Hitt og þetta - nokkrar hugleiðingar á föstudegi

Það hefur ýmislegt gerst í vikunni sem telst vera fréttnæmt.

Fyrir hið fyrsta og það sem vekur umhugsun, er svo kallaða tjónaskrá sem Evrópuráðið hefur fundið upp án nokkurra lagastoðar.  Nýir Versala afarkostir eru í boði fyrir taparann (sem enginn veit hver verður) í Úkraníu stríðinu. 

Menn læra seint af sögunni eða ekki neitt.  Afarkostirnir sem settir voru á Þjóðverja í lok fyrri heimsstyrjaldar (og þeir voru alla 20. öldina að borga) leiddu til anarkisma  í fyrstu í þýsku samfélagi en síðar til fasisma/nasisma.

Menn þóttust hafa lært af niðurstöðu fyrri heimsstyrjaldar í stríðslokin 1945 og ákváðu að í stað hefnda og kröfu um skaðabætur (reyndar voru Þjóðverjar rændir á báða bóga niður í skinn), að koma með Marshall aðstoðina, og aðstoða töpurunum, Þýskalandi og Japan að komast á fæturnar aftur en nú með lýðræði sem leiðarljós. Það tókst stórkostlega og bæði ríkin eru lýðræðisríki, friðsöm og efnahagsveldi.

En nú hafa menn gleymt sögunni í Versalasamkundunni í Hörpu. Nú á að krefjast skaðabætur. Hafa menn hugsað dæmið til enda? Til dæmis það að Rússland, eftir stríðið, verður ekki hersetið af erlendum herjum og því erfitt að þvinga Rússa til eins eða neins. Og Rússar eiga vini alls staðar.  Það eina sem gerist ef þessari kröfu er haldið er til streitu, er að búa til kalt stríð á nýju og skiptingu heimsins í tvær valdablokkir (Kína og Rússland í annarri) og Vesturveldin í hinni.

Það er ekki rétt að halda því fram að í menningunni sé engin framþróun... í hverju stríði eru menn drepnir á nýjan hátt. Will Rogers

 

---

Annarra manna fé (e. other people money) er hugtak notað um þá sem höndla með fé annarra, oftast á óábyrgan hátt. Enn á að halda til streitu, að því virðist, göng í gegnum Fjarðarheiði. Einhvers staðar sá ég verðmiðann 46 milljarða króna sem eru meiri en fjárlög til Vegagerðinnar 2020 sem voru met upphæðir upp á krónur 44 milljarða króna. Ég hef hvergi séð réttlætingu fyrir þessa framkvæmd í stað tveggja gangna til Miðfjarðar (sem gerir sama gagn en opnar hringleið um firðina). Hvernig geta menn réttlætt þetta þegar fyrirséð er að það taki 15 ár í viðbót að leggja af einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt, fyrir utan allar aðrar framkvæmdir sem eru afar brýnar, s.s. Sundabrautina. Og jarðfræðingar vara við 16 km löngum göngum í gegnum erfið jarðlög sem gætu reynst vera ný Vaðlaheiðargöng sem margföldustu í verði vegna vatnsleka og annan vanda.

---

Nú er ljóst að utanríkisstefna núverandi ríkisstjórnar er samsull af bulli. Þrír afar ósamstæðir flokkar mynda ríkisstjórna og einn með algjörlega andstæða stefnu í varnarmálum en hinir. VG hafa þurft að kokgleypa og draga til baka stefnu sína um Ísland úr NATÓ (og herinn burt, sem fór reyndar sjálfur án þess að spyrja kóng né prest). Er flokkurinnn trúverður? Meira segja meirihluti kjósenda VG telur stefnuna ranga og vilja vera áfram í NATÓ.

Og "kvenskörungarnir" tveir úr Sjálfstæðisflokknum telja sig vera grúpppíur og fylgja í einu og öllum sem grúppan telur vera rétt. Þær hafa gleymt hugmyndina að sjálfstæða utanríkisstefnu fyrir sjálfstæða þjóð í frjálsu landi. Þær og aðrir í ríkisstjórninni gleyma lexíunni úr mannkynssögunni sem er að örþjóð heldur kjafti, kemur sig í skjól vinveittra ríka og skiptir sér ekki af slagsmálum stórþjóðanna. Að það er viturlegra að koma fram sem sáttasemjari og boðberi friðar en taka þátt í stríðbrölti með engan her að baki!

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband