Lærdómurinn sem draga má af Víetnamstríðinu - 10 lexíur

Vietnam war

1. Ekki skipta þér af vandamálum annarra

Eftir að franska hernámsliðið yfirgaf landið, var Víetnam skipt í tvo hluta, Norður-Víetnam undir forystu Ho Chi Minh og stjórn kommúnista og Suður-Víetnam studd af Vesturveldum. Fljótlega eftir að Frakkar fóru frá, stigmagnaðist átökin yfir í borgarastyrjöld milli Norður- og Suður-Víetnam.

Bandaríkjamenn héldu að það væri siðferðileg skylda þeirra að grípa inn í innri borgarastyrjöld í landi sem þeir áttu ekki viðskipti við. Allt vegna þess að sumir æðri menn í bandarískum stjórnvöldum héldu að ef Víetnam yrði kommúnistaríki, yrði það eftir var af Suðaustur-Asía einnig verða kommúnistastýrð lönd.

2. Það er ekki bara þú sem hefur rétt fyrir þér

Þegar Víetnamstríðið átti sér stað héldu flestir bandarísku hermennirnir að þeir væru frelsandi englar og NVA (Norður-víetnamski herinn) eða Víetkong væru andskotinn sjálfur og þeir reyndu að réttlæta hvað sem aðgerðirnar leiddu þá með því að segja að þeir væru góðu kallarnir og þeir gátu ekki séð stríðið frá stjórnarandstöðunni eða frá sjónarhóli óbreyttum borgurum í Víetnam, hver var meginástæðan fyrir því að þeir töpuðu í Víetnam.

Ekki nóg með það, í Bandaríkjunum voru tvær andstæðingar fylkingar, með stríði og gegn stríði, og báðir hóparnir héldu að þeir væru hinu raunverulegu ættjarðarvinir lands síns.

3. Lærðu af mistökum þínum

Fyrstu meiriháttar átök milli NVA og bandaríska fótgönguliðsins, undir forystu hershöfðingjann Hal Moore, áttu sér stað í la Drang dalnum. Um það bil 400 bandarískir hermenn voru sendir til la Drang dalsins til að finna óvininn og draga hann fram í dagsljósið. Þar lentu þeir á móti bardagavönu herliði Norður-Víetnams, um 4.000 manna herdeild. Moore og menn hans náðu að sigra andstæðing sinn með hjálp byssuþyrlna, sprengiflugvéla og mikilli stórskotahríð.

Jafnvel þótt bardagahert herlið NVA tapaði bardaganum, lærðu þeir dýrmæta lexíu af þeim bardaga sem er; ef þú vilt sigra Bandaríkjamenn verður þú að grípa í belti þeirra og drepa þá í návígi. Sem þýðir að NVA og Víetkong ættu að berjast við bandarísku hermennina í svo miklu návígi að stuðningur úr lofti yrði gagnlaus.

Eftir fyrstu vel heppnuðu aðgerðina hóf bandaríski herinn nokkur áhlaup eins og í Ia Drang dalnum sem enduðu öll með ömurlegum mistökum vegna lærdómsins sem NVA lærði í Ia Drang dalnum. Eins og þeir segja í lífinu snýst þetta ekki um hversu höggþungur þú ert, heldur hversu mörg högg þú getur tekið en samt haldið áfram.

4. Að berjast með lævíslegum hætti

Í stríðinu höfðu Bandaríkjamenn á að skipa hálfa milljón hermanna að staðaldri, háþróuðustu skriðdreka sem völ var á, APC (brynvarðir herliðsflutningabíla) flutnings- og árásarþyrlur, árása- og sprengjuþotur og ósigrandi sjóher sem var umtalsvert meira herlið en NVA og Víetkong höfðu á að skipa. En NVA var þolinmótt, þeir völdu bardaga sem þeir vilja berjast, þeir biðu eftir að óvinurinn dreifði sér of þunnt áður en þeir hófu árásir sem þeir grófu í fjöllum mánuðum áður og styrktu varnir sínar og biðu þolinmóðir þar til Bandaríkjamenn komu þangað sem var raunin í báðum bardögum á Hæð (Hill) 1388 og hæð 818.

Það er mikilvægt að skilja styrk þinn og veikleika og áætlunina í samræmi við það að ná sigri. Víetnamar völdu orrustuvöllinn gaumgæfilega hverju sinni. Þeir grófu út fjöll mánuðum áður og styrktu varnir sínar og biðu þolinmóðir þangað til Bandaríkjamenn komu sem var raunin í báðum bardögunum á Hæð 1388 og Hæð 818.

Það er mikilvægt að skilja styrk sinn og veikleika og áætla í samræmi við það til að ná sigri.

5. Lærðu allt um sögu og menningu óvinarins áður en hernaðarátök hefjast

Bandaríkjamenn skildu ekki menningu fólksins né höfðu fyrir því að læra sögu þess, sem þeir þóttust vera aðstoða. Þeir skildu heldur ekki landfræðilegar aðstæður og voru nokkuð lengi að læra inn á hernað sem fer fram í ógreiðfærum frumskógum og er í raun skæruhernaður í skóglendi. Það var líka svo, að þeir Bandaríkjamenn sem tóku þátt í aðgerðum í Víetnam lentu oft á villigötum enda skildu þeir ekki hugfar fólksins í landinu.

6. Til að sigra verður viljinn til sigurs að vera fyrir hendi af öllum mætti

Mesti munurinn á herliðum Bandaríkjanna og Víetnam, var viljinn til að vinna og viljinn til að fórna. Fyrir herlið NVA og Víetkong var það móðurlandið sem það var að verja, og þeir voru reiðubúnir að fórna hverju einasta lífi til sigurs á síðari tímum stríðsins. Flestir bandarísku hermennirnir sáu ekki tilgang með því að vera þarna, bara til að vernda einhverja pólitíska sjálfsmynd.

Tíðarandi var líka þannig að eiturlyf og friðarstefna hafði áhrif alla leið inn í herafla Bandaríkjanna og hafði áhrif á herkvadda hermenn. Bandaríkjamenn lærðu að treysta ekki á herskyldaða hermenn og hafa allar götur síðan lagt áherslu á þjálfað atvinnuherlið.

Flestar hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers í dag byggja á aðgerðum þrautþjálfaða sérsveita áður en til meirihátta aðgerða kemur.

7. Skera verður á aðflutningsleiðir óvinarins

Í stríðinu notaði NVA þrönga stíga á landamærunum til að flytja hermenn og hergagnaflutninga í suðurátt og koma hinum særðu aftur til norðurs og notuðu meðal annars svæði nágrannaríkisins, sem var þekkt sem Ho-Chin-min slóðin sem var stöðugt sprengd af bandaríska flughernum til að stöðva hermennina og flutningsflæði.

En norður-víetnamska þjóðin var staðráðin í því eftir loftárás að þeir myndu gera við veginn strax til að halda umferðinni á hreyfingu, þeir lagfærðu veginn aftur og aftur og aftur, sem var nauðsynlegt fyrir stríðsreksturinn, án þess hefði hefði herrekstur Norður-Víetnama fallið fljótlega. Engin herafli, hvort sem það er hefðbundin her eða skæruliðahreyfing, getur heygð stríð nema með her- og birgðaöflun.

8. Dómíókenningin á ekki alltaf við og kommúnisminn er ekki alls staðar eins

Ein meginástæðan fyrir að Bandaríkjamenn töpuð var að þeir skildu ekki að kommúnisminn var ekki alls staðar eins. Kommúnismi í sambland við þjóðernishyggju, eins og sjá mátti í Júgóslavíu og Norður-Víetnam var öðru vísi en sá sem sjá mátti í Sovétríkjunum sem var ríkjasamband 15 ríkja. Áherslan á þjóðernisstefnu var gjörólík eftir kommúnistaríkjum. Víetnamar börðust því við Bandaríkjamenn af þjóðernisástæðum, ekki bara vegna hugmyndafræði.

Dómínókenningin á kannski við sum staðar en þessi kenning er ekki algild. Hún gengur út á ef eitt ríki ,,smitast af kommúnisma”, munu önnur ríki í kring einnig gera það. Taka verður meira tillit til aðstæður og ólík menning.

9. Stjórnvöld sem hjálpað er, verða að vera lögmæt í augum fólksins

Sjá má þetta í samanburði Kórerustríðsins og Víetnamsstríðsins. Í Suður- Kóreu trúði fólk á lögmæti eigin stjórnvalda og það leiddi til að skæruliðahreyfing eins og Vietkong í Víetnam náði sér ekki á strik. Í Víetnam þurftu Bandaríkjamenn og Suður-Víetnamar að stríða við tvo andstæðinga í einu, Norður-Víetnam og Víetkong skæruliðahreyfinguna. Stjórnvöld í Suður-Víetnam voru gerspillt, þau höfðu unnið með hernámsliði Frakka og Japana í seinni heimsstyrjöld, sem leiddi til vantrú almennings á þau, enda féll allt eins og spilaborg tveimur árum eftir að Kaninn dró sig úr stríðinu 1973, árið 1975.

Í Kóreustríðinu var lögmæti stríðsins algjört, enda nutu Bandaríkjamenn ásamt fjölþjóðlegum bandamönnum stuðning Sameinuðu þjóðanna. Svo var ekki fyrir að fara í Víetnamstríðinu, þótt nokkrar þjóðir hafi tekið þátt í hernaði Bandaríkjamanna, svo sem Ástralíumenn.

10. Læra skal af lexíum hernaðarsögunnar

Árangur frægra herforingja eins og Napóleons Bonapartes og George S. Pattons, byggist á að þeir lærðu af reynslu annarra hershöfðingja. Báðir t.a.m. leituðu í smiðju fornra herleiðtoga eins og Alexanders og Sesars, þótt annar hafi verið uppi á 19. öld en hinn á 20. öld.

Eina sem breytist með tímanum er hertækin (t.d. loftskeyti í stað spjóts)en hugsunarhátturinn er svipaður. Að stjórna her er eins og að tefla skák, hugsa verður marga leiki fram í tímann og gera ráð fyrir óvæntum mótleik. Það sem talið er ómögulegt að gera, reyndir andstæðingurinn einmitt við!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband