Sagnfræði og sagnfræðingar (Lawrence Stone (1979))

Stone

Lawrence Stone segir að sagnfræðingar hafi frá dögum Thucydides og Taciusar sagt sögur.

Einu sinni var sagan hluti af mælskufræði en síðastliðin 50 ár hefur frásögnin fallið í gildi hjá þeim sem stunda svo kallað ,,nýja sögu”.

Lawrence Stone telur sig þó sjá undirstrauma sem hafi neytt ,,hinu nýju sagnfræðinga” til að snúa sér að einhvers konar formi frásagnar.

En hvað er frásögn eða frásaga (e. narrative)? Hún er aðferð við að skipuleggja efni í tímatalslega og samfellda röð og niðurröðun efnis í eina samhangandi sögu, stundum þó með ,,undirplot” eða ,,undirsögu (e. sub-plots).

Það er tvennt sem aðgreinir frásagnarsagnfræði frá byggingasagnfræði (e. structural history) en það er að hún er lýsandi frekar en greinandi og að hún einbeitir sér að manninum frekar um kringumstæðum. Hún á því við það sérstaka og einstaka heldur en samsöfnun og tölfræðilega. Frásagan er ein gerð sögulegrar skrifar, en þessi gerð hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum af efninu og aðferðinni sem hún beitir. Hún hefur ákveðið viðfangsefni (e. theme) og rök.

Viðfangsefni Gibbons var hnignun og fall Rómarveldis og Þúsidíesar (e. Thucydidies) var áhrif Pelopíustríðanna á grískt samfélag og stjórnmál. Hins vegar forðast, segir Lawrence Stone, enginn frásagnarsagnfræðingur greiningu í sjálfu sér en þeir byggja ekki frásögnina í kringum hana. Þeir eru hins vegar mjög bundnir framsetningu efnisins, stílbrögðum o.frv.

 

Skiptingin í hinu mismunandi aðferðafræði við sagnfræðiskrif er djúpstæð og er byggð á, segir Lawrence Stone, á tálsýn efnahagslegra nauðhyggjumanna og hefur skipt sagnfræðina í tvennt, félagssögu (e. social history) annars vegar og hugarfarssaga (e. intellectual history).

Söguleg gögn hafa sýnt okkur flókinn samverknað milli staðreynda eins og fólksfjölda, matvælaöflun, veðurfars, verðs og fleira hins vegar og gildi, hugmyndir og venjur annars vegar.

Meðframt félagslegum samskiptum stöðu (e. status) eða stéttar, myndar þetta einn skilningsvef. Ekki dugar að taka einungis einn eða tvo þætti út.

Margir sagnfræðingar eru nú á því að menning hópsins og jafnvel vilji einstaklingsins séu jafnlíklegar orsakir breytinga og ópersónuleg öfl eins og efnhagsleg afkoma eða lýðfræðileg orsakir. Það er engin kenning sem sanni það að hið síðarnefnda stjórni hið fyrrnefnda segir Lawrence Stone. Dæmi: vinnusiðferði púritana kom mörgum öldum á undan vinnusiðferði sprottin úr iðnbyltingunni. Samband menningar og samfélags er mjög flókið fyrirbrigði. Lawrence Stone tekur hér nokkur söguleg dæmi.

Lawrence Stone segir menningarþjóðir hafi risið og fallið sem eigi sér orsakir í flöktleika í stjórnmálum og umskipti í stríðsgæfu og að það sé ótrúlegt það þessi mál séu vanrækt af þeim sem telja sig vera í fararbroddi sagnfræðingastéttarinnar.

Sá dráttur sem hefur verið á viðurkenningu á mikilvægi valds, á persónulegar stjórnmálalegar ákvarðanir einstaklinga, á gengi stríðsgæfunnar, hefur neytt sagnfræðinga til baka, til frásögunnar, hvort sem þeir líkar það betur eða verr.

Þriðja þróunin sem hefur leitt til verulegs áfalls fyrir strúktúral og greiningasögu eru hin blönduðu gögn sem hefur verið notað og einkennst af mest karakterlega aðferðafræði – magnmæling (e. quantification). Hún er orðin mikilvæg aðferðafræði á mörgum sviðum sagnfræðirannsókna, sérstaklega í lýðfræðisagnfræði, sögu félagslegra gerða og félagslegan hreyfanleika, efnahagssögu og sögu kostningamynsturs og kostningahegðun í stjórnmálalegum kerfum sem eru lýðræðisleg.

Þetta hefur orðið til mikilla bóta vegna þess að nú sé krafist nákvæmar tölur en ekki talað óljóst með orðum eins og ,,mikið” eða ,,lítið”. Gagnrýnendur krefjast nú tölfræðilegar sannanir sem sanni að hin sögulegu dæmi séu dæmigerð en ekki undantekning á reglunni.

Þetta er góð þróun segir Lawrence Stone en það er mikill munur á starfi einstakan rannsóknarmanns sem reiknar út tölur á vasareiknir og kemur með einfaldar töflur og prósentureikning og svo á verki klíómetríkanann.

Sá síðarnefndi sérhæfir sig í að safna mikið safn af gögnum og hefur í þjónustu sinni hóp aðstoðarmanna; notar afkastamiklar tölvur við útreikninga og stæðfræðilega ferla við niðurstöður en Lawrence Stone segir að efasemdir hafa komið upp gagnvart slíkum aðferðum og niðurstöðum.

Dæmi: Vafi hefur komið upp hvort að sagnfræðileg gögn geti staðið undir slíkum rannsóknum; hvort aðstoðarliðið sé samhæft í aðgerðum sínum; hvort mikilvæg smáatriði hafi týnst í þessu vinnsluferli o.s.frv. Hann týnir til nokkur dæmi um mistök. 

Rannsóknir á kirkjuskrám er sígillt dæmi um þessa aðferðafræði. Gífurlegt átak er í gangi á rannsóknum á þeim en Lawrence Stone telur að árangurinn verði takmarkaður og aðeins örfáar rannsóknir leiði til niðurstöðu. Hann tekur til dæmis að við vitum ekki hvers vegna að fólksfjöldinn hætti að vaxa í flestum svæðum Evrópu milli 1640 og 1740 og hvers vegna hann hóf að vaxa á nýju eftir 1740 eða jafnvel hvort að orsökin hafi verið meiri frjósemi eða minnkandi barnadauði.

Magnmælingar hafa sagt okkur mikið um spurningar er varða sögulegar lýðfræði en tiltölulega lítið hingað til hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Það er t.d. hægt að mæla áhrif mataræðis og heilsu svertingja á tímum þrælahaldsins í Bandaríkjunum en ekki áhrifin á hugarfar þrælaeigenda eða þrælanna sjálfra.

Grundvallarbreyting á afstöðu hinu svo kölluðu nýju sagnfræðinga og fráhvarf frá greiningu til hið lýðsandi má rekja til breytinga á viðhorfi hvað sé miðlægt viðfangsefni sagnfræðinnar; á hinum frjálsa vilja í samspili við náttúruöflin.

Lawrence Stone segir að sagnfræðingar skiptist nú í fjóra hópa: 

1. Gamaldags frásagnarsagnfræðingar, sem skiptast í stjórnmálasagnfræðinga og ævisagnasagnfræðinga.

2. Klíómetranna sem halda áfram að haga sér eins og tölfræðilegir dópistar.

3. Félagsögusagnfræðinga sem eru enn uppteknir við að greina ópersónulegar byggingagerðir.

4. Mentalité sagnfræðinga (viðhorfasagnfræðingar?), sem nú eltast við hugmyndir, gildi, hugargerð (e. mind-sets) og mynstur náina persónulegs hegðunar.

Notkun viðhorfasagnfræðingar á lýsingarfrásögn eða einstaklingsbundna ævisögu hefur sína galla. Þeir hafa verið sakaðir um að nota mælskufræðilegar aðferðir í stað vísindalegra sannanna.

Lawrence Stone vísar í Carlo Ginzburg sem segir sagnfræðingar séu í rökleysisgildru, þar sem þeir verða annað hvort að taka upp veikan vísindalegan staðal til að geta fengið mikilvægar niðurstöður eða taka upp strangvísindalegan staðal til þess að fá niðurstöður sem skipta engu máli. Vonbrigði með hið síðarnefnda hefur hrakið sagnfræðinga til hið fyrrnefnda. Annar galli á notkun smáatriðadæma sem eiga að lýsa ,,mentalité” er að gera greinamun á hið venjulega og hinu sértæka.

Sem dæmi, þá verður tiltekið miðaldarþorp sem tekið er til rannsóknar að vera dæmigerð en ekki t.d. verið sérstækt að því leytinu til að villitrú viðgengst þar en ekki annars staðar.

Þriðja vandamálið tengist túlkun, sem er jafnvel erfiðra að leysa. Sagnfræðingurinn þarf að geta beitt áhugamannasálfræði til þess að komast inn í huga mannsins í fortíðinni en þetta er vandasamt verk og sumir hafa haldið því fram að það sé vonlaust verk. Önnur hætta er á, með frásagnaraðferðinni, er að þetta leiði til hreina fornfræðihyggju – til sögufrásagnar hennar vegna eða til skrifa um hversdagslegan leiðinleika meirihlutans.

Hvernig á að þjálfa sagnfræðinema framtíðarinnar? Í hinni fornu fræðigrein mælskufræði? Í gagnrýninni textafræði? Í ,,semiotics”? Í táknrænni mannfræði? Í sálfræði? Í tækni við beitinu á greiningu á félags- og efnahagsgerð sem við höfum stundað í heila kynslóð?

Lawrence Stone segir að hugtak eins og ,,frásaga” sé ófullnægjandi tæki til að lýsa cluster (klasa) breytingar á eðli sögulegri umræðu.

Það eru merki um breytingar sem varða miðlægra mála sagnfræðinnar, það er frá kringumstæðum sem umliggja manninn, til mannsins í kringumstæðum; í vandamálarannsóknum, frá hinu efnahagslega og lýðfræðilega til hið menningarlega og hið tilfinningalega; í uppsprettu áhrifa, frá félagsfræði, hagfræði og lýðfræði til mannfræði og sálfræði; í viðfangsefni, frá hópnum til einstaklingsins; í útskýringamódeli á sögulegum breytingum, frá ,,stratified” og einna ástæðna skýringu til millitenginga og margorsaka.; í aðferðafræði, frá hópmagnmælingum til einstaklingsdæmi; í skipulagningu, frá greiningalega til lýsingu; og í ,,conceptualization” á hlutverki sagnfræðingsins, frá hinu vísindalega til hið bókmenntalega. Þessi marghliða breyting á viðfangsefni, ,,objective”, aðferð og stíl sagnfræðilegra skrifa, sem er að gerast samtímis, passar eins og sverð við hendi.

Ekkert hugtak nær utan um allt þetta í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband