Zelenský á leiðinni til Íslands?

Karlinn Volodomyr Zelenský  hefur verið að fikra sig upp Evrópu. Fór til Ítalíu, síðan Þýskaland og er kominn til Bretlands. Hann mun ekki vannýtta svona áróðurs tækifæri eins og leiðtogafundur Evrópuráðsins óneitanlega er.  Leiðtogar allra 46 aðildarríkja þess koma saman á Íslandi og ræða innrás Rússa í Úkraínu.  

Á vef RÚV segir að nær öll ríki Evrópu eiga aðild að Evrópuráðinu. Vatíkanið er eina ríki Evrópu sem aðeins er áheyrnarfulltrúi án atkvæðisréttar á þingi ráðsins, og situr þar í sama hópi og Bandaríkin, Kanada, Mexíkó, Ísrael og Japan.

Rússland er ekki lengur með aðild að Evrópuráðinu. Rússar gengu í ráðið árið 1996 en árið 2014, eftir innlimun Krímskaga, voru þeir sviptir atkvæðisrétti á þingi Evrópuráðsins.

Spurning hvort að hann sníki far með forsætisráðherra Bretlands til Íslands?

Talandi um stríðið í Úkraníu og fundinn, þá kemur ekkert út úr honum annað en orðasnakk og einskisverðar yfirlýsingar, varla pappírsins virði. 

Það er þannig að þegar stríð hefur brotið út, stöðvar ekkert það nema að annar hvor aðilinn verði örmagna og gefist upp eða leiðtogaskipti verða.  Í raun þurfa bæði Zelenský og Pútín að fara úr embætti og aðrir (friðardúfur) að taka við til að slíkt verði.

Um stöðuna í Úkraníu.  Pútín þarf ekki annað en að stunda kyrrstöðu stríð og bíða eftir að Úkraníumenn þrýtur fé og/eða vopn.  Hann gæti líka vonast eftir leiðtoga skipti í Bandaríkjunum og að repúblikani taki við forseta embættinu en Repúblikanaflokkurinn er almennt á móti fjáraustrinu til stríðsins.

Hvers vegna enginn talar um frið, nema Donald Trump og Xi Jinping, er mér óskiljanlegt. Getur Guðni Th. Jóhannesson forseti litið upp úr bókaskrifum augnablik, notað tækifærið og messað yfir evrópsku stríðsþjóðirnar gild friðar? Koma með eldmessu ræðu.  Eða eru við Íslendingar bara plat friðarþjóð?

CNN spyrillinn í Town Hall borgarafundinum um daginn reyndi að veiða Trump í gildru með að spyrja, með hverjum stríðsaðila heldur þú með?  Hann sagði: "I just want people stop dying!" Og hann myndi stuðla að friði samstundis.

Heimsstyrjöldin síðari kenndi okkur að á meðan það eru til vopn og fé, geta menn barist til síðasta manns eins og Þjóðverjar gerðu í raun. Aldrei gefist upp. Þetta stríð gæti verið þannig þráskák.  Bara að Minsk samkomulagið hafi verið virt og engin forsetaskipti átt sér stað í Bandaríkjunum, værum við ekki í þessari stöðu. Zelenský og Pútín eru skildir Þránd í Götu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Var einhver búinn að gleyma þegar Trump skammaði Þýskaland fyrir að vera háð Rússland um gas og NATÓ-ríkin að eyða peningum í varnarmál? 

https://fb.watch/kx_F8ySLW6/

Birgir Loftsson, 15.5.2023 kl. 14:29

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Fyrirgefið...að eyða EKKI....

Birgir Loftsson, 15.5.2023 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband