Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetaframbjóðendurnir 2024

Það fjölgar í hópi forsetaframbjóðenda eins og búast mátti við. Vegna þess að meðmælendahópur hvers frambjóðanda er aðeins 1500 manns, má búast við að tugur þeirra nái tiltekna lágmarki. Svo eru það hinir sem eru þarna upp á jókið eins og sagt er á lélegri íslensku. 

Fasta gestur í forsetaframboði, Ástþór er kominn á sviðið eins og búast mátti við. Samkvæmt stefnuskrá hans er forsetaembættið gjörningur og ætlað öllum heiminum sem friðar embætti. Búast má við að eftirspurning verði eins og áður, engin. 

Svo er það björgunarsveitarmaður sem enginn þekkir deili á og enn vitum við ekki hvaða erindi hann telur sig eiga við þjóðina. 

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands.  Hún er eflaust þekkt innan ákveðina hópa en varla þjóðþekkt, a.m.k. hefur undirritaður aldrei heyrt á hana minnst. Svo er að sjá hvort hún hafi ferskar hugmyndir og þá útgeislun sem allir forsetar þurfa að hafa. Ætlar hún að vera A forseti (skraut forseti) eða B forseti (virkur forseti)?

RÚV segir að fyrstu frambjóðendurnir séu ekki til stórræða en viðurkennir þó að Kristján Eldjárn hafi verið fyrstur á sínum tíma.  Hvernig RÚV finnur út reglu þegar aðeins sex einstaklingar hafa gengt embættinu, er skondið.

Arnar Þór Jónsson reið fyrstur á vaðið, eins og Kristján Eldjárn. Hann hefur þá þekkingu og reynslu sem mun reyndast dýrmætt í embættinu. Bakgrunnurinn er ákjósanlegur og hann er orðinn nokkuð þekktur meðal Íslendinga. Það vakti athygli þegar hann beitti sömu taktík og Ólafur Ragnar, kynnti sig og sína fjölskyldu á blaðamannafundi.

Arnar Þór stendur enn upp úr og fleiri eiga eftir að bætast við. Stjórnmálaöflin reyna að hafa sín áhrif og ota sínum kandidötum fram við litla hrifningu þjóðar. Hún vill sinn þjóðkjörinn mann á Bessastaði, ekki fulltrúa einhvers stjórnmálaflokks.

Forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir er orðuð við embætttið en það er henni óhagstætt hversu ríkisstjórnin er óvinsæl og það að hún situr í embætti. Hún þarf meiri fjarlægð eins og Ólafur Ragnar hafði. 


Forsetinn og popúlismi

Ummæli fyrrverandi stjórnmála prófessors um forsetaframbjóðanda vekja undrun. Þar kemur hann með fullyrðingu sem hann styður ekki. Hún er eftirfarandi: "Arnar Þór Jónsson er popúlisti af sama skóla og Guðmundur Franklín, segir Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands." Á hverju hann metur frambjóðandann á þann hátt fylgir ekki sögunni. Á meðan fullyrðing er ekki bökkuð upp af staðreynd (sönnun), er þetta bara skoðun stjórnmála prófessorins.

Sjá slóð: Fyrsti forseti sjálfstæðismanna var fyrrum leiðtogi vinstri sósíalista – Arnar Þór popúlisti eins og Guðmundur Franklín

Prófessorinn þýðir réttilega hugtakið popúlistar sem lýðhyggjumenn. En hvað er lýðhyggja? Hér kemur skilgreining Wikipediu:

"Lýðhyggja vísar til enska orðsins „populism“ ...Lýðhyggja er talin tefla saman hinum almenna eða venjulega einstaklingi gegn því sem kallað er „elíta“ eða yfirstétt í gefnu samfélagi. Lýðhyggja getur birst í stefnum og hugmyndum bæði stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka."

Og ennfremur: "Enska orðið „populism“ hefur stundum verið þýtt sem „lýðskrum“ á íslensku. Stundum er orðið „hentistefna“ einnig notað í sambandi við lýðhyggju. Ef betur er að gáð kemur þó í ljós að hvorugt þeirra er rétt þýðing á hugtakinu lýðhyggja." Populistar geta verið bæði til hægri eða vinstri.

Spurning hvort prófessorinn vilji varpa skugga á frambjóðandann með slíkum stimpli? En hvernig geta Guðmundur Franklín eða Arnar Þór verið popúlistar? Þurfa þeir þá ekki að njóta fjöldastuðing almennings til að geta talist vera slíkir?  Frægasti popúlisti í heimi er sjálfur Donald Trump. Hann stýrir grasrótarhreyfingu hægri manna sem kallast MAGA. Hann breytti repúblikannaflokknum í eigin flokk en þess má geta að hann mætti gífurlegri mótspyrnu flokkseiganda elítunnar í flokknum er hann bauð sig fyrst fram.

Guðmundur hlaut 8% fylgi (ekki 7% eins og prófessorinn heldur fram) er hann bauð sig fram. Hann er því ekki popúlisti, þótt hann hafi kannski vilja vera það. Guðni myndi frekar teljast vera populisti vegna fjöldafylgi hans. En Arnar Þór hefur ekkert sagt til um hvað hann er, annað en hann vilji sækja stuðnings sinn til þjóðarinnar.

Þannig á það að vera um alla forsetaframbjóðendur, þeir eiga að leita stuðnings til massans - þjóðarinnar, enda um persónukjör að ræða.

Ólafur segir Guðna hafa sent skýr hugmyndafræðilega skilaboð frjálslyndis og umhyggju í ræðum sínum! Túlka má frekar stefnu Guðna sem óákveðni, vilja til að þóknast öllum og engum. Allir forsetar Íslands tala fyrir hönd þeirra sem minna mega sína. En aðalatriði er, sendir forsetinn skýr skilaboð er varðar stóru samfélagsmálin? Styður hann t.d. íslenska menningu og tungu? Og íslenska nátttúru eins og Vigdís gerði?  Stendur hann vörð um íslenska hagsmuni gagnvart alþjóðavaldinu eins og Ólafur Ragnar gerði? Og hefur hann þema??? Hvað er átt við með þema?

Vigdís: Verndun íslensk menningararfs, tungu og lands (skógrækt). 

Ólafur Ragnar: Málsvari íslensks almennings gegn yfirþjóðlegu valdi sem birtist í Icesave en einnig verndun norðurslóða.

Guðni....Being there.....ekkert. Ólafur talaði um að Guðni standi fyrir "frjálslynd viðhorf, umburðarlyndi gagnvart t.d. útlendingum og samúð með þeim sem minna mega sín." En það er bara hluti af starfi forsetans að gera það, ekki skýr stefna. Guðni talaði aldrei um verndun íslenskrar menningar og tungu eða lands, það var ekki stefna hans. Né að verja þjóðina gegn ólögum frá t.d. WHO eða EES sem Alþingi Íslands finnst í lagi að innleiða. Hins vegar ef hann myndi skjóta til dæmis bókun 35 til þjóðarinnar, það er skýr stefna. Guðni tók aldrei af skarið í neinu máli, en það telst vera stefna.

Megi næsti forseti Íslands vera popúlisti, það er maður fólksins.

Í blálokin koma spakmæli: Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.


Lágmarksfjöldi meðmælenda til forsetakjörs

Ljóst er að lágmarksfjöldi meðmælenda til forseta kosninga er of lágur. Talað er um að miða ætti við 2,5% kjósenda sem meðmælendur sem lágmark. Sem er um rúm 6000 manns. En er það ekki svolítið hár þröskuldur? Væri 2% ekki nóg?

Þrátt fyrir fjölgun á landinu, er stór hluti þessa fólks sem býr hér ekki íslenskir ríkisborgarar. Geta þar af leiðandi ekki kosið. Það gæti reynst mörgum frambærilegum frambjóðenda erfiður þröskuldur að yfirstíga 2,5% markið, sérstaklega ef hann hefur ekkert bakland.

Ef lágmarksfjöldinn er of hár, getur það orðið þannig að elítuhópur velji sér frambjóðanda, því að það þarf fjármagn, sagt er um 15 milljónir að lágmarki, til að geta háð kosningabaráttu. Í Bandaríkjunum eru það einungis milljarðamæringar eða flokksgæðingar sem geta boðið sig fram til forseta. Málið snýst nefnilega um peninga, eins og á Íslandi.

Svo er það hin hliðin, sem 2,5% markið á að útiloka, en það eru lukkuriddarnir, sem njóta engan stuðning en bjóða sig samt fram.  22 frambjóðendur þegar Guðni var kosinn forseti, aðeins 9 náðu að safna nægilegum fjölda undirskrifta. Svo ætti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðenda ef meirihluti næst ekki eftir kosningar. Viljum við forseta með 20% fylgi?

Guðni fékk sterka bakhjarla, svo sterka að hann var nánast "neyddur" í embættið. Fræðimaðurinn með þekkingu á forsetaembættið, skipti um stól og varð viðfangsefnið. Árangurinn má sjá nú, hann endist ekki nema tvö kjörtímabil en sagðist ætla að taka þrjú. Tilfinning bloggritara er að hann hafi aldrei fundið sig í starfinu, og hann ekki rétti maðurinn til að vera oddviti á ögurstundu eins og forsetinn á að vera. Jú, eftir allt, er þetta ekki bara punt embætti.

 


Andstæð hlutverk forseta Íslands

Glöggir menn taka eftir tilvistakreppu forseta embættisins. Í raun gegnir forsetinn tvö gagnstæð hlutverk sem fara illa saman.

Í annarri blogg grein var rakið hvernig forseta embættið sjálft skilgreinir hlutverk forsetans. En fer það saman við hlutverkið eins og það er skýrt í stjórnarskránni? Lítum aftur á vefsetur forseta embættisins þar sem hlutverk forsetans er skilgreint og nokkur atriði tínt úr sem hér varða málið:

  • Forseti er oft í hlutverki talsmanns þjóðarinnar, svo sem þegar hann veitir fjölmiðlum viðtöl, ekki síst erlendum....
  • Forseti kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar þegar hann á viðræður við erlenda þjóðhöfðingja eða aðra forsvarsmenn þjóða....
  • Forseti kemur fram sem leiðtogi þjóðarinnar þegar erlendir þjóðhöfingjar koma í opinbera heimsókn til Íslands....
  • Forseti vinnur að innri samheldni Íslendinga meðal annars með því að fara í opinberar heimsóknir innanlands, heimsækja vinnustaði og kynna sér málefni líðandi stundar á fundum með þeim sem til hans leita....
  • Forseti er yfirmaður embættis forseta Íslands með líkum hætti og ráðherra sem stjórnar ráðuneyti sínu auk þess sem forseti fer með húsbóndavald á jörðinni Bessastöðum....
  • Forseti á fundi með stjórnmálaleiðtogum í því skyni að fylgjast með þjóðmálum og stjórn landsins og getur í því hlutverki veitt góð ráð og aðhald eftir atvikum....

Hér hlutverkið skilgreint í stjórnarskránni og þær greina sem hér eiga við tíndar úr:

2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

II.
3. gr.
Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.

11. gr.
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
13. gr.
Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
14. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
15. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
17. gr.
Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
18. gr.
Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr.
Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

23. gr.
Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum....

24. gr.
Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], 1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum] 1) eftir, að það var rofið....
25. gr.
Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
26. gr.
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
28. gr.
Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. 1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. 1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.] 1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
 
Stjórnarskráin leggur meiri áherslu á stjórnskipunar hlutverkið en vefsíða forseta embættið sem lýsir embættinu sem e.k. "Sendiherra starfi".  

Sjá má að forsetinn er talsmaður og verndari þjóðarinnar gagnvart stjórnvöldum, enda þjóðkjörinn til þess. En þetta skapar vanda, því að hann þarf á sama tíma að starfa með viðkomandi ríkisstjórn í ríkisráði, skipa ríkisstjórnir o.s.frv. Og að geta neitað að skrifa undir ólög. Hann getur líka komið með lagafrumvörp sbr 25. grein!

Eins og túlka má stjórnarskránna er forsetinn fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar gagnvart fulltrúavaldinu - Alþingi og ber að veita því aðhald. Það er ekki allir einstaklingar sem veljast í forsetaembættis sem valda þessari póla skiptingu forsetavaldsins og þora að fara í löggjafavaldið (og þar með framkvæmdarvaldið sem í raun stjórnar öllu).

Núverandi forseti lenti í tilvistarkreppu vegna þess að hann þorði ekki að taka af skarið. Var að eltast við meintar vinsældir. Það gerði hins vegar forsetinn á undan honum og virkjaði dauða lagabókstafi til lífsins. Gömul lög eru nefnilega ekki alltaf úreld, þótt gömul sé. Það verður að "aflaga" þau til þess að þau verði óvirk. 

Spurningin er, skilur almenningur þetta? Mun hann einblína á "punt" hlutverk forsetans eða stjórnskipunarlegt hlutverk hans? Tilfinning bloggritara er að almenningu velur forseta eftir tilfinningu, ekki rökhyggju og mun velja sér "punt" forseta.


Starf aðalsmanns á Bessastöðum er á lausu

Það kom ekki á óvart að núverandi forseti skuli ekki bjóða sig frama aftur. Sjá "völvuspá" blogg ritara. Ef menn hlustuðu vel á hvað hann sagði er hann bauð sig fram, sagðist hann ekki ætla að vera lengi í embætti. Eina sem kom á óvart var að hann sat bara í tvö tímabil, ekki þrjú sem hann sagðist ætla að sitja.

Guðni hafði skýra sýn á hvað hann ætlaði að gera sem forseti. Hann ætlaði sér að halda sig til hlés í störfum sínum, í anda Kristjáns Eldjárns, vera nokkuð konar tákngervingur en ekki gerandi. Hann sagðist vona eftir að geta sinnt fræðistörfum meðan hann væri í embætti. Eflaust hefur hann haft nóg að gera, þótt ekki bæri á opinberlega (sjá lista hér að neðan). En það geislaði aldrei af honum sannfæringakrafturinn eða leiðtoga hæfileikarnir sem sjá mátti í fari Ólafs Ragnars. Og áræðið að standa með íslensku þjóðinni í Icesave málinu. Guðni fékk gott tækifæri til að vera sameiningatákn í covid faraldrinum. Lítið bar á honum í faraldrinum, þótt hann hafi komið fram í nafni embættisins.

Hann fékk mótframboð 2020 frá Guðmund Franklín Jónsson í forsetaembættið. Sá vildi gjörbreyta embættinu, virkja dauða lagabókstafi um embættið í anda Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðmundur reyndist vera of róttækur í skoðunum, fólk sá fyrir sér ófrið um hlutverk forsetans og kaus hann ekki. Hann fékk þó 8% fylgi. Íslendingar eru með þá sýn að sitjandi forseti eigi að klára tíma sinn, sem hann velur sjálfur, og ekki fá mótframboð. Þetta er skynsamlegt, því fyrir eru tveir fyrrverandi forsetar á nánast fullum launum.

Það er rándýrt að reka forsetaembættið, jafnvel hjá atkvæðalitlum forsetum. En hvaða hlutverki gegnir forsetinn í raun? Fyrir utan að hlutast til við stjórnarskipti?

Forsetinn er n.k. yfir sendiherra, bæði gagnvart eigin þjóð og erlendum. Við vitum að sendiherrar sitja í virðulegum embættum og því fylgir virðingar hlutverk. Þeir, ásamt forsetanum, fá herrasetur með þjónustuliði og glæsibifreiðar. Þeir ásamt forsetanum haga sér eins og aðalsmenn, virðulegir og með stæl.

Á vefsetri forsetans segir frá hlutverki forsetans og það er:

 

  • Forseti er oft í hlutverki talsmanns þjóðarinnar, svo sem þegar hann veitir fjölmiðlum viðtöl, ekki síst erlendum.
  • Forseti kemur fram sem fulltrúi Íslands á fundum með stjórnendum og öðrum starfsmönnum stofnana og sem ræðumaður á ráðstefnum.
  • Forseti kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar þegar hann á viðræður við erlenda þjóðhöfðingja eða aðra forsvarsmenn þjóða og flytur ávörp t.d. í opinberum heimsóknum.
  • Forseti leggur margvíslegum félagasamtökum og hreyfingum lið með því að opna ráðstefnur eða koma að öðrum atburðum á þeirra vegum.
  • Forseti styður ýmiss konar félagasamtök með því að vera verndari þeirra eða vera verndari einstakra atburða og vekur þannig athygli á góðu málefni.
  • Forseti vinnur að landkynningu, oft í samráði við utanríkisþjónustu Íslands, Íslandsstofu eða aðra aðila, í ferðum sínum erlendis.
  • Forseti liðsinnir stundum einstökum félögum eða fyrirtækjum sem leita til hans um aðstoð sem talin verður gagnleg þjóðinni.
  • Forseti kemur fram sem leiðtogi þjóðarinnar þegar erlendir þjóðhöfingjar koma í opinbera heimsókn til Íslands og efla þannig kynni og tengsl milli Íslendinga og vina- og viðskiptaþjóða þeirra.
  • Forseti vinnur að innri samheldni Íslendinga meðal annars með því að fara í opinberar heimsóknir innanlands, heimsækja vinnustaði og kynna sér málefni líðandi stundar á fundum með þeim sem til hans leita.
  • Forseti er yfirmaður embættis forseta Íslands með líkum hætti og ráðherra sem stjórnar ráðuneyti sínu auk þess sem forseti fer með húsbóndavald á jörðinni Bessastöðum.
  • Forseti flytur ræður sem ná eyrum margra, svo sem við þingsetningu og á nýársdag, þar sem hann vekur athygli á brýnum málefnum sem varða samfélag okkar.
  • Forseti er gestgjafi á Bessastöðum og eflir virðingu fyrir sögu Íslands og þjóðhöfðingjasetrinu og skipta þeir gestir sem heimsækja staðinn og hitta forseta þúsundum ár hvert.
  • Forseti á fundi með stjórnmálaleiðtogum í því skyni að fylgjast með þjóðmálum og stjórn landsins og getur í því hlutverki veitt góð ráð og aðhald eftir atvikum.
  • Forseti svarar margs konar fyrirspurnum og erindum einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja og stofnana um allt milli himins og jarðar.
  • Forseti tekur á móti erlendum sendiherrum þegar þeir afhenda trúnaðarbréf sitt sem fulltrúar síns þjóðhöfðingja og á sama hátt undirritar forseti trúnaðarbréf íslenskra sendiherra því til vitnis að þeir séu trúnaðarmenn hans og fulltrúar gagnvart erlendum þjóðhöfðingjum.

Hljómar þetta ekki eins og konungsliðið í Evrópu gerir dags daglega? Eini munurinn á forsetanum og konungi, er að hann situr tímabundið og embætti hans er ekki arfbundið. Í stjórnarskránni var bara skipt um hugtak, í stað konungs, kom forseti.

Fyrirséð að ekki verði breyting á hlutverki forsetans í náinni framtíð. Það er tvennt sem gæti breytt því. Í fyrsta lagi: Róttæk og ný stjórnarskrá.  En í þeim drögum sem hafa verið lögð fram, er ekki hróflað við embættinu. Í öðru lagi, eitthvað stórkostlegt gerist á Íslandi eða erlendis, sem veldur því að íslenska lýðveldið fellur. Og allt stjórnkerfið verði tekið til róttækar breytinga í kjölfarið.

Á meðan má velta fyrir sér hvort ekki megi hugsa íslenska stjórnkerfið upp á nýtt. Allt er breytingum umorpið, þótt við trúum því ekki, og margt hefur breyst frá lýðveldisstofnun 1944. Íslenskt þjóðfélag er óþekkjanleg miðað við hvernig það var í stríðslok. Tæknin bíður upp á ný tækifæri, t.d. hvað varðar þátttöku borgaranna í stjórn ríkisins. Fulltrúarnir, hafa hins vegar verið tregir, ef ekki beinlínis mótfallnir, að afsala sér nokkur völd.

Hér er viðrað hvort ekki megi sameina hlutverk forseta og forsætisráðherra?  Sjá má slíka forsetastjórn í Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Forsetinn er kosinn beint af þjóðinni og hann myndar ríkisstjórn. Þrískipting valdsins þar með komið á í fyrsta sinn á Íslandi og ráðherrar valdir af forsetanum, eftir hæfileikum, ekki pólitískt.  Ráðherrar sinntu bara stjórn landsins, fyrir hönd framkvæmdarvaldsins og koma ekki nálægt lagasetningu.  Kannski að flokksræðið myndi minnka á Alþingi við það. En slík ríkisstjórn, undir forystu forseta, yrði mjög öflug. Ekki samsett af nokkrum flokkum, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Stjórnarstefnan væri skýr.

 


Er Ísland að breytast í alræðisríki?

Ef öll púsluspilin eru sett saman, birtist mynd af alræðisríki. Þetta er stórkallaleg yfirlýsing en það er sannleikur í henni. 

Fyrir hið fyrsta er íslenska ríkið að seilast sífellt lengra inn á einkasvið borgaranna, með fleiri og fleiri lög sem setja athafnir borgaranna skorður. Hingað streyma í förmum tilskipanir frá ESB sem auka enn á reglugerðafarganinn og reglu um smæstu hluti og skerða hvers dagslíf borgarans. Og þetta á eftir að versna.

Eftirlitsmyndavélar eru komnar út um allt. Allar inngönguleiðir inn á höfuðborgarsvæðið eru vaktaðar með eftirlitsmyndavélum, e.t.v. með andlitsgreiningatæki. Besta eftirlitstækið er sjálfur farsíminn sem borgarinn ber í vasanum. Hægt er rekja allar hans athafnir í gegnum hann.

Ákall um múlbindingu málfrelsisins í nafni haturorðræðu vernd er ekkert annað en ritskoðun og stjórnun á umræðunni. Ríkis ritskoðun.  Hver er þess umbúinn að meta hvað er hatursorðræða eða gagnrýni? Lögreglufólkið sem fór til Ausschitz? Myndum við segja að lögreglukonurnar sem fóru þangað hafi óbrenglaða siðferðiskennd til að geta dæmt annað fólk? 

"Fact checkers" eða staðreynda könnunar fyrirtæki í Bandaríkjunum eru stútfull af fordómafullu fólki sem "staðreynda kannar" fréttir og annað samfélagsefni og dæmir um sannleiksgildi. Samfélagsmiðlarnir segja, ekki benda á mig, við réðu þriðja aðila, "staðreynda könnunarfyrirtæki" til að yfir fara sannleikann!!! Við erum stikkfrí.

Og nú kemur nýjasta púsluspilið sem ráðskast með einkalíf borgarans, í nafni öryggis að sjálfsögðu!

Nú á að ráðast á reiðufé borgaranna! Sem nóta bene er þeirra fé sem þeir hafa unnið sér inn heiðarlega. RÍKIÐ kemur ekkert við hvernig við ráðstöfum innkomu okkar, og í hvaða formi. Við gætum viljað nota gull sem gjaldmiðil, reiðfé eða kredit og debit kort. Það er OKKAR val og upphæðin skiptir engu máli, svo fremur sem hún er fengin heiðarlega.

Lesið þessa óskammfeilnu frétt á Mbl. og enginn segir neitt:

"Mikl­ar ógn­ir og veik­leik­ar eru í einka­hluta­fé­laga­form­inu hér á landi sem gera pen­ingaþvætti auðveld­ara. Lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi vestra vill að höml­ur verði sett­ar á notk­un reiðufjár. Það veki furðu hversu mikið reiðufé sé í um­ferð." Á að skerða réttindi heiðarlega borgara vegna nokkurra skemmda epla? Hvað kemur lögreglunni við hversu mikið fé er í vösum borganna?

Svona eru púsluspilin raðað saman í rólegheitum og réttindin hverfa hægt og rólega án þess að menn taka eftir.

Miklir veikleikar í einkahlutafélagaforminu

Fulltrúalýðræðið (frá hestvagnatímabilinu á 19. öld) er löngu fallið og nýtt lýðræðisform hefði átt að vera tekið upp með byltingunni í upplýsingatækninni. Beint lýðræði með þátttöku borganna, kosið um mál í gegnum app, ætti að koma á. Ef við getum notað bankaapp og stundað bankaviðskipti þannig, af hverju ekki kosningar?

Fulltrúum okkar er ekki treystandi fyrir horn og þeir sýna það í hverju mál eftir öðru. Fjögur ár í bið eftir nýja ríkisstjórn er of langur tími. Og hvað fáum við? Eitthvað allt annað en við kusum. Ef við kusum VG, fáum við Sjálfstæðisflokkinn í samstarf og öfugt.  Einhverjir verða þó að útbúa "laga pakkann" fyrir atkvæðagreiðslu í beinu lýðræði. Þá komum við að fulltrúunum, þeim má fækka í 33, þeir útbúa lögin, eitthvað verða þeir að gera, nóg er af lögum frá ESB sem þeir þurfa að stimpla ólesið sem sjá um dagleg störf þeirra.  Sum sé, samblanda af beinu- og fulltrúalýðræði.

Hvað sagði Gibbon um Aþenubúa?  Sjá: Hvernig lýðræðið fellur

Þeir kusu öryggið fram yfir frelsið og misstu allt.

 


Hvernig lýðræðið fellur

Sir Edward Gibbon (1737-1794), höfundur tímamótaverksins THE DECLINE AND FALL OF THE ROMAN Empire, skrifaði magnþrungna frásögn um hrun Aþenu, sem var fæðingarstaður lýðræðis.

Hann mat það svo að á endanum vildu Aþenubúar öryggi fremur en þeir vildu frelsi. Samt misstu þeir allt - öryggi, þægindi og frelsi. Þetta var vegna þess að þeir vildu ekki gefa samfélaginu, heldur að samfélagið myndi gefa þeim. Sama spurning John F Kennedy spurði á sínum tíma: “Ask not what your country can do for you – ask what you can do for your country,” 

Frelsið sem þeir sóttust eftir var frelsi frá ábyrgð.

Það er því engin furða að þeir hættu að vera frjálsir. Í nútíma heimi ættum við að minna á skelfileg örlög Aþenumanna í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir kröfum um aukin umsvif ríkisvaldsins.


Grænir skattar eru skatta ánauð - Grænland og Ísland

Í skattaparadís íslenskra stjórnvalda, Íslandi, þar sem skattaálögur fara með himinskautum, tekst hinum kjörnu fulltrúum að finna upp sífellt nýjar leiðir til að skattpína borgara landsins. Skattar sem eiga að vera tímabundir, standa um aldur og ævi og allt er skattlagt. Allir muna eftir skítaskattinum sem aldrei var aflagður. Og nú á að skattleggja loftið sem við öndum.

Svo nefndir kolefnisskattar eða loftslagsváskattar, sem byggja á umdeildum vísindum, eru lagðir á samgöngutæki, bæði á Íslandi og Grænlandi. Grænlendingar stynja þungan undir auknum byrgðum, enda eru þeir algjörlega háðir samgöngum á láði og legi við útlöndum. Ekki er hægt að keyra og fara til annarra ríkja en á öðru en jarðefniseldsneytis knúnum farartækjum. Sama á við um Íslendinga.

Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Svona skattlagning, þótt hún kunni að vera réttlætanleg vegna loftslagsbreytinga, er ekki hægt að leggja á nema eitthvað annað en jarðefniseldsneyti komi til sögunnar.  Umskiptin taka tíma og þar með er slík skattleggging ósanngjörn.

Í grein Vísis um þetta mál er varðar Grænlendinga segir: "Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands." Þetta er sama saga og á við um Ísland. Hér borga neytendur hækkaðan kosnað, ekki munu samgöngufyrirtækin taka á sig þennan kostnað og reka sig með tapi.

Royal Arctic Line (skipafélag) mun hækka farmgjöld um 1% frá og með næstu áramót. "Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir "lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq." Grænlendingar eru vonum ósáttir við þetta. Þeir geta ekki kosið að taka bílinn eða lestina þegar þeir ákveða að fara til annarra landa eða flytja inn vörur, heldur ekki Íslendingar.

Í annarri grein á Vísir segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári."

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Á sama tíma og íslensk stjórnvöld sitja þeigandi og hljóðalaus undir auknar skattaálögur ESB á Íslandi, hafa þau ekkert gert til að skipta í græna orkugjafa, það er að segja að virkja. Algjör stöðnun hefur verið í virkjunum síðastliðin ár og stjórnvöld þar með ekki staðið við sinn hluta í orkuskiptunum.

Það sem ESB með fullþingi íslenskra stjórnvalda, er að gera er að þvinga með góðu eða illu orkuskipti, ekki láta tækniþróunina og eftirspurn ráða ferðinni.

Í landi með óðaverðbólgu, háskattastefnu stjórnvalda, fákeppnis á markaði, mega Íslendingar ekki við auknum skattaálögum. Og minna má á að Íslendingar losa um minna en 0.1% af CO2 í heiminum og í raun erum við að koma í veg fyrir aukið CO2 losun með alla okkar grænu orku.

Í grein Viðskiptaráðs Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum segir eftirfarandi: "Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.

Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks." Undir þetta er hægt að taka og einnig að:

"Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar."

Skattar og meiri skattar er móttó íslenskra stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Íslendingum er ekki viðbjargandi í skattamálum. Munum að skattar eru lagðir á vegna þess að það skortir fjármagn og af hverju það skortir fjármagn er vegna lélega efnahagsstjórnunnar íslenska ríkissins í áratugi. Alveg síðan Íslendingar eyddu stríðsgróðanum eftir síðari heimsstyröld, hafa Íslendingar rekið ríki sitt meira eða minna illa og með tapi. Ráðum við það að vera sjálfstætt ríki?


Ættbálkahyggja er sama og íslensk frændhygli

Þetta kemur í hug þegar ráðið er í stöður á vegum hins opinbera. Yfirleitt eru slíkar ráðningar vel faldnar og umsækjendur (oft jafnvel ekki umsækjendur, þeir eru bara sóttir af þeim skipa þá í starfið)með einhverja hæfileika eða menntun sem skipaðir eru í starfið.

Nýverið var ráðið í starf sendiherra Íslands í Washington og telst sú staða vera toppstaða meðal íslenskra sendiherra, á meðan skipan í stöðu í Moskvu vera hálfgerð útilega. Fyrir var ágætur sendiherra í starfinu, kona ein sem er erindidreki að atvinnu og hafði unnið sig upp í stöðuna.

En hvað er ættbálkahyggja eða frændhygli eins og þetta er kallað í daglegu máli? Af hverju er hún hættuleg?  Einfaldasta gerðin af henni er arfgengt furstadæmi. Prins erfir konung. Prinsinn getur verið algjörlega óhæfur til að gegna starfið og oftast er hann það. Þetta skipti máli er aðeins konungsdæmi voru til í Evrópu en í dag skiptir það engu máli, því kóngar og drottningar hafa aðeins táknræn völd. En þetta er hættulegt í nútíma lýðræðisríki, þar sem framfarir byggjast á að þeir stýra ríkinu hafi hæfileika að gegna þær stöður sem til þarf að reka ríkið.

Skilgreining: Ættbálkahygga er ástand þess að vera til sem ættkvísl, eða mjög sterk tilfinning um hollustu við ættbálkinn þinn, mjög sterka hollustutilfinningu við pólitískan eða félagslegan hóp, þannig að þú styður þá hvað sem þeir gera.

En ljóst er að ættarhyggjan er ein af stóru eyðileggingaöflum sögunnar. Þegar kynþátta-, trúar-, þjóðernis- eða ættingjatengsl hafa yfirbugað öll sjónarmið um verðleika og hollustu við hið stærra samveldi, þá leiðir flokkastefna til ofbeldis, ofbeldis til glundroða og glundroða til enda ríkisins sjálfs.

Tökum dæmi. Yfir 1.000 borgríki Grikklands til forna þróuðu aldrei hugmynd eins og rómverska hugtakið natio, eða þjóðerni. Aftur á móti voru margar mismunandi þjóðir bundnar sameiginlegri hollustu við Róm.

Pan-hellenismi - hugmyndin um að borgríkin væru sameinuð af sameiginlegu tungumáli, staðbundnum og trúarbrögðum - náði aldrei að slá
gríska ættbálkstrú út. Sú flokkahyggja er ástæðan fyrir því að ættkvíslir og heimsveldi, sem voru á valdi erlendra ríkja, lögðu að lokum undir sig borgríkin.

Flest Mið-Austurlönd og Afríka eru enn þjáð af ættbálkahyggju og það stendur þeim fyrir þrifum. Í Írak lítur embættismaður á sjálfan sig fyrst sem sjíta eða súnníta frekar en Íraka og hagar sér í samræmi við það. Fyrsta tryggð Kenýamannsins er við ættbálk frænda hans frekar en nafnlausan Kenýamann.

Afleiðingin er óhjákvæmilega ofbeldið sem sést á stöðum eins og fyrrum Júgóslavíu, Rúanda, Sýrlandi eða Írak. Hin öfgakennda sögulega lækning fyrir ættbálkahyggju er oft grimmd heimsveldisins. Heimsveldi Ottómana, Austurríkis-Ungverjalands og Sovétríkjanna voru öll fjölþjóðleg, en þau voru líka miskunnarlaus í að berja niður uppreisn hópa með því að reyna að bæla niður (eða jafnvel eyðileggja) öll trúarbrögð, tungumál og sjálfsmynd minnihlutahópa.

Ótti við ættbálka og fjölbreytileika er ástæðan fyrir því að stór hluti Asíu takmarkar fjölda innflytjendur, þveröfug stefna á við Vesturlönd og Ísland þar á meðal. En aftur að stærra samhenginu.

Vissulega getur Bandaríkjamaður, Mexíkói eða Úgandamaður sem flytur til Japans, Kína eða Suður-Kóreu, ekki auðveldlega lýst því yfir að hann sé fullgildur ríkisborgari í ættleiddu landi sínu. Í slíkum löndum myndi útlit eða trúarbrögð innflytjenda taka við af nýju þjóðernistengslum hans.

Samt eru flestir Asíubúar afsökunarlausir um hvað Vesturlandabúar gætu merkt chauvinisma, ef ekki rasisma. Þeir hafa enga löngun í bræðslupottinn sem Vesturlönd eru æst í að mynda og alls ekki salatskálina. Svo virðist sem þeir trúa því að ávinningurinn af því að auðga menninguna með mismunandi hætti matar, skemmtunar, tísku og listar sé minni en á móti kostnaður við flokkaskipti og óeiningu af völdum fjölbreytileika sé meiri. Ekki þessi virði og beinlínis hættulegt einingu ríkisins.

Mexíkó, til að taka annað dæmi, hefur sett í stjórnarskrá sína ákvæði um að innflytjendur megi ekki skerða „jafnvægi lýðfræðinnar“ – skrifræði orðalag fyrir að vilja ekki of margir koma inn í Mexíkó sem líta ekki út eins og mexíkóskir ríkisborgarar. Engin furða að mexíkósk stjórnvöld líti á ólöglegan innflytjendur sem glæpsamlega eða afbrotamenn. Fáir Afríku-Bandaríkjamenn eða bandarískir hvítir gætu flutt til Mexíkó og raunhæft búist við því að verða nokkurn tíma fullgildir borgarar Mexíkó í félagslegu, menningarlegu og pólitísku tilliti.

Bandaríkin eru að mestu leyti undantekning frá þeirri alþjóðlegu reglu að stjórnvöld leitast við að viðhalda einsleitni, ekki rækta fjölbreytileika, þegar það er mögulegt.

Þótt þau hafi upphaflega verið stofnuð af enskumælandi fólki að mestu leyti frá Bretlandseyjum, var einstök stjórnarskrá Bandaríkjanna tilraun til að víkja ættbálknum undir ríkið. Það var vissulega langt ferli þar sem Afríku-Bandaríkjamenn eða bara svartir, Rómönskubúar, Suður-Evrópubúar, Austur-Evrópubúar og ekki Vesturlandabúar voru hægt og rólega innlimaðir að fullu í ríkið. Tungumál og menning innflytjandans  var skilin eftir í heimalandinu. Á leiðinni mættu þeir oft trúarlegri og þjóðernislegri mismunun og þaðan af verra.

Nú virðist vera breyting á þessu samkvæmt núverandi stefnu Joe Bidens. Milljónir manna er leyft að fara yfir galopin landamæri Bandaríkjanna og engin tilraun gerð til að reyna að gera þetta fólk að Bandaríkjamönnum, en menn gleyma að í Bandaríkjunum er engin fjölmenningastefna í gangi, bara bandarísk menning sem á að ríkja og enska sem eina tungumál landsins. Ríkisborgararétturinn þar með gengisfeldur í höndum demókrata.

Enn og aftur, eðlislæg rökfræði Bandaríkjamanna var að hunsa "ættbálkahyggju" og einblína á verðleika einstaklingsins og ríkisborgararétt sem grundvallaréttindi. Niðurstaðan var tvíþætt: tilkoma meiri hæfileika óhindrað af kynþátta- og trúarlegum hindrunum, og stöðug meðvitund um að einstaklingsbundin sjálfsmynd ætti ekki að troða niður pólitískri einingu. Ef það gerðist myndi slík ættbálkahyggja leiða til ofbeldis, óöryggis og almennrar fátæktar.

Það eru sögulegar ástæður fyrir því að sjálfsmyndapólitík hefur aldrei haldið uppi ríki og leiðir að lokum aðeins til gleymsku sögunnar.

Það er erfitt að viðhalda ströngum kynþátta- og trúarlegum hreinleika hjá þjóð þar sem ættbálkahagsmunir keppa – án þess að grípa til aðskilnaðarstefnunnar, ofbeldis eða þjóðernis- og kynþáttahugmynda sem hrekja siðmennskuna úr sessi.

Sjálfsmyndapólitík er andstæðingur verðleika og oft órökrétt: Ættbálknum (hér er átt við frændhygli) er illa við hlutdrægni gegn ættbálka, jafnvel þar sem hlutdrægni er það sem ýtir undir kröfur ættbálksins sjálfs.

Rökfræði sjálfsmyndapólitík er alræðisleg og eyðileggur einstaklingshyggju, fortíð og nútíð. Þegar sagan er ekki túlkuð sem harmræn saga einstaklinga sem eru lentir í slæmum og góðum málefnum, heldur einfaldlega sem ákveðin melódrama kynþáttar eða kyns, þá verður skráning einstaklings tilgangslaus í gangverki sögunnar. Fólki er minnkað í nafnlausan fjölda eða hópa í nokkuð konar sovésku gúlagi.  

Að lokum eyðileggur ættbálkahyggjan almenn lög og réttarkerfi með sértækri ógildingu. Ef tilteknir ættbálkar  telja sig vera undanþegna alríkislögum, skapast glundroði.

Til umhugsunar:

Var rangt af utanríkisráðherra að ráða aðstoðarkonu sína fyrrverandi í háttsett embætti?  Er þetta ein helsta ástæða fyrir að íslenskt þjóðfélag hefur verið illa rekið síðan lýðveldisstofnun? Eiga pólitískar ráðningar rétt á sér í embættisráðningu? Er utanríkisráðherra að gefa íslenskum borgurum og kjósendum langt nef? Hann vissi fyrirfram um viðbrögðin en gerði samt.

Og annað sem er nátengt frændhygli en það hópræði. Mega stjórnmálamenn yfirfæra pólitíska hugmyndafræði um kyn og kynjaskiptingu eða hópa og skipa samkvæmt því í stjórnir einkarekina fyrirtækja? Eiga einkarekin fyrirtæki ekki rétt á að ráða hæfasta einstakinginn í starf sem auglýst er?

Er ríkið ekki bara komið langt út fyrir valdsvið sitt á öllum sviðum og gerir það vegna þess að enginn mótmælir og allir láta ríkisvaldið ganga sífellt á réttindi sín? 


Fullveldið er ekki óumbreytanlegt?

Nær væri að segja að það er ekki til sölu! Og já, fullveldið er fasti og óbreytanlegt, annars væri það ekki full...veldi! Um leið og við skerum af því með framsali til alþjóðastofnanna eða ríkasambanda, erum við ekki lengur fullvalda þjóð. Valdið liggur þá annars staðar. 

Síðasta baráttan fyrir fullveldi fór fram á Íslandsmiðum í þorskastríðunum. Englendingar, síðar Bretar, höfðu þá stundað samfelldan fiskiþjófnað á Íslandsmiðum síðan árið 1412, nánast alltaf í óþökk eyjaskeggja en með semningi stundum hjá Dönum sem létu þá borga fyrir. 

Valdið hefur legið í útlöndum síðan 1262 og furstarnir sem áttu að gæta hagsmuni Íslendinga gerðu það illa, voru skeytingarlausir um íbúa landsins. Þeir vildu bara fá fisk frá Íslandi og skatta. Klukkan á Þingvöllum var lengi eina eign þjóðarinnar fyrir utan stimpla. Meira réðu Íslendingar ekki yfir.

En yfirráðin yfir fiskimiðunum er tengd órjúfanlegum böndum sjálfstæði Íslendinga.

Vegna þess að valdið lá í Kaupmannahöfn gerðu Danir árið 1901 samkomulag við Englendinga um þriggja mílna landhelgi og fiskveiðilögsögu við Ísland. Þessi samningur féll ekki úr gildi fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari og fyrst þá gátu Íslendingar farið að hreyfa við útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Íslendingar voru ekki kátir með þann samning. Síðasta útfærsla landhelginnar í 200 mílur var 1976 og Bretar endanlega reknir af Íslandshafi.

En er sjálfstæðisbarátta Íslendinga þar með lokið? Nei, það verður að gæta frelsið öllum stundum, og þá helst frá hálfgerðum landráðamönnum - Íslendingum - sem vilja ganga í sæng erlends ríkjasambands sem kallast ESB. Við erum t.d. að fara senda sambandinu milljarðar króna árlega, svokallað loftslagsskatta hagsmunum Íslendinga til mikilla skaða. Fulltrúar hverja er ríkisstjórn sem gerir slíkan samninga? Eða láta WHO ráðskast með lýðheilsu landsmanna eða láta stórveldi í vestri sjá um landvarnir landsins.

En er þar með sagt að við eigum ekki að gera milliríkja samninga? Jú, það má gera þá. Þeir eiga hins vegar vera vel afmarkaðir og uppsegjanlegir og endurskoðaðir reglulega. Að lokum, hægt er að segja upp samningum eins og það er hægt að gera þá.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband