Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Sagnfræði og sagnfræðingar (Patrick Joyce)

PatrickPatrick Joyce veltur fyrir sér mikilvægi og áhrif póstmóderískri hugsun á félagssögu og koma þar nokkur hugtök við sögu, svo sem samsömun (e. identity), nýtískuleiki (e. modernity) og formgerð (e. structure) sem leiða til frekari skilning á þessum áhrifum.

Hvað varðar samsömun, hafa póststrútúrleg hugtök (e. post-structuralist) haft hvað mest áhrif, sérstaklega útgáfa feminista á þeim. Kenningar þeirra hafa komið með ný viðfangsefni til greininga og ný samsömunarhugtök okkur til skilnings, í formi kyns eða kynjafræði (e. gender).

Frekar en að bjóða upp á nýjan undirflokk, til að andmæla eða styrkja eldri greiningar, svo sem stéttir, hefur ,,kvennakenningin” (e. feminist theory) úrlausnagreina spurninguna hvað hugtakið samsömun stendur fyrir. Kynjakennsl eru séð sem söguleg og menningarleg afurð.

Samsvörun eða sjálfsmynd er í þessum fræðum séð sem afurð menningarlegra afla, og skoðað sem tengsl, samansett af kerfum breytileika.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Lawrence Stone (1979))

Stone

Lawrence Stone segir að sagnfræðingar hafi frá dögum Thucydides og Taciusar sagt sögur.

Einu sinni var sagan hluti af mælskufræði en síðastliðin 50 ár hefur frásögnin fallið í gildi hjá þeim sem stunda svo kallað ,,nýja sögu”.

Lawrence Stone telur sig þó sjá undirstrauma sem hafi neytt ,,hinu nýju sagnfræðinga” til að snúa sér að einhvers konar formi frásagnar.

En hvað er frásögn eða frásaga (e. narrative)? Hún er aðferð við að skipuleggja efni í tímatalslega og samfellda röð og niðurröðun efnis í eina samhangandi sögu, stundum þó með ,,undirplot” eða ,,undirsögu (e. sub-plots).

Það er tvennt sem aðgreinir frásagnarsagnfræði frá byggingasagnfræði (e. structural history) en það er að hún er lýsandi frekar en greinandi og að hún einbeitir sér að manninum frekar um kringumstæðum. Hún á því við það sérstaka og einstaka heldur en samsöfnun og tölfræðilega. Frásagan er ein gerð sögulegrar skrifar, en þessi gerð hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum af efninu og aðferðinni sem hún beitir. Hún hefur ákveðið viðfangsefni (e. theme) og rök.

Viðfangsefni Gibbons var hnignun og fall Rómarveldis og Þúsidíesar (e. Thucydidies) var áhrif Pelopíustríðanna á grískt samfélag og stjórnmál. Hins vegar forðast, segir Lawrence Stone, enginn frásagnarsagnfræðingur greiningu í sjálfu sér en þeir byggja ekki frásögnina í kringum hana. Þeir eru hins vegar mjög bundnir framsetningu efnisins, stílbrögðum o.frv.

 

Skiptingin í hinu mismunandi aðferðafræði við sagnfræðiskrif er djúpstæð og er byggð á, segir Lawrence Stone, á tálsýn efnahagslegra nauðhyggjumanna og hefur skipt sagnfræðina í tvennt, félagssögu (e. social history) annars vegar og hugarfarssaga (e. intellectual history).

Söguleg gögn hafa sýnt okkur flókinn samverknað milli staðreynda eins og fólksfjölda, matvælaöflun, veðurfars, verðs og fleira hins vegar og gildi, hugmyndir og venjur annars vegar.

Meðframt félagslegum samskiptum stöðu (e. status) eða stéttar, myndar þetta einn skilningsvef. Ekki dugar að taka einungis einn eða tvo þætti út.

Margir sagnfræðingar eru nú á því að menning hópsins og jafnvel vilji einstaklingsins séu jafnlíklegar orsakir breytinga og ópersónuleg öfl eins og efnhagsleg afkoma eða lýðfræðileg orsakir. Það er engin kenning sem sanni það að hið síðarnefnda stjórni hið fyrrnefnda segir Lawrence Stone. Dæmi: vinnusiðferði púritana kom mörgum öldum á undan vinnusiðferði sprottin úr iðnbyltingunni. Samband menningar og samfélags er mjög flókið fyrirbrigði. Lawrence Stone tekur hér nokkur söguleg dæmi.

Lawrence Stone segir menningarþjóðir hafi risið og fallið sem eigi sér orsakir í flöktleika í stjórnmálum og umskipti í stríðsgæfu og að það sé ótrúlegt það þessi mál séu vanrækt af þeim sem telja sig vera í fararbroddi sagnfræðingastéttarinnar.

Sá dráttur sem hefur verið á viðurkenningu á mikilvægi valds, á persónulegar stjórnmálalegar ákvarðanir einstaklinga, á gengi stríðsgæfunnar, hefur neytt sagnfræðinga til baka, til frásögunnar, hvort sem þeir líkar það betur eða verr.

Þriðja þróunin sem hefur leitt til verulegs áfalls fyrir strúktúral og greiningasögu eru hin blönduðu gögn sem hefur verið notað og einkennst af mest karakterlega aðferðafræði – magnmæling (e. quantification). Hún er orðin mikilvæg aðferðafræði á mörgum sviðum sagnfræðirannsókna, sérstaklega í lýðfræðisagnfræði, sögu félagslegra gerða og félagslegan hreyfanleika, efnahagssögu og sögu kostningamynsturs og kostningahegðun í stjórnmálalegum kerfum sem eru lýðræðisleg.

Þetta hefur orðið til mikilla bóta vegna þess að nú sé krafist nákvæmar tölur en ekki talað óljóst með orðum eins og ,,mikið” eða ,,lítið”. Gagnrýnendur krefjast nú tölfræðilegar sannanir sem sanni að hin sögulegu dæmi séu dæmigerð en ekki undantekning á reglunni.

Þetta er góð þróun segir Lawrence Stone en það er mikill munur á starfi einstakan rannsóknarmanns sem reiknar út tölur á vasareiknir og kemur með einfaldar töflur og prósentureikning og svo á verki klíómetríkanann.

Sá síðarnefndi sérhæfir sig í að safna mikið safn af gögnum og hefur í þjónustu sinni hóp aðstoðarmanna; notar afkastamiklar tölvur við útreikninga og stæðfræðilega ferla við niðurstöður en Lawrence Stone segir að efasemdir hafa komið upp gagnvart slíkum aðferðum og niðurstöðum.

Dæmi: Vafi hefur komið upp hvort að sagnfræðileg gögn geti staðið undir slíkum rannsóknum; hvort aðstoðarliðið sé samhæft í aðgerðum sínum; hvort mikilvæg smáatriði hafi týnst í þessu vinnsluferli o.s.frv. Hann týnir til nokkur dæmi um mistök. 

Rannsóknir á kirkjuskrám er sígillt dæmi um þessa aðferðafræði. Gífurlegt átak er í gangi á rannsóknum á þeim en Lawrence Stone telur að árangurinn verði takmarkaður og aðeins örfáar rannsóknir leiði til niðurstöðu. Hann tekur til dæmis að við vitum ekki hvers vegna að fólksfjöldinn hætti að vaxa í flestum svæðum Evrópu milli 1640 og 1740 og hvers vegna hann hóf að vaxa á nýju eftir 1740 eða jafnvel hvort að orsökin hafi verið meiri frjósemi eða minnkandi barnadauði.

Magnmælingar hafa sagt okkur mikið um spurningar er varða sögulegar lýðfræði en tiltölulega lítið hingað til hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Það er t.d. hægt að mæla áhrif mataræðis og heilsu svertingja á tímum þrælahaldsins í Bandaríkjunum en ekki áhrifin á hugarfar þrælaeigenda eða þrælanna sjálfra.

Grundvallarbreyting á afstöðu hinu svo kölluðu nýju sagnfræðinga og fráhvarf frá greiningu til hið lýðsandi má rekja til breytinga á viðhorfi hvað sé miðlægt viðfangsefni sagnfræðinnar; á hinum frjálsa vilja í samspili við náttúruöflin.

Lawrence Stone segir að sagnfræðingar skiptist nú í fjóra hópa: 

1. Gamaldags frásagnarsagnfræðingar, sem skiptast í stjórnmálasagnfræðinga og ævisagnasagnfræðinga.

2. Klíómetranna sem halda áfram að haga sér eins og tölfræðilegir dópistar.

3. Félagsögusagnfræðinga sem eru enn uppteknir við að greina ópersónulegar byggingagerðir.

4. Mentalité sagnfræðinga (viðhorfasagnfræðingar?), sem nú eltast við hugmyndir, gildi, hugargerð (e. mind-sets) og mynstur náina persónulegs hegðunar.

Notkun viðhorfasagnfræðingar á lýsingarfrásögn eða einstaklingsbundna ævisögu hefur sína galla. Þeir hafa verið sakaðir um að nota mælskufræðilegar aðferðir í stað vísindalegra sannanna.

Lawrence Stone vísar í Carlo Ginzburg sem segir sagnfræðingar séu í rökleysisgildru, þar sem þeir verða annað hvort að taka upp veikan vísindalegan staðal til að geta fengið mikilvægar niðurstöður eða taka upp strangvísindalegan staðal til þess að fá niðurstöður sem skipta engu máli. Vonbrigði með hið síðarnefnda hefur hrakið sagnfræðinga til hið fyrrnefnda. Annar galli á notkun smáatriðadæma sem eiga að lýsa ,,mentalité” er að gera greinamun á hið venjulega og hinu sértæka.

Sem dæmi, þá verður tiltekið miðaldarþorp sem tekið er til rannsóknar að vera dæmigerð en ekki t.d. verið sérstækt að því leytinu til að villitrú viðgengst þar en ekki annars staðar.

Þriðja vandamálið tengist túlkun, sem er jafnvel erfiðra að leysa. Sagnfræðingurinn þarf að geta beitt áhugamannasálfræði til þess að komast inn í huga mannsins í fortíðinni en þetta er vandasamt verk og sumir hafa haldið því fram að það sé vonlaust verk. Önnur hætta er á, með frásagnaraðferðinni, er að þetta leiði til hreina fornfræðihyggju – til sögufrásagnar hennar vegna eða til skrifa um hversdagslegan leiðinleika meirihlutans.

Hvernig á að þjálfa sagnfræðinema framtíðarinnar? Í hinni fornu fræðigrein mælskufræði? Í gagnrýninni textafræði? Í ,,semiotics”? Í táknrænni mannfræði? Í sálfræði? Í tækni við beitinu á greiningu á félags- og efnahagsgerð sem við höfum stundað í heila kynslóð?

Lawrence Stone segir að hugtak eins og ,,frásaga” sé ófullnægjandi tæki til að lýsa cluster (klasa) breytingar á eðli sögulegri umræðu.

Það eru merki um breytingar sem varða miðlægra mála sagnfræðinnar, það er frá kringumstæðum sem umliggja manninn, til mannsins í kringumstæðum; í vandamálarannsóknum, frá hinu efnahagslega og lýðfræðilega til hið menningarlega og hið tilfinningalega; í uppsprettu áhrifa, frá félagsfræði, hagfræði og lýðfræði til mannfræði og sálfræði; í viðfangsefni, frá hópnum til einstaklingsins; í útskýringamódeli á sögulegum breytingum, frá ,,stratified” og einna ástæðna skýringu til millitenginga og margorsaka.; í aðferðafræði, frá hópmagnmælingum til einstaklingsdæmi; í skipulagningu, frá greiningalega til lýsingu; og í ,,conceptualization” á hlutverki sagnfræðingsins, frá hinu vísindalega til hið bókmenntalega. Þessi marghliða breyting á viðfangsefni, ,,objective”, aðferð og stíl sagnfræðilegra skrifa, sem er að gerast samtímis, passar eins og sverð við hendi.

Ekkert hugtak nær utan um allt þetta í dag.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Fernand Braudel (1980))

Fogel

Fernand Braudel talar um tíma í sögunni. Hann segir að sagnfræðingar hafi elst við rannsóknir fræðimanna í öðrum greinum, s.s. mannfræðinga, félagsfræðinga, tölfræðinga, hagfræðinga o.s.frv., því að þeir hafa haldið að þannig sé hægt að sjá söguna í nýju ljósi. Hann spyr sig hvort að sagnfræðingar hafi ekki eitthvað annað að bjóða á móti.

Fernand Braudel segir að undanförnu, hafi þróast meðvitað eða ómeðvitað, skýr hugmynd um fjölbreytileika tímans, og einstakt gildi langtímabila rannsókna. Það er hin síðarnefnda hugmynd, sem jafnvel meira en sagan sjálf – saga hundruði hliða - sem eigi erindi til félagsvísinda.

Öll söguleg verk eru upptekin við að brjóta niður tíma fortíðarinnar og nota til þess tímaviðmiðunarveruleika.

Hefðbundin sagnfræði, leggur áherslu á stutt tímaskeið, er varða einstaklinga og atburði. Hin nýja hag- og félagssaga setur hringrásarhreyfingu í forgrunn sinna rannsókna og festir sig við slík tímaskeið (hringrás upprisu og falls verðlags) sem eru oftast stutt. Hins vegar er hægt að mæla söguna eftir öldum, atburðir sem spanna mjög löng tímabil.

Félagsvísindin virðast vera lítið upptekin af löngum tímabilum eða fjarlægum tímum, þó svo að sagan sé ekki alltaf langt undan.

Hagfræðingar hafa t.d. verið of bundnir samtímanum í rannsóknum sínum, segir Fernand Braudel, og hafa varla farið aftur fyrir 1945 í leit að eldri efnahagskerfum eða spáð fram í tímann lengra en nokkra mánuði, í mesta lagi nokkur ár, og hafa þannig misst af kjörnu rannsóknartækifæri, án þess þó að neita gildi þess. Þeir eru fallið í þann vana að setja sig einungis inn í samtímaviðburði og segja að rannsóknir á efnahagsskeiðum mannkynssögunnar eigi sagnfræðingar að eiga við.

Staða þjóðfræðinga og upprunafræðinga (e. ethnologists) er ekki svona jafn skýr. Sumir þeirra hafa lagt það á sig að benda á að sé vonlaust eða gagnlaust að styðjast við sagnfræði innan fræðigreinar sinnar, nokkuð sem Fernand Braudel finnst vera fáranlegt, því t.d. hvers vegna í ósköpunum ætti mannfræði ekki að hafa áhuga á sögu? Það er ekkert samfélag, hversu frumstætt það er, sem ber ekki einhver ,,ör” sögu eða sokkið svo algjörlega að ekki nokkur spora sjást lengur. Hann er hins vegar fúlli út í félagsfræðina.

Félagsfræðilegar rannsóknir virðast fara út um hvippinn og hvappinn, segir hann, frá félagfræði til sálfræði og til hagfræði og eru bundnar í tími núinu. Hvers vegna ættu þeir að snúa sér aftur til sögulegs tíma, þar sem fátæktin, einfaldleikinn – ónýtt vegna þagnar- og endurgera fortíðina? Er endurgerð svo raunverulega dauð eins og þeir vilja láta okkur halda, spyr Fernand Braudel? Endurgerð (e. reconstruction) er svo mikilvægt að hans mati.

Philippe Ariés hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi hið óþekkta í sögulegri útskýringu – hinu óvænta - og tekur sem dæmi mann sem er að rannsaka 16. öldina og rekst á eitthvað furðulegt frá sjónarhóli 20. aldar manns. Hvers vegna þessi munur?

Hann spyr hversu gagnleg sú félagsfræðileg rannsókn sé, sem setji sig ekki í sögulegt samhengi, til dæmis rannsókn á bæjum. Er ekki sagan á sinn hátt útskýring á samfélagi í öllum sínum veruleika? Verðum við ekki að hugsa lengra en í stuttum tímabilum til að skilja það? Í raun og veru getur sagnfræðingurinn ekki sloppið frá spurningunni um tíma í sögunni, því að fyrir sagnfræðinn byrjar allt og endar með tímanum og tímaskilningur félagsfræðinga getur ekki verið sami tímaskilningur og sagnfræðinga, því að tími sagnfræðinga er mælanlegur líkt og tímaskilningurinn hjá hagfræðingum.


Dvaldi Kólumbus á Íslandi veturinn 1477?

KólumbusKristófer Kólumbus var ákveðinn í að finna vesturleiðina til Asíu. Til að undirbúa hina miklu ferð, fór Kólumbus í margar smærri æfingaferðir meðfram vesturströnd Evrópu og Afríku. Sumarið 1476 sigldi hann í samfloti með þremur skipum frá Feneyjum til Englands. Var þá siglt um Gíbraltarsund. Þar réðust franskir sjóræningjar á flotann og tvö skipanna fórust. Hann staldraði við í Portúgal.

Í desember sama ár hélt hann för sinni áfram og komst til Englands. Vitað er að hann fór til Bristol og Galway, en sú borg er á vesturströnd Írlands. Englendingar höfðu verslað við Íslendinga í langan tíma og stundað fiskveiðar við Íslandsstrendur eða allt frá 1412 og mun Kólumbus sennilega hafa heyrt um landið frá þeim, líklega í Bristol en þangað komu fiskuduggur hingað til lands. 

Að eigin sögn heimsótti hann Ísland árið 1477 og dvaldi heilan vetur en hingað hefur hann komið um sumarið. Að sögn dvaldi hann á þeim bæ sem heitir Ingjaldshóll (Ingjaldshvóll) á Vesturlandin nánar tiltekið á Snæfellsnesi.

 

 Ingjaldshóll

 

   

Wikipedia segir eftirfarandi: 

,,Ingjaldshóll er um 1 km frá Hellissandi og þar hefur staðið kirkja frá árinu 1317 og var hún fram á 19du öld þriðja stærsta kirkja landsins, á eftir dómkirkjunum í Skálholti og á Hólum, en áður var þar bænhús. Bæði var að sóknin var fjölmenn og eins mun hafa verið þar margmenni víða að af landinu á vertíðum og mun kirkjan hafa rúmað um 400 manns. sjá má merki um stærð hennar út frá hornsteinum sem þar sjást enn í kirkjugarðinum."

Kólumbus fræddist tvímælalaust um landnám Íslands, um víkingana sem sigldu til nýja heimsins og um ferðir Leifs Eiríkssonar, Þorfinns Karlsefni, Guðríði Þorbjarnardóttur, litla barnsins Snorra og hinna sem höfðu verið í Norður-Ameríku fimm aldir fyrir. Eflaust var Grænland enn í minni Íslendinga enda rofnuðu tengslin við það ekki seinna en 1412. Það sem er eftir er af sögu Kólumbusar, er mannkynssaga en eins og kunnugt er, ,,fann“ hann Ameríku 1492 í leiðangri þriggja skipa (Santa Maria, Pinta og Nina).


Var morðið á John F Kennedy samsæri? Helstu (samsæris)kenningar

JFK assission

Athyglisverðar eru nýjar upplýsingar sem hafa borist um morðið á Kennedy. Leyniskjöl hafa verið birt og ný tækni komið fram.

Alltaf hefur verið talað um að Kennedy hafi kannski verið skotinn frá grasbalanum fyrir ofan veginn, þ.e.a.s. ef Oswald hafi ekki kálað honum.

Oswald átti að hafa 7 sekúndur til að drepa hann með þremur skotum, skotið úr fjarlægð og ofan frá, sem er einstakt afrek og næsta ómögulegt.

Samkvæmt einni kenningu var hann skotinn úr ræsi sem er enn til. Op er á ræsinu og er eins í laginu og skotgat. Byssumaður gat staðið uppréttur og náð góðri skotstöðu. Auðvelt er fyrir laumumorðingja að flýja óséður þaðan, enda neðanjarðar, og komið upp í fjarlægð og tekur það um 45 mínútur neðanjarðar.

Þetta passar við höfuðskotið, sem splundraði helminginn af höfðinu en útgöngugatið kom út um hnakkann eftir að hafa farið skáhalt í ennið framanverðu (ekki í gegnum hnakkann ofan frá!). Athugið að vitnin sem voru fyrir framan grasbalann fræga og hinum megin við götuna, sögu öll að skotið hafi verið þaðan og sést hafi til eins eða tveggja manna. Hópur fólk hljóp þangað til að reyna góma tilræðismanninn /-mennina.

Líklega hafi hálsskotið komið annars staðar frá, samt ekki frá byggingunni sem Oswald var í, því að þá hefði skotið þurft að fara 360 gráður til að hitta hann. Menn skilja ekki af hverju kúlugatið á framrúðunni hafi aldrei verið rannsakað til fullnustu og olli hálssárinu en það kom á undan höfuðskotinu.

Sjá má Kennedy fá kúlu í gegnum hálsinn, því að hann grípur um hálsinn og svo aðra kúlu í gegnum ennið eða gagnaugað en sjá má blóðið þyrlast upp og höfuð hans snúa í hægri sveig (sem er eðlilegt ef kúlan kemur að framan og neðan frá ræsið). Sum vitni segja að 11 kúlum hafi verið skotið. Líklegt að skotið hafi verið 3 kúlur á 7 sekúndum úr riffli sem er einskota og þarf að hlaða? Nei, held ekki. Annað skot kom frá grasbalanum en skotið fór framhjá og í grasið fyrir aftan forsetabílinn. Sjá má menn taka upp kúluna þar á myndum.

Svo fékk einn maður steinflísar úr vegkanti á sama tíma. Sem sé: ein skot í gegnum hálsinn, annað í gegnum vinstra herðarblað þegar hann féll við hálsskotið og lokaskotið í gegnum gagnaugað og út um baksvæði hauskúpunnar en þar má sjá að hauskúpan hafði splundrast. Sjá má á mynd að höfuð forsetans kippist vinstri og upp við síðasta skotið og bendir það til skotið hafi komið frá annarri átt en frá bókasafninu.

Kenningin segir að 8 menn hafi staðið að morðinu, tveir af þaki byggingarinnar með einum stjórnanda, sem Oswald var í, einn í byggingunni við hliðar og vitni sá standa í glugganum með riffill í hendi, einn í ræsinu og einn á grasbalanum fyrir framan forsetabílinn. Aðrir stóðu í mannfjöldanum. Af 90 manns sem spurðir voru hvar þeir héldu að skotin hefðu komið frá, sögðu 57 að þau kæmu frá grassvæðinu þar sem girðingin er.

Sjá slóð: https://www.youtube.com/watch?v=4f3mlbrwXjg

Vitni eða fólk sem sagt hefur haft upplýsingar, týndi lífið margt hvert á voðfengalegan hátt eða hátt í 60 manns. Svo verður að líta á að lífvörðurinn sem átti að standa á bíl Kennedys, fékk ekki að standa á bílnum á flugvellinum (sem sést á myndum að hann mótmælir á flugvellinum) og þar með opnaðist skotfæri úr öllum áttum að skjóta forsetann!

Aðrir bílar í bílalestinni höfðu leyniþjónustumenn standandi á bílunum. Sjá má bremsuljósin á myndbandinu þegar fyrsta skotið hafði hitt Kennedy! Bíllinn var nánast stopp fyrir dauðaskotið.

En það er augljóst að það voru margir sem stóðu að morðinu. Núverandi og opinber útgáfan stenst ekki. En hvort að CIA og mafían eða/og Kúbverjar hafi staðið á bakvið, veit ég ekki. --- Það ætti að grafa lík Kennedy upp og skoða aftur höfuðkúpuna og gera DNA. Eitt er ljóst og það er CIA klúðraði vernd Kennedy 100%. Maðurinn er án lífvarða á bílnum (á meðan hinir bílarnir eru stútfullir af CIA mönnum) sem meira segja krakkar í byssó myndu fatta að væri ekki í lagi; hann látinn fara inn í dauðagildrusvæði þar sem hægt er að salla hann niður í rólegheitum vegna lítils hraða og engar skyttur frá CIA eða fulltrúar sem pössuðu upp á nærliggjandi byggingar. Ef þetta er ekki gildra, þá veit ekki ég hvað.

En hver stóð að morðinu? Lyndon B Johnson er grunaður en Allen Dulles, yfirmaður CIA, hataði hann fyrir brottreksturinn og J.E. Hoover, stofnandi og forstjóri FBI þoldi heldur ekki afskipti þeirra bræða. Veit ekki hvort stjórnkerfið hafi snúist gegn þeim og drepið þá bræður.

Sumir segja að menn úr CIA og mafían hafi unnið saman og leigumorðingjarnir hafi verið 8 talsins. Að minnsta kosti hafði Robert Kennedy sett saman sveit CIA sem á móti notaði sama mannskap og mafían en hún átti að ráða F. Castro af dögum. Þessi sveit var sem sé til staðar og svo fengu þeir JFK beint upp í hendurnar þegar hann flaug beint í gin óvinarins í Dallas en þar átti hann marga andstæðinga, sem gátu ekki fyrirgefið honum Svínaflóainnrásina sem misheppnaðist og það að hann vildi ekki gera aðra tilraun. Menn innan CIA hötuðu hann fyrir það, einnig hershöfðingjar og stjórnmálamenn. Svo var það líka það að hann hafði hótað í ræðu að afhjúpa hið ,,leyndarsamfélag” sem græfi undan lýðræðinu og stjórnkerfinu.

Kúbverjar vissu af fyrirhuguð drápi en gerðu ekkert. Rússar voru lemstraðir eftir næstu því kjarnorkustyrjöld við Bandaríkin en höfðu náð sátt við BNA í eldflaugadeilunni og höfðu því enga ástæðu til að drepa hann. En mafían hafði ástæðu til að drepa hann, því að hún hafði misst spón úr aski þegar Castro komst til valda og misst þar með spilavítin sín sem hann hafði gerð upptæk.

Þegar JFK gerði ekkert sem rétti hlut hennar (samkvæmt samkomulagi Joseph Kennedy við mafíuna) og stóð jafnvel í veginum, er ekki að spyrja að leikslokum auk sem hann og Robert voru að þjarma að mafíunni....

Eftir stendur mafían sem Robert Kennedy var þá að þjarma að og og samtök kúbverskrar útlaga sem hötuðu JFK fyrir meint svik vegna Svínaflóa árásarinnar. Óbeinar sannanir hafa tengt bæði mafíuna og kúbverskrar útlaga við morðið en meira við þá síðarnefndu og Oswald var sannarlega að vinna fyrir þá með dreifingu bæklinga.

Benda má á að CIA notaði mafíuna til launmorða innanlands og getur verið að einhver þar hafi staðið á bakvið, háttsettur einstaklingur eða deild innan CIA sem starfaði sjálfstætt.

Valdarán og aftökur erlendra stjórnmálaleiðtoga hafa verið einkennismerki CIA frá stofnun þess. Leyniþjónustustofnunin hefur framið ótal valdarán og aftökur á erlendum stjórnmálamönnum frá stofnun.

Hópur Kúbverja og mafíumanna hafi framkvæmt drápið að beiðni einhvers háttsettan embættismann. Samsæri væri því nærri lagi sem skilgreiningin á morðinu. Ef skotið var úr mörgum áttum, þá má kalla þetta launmorð aftöku! Sem eftirmáli má benda á að minnsta kosti 54 manneskjur, sem tengdust morðinu á einhvern hátt, hafa dáið á dularfullan hátt.

Að Oswald hafi verið drepinn í beinni útsendingu (hann hafði staðfastlega sagt að hann væri fórnarlamb eða blóraböggull) er ótrúlegur verknaður. Jack Ruby var sjálfur tengdur mafíuna og virðist hann hafa átt að reddi málum á síðustu stundu og drepa hann en verknaðurinn virðist vera gerður í flýti og af örvæntingu. Hann var illa skipulagður ef nokkuð.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum, þá sagði Jack Ruby, næturklúbbseigandinn sem myrti Lee Harvey Oswald, uppljóstrara alríkislögreglunnar FBI að „fylgjast með flugeldunum“ nokkrum klukkutímum áður en John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var ráðinn af dögum í Dallas þann 22. nóvember 1963. Ruby var svo sjálfur á torginu þar sem morðið átti sér stað. Þarf frekari vitnana við?

Nýjustu upplýsingar um dráp JFK 1963 komu fram fyrir skömmu en Donald Trump leyfði birtingu 50 þúsund skjala í forsetatíð sinni. Þau virðast staðfesta samsæri um morðið. LBJ er líklega heilinn á bakvið en hann átti hættu á að lenda í fangelsi vegna 3 hneykslismála. Dullas, sem JFK rak úr stóli forstjóra CIA, skipulagði aftökuna og notaði sveit CIA og mafíu morðingja. Mafían var þá illa stödd vegna handtöku 700 meðlima sinna og Robert Kennedy stóð fyrir. Morðið var í raun valdarán æðstu ráðamanna Bandaríkjanna samkvæmt kenningunni.

Ef þetta virkar ótrúlegt, þá þarf ekki annað að sjá aðförina að Trump. Nema núna er reynt, í stað þess að drepa hann, að velta hann úr sæti, með samsæriskenningu. En núna eru það æðstu valdamenn FBI, James Comey og fleiri, sem reyna ljúga upp á hann sakir. Það mistókst en ætla má að reynt verði að ráða hann af dögum næst. Reynt hefur verið ráða nánast alla Bandaríkjaforseta af dögum síðan Lincoln var drepinn en sjaldan hefur það heppnast. 

Morðtilraunir og samsæri gegn forseta Bandaríkjanna hafa verið margar, allt frá því snemma á 19. öld og fram til 2010. Meira en 30 tilraunir til að drepa sitjandi eða fyrrverandi forseta eða kjörinn forseta hafa verið gerðar síðan snemma á 19. öld.

Fjórir sitjandi forsetar hafa verið drepnir, allir með byssuskot: Abraham Lincoln (1865), James A. Garfield (1881), William McKinley (1901) og John F. Kennedy (1963).

Að auki hafa tveir forsetar særst í morðtilraunum, einnig með byssuskoti: Theodore Roosevelt (1912; fyrrverandi forseti á þeim tíma) og Ronald Reagan (1981). Reynt var einu sinni að ráðast á Trump er hann var í forsetaframboði en viðkomandi var snúinn niður.

Hér koma athyglisverðar slóðir: 

Ruby talar um flugeldasýningu

Hér er góður hlekkur en bendi á að ég er ekki sammála öllu: Nýtt sjónarhorn á morðmálinu

eða

Athyglisverður vinkill

Hér svo slóð sem sýnir tengsl Jack Ruby og mafíuna við CIA en hún notaði glæpasamtökin við skítverkin, að drepa andstæðinga:

Jack Ruby, mafían og CIA

Hér er CIA maður að viðurkenna þátttöku sína: Vitnisburður útsendara CIA

Mörg gögn um morðið hafa horfið á dularfullan hátt: Sönnunnargögn hverfa

Nýlegt myndband: Vitni hverfa

Mafíutengsl Kennedys (sem hjálpuðu hann til valda en urðu brjálaðir út í hann vegna þess að hann vildi ekki taka Kúbu með valdi en hún var leiksvæði þeirra. CIA hafði notað mafíuna til að reyna að drepa Castro.

Mafían virðist sjá almennt um launmorð CIA enda vanir að drepa andstæðinga sína í glæpaheiminum:

Myrkraverk mafíunnar


Jón Ólafsson Indíafari og Tyrkjaránið

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið 1627 er einn af þekktustu atburðum Íslandssögunnar og er það ekki að ástæðulaus.

Það vill oft gleymast að þetta voru tvær árásir, gerðust í sitthvorum mánuðinum og höfðu þær mismiklar afleiðingar.

Um var að ræða tvö skip en er ekki ljóst hvort skipin höfðu eitthvert samflot í upphafi eða samráð um Íslandsferðina.

Fyrra skipið var hér dagana 20.-24. júní - rændi Grindavík og réðst á Bessastaði en seinna skipið kom hingað 4. júlí og var farið 19. júlí.

Það reifaði Austfirði og síðar Vestmannaeyjar áður en sjónræningjarnir yfirgáfu landið. Hér er ætlunin að skoða aðeins fyrri árásaleiðangurinn, enda kemur Jón Ólafsson bara við sögu þar.

RÁN í GRINDAVÍK

Fyrir þessum ræningjaleiðangri var hollenskur sjóræningi (titlaður aðmíráll), Jan Janszoon van Haarlem sem varð fyrsti landstjóri og stóraðmíráll borgríkisins Salé á strönd Marokkó.

Árið 1627 skipaði Janszoon dönskum þræl úr áhöfn sinni sem hafði komið til Íslands, að stýra skipi sínu þangað sem engum hafði áður dottið í hug að fremja sjórán.

Sjóræningjarnir komu til Grindarvíkur 20. júní en voru farnir af landinu fjórum dögum síðar, 24. júní 1627. Þeir rændu fólki og dönskum kaupskipum í Grindavík en stefndu síðan til Vestfjarða. Þeir virðast hafa verið á leið til Hafnarfjarðar eða ætlað að ráðast að konungsmönnum á Bessastöðum en þar hafði höfuðsmaðurinn Holgeir Rosenkranz uppi vörnum á skansinum þar og mannað fallbyssur.

Eftir að eitt skipanna steytti á skeri utan við Bessastaði og síðar skipst á fallbyssuskotum við Dani og Íslendinga, gáfust ræningjarnir upp á fyrirætlunum sínum um frekari ránsferðir á Íslandi og sigldu 24. júní frá landinu og héldu heim á leið með fólkið, sem var svo selt var í ánauð í Salé.

Þetta var sjónræningjunum til mikillar lukku að þeir snéru til baka, því að fyrir vestan voru tvö ensk stríðsskip, eins og herskip voru kölluð þá, sem höfðu tekið franskt hvalveiðiskip.

Jón Ólafsson Indíafari sem hafði snúið til Íslands 1626 eftir 11 ára utanlandsför og dvalist í Englandi, og verið í konungsþjónustu sem byssuskytta í Danmörku og Indland, var þá staddur á Vestfjörðum.

SKOTBARDAGI VIÐ BESSASTAÐI OG ÞÁTTUR JÓN ÓLAFSSONAR

Tvö ensk herskip tóku franskt hvalveiðiskip herskildi en nokkrir skipsverjar sluppu á léttabáti. Jón var að vitja tvær jarðir í Álftafirði í júní mánuði sem hann hafði fengið fyrir herþjónustu sína en var kallaður til af sýslumanni, Ara Magnússyni í Ögri, til að vera þýðandi enda talaði hann reiðbrennandi ensku og dönsku.

Þá höfðu sumir frönsku sjómannanna af franska hvalveiðiskipinu tekist að sleppa á árabáti frá ensku stríðskipunum eins og áður sagði og í land og leitað á náðir íslenskra yfirvalda í Ögri.

Enskir komu á eftir og málið var lagt í dóm sýslumanns. Hann treysti sér ekki til að úrskurða í málinu, en þeir frönsku sögðust vera með leyfisbréf frá Danakonungi til að fanga hval.

Ari ákvað að senda Jón Ólafsson ásamt frönskum mönnum til Bessastaða og láta málið í hendur höfuðsmannsins Holgeirs.

Jón dvaldist eina nótt á Bessastöðum og ætlaði aftur að snúa vestur er fréttir bárust af för sjónræningjanna með fram Reykjanesskaga.

Þegar það fréttist, var Holgeir vel á veg kominn við að undirbúa varnir Bessastaða og bannaði hann öllum að yfirgefa staðinn, fyrr en hættuástand var yfirstaðið. Hann stefndi til sín alla Íslendinga sem hann gat kallað til; stefndi í Seiluna kaupskip úr Keflavík, úr Hafnarfirði og þriðja úr Hólminum (Reykjavík). Þessi þrjú skip lágu til varnar við skansinn sem var búinn fallbyssum.

Segir svo í Reisubók Jóns Arasonar Indíafara: ,,En höfuðsmaður skikkaði öllum vel vara á taka á sinni bestillingu til varnar. Svo og var Jóni Ólafssyni og þeim frönsku bífalað í skansinn að fara og á stykkjunum vara að taka og affýra nær þyrfti. En höfuðsmaður með sínum þénurum og mörgum íslenskum í stórum látúnssöðlum á landi riðu til umsjónar og aðgætni með löngum stöngum, svo sem hertygjað fólk væri að sjá, þá sólin á söðulbryggjurnar skein.

Ræningjaskip voru tvö og stefndu að höfninni í Seilunni. Þeir á landi voru við öllu búnir og þegar þeir á skansinum og skipunum þremur það sáu, skutu þeir af nokkurum fallbyssum á ræningjanna sem skutu á móti. Við þetta hlýtur að hafa komið fát á sjóræningjanna því að annað reyfaraskipið rak upp á grynningar, svo það stóð.

Á því skipi var hertekna fólkið og mest allt góssið. Skipverjar úr hinu ræningjaskipinu hófu þá handa við og skipuðu út báta til að ná í hertekna fólkið og ránsfenginn og létta niðurtekna skipið. Þeir köstuðu út mjöl, öl og öðrum varningi til að létta skipið.

Segir svo í Reisubókinni: ,,Og sem þeir nú í þessu sjósvamli og flutningi skipanna á milli voru, létu þeir dönsku af að skjóta á þá, bæði af skipunum þeim dönsku og skansinum, því miður miður....” segir í bókinni...,,en þeir íslensku vildu að þeim sem mest skotið væri meðan þeir voru í þessu svamli, hvers þeir ei ráðið fengu og því komst þetta ránsmannaskip af grynningunum með aðfallinu. Og sneru svo þessi ránskip bæði frá Seilunni og sigldu aftur suður fyrir landið.”

EFTIRMÁLI

Þegar þetta var allt afstaðið, var Jón Ólafsson sendur með hraði til sýslumanns og ensku skipherranna í leit að hjálp.Hann var fjóra daga á leiðinni til Ögurs.

Kapteinarnir voru enn þar og tóku þeir vel í að fara að sjóræningjum. Þeir sigldu suður en fundu enga sjóræningja og sneru þá aftur vestur fyrir landið.

Fréttir bárust fljót til Danmerkur um ránin og sendi konungur dönsk varnarskip hingað til að leita þessara ránskipa en fundu ekki frekar en þeir ensku og var þetta að tilhlutan Holgeirs Rosenkranz, sem hefur fengið þau leiðu eftirmæli í sögunni að vera heigull en erfitt er að meta stöðuna eins og hann mat hana á sínum tíma.

Ef til vill vildi hann ekki lenda í landbardaga við sjóræningja ef hann hefði sökkt skipunum. Hann má eiga það að hann reyndi a.m.k. að hafa uppi varnir og flúði ekki upp í fjöll.

Árið eftir, 1628, kom Holgeir hingað til lands í Seiluna á dönsku stríðskipi. Tvö önnur dönsk stríðsskip voru send til landsins að hindra frekari rán á landinu.

Einnig sendi Jakob Englandskonungur til Íslands tvö stríðsskip sömu erinda og gæta öryggi enskra fiskidugga.

Þeir ensku sögðu Íslendingum að við England hafi enski sjóherinn tekið í hafi 13 tyrknesk skip og í sjó skotið, sem hefðu verið á leiðinni til Íslands.

En hvorug áranna, 1628 og 1629 hafi varnarskipin neinna ránsmanna orðið vör, hvorki á sjó eða undir landinu en hér voru a.m.k. 5 varnarskip til varnar.

Svo var Jón skipaður konstabel eða byssuskytta í Vestmannaeyjum á skansinum þegar fyrirrennari hans í starfinu lést. ,,Hvar hann var og oftast skansinum og stríðstilbúnaðnum umsjón og vöktun að veita eftir sinni tiltrúaðri embættisskyldu en á næturnar var hann heima á sínum bústað hjá sinni kvinnu og öðru fólki.”

Konan hans þoldi ekki Vestmannaeyjar og hafa þau líklega yfirgefið eyjarnar í júlí 1640. Líkur þar með þáttur Jóns Ólafssonar í Tyrkjaráninu og afleiðingum þess.

Heimildir úr ýmsum áttum. Ef einhver þekkir textabrot eftir sig, þá þakka ég fyrir afnotin!


Lögregluríkið Ísland?

Police

 Þessi spurning vaknar þegar íhugað er réttur lögreglu til að stöðva för almennra borgara, þ.e.a.s. hefta ferðafrelsi þeirra, og krefjast þá um skilríki.

Í stjórnarskrá Ísland er réttur hvers ríkisborgara á Íslandi til að ferðast frjálst för sinni tryggður en ekkert er fjallað nákvæmlega um valdheimild stjórnvalda í því sambandi, það er að segja að hvort einstaklingurinn geti neitað að afhenda skilríki ef lögreglan heftir för. Þetta er aðeins almennt orðað, um frelsissviptingu.

Í 3. mgr. 67. grein stjórnarskráarinnar segir: ,,Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.“

Enn fremur segir: ,,Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara.….Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta…. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skuli dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er frelsissvipting grunaðs mann, en hún er heimil til bráðabirgða með dómsúrskurði.“

Í 71. gr. stjórnarskráarinnar segir: ,,Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu….Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.

Það má skilja svo að lögreglan megi ekki hindra för ríkisborgara, það er svipa hann (ferða)frelsis nema um lögbrot er að ræða. Eftir stendur spurningin hvort Íslendingum beri skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?

Á vísindavefnum er fjallað um þetta mál í grein sem heitir: ,, Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?“

Þar segir: ,,Í 15. gr. lögreglulaga er mælt fyrir um rétt lögreglu til að hafa afskipti af borgurunum við nánar tilgreindar aðstæður og með hvaða hætti. Í 5. mgr. 15. gr. laganna er sérstök heimild fyrir lögreglu til að krefjast þess að menn segi á sér deili en ákvæðið hljóðar svo: ,,Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.“ Af ákvæðinu má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.“

Lykilatriðið í þessu máli er að ,,…ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi“! Með öðrum orðum getur lögreglan, að eigin geðþótta, stöðvað för borgara án þess að til liggi rökstuddur grunur um ólögmæta háttsemi eða grunur um hugsanlegt lögbrot. Þetta er mikil valdbeitingarheimild sem lögreglan hefur til að stöðva frjálsa för borgarans og ef til vill hafa menn ekki íhuga þetta mál nákvæmlega, því að íslenskt samfélag hefur verið fremur friðsælt síðan lýðveldið var stofnað.

Til samanburðar skulum við taka Bandaríkin. Allir halda að bandaríska lögreglan hafi gífurleg völd og geti gert ansi margt ótakmarkað. En svo er ekki. Það gilda mismunandi reglur um heimild lögreglunnar eftir ríkjum Bandaríkjanna en öll ríkin eiga það sameiginlegt að byggja sínar reglur á ákvæðum bandarísku stjórnarskráarinnar og þá er vísað í fyrsta viðauka eða breytingu og 4 viðauka/breytingu um rétt borgara til að neita að afhenda eða sýna skilríki.

Talað er um ,,stöðva og bera kennsl á“ löggjöfina í Bandaríkjunum sem heimilar lögreglu, lögum samkvæmt að bera kennsl á einhvern sem þeir telja með góðu móti að hafa framið glæp eða er um það bil að fara að fremja glæp. Ef það er ekki rökstuddur grunur um að glæpur hafi verið framið, er framinn eða er um að bil að fara að gerast, er ekki hægt að krefja einstaklinginn um auðkenningu, hvorki að gefa upp nafn eða framvísa skilríki, jafnvel í ,,stöðva og bera kennsl á“ ríkjum. Ferðafrelsi bandaríska ríkisborgarans er algjört í þessu sambandi og ekki nægilegt fyrir lögreglumanninn sem stöðvar för borgarans, að segja að ,,grunur“ liggi á eða um ,,grunsamlega“ hegðun liggi að baki afskipti lögreglunnar. Grunsemd er ekki grundvöllur glæps eða er glæpur. Hún er bara tilfinning, ekki staðreynd og röksemd sem dugar fyrir dómstóla.

Ef lögreglan í Bandaríkjunum stöðvar för borgarans, þá ber lögreglumaðurinn að gefa upp eigið nafn og númer lögregluskjaldar og gefa strax upp ástæðu fyrir hindrun á för borgarans. Ef ekki er gefin upp gild ástæða, getur borgarinn kært viðkomandi lögreglumann og hann jafnvel neitað að tjá sig yfirhöfuð. Þessi réttindi eru tryggð í fjórðu breytingunni á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bannar óeðlilegum leit og hindrun för ríkisborgara og krafist er þess að rík ástæðan sé fyrir heftum á ferðafrelsi, jafnvel þótt svo sé aðeins um stundarsakir og hún eigi að vera réttlætanleg og studd af líklegum orsökum.

Af þessum má sjá að bandarískir ríkisborgarar njóta meiri réttinda gagnvart valdníðslu stjórnvalda en íslenskir. Ekki er gert skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi eins og áður sagði. Hins vegar geta íslenskir lögreglumenn hindri för borgaranna að vild og jafnvel er hægt að hreppa fólk í fangelsi í allt að 24 klst. áður en leitað er til dómara. Á meðan getur lögreglan gefið upp hvaða ástæðu sem er fyrir handtöku og haldið viðkomandi föngnum.

Af ákvæðinu í lögreglulögunum má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi. Svarið við spurningunni í titli greinarinnar er því já, Ísland er lögregluríki, því að réttur lögreglunnar er ríkari en réttur ríkisborgaranna. Þarf ekki að fara að skoða þetta?

Það skal taka fram að íslenska lögreglan fer afskaplega vel með vald sitt og traust almennra borgara á störf hennar er mikið. Þessar hugleiðingar eru ekki beint sérstaklega til hennar, aðeins löggjöfina sem liggur að baki starf hennar.

 


Þrefalda sannleikssía Sókrates sem á svo sannarlega við í dag - skemmtileg dæmisaga

Socrate

Dag einn hitti Sókrates kunningja sinn sem hljóp spenntur til hans og sagði: ,,Sókrates, veistu hvað ég heyrði um einn af nemendum þínum?"

„Bíddu við,“ svaraði Sókrates. "Áður en þú segir mér, vil ég að þú standist smá próf. Það kallast þrefalda sían."

,,Þreföld sía?"

"Það er rétt," svaraði Sókrates, "Áður en þú talar við mig um nemanda minn, gefum okkur smá stund til að sía það sem þú ætlar að segja.

Fyrsta sían er Sannleikurinn. Ertu alveg viss um að það sem þú ert að segja mér er satt?"

„Nei,“ sagði kunningi, „eiginlega heyrði ég bara af þessu og ...“

„Allt í lagi,“ sagði Sókrates. ,,Svo að þú veist ekki alveg hvort það er satt eða ekki. Nú skulum við prófa síu númer tvö, góðvild. Ætlarðu að segja mér eitthvað jákvætt eða gott um nemandann minn?"

,,Nei, þvert á móti ..."

„Svo“, hélt Sókrates áfram, „viltu segja mér eitthvað slæmt um hann, þó að þú sért ekki viss um að það sé satt?“

Maðurinn hikaði, svolítið vandræðalegur. Sókrates hélt áfram. ,,Þú gætir samt staðist prófið, vegna þess að það er þriðja sían: Notagildi. Mun það sem þú vilt segja mér um nemandann minn nýtast mér?"

,,Nei, ekki alveg."

,,Jæja," sagði Sókrates",...ef það sem þú vilt segja mér er hvorki sannleikur né gott og ekki einu sinni gagnlegt fyrir mig, af hverju viltu þá segja mér það?"


Vissir þú...

Olav_den_helliges_fall_i_slaget_på_Stiklestad

...að íslenskir menn börðust í her Ólafs digra Haraldssonar á Stiklastöðum 1030? Og að....

1. ...að Íslendingar börðust í landinu helga á miðöldum (krossferðir)?

2. ...að Íslendingar börðust á Bretlandseyjum á miðöldum?

3. ...að njósnir voru stundaðar á Sturlungaöld? 

4. að Þórður kakali er einn besti herforingi sem Íslendingar hafa átt?

5. ...að Skúli jarl dró saman her til að herja á Ísland 1218-19?

6. ...að krossbogar voru tískuvopn á Íslandi á 15. öld?

7. ...að fyrsti skjalfesti byssubardagi á Íslandi átti sér stað árið 1483?

8. ...að fallbyssa á Íslandi á 16. öld kostaði 16 kýrverð og fékkst í næsta kaupstað?

9. ...að sverð kostaði 30 fiska á 16. öld?

10. ...að 29 virki eða hernaðarmannvirki voru byggð á Íslandi á miðöldum?

11. ...að Danakonungur sendi hingað herskipaflota til að berjast við Jón Arason og herlið hans?

12. ...að Vestmannaeyingar stofnuð herfylkingu á 19 öld?

13. ...að Íslendingar börðust á Norðurlöndum á miðöldum?

14. ...ráðgert var að stofna íslenskan her árið 1785?

15. ...að fjölmennasti bardagi á Íslandi var Örlygsstaðarbardagi þar sem 2700 manns börðust!

16. ...að buklari var tískuvopn á hámiðöldum!

17. ...að hringabrynjur voru bestu verjurnar í átökum!

18. ...að Snorri Sturluson var með allt að 900 manna herlið!

19. ...að Íslenskir höfðingjar voru með norska hermenn í liðum sínum!

20. ...að Jón Biskup Arason var með allt að 1000 manna herlið!

21. ...Svínafylking var algeng bardagaaðferð á miðöldum!


Lærdómurinn sem draga má af Víetnamstríðinu - 10 lexíur

Vietnam war

1. Ekki skipta þér af vandamálum annarra

Eftir að franska hernámsliðið yfirgaf landið, var Víetnam skipt í tvo hluta, Norður-Víetnam undir forystu Ho Chi Minh og stjórn kommúnista og Suður-Víetnam studd af Vesturveldum. Fljótlega eftir að Frakkar fóru frá, stigmagnaðist átökin yfir í borgarastyrjöld milli Norður- og Suður-Víetnam.

Bandaríkjamenn héldu að það væri siðferðileg skylda þeirra að grípa inn í innri borgarastyrjöld í landi sem þeir áttu ekki viðskipti við. Allt vegna þess að sumir æðri menn í bandarískum stjórnvöldum héldu að ef Víetnam yrði kommúnistaríki, yrði það eftir var af Suðaustur-Asía einnig verða kommúnistastýrð lönd.

2. Það er ekki bara þú sem hefur rétt fyrir þér

Þegar Víetnamstríðið átti sér stað héldu flestir bandarísku hermennirnir að þeir væru frelsandi englar og NVA (Norður-víetnamski herinn) eða Víetkong væru andskotinn sjálfur og þeir reyndu að réttlæta hvað sem aðgerðirnar leiddu þá með því að segja að þeir væru góðu kallarnir og þeir gátu ekki séð stríðið frá stjórnarandstöðunni eða frá sjónarhóli óbreyttum borgurum í Víetnam, hver var meginástæðan fyrir því að þeir töpuðu í Víetnam.

Ekki nóg með það, í Bandaríkjunum voru tvær andstæðingar fylkingar, með stríði og gegn stríði, og báðir hóparnir héldu að þeir væru hinu raunverulegu ættjarðarvinir lands síns.

3. Lærðu af mistökum þínum

Fyrstu meiriháttar átök milli NVA og bandaríska fótgönguliðsins, undir forystu hershöfðingjann Hal Moore, áttu sér stað í la Drang dalnum. Um það bil 400 bandarískir hermenn voru sendir til la Drang dalsins til að finna óvininn og draga hann fram í dagsljósið. Þar lentu þeir á móti bardagavönu herliði Norður-Víetnams, um 4.000 manna herdeild. Moore og menn hans náðu að sigra andstæðing sinn með hjálp byssuþyrlna, sprengiflugvéla og mikilli stórskotahríð.

Jafnvel þótt bardagahert herlið NVA tapaði bardaganum, lærðu þeir dýrmæta lexíu af þeim bardaga sem er; ef þú vilt sigra Bandaríkjamenn verður þú að grípa í belti þeirra og drepa þá í návígi. Sem þýðir að NVA og Víetkong ættu að berjast við bandarísku hermennina í svo miklu návígi að stuðningur úr lofti yrði gagnlaus.

Eftir fyrstu vel heppnuðu aðgerðina hóf bandaríski herinn nokkur áhlaup eins og í Ia Drang dalnum sem enduðu öll með ömurlegum mistökum vegna lærdómsins sem NVA lærði í Ia Drang dalnum. Eins og þeir segja í lífinu snýst þetta ekki um hversu höggþungur þú ert, heldur hversu mörg högg þú getur tekið en samt haldið áfram.

4. Að berjast með lævíslegum hætti

Í stríðinu höfðu Bandaríkjamenn á að skipa hálfa milljón hermanna að staðaldri, háþróuðustu skriðdreka sem völ var á, APC (brynvarðir herliðsflutningabíla) flutnings- og árásarþyrlur, árása- og sprengjuþotur og ósigrandi sjóher sem var umtalsvert meira herlið en NVA og Víetkong höfðu á að skipa. En NVA var þolinmótt, þeir völdu bardaga sem þeir vilja berjast, þeir biðu eftir að óvinurinn dreifði sér of þunnt áður en þeir hófu árásir sem þeir grófu í fjöllum mánuðum áður og styrktu varnir sínar og biðu þolinmóðir þar til Bandaríkjamenn komu þangað sem var raunin í báðum bardögum á Hæð (Hill) 1388 og hæð 818.

Það er mikilvægt að skilja styrk þinn og veikleika og áætlunina í samræmi við það að ná sigri. Víetnamar völdu orrustuvöllinn gaumgæfilega hverju sinni. Þeir grófu út fjöll mánuðum áður og styrktu varnir sínar og biðu þolinmóðir þangað til Bandaríkjamenn komu sem var raunin í báðum bardögunum á Hæð 1388 og Hæð 818.

Það er mikilvægt að skilja styrk sinn og veikleika og áætla í samræmi við það til að ná sigri.

5. Lærðu allt um sögu og menningu óvinarins áður en hernaðarátök hefjast

Bandaríkjamenn skildu ekki menningu fólksins né höfðu fyrir því að læra sögu þess, sem þeir þóttust vera aðstoða. Þeir skildu heldur ekki landfræðilegar aðstæður og voru nokkuð lengi að læra inn á hernað sem fer fram í ógreiðfærum frumskógum og er í raun skæruhernaður í skóglendi. Það var líka svo, að þeir Bandaríkjamenn sem tóku þátt í aðgerðum í Víetnam lentu oft á villigötum enda skildu þeir ekki hugfar fólksins í landinu.

6. Til að sigra verður viljinn til sigurs að vera fyrir hendi af öllum mætti

Mesti munurinn á herliðum Bandaríkjanna og Víetnam, var viljinn til að vinna og viljinn til að fórna. Fyrir herlið NVA og Víetkong var það móðurlandið sem það var að verja, og þeir voru reiðubúnir að fórna hverju einasta lífi til sigurs á síðari tímum stríðsins. Flestir bandarísku hermennirnir sáu ekki tilgang með því að vera þarna, bara til að vernda einhverja pólitíska sjálfsmynd.

Tíðarandi var líka þannig að eiturlyf og friðarstefna hafði áhrif alla leið inn í herafla Bandaríkjanna og hafði áhrif á herkvadda hermenn. Bandaríkjamenn lærðu að treysta ekki á herskyldaða hermenn og hafa allar götur síðan lagt áherslu á þjálfað atvinnuherlið.

Flestar hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers í dag byggja á aðgerðum þrautþjálfaða sérsveita áður en til meirihátta aðgerða kemur.

7. Skera verður á aðflutningsleiðir óvinarins

Í stríðinu notaði NVA þrönga stíga á landamærunum til að flytja hermenn og hergagnaflutninga í suðurátt og koma hinum særðu aftur til norðurs og notuðu meðal annars svæði nágrannaríkisins, sem var þekkt sem Ho-Chin-min slóðin sem var stöðugt sprengd af bandaríska flughernum til að stöðva hermennina og flutningsflæði.

En norður-víetnamska þjóðin var staðráðin í því eftir loftárás að þeir myndu gera við veginn strax til að halda umferðinni á hreyfingu, þeir lagfærðu veginn aftur og aftur og aftur, sem var nauðsynlegt fyrir stríðsreksturinn, án þess hefði hefði herrekstur Norður-Víetnama fallið fljótlega. Engin herafli, hvort sem það er hefðbundin her eða skæruliðahreyfing, getur heygð stríð nema með her- og birgðaöflun.

8. Dómíókenningin á ekki alltaf við og kommúnisminn er ekki alls staðar eins

Ein meginástæðan fyrir að Bandaríkjamenn töpuð var að þeir skildu ekki að kommúnisminn var ekki alls staðar eins. Kommúnismi í sambland við þjóðernishyggju, eins og sjá mátti í Júgóslavíu og Norður-Víetnam var öðru vísi en sá sem sjá mátti í Sovétríkjunum sem var ríkjasamband 15 ríkja. Áherslan á þjóðernisstefnu var gjörólík eftir kommúnistaríkjum. Víetnamar börðust því við Bandaríkjamenn af þjóðernisástæðum, ekki bara vegna hugmyndafræði.

Dómínókenningin á kannski við sum staðar en þessi kenning er ekki algild. Hún gengur út á ef eitt ríki ,,smitast af kommúnisma”, munu önnur ríki í kring einnig gera það. Taka verður meira tillit til aðstæður og ólík menning.

9. Stjórnvöld sem hjálpað er, verða að vera lögmæt í augum fólksins

Sjá má þetta í samanburði Kórerustríðsins og Víetnamsstríðsins. Í Suður- Kóreu trúði fólk á lögmæti eigin stjórnvalda og það leiddi til að skæruliðahreyfing eins og Vietkong í Víetnam náði sér ekki á strik. Í Víetnam þurftu Bandaríkjamenn og Suður-Víetnamar að stríða við tvo andstæðinga í einu, Norður-Víetnam og Víetkong skæruliðahreyfinguna. Stjórnvöld í Suður-Víetnam voru gerspillt, þau höfðu unnið með hernámsliði Frakka og Japana í seinni heimsstyrjöld, sem leiddi til vantrú almennings á þau, enda féll allt eins og spilaborg tveimur árum eftir að Kaninn dró sig úr stríðinu 1973, árið 1975.

Í Kóreustríðinu var lögmæti stríðsins algjört, enda nutu Bandaríkjamenn ásamt fjölþjóðlegum bandamönnum stuðning Sameinuðu þjóðanna. Svo var ekki fyrir að fara í Víetnamstríðinu, þótt nokkrar þjóðir hafi tekið þátt í hernaði Bandaríkjamanna, svo sem Ástralíumenn.

10. Læra skal af lexíum hernaðarsögunnar

Árangur frægra herforingja eins og Napóleons Bonapartes og George S. Pattons, byggist á að þeir lærðu af reynslu annarra hershöfðingja. Báðir t.a.m. leituðu í smiðju fornra herleiðtoga eins og Alexanders og Sesars, þótt annar hafi verið uppi á 19. öld en hinn á 20. öld.

Eina sem breytist með tímanum er hertækin (t.d. loftskeyti í stað spjóts)en hugsunarhátturinn er svipaður. Að stjórna her er eins og að tefla skák, hugsa verður marga leiki fram í tímann og gera ráð fyrir óvæntum mótleik. Það sem talið er ómögulegt að gera, reyndir andstæðingurinn einmitt við!

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband