Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Stjórnmála- og hernaðarsamskipti Finnlands við Rússland og Sovétríkin síðan 1800 – innganga Finnlands í NATÓ

Það hefur vakið mikla athygli fyrirhuguð innganga tveggja norrænna ríka í NATÓ, Svíþjóðar og Finnlands.  Þetta eru engin smáviktarlönd í hermálum og innganga þeirra, ef af verður, mun breyta valdajafnvæginu í Evrópu. Ef ætlun Pútíns var að stoppa upp í varnargapið inn í Rússland og liggur um Úkraníu úr vestri, þá hefur það ef til vill tekist en á móti veikir hann til frambúðar norðurlandamærin sem liggja við Skandinavíu.  Þar liggur nefnilega beinn og breiður vegur frá Finnlandi til St Pétursborgar og til Moskvu eins og það gerir fyrir skriðdrekanna eftir sléttum Úkraníu til Moskvu.

Svíþjóð og Finnland sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu

Það er gríðarlegur munur á umsókn Finna samanborið við Svía sem er frjálslynt ríki og er komið upp á kant við Tyrkland. Svíar voru stórveldi sem atti kappi við Rússland á 17. og 18. öld sem stórveldi en Finnland hefur alltaf verið undir hæl Svía en síðar Rússa.

Það er virðist ansi rótækt að Finnar sæki um, næstum eins og ef Svisslendingar létu af aldarlangri hlutleysisstefnu sinni.  En Finnar hafa þurft að fara aðra leið en Svisslendingar, þar spilar landslagið inn í.  Ég sá nýlega heimildamynd um landvarnir Sviss, og í ljós kom að fjöllin í landinu eru eins og svissneskur ostur, holótt með byrgjum og fallbyssum.  Hitler ætlaði sér inn en féllst hendur þegar hann sá varnirnar.  Þeir þurfa að því ekki „skjólstefnu“ vegna legu og landafræði og eru eitt fárra ríkja sem geta í raun verið hlutlaus.

Sama er ekki hægt að segja um Finnland, þótt skógarnir bjóði upp á skæruhernað, þá er hægt að taka landið með valdi og það reyndi Stalín. Finnarnir hafa því þurft að þræða aðra leið í varnarpólitík sinni og í samskiptum sínum við aðrar þjóðir, sérstaklega stórveldin.  Þeir lærðu í vetrarstríðinu að þeir standa einir, Svíar eru ekki „góðir grannar“ en þetta er fyrir tíma NATÓ.  Ríki eins og smáríkið Finnland þarf því að leita sér skjóls eða halda stórveldunum góðum.

„Shelter theory“ á sannarlega við um Ísland eins og Finnland. Svo á reyndar við um flestar þjóðir NATÓ- ríkja, sem eru eins og pústurspil, hvert ríki leggur sitt af mörkum í heildarvörnum álfunnar. Öll treysta þau á hernaðarmátt heimsveldisins BNA, jafnvel í innanbúðamáli eins og Úkraníustríðið ætti að vera.  „Shelter theory“ á sannarlega við um þau flestöll.  Jafnvel breski bolabíturinn iðkar varnarstefnu sem er „skjólstefna“ í skugga Bandaríkjanna.

Sem sagnfræðingur vil ég fara lengra aftur í tímann til skilja samtímans og hvers vegna Finnar leita skjóls.  

Stjórnmála- og hernaðarsamskipti Finnlands við Rússland og Sovétríkin síðan 1800 – innganga Finnlands í NATÓ

Pólitískt og hernaðarlegt samband Finnlands við Rússland og síðar Sovétríkin hefur tekið miklum breytingum síðan á 19. öld. Hér er yfirlit yfir helstu atburði og þróun á þessu tímabili:

Sjálfstætt stórhertogadæmi undir rússneska heimsveldinu (1809-1917):

Árið 1809 varð Finnland sjálfstætt stórhertogadæmi undir rússneska heimsveldinu eftir finnska stríðið milli Svíþjóðar og Rússlands.

Finnland hélt sínu eigið réttarkerfi, stjórnskipulagi og finnska tungumálið.

Rússneski keisarinn var stórhertogi Finnlands og landið naut ákveðið innra sjálfræðis.

Finnland upplifði hraða efnahags- og menningarþróun á þessu tímabili.

Finnskt sjálfstæði og rússneska byltingin (1917-1918):

Eftir rússnesku byltinguna árið 1917 lýsti Finnland yfir sjálfstæði frá Rússlandi 6. desember 1917.

Í finnska borgarastyrjöldinni í kjölfarið (1918) kom til átaka milli "rauðra" (sósíalista) eða rauðliða og "hvítra" (íhaldsmanna) eða hvítliða, þar sem hvítliðarnir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Rússar studdu finnsku rauðliðina upphaflega en eftir að bolsévikar komust til valda í Rússlandi viðurkenndu þeir sjálfstæði Finnlands.

Millistríðstímabil og vetrarstríð (1918-1939):

Finnland stóð frammi fyrir landsvæðsisdeilum við Sovétríkin um landamærahéruð sínu.

Sovétríkin kröfðust landhelgisívilnunar (til að tryggja varnir St Pétursborgar), en Finnar veittu pólitíska mótspyrnu.

Árið 1939 hófu Sovétríkin vetrarstríðið gegn Finnlandi og reyndu að tryggja landamæri sín og auka áhrif sín.

Þrátt fyrir að vera mun færri og yfirgefnir af alþjóðasamfélaginu, stóðust Finnar innrás Sovétríkjanna í nokkra mánuði áður en þeir undirrituðu friðarsáttmálann í Moskvu árið 1940 og afsöluðu  landsvæði til Sovétríkjanna.

Framhaldstríðið  og friðarsáttmáli (1941-1944):

Í seinni heimsstyrjöldinni reyndu Finnland að endurheimta glatað landsvæði í átökum sem kallast framhaldsstríðið (1941-1944).

Finnland var í samstarfi við Þýskaland nasista gegn Sovétríkjunum en stefndi að því að halda sjálfstæði sínu.

Hins vegar, eftir röð hernaðaráfalla, gerði Finnland sérstakan friðarsáttmála við Sovétríkin árið 1944 (vopnahléið í Moskvu), sem leiddi til þess að Finnland hrakti þýska herinn úr landi og gekk í takt við Sovétmenn.

Eftir seinni heimsstyrjöldina og kalda stríðið (1945-1991):

Eftir seinni heimsstyrjöldina undirrituðu Finnar Parísarfriðarsáttmálann við Sovétríkin árið 1947, sem batt opinberlega enda á stríðsástand landanna tveggja.

Finnar fylgdu hlutleysisstefnu og héldu vinsamlegum en varfærnum samskiptum við Sovétríkin á tímum kalda stríðsins.

Finnland var hvorki meðlimur í NATO né Varsjárbandalaginu og stundaði bandalagsstefnu, sem kallast „finnlandavæðing“, til að koma jafnvægi á samskipti sín við stórveldin.

Upplausn Sovétríkjanna og ESB-aðild (1991-2004):

Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 viðurkenndi Finnland sjálfstæði hins nýstofnaða Rússlands.

Samskipti Finna við Rússa bötnuðu og þeir komu á diplómatískum og efnahagslegum tengslum.

Finnland gekk í Evrópusambandið árið 1995, sem mótaði utanríkisstefnu þess og aðlögun að Evrópusamfélaginu enn frekar.

Nútímaleg samskipti og öryggissamvinna (2004-nú):

Samskipti Finnlands og Rússlands hafa verið tiltölulega stöðug undanfarin ár.

Finnland hefur lagt áherslu á samræður, efnahagssamvinnu og menningarsamskipti við Rússland.

Finnar hafa hins vegar, eins og önnur Evrópuríki, lýst yfir áhyggjum af aðgerðum og afstöðu Rússa gagnvart Úkraínu og Eystrasaltssvæðinu.

Finnland tekur þátt í ýmsum alþjóðlegum öryggissamstarfsrömmum, svo sem Samstarfi NATO í þágu friðar og sameiginlegri öryggis- og varnarstefnu Evrópusambandsins, á sama tíma og það hélt óflokksbundinni stöðu sinni.

En svo gerist það óhugsandi, Rússar gera innrás í Úkraníu.  Hvað gera Finnar þá? Verða straumhvörf í varnarmálapólitík Finnlands eða verður þróun, sem þegar er hafin, aðeins hraðari?

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði kemur inn á þetta í grein sinni Finlands NATO membership: Continuous shelter seeking strategy. Þar segir hann í niðurstöðum sínum eftirfarandi: “NATO-umsókn Finna (og Svíþjóðar) komst í alþjóðlegar fréttir um allan heim. Þróuninni í átt að aðild var lýst sem stórkostlegri stefnubreytingu í sögulegu samhengi. Með innlimun Finnlands deilir NATO nú 1300 km landamærum til viðbótar við Rússland og viðurkennd staða Finnlands sem „óflokkað“ ríki hefur verið yfirgefin.

En hversu mikil stefnubreyting er nýleg þróun í raun og veru? Ef stefna Finnlands er skoðuð í smáatriðum í sögunni má færa rök fyrir því að aðild þeirra að NATO sé ekki eins róttæk og hún kann að virðast. Niðurstöður okkar benda til þess að metnaður Finna til að ganga í ESB og smám saman byggja upp náin stjórnmála- og öryggistengsl við Vesturlönd eftir fall Sovétríkjanna ætti að skilja sem grundvöll að NATO-aðild og sem framhald af stefnu þess að leita skjóls síðan á kalda stríðstímanum.

Með öðrum orðum, tilraunir og árangur Finna til að tryggja efnahagslegt og samfélagslegt skjól sem Vesturlönd veittu á tímum kalda stríðsins auðveldaði aukna pólitíska skjólsleitar í kjölfar þess, sem náði kannski á táknrænan hátt aðildarumsóknina að NATO í maí 2022, skref sem nauðsynleg var vegna þess að menn gerðu sér grein fyrir því að þegar komnir samningar um skjól og öryggisfyrirkomulag voru ófullnægjandi til að bregðast við ógnunaráhrifum samtímans.“

Til að skoða stóru myndina, þá er fróðlegt að lesa gamla blogg grein mína, sjá slóð hér að neðan:

Rússland og bölvaða landafræðin - Innrásahættan mikla

 


Sjálfsmorð bandarískt stjórnarfars

Stjórnmálakerfið bandaríska framdi harakiri til að leggja Trump (sem er bara stundar fyrirbrigði - mesta lagi 8 ár við völd).

Hatursmenn Trump hafa brotið svo mörg norm í valdakerfinu við reyna að leggja hann, að kerfið er rústir einar. Nefni sem dæmi FBI og CIA sem fengu á baukinn í Durham skýrslunni og báðar stofnanir rúnar trausti.  Repúblikanar bjóða ekki fram hægri vangann eftir slíka orrahríð og hætta er á að lýðræðið verði þarna á milli og eyðileggist. Hefndartímar eru framundan, sem eru ekki almenningi hagfelldir.

Kapal fjölmiðlarnir frömdu líka harakiri við að leggja Trump og nú síðast ætlar að Foxnews að fara sömu leið. En eitt er víst að djúpríkið er til, líka hérlendis í formi embættismannakerfisins sem stjórnar landinu áratugi til áratugar, ekki bara 4 ára eins og stjórnmálamennirnir. En bandaríska djúpríkið hefur á að skipa leyniþjónustustofnunum sem það íslenska hefur ekki. Subbugangurinn af átökunum er því mikill.

Það hefði verið betra að þreyja þorrann og bíða eftir að Trump hverfi af sjónar sviðinu en að leggja allt í rúst, bara til að eyðileggja einn mann. En skriffinnarnir voru bara svo hræddir við að hann upprætti djúpríkið að gripið var til fyrirbyggjandi aðgerða, jafnvel áður en hann komst alla leið í Hvíta húsið.

Em eitt er víst að fjölmiðlar hérlendis birta bara bjagaða mynd af því hvað er að gerast í Bandaríkjunum, n.k. brotabrot eða púsl, og eftir stendur íslenskur almenningur ráðvilltur og búinn að læra að Trump er vondi karlinn en Joe Biden afinn.

Ég spái, ef Trump lifir af, og hann komist til valda, að djúpríkið verði stútað en það hefur ráðið ríkjum síðan í valdatíð Eisenhower sem varaði við því en hann hafði þá misst tökin. Trump hefur þá engu að tapa...hefndartímar fyrir hann en einnig líka fyrir Repúblikanaflokkinn. Flokkurinn er að velta fyrir sér að sundra FBI í núverandi formi og draga úr fjárveitingum til þessarar fyrrum virtu löggæslustofnunnar. 


Hitt og þetta - nokkrar hugleiðingar á föstudegi

Það hefur ýmislegt gerst í vikunni sem telst vera fréttnæmt.

Fyrir hið fyrsta og það sem vekur umhugsun, er svo kallaða tjónaskrá sem Evrópuráðið hefur fundið upp án nokkurra lagastoðar.  Nýir Versala afarkostir eru í boði fyrir taparann (sem enginn veit hver verður) í Úkraníu stríðinu. 

Menn læra seint af sögunni eða ekki neitt.  Afarkostirnir sem settir voru á Þjóðverja í lok fyrri heimsstyrjaldar (og þeir voru alla 20. öldina að borga) leiddu til anarkisma  í fyrstu í þýsku samfélagi en síðar til fasisma/nasisma.

Menn þóttust hafa lært af niðurstöðu fyrri heimsstyrjaldar í stríðslokin 1945 og ákváðu að í stað hefnda og kröfu um skaðabætur (reyndar voru Þjóðverjar rændir á báða bóga niður í skinn), að koma með Marshall aðstoðina, og aðstoða töpurunum, Þýskalandi og Japan að komast á fæturnar aftur en nú með lýðræði sem leiðarljós. Það tókst stórkostlega og bæði ríkin eru lýðræðisríki, friðsöm og efnahagsveldi.

En nú hafa menn gleymt sögunni í Versalasamkundunni í Hörpu. Nú á að krefjast skaðabætur. Hafa menn hugsað dæmið til enda? Til dæmis það að Rússland, eftir stríðið, verður ekki hersetið af erlendum herjum og því erfitt að þvinga Rússa til eins eða neins. Og Rússar eiga vini alls staðar.  Það eina sem gerist ef þessari kröfu er haldið er til streitu, er að búa til kalt stríð á nýju og skiptingu heimsins í tvær valdablokkir (Kína og Rússland í annarri) og Vesturveldin í hinni.

Það er ekki rétt að halda því fram að í menningunni sé engin framþróun... í hverju stríði eru menn drepnir á nýjan hátt. Will Rogers

 

---

Annarra manna fé (e. other people money) er hugtak notað um þá sem höndla með fé annarra, oftast á óábyrgan hátt. Enn á að halda til streitu, að því virðist, göng í gegnum Fjarðarheiði. Einhvers staðar sá ég verðmiðann 46 milljarða króna sem eru meiri en fjárlög til Vegagerðinnar 2020 sem voru met upphæðir upp á krónur 44 milljarða króna. Ég hef hvergi séð réttlætingu fyrir þessa framkvæmd í stað tveggja gangna til Miðfjarðar (sem gerir sama gagn en opnar hringleið um firðina). Hvernig geta menn réttlætt þetta þegar fyrirséð er að það taki 15 ár í viðbót að leggja af einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt, fyrir utan allar aðrar framkvæmdir sem eru afar brýnar, s.s. Sundabrautina. Og jarðfræðingar vara við 16 km löngum göngum í gegnum erfið jarðlög sem gætu reynst vera ný Vaðlaheiðargöng sem margföldustu í verði vegna vatnsleka og annan vanda.

---

Nú er ljóst að utanríkisstefna núverandi ríkisstjórnar er samsull af bulli. Þrír afar ósamstæðir flokkar mynda ríkisstjórna og einn með algjörlega andstæða stefnu í varnarmálum en hinir. VG hafa þurft að kokgleypa og draga til baka stefnu sína um Ísland úr NATÓ (og herinn burt, sem fór reyndar sjálfur án þess að spyrja kóng né prest). Er flokkurinnn trúverður? Meira segja meirihluti kjósenda VG telur stefnuna ranga og vilja vera áfram í NATÓ.

Og "kvenskörungarnir" tveir úr Sjálfstæðisflokknum telja sig vera grúpppíur og fylgja í einu og öllum sem grúppan telur vera rétt. Þær hafa gleymt hugmyndina að sjálfstæða utanríkisstefnu fyrir sjálfstæða þjóð í frjálsu landi. Þær og aðrir í ríkisstjórninni gleyma lexíunni úr mannkynssögunni sem er að örþjóð heldur kjafti, kemur sig í skjól vinveittra ríka og skiptir sér ekki af slagsmálum stórþjóðanna. Að það er viturlegra að koma fram sem sáttasemjari og boðberi friðar en taka þátt í stríðbrölti með engan her að baki!

 

 

 

 

 

 


Vondi karlinn Donald Trump endanlega hreinsaður af samkrulli með Rússum

Utangarðsmaðurinn Donald Trump kom eins og stormsveipur inn í bandarísk stjórnmál 2015.  Fyrst var hlegið að honum og spurt hvað hann eigi upp á dekk, utangarðsmaður í Repúblikanaflokknum og þekkti ekkert til refskákar í bandarískum stjórnmálum.

En Donald Trump kom til dyranna eins og hann er klæddur, eins og alltaf og sagði hvernig hlutirnir eru í raun. Kjósendur, löngu orðnir þreyttir á lygum og aðgerðaleysi stjórnmálamanna, ákváðu að taka hann á orðið, og gefa honum tækifæri.  Þegar hann vann forval forsetaframbjóðenda í Repúblikanaflokknum, öllum til undrunar nema honum sjálfum, ákvað vilta vinstrið að taka hann alvarlega. Ákveðið var að siga meginfjölmiðlanna á hann (sem CIA stjórnar á bak við tjöldin).

Ekki nóg með allt Demókrata apparatið færi á fullan skrið með allan þann skít sem það getur fundið, heldur var djúpríkið virkjað um leið.  Djúpríkið kallast stofnanir og ráðuneyti sem eru á valdi kerfiskarla sem oftar en ekki eru hliðhollir Demókrötum. 

CIA og FBI, sem eiga að heita hlutlausar stofnanir voru virkjaðar þegar Trump vann forsetakosningarnar gegn hinni spilltu Hilary Clinton. Áður en hann náði að komast í Hvíta húsið var njósnað um forsetaframboð hans. Þegar hann var kominn í embættið var hann sakaður um samvinnu við Rússa um að vinna kosningarnar.  Það mál yfirhnæfði alla fjölmiðla umræðu í forsetatíð hans. Skipaður var sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í tvö ár, Robert Mueller sem fann ekkert athugavert og engin tengsl Trumps við Rússa.

Því var ákveðið að rannsaka sjálfa rannsóknina og málið sem leiddi til þess að "Rússagate" sem Trump hefur alltaf kallað mesta svindl stjórnmálasögunnar í BNA. John Durham var skipaður sérstakur saksóknari. Og nú eftir 4 ára rannsókn, kemur í ljós að gífurleg spilling reyndist á bakvið málið allt. FBI sem átti að heita æðsta og virtasta löggæslustofnun Bandaríkjanna og þótt víða væri leitað, reyndist starfi sínu ekki vaxið og reyndist í vasa Demókrata. Kíkjum aðeins á rannsókn Durham og niðurstöður hennar.

Frá og með árinu 2017 fullyrtu Donald Trump forseti og bandamenn hans að rannsókn Crossfire fellibylsins á vegum alríkislögreglunnar (FBI), sem fann óteljandi óviðeigandi tengsl milli félaga Trump og rússneskra embættismanna og njósnara og leiddi til Mueller rannsóknarinnar, hafi verið hluti af djúp ríkis samsæri og „gabbi“ eða „nornaveiðar“ sem pólitískir óvinir hans komu af stað.

Í apríl 2019 tilkynnti William Barr dómsmálaráðherra að hann hefði hafið endurskoðun á tilurð rannsókn FBI á afskiptum Rússa af kosningunum í Bandaríkjunum 2016 og greint var frá því í maí að hann hefði falið John Durham, alríkissaksóknara til lengri tíma, að leiða hana. nokkrum vikum fyrr. Durham fékk heimild „til að kanna í stórum dráttum söfnun njósna stjórnvalda sem snerta samskipti Trumps herferðar við Rússa,“ yfirfara skjöl stjórnvalda og óska eftir sjálfviljugum vitnaskýrslum.

Í desember 2020 upplýsti Barr þinginu um að 19. október hefði hann skipað Durham sérstakan ráðgjafa á leynilegan hátt og leyft honum að halda áfram rannsókninni eftir að Trump-stjórninni lauk.

Rannsókn Durhams var byggð á ósannaðri samsæriskenningu sem Trump ýtti undir að „Rússnesk rannsóknin hafi líklega stafað af samsæri leyniþjónustu eða löggæslustofnana“. Þegar Michael Horowitz, aðaleftirlitsmaður, andmælti þeirri kenningu með því að bera vitni fyrir þinginu að FBI sýndi enga pólitíska hlutdrægni við upphaf rannsóknarinnar á Trump og möguleg tengsl við Rússland, snerust Barr og Durham, eins og segir í frétt New York Times, „. að nýjum rökstuðningi: leit að grundvelli til að saka Clinton herferðina um að hafa lagt á ráðin um að svíkja ríkisstjórnina með því að búa til grunsemdir um að Trump herferðin hefði átt í samráði við Rússa, ásamt því að rannsaka hvað F.B.I. og leyniþjónustumenn vissu um aðgerðir Clintons herferðar."

Eftir þrjú og hálft ár ákærði Durham þrjá menn, einn þeirra játaði ákæru sem tengdist ekki uppruna FBI rannsóknarinnar, og var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi; hinir tveir mennirnir voru dæmdir og sýknaðir. Í báðum réttarhöldunum hélt Durham því fram að sakborningarnir hefðu blekkt FBI, frekar en að halda því fram að FBI hafi brugðist óviðeigandi gagnvart Trump. Að sögn hægrisinnaðs dálkahöfundar og lögfræðings Andrew C. McCarthy snerist meint blekking „aðeins um auðkenni eða stöðu fólks sem það var að fá upplýsingar frá, ekki um upplýsingarnar sjálfar.

Þann 15. maí 2023 var síðasta 306 blaðsíðna óflokkaða skýrsla Durham birt opinberlega. Þrátt fyrir að skýrslan hafi meint staðfestingarhlutdrægni frá FBI og „skorti á nákvæmni í greiningu“, var ekki haldið fram pólitískum hvötum og Durham tókst ekki að finna það sem Trump sagði vera „djúp ríkið“ samsæri gegn honum enda ekki ætluð að gera það.

Durham mælti með FBI að skapa "stöðu fyrir FBI umboðsmann eða lögfræðing" til að hafa eftirlit með pólitískt viðkvæmum rannsóknum. Lögfræðingarnir Peter Strzok og Aitan Goelman, sakaði Durham um að hafa stýrt óvirkri rannsókn sem var pólitísk  og sett fram af pólitískum hvötum sem "bein afleiðing af "vopnvæðingu" dómsmálaráðuneytis fyrrverandi forsetanum Trumps".

Skýrsla Durham er mjög varfærin í orðavali en ljóst er að FBI hóf rannsókn byggða á lyga uppljóstrunum og mjög vafasömum heimildamönnum og þau fjögur stig venjulegra rannsóknar var hunsuð, sem er  að setja fram rannsóknarspurningu, safna gögnum, greina gögnin og túlka niðurstöðurnar. Eða með öðrum orðum: 1. Sannleiks prófun, 2. auðkenning og flokkun, 3. líkanagerð, 4. mynsturleit og rannsókn sem er full rannsókn.Farið var beint í fjórða stigið.

Niðurstaða Durhams er einföld, FBI rannsókn á forsetaframboð Donalds Trumps hefði aldrei átt að eiga sér stað.

En eftir tvær embættisafglapa ákærum sem báðar voru felldar, lynir ekki málaferlum gegn hinum fyrrum forseta.  Mál eru hreinlega búin til úr lausu lofti og markmiðið er að koma í veg fyrir að Trump verði aftur forseti.

En allt þetta hatur og barátta gegn Trump hefur leitt ýmislegt í ljós.  Allt sem hann hefur sagt um djúpríkið (æðstu yfirmenn FBI og CIA eru í vösum demókrötum), að réttarkerfið er eitt fyrir Repúblikana og annað og betra fyrir Demókrata; að forsetaframboð Hilary Clinton var gjörspillt; að "Fake news" eða falsfréttamiðlar var og er raunverulegt fyrirbrigði; að samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter unnu með demókrötum gegn repúblikönum sem og allir ofangreindu aðilar unnu samstillt gegn repúblikönum og forsetanum Donald Trump. Ef þetta er ekki aðför að lýðræðinu, þá veit ég ekki hvað það er.

Hver er afleiðingin? Helmingur bandarísku þjóðarinnar (og í raun meira, hef séð tölur upp í 80%) treystir ekki lengur alríkisstofnanir ríkisins og að réttarkerfið sé réttlát. Þegar slíkt traust er farið, er í stutt í að menn vantreysti leikreglum lýðræðisins og það sett í varanlega hættu.

P.S. Nýjasta nýtt, Joeseph Biden ásamt samverkamönnum hafa verið ákærðir fyrir brot í embætti. Skildi það mál rata í íslenska fjölmiðla?

Ákæra fyrir brot í embætti

 

 

 

 


Zelenský á leiðinni til Íslands?

Karlinn Volodomyr Zelenský  hefur verið að fikra sig upp Evrópu. Fór til Ítalíu, síðan Þýskaland og er kominn til Bretlands. Hann mun ekki vannýtta svona áróðurs tækifæri eins og leiðtogafundur Evrópuráðsins óneitanlega er.  Leiðtogar allra 46 aðildarríkja þess koma saman á Íslandi og ræða innrás Rússa í Úkraínu.  

Á vef RÚV segir að nær öll ríki Evrópu eiga aðild að Evrópuráðinu. Vatíkanið er eina ríki Evrópu sem aðeins er áheyrnarfulltrúi án atkvæðisréttar á þingi ráðsins, og situr þar í sama hópi og Bandaríkin, Kanada, Mexíkó, Ísrael og Japan.

Rússland er ekki lengur með aðild að Evrópuráðinu. Rússar gengu í ráðið árið 1996 en árið 2014, eftir innlimun Krímskaga, voru þeir sviptir atkvæðisrétti á þingi Evrópuráðsins.

Spurning hvort að hann sníki far með forsætisráðherra Bretlands til Íslands?

Talandi um stríðið í Úkraníu og fundinn, þá kemur ekkert út úr honum annað en orðasnakk og einskisverðar yfirlýsingar, varla pappírsins virði. 

Það er þannig að þegar stríð hefur brotið út, stöðvar ekkert það nema að annar hvor aðilinn verði örmagna og gefist upp eða leiðtogaskipti verða.  Í raun þurfa bæði Zelenský og Pútín að fara úr embætti og aðrir (friðardúfur) að taka við til að slíkt verði.

Um stöðuna í Úkraníu.  Pútín þarf ekki annað en að stunda kyrrstöðu stríð og bíða eftir að Úkraníumenn þrýtur fé og/eða vopn.  Hann gæti líka vonast eftir leiðtoga skipti í Bandaríkjunum og að repúblikani taki við forseta embættinu en Repúblikanaflokkurinn er almennt á móti fjáraustrinu til stríðsins.

Hvers vegna enginn talar um frið, nema Donald Trump og Xi Jinping, er mér óskiljanlegt. Getur Guðni Th. Jóhannesson forseti litið upp úr bókaskrifum augnablik, notað tækifærið og messað yfir evrópsku stríðsþjóðirnar gild friðar? Koma með eldmessu ræðu.  Eða eru við Íslendingar bara plat friðarþjóð?

CNN spyrillinn í Town Hall borgarafundinum um daginn reyndi að veiða Trump í gildru með að spyrja, með hverjum stríðsaðila heldur þú með?  Hann sagði: "I just want people stop dying!" Og hann myndi stuðla að friði samstundis.

Heimsstyrjöldin síðari kenndi okkur að á meðan það eru til vopn og fé, geta menn barist til síðasta manns eins og Þjóðverjar gerðu í raun. Aldrei gefist upp. Þetta stríð gæti verið þannig þráskák.  Bara að Minsk samkomulagið hafi verið virt og engin forsetaskipti átt sér stað í Bandaríkjunum, værum við ekki í þessari stöðu. Zelenský og Pútín eru skildir Þránd í Götu. 


Maðurinn sem fjölmiðlar elska að hata - Donald Trump

Donald Trump var nýverið á svokallað Town Hall hjá CNN.  Slíkar samkomur eru ætlaðar til að fólk geti spurt stjórnmálamenn spjörunum úr um pólitík þeirra og fyrir hvað þeir berjast. En þessi samkoma snérist upp í einvígi milli vinstri sinnaða fjölmiðilinn CNN, sem væri samkvæmt skilgreiningu Vísis "fjarvinstrisinnaður",  og Donald Trump.

Trump hefur kallað fjölmiðilinn falsfjölmiðil í gegnum árin og virðst hafa tekist að beygja hann, því áhorf á CNN er í lægstu lægðum eftur 7 ára rimmu en nú átti að taka ljónið inn í ljónabúrið og temja það.  Ljónið beit sannarlega frá sér og menn eru á því að hann hafi borið sigur af hólmi úr þessu einvígi.

En Trump er enginn dýrlingur og hann er harðfenginn með eindæmum. Hann er dæmigerður New York-ari og rífur kjaft við alla sína andstæðinga en er tryggari en tröll við stuðningsmenn sína. Hann er þannig persóna, að annað hvort hatar maður hann eða elskar, ekkert er þar á milli.

En afhverju elska stuðningsmenn hans persónuna Trump, með alla sína galla (og kosti)? Það er nefnilega komnir aðrir tímar en voru fyrir 30-40 árum þegar forsetar voru nánast í guða tölu, þeir sáust nánast aldrei nema í mjög stýrðum atburðum í fjölmiðlum. En með tilkomu internetisins og farsímanna, eru forsetarnir berskjaldaðir þegar þeir detta upp í móti þegar þeir ganga upp landganga í flugvél eða hrasa um hjól sín.

Í ljós kemur að forsetarnir eru mannlegir og þeir hafa sína kosti og galla. Kjósendur sjá þetta og hafa sætt sig við að heilagleikur embættisins er ekki lengur mögulegur.  Í því ljósi er skiljanlegt að maður eins og Trump, sem hefur sýnt óviðureigandi hegðun í gegnum tíðina gagnvart konum og andstæðingum sínum, er fyrirgefið mistök sín og afglöp í einkalífi sínu og hann metinn eftir verkum í embætti.

Líkja má Donald Trump við Andrew Jackson forseta (sem sagði um hugrekkið: Einn maður með hugrekki nær meirihluta) en sá fyrrnefndi er kettlingur í samanburði við Jackson  hvað varðar hneykslismál.

En stjórnmálamaður eins og Trump er ekki nýr af nálinni. Slíkir menn hafa verið til í öllum lýðræðisríkjum, öllum tímum, menn sem eru ekki vandaðir að meðulum en hnjóta lýðhylli.  Menn sem teljast vera menn fólksins, eru þó auðmenn en eru álitnir utangarðsmenn gagnvart elítunni.

Tökum dæmi, Júlíus Sesar, Napóleon Bonaparte og þarf ég að telja fleiri upp?  Niccolo Machiavelli sagði að er betra að vera óttaður en elskaður, ef maður getur ekki verið hvoru tveggja. Stjórnmál hafa engin tengsl við siðferði. Annaðhvort ætti að meðhöndla menn af rausn eða eyða, því þeir hefna sín fyrir smávægileg misgjörðir og öll þessi spakmæli eiga við um Donald Trump.

Ef stjórnmálamaður er bæði hataður og elskaður í senn, hlýtur hann að vera gera eitthvað rétt samkvæmt stuðningsmönnum sínum en gegn vilja andstæðinganna.

Sagt er að dæma eigi menn eftir verkum, ekki orðum. Það á sannarlega við um Trump. Hér er listi yfir "afreksverk" stjórnar Trumps:

Trump Administration Accomplishments

Atvinnulífið blómstraði og atvinnuleysi í sögulegu lágmarki, líka hjá minnihlutahópum. Skilaði fyrir framtíðina meiri fyrirheit og tækifæra fyrir borgara af öllum uppruna. Færði störf, verksmiðjur og iðnað aftur til Bandaríkjanna. Sló mettölur á hlutabréfamarkaði.

Endurreisn og fjárfesting í dreifbýli Bandaríkjanna. Náði efnahagslegri endurkomu með því að hafna almennum lokunum í Covid faraldrinum.

Skattaívilnanir fyrir miðstéttina: Fór með 3,2 billjónum dala í sögulegum skattaívilnunum og endurbætti skattalögin. Störf og fjárfestingar streyma inn á tækifærissvæði.

Gríðarlegt afnám hafta: Endaði eftirlitsárásinni á bandarísk fyrirtæki og starfsmenn. Tókst að draga til baka íþyngjandi regluverk.

Bandaríkjamenn höfðu meiri peninga í vasanum.

Sanngjörn og gagnkvæm viðskipti: Tryggði sögulega viðskiptasamninga til að verja hagsmuni bandaríska starfsmenn. Greiddi harðar aðgerðir til að takast á við ósanngjarna viðskiptahætti og setti Bandaríkin í fyrsta sæti.

Sögulegur stuðningur við bandaríska bændur.

Sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum. Losaði olíu- og jarðgasmöguleika Bandaríkjanna úr læðingi. Aukið aðgengi að ríkulegum náttúruauðlindum lands til að ná orkusjálfstæði.

Fjárfesting í verkamönnum og fjölskyldum Bandaríkjanna: Hagkvæm og hágæða barnagæsla fyrir bandaríska starfsmenn og fjölskyldur þeirra og svo framvegis. Nenni ekki að telja allt upp.  Hann reisti landamæramúr við landamærin að Mexíkó. Andstæðingar hans segja að hann hafi bara reist 53 mílur af nýjum múr, en hið sannan er að hann reisti u.þ.b. 500 mílna langan múr en hann skipti út gamlar girðingar.

En gagnvart heiminum er það að segja að hann koma á friði í Miðausturlöndum með Abraham samkomulaginu (einstakt), neyddi NATÓ-ríkin til að eyða meira í varnarmál (sem betur fer miðað við ástandið í Úkraníu.  Bandaríkin stóðu ekki í neinu stríði meðan Trump var við völd og hann lagði grunninn að brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan (sem Biden klúðraði svo eftirminnilega) og kunni lag á einræðisherrum heimsins, þannig að þeir þorðu ekki að ibba gogg.

Berum þetta saman við ástandið í heiminum í dag. Bandaríkjamenn hafa aldrei staðið eins höllum fæti síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og fóturinn undir veldi þeirra, Bandaríkjadollarinn, er undir samstiltri árás fjölda ríkja, líka þeirra sem eiga að heita bandamenn þeirra. Og Bandaríkin standa í staðgengilsstríði í Úkraníu og menn orða það sem ekki má orða, beitingu kjarnorkuvopna.

En menn sem koma hlutunum í verk, eru umdeildir og Trump verður alltaf umdeildur sem stjórnmálamaður. Og hann verður seint vinsæll á Íslandi. En kemur hann á friði aftur í heiminum? Ef svo, þá er hann velkominn.


Málaferli Donalds Trumps og fleira mál - íslenskir fjölmiðlar fjarverandi

Kalda stríðsmenn hérlendis er mein illa við Donald Trump.  Hann er of mikil friðardúfa (kjaftfor reyndar!) en hann segist vilja binda endi á Úkraníu stríðið einn, tveir og þrír og hann gerði þá megin synd að krefja NATÓ - ríki um að þau standi á skuldbindingum sínum um 2% framlag í varnarmál af vergri landsframleiðslu.

En Trump stóð í nýverið og tapaði einkamál í New York en ekki er allt sem sýnist þar. Því máli var þegar áfrýjað.

Sjá slóð hér.

Shock: Epstein Pal Paid for Civil case That Trump Just LOST in NY

Það sem menn gleyma eða minnast ekki á varðandi þessi málaferli er að þetta er einkamál og hann var dæmur "liable" fyrir kynferðisárás og meinyrði en er ekki sekur samkvæmt lögum. Málið fer ekki inn á sakaskrá Trumps.

Sönnunarbyrði er minni í einkamálarekstri en mál fór fyrir dóm í New York sem er þekkt bæli demókrata og kviðdómara eru líklegri en ekki að vera demókratar en repúblikanar.

Það sem Trump átti að hafa gert var að hitta konu í anddyri byggingar nálægt Plaza (sem hann á) fyrir tuttugu árum, þau samstundis fallið fyrir hver öðrum og farið í næsta búningsklefa, þar sem Trump átti að hafa þreifað  kynferðislega á giftri konu.  Er þetta trúleg saga? Dæmi hver fyrir sig. Konan man ekki dagsetninguna þegar mein brot átti að hafa átt sér stað né mörg önnur smáatriði.

Á sama tíma. Íslenskir fjölmiðlar sleppa mesta skúppi 21. aldar en fjölmiðar vestra eru uppfullir af fréttum af afhjúpun Biden fjölskyldunnar en það er að búið er að búa til mál gegn glæpafjölskyldunni Biden og birtist sú frétt í bandarískum fjölmiðlum á sama tíma og mál Trumps rataði í fjölmiðla.

Munurinn á málunum er sá, að annar er fyrrverandi forseti en sá seinni er sitjandi forseti sem situr undir ásökunum um mesta spillingamál forsetaembættis Bandaríkjanna sögunnar; að Bandaríkjaforseti gangi mála erlendra og fjandsamlegra ríkja, með öðrum orðum að hann sé múturþægur og selur þjóð sína fyrir einka hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar.

En ekkert um þetta í íslenskum fjölmiðlum nema kannski Útvarpi sögu. Annað hvort eru þeir sinnulausir og arfaslakir að leita upplýsinga eða þeir séu sáttir við hlutdrægan fréttaflutning vinstri sinnaðra fjölmiðla Bandaríkjanna sem þeir copy/paste.

Að lokum. Vísir kallaði Tucker Carlson nýyrði/orðskrípi sem er "fjarhægrisinnaður"! Er það sama hugtakið og hægri öfgamaður? Var það síðarnefnda ekki nóg sterkt til að lýsa Carlson?  Er Vísir þá "fjarvinstrisinnaður" fjölmiðill?


Joseph Biden Bandaríkjaforseti slær met

Demókratinn Joe Biden og forseti Bandaríkjanna er nú að slá öll met en samkvæmt skoðanna könnunum þar í landi, mælist hann með minnsta fylgi forseta á fyrra tímabili eða um 36%. Allar kannanir hníga í sömu átt, líka í könnunum svo kallaðra frjálslyndra fjölmiðla.  Yfirgnæfandi meirihluti Demókrata vilja einhvern annan í framboð í næstu forsetakosningar, bara einhvern annan. Fylgi svartra er komið niður í sögulegt 25% en í síðustu kosningum var það 75%. Svartir hafa alltaf kosið Demókrata sögulega séð en án atkvæði þeirra nær Demókrataflokkurinn ekki kosningum. Vegna afburðar lélega stjórnun, réttara sagt stjórnleysi, stjórnar Bidens, eru kjósendur að gefast upp á honum og hans stjórn.

Óveðurskýin hrannast upp yfir fjölskyldu hans og hann sjálfan en búast má við sprengju í dag þar sem a.m.k. níu meðlimir fjölskyldunnar verða afhjúpaðir fyrir fjármálaspillingu og hagsmundapot fyrir erlend öfl, sem kallast á mannamáli föðurlandssvik og landráð.

Þetta er alveg ótrúlegt að forseti Bandaríkjanna skuli vera undir ægivaldi erlendra ríkja en spillingarmál Biden fjölskyldunnar ná til Úkraníu, Kazakhstan, Rússlands og Kína (og fleiri ríkja). Sérstaklega vekur það áhyggjur tengsl Biden fjölskyldunnar við kommúnistaflokk Kína en milljónir dollara  streyma þaðan til fjölskyldunnar sem hún dreifir til fjölskyldumeðlimi eftir ákveðnu kerfi og inn á mismunandi bankareikninga.

Svo er það "laptop from hell" eða fartölvan frá helvíti hans Hunter Bidens sem ég fyrst Íslendinga vakti athygli á fyrir 3 árum.  Í þessari tölvu er alls kyns skítur, klám, upplýsingar um fjármála misgjörninga og margt fleira.  Líklegt er að Hunter fari í fangelsi fyrir skattsvik sem eru í beinu sambandi við múturgreiðslur erlendra ríkja til Biden fjölskyldunnar. En klíka yfirmanna í FBI hefur grafið málið og þannig haft áhrif á forsetakosningarnar 2020.  FBI á að heita löggæslustofnun og ein sú virtasta í heiminum en mikill meinbugur er þar innandyra og pólitísk spilling. Svo er CIA sérkapituli fyrir sig, ríki í ríkinu og stendur engum skil.

En að sjálfsögðu er ekkert fjallað um þetta í íslenskum fjölmiðlum en í uppsigi er mesta hneyksli Bandaríkjasögunnar, mál sem gerir Watergate innbrotið að minniháttar broti!

Djúpríkið er raunveruleiki í Bandaríkjunum og lýðræðið misnotað og brotið. Þetta er mikið áhyggjuefni ef bandarískir borgarar missa trúnna á kerfinu.  Svo höfum við Íslendingar okkar eigin gerð af djúpríki en það er embættismannastéttin sem stjórnar landinu áratugi saman á meðan kjörnir stjórnmálamenn koma og fara á fjögurra ára fresti.  


Varnar- og öryggisstefna Íslands síðan 2006

Hér kemur gömul grein sem ég skrifaði á Facebook, sýnist hún sé ekki til hér á blogginu. Endurbirti hana þar með enda hefur ekkert breyst í hermálapólitík Íslendinga síðan þá.

Greinin:

Það er mótsagnarkennt efni þegar fjallað er um varnarstefnu Íslands á 20. og 21 öld. Hún er bæði ruglingsleg og órökræn, enda hafa menn ekki vitað í hvorn fótinn á að stíga.

Staðreyndin er að við eru í varnarbandalagi vestræna ríkja og tökum virkan þátt í stjórnarstörfum Atlantshafsbandalagsins - NATÓ í dag. Á þessum tíma sem við höfum verið í NATÓ, síðan frá stofnun þess 1949, hefur gengið ýmislegt á og ógnin á stundum svo nálægð, að íslenskir ráðamenn töldu ráðlegt að kalla Bandaríkjaher landinu til varnar 1951, og það í ljósi þess að menn voru ekki alltof kátir með veru hans í landinu á stríðsárunum.

Undir verndarvæng stórveldis höfum við lifað við frið og hagsæld í 75 ár eða allt frá hernámi landsins 1940. Nánast alltaf, þegar komið hefur verið að því að beita áþreifanlegum vörnum, höfum við verið óbeinir þátttakendur. Þó höfum við sent mannskap til Afganistan og lýst stríði á hendur Íraks, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En ef á heildina er litið, vilja Íslendingar fá allt fyrir ekkert; fría ferð á kostnað samherja. Ekkert frumlegt framlag lagt fram né tilkostað. Íslendingar eru reyndar ekki þeir einu sem vilja spara, önnur Evrópuríki hafa sparað skildinginn í varnarmálum og nú er svo komið hjá flestum þessara ríkja, að eitt og sér getur einstakt ríki ekki varið sig sjálft, heldur verður það að reiða sig á sameiginlega hjálp bandalagsríkja.

Hins vegar er stefnuleysið í öryggismálum á Íslandi einstak og vekur athygli erlendis og sérstaka furðu sérfræðinga. Sænskir sérfræðingar kalla þetta varnarmálakreppu en ég ráðaleysi og ótta við að taka afstöðu. Hér reyna menn að fela umræðuna um hernaðarvarnir innan um önnur hugtök um ólíka hluti, eins og t.d. fæðuöryggi, sem koma raunverulegum varnarmálum ekkert við. Staðreyndin er sú að Ísland er veiki hlekkurinn í varnarkeðju vestrænna ríkja og hér ríkir tómarúm í landvörnum eftir brotthvarf BNA, sem erfiðlega gengur að fylla í.

Hafa verður í huga að í stjórnarskránni frá 1944 var ákvæði um herskyldu Íslendinga ef stjórnvöld kysu að koma henni síðar á. Þetta vildu menn hafa í handarjaðri þótt þá væri ljóst að Þjóðverjar væru að tapa stríðinu. Þetta var tekið út eins og ég hef áður minnst á opinberlega. Hins vegar kom ekkert bannákvæði í staðinn, bara þagað um varnarmál enda Bandaríkjaher til varnar forminu til en þeir nota landið eins og stoppistöð, koma hingað á æfingar, t.d. Norður-Víkinginn er haldinn og láta aðra bandamenn í Atlantshafsbandalaginu sjá um svokallaðar sýnilegar varnir og felast í því að flugsveitir koma hingað reglulega og stoppa við í nokkrar vikur.

Illu heilli var Varnarmálastofnun Íslands lögð niður 2010 þegar vinstri stjórn tók við stjórnvölinn og setti í forgang að leggja þessa ríkisstofnun niður. Varnarmálastofnun tók til starfa 1. júní 2008 og varð því ekki langlíf. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi 2009 samkvæmt þáverandi tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnananna við áform um stofnun innanríkisráðuneytis.

Ég skrifaði blaðagrein í Morgunblaðið um þörfina fyrir stofnun slíkrar stofnunar strax árið 2005, ári áður en bandaríkjaher yfirgaf Ísland.

 

Hér má sjá slóðina inn á blaðagrein mína: 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1046006/?item_num=3&searchid=f0c0f4257881776e3c12e3a1dbdc46041ebfb26a

 

Hér skortir því enn og aftur alla þekkingu og rannsóknir á þessu mikilvæga starfsviði íslenska ríkisins. Ég tel því ráðlegt að minnsta kosti verði hér stofnuð sérstök stofnun, sem við getum kallað ,,Öryggisrannsóknastofnun“ og sæi um rannsóknir og greiningar á sviði hernaðar- og hryðjuverkamála. Öll ríki stunda slíkar rannsóknir nema fáein örríki. Hlutverk þess væri að nokkru leyti ólíku því Björn Bjarnason sagði um leyniþjónustu hans ætti að gegna, enda viðfangsefnið að sumu leyti ólíkt. Hér væri lagt mat á hernaðarlegri ógn sem og hryðjuverkaógn, enda hafa mörkin hér að miklu leyti óskýrst. Ekki yrði rannsakað ógn af hendi glæpasamtaka eða önnur borgaraleg mál sem ætti að vera í höndum lögreglunnar. Ekki dugar að vera með hættumatsnefnd sem starfar aðeins í stuttan tíma eins og nú tíðkast.

Að lokum, svo allri sanngirni sé gætt má geta þess að Íslendingar hafa verið duglegir að munda penna og skrifa samninga og hafa þrátt fyrir allt tryggt að bandamenn komi til hjálpar ef út af bregður í öryggismálum.

Hérna má sjá varnar- og öryggissamninga Íslands við nágrannaríki síðan 2006:

 

 

 

 

 

 

 

 


Maður er nefndur Douglas A. Macgregor

Fram á sjónarsviðið hefur komið fyrrverandi ofursti, D.A. Macgregor sem hefur komið með frábærar greiningar á stríðum síðastliðna áratugi. Hann hefur skrifað fjórar bækur sem hafa haft áhrif á hvernig Bandaríkjaher stundar stríðsrekstur. 

En hann er umdeildur, því að hann lætur allt flakka og oft gegn ráðum skrifstofublækurnar í Pentagon og er það m.a. ástæðan fyrir að hann varð aldrei hershöfðingi. En hann hefur samt orðið áhrifameiri eftir herþjónustuferil sinn en þegar hann var í hernum. Kíkjum á stuttan æviferil hans og sjáum svo hvað hann hefur skrifað um stríð og pólitík. Kannski að ég skrifi fleiri en eina grein um hann ef ég tel tilefni til þess.

Douglas Abbott Macgregor (fæddur 4. janúar 1953) er ofursti og embættismaður í bandaríska hernum á eftirlaunum og rithöfundur, ráðgjafi og sjónvarpsskýrandi. Hann gegndi mikilvægu hlutverki á vígvellinum í Persaflóastríðinu og loftárásum NATO á Júgóslavíu árið 1999. Bók hans Breaking the Phalanx frá 1997 staðfesti hann sem áhrifamikinn og óhefðbundinn kenningasmið um hernaðarstefnu. Hugsun hans stuðlaði að breyttri stefnu Bandaríkjanna í innrás þeirra í Írak árið 2003.

Eftir að hann yfirgaf herinn árið 2004 varð hann virkari pólitískt. Árið 2020 lagði Donald Trump forseti til Macgregor sem sendiherra í Þýskalandi en öldungadeildin kom í veg fyrir tilnefninguna. Þann 11. nóvember 2020 tilkynnti talsmaður Pentagon að Macgregor hefði verið ráðinn sem yfirráðgjafi starfandi varnarmálaráðherra, embætti sem hann gegndi í minna en þrjá mánuði. Trump skipaði hann einnig á umdeildan hátt í stjórn West Point Academy. Hann leggur reglulega sitt af mörkum til Fox News og rússneskra ríkisfjölmiðla þar sem skoðanir hans á Rússlandi og Úkraínu hafa valdið deilum.

Kíkjum á bækur hans og umsagnir um þær. Byrjum á Breaking the Phalanx?  Hér er ritdómur um bókina:

Í bók sinni Breaking the Phalanx vekur Douglas A. Macgregor ofursti upp mikilvægar spurningar um framtíðarhlutverk landvalds í þjóðarstefnu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að beina miklu af umræðu sinni að núverandi endurskipulagningu hersveita, leggur Macgregor ofursti fram fjölmörg rök gegn því að fjármagna núverandi flotadeildir og ráðleggur gegn að fjárfesta í framtíðarvirkjunum á sjó.

"Macgregor ofursti líkir Bandaríkin nútímans við rómverska heimsveldið og heldur því fram að öryggi fyrir Bandaríkin sé ekki fólgið í sjóvaldi, heldur í framherjum í ætt við nútíma rómverska hersveitir. Hann segir að sjóherinn í dag sé afar viðkvæmur fyrir stýriflaugatækni og lofthernaði rekinn frá landi, eins og sást í orrustunni um Falklandseyjar. Macgregor ofursti setur sérstaklega fram þau rök að flugvélar á landi geti að mestu komið í stað flugmóðurskipa, sem í dag eru einfaldlega of dýr og viðkvæm til að gefa tilefni til frekari fjármögnunar. Að lokum heldur Macgregor ofursti því fram að hægt sé að skera niður fjárveitingar til hermála um 147 milljarða, þar sem 102 milljarðar koma beint frá afpöntun bæði Navys Nimitz-flokks flugmóðurskipa og FA-18EF Super Hornet áætlun þess.

Það fé sem sparast við slíkar niðurfellingar gæti þá verið fjárfest í nýrri tækni og sterkari heraflauppbyggingu á landi.  Gera rök Macgregors ofursta, eins og þau eru sett fram í Breaking the Phalanx varðandi flugflota Bandaríkjanna, bæði með tilliti til varnarleysis flota og kostnaðarhagkvæmni, réttlæta fyrirhugaða endurskipulagningu sjóhers? Við rannsóknir á þessari spurningu setur höfundur fram sögulega athugun á orrustuna við Falklandseyjar, með lexíu sem Bretar drógu, umbreytti, þar sem það var hægt, yfir í lexíu fyrir bandaríska sjóherinn í dag."

Nú hef ég ekki lesið bókina, bara bókagagnrýnina. Hann hefur rétt fyrir sér varðandi veikleika flugmóðuskipa. Eitt slíkt skip þarf mörg skip í fylgd til varnar. Það er aðgerðaskipan sem samanstendur af u.þ.b. 7.500 starfsmönnum, venjulega flugmóðurskipi, að minnsta kosti einni orrustuskipi, tundurspillasveit með að minnsta kosti tveimur tundurspillum eða freigátum  og flugsveit 65 til 70 flugvéla. Árásahópur flugmóðuflotans inniheldur einnig (stundum), kafbáta, meðfylgjandi flutningaskip og birgðaskip. 

En Bandaríkjaher er flotaveldi, sem tók við af breska flotaveldinu sem heimsflotaveldi. Með stofnun bandaríska flughersins eftir lok seinni heimsstyrjaldar, styrktist bandaríski flotinn.  Rómverski herinn var alltaf sterkastur sem landher, þótt floti Rómverjar hafi verið öflgur.  Bandaríkin verða aldrei landveldi vegna fjarlægðar frá vígvöllum erlendis.

BREAKING THE PHALANX? AN EXAMINATION OF COLONEL DOUGLAS A. MACGREGOR'S PROPOSALS REGARDING U.S. NAVAL AVIATION

Svo má ekki gleyma kafbátaflotanum sem í raun og veru tryggir kjarnorkuvopnafælingu gagnvart óvinum. Bandaríkjamenn ætti frekar að efla þann flota og þeir eru á réttri leið með stofnun geimflota sinn en átök framtíðar munu færast í meira mæli út í geim.  Nú ætla Bandaríkjamenn með NASA að stofna geimstöð á tunglinu fyrir lok þessa áratugar og það þarf að verja hana sem og gervihnetti sem og leysivopn staðsett á sporbaug um jörðina.  

Hafa verður í huga að bókin er orðin gömul og geimher Bandaríkjanna ekki enn stofnaður og ofurhraða eldflaugar ekki komnar til sögunnar.

En kenning hans um Falklandseyjarstríðið má yfirfæra yfir á stríð um Taívan (sem hann segir engar líkur sé að verði að veruleika) en kínverski flugherinn frá landi getur haldið flugmóðuskipadeildunum frá átakasvæðunum kringum eyjuna í mikilli fjarlægð. Bandaríkjaher verður því að treysta á kafbátaflota sinn sem og bandamanna sinna og hér á ég við um ástralska kafbátaflotann sem er að verða kjarnorkuknúin.

Gagnrýni á kenningu hans (sjá heimild að ofan): "Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun herafla yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og aðrar einingar á sjó yfirburði í loftrými og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og sjólyftu eignir í lofti yfirburði í lofti og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Þangað til  geimvarnarkerfi eru orðin það þróuð, sem byggir á árásir úr geimi niður á land eða sjó, sem getur veitt loftyfirburðir til varna skipa á hafi úti, eru flugmóðurskip og flugvélar þeirra, þrátt fyrir háan kostnaður, áfram mikilvægir vettvangar sjóhernaðar."

Svo voru mörg orð gagnrýnanda hans. En ég held að Macgregor sé ekki að vanmeta flugeiningar flugmóðuskipa og mat hans á getu flugmóðudeilda til árása á land sé réttmæt. Og það er rétt að flugmóðuskipahernaður er hernaður seinni heimsstyrjaldar. Yfirburðir neðansjávar (kafbátar) og í geimi (geimskip og leysivopnatækni), eru lykilatriði í sigri í stríði.

Stríðið í Úkraníu er pólitískt stríð og gefur það ekki rétta mynd af átökum stórvelda í framtíðinni.  Í stríði þar sem á að eyða herjum andstæðingssins og ekki hernám, eru skriðdrekar og landherir ekki notaður. Í Úkraníu er Pútín að reyna að breyta stjórnarfari (pólitískt stríð) í landinu og því gamaldagsaðferðir notaðar. Stríð framtíðar fara fram með drónatækni, gervigreind, vélmennum og stríðsvélar sjá um eyðinguna en mannshöndin á bakvið í öryggri fjarlægð. Bandaríkjaher mun snúa sér meira að þessari tækni, því að hann er viðkvæmur fyrir háar manntjónstölur (sem rússneski herinn virðist ekki vera, a.m.k. í sama mæli).

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband