Sagnfræði og sagnfræðingar (Alan Bullock ( 1994))

Sir_Alan_Bullock_in_1969

Alan Bullock segir að það hafi farið fram mikil umræða í samtíð sinni hvort að hin hefðbundna sagnfræði; frásagnarsaga, stjórnmálasaga eða ,,saga að ofan” – eigi enn erindi við okkur, skipti máli og hvort það eigi ekki að skipta þessari sagnfræði út fyrir nýju móteli, félags- og efnahagssögu, ,,sögu að neðan” sem sé nýtt mótel tengt félagsvísindum nánum böndum, svo sem hagfræði, félagsfræði og mannfræði. Hann vill snúa þessar spurningu upp í hvort hvers konar sagnfræðirannsóknir eigi sér framtíð og hvort fortíðin skipti lengur eitthverju máli?

Sumir segja að svo sé orðið og nefndar eru til þrjár meginástæður.

Í fyrsta lagi eru það hinu stöðugu og áframhaldandi hröðun breytingar sem hafa átt sér stað í nútímanum sem eigi ekkert fordæmi í sögunni. Samtíðin er orðin gjörólík fortíðinni og því ekki hægt að bera þetta saman.

Í öðru lagi er það vegna þess að hin ótrúlega hröðun breytinga hefur haft í för með sér jafnmiklar dramatíska aukningu í hlutfallslegri stærð. T.d. hefur mannfjöldinn síðan um aldarmótin 1800 (um 750 milljónir) aukist í 6 milljarða en um 1800 bjó mikill meirihluti mannkyns í þorpum en nú í borgum. Þetta er ekki stigvöxun heldur ,,but of kind”.

Í þriðja lagi er ástæðan sú að þeir sem þurfa að sjá fram í tímann og eiga við framtíðarvandamálin, eru orðnir sannfærðir um að þeir verði að reiða sig á hinn einstaka árangur vísinda og verði að bera bækur sínar saman við vísindauppgötvanna og tækniframfara til þess að geta átt við þessi vandamál. Það sé m.ö.o. tímasóun að horfa aftur í tímann í leit að svörum.

Alan Bullock segir að í siðmenningu sem snýr sig sífellt meir að framtíðinni, getur þekking á sögu, meðfram þekkingu á bókmenntum og listum, geta haft gildi í sjálfu sér eða með orðum Francis Bacon, sem skraut í fyrirlestri eða samræðum (að slá um sig einskis nýta þekkingu sem þó sýnir að viðkomandinn sé vel menntaður – líkt og slá um sig með latínukunnáttu) og eigi ekkert erindi við alvöru lífsins.

Málsvari þess að sagan sé mikilvæg (the case for history´s relevance)

Alan Bullock segir að mótstaða þjóða Austur-Evrópu gegn kommúnismanum hafi byggst á sögulegri samsömun eða sögulegri sjálfsímyndunum sem hafi haldið í þeim lífið á meðan þessi stjórnmálastefna ríkti en þessi sjálfsmynd þeirra, eftir að kommúnisminn féll, hefur verið helsta hindrun þeirra á braut framfara og friðar, þar byggt er á valinni sögu. Svo sem einnig farið um Vestur-Evrópu, Miðausturlönd og fleiri landsvæðum, fortíðin hefur stundum verið hindrun í veginum. Hann segist ekki vera að boða sögulega nauðhyggju, langt því frá, framtíðin verði eins og alltaf, óútreiknaleg, saga síðustu ára sýni það.

Alan Bullock segir að fólkið í Suður-Afríku, Ísrael og Palistínu hafi gert tilraun til uppreisnar gegn fortíðinni. En ekki er auðvelt að losna við fortíðina og byrja upp á nýtt. Tvö góð dæmi um það bylting bolsivíka í Rússlandi um 1917 og bylting kommúnista í Kína 1949. Síðan mætti bæta við uppreisn rauðu kneranna í Kambódíu sem vildu byrja á árinu 0 árið 1975 og tilraun Íranskeisara til að nútímavæða Íran sem leiddi til þeirra hörmunga að klerkastjórn komst á og bindingin við fortíðina var enn sterkari.

Allar þessar tilraunir til umbyltinga í þessum samfélögum leiddu til mikilla hörmunga. Þeir vildu frelsa fjöldann og búa til nýja veröld, en í staðinn snérist vopnin í höndum þeirra og niðurstaðan varð andstaða þess sem þeir vildu. Þeir urðu í raun íhaldsamari en allt íhaldssamt og bætu við enn einu lagi af sögu sem gerði markmiðinu, að aðlagast breytingum, mun erfiða en ella. Þeir æltuðu ekki að vinna gegn sögunni en gerðu það (t.d. í Kína).

Samlögun við breytingar (the assimilation of change)

Alan Bullock segist ekki vera boðberi þess að nota söguna sem rök gegn breytingar eða að viðhalda núverandi stöðu (status quo). Þvert á móti, hann segir að breytingar verði að eiga sér stað en við verðum að gera okkur grein fyrir að þær muni mæta mótstöðu og stað þess að vilja til að brjóta þær á bak aftur, að reyna skilja fyrst hvers vegna þetta þurfi að vera svona og síðan að leita leiða til þess að gera þessa samlögun eða aðlögun að breytingum auðveldari. Gott dæmi um þetta er Japan og það sem gerðist þar milli 1868 og 1900. Þarna átti sér stað bylting, landið breyttist úr lénsveldi með lénskipulagi í nútímaríki á nokkrum áratugum en þetta var gert í nafni endurreisnar keisaraveldisins sem átti að koma í stað lénsveldis, en var í raun bylting.

Endurreisnin var skáldskapur en gerði umbótamönnum kleift að koma á breytingar í friði fyrir fortíðinni og samtvinna þær við mikilvægustu hefðirnar sem þeir höfðu erft úr fortíðinni.

Þetta tókst hvorki Kínverjum og Rússum að gera og urðu að byrja upp á nýtt. Spánn er annað dæmi um friðsamlega breytingu í sátt við fortíðina, en þar leið fastistastjórn Franco undir lok á friðsælan hátt, og komið var á konungsstjórn (endurreisn- samhengi við fortíð) sem var undir forystu konungs, sem hafði lært af sögunni og gerði það kleift að komið var á stöðugleiki sem var undanfari þess að komið var á lýðræðissinnuð ríkisstjórn – sem er útkoma sem enginn hefði getað séð fyrir.

Skilningur á öðru vísi (the sense of the otherwise)

Alan Bullock segir að ef maður vilji sjá fram í tímann, verði maður að taka fortíðina með inn í myndina en hafa verður í huga, sem virðist vera ósamtvinnanlegt í sjálfu sér, að framtíðarspár fortíðarinnar hafa hlotið misjöfn örlög og sýnt hefur verið fram á að ekki sé hægt að segja fyrir um framtíðina með vissu. Hann segir því að framtíðin muni halda áfram að byggjast á ósamrýmilegri samblöndu af því þáttum sem hægt er sjá fyrir sem og ófyrirsjáanlegum. Það er þessi samblanda af samhangandi áframhaldi (fyrirsjáanlegum þáttum) og breytingum (ófyrirsjáanlegum þáttum) sem framkallar niðurstöðu sem enginn getur séð fyrir.

Flest höldum við að framtíðin verði beint framhald af nútíðinni eða framlengingu á þróun sem sé þegar sýnileg. Þetta sé langt því frá að vera svo. Minnast verður hvernig nútíðin er orðin samanborið við hvernig menn héldu að hún yrði – þetta er þörf áminning fyrir okkur. Hann segir að skilningur á fortíð geti brotið harðstjórn nútíðarinnar á bak aftur og þar með hjálpað við að skapa ,,skilning á öðru vísi”, hvernig þróunin hefði getað orðið öðru vísi. Þetta getur hjálpað okkur að skynja framtíð sem kann að verða eins ólík og nútíðin er fortíðinni.

Ef framtíðin er eitthvað fyrirbrigði sem ekki á enn eftir að uppgötva, heldur sé hún sköpun, þá verður við að viðurkenna vald slíkrar sögulegra mýtu til þess að hjálpa til við að framkalla mynd af framtíðinni sem mun reisa ákafa eða reiði fjöldans og viðhald yfirstéttarinnar. Carl Becker sagði: fortíðin er sá skjár sem hver kynslóð byggir framtíðarsýn sína á.

Menning og samhangandi áframhald

Alan Bullock segir að sérhver menning sem aðskilur sig frá fortíðinni og hefur einungis þurrann jarðveg nútíðina til að nærast á, muni fljótlega fjara út. Sem betur hefur fortíðin tilhneigingu til að endurskapa ,,samhangandi áframhald”. Dæmi um það er nútímahreyfingin í listum og bókmenntum sem blómastraði um 1890 til 1914. Þessi hreyfing sagði skilið við fortíðina, ólíkt endureisnarhreyfingunni og rómantísku hreyfingunni en hvað gerðist? Nútímahreyfingin varð sjálf hluti af fortíðinni sem menn leita innblástur til! Það sem var litið á sem aðskilnaður við menningahefðir vestrænnar fortíðar, sem ekki væri hægt að lagfæra, er nú litið á sem framlenging og stækkun þessarar hefðar!

Alan Bullock segir að ef menn vilji vita hvað verði framtíð sögunnar, verða menn að rannsaka sögu fortíðar sem horfði til framtíðar (framtíðarsýn fortíðar).

Mæri einstæðunar (the barrier of uniqueness)

Alan Bullock undirstrikar það að menning eða samfélag sem beinir eingöngu sýn sína til fortíðar og neitar að skoða og greina nýja þætti reynslu í framtíðinni, muni fyrst staðna og síðan falla saman eða leysast upp. Hins vegar mun menning eða samfélag sem snýr alfarið baki við fortíðina, falla í menningarlegt og sögulegt minnisleysi sem veikir sjálfsmynd þeirra (missir af nauðsynlegum gildum) en sjálfsmynd okkar sem einstaklingar og samfélög manna er bundin við minningar.

Fyrri kynslóðir hafa einnig átt við einstæðar aðstæður sem eiga sér ekki hliðstæðu í sögunni og að halda að við séu einstæð að þessu leiti, er hroki segir Alan Bullock. Að halda að fyrri gildi hafi ekkert að gefa okkur er rugl segir hann ennfremur. Auðvitað verður að prófa gildi, sem eru byggð á fyrri reynslu, á ný og samræma við nýja reynslu hverrar kynslóðar en að henda þeim alfarið fyrir borð eru mikil mistök.

Í frönsku byltingunni, við lok fyrri heimsstyrjaldar og við ótal mörg dæmi, fannst fólki það verða upplifa nýtt tímabil, að áhrif hið nýja virðist ætla að þurrka út fortíðina sem er ekki alls kostar rétt þegar litið er aftur. Þessir tímar voru samblanda af nýju og gömlu, eins og nú, en þessi samblanda er aldrei alveg eins; sagan endurtekur sig ekki; hið nýja er nýtt. En hið gamla lifir með hinu nýja og með tímanum er hið nýja grætt á hið gamla og áframhaldið með fortíðinni – heldur áfram, ekki nákvæmlega eins, er ekki rofið heldur komið á, á nýju.

Reynsla ótal kynslóða er meiri en einnar kynslóðar segir Alan Bullock. Reynsla fyrri manna, sem áttu við sín vandamál, hvernig þeir leystu þau eða ekki, hefur verið Alan Bullock innblástur við sín vandamál, þannig að ef þeir gátu komist af, þá gæti hann kannski sjálfur komist af og að framtíðin sé alltaf opin, aldrei fyrirsjáanleg og við getum átt þátt í að skapa hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband