Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það er alveg klárt að VG og Sjálfstæðisflokknum gengur illa þessa daganna í skoðanakönnunum vegna þess að kjósendum þessara flokka finnst þeir hafa svikið sig. VG er orðinn NATÓ flokkur, formaðurinn baðar sig í athyglinni sem fylgir NATÓ fundum og finnst allt í lagi að vera í varnarbandalagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið í lappirnar með hælisleitenda mál sín og bendir á aðra sem sökudólga en flokkurinn hefur haft dómsmálaráðuneytið síðastliðin 8 ár. Þegar útlendingalögin gölluðu voru samin, var það ekki 2017?, vissu allir mætir menn að þau væru léleg og margar holur í löggjöfinni. Síðan þá eru komnir 100 milljarðar í tilhæfalausar hælisumsóknir.
Framsóknarflokkuinn passar sig á að þegja og það gerir Samfylkingin líka. Á meðan flokkarnir þegja, hækkar fylgið í skoðannakönnum eða a.m.k. stendur í stað. Að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert er góð leið til vinsælda (og brosa fallega eins og formaður Samfylinginnar) en ekki endilega gott fyrir samfélagslega þróun. Að láta reika á reiða er ekki góð stjórnun. John F. Kennedy sagði eitt að "aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri."
Varaformaður Samfylkingunnar sagði í útvarpsviðtali á Sögu í vikunni að þeir gerðu markviss í að fara ekki í "öll mál" og þegja. Sigmundur Davíð sagði að stjórnmálin hefðu farið í frí í covid faraldrinum og ekki komið aftur fyrr en eftir dúk og disk. Umbúðapólitík hafi verið stunduð. Málefnin eða hugsjónirnar stungnar í skúffuna eins og VG og Sjálfstæðismenn gerðu.
Samfylkingarmenn og Framsóknarmenn verða einhvern tímann að opna á sig munninn. Sjáum hvort að fylgið minnki ekki eitthvað við það. Samfylkingin hefur boðað skattahækkanir við valdatöku, eins og almenningur og fyrirtæki borgi ekki nógu mikla skatta. Og flokkurinn ætlar taka pening úr vasa millistéttarinnar og setja í vasa lágstéttarinnar með millifærslu kerfinu sem þeir elska og fundu upp. Skattar og skattar er eina sem stjórnmálamönnum dettur í hug. Aldrei að skera niður eða sýna ráðdeild í útgjöldum.
Hvers vegna eru stjórnmálamenn í pólitík ef þeir hafa engar hugsjónir? Bara að vera í fínu innijobbi? Baða í sig í ímynduðum völdum? Stunda hagsmunagæslu?
Stjórnmál og samfélag | 4.2.2024 | 15:10 (breytt kl. 20:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinar fornu siðmenningarþjóðir Egyptaland, Kína, Indland, Mesópótamía, Babýlon báru ekki mikla virðingu fyrir einstaklingsréttindum jafnvel í Grikklandi og Róm voru réttindin takmörkuð við fáa. Virðing fyrir einstaklingsréttindum kom fyrst síðar með gyðingdómi og kristni.
Reyndar var það tilskipun Konstantínusar keisara í Mílanó árið 313 sem gerði kristni að opinberri trú Rómaveldis sem breytti öllu.
Saga breska þingsins og uppgangur lýðræðis var sagan um stöðuga framlengingu valds frá konungi, fyrst til barónanna undir Magna Carta frá 1215, síðan til breiðu millistéttanna og loks til allra borgara. Síðan í gegnum frönsku og bandarísku byltingunum í lok 18. aldar.
Það var árið 1974, stjórnarskánni - réttindaskrá þjóðarinnar og einstaklingsins, sem þingið varð æðsta vald - a.m.k. er varðar innanlandsmál. Enn í dag er ástæðan fyrir því að við krefjumst hlýðni við lög okkar annaðhvort vegna þess að þau hafa verið vígð að venju eða samþykkt af kjörnum fulltrúum fólksins.
Nú er verið að saxa eins og lauk þessi réttindi okkar með valdaafsali til alþjóðlega stofnanna. Ekki bara ESB, heldur hinu mistæku alþjóðasamtaka sem kallast á íslensku Sameinuðu þjóðirnar. Þessi alþjóðasamtök voru fyrst og fremst stofnuð til að tryggja friðinn en hefur aldrei tryggt frið nein staðar.
Stjórnmál og samfélag | 31.1.2024 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það nokkuð öruggt að reynt verði að koma koma bókun 35 við EES-samninginn í gegnum þingtímann í vetur. Ekki er hægt að taka áhættu með nýjan forseta sem gæti verið yfirlýstur andstæðingur þessarar bókunnar. Einn frambjóðandi eða jafnvel tveir (af hvað mörgum?) hafa lýst yfir vilja til að stöðva þessi umdeildu lög sem kemur frá ESB sem gera ESB lög rétthærri en íslensk ef þau skarast á.
En ef svo verður og við erum með veiklunda forseta sem er að fara frá, er þá til einhver önnur leið til að stöðva bókun 35? Það er hægt að hefja undirskrifasöfnun og ef hópurinn er nógu stór, þannig að jafnvel veiklundaður forseti getur ekki hunsað álit þjóðarinnar, þá er möguleiki á að stöðva þessa atlögu að sjálfstæði Íslands.
En hvað með stjórnkerfið, er eitthvað hægt að gera þar? Svo virðist ekki vera. Umboðsmaður Alþingis getur bara stöðvað framkvæmdarvaldið. Í reglum um störf og starfshætti umboðsmannsins segir í 2. gr. eftirfarandi: "Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með þeim undantekningum sem taldar eru í 3. gr." En hvað segir 3. grein?
"Starfssvið umboðsmanns nær ekki til eftirtalinna starfa:
1. Starfa Alþingis og stjórnsýslu í þágu Alþingis sem háð er eftirliti þingforseta, [samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis]".
Með öðrum orðum getur umboðsmaðurinn ekki gripið fram í störf Alþingis sem starfar undir stjórn þingforseta. Það þótt ljóst er að þetta er stjórnarskrábrot.
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2024 | 08:42 (breytt kl. 11:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðarlaus skynsemi getur leitt menn afvega. Menntun ein og sér er ekki nóg. Slíkar skaðlegar hugmyndir eins og sósíalismi, kommúnismi, fasismi og níhilismi spruttu ekki upp úr skynsemi venjulegs fólks.
Eins og við vitum of vel hafa mestu harðstjórnir okkar aldar verið afleiðing af hugmyndum menntamanna eins og Marx og Lenín og Nietzsche.
Það var að minnsta kosti sannleikskorn í ákæru Hobbes á menntamenn á sínum tíma þegar hann sagði að "háskólarnir hafi verið fyrir þessa þjóð, eins og tréhesturinn var fyrir Trójumenn."
Hin óviðjafnanlega hryllingur helförarinnar nasista sýnir skýrast hvað gerist þegar öfugsnúin vísindi fá að flæða yfir siðferðilega og siðferðilega banka.
Ef maðurinn er einfaldlega mælikvarði allra hluta þá er réttlæti það sem meirihluti manna á hverri stundu segir að það sé, eða hvað sem "meginreglna einræðisherra" kann að beita valdi. Án staðals um réttlæti utan mannlegrar skynsemi verður ekkert nauðsynlegt aðhald á því sem menn mega gera með löglegum hætti. Eina lögmálið verður "tönn og kló".
Mikil hófsemisáhrif í vestrænni siðmenningu hefur verið gyðing-kristin hefð. Hugmyndin um almáttugan Guð sem ekki aðeins dæmir heldur gæti dæmt refsingu í næsta lífi fyrir brot í þessu, styrkir skynsamlega hvatningu mannsins til borgaralegs samfélags og hlýðni við jákvæð lögmál.
Að maður gæti framið glæpi í þessum heimi og komist hjá refsingu borgaralegra yfirvalda, en þurfi samt að horfast í augu við skapara sinn í þeim næsta, hefur tilhneigingu til að beina athygli manns í rétta átt.
____
24. september 1996, Margaret Thatcher.
James Bryce fyrirlesturinn ("Reason and Religion: The Moral Foundations of Freedom").
https://www.margaretthatcher.org/document/108364
Lausleg þýðing bloggritara á orðum Margret Thatcher.
Stjórnmál og samfélag | 26.1.2024 | 18:29 (breytt kl. 18:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thatcher reyndist ekki bara vera góður stjórnmálamaður, heldur líka hugmyndafræðingur. Hún barðist við sósíalista drauginn fyrir nokkrum áratugum og við erum enn að fást við.
Látum Thatcher hafa orðið: Sósíalismi hefur til dæmis komið upp aftur á yfirborðið í tungumáli og áætlunum hóparéttinda. Ferlið hefur gengið lengst í Bandaríkjunum: þó mig gruni að ef Bretland væri svo vitlaust að kjósa Verkamannastjórn gætum við fljótt náð því.
Í Bandaríkjunum hafa slíkar áætlanir um jákvæða mismunun ekki aðeins orðið þung byrði á hvers kyns vinnuveitendum: með því að auka gremju meirihlutans í garð minnihlutahópa hafa þær einmitt þveröfug áhrif en ætlað er.
Nátengd þessari nálgun er hin þráhyggjulega pólitíska rétthugsun sem stofnar alvarlegum fræðimönnum í hættu í svo mörgum bandarískum háskólum. Hugtök eins og sannleikur og lygi, fegurð og ljótleiki, siðmenning og villimennska hafa verið afbyggð til að víkja fyrir dómum byggða á hugmyndafræði.
Niðurstöðurnar væru fyndnar ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar."
_____
22. nóvember 1996, Fr, Margaret Thatcher.
Nicholas Ridley minningarfyrirlestur.
Þessi orð eru sögð fyrir 28 árum og standa enn. Fólk sem byggir líf sitt og annarra á einskæri hugmyndafræði, getur aldrei lifað í raunheimum án árekstra.
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2024 | 08:09 (breytt kl. 10:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útvarp allra landsmanna er það ekki lengur. Lengi vel var ríkisútvarpið eini ljósvakamiðillinn í landinu. RÚV varð að fara vel með einokunarstöðu sína og gerði það lengi vel. En svo kom fjölmiðlafrelsið. Til varð ný stétt fréttafólks sem flakkaði á milli fjölmiðla. Þetta fólk er allt með svipaðan bakgrunn, kemur úr ný-marxískum stofnunum Háskóla Íslands og sér heiminn eftir því.
Þetta fólk, fámennur hópur, stýrir nú þjóðfélagsumræðunni. Þeirra sýn er matreidd á hverjum degi fyrir almenning. Borgarar landsins eru mun fjölbreyttari hópur og fjölmennari og hafa þar af leiðandi fjölbreyttari skoðun. Það sér sumt hvert ekki umheiminn með ný-marxískum gleraugum eins og fjölmiðlamenn.
Smá saman hefur andstaðan við RÚV aukist og því meir sem fréttastofa RÚVs verður pólítískari. Og það er enginn vafi á að fréttastofan er pólitísk og RÚV í heild.
En hvernig er hægt að sjá hvaða vind RÚVARAR taka í seglið?
Í fyrsta lagi með vali á fréttum. Það gerist nefnilega margt á hverjum degi á Íslandi og í umheiminum. Það sem fréttamennirnir telja vera fréttnæmt er þeirra persónulega val. Takið sérstaklega eftir hvaða frétt þeir velja sem fyrstu frétt í fréttatímum. Að þeirra mati er það aðalfréttin.
Í öðru lagi með vali á álitsgjöfum. Sjá má að þeir eru flest allir vinstri sinnar. Aðra er erfiðara dæma um. En þeir virðast meinlausir fyrir hugmyndafræði RÚV og því í lagi að leita til þeirra. En það er nokkuð ljóst að seint verður leitað til Hannes Hólmsteins Gissurarsonar sem álitsgjafa fyrir RÚV!
Í þriðja lagi með því að taka þátt í daglegri pólitík. Nýjasta útspilið er Pontíusar Pílatusar ákvörðun stjórnar RÚVs varðandi söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Á vef RÚV segir:
"Ákveðið hefur verið að rjúfa tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í Eurovision. Söngvakeppnin verður haldin sem fyrr, en ekki ákveðið endanlega með þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að henni lokinni og í samráði við sigurvegara. Ástæðan er sú gagnrýni sem hefur verið uppi um þátttöku Ísraels í keppninni, þrátt fyrir stríðið á Gaza." Ef þetta er ekki pólitík, hvað þá?
Í fjórða lagi með vali á sjónvarpsefni. Valið er á köflum nokkuð sérstakt og oft eru sjónvarpsþættirnir sem valdir eru til sýningar, með nokkuð vel falinn boðskap.
Allt þetta ofangreinda, hefur myndað andstöðuhóp fólks sem getur ekki lengur horft á RÚV og vill fjölmiðillinn í burtu sem fyrst. Bloggritari er þar á meðal. Og það má bæta við ástæðum af hverju RÚV á ekki að vera til lengur.
RÚV er ekki lengur öryggistæki, hægt er að senda skilaboð í gegnum farsíma um hættur. Aðrir fjölmiðlar eru fullfærir um að flytja fréttir af nátttúruhamförum á Íslandi.
Sem verndari íslenskrar menningar hefur RÚV ekki staðið sig sem skyldi. Þættir sem þeir gera eru dýrir og fáir. Aðrir ljósvakamiðlar, svo sem Stöð 2, Sjónvarp símans og aðrir sem hafa orðið undir í samkeppninni við RÚV, svo sem N4, hafa gert og gera betra innlent sjónvarpsefni.
Ríkisstyrktur fjölmiðill, sem fær 6-8 milljarða í forgjöf (með auglýsingatekjum) skekkir alla samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Samt tekst RÚV að reka sig með bullandi tapi og hefur t.d. þurft að selja frá sér lóð sína!
Svo má bæta við nauðungarskattinn sem bæði einstaklingar og fyrirtæki þurfa að borga til RÚV. Nefskatturinn svonefndi sem lagður er á alla borgara landsins, 18 ára og eldri. Þetta er aukaskattur sem munar um fyrir fátækustu fjölskyldur landsins. Tökum sem dæmi fjögurra manna fjölskyldu og þrír þeirra eru yfir 18 ára aldri. Þeir þurfa að borga um 60 þúsund krónur til RÚV, fyrir dagskrá sem þeir vilja e.t.v. ekki horfa á. Hvar er frelsi borgaranna til að sækja sér vitneskju og skemmtunar í frjálsu samfélagi?
Ríkisfjölmiðill á tímum samfélagsmiðla og internetsins, er algjör tímaskekkja. Borgarar landsins vilja ekki horfa á heiminn með augum ríkisins, heldur sem frjálsir borgarar sem sækja sér upplýsingar á markaðstorgi frjálsra fjölmiðla. RÚV er nefnilega ekki bara í samkeppni við innlenda fjölmiðla, heldur einnig erlenda.
Stjórnmál og samfélag | 24.1.2024 | 09:09 (breytt kl. 09:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagt er að ein vika í pólitík sé langur tími. Svo getur líka einn dagur verið. Allir sáu fyrir sig hvernig fyrsti þingdagurinn yrði, vantraust tillaga lögð fram og allt færi í bál og brand. En þá greip lífið fram í fyrir leikendur. Ráðherra greindist með krabbamein og tilkynnti það á deginum og vantraust tillaga dregin til baka. Óskum henni alls hiðs besta í hennar veikindum.
En þá var utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins búinn að undirbúa sig undir mögulegar kosningar. Hann kom með harða yfirlýsingu í hælisleitendamálum sem er á skjön við stefnu flokksins síðan hann fór í þetta ríkisstjórnar samstarf.
Sjálfstæðisflokkurinn segist vera hægri flokkur í orði en hefur ekki verið það á borði. Það er alveg sama hvar fæti ber niður, í orkumálum, hælisleitendamálum, skattamálum, atvinnulífsmálum og öðrum, hefur flokkurinn ekki staðið í fæturnar og með sínum hugsjónum og málum.
Afsökunin er alltaf sú sama, það verður að semja frá sér hugsjónir með málamiðlunum til að geta starfað í ríkisstjórn. Það er hins vegar aldrei íhugaður hinn kosturinn, að standa með sjálfum sér, draga strik í sandinn og segja: Þetta stöndum við fyrir og takið það eða farið. Og vera í stjórnarandstöðu. Vera flokkur samkvæmur sjálfum sér.
Það hefur Miðflokkurinn hins vegar verið síðan hann var stofnaður fyrir sex árum, verið samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur tekið upp umdeild mál, sem líklega teljast til óvinsælda (að því menn telja en er kannski ekki rétt) og staðið við þau. Má þar helst nefna hælisleitendamál. En það eru ekki einu málið sem flokkurinn stendur fyrir. Förum kerfisbundið í stefnuskránna.
Í heilbrigðsmálum virðist flokkurinn boða blandaða heilbrigðisþjónustu, sem ríkisvaldið veitir en einnig einkarekna þjónustu ef hún sé hagkvæm.
Í umhverfismálum boðar flokkurinn nýtingu innlendrar endurnýjanlega orku og orkufrekan iðnað sem minnkar losun gróðurhúsa tegunda á heimsvísu.
Í húsnæðismálum leggur Miðflokkurinn áherslu á að samþykkt verða lög um eignarréttarstefnu (eigið húsnæðis stefna sem er hægri stefna).
Í atvinnumálum vill flokkurinn skattlegt frelsi, færri reglugerðir og draga úr kerfisræði.
Í byggðarmálum er stefnan "Ísland allt" sem þýðir uppbygging um land allt.
Í jafnréttismálum leggur Miðflokkurinn að allir einstaklingar séu jafn réttháir og skuli metnir af eigin verðleikum en ekki út frá neinum öðrum persónulegum einkennum.
Í menntamálum leggur flokkurinn áherslu á að menntakerfið sé tengt þörfum atvinnulífsins.
Miðflokkurinn vill kerfisbreytingu í samgöngumálum. Til dæmis með stofnun almenningshlutafélags í eigu allra landsmanna sem flýti vinnur brýn samgöngumál.
Í sjávarútvegismálum vill flokkurinn byggja áfram á aflamarks- og aflahlutdeildarkerfi og stjórnarskrá kveði á um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum hennar.
Í skattamálum berst flokkurinn gegn óhóflegri og ósanngjarnri skattheimtu.
Í Evrópumálum hafnar flokkurinn aðild a ESB og endurskoðun Schengen samstarfsins.
Í umhverfismálum vill flokkurinn nýta gæði landsins með sjálfbærni í huga.
Í útlendingamálum kveður við harðan tón, vill allsherjar endurskoðun hælisleitendakerfisins.
Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara.
Þá er upptalið stefnumál flokksins. Hún er ýtarlegri en hér er upptalið, enda hér ekki ætlunin að copy/paste stefnuskrá flokksins. Athyglisvert er að stefnuskráin er ýtarlegri en hjá Pírötum, sem rúmast á einu A-4 blaði - tabula rasa stefna.
Bloggritari hefur farið áður í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og verður það ekki endurtekið. Það er líka tilgangslaust, ekki er hvort sem er staðið við stefnu flokksins í raunveruleikanum.
Real Politik Miðflokksins
Stefna Miðflokksins er það sem Helmut Smith Þýskalands kanslari kallaði "Real politik", raunsæis stefna í öllum pólitískum málum, eins og sjá má af ofangreindri upptalningu. Þess vegna virðist stefna flokksins vera hægri stefna, því að hægri menn eru meiri raunsæismenn en vinstri menn á lífið og tilveruna.
Ef valið stendur á milli Miðflokksins og Sjálfstæðismenn, er valið auðvelt fyrir bæði miðju og hægri fólks, það velur raunsæið og þar með Miðflokkinn! Flokk sem fólk veit að stendur við stefnuskrá sína. Ætla mætti að hér sé um stuðningsyfirlýsingu að ræða við Miðflokkinn, en sama má líka segja um Flokk fólksins, það er flokkur sem stendur við orð sín, ergo sum: Hægt að kjósa. En það er efni í aðra grein að fjalla um þann flokk....
Stjórnmál og samfélag | 23.1.2024 | 10:34 (breytt kl. 10:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ýmislegt er að gerast hérlendis og erlendis í janúar mánuði. Pólitíkin vaknar til lífsins eftir að stjórnmálaelítan er búin að vera í jólaleyfi hátt á annan mánuð.
Á Íslandi eru vendingar. Nýr borgarastjóri er tekinn við og ekki byrjar þetta vel hjá honum. Hann er strax kominn í "hár saman" við utanríkismálaráðherra varðandi tjaldbúðirnar á Austurvelli. Hann ræður hvort framlengt verði leyfi, í trássi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur, fyrir tjaldbúðirnar og það gerði hann. Fram yfir þingsetningu Alþingis. Hvort pólitíkin spilar hér inn í eða ekki, er ekki vitað. Borgarstjórinn tekur við þrotabúi. Erfitt er að sjá hvernig hann ætlar að rétta fjárhag borgarinnar við á tveimur árum.
Alþingi kemur saman í dag. Eftir langt jólaleyfi. Strax kemur í ljós hvort að ríkisstjórnin er fallin eður ei. Vantraust tillaga verður örugglega lögð fram, líklega af hálfu Flokks fólksins. Miðflokkurinn styður vantraust tillöguna, líklega Samfylking líka sem hugsar gott til glóðarinnar og góðs gengi í Alþingiskosningum.
---
Forseta slagurinn í Bandaríkjunum er að skýrast. Ron DeSantis helltist úr lestinni um helgina, henti inn handklæðinu og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Eftir er Nikki Haley, sem studd er af "mýrinni", á ensku "The swamp" og demókrötum. Mikið hefur verið gert af andstæðingum Trumps, mismæli hans um Nikki Haley en hann ruglaði henni sama við Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta Fulltrúardeildar Bandaríkjaþings. Haley er auðvitað efst í huga Trumps þessa daganna og Pelosi svarinn óvinur hans. Það er högg undir beltisstað að segja að hann sé kominn með elliglöp eftir ein mismæli. Hver mismælir sig ekki? Venjulega talar Trump blaðalaust í 90 mínútur á fullum dampi á kosningafundum. Geri aðrir betur.
Mýrin er það sem Bandaríkjamenn kalla baksviðs valdaelítuna sem í raun stjórna öllu í Bandaríkjunum. Ríkir einstaklingar og valdablokkir stjórna stjórnmálamönnum eins og strengjabrúður og eru flestir stjórnmálamenn slíkar brúður, í báðum flokkum. Aðrir sem stjórna eru lobbýastirnir og ókjörinn embættismanna hópur sem stjórnar, líkt og á Íslandi, öllum stundum. Stjórnmálamennirnir koma og fara, en embættismennirnir ekki. Stofnanir eins og FBI og CIA eru ríki innan ríkisins. Sá sem stjórnar æðstu yfirmönnum þessara stofnanna, hefur í raun völdin og geta misnotað þau eins og kom í ljós varðandi allan málatilbúnaðinn gegn Donald Trump.
---
Átökin í Miðausturlöndum halda áfram. Ekki er um stigmögnun að ræða eins og fréttaskýrendur sumir halda fram. Þátttakendur eru jafn margir og áður og allir virðast reyna að fara ekki yfir strikið í átökunum.
Því eru árásir Bandaríkjanna á Jemen ekki stigmögnun, heldur skilaboð til Húta að halda sig á mottunni en þeir hafa frá upphafi stríðsins á Gasa verið uppvöðslusamir og ráðist á skipasamgöngur við landið.
Hezbollah-liðar virðast ekki tilbúnir, eins og komið er, til meiriháttar stríðs, skiljanlega í ljósi hörmulegs efnahagsástands Líbanons. Sýrlendingar eru heldur ekki til stórræða, enda óopinber borgarastyrjöld ennþá í gangi og landinu skipt upp í valdasvæði, ýmis undir stjórn Sýrlandsstjórnar eða í höndum Bandaríkjamanna, Kúrda eða vígahópa.
Hamas eru að þurrkast út sem hernaðarafl. Það vill gleymast í tölum fall borgara á Gasa, að í þeim tölum eru fallnir Hamasliðar. Enginn veit enn hversu margir hafa fallið hingað til. Ísraelher er hættur að segja frá eigið mannfalli en líklega er það daglegt brauð.
---
Reglulega heyrum við að Úkraínuher hafi komist yfir undra vopni (þ. Wunder Waffe) sem breyti gangi stríðsins. Líkt og Hitler batt vonir sínar við fram á síðasta dag. Sem þeir reyndar fengu í formi herþota og eldflauga en of seint fyrir gangi stríðsins, líkt og í Úkraínu.
Úkraníumenn hafa fengið yfir 200 milljarða Bandaríkjadollara í hernaðaraðstoð frá BNA og frá Evrópulöndum um 20 milljarða og ekki dugað til. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni hafa skrúfað fyrir frekari fjárveitingar til stríðsins, nema landamærin við Mexíkó verði lokuð. Svo er að sjá hvort stjórn Bidens, hafi meiri áhyggjur af landamærum Úkraínu eða eigin landamæri. Bandaríkjamönnum finnst sumum hverju að um sé að ræða innrás þegar 8-10 milljónir manna hafa farið yfir landamærin á rúmlega tveimur árum og enginn ræður neitt við neitt. En það er samt sama hlutfall sem hefur komið til Íslands á tveimur árum, um 8 þúsund manns. Enginn á Íslandi talar um opin landamæri eða innrás förufólks sé í gangi. Hlutfall Íslendinga á við Bandaríkjamenn, hefur haldist nokkuð stöðugt, 1000 Íslendingar á móti 1 milljón Bandaríkjamanna.
---
Margt annað er í gangi í heiminum sem engar fréttir berast af, enda fréttagluggi Íslendinga lítill. Margt frábært er að gerast í heimi læknisvísinda, sem bloggritari veit um, en ekkert er fjallað um í fréttum. Bæði lyf og meðferðir. Gervigreindin er að breyta mörgu til góðs en hætturnar eru margar. Í orkumálum er margt gott að frétta, Kínverjar hafa komið með nýtt efni sem kemur í stað lithíum í rafhlöðum og lofar góður. Framfarir gerast á ógnarhraða og erfitt er að fylgjast með.
Nýi sjónaukinn Webber hefur breytt sýn manna á tilurð alheimsins og hinn sýnilegi heimur hefur stækkar til muna. Margt vekur furðu, eins og vetrarbrautir sem eru til við upphafi alheimsins, sem eiga ekki að vera til en eru til og við upphafið, Stóra hvell. Þar hafa menn fundið "ekkert" eða tómarými. Þessar vetrarbrautir geta bent til að Stóri hvellur hafi ekki gerst, heldur séu til margir hliðarheimar. Sumir líkja þessu við blöðru sem þennst út og dregast saman í sífellu.
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2024 | 09:43 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar hafa mikið langlundargeð og eru með stórt hjarta. Þeir eru enn gestristnir og tilbúnir að veita vel förufólki, eins og gert hefur verið gegnum aldir. Þeir eru ekki vanir því að gestirnir, sem fá gistingu og mat, sýni ókurteisi og eru með heimtufrekju. Svo hefur nú gerst.
Hagsmunahópur hefur lagt undir sig Austurvöll í boði Reykjavíkurborgar og í trássi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Þessi hópur hefur lagt undir sig aðaltorg Reykjavíkur og sem er í raun samkomustaður þjóðarinnar. Þarna hefur fólk komið saman síðan á 19. öld til að mótmæla fyrir framan þjóðarsamkundu þjóðarinnar, Alþingi. Nú er búið að breyta Austurvöll í tjaldstæði, meira segja ókeypis tjaldstæði.
Þetta finnst ekki öllum Íslendingum vera í lagi og nú virðast stjórnmálamenn vera að ranka úr rotinu og eru farnir að kvarta sjálfir yfir að þetta torg sé undirlagt svo vikum skiptir undir...hvað eiginlega? Mótmæli? Láttum ekki fámenna en háværa hagsmunahópa ráða ferðinni í þjóðfélagsumræðunni eins og nú er gert með aðstoð fjölmiðla sem vinna beint og óbeint gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.
Gerum Austurvöll að Forum Roma, þjóðtorg fólksins. Islandia Quadratus!
Hér með er skorað á Alþingismenn sem nú sitja á þingi, að semja lög um að Austurvöllur verði gerður að þjóðartorgi. Líkt og lögrétta hafði á sínum tíma vébönd sem afmörkuðu þinghaldið, að Alþingi nútímans færi Austurvöll undir vébönd þingsins.
Reykjavíkurborg er ekki treystandi til að sjá til þess að Austurvelli sé haldið sómasamlega við og breytt í ólöglegt tjaldstæði.
Líkt og þegar hús eru yfirtekin af sveitarfélögum eða Vegagerðinni, vegna lagningu vega, verði Reykjavíkurborg boðið skaðabætur fyrir eignaupptökuna, ekki veitir tómum sjóði borgarinnar af auka aurum í kassann.
Stjórnmál og samfélag | 20.1.2024 | 22:35 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Stríð er friður, frelsi er þrælahald og fáfræði er styrkur", voru slagorðin í framtíðarsýnar bókinni 1984 eftir George Orwell. Þarna er verið að snúa viðteknum sannindum og í raun lygi upp á þegnanna í ríkinu. Merking þessarar setningar er að þvinga fram ruglingi meðal meðlimi flokksins og vinna gegn frjálsri hugsun. Það er áróður eða villandi upplýsingar sem venjulega eru gefnar af stjórnmálaflokki og leið til að fá þá til að trúa hverju sem er.
Til að breyta skilningi þegnanna (í 1984 var fólk ekki borgarar, bara undirsátur eða þrælar ríkisins), var komið á nýyrðum, sem byggð voru á þvættingi og gegn almennri skynsemi. Í dystópísku skáldsögunni 1984, er Newspeak skáldað tungumál Eyjaálfu (Oceania), alræðisríkinu. Íbúunum var stöðugt haldið í ótta með endalausum stríðum og eldflaugaárásum ríkisins á eigin þegnum!
Kíkjum á hugtök og orð í sögunni sem ætlað var að brengla skilning og hugsun einstaklingsins.
Double think: Tvíhugsun er innrætingarferli þar sem ætlast er til að einstaklingar samþykki tvær andstæðar skoðanir samtímis sem sannleika, oft á skjön við eigin minni eða raunveruleikatilfinningu. Tvíhugsun tengist hræsni en er ólík hræsni.
Blackwhite: Svarthvítt að samþykkja hvað sem manni er sagt, óháð staðreyndum. Í skáldsögunni er því lýst sem "að segja að svart sé hvítt þegar [flokkurinn segir það]".
Facecrime: Svipglæpur. Ekki notað í þeim skilningi að hafa jafnan rétt eða frelsi. svipbrigði sem sýnir að maður hefur framið hugsunarglæpi.
Equivocal: Tvímælalaust. Ótvíræð opnum fyrir tveimur eða fleiri túlkunum.
Crimethink: Glæphugsun er Newspeak orðið fyrir hugsunarglæpi (hugsanir sem eru óhefðbundnar eða eru utan opinbers vettvangs stjórnvalda) og eru andstæð hagsmunum ríkisins.
Í stuttu máli, Newspeak í "1984" er tæki til tungumálakúgunar og notað til að stjórna og takmarka hugsun. En má ekki segja það sama um wokismann? Að fá fólk til að skipta um skoðun og í raun hugsun með fáranglegri túlkun á veruleikanum? Hver t.d. trúir því að það eru til 72 kyn? Og veruleikinn sé ekki byggður á sannindum, bara persónulegum skoðunum og samkvæmt kenningum ný-marxismans? Berum þetta saman.
Tilgangur og samhengi:
Newspeak: Í "1984" er Newspeak hannað til að útrýma orðum sem hægt væri að nota um niðurrifshugsanir eða uppreisnarhugmyndir. Tilgangur þess er að þrengja hugsunarsviðið og takmarka tjáningu andófs.
Wokeism: Orðaforðinn sem tengist wokismans er fyrst og fremst lögð áhersla á að efla félagslegt réttlæti, innifalið og meðvitund um kerfislæg málefni eins og kynþáttafordóma, kynjamismunun og mismunun. Nýyrði eru tekin upp til að breyta hugsun einstaklingsins í þágu áróðurs vinstri hugmyndafræðinnar.
Stjórn á móti valdeflingu:
Newspeak: Það er stjórntæki sem alræðisstjórnin notar til að takmarka hugsana- og tjáningarfrelsi.
Wokeism: Tungumálið sem notað er í wakeism miðar að því að styrkja jaðarhópa, ögra kerfisbundnu óréttlæti og skapa meira innifalið og réttlátara samfélag en leiðir til þess að eiginleg merking orða og fyrirbrigða hverfur. Fyrsta sem hverfur er húmorinn eða fyndnin, ekki má móðga einn eða neinn. Fólk getur ekki tjáð sig frjálslega og alltaf vera tilbúið að afsaka orð sín.
Viðbót vs brotthvarf:
Newspeak: Orðum í Newspeak er kerfisbundið útrýmt til að koma í veg fyrir að hugmyndir sem ganga gegn ríkjandi hugmyndafræði séu tjáðar.
Wokeism: Tungumálið sem tengist wakeism felur í sér að bæta við nýjum hugtökum og orðasamböndum til að taka á og varpa ljósi á félagsleg vandamál. Það leggur áherslu á að auka orðaforða til að vera meira innifalið og næmari og gamalgrófnum er úthýst sem þó hafa sannað gildi sín í gegnum tímann.
Pólitísk hugmyndafræði:
Newspeak: Endurspeglar einræðis- og kúgunarstjórnina "1984", þar sem tungumálið er tæki til að viðhalda völdum.
Wokeism: Tengt "framsækinni" og samfélagslega meðvitaðri hugmyndafræði, sem miðar að því að ögra og eyða kerfisbundnu ójöfnuði samkvæmt hugmyndafræði "framsækinna" eða progresive og vei þeim sem dirfist að mótmæla.
Kraftmikið gagnstætt stöðnun:
Newspeak: Tungumálið er viljandi hannað til að vera kyrrstætt og takmarkað og koma í veg fyrir þróun hugsunar.
Wokeism: Tungumálið er þróað á kraftmikinn hátt til að endurspegla breytt félagslegt og menningarlegt landslag samkvæmt vinstri hugmyndafræði, Aðrir sem aðhyllast aðra hugmyndafræði eða hugsun, eru slaufaðir samkvæmt slaufumenningunni og kallaðir öllum illum nöfnum, vinsælasta áhrínisorðið er, rasisti!
Allt er kallað rasismi. Til dæmis rasistavegina í Bandaríkjunum. Hvað er átt við með því? Borgararéttarlögfræðingur og lagaprófessor Deborah Archer skilgreinir þetta á eftirfarandi hátt: "Hraðbrautir voru byggðar í gegnum og í kringum svört samfélög til að festa líkamlega í sessi kynþáttamisrétti og vernda hvít svæði og forréttindi."
Svo er talað um "kerfisbundinn" rasisma í bandarísku stjórnkerfi, þótt engin lög í Bandaríkjunum kveða á um misrétti á nokkurn hátt. Og hægt sé að "erfa líkamlega kynþáttafordóma hvítra" og hafa "white privileges".
Lokaorð
Ber wokisminn ekki ákveðinn merki alræðisríkisins Oceania? Er ekki verið að þvinga fólk til að breyta hugsunum og orðaforða í "góðum" tilgangi? Var það ekki svo í kommúnistaríkjunum, að vinna í þágu fjöldans? Að í stað "borgarans", var kominn "félagi"? Verkalýðurinn er annað hugtak í kommúnismanum. Þeir sem eiga ekki framleiðslutækin og verða að selja vinnuafl sitt til að lifa af. Borgarastéttin er kapítalistastéttin, sem á og stjórnar framleiðslutækjunum. Kapitalisminn er kúgunartæki skv. kommúnismanum. Wokismi er afurð marxismans, er ný-marxismi. Hóphyggjan (e. collectivism) gegn einstaklingshyggju í raun. Skelfilegast er að fjöldinn lætur alltaf fámenntan en samheltan hóp afvegaleiða sig, í hvaða vitleysu sem er.
Maðurinn er hópvera en einnig einstaklingur, en hann er fyrst og fremst hið síðarnefnda. Hann verður að lifa í eigin skinni og virkar ekki almennilega nema hann sinni sjálfum sér og sínum þörfum sem einstaklingur. Þess vegna er einstaklings frelsið og málfrelsið svona mikilvægt.
FRELSIÐ LENGI LIFI!!!
Stjórnmál og samfélag | 20.1.2024 | 12:13 (breytt kl. 12:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Donatella lætur af störfum sem listrænn stjórnandi
- Svarar Trump: Nóg komið
- Boðað til skyndikosninga í Portúgal
- BND taldi að kórónuveiran hefði óvart lekið frá rannsóknastofu
- Trump: 200% tollur á áfengi frá ríkjum ESB
- Kominn til Moskvu
- Segist ekki slá vopnahlé út af borðinu
- Fjármálaráðherrann andar rólega
- Duda vill bandarísk kjarnavopn til Póllands
- Fann vel fyrir stærsta skjálftanum