Sagnfræði og sagnfræðingar (Fernand Braudel (1980))

Fogel

Fernand Braudel talar um tíma í sögunni. Hann segir að sagnfræðingar hafi elst við rannsóknir fræðimanna í öðrum greinum, s.s. mannfræðinga, félagsfræðinga, tölfræðinga, hagfræðinga o.s.frv., því að þeir hafa haldið að þannig sé hægt að sjá söguna í nýju ljósi. Hann spyr sig hvort að sagnfræðingar hafi ekki eitthvað annað að bjóða á móti.

Fernand Braudel segir að undanförnu, hafi þróast meðvitað eða ómeðvitað, skýr hugmynd um fjölbreytileika tímans, og einstakt gildi langtímabila rannsókna. Það er hin síðarnefnda hugmynd, sem jafnvel meira en sagan sjálf – saga hundruði hliða - sem eigi erindi til félagsvísinda.

Öll söguleg verk eru upptekin við að brjóta niður tíma fortíðarinnar og nota til þess tímaviðmiðunarveruleika.

Hefðbundin sagnfræði, leggur áherslu á stutt tímaskeið, er varða einstaklinga og atburði. Hin nýja hag- og félagssaga setur hringrásarhreyfingu í forgrunn sinna rannsókna og festir sig við slík tímaskeið (hringrás upprisu og falls verðlags) sem eru oftast stutt. Hins vegar er hægt að mæla söguna eftir öldum, atburðir sem spanna mjög löng tímabil.

Félagsvísindin virðast vera lítið upptekin af löngum tímabilum eða fjarlægum tímum, þó svo að sagan sé ekki alltaf langt undan.

Hagfræðingar hafa t.d. verið of bundnir samtímanum í rannsóknum sínum, segir Fernand Braudel, og hafa varla farið aftur fyrir 1945 í leit að eldri efnahagskerfum eða spáð fram í tímann lengra en nokkra mánuði, í mesta lagi nokkur ár, og hafa þannig misst af kjörnu rannsóknartækifæri, án þess þó að neita gildi þess. Þeir eru fallið í þann vana að setja sig einungis inn í samtímaviðburði og segja að rannsóknir á efnahagsskeiðum mannkynssögunnar eigi sagnfræðingar að eiga við.

Staða þjóðfræðinga og upprunafræðinga (e. ethnologists) er ekki svona jafn skýr. Sumir þeirra hafa lagt það á sig að benda á að sé vonlaust eða gagnlaust að styðjast við sagnfræði innan fræðigreinar sinnar, nokkuð sem Fernand Braudel finnst vera fáranlegt, því t.d. hvers vegna í ósköpunum ætti mannfræði ekki að hafa áhuga á sögu? Það er ekkert samfélag, hversu frumstætt það er, sem ber ekki einhver ,,ör” sögu eða sokkið svo algjörlega að ekki nokkur spora sjást lengur. Hann er hins vegar fúlli út í félagsfræðina.

Félagsfræðilegar rannsóknir virðast fara út um hvippinn og hvappinn, segir hann, frá félagfræði til sálfræði og til hagfræði og eru bundnar í tími núinu. Hvers vegna ættu þeir að snúa sér aftur til sögulegs tíma, þar sem fátæktin, einfaldleikinn – ónýtt vegna þagnar- og endurgera fortíðina? Er endurgerð svo raunverulega dauð eins og þeir vilja láta okkur halda, spyr Fernand Braudel? Endurgerð (e. reconstruction) er svo mikilvægt að hans mati.

Philippe Ariés hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi hið óþekkta í sögulegri útskýringu – hinu óvænta - og tekur sem dæmi mann sem er að rannsaka 16. öldina og rekst á eitthvað furðulegt frá sjónarhóli 20. aldar manns. Hvers vegna þessi munur?

Hann spyr hversu gagnleg sú félagsfræðileg rannsókn sé, sem setji sig ekki í sögulegt samhengi, til dæmis rannsókn á bæjum. Er ekki sagan á sinn hátt útskýring á samfélagi í öllum sínum veruleika? Verðum við ekki að hugsa lengra en í stuttum tímabilum til að skilja það? Í raun og veru getur sagnfræðingurinn ekki sloppið frá spurningunni um tíma í sögunni, því að fyrir sagnfræðinn byrjar allt og endar með tímanum og tímaskilningur félagsfræðinga getur ekki verið sami tímaskilningur og sagnfræðinga, því að tími sagnfræðinga er mælanlegur líkt og tímaskilningurinn hjá hagfræðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband