Sjálfsmorð bandarískt stjórnarfars

Stjórnmálakerfið bandaríska framdi harakiri til að leggja Trump (sem er bara stundar fyrirbrigði - mesta lagi 8 ár við völd).

Hatursmenn Trump hafa brotið svo mörg norm í valdakerfinu við reyna að leggja hann, að kerfið er rústir einar. Nefni sem dæmi FBI og CIA sem fengu á baukinn í Durham skýrslunni og báðar stofnanir rúnar trausti.  Repúblikanar bjóða ekki fram hægri vangann eftir slíka orrahríð og hætta er á að lýðræðið verði þarna á milli og eyðileggist. Hefndartímar eru framundan, sem eru ekki almenningi hagfelldir.

Kapal fjölmiðlarnir frömdu líka harakiri við að leggja Trump og nú síðast ætlar að Foxnews að fara sömu leið. En eitt er víst að djúpríkið er til, líka hérlendis í formi embættismannakerfisins sem stjórnar landinu áratugi til áratugar, ekki bara 4 ára eins og stjórnmálamennirnir. En bandaríska djúpríkið hefur á að skipa leyniþjónustustofnunum sem það íslenska hefur ekki. Subbugangurinn af átökunum er því mikill.

Það hefði verið betra að þreyja þorrann og bíða eftir að Trump hverfi af sjónar sviðinu en að leggja allt í rúst, bara til að eyðileggja einn mann. En skriffinnarnir voru bara svo hræddir við að hann upprætti djúpríkið að gripið var til fyrirbyggjandi aðgerða, jafnvel áður en hann komst alla leið í Hvíta húsið.

Em eitt er víst að fjölmiðlar hérlendis birta bara bjagaða mynd af því hvað er að gerast í Bandaríkjunum, n.k. brotabrot eða púsl, og eftir stendur íslenskur almenningur ráðvilltur og búinn að læra að Trump er vondi karlinn en Joe Biden afinn.

Ég spái, ef Trump lifir af, og hann komist til valda, að djúpríkið verði stútað en það hefur ráðið ríkjum síðan í valdatíð Eisenhower sem varaði við því en hann hafði þá misst tökin. Trump hefur þá engu að tapa...hefndartímar fyrir hann en einnig líka fyrir Repúblikanaflokkinn. Flokkurinn er að velta fyrir sér að sundra FBI í núverandi formi og draga úr fjárveitingum til þessarar fyrrum virtu löggæslustofnunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bæði hér á landi, í Bandaríkjunum og í hinum vestræna heimi er sama sviðsmyndin. Hægriöfl og vinstriöfl verða að læra af eigin mistökum og minnka spillingu í eigin herbúðum ellegar hrun verði í vændum. Vinstriöfl verða að viðurkenna tengsl við George Soros og WEF, Davos, og komast að samkomulagi um að mikill hluti þess sem Trump og aðrir samsærlingar boða sé réttur. Á móti verða hægrimenn að viðurkenna að eitthvað af boðskapnum um hamfarahlýnun er réttur.

Almenningur veit að margt er rétt og satt í ýktustu sviðsmyndum. 

Samstarf vinstri og hægri á Íslandi er ekki til fyrirmyndar. Það er eiginhagsmunagæzla og stöðnun. 

Að taka á spillingu, annað þýðir ekki.

Bandaríkin hafa verið fyrirmynd og stjórnað vestrænum heimi. Ef öfgar halda þar áfram að aukast má búast við að molni undan stjórnkerfinu og skærur og upplausn taki við.

Margt merkilegt í pistlum þínum.

Ingólfur Sigurðsson, 25.5.2023 kl. 23:13

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Þakka þér fyrir innlitið Ingólfur.  Ég get tekið undir hvert orð sem þú segir.  En það er eitt sem ég hef ekki komist að niðurstöððu að, en það er loftslagsváin svonefnda. Er koltvísýringurinn allt að drepa?

Þetta las ég á netinu: "Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti jarðar er um þessar mundir næstum 412 ppm (ppm) og hækkar. Þetta er 47 prósenta aukning frá upphafi iðnaldar, þegar styrkurinn var nálægt 280 ppm, og 11 prósent aukning frá 2000, þegar hann var nálægt 370 ppm."

Annars staðar las eftirfarandi: "Koltvísýringur er til í lofthjúpi jarðar í styrkleikanum um það bil 0,04 prósent (400 hlutar á milljón) miðað við rúmmál. Það er framleitt úr öndun manna og dýra, eldfjöllum, hverum og hverum, og brennslu á kolum, jarðolíu og jarðgasi, sem almennt er þekkt sem jarðefnaeldsneyti."

Það er svolítið erfitt að að sjá loft tegund sem er aðeins 0,04% sé allt að drepa. En hvað veit ég? Þetta er enn spurningarmerki í mínum augum.

En annað veit ég örugglega, en það er að mengun (rusl mengun, eyðing gróðurs og dýralífs, eiturefna útblástur og önnur mannanna verk) og fólkfjöldi í heiminum er allt að drepa. 

Mengunin (að mestu frá stórríkjum Asíu með Kína í fararbroti) er mesti ógnvaldur mannkyns. Náttúran er sífellt að minnka og eyðast eftir sem mannabústaðirnir fjölga.

Góðu fréttirnar er að áæltað er að mannfjöldinn toppi við 11 milljarða manna. Jörðin sem hefur farið í gegnum mörg hamfaraskeið, síðast fyrir 60 milljón ára og fyrir 200 milljónir ára, hefur ótrúlega seigni að lifa af.

Birgir Loftsson, 26.5.2023 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband