höndum sér í virðingu og áhrifum á alþjóðavettvangi síðast liðinn tvö ár undir stjórnleysi Bidens. Allar líkur eru á að ef til stríðs kemur, skilji Joe Biden ekki að það sé stríð sem er brostið er á, vegna heilabilunnar. Viðbrögð stjórnar hans munu einkennast af fálmi í fyrstu og það gæti verið gæfumunurinn á sigri Kínverja í stríði um Taívan.

Í öðru lagi eru Bandaríkin upptekin i milligöngu stríði sínu í Úkraníu og hafa eytt 194 milljarða Bandaríkjadollara í stríðið, sem er gríðarleg upphæð og tæmt vopnabúrin sín af hágæða vopnum. Stríðið gengur illa fyrir Úkraníumenn en báðir stríðsaðilar hafa blætt út, líka Rússar. Ég tel því engar líkur á að Pútín ráðist á NATÓ eins og stríðsæsingamenn telja.

Í þriðja lagi hefur kínverski flotinn aldrei verið eins öflugur og hann er í dag, hann er jafnvel stærri en sá bandaríski.

Í fjórða lagi benda "stríðsleikja æfingar" Bandaríkjahers til þess að hann eigi í miklum erfiðleikum við að verja Taívan og hann jafnvel tapi stríðinu. Stríð eru ófyrirsjáanleg og ef kjarnorkuvopnum yrðu beitt í þessum átökum, er hætt á þriðju heimsstyrjöld.

DC group's wargame predicts how China vs US war would end

America predicts war with China in 2025

Xi Jinping's 48-hour plan to invade Taiwan: 'China's military is expanding' | Defence in Depth

Ef Kína tekur Taívan, mun leiðin út á Kyrrahafið opnast (eyjahring fangelsi þeirra þar með opnað) og tel ég þetta vera meiri ástæðan til innrásar en sært stolt Kína vegna landamissa síðastliðna tveggja alda.

En verður stríð? Vonandi ekki, allir tapa á því, bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn. Efnahagur Kína yrði fyrir miklu barði og helsti viðskiptavinur þeirra, BNA, myndu hætta verslun við það.

En valdajafnvægið er raskað, vegna stjórnleysi ríkisstjórnar Joe Biden. Friður með styrk er máttugri leið en friðum með veikleika. Hér skiptir máli hver er við stjórnvölinn í Hvíta húsinu.

 

 

 


Donald Trump og atlagan að lýðræðinu í Bandaríkjunum

Nú ríkir eflaust Þórðargleði hjá mörgum andstæðingum Donalds Trumps á Íslandi. Nú á að draga karlinn fyrir dóm í New York á hæpnum forsendum. Frá því að Donald Trump bauð sig fram til forsetaembættis fyrir sjö árum hefur hann staðið undir standslausum árásum andstæðinga sinna. Fyrst er hann bauð sig fram, var hlegið að honum og hann kallaður trúður. Svo þegar utangarðsmaðurinn vann alla kerfiskarlanna í Repúblikannaflokkum og varð forsetaefni flokksins, runnu tvær grímur á andstæðinga hans úr báðum flokkum. Hann var búinn að sanna sig sem hættulegur andstæðingur.

Samsæri voru þegar myndum gegn honum og heitið var að taka hann niður með öllum tiltækum aðferðum. Það hefur gengið eftir. Andstæðingarnir sóru strax og áður en hann var svarinn inn í embættið að taka hann og fylgjendur hans niður. Það óheyrða gerðist var að njósnað var um um forsetaframboðið frá kosningaúrslitum þar til hann tók við valdataumum í janúarmánuði en þetta er þriggja mánaða tímabil fyrir forsetaskipti og er í raun valda tómarúm.

Lögð var gildra fyrir fyrrum hershöfðingjann Michael Flynn, sem 24. þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trumps og var hann aðeins 22 daga í embætti. Í desember 2017 gerði Flynn formlegan samning við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, um að játa sekt um að hafa „af ásetningi og vitandi vits“ gefið rangar yfirlýsingar til FBI um samskipti Kislyak, og samþykkti að vinna með rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta var aðeins hægt vegna þess að spilttir stjórnendur FBI hafði njósnað um framboð Donalds Trumps.

Til að fara yfir langa sögu í stuttu máli, ætla ég að stikla á stóru, enda á greinin að fjalla um stöðu Bandaríkjanna og eftir forsetatíð Trumps. Ekki er hægt að aðskilja stöðu ríkjasambandsins í dag frá því vegna þess að pólitíkin gjörbreyttist við embættistöku Joe Bidens. Við tók tveggja ára óstjórn landsins.

Mueller-rannsóknin

Donald Trump og fólk hans var ákært fyrir samstarf við Rússa. Niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar voru birtar árið 2019. Í lokaúrskurði sinni taldi Mueller að það væri ekki nægur sönnun fyrir því að Trump-stjórnin hefði samið við Rússland og að ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir að rannsókninni yrði hætt. Ekkert saknæm hafði fundist og síðar kom í ljós framboð Hillary Clinton hafi í raun staðið fyrir samstarfi við Rússa til að koma höggi á Donald Trump.

Á meðan Donald Trump var í embætti forseta Bandaríkjanna,  kom fram ágreiningur og umræður um mögulegt embættisbrot hans. Þessi umræða var óvenjulega mikil og það var oft lýst sem einstökum tíma í sögu Bandaríkjanna þegar það kom að mögulegum brotum forseta.

Möguleg embættisbrot Donalds Trumps sem hafa verið rædd:

  • Mögulegt brot á lögum varðandi samstarf við útlönd og aðstoð við aðhrifavaldaraðgerðir í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Þetta var rannsakað í Mueller-rannsókninni, en þar var ekki ákvörðun tekin um hvort slíkt brot hafi átt sér stað. Í raun var Trump sýknaður.

  • Mögulegt brot á lögum varðandi valdarfjármála, sem tengist Trumps persónulegum greiðslum til konunnar Stormy Daniels og aðrar konur sem áttu samband við hann. Trump hefur neitað því að þetta hafi verið ólöglegt. Þetta mál er enn í gangi.

  • Mögulegt brot á lögum varðandi spillingu í embætti, þar sem Trump var kærður vegna þess að hann hafi notað opinbera embætti sitt til að efla eigin viðskiptaaðstöðu. Þetta var m.a. rætt í tengslum við fjármögnun Trumps fyrir fjölskyldufyrirtækið sitt, sem var sagt að hefði átt við umtalsverða spillingu.

Svo það fáheyrða í sögu Bandaríkjana að sitjandi forseti er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot (e. impechment). Annars vegar fyrir fyrir símtal við forseta Úkraníu (sem hann sannaði að var bara saklaust símtal með að birta samtalið) og hins vegar fyrir 6. janúar uppþotið (þar sem hann kvatti stuðningsmenn sína til að koma saman og mótmæla friðsamlega).

Hins vegar var hann aldrei dæmdur formlega sekur í neinu af þessum brotum. En Stormy Daniel málið er enn eftir.

Sem forseti var árangur hans frábær. Atvinnulífið blómstraði undir hans stjórn, skatta- og efnahagsmál styrkt og stóð það í miklum blóma þar til Covid faraldurinn skall á og umbreytti öllu. Margir segja að Trump væri enn forseti ef til faraldursins hefði ekki komið.

USMCA samningurinn var stór sigur fyrir Bandaríkin

Viðskipta samningurinn milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada (eða USMCA, sem stendur fyrir United States-Mexico-Canada Agreement) var undirritaður í nóvember 2018 á meðan Donald Trump var forseti Bandaríkjanna. Samningurinn skiptir máli, þar sem hann fylgir uppá stórviðburði í viðskiptum milli landanna, North American Free Trade Agreement (NAFTA), sem var í gildi í yfir 25 ár áður en hann var endurnefndur.

Landamæravandamálið leyst

Á tímum forsetatíðar Donald Trumps höfðu landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna verið mikið deilumál í stjórnmálum. Trump lagði áherslu á að byggja vegg á landamærunni til að koma í veg fyrir komu ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó og öðrum löndum. Hann hafði lýst yfir að Mexíkó myndi borga fyrir framkvæmdirnar, sem vakti mikla gagnrýni í báðum löndum.

Í janúar 2017, í upphafi forsetatíðar Trumps, undirritaði hann skipun sem krafðist aðgerða til að auka öryggi á landamærunni og stefna að endurskoðun þeirra löggjafarsamninga sem tengdir voru við innflytjendur. Hann boðaði einnig til að byggja vegg á landamærunni og mætti því mikið mótmæli frá mexíkóskum stjórnmálaflokki.

Eftir að Trump og mexíkóskur forseti, Enrique Peña Nieto, hittust árið 2018 á samningaviðræðum um viðskipta samning (sem síðar varð USMCA), þá hófst átök á milli þessara tveggja ríkja vegna veggjarins á landamærunni. Trump dró úr fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna fyrir að byggja vegginn og stofnaði sérstaka stofnun sem gæti gert ráð fyrir meira en $8 milljarða til að byggja hann án samþykkis þings. Byggður var um 500 km langur veggur. Aldrei höfðu eins fáir ólöglegir innflytjendur (þeir sem sóttu ekki um hæli á landamærastöðvum) farið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og í forsetatíð hans. Nú, undir stjórn Joe Bidens, eru landamærin galopin og milljónir ólöglegra innflytjenda streyma óáreittir yfir landamærin, sem og glæpamenn, hryðjuverkamenn og eiturlyf (um 100 þúsund manns deyja árlega vegna þess).

Árangurinn í öðrum utanríkismálum var einnig mikill

Friðarsamkomulagið Abraham (Abraham Accords) er samkomulag sem var undirritað milli Ísraels, Sameinuðu arabísku furstadæmana (SAF) og Bahréin á haustinu 2020 í Hvíta húsinu í Washington D.C. Samkomulagið felur í sér styrktar stjórnmálaleg, efnahagsleg og menningarleg tengsl milli Ísraels og átta SAF-ríkja sem höfðu áður aðstoðað Palestínumenn og studd stofnun Palestínu ríkis.

Samkomulagið er kennt við Jared Kushner, fyrrverandi ráðherra og tengslamaður forseta Donald Trump við Mið-Austurlöndin, sem var einn af höfuð mönnum í að ná samkomulaginu á vegum Bandaríkjanna. Friðarsamkomulagið var nefnt eftir Páli Abraham í gyðinga- og íslamstrú og er talið vera mikilvægt skref í átt til friðar á svæðinu.

Og sögulegt var þegar Donald Trump, fyrstur Bandaríkjaforseta, steig yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu í boði leiðtoga N-Kóreu. Friður í gegnum styrk var utanríkisstefnan.

Friður í heiminum í valdatíð Donald Trumps

Ekkert stríð geysaði í valdatíð Donalds Trumps. Hann hafði gott lag á einvöldunum Vladimír Pútín, Xi Jinping og Kim Jong-un og þeir hvorki hótuðu né fóru í stríð á hans vakt. Trump skammaði og vakti NATÓ-ríkin af værum blundi og heimtaði að hernaðarbandalagsþjóðirnar yku framlög sín til varnamála í 2% af vergri þjóðarframleiðslu. Það reyndist vera rétt skref því skömmu síðar, í forsetatið Joe Biden, skall á stríð í Úkraníu. Bandaríkjaher hrökklaðist frá Afganistan í valdatíð Joe Bidensmeð með skömm og vopnaeign upp á 85 milljarða dollara skilið eftir í höndum afganskra hryðjuverkamanna.

Efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif Bandaríkjanna voru  mikil, orkuöryggi í hámarki og Bandaríkjamenn fluttu út olíu. Dollarinn var enn heimsgjaldmiðillinn en nú er gert hörð atlaga að honum með Bricks. 

Lýðræðið í Bandaríkjunum í hættu

Ótrúlegt en satt en landið er svo tvíklofið í menningar- og samfélagsmálum að óbrúanleg gjá hefur myndast milli tveggja andstæðra fylkinga. Barist er um sál Bandaríkjanna og þau gild sem þjóðfélagið á að fylgja. Donald Trump er andlit hinna hefðbundu gilda, lágstétta Bandaríkjanna, utangarðsmaðurinn sem hét því að hreinsa upp mýrina í Washington DC. Í forsetatíð sinni hrærði hans svo mjög í valdakerfinu að kerfiskarlarnir (djúpríkið) hét því að leggja stein í götu hans með öllum tiltækum ráðum. FBI, CIA og aðrar alríkisstofnanir sem Demókratar höfðu mikil áhrif innan eftir langa valdasetu, voru notaðar til að koma höggi á Trump. Er einhver búinn að gleyma samstarf FBI og Twitter til að þagga niður í andstæðingum Demókrata? Atlagan að tjáningarfrelsinu sem er grunnstoð lýðræðis.

En málið snýst í raun ekki um Donald Trump heldur réttarríkið í Bandaríkjunum. Eru allir jafnir fyrir lögunum? Getur annar flokkurinn beitt valdakerfinu til að herja á pólitíska andstæðinga sína (Trump er ekki sá einni sem verður fyrir þessu)? Getu almenningur treyst alríkisstofnunum? Er menningarlegur munur á milli þjóðfélagshópa orðin of mikill? Ef svarið reynist vera jákvætt, þá er hætt við að ríkið klofni og til borgarastyrjaldar komi. Allt bara vegna þess að pólitískir andstæðingar vilja ekki sjá Trump taka við embætti Bandaríkjaforsta aftur.

Í stóra samhenginu er Donald Trump bara stundarfyrirbrigði. Forsetar koma og fara. Svo er líka farið með Trump. Hans áhrif eru tímabundin. En valdastrútúrinn á að vera tímalaus.

Eftir stendur að vegna þess að Demókratar fóru á taugum vegna eins manns, misnotuðu þeir alríkiskerfið á óbætanlegan hátt og traustið hvarf. Það getur e.t.v. enginn sigrað Bandaríkin hernaðarlega, en Bandaríkjamenn geta grafið sína eigin gröf án þátttöku annarra þjóða. Það er áhyggjuefni fyrir vestrænt lýðræði.Í raun hefur allt farið til andskotans á aðeins tveimur árum í valdatíð Joe Bidens. Ríkið hefur aldrei verið eins skuldugt og nú um mundir. 31 trilljónir dollara og mun fara yfir 50 trilljónir fyrir 2030.

Þar sem þetta eru stjarnfræðilegar tölur, birti ég hér með skuldaklukku BNA:  US Debt clock

Tæknilega séð eru Bandaríkin gjaldþrota og verða það í raun ef dollarinn fellur á alþjóðamörkuðum.

Margar spurningar liggja í loftinu. Er Pax Americana á enda? Er alheimsgjaldmiðillinn dollarinn fallinn? Hrynur efnahagskerfið í Bandaríkjunum við fall hans? Fellur það, fellur Bandaríkjaher því án fjármagn holast hann að innan. Geta Bandaríkjamenn þá varið Ísland? Er það skynsamlegt fyrir Íslendinga að fjandskapast við Rússland? Eina landið sem getur ráðist á Ísland. Geta Bandaríkin varið Ísland ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur? Breska heimsveldið gat það ekki 1940 og bað Bandaríkin við að taka yfir. Er heimskipanin sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldar á enda? Hvað tekur þá við?

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband