Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Robert William Fogel (1983)

Hin nýja gerð af vísindasagnfræði, sem Robert William Fogel kallar ,,cliometrics”, varð til sem undirgrein sagnfræðinnar um 1950.

Þeir sem skrifa vísndasagnfræði, hafa verið flokkaðir undir ,,skóla”, en Fogel segir að það hugtak sé villandi, því að aðferðafræði, sjónarhorn og viðfangsefni þeirra er mjög misjafnt.

Sameiginlegt einkenni ,,cliometricians” er að þeir styðjast við mælieiningaaðferðir og hegðunarmódel (e. behavioral models) félagsvísinda til þess að rannsaka sögu. Hin klíómetríska nálgunin var fyrst kerfisbundið þróað í hagsögu, en breiddist fljótt út til mismunandi sviða, svo sem mannfjölda- og fjölskyldusögu, þéttbýlissögu, þingsögu, kostningasögu og upprunasögu (e. ethnic history).

Clíómetrinn (e. cliometrician) rannsakar sögu til að leggja grundvöll að módel fyrir mannlega hegðun. Þeir trúa því að sagnfræðingurinn hafi ekkert um það að segja, hvort hann noti hegðunarmódel eða ekki, því að allar tilraunir til að útskýra sögulega hegðun, innihaldi einhverja gerð af módeli. Spurningin sé bara hvort að módelið sé rétt unnið. Þessi nálgun leiðir Clíómetrann stundum til þess að kynna sögulega hegðun með stærðfræðilegar jöfnur og leita að sönnunum, venjulega mælanlegar, með getu til að staðfesta þessar jöfnur eða fella þær. Yfirleitt eru þessar jöfnur einfaldar í gerð en hafa reynst öflugar við að varpa nýju ljósi á fortíðina, mun frekar en hefðbundin frásagnaraðferð. Þetta hefur leitt til þess að túlkun á sumum sögulegum viðburðum hefur verið breitt umtalsvert.

Mestur hluti verks Clíómetrans hefur hingað til verið að gera þessi módel betri úr garði gerð, sem skort í hefðbundinni frásagnaraðferð og halda fram með reynslunni gildi þessara módela.

Í öðru lagi, hefur stærðfræðileg einkenni hjálpað til við bera kennsl á hlaupabreytum í hinnar sögulegu frásagnaraðferð. Vegna ófullkomleika gagna sem oft stuðst er við, hefur það leitt til þess að sagnfræðingar hafa mismunandi skoðun á gildi þessara talna sem koma inn í greiningu þeirra. Það er hins vegar frekar lýsing en greining sem einkennir starf Clíómetrans, þar sem áhersla hefur verið lögð á að komast að því hvað gerðist í raun og veru.

Hugtakið Clíómetri stendur fyrir fræðimann, sem þó nota tölur eða stærðfræðilegar hugmyndir, byggja eftir sem áður rannsóknir sínar á skýrum félagsvísindalegum módelum. Vísindalegur sagnfræðingur lítur venjulega á söguna sem svið sem styðst við félagsvísindi, og halda því fram að greiningarlegar og tölfræðilegar aðferðafræði þessara sviða sem jafn viðeigandi viðfangsefni við rannsókn á fortíðinni og rannsóknir á vandamálum samtíðarinnar.

Hefðbundnir sagnfræðingar eru oft ekki sammála þessu mati. T.d. halda þeir Handlin, Hexter og Elton ásamt fleirum því fram, að sagnfræðin innihaldi sérstaka gerð af hugsunarhætti sem mjög frábrugðið því sem viðgengur í öðrum fræðigreinum.

Margir hefðbundnir sagnfræðingar hættir til að einbeita sér að tiltekinni persónu, stofnun, hugmynd og óendurtekningarlegum atburðum; þeir sem reyna að rannsaka samhangandi fyrirbrigði, styðjast takmarkað við hegðunarmódel og treysta venjulega á bókleg sönnunargögn.

Clíómetrinn hefur hins vegar tilhneigingu til að einbeita sér að samansafn einstaklinga, flokka stofnanna og viðburði sem hægt er að endurtaka; útskýringar þeirra fela oftast í sér nákvæmt tiltekin hegðunarmódel og þeir treysta mjög á mælanleg sönnunargögn. Að sjálfsögðu eru þessar nálganir ekki ósamtvinnanlegar eða svo gagnstæðar að þær fari ekki saman.

Til dæmis myndi hefðbundinn sagnfræðingur vilja vita hvers vegna John Keats dó á þessum tíma, á þessum stað og þessar sérstöku aðstæður sem hann dó undir. Hins vegar myndi félags-vísindalegi sagnfræðingurinn reyna að útskýra orsök dauða meðal Englendinga og hvers vegna dauði sem orsakast af ,,tuberculois” var svo tíður á fyrri helmingi 19. aldar.

Clíómetrinn er öðruvísi en félags-vísindalega hefðarsinnar (e. social-scientific traditionalists) að því leitinu til, að hann styðst við félagsvísindalegar kenningar, þó svo að hinir síðarnefndu styðjist við kenningar en hann aftur á móti prófar kenningar sínar vísindalega. Margir halda því fram að formleg próf á kenningum eigi ekki erindi í sagnfræði og neita því að mikilvægar spurningar geti verið svarað með mælanlegum prófum sem eru algeng í clíómetrískum verkum. Í þessu eina atriði, þessi prófun, skilur klíómetrann frá hefðbundnum sagnfræðingi. Aðferðir við staðfestingu sannanna greinir þessa hópa að. Hefðbundnir sagnfræðingar styðjast við aðferðir sem snúa að sérstökum atburðum með sérstökum einstaklingum, heldur en endurtekning atburða sem feli í sér þátttöku stóra hópa af einstaklingum.

FogelRobert William Fogel segir að lokum, að hin klíómetríska nálgun geti verið áhugaverð, jafnvel þótt rétt staðfesti það sem þegar hafi verið uppgötvað með hefðbundinni sögulegri aðferðafræði og beint ljósi að áður huldum hlutum.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Emmanuel Le Roy Ladurie (1979))

Emmanuel_Le_Roy_Ladurie_par_

Sérfræðingar í franskri efnahagssögu hafa ávallt unnið með tölur en síðan um 1930, hefur kerfisbundin notkun mælieiningaráðið ferðinni í þessum fræðum en samt ekki eins mikið og hjá bandarískum ,,econometricians” og ,,historio-metricians”.

Þessi nýja hagsaga virðist hafa snúist um nokkur lykilhugtök tengdum verðbreytingum. Síðar var þetta tengt við efnahagsvaxtargreiningu með tilliti til eftirspurnar og framboðs-fólksfjölgun, framleiðslu og innkomu.

Faðir þessarar efnahagssögu var Franqois Simiand sem hafði áhrif á heila kynslóð sagnfræðinga sem rannsakaði langtímaáhrif verðhreyfinga. Hann kom með verðmódel sem margir sagnfræðingar notuðu við rannsóknir á miðöldum og nýöld.

Síðan um 1960 hefur hin magnbundna sagnfræði (talnasagnfræði) hlotið nýtt líf með nýjum kenningum um efnahagsvöxt.

Hagsögufræðingar (e. economic historians) og hagfræðingar (e. historical economists) eru oft ekki á sama máli um sama fyrirbrigði. Höfundur tínir til mörg dæmi hvernig tölur hafa verið notaðar í sagnfræðirannsóknum og aðferðafræði sem tengist þessu.

Emmanuel Le Roy Ladurie segist í þessari grein hafa bundið sig við efnahagsögu, þar sem magnbundnar rannsóknir eru bæði undirstöðuatriði, og nú á dögum, viðurkenndar sem slíkar. Tölfræðisaga eða ,,raðsaga” (e. serial history) er þetta stundum kallað, hefur breyst út til annarra sviða og spurninga. Til dæmis við trúarbragðasögu og viðhorfasögu (e. history of attitudes). En sérstök rannsóknarsvið, hafa hingað til ekki stuðst við talnasagnfræði, eins og til dæmis söguleg sálfræði en þeir sem skrifa slíka fræði eru reyndar enn að finna rétta aðferðafræði fyrir rannsóknir sínar.

Emmanuel Le Roy Ladurie segir að vissar varúðarráðstafanir verði að gera þegar tölur eru annars vegar, því annars er hægt við að útkoman verði fáranleg. En hann segir að jafnvel í sagnfræði sem hingað til hafi sleppt talnafræði, þá komi að því að sagnfræðingurinn verði skrá hjá sér tíðni, mikilvægar endurtekningar eða prósentuhlutfall. Slíkur útreikningur gæti reynst vera mikilvægur og varpað nýju ljósi á rannsóknir sem hingað til virðast ekki gefa mikið nýtt af sér.

Að lokum segir Emmanuel Le Roy Ladurie, að í sinni grófustu mynd, megi segja að saga sem sé ekki mælanleg, geti ekki kallast vísindaleg.


Páskar voru notaðir fyrir tímasetningar - rímfræði

Hvernig fóru menn að því að reikna út tímann í gamla daga?

 Latneska minnisþulan Cisiojanus notuð til að telja daga ársins og messudaga. Þekkt frá 12. öld víða um Evrópu en elsta þekkta íslenska útgáfan er frá fyrri hluta 13. aldar. Einnig til eftir siðbreytingu.

 Calendaria eru til mörg.

 Daganöfnin í sjödagaviku eru eldri en kristni á Norðurlöndum. Á Íslandi hafa nokkur þeirra breyst vegna áhrifa kristninnar.

 Rímtöl eða rímfræði er í raun tímatalsfræði. Sólarhringurinn var skiptur með þrenns konar hætti:

a. Jafnar stundir, 24 stundir (nú klukkustundir).

b. 7 kanónískar stundir eða tíðir.

c. Alþýðuleg skipting sólarhringsins í 8 eyktir.

Tímatalsfræði (krónólógía): Felur í sér útreikning tímans eða mælingu hans. Tvenns konar viðhorf gætir í tímatalsfræði:

 Stærðfræðileg tímatalsfræði: Ýmsar tímaeiningar bornar saman og skoðaðar með tilliti til gangs himintunglanna.

 Sagnfræðileg tímatalsfræði: Eru kerfi til tímatals sem hvert samfélag hefur komið sér upp til að koma á festu í daglegri tilveru sinni.

 Egyptar notuðu óbundið sólár.

 Rómverjar notuðu bundið tunglár. Bæta verður við það hlaupaársdögum og hlaupár.

 Grikkir til forna studdust við tunglár með 354 dögum. Þeir sýndu síðan fram á reglubundið hlutfall milli sól- og tunglár.  Tunglöld er 19. ár. Árið 1 var notað sem upphafsár fyrsta 19 ára tímabilsins fyrir miðaldir.

 Sólaröld er 28 ár. Í einu ári eru 52 vikur og 1 dagur (í hlaupaári 2 dagar). Á miðöldum var kerfi þetta látið byrja árið 9 f. Kr. Hvert ár fékk tölustaf 1-28 (sólartal). Þetta kerfi ekki notað til tímasetninga í heimildum eftir 14. öld.

Útreikningar páska:  Kirkjuþingið í Nikeu (325) samþykkti að halda páska á sunnudegi eftir fullt tungl á vori. Dionysius endurbætti páskaútreikninginn um 525 en Beda breiddi þetta kerfi manna mest út.

 Páskatöflur voru gerðar á miðöldum til þess að létta mönnum páskaútreikninginn. Síðar bætt við ýmisar mikilvægar dagsetningar.

 Út frá formi páskatöflunnar urðu til almanök (calendaria) og annálar eða árbækur.

 Til að reikna út páska eins og Dionysius, varð að þekkja bæði stöðu sólar (vegna vikudagsins) og tungls (vegna þess að miðað var við fullt tungl er tími páskana var reiknaður).

 Sólaröld (28 ár) margfölduð með tunglöld (19 ár) = páskaöld (532 ár).

Ártalsviðmiðanir:

• Miðað við Krists burð (Dionysius).

• Hellenískir sagnaritarar miðuðu við ólympíuleikana á 4 ára fresti frá árinu 776 f.Kr. (lögðust af 394 e. Kr.).

• Rómverjar miðuðu sitt við stofnun Rómar (753/52 f.Kr.).

• Jústiníanus lét miða ártöl við ríkisstjórnarár keisara frá og með 537 e.Kr. Páfi tók þetta upp en frá og með árinu 781 miðaði hann við ponifíkatsár eða vígsludag hans í stað keisaraárs.

• Á miðöldum var oft miðað við ríkisstjórnarár konunga í skjölum.

• Indictio árs sýnir stöðu árs í fimmtán ára hring (cyclus) eða öld. M.ö.o. er þrjú 5 ára skattatímabil sett saman í eitt manntalstímabil sem er 15 ára tímabil.

Ársbyrjanir:

o Ársbyrjun verður þann dag sem ártal er hækkað um eina einingu.

o Rómverjar miðuðu við 1. janúar (innsetningadag konsúlanna). Kristnir nýttu sér þetta en miðuðu við umskurn Krists (umskurðarstíll).

o Í Róm til forna og hjá Frönkum; miðað við 1. mars. o Ársbyrjunin 25. mars (Maríuár) tíðkaðist á Bretlandseyjum á miðöldum.

o Páskaár hafði ársbyrjun á páskum með 35 mögulega daga sem ársbyrjun.

o Ársbyrjun 25. desember var talsverð algeng á miðöldum (jólastíll).

Endurbætur á tímatali:

 Tímatal á miðöldum ekki í samræmi við raunverulegt trópískt ár. Skekkjur bæði í ársútreikningi og páskaútreikningi.

 Leiðréttingar á tímatali um 1577.

 Skekkjan í júlíanska tímatalinu (gamli stíll) var 1 dagur á 310 árum.

 Endurbætta tímatalið er kallað gregórisanska tímatalið (nýi stíll). Tekið upp á Íslandi árið 1700.

Gleðilega páska!


Sagnfræði og sagnfræðingar (Richard Hofstadter (1956))

Richard_Hofstadter

Richard Hofstadter segir að atvinnusagnfræðingar í dag eigi við þann stöðuga vanda að glíma, að vita fyrir hverju þeir standa. Tvær hefðir eru nú ríkjandi og móta þjálfun sagnfræðingsins og verkefni.

Hin fyrri er hin kunna sögulega frásagnargerð, sem er eins konar form bókmennta og alltaf virðist vera þörf fyrir að gera; frásagnarbækur um sögulegt efni.

Hin síðar nefnda er hið sögulega viðfangsefni sem fjallar um vel afmarkað efni (e. monograph) og hugmyndafræðilega er ætlað að snerta á vísindalega spurningum, sem sagnfræðingurinn er þjálfaður til að skrifa um í fræðiritum ætluðum fræðimönnum.

Frásagnarhöfundur hikar sjaldan við að endursegja sögu sem þegar er nokkuð vegin þekkt, hann bætir kannski við nokkrum nýjum upplýsingum en sjaldan kerfisbundið eða með skýrum og greinandi tilgangi. Höfundur fræðirits (e. monograph) tekur hins vegar upp á því að bæta við nýjum upplýsingum við þann þekkingasjóð sem fyrir er hendi, eða greina á nýjan hátt þýðingu samhengi sögulega viðburða.

Margir sagnfræðingar, sérstaklega þeir bestu, hafa bundið saman báðar þessar gerðir í einu verki. En greinin sjálf, sem heild, hefur átt í erfiðleikum með að ákveða hlutverk sagnfræðingsins sem virðist gegna tvöföldu hlutverki, og þessi óvissa hefur verið mikilvægasta ástæðan fyrir um óvissunni um gildi flestra sagnfræðirita.

Mörgum sagnfræðingum finnst það vera ófullnægjandi verk að aðeins endurtaka, með smávæginlegum breytingum, það sem við þegar þekkjum um fortíðina; en mónógrafían, sem þó er ætlað að komast yfir þessari takmörkun, skilur lesandann, jafnvel höfundinn sjálfan, í óvissu um hvaða hlutur hinnar nýju þekkingar sé raunverulega mikilvægur.

Þessari tvíhyggju er viðhaldið með þeim kröfum sem gerðar er á hendur sagnfræðingsins. Samfélagið biður hann um að útvega því minningar. Þessi gerð af minningum sem of oft er krafist, er ekki mjög ólík þeim sem við útvegum handa okkur sjálfum – það er, minningar sem ætlað það hlutverk að gleyma, endurraða, aflaga og fella úr eins mikið og þörf er fyrir, til þess að gera okkar eigin sögulega sjálfsímyndun ásættanlega.

Samfélagið hefur einnig annað hlutverk handa sagnfræðingnum; að greina reynslu þess á þann hátt, að hægt sé koma hana í nothæfa gerð fyrir eitthvað ákveðið verkefni. T.d. gæti her beðið sagnfræðing um að safna saman upplýsingum um fyrri stríð í von um slíkar upplýsingar gætu orðið nothæfar í stríðum framtíðar (ath. Patton hershöfðingi leitaði í smiðju Sesars og æðsti hershöfðingi Japana sem vann Rússa 1905, stældi aðferðir Nelson flotaforingja).

Þessi tvíhyggja hefur sína kosti og galla. Hún gerir sagnfræðingnum erfitt fyrir um að ákveða hlutverk sitt (er hann rithöfundur eða tæknimaður? Eða er hann vísindamaður eða spámaður?). Hins vegar getur hún hjálpað honum. Hún gefur honum tækifæri til þess að eiga samskipti við hina ýmsu fræðimenn og fræðigreinar, við stjórnmálamenn og opinbera stjórnsýslu, við blaðamenn og fjölmiðla, við bókmenntir og gagnrýnisstefnu (e. criticism), við vísindi, heimspeki, listir og við félagsvísindi.

Sagnfræðin sker sig frá öðrum fræðigreinum, líka félagsvísindum, hvað varðar hinu sérstöku vandamálum sem hún fæst við, aðferðafræði, takmörkunum og tækifærum. Hins vegar er samband sagnfræðingsins við félagsvísindin mun mikilvægari hjá núverandi kynslóð af sagnfræðingum en nokkrum sinni fyrr í fortíðinni, sem er líklega að þakka þeim miklu framförum sem félagsvísindin hafa tekið síðastliðna áratugi.

Fræðigreinar sem krosstengjast (e. inter-disciplinary work)

Richard Hofstadter segist ómögulega geta kerfisbundið eða formúlera það sem hann gerir sem sagnfræðingur, og tengja við félagsvísindi sem hann finnst vera ruglingsleg, þó að hann telji að þau hafi hjálpað til við að benda á nýja ályktun en ekki nýja niðurstöðu, vegna þess að slík vandamál eru aldrei leyst.

Mónógrafían hefur stundum valdið vonbrigðum, jafnvel í því greinandi verki sem henni er ætlað að sinna og sama má segja um frásagnaraðferðina, hún hefur oft ekki leitt til skilnings á viðfangsefninu. Hann bendir á félagsvísindin sem leið út úr þessum vanda. Hún getur gengið í lið með þessum tveimur fyrst greindum hefðum. Félagsvísindin, með sína aðferðafræðilega sjálfsvitund gæti haft eitthvað að gefa til greinandi þátt rannsókna sagnfræðingsins. Hægt er að hræra saman frásögn, mónógrafíu (sem tapar ekki greiningarþátt sinn og hættir að líkja eftir vísindi) við aðferðir félagsvísinda og fá út úr því eitthvað nýtt.

En hvernig getur félagsvísindin farið saman við frásagnaraðferðina sem fæst við karaktera? Jú, sagnfræðingurinn fær hugmyndir og aðferðir frá félagsvísindunum og geta þjónað ,,catalytic function” fyrir hann. Þau geta hjálpað sagnfræðingnum að aðlaga að sér í eigin tilgang sérstaka nútímasýn í mannlega hegðun og karakter sem hann hefði annars ekki getað gert.

Næsta kynslóð mun þá e.t.v. upplifa samblöndu af sagnfræði og félagsfræði, samblanda af hefðbundinni sagnfræði og félagsvísindum. Hún verði öðru vísi að því leitinu til að hún verður ekki eins og frásagnarsagan í því að helsta hlutverk hennar verður greining. Hún verður ólík mónógrafíunni í því að hún verður meðvituð hönnuð sem bókmenntaform og mun fókusa á vandamál sem mónógrafía hefur hingað til ekki getað átt við. Hún mun taka upp sýn félagsvísinda og að einhverju leyti aðferðir þeirra – hún gæti orðið að bókmenntalegri mannfræði (e. literary anthropology) og tekið upp aðferðafræði úr öðrum fræðigreinum til að fást við gömul vandamál sem sagnfræðin hefur átt við að glíma lengi.

Richard segir að sagnfræðin greini sig á margan hátt frá náttúruvísindum sem og flestum greinum félagsvísinda með sínum tölfræðilegu alhæfingum og þar sem jafnvel er hægt að koma með tölfræðilega forspá. Nútímasagnfræðingurinn hefur ekki áhyggju af þessu. Og ef sagnfræðin féllur ekki undir hinna hefðbundnu greiningaaðferðir vísinda, þá gæti það hjálpað að flokka hana undir hugtakið Wissenschaft en ekkert enskt orð nær utan um þetta hugtak- sem er lærð fræðigrein með ákveðna hugfræðilega þætti, byggja á sannreynalegum þáttum og gjöfullri þekkingu.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Alan Bullock ( 1994))

Sir_Alan_Bullock_in_1969

Alan Bullock segir að það hafi farið fram mikil umræða í samtíð sinni hvort að hin hefðbundna sagnfræði; frásagnarsaga, stjórnmálasaga eða ,,saga að ofan” – eigi enn erindi við okkur, skipti máli og hvort það eigi ekki að skipta þessari sagnfræði út fyrir nýju móteli, félags- og efnahagssögu, ,,sögu að neðan” sem sé nýtt mótel tengt félagsvísindum nánum böndum, svo sem hagfræði, félagsfræði og mannfræði. Hann vill snúa þessar spurningu upp í hvort hvers konar sagnfræðirannsóknir eigi sér framtíð og hvort fortíðin skipti lengur eitthverju máli?

Sumir segja að svo sé orðið og nefndar eru til þrjár meginástæður.

Í fyrsta lagi eru það hinu stöðugu og áframhaldandi hröðun breytingar sem hafa átt sér stað í nútímanum sem eigi ekkert fordæmi í sögunni. Samtíðin er orðin gjörólík fortíðinni og því ekki hægt að bera þetta saman.

Í öðru lagi er það vegna þess að hin ótrúlega hröðun breytinga hefur haft í för með sér jafnmiklar dramatíska aukningu í hlutfallslegri stærð. T.d. hefur mannfjöldinn síðan um aldarmótin 1800 (um 750 milljónir) aukist í 6 milljarða en um 1800 bjó mikill meirihluti mannkyns í þorpum en nú í borgum. Þetta er ekki stigvöxun heldur ,,but of kind”.

Í þriðja lagi er ástæðan sú að þeir sem þurfa að sjá fram í tímann og eiga við framtíðarvandamálin, eru orðnir sannfærðir um að þeir verði að reiða sig á hinn einstaka árangur vísinda og verði að bera bækur sínar saman við vísindauppgötvanna og tækniframfara til þess að geta átt við þessi vandamál. Það sé m.ö.o. tímasóun að horfa aftur í tímann í leit að svörum.

Alan Bullock segir að í siðmenningu sem snýr sig sífellt meir að framtíðinni, getur þekking á sögu, meðfram þekkingu á bókmenntum og listum, geta haft gildi í sjálfu sér eða með orðum Francis Bacon, sem skraut í fyrirlestri eða samræðum (að slá um sig einskis nýta þekkingu sem þó sýnir að viðkomandinn sé vel menntaður – líkt og slá um sig með latínukunnáttu) og eigi ekkert erindi við alvöru lífsins.

Málsvari þess að sagan sé mikilvæg (the case for history´s relevance)

Alan Bullock segir að mótstaða þjóða Austur-Evrópu gegn kommúnismanum hafi byggst á sögulegri samsömun eða sögulegri sjálfsímyndunum sem hafi haldið í þeim lífið á meðan þessi stjórnmálastefna ríkti en þessi sjálfsmynd þeirra, eftir að kommúnisminn féll, hefur verið helsta hindrun þeirra á braut framfara og friðar, þar byggt er á valinni sögu. Svo sem einnig farið um Vestur-Evrópu, Miðausturlönd og fleiri landsvæðum, fortíðin hefur stundum verið hindrun í veginum. Hann segist ekki vera að boða sögulega nauðhyggju, langt því frá, framtíðin verði eins og alltaf, óútreiknaleg, saga síðustu ára sýni það.

Alan Bullock segir að fólkið í Suður-Afríku, Ísrael og Palistínu hafi gert tilraun til uppreisnar gegn fortíðinni. En ekki er auðvelt að losna við fortíðina og byrja upp á nýtt. Tvö góð dæmi um það bylting bolsivíka í Rússlandi um 1917 og bylting kommúnista í Kína 1949. Síðan mætti bæta við uppreisn rauðu kneranna í Kambódíu sem vildu byrja á árinu 0 árið 1975 og tilraun Íranskeisara til að nútímavæða Íran sem leiddi til þeirra hörmunga að klerkastjórn komst á og bindingin við fortíðina var enn sterkari.

Allar þessar tilraunir til umbyltinga í þessum samfélögum leiddu til mikilla hörmunga. Þeir vildu frelsa fjöldann og búa til nýja veröld, en í staðinn snérist vopnin í höndum þeirra og niðurstaðan varð andstaða þess sem þeir vildu. Þeir urðu í raun íhaldsamari en allt íhaldssamt og bætu við enn einu lagi af sögu sem gerði markmiðinu, að aðlagast breytingum, mun erfiða en ella. Þeir æltuðu ekki að vinna gegn sögunni en gerðu það (t.d. í Kína).

Samlögun við breytingar (the assimilation of change)

Alan Bullock segist ekki vera boðberi þess að nota söguna sem rök gegn breytingar eða að viðhalda núverandi stöðu (status quo). Þvert á móti, hann segir að breytingar verði að eiga sér stað en við verðum að gera okkur grein fyrir að þær muni mæta mótstöðu og stað þess að vilja til að brjóta þær á bak aftur, að reyna skilja fyrst hvers vegna þetta þurfi að vera svona og síðan að leita leiða til þess að gera þessa samlögun eða aðlögun að breytingum auðveldari. Gott dæmi um þetta er Japan og það sem gerðist þar milli 1868 og 1900. Þarna átti sér stað bylting, landið breyttist úr lénsveldi með lénskipulagi í nútímaríki á nokkrum áratugum en þetta var gert í nafni endurreisnar keisaraveldisins sem átti að koma í stað lénsveldis, en var í raun bylting.

Endurreisnin var skáldskapur en gerði umbótamönnum kleift að koma á breytingar í friði fyrir fortíðinni og samtvinna þær við mikilvægustu hefðirnar sem þeir höfðu erft úr fortíðinni.

Þetta tókst hvorki Kínverjum og Rússum að gera og urðu að byrja upp á nýtt. Spánn er annað dæmi um friðsamlega breytingu í sátt við fortíðina, en þar leið fastistastjórn Franco undir lok á friðsælan hátt, og komið var á konungsstjórn (endurreisn- samhengi við fortíð) sem var undir forystu konungs, sem hafði lært af sögunni og gerði það kleift að komið var á stöðugleiki sem var undanfari þess að komið var á lýðræðissinnuð ríkisstjórn – sem er útkoma sem enginn hefði getað séð fyrir.

Skilningur á öðru vísi (the sense of the otherwise)

Alan Bullock segir að ef maður vilji sjá fram í tímann, verði maður að taka fortíðina með inn í myndina en hafa verður í huga, sem virðist vera ósamtvinnanlegt í sjálfu sér, að framtíðarspár fortíðarinnar hafa hlotið misjöfn örlög og sýnt hefur verið fram á að ekki sé hægt að segja fyrir um framtíðina með vissu. Hann segir því að framtíðin muni halda áfram að byggjast á ósamrýmilegri samblöndu af því þáttum sem hægt er sjá fyrir sem og ófyrirsjáanlegum. Það er þessi samblanda af samhangandi áframhaldi (fyrirsjáanlegum þáttum) og breytingum (ófyrirsjáanlegum þáttum) sem framkallar niðurstöðu sem enginn getur séð fyrir.

Flest höldum við að framtíðin verði beint framhald af nútíðinni eða framlengingu á þróun sem sé þegar sýnileg. Þetta sé langt því frá að vera svo. Minnast verður hvernig nútíðin er orðin samanborið við hvernig menn héldu að hún yrði – þetta er þörf áminning fyrir okkur. Hann segir að skilningur á fortíð geti brotið harðstjórn nútíðarinnar á bak aftur og þar með hjálpað við að skapa ,,skilning á öðru vísi”, hvernig þróunin hefði getað orðið öðru vísi. Þetta getur hjálpað okkur að skynja framtíð sem kann að verða eins ólík og nútíðin er fortíðinni.

Ef framtíðin er eitthvað fyrirbrigði sem ekki á enn eftir að uppgötva, heldur sé hún sköpun, þá verður við að viðurkenna vald slíkrar sögulegra mýtu til þess að hjálpa til við að framkalla mynd af framtíðinni sem mun reisa ákafa eða reiði fjöldans og viðhald yfirstéttarinnar. Carl Becker sagði: fortíðin er sá skjár sem hver kynslóð byggir framtíðarsýn sína á.

Menning og samhangandi áframhald

Alan Bullock segir að sérhver menning sem aðskilur sig frá fortíðinni og hefur einungis þurrann jarðveg nútíðina til að nærast á, muni fljótlega fjara út. Sem betur hefur fortíðin tilhneigingu til að endurskapa ,,samhangandi áframhald”. Dæmi um það er nútímahreyfingin í listum og bókmenntum sem blómastraði um 1890 til 1914. Þessi hreyfing sagði skilið við fortíðina, ólíkt endureisnarhreyfingunni og rómantísku hreyfingunni en hvað gerðist? Nútímahreyfingin varð sjálf hluti af fortíðinni sem menn leita innblástur til! Það sem var litið á sem aðskilnaður við menningahefðir vestrænnar fortíðar, sem ekki væri hægt að lagfæra, er nú litið á sem framlenging og stækkun þessarar hefðar!

Alan Bullock segir að ef menn vilji vita hvað verði framtíð sögunnar, verða menn að rannsaka sögu fortíðar sem horfði til framtíðar (framtíðarsýn fortíðar).

Mæri einstæðunar (the barrier of uniqueness)

Alan Bullock undirstrikar það að menning eða samfélag sem beinir eingöngu sýn sína til fortíðar og neitar að skoða og greina nýja þætti reynslu í framtíðinni, muni fyrst staðna og síðan falla saman eða leysast upp. Hins vegar mun menning eða samfélag sem snýr alfarið baki við fortíðina, falla í menningarlegt og sögulegt minnisleysi sem veikir sjálfsmynd þeirra (missir af nauðsynlegum gildum) en sjálfsmynd okkar sem einstaklingar og samfélög manna er bundin við minningar.

Fyrri kynslóðir hafa einnig átt við einstæðar aðstæður sem eiga sér ekki hliðstæðu í sögunni og að halda að við séu einstæð að þessu leiti, er hroki segir Alan Bullock. Að halda að fyrri gildi hafi ekkert að gefa okkur er rugl segir hann ennfremur. Auðvitað verður að prófa gildi, sem eru byggð á fyrri reynslu, á ný og samræma við nýja reynslu hverrar kynslóðar en að henda þeim alfarið fyrir borð eru mikil mistök.

Í frönsku byltingunni, við lok fyrri heimsstyrjaldar og við ótal mörg dæmi, fannst fólki það verða upplifa nýtt tímabil, að áhrif hið nýja virðist ætla að þurrka út fortíðina sem er ekki alls kostar rétt þegar litið er aftur. Þessir tímar voru samblanda af nýju og gömlu, eins og nú, en þessi samblanda er aldrei alveg eins; sagan endurtekur sig ekki; hið nýja er nýtt. En hið gamla lifir með hinu nýja og með tímanum er hið nýja grætt á hið gamla og áframhaldið með fortíðinni – heldur áfram, ekki nákvæmlega eins, er ekki rofið heldur komið á, á nýju.

Reynsla ótal kynslóða er meiri en einnar kynslóðar segir Alan Bullock. Reynsla fyrri manna, sem áttu við sín vandamál, hvernig þeir leystu þau eða ekki, hefur verið Alan Bullock innblástur við sín vandamál, þannig að ef þeir gátu komist af, þá gæti hann kannski sjálfur komist af og að framtíðin sé alltaf opin, aldrei fyrirsjáanleg og við getum átt þátt í að skapa hana.


Sagnfræði og sagnfræðingar (H.R. Trevor-Roper (1969))

Hugh_Trevor-Roper_(1975)

Rannsóknir á fortíðinni geta verið gagnlegar segir H.R. Trevor-Roper og eru nauðsynlegar. Marxistar myndu á hinn bóginn segja að það sé mikilvægara að breyta en að skilja heiminn og þá segist H.R. Trevor-Roper myndi svara slíkri fullyrðu á þann veg að án skilnings getum við ekki breytt heiminum. Og við þá sem líta á söguna sem martröð sem við verður að frelsa okkur frá, þá myndi hann segja eins og Freud, að þráhyggju er aðeins hægt að lækna með skilningi en ekki afneitun.Við getum ekki litið almennilega fram á við án þess að líta einnig aftur á bak segir hann.

H.R. Trevor-Roper gagnrýnir ,,vísindalega sagnfræði” (e. scientific history) en hann segir þó að sagan fari eftir ákveðnum reglum, en þær séu ekki vísindalegar: þær eru ekki endalegar; þær eru skilyrtar (háðum vissum skilyrðum), rétt eins og reglur lífsins.

Hann segir ef að sá lærdómur sem sagan gefi séu einfaldar formúlur sem gefi svör, og ef hann (lærdómurinn) gefi ástæður til alvarlegra rannsókna, þá sé það spurning hvað ástæður eru þetta? Þá vill hann í fyrsta lagi benda á eina almenna ástæðu en það er að forðast þröngsýni (e. parochialism) en þar er almennt átt við þröngsýni er varðar rými en hún getur einnig átt við um tíma. Til að skilja okkar eigið land, verðum við að sjá það í samhengi rýmis; með öðrum löndum. En við verðum einnig, til að skilja eigin öld, að skoða það í víðara samhengi í tíma, sem eina öld af mörgum. Mikill hluti af samtímasögunni getur verið falinn sjónum okkar ef við einbeitum okkur aðeins að hinu raunverulega heim sem er í kringum okkur, sem við sjáum, þetta kemur í veg fyrir samanburð. Samtíðin er svo bundin þétt að okkur að við getum ekki séð hana í fókus. Kunnugleiki á fortíðinni getur lagað slíka missýn. Hann getur framkallað grundvöll samanburðar. Hann getur bent á þekkt mál. Með því að gera það getur hann minnkað þröngsýnilegan hroka.

Hafa verður í huga vanrækta sögu en bæði þjóðir og einstaklingar hafa gert það að dyggð að vanrækja söguna og sagan hefur hefnt sín í staðinn. Dæmi um þetta er upprisa þjóðernishyggju á 19. öld. Á margan hátt var þessi þjóðernishyggja uppreisn fólks sem var sér meðvitað um söguna (hafi sögumeðvitund) gegn stjórnendum sem hugsuðu ekki út frá sögulegum grundvelli og tóku erlend lönd undir sína stjórn (Napóleon tók Spán og Pólland var skipt milli nokkra ríkja). Þjóðirnar gerðu uppreisn og hún var byggð á sögulegum rökum (líka á Íslandi).

Á sagnfræðingurinn að geta á hugmyndafræðilegum grundvelli spáð um framtíðina spyr H.R. Trevor-Roper? Nei, það er ómögulegt segir hann. Enginn hefur getað sagt um hana hingað til og ef einhver hefur sagt eitthvað rétt og haft rétta framtíðarspá, hefur það verið ágiskun frekar en vísindaleg greining. Á hinn bóginn er mögulegt að koma með skilyrtbundna framtíðarspá ef skilyrðin eru rétt skilgreind; og því meir sem við rannsökum söguna; og því vísindalegra sem viðfangsefni hennar verður; því meir sem við viðurkennum takmörk hennar; því betur getum við spá í framtíðina.

H.R. Trevor-Roper talar um ,,conditional laws of history” í þessu sambandi. Hann bendir á forspá Sir Halford Mackinder fyrir fyrri heimsstyrjöld, þar sem hann spáði að baráttan um heimsyfirráðin réðust í Austur-Evrópu og Rússland yrði stórveldi framtíðarinnar. Þar skipti máli hin sögulega skilyrðing, hver réði ,,heartland” eða kjarnaland Evrópu skilst mér hann eiga við. Hitler og Stalín börðust um þetta kjarnaland og þetta var hugmyndafræðilegt stríð, þar sem barist var til dauða, vegna þess að báðir vissu að sigurvegarinn myndi verða örlagavaldur Evrópu í framtíðinni.

Reglur byggðar á reynslunni einni en ekki á fræðilegum skýringum er hægt að taka úr víðu sviði sögulegrar reynslu. Hægt er að heimfæra allar þessar reglur til nútímans en engar þeirra getur gefið ákveðna formúlu fyrir hann vegna þess að eina örugga reglan í sögunni er að sögulegar aðstæður endurtaka sig aldrei algjörlega eins, því að það eru svo margar breytilegar breytur í hverri aðstæðu, til þess að sams konar aðstæða geti gerðst aftur. Hann tekur sem dæmi nasistma en hann segir að hann geti ekki endurtekið sig í sömu mynd, en kannski þó í breyttri mynd, en svipaðar aðstæður hafi nú skapast fyrir nýnastista sem þó verða aldrei alveg eins.

Hægt er að fara eftir tveimur gullnum reglum við sagnfræðirannsóknum. Í fyrsta lagi að hraða ekki hraða sögunnar eða leitast við að draga frá henni meiri og nákvæmari lærdóm en hún getur gefið. Hið raunverulega gildi sögunnar liggur í hinum almenna lærdóm sem draga má af henni, margbreytileika hennar, ábendingar og samsvörunnar, og hinu skilyrtbundnu eðli ,,of its parallels”, en ekki í staðföstum lærdómi eða kennikerfilegra niðurstöðum. Fólk vill fá slíkar niðurstöður en allir alvöru sagnfræðingar gefa þær ekki og því leitar fólk oft til félagsvísindamanna um svör.

Í öðru lagi verðum við að virða sjálfstæði fortíðarinnar. Okkur hættir til að líta á fortíðina á okkar eigin forsendum. Við þykkjumst sjá í henni svipuð vandamál, svipuð andlit; að sjá menn horfa í áttina til okkar en ekki frá okkur. En þessi tilhneiging er hættuleg. Það er hins vegar rétt að leita til fortíðina til að finna lærdóma sem draga má af henni, hvernig hún tengist okkar tíma, að sjá merki um samhengi, samtengingu og þróun. Það á ekki að rannsaka fortíðina einungis hennar vegna.

H.R. Trevor-Roper segir að við höfum engan rétt á að dæma t.d. menn 18. aldar á forsendum 20. alda manna því að þeir, rétt eins og við, voru til á eigin forsendum en ekki á forsendum framtíðar. Hver öld hefur sitt ,,intellectual climate” sem var tekið sem gefinn hlutur á sínum tíma. Þess vegna hefur verið svo erfitt að ná tíðarandanum hvers tíma og endurskapa hann í sagnfræðirannsóknum og -bókum. Þetta hefur verið erfiðasta verk sagnfræðingsins en er jafnframt nauðsynlegt. Ef það er vanrækt og notuð séu nútíma hugtök eins og ,,hjátrúarfullt” eða ,,afturhaltsamt” um samfélög fortíðarinnar, þá eru við að dæma þau út frá okkar eigin forsendum, eins og okkar reglur séu hinu einu réttu, sem er ekkert annað en hroki og villa.

Hver öld á sína ,,hreintrúarstefnu” (e. orthodoxy) og hver slík stefna er aldrei fullkomlega rétt. Hún er háð breytingum eins og allt annað í lífinu.

Hann segir að sagnfræðingurinn verði bæði að vera sérfræðingur á sínu sviði en hann verði einnig að líta út fyrir sitt svið til þess að verða ekki staðnaður. Hann verður að rannsaka bæði almennt og sértækt. Gott dæmi um þetta er íslensku sagnfræðiháskólakennarnir sem eru sérhæfðir í einhverju ákveðnu tímaskeiði eða undirgrein sögunnar (t.d. hagsögu) en þeir verða hins vegar að vera vel að sér hvað varðar heildarsögu Íslands og nágrannalandanna til þess að geta kennt.


Þjóðareign Íslendinga á 17. öld

clock

 

Íslendingar í dag gera sér ekki grein fyrir harðbýlið var mikið og hversu fátækir Íslendingar voru á tímabilinu 1600-1800. Samanburðurinn á 17. og 18. öld er sláandi. 

Þótt 18. öldin hafi verið ein mesta harðindaöld Íslandssögunnar, þá voru menn þó að reyna að umbylta samfélaginu með Innréttingunum og þilskipaútgerð, kaupstaðir stofnaðir og svo framvegis. Á 18. öld féll gamla bændasamfélagið svo um munaði. Á meðan borgir og verslun dafnaði í öðrum Vestur- og Norður-Evrópuríkjum og fólksfjölgun varð, þá stóð mannfjöldinn í stað hér á Ísalandinu gamla.

Að lesa sögu 17. aldar er engin skemmtilesning. Áhrif Dana voru hvað mest, einokun í verslun, Danir nánast einráðir í stjórn landsins og einveldi komið á um miðbik aldarinnar sem þó breytti litlu í raun. Fógetar stjórnuðu landinu í raun, menn af borgaralegum ættum, ruddalegir menn sem báru litla virðingu fyrir innlendri valdastétt sem var heldur ekki manna best.

Fáfræði og trúarofstæki sem myndbirtist í galdraöldinni og almennt menntunarleysi var algert. Fáir fóru í nám erlendis og fáir útskrifuðust með lægstu háskólagráðu, B.A. gráðu.

Framkvæmdir voru fáar eða litlar hjá konungsvaldinu, samanborið við 18. öld þegar fyrstu steinhúsin og kaupmannahúsin risu og standa enn.

Jarðareign konungs var mest á 17. öld og námu þær sjöttung  allra jarða á landinu. Helstu afskipti konungs af landinu var að hirða afraksturinn, tryggja sér sem mestar tekjur og öruggar. Tekjur konungs voru að meðaltali milli 6000 og 7000 dalir árlega og hreinn arður ef till vill um 4000 dalir. Þetta voru hrein afgjöld, svo voru aðrar tekjur í fríðu.

Konungur notaði þessar tekjur ekki til framkvæmda á Íslandi, beitti sér aðeins til þess að vernda þær, með greiðslur til embættismanna og rekstur herskips eða herskipa hér við lands (sem hann vildi velta yfir á Íslendinga) rekstur þeirra snérist um valdataflin á norðurslóðum, ekki til að tryggja vernd landsmannna.

Hvað átti íslenska þjóðin þá, ef ekkert var gert? Valdastaður landsins var enn á Þingvöllum og þar kom þing saman árlega í 3 daga fyrr á öldinni en því var lengt síðar og þá risu upp búðir.

Eina sameign þjóðarinnar var klukka ein sem hringdi inn lögréttu. Talið er að þessi klukka sé frá 1593 og steypt upp 1733 en enginn vildi greiða viðgerðarkostnaðinn og hvarf hún.

Halldór Laxness skrifaði fræga sögulega skáldsögu sem einmitt heitir Íslandsklukkan og fyrsti kaflinn hefur klukkuna í forgrunn. Hann segir að konungur hafi látið taka klukkuna og bræða í fallstykki, en hvort það er satt, skal ekki segja.

Önnur sameign má nefna, en það er innsigli landsins frá 1593 sem hirðstjórar varðveittu en nota skyldi í bréfum Alþingis til konungs.

Þriðja sameignin var forlát öxi sem sýslumaður einn gaf Alþingi árið 1680 enda dauðrefsing gild í landinu og óspart beitt. Annað átti þjóðin ekki og var fátækari en aumasti bóndi í afdal. Þetta er ágætt að hafa í huga í alsnægtum nútímans.

 

 

 

 


Sagnfræði og sagnfræðingar (Peter Laslett (1965))

Lasly

Peter Laslett segir að við getum aðeins skilið okkur sjálf almennilega og heiminn okkar hér og nú. Ef einhver getur komið með nýja vídd á þessu einföldu sýn, þá sé það sagnfræðingurinn. Það sé rétt að fólk, menningarsamfélög og þjóðir séu ólík og því sé ólíkt farið hvernig menn hafa kosið að skilja sjálfa sig í tímanum en halda því fram að til hafi verið kynslóð sem hafi ekki haft sögulegt skyn eða skynjun er alveg út í hött. Séð út frá þessu sjónarhorni er öll sagnfræðileg þekking, þekking sem hefur þá sýn að sýna okkur eins og við erum hér og nú.

Hins vegar verður að taka annan þátt með í dæmið en það er að söguleg þekking er áhugaverð í sjálfu sér, hlutdræg í sjálfu sér eða ,,vísindaleg”. Þessi þekking er t.d. mun áhugaverðri en að vita fjarlægðina til Júpiters, því að þetta er þekking sem fjallar um fólk sem við getum samsamað okkur við.

Hvorki söguleg þekkingaröflun né starfsemi sagnfræðingar þarf því að afsaka. Án slíkrar þekkingar gætum við ekki skilið okkur í samburði við forfeður okkar, og ef við öðlumst hana (þekkinguna) fullnægjum við ósjálfráðum áhuga á heiminum í kringum okkur og á fólkinu sem hefur verið í honum. --- Hins vegar útvegar sagnfræðin okkur gagnlega upplýsingar, meira en við höldum við fyrstu sýn, þekkingu sem við hefðum annars ekki getað fengið. T.d. að þekkja sögu heilbrigðismála í Bretland, hvers vegna heilbrigðismál eru nú háttað samanborið við fortíðan, til þess að geta borið hana saman við þeirrar í Þýskalandi eða Nýja Sjálandi (t.d. það að almannatryggingar voru komnar á 19. öld í tveimur síðarnefndu löndunum og þess vegna hafi fólk ekki þurft að borga fyrir læknisþjónust sem það þurfti að annars að gera í Bretlandi þar til 1911), m.ö.o. að sjá þróunina og hvers vegna hlutunum er nú háttað.

Peter Laslett segir að það sé ekki hægt að búa til nýja sagnfræði eins og sumir halda fram frekar en að Einstein geti búið til nýja eðlisfræði. Hins vegar hefur áhugasvið sagnfræðinnar breytst svo gífurlega, að kannski sé hægt að tala um nýja grein af sagnfræði.

Peter Laslett segist nota hugtakið Félagssaga (e. sociological history) mikið en kannski sé betra að nota hugtakið félagsgerðarsaga (e. social structural history) þess í stað. M.a. vegna þess að þessi nýja gerð af sögu aðgreinir sig frá fyrri að því leytinu til að hún hefur ekki áður látið sig varða hluti eins og fæðingar, giftingar og dauða sem slíkt, né hefur hin fyrri dvalist nær eingöngu við lögun og þróun félagsgerða.

Sagnfræðingar verði að líta á heildarmynda til að öðlast heildarsýn. Enskum sagnfræðingi nægir ekki lengur eingöngu að rannsaka eigið samfélag, hann verður að bera það saman við önnur samfélög um allan heim til að öðlast fullnægjandi skilning, m.ö.o. að hann verður að sjá andstæðurnar til að skilja. T.d. að enskt samfélag sé iðnvætt samfélag og að til eru samfélög sem eru það ekki.

Peter Laslett tekur annað dæmi og nefnir þar félagsleg vandamál til sögunnar, að gamalt fólk sé nú sett á elliheimili og það sé einmanna. Vandamál þeirra sem fást við þetta mál er þeir vita ekki hvers konar ástand þeir vilja koma á þess í stað, ,,eins og það var”. T.d. hefur komið í ljós að eyðilögð heimili og glæpahneigð unga fólksins kann að hafa verið verri í gamla daga heldur en það er í dag. En er það ,,eðlilegra” að fjölskyldur fortíðarinnar skuli hafa sinnt fleiri skyldum en gert er í dag? Var ,,heimurinn sem við glötuðum” betri heimur til að dvelja í? Og hann endar á að segja að við verðum að viðurkenna að söguleg þekking er þekking varðar okkur sjálf, núna.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Marc Bloch (1954)) - Skilin milli fortíðar og nútíðar

Marc b

Verðum við að trúa því, að vegna þess að fortíðin hefur ekki bein áhrif á nútíðina, að það sé gagnlaust að rannsaka hana?

Á tímum flugvéla og annarra tækniframfara og þjóðfélagsbreytinga hefur skapast sálfræðileg gjá milli nútímamannsins og forfeðra hans. Nútímamaðurinn, segir Marc Bloch, er farinn að halda það að forfeðurnir séu hættir að hafa áhrif á hann, skipti hann engu máli. Sagnfræðingurinn er ekki undanskilinn þessum nýja hugsunarhætti.

Það eru til menn, segir Marc Bloch, sem halda því fram að nútímasamfélag sé fullkomlega móttækilegt fyrir vísindalega rannsókn. En þeir viðurkenna þessa fullyrðingu aðeins fyrir rannsóknagreinar sem hafa ekki fortíðina sem viðfangsefni. Þeir greina, og þeir halda því fram, að hægt sé að skilja efnahagskerfi nútímans á grundvelli þekkingar sem spannar aðeins nokkra áratugi (eins og félagsvísindi gera nú). Það er að þeir líta á tímabilið sem við lifum nú á, sé algjörlega aðskilið frá fyrri tímum.

Nú sé komið að saga fjarlægra fortíðar vekur hjá mörgum fróðleikfúsum mönnum aðeins forvitni sem er í ætt við vitsmunalega munað og þeir sjá enga tengingu milli fortíðar og nútíðar. Annars vegar er hópur fornfræðinga sem hafa ómælda ánægju af því að rannsaka horfin goð; hins vegar eru hópar félagsfræðinga, hagfræðinga og annarra fræðinga sem vilja aðeins rannsaka hið lifandi.

Að skilja nútíð á forsendum fortíðar

Sumir halda því fram á undanförnum áratugum hafi samfélög manna gengið í gegnum svo mikilar breytingar, að þær séu algjörlegar og engir þættir mannlífs hafi komist hjá bytingu rannsókna. Þeir yfirsjá því eðlisþátt aðgerðarleysi sem er svo sérkennandi fyrir mörg samfélög.

Marc Bloch tekur dæmi um fyrirbrigði í nútíðinni sem menn hafa misskilið vegna þess að þeir litu ekki nógu langt aftur í tímann. Landbúnaðarfræðingar hafa velt fyrir sér rákir í evrópskum ökrum og ekki skilið tilkomu þeirra. Óþolinmóðir menn hafa útskýrt þær út frá almenningslögum (e. civil code) sem sett voru fyrir 2. öldum (af Napóleon). Ef þeir hefðu hins vegar þekkt söguna betur, þá hefðu þeir vitað að þær voru skapaðar á forsögulegum tíma. Hann segir að félagsgerð evrópskt samfélags, sérstaklega í evrópskum þorpum, hafi verið þannig háttuð að foreldrar hafa þurft að vinna mikið og því hefur uppeldið færst í hendur öfum og ömmum (eldri einstaklinga) og afleiðingin hafi verið sú að hver ný kynslóð staðnar, því að kynslóðin á milli, foreldrarnir sem standa fyrir breytingum í samfélaginu, verða út undan. Þetta er staðreynd sem hefur einkennt svo mörg bændasamfélög í gegnum tíðina.

Marc Bloch segir að við verðum að líta á söguna út frá mun lengri tímabilum en við höfum gert. Hann tekur sem dæmi að hvorki í útgeimi né í tíma, geti styrkur afls með einfaldri lengd af fjarlægð. Og hann spyr hvaða þættir mannlífs eru það sem hafa misst gildi sitt? Er það trúin, félagsþróun sem hafi misheppnast eða tækni sem hefur horfið? Eru það einhverjir sem halda því fram að jafnvel þekking á þessum þáttum sé ónauðsynleg?

Hann lýkur mál sitt á því að segja að það sé eitt sem hafi ekki breytst í aldanna rás en það er hið mannlega eðli. Þekking mannsins hefur aukist gífurlega en það það hljóta að viðvarandi þættir í mannlegu eðli og samfélagi sem breytast ekki og ef svo sé ekki, þá hafi hugtökin maður eða samfélag ekkert gildi. Hvernig eigum við að skilja mennina ef við horfum aðeins á þá út frá líðandi stund?


Sagnfræði og sagnfræðingar (Vincent Harding (1970)) Kynþáttur

Vincent-Harding

Vincent Harding segir að hin mikla barátta blökkumanna hafi sett mark sitt á þá og söguskilning þeirra, að mikil sárindi hafi ríkt meðal þeirra. Hann talar um að nú hafi komið fram hreyfing sem hafi breytt sögu negra (e. Negro History) eða ,,sagnfræði negra” í sögu svartra (e. Black History) eða ,,sagnfræði svartra” og sé nú að spretta upp í leit að rannsóknum á blökkumönnum (e. Black Studies). Hann talar um að sumt af þessum sárindum sé nauðsynlegt en annað ónauðsynlegt.

Vincent Harding segir að barátta blökkumanna hafi einkennst af baráttu fyrir mannréttindum sínum og geta tekið fullan þátt í bandarísku samfélagi. En lykillinn að þessari baráttu var sú staðreynd að þeir sóttust eftir að vera viðurkenndir á þeim forsendum sem þjóðin skilgreinir sig út frá og meirihluti svarta viðurkenndi mítuna um bandaríska lýðræðið sem væri hinn mikli sannleikur – fyrir utan blökkumenn og flestir höfðu sætt sig við að aðeins lítill minnihluti svarta myndi komast inn í meginstraum samfélagsins.

Sem betur fer, segir Vincent Harding, hafa alltaf verið blökkumenn sem hafa sett spurningamerki við þetta. Hann vísar í W.E.B. Du Bois segir setur þetta í líkingamál. Hann talar um amerísku lestina og að svartir hafi barist hart fyrir að fá far með henni. En hann segir fáir eða engir blökkumenn hafi haft fyrir því að spyrja sig hvert lestin væri að fara, hver er áfangastaður hennar? Oftast nær veit enginn það og hafa sumir svartir spurt sig hvort þeir vilji í raun fara með henni, sérstaklega þegar ákvörðunarstaðurinn er ákveðinn af þeim sem hafa reynt að halda þeim frá lestinni í aldir.

Barátta nýlendna fyrir sjálfstæði sínu eftir seinni heimstyrjöld hafi sín áhrif á baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Þegar þeir voru teknir inn í bandarískt samfélag eftir 1963, urðu þeir varir við að kynþáttafordómar voru enn ríkjandi meðal einstaklinga og stofnanna. Þannig að hreyfingin sem sóttist eftir inngöngu í bandarískt samfélag eins og það skilgreini sig þá, snérist frá þessari stefnu og varð að hreyfingu sem barist stjórnmálalega baráttu fyrir valdi á sjálfskilgreiningu og sjálfákvörðunarrétt sínum og getuna til að gera Ameríku tilbúna fyrir komu blökkumanna inn í samfélagið.

Við, segir Vincent Harding, sem skrifum sögu svartra, eigum erfitt með að trúa á Ameríku þegar við horfum í gegnum tárin á hörmungarsögu forfeðra okkar og við getum ekki skrifað ósnortnir af þjáningu þeirra. Við erum ekki sátt við að saga okkar sé viðurkennd sem hluti af sögu Ameríku. Við ætlum okkur ekki að falla í gryfju ameríska draumsins sem í barnaskap sínum forðast allt sem getur kallast drama eða dauði. --- Sagnfræði sem skrifuð er út frá sjónarhóli svarta, leitast ekki við að draga upp stórkostlega mynd af framlagi svartra til sögu Ameríku heldur er áhersla þeirra að endurtúlka alla sögu Ameríku eins og hún leggur sig en þeir eru fullir efasemda um að þessi saga sé rétt í meginatriðum. Þetta sé það sem aðgreinir sögu svarta frá sögu negra, en síðarnefnda saga hafi viðurkennt og tekið inn á sig ríkjandi hugmyndafræði og aldrei haft uppi efasemdum á góðsemi eða mikilleika amerískt samfélags á meðan hún sá möguleika þess til framfara eða umbóta. Sagnfræði svartra verður að spyrja sig hvað merkingin Ameríka hefur í raun.

Saga svarta, sem fjallar um Ameríku, er ekki hægt að aðskilja frá hinni evrópsku arfleifð sinni, hversu hrottafeng hún hefur reynst. Hún spyr að hvaða leyti Evrópa hafi risið á dauða þræla, forfeðra sinna og svo helsta barns Evrópu, Ameríku.

Og blökkumenn líta ekki sömu augum á lýðræðislega fortíð Bandaríkjanna og hvítir. Þeir sjá t.d., að þegar fulltrúalýðræðið var stofnað í Virginíu, þá var samtímis komið á þrælahald svartra í ríkinu. Þrælahald og fulltrúalýðræði var komið á samtímis og frelsið sem þarna komst á, var í raun þrældómur fyrir svarta. Í augum svarta getur sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna varla verið annað en háð, því að hvaða merkingu hafði hún fyrir þrælahaldaranna eða þrælanna? Var þá einhvern tímann lýðræði í Bandaríkjunum þegar haft er í huga þrælahaldið og meðferðin á indjánum? En blökkumenn verða einnig að skoða söguna með augum indjána því að þeir hafa gengið í gegnum svipaða hluti og svartir menn.

,,Svört sagnfræði” verður að vera pólitísk vegna þess að hún fæst við heildar endurskilgreiningu á reynsluheim og sögu svartra sem var hápólitískt fyrirbrigði í fortíð sem og í samtíð; því hún fæst við baráttuna milli herrann og þjóninn, milli nýlenduherra og nýlendur, milli hinu kúguðu og kúgara o.s.frv. Og að þessi saga viðurkennir að allar sögur fólks feli í sér þátttöku í stjórnmálum og eru mótaðar af stjórnmála- og hugmyndafræðilegu sjónarhorni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband