Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það er þægilegt fyrir flokka að setja sig á miðju og segjast vera opnir í báðar áttir. Þetta gefur tækifæri á að vera í ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri og hægri, fara í sæng með hverjum sem er. Segjast vera hófsemdarflokkur en fylgja hverri grillu samstarfsflokka sem er án gagnrýni. Opin í báða enda voru orð sem notuð voru til að lýsa stefnu Framsóknarflokksins meðan Ólafur Jóhannesson var formaður flokksins.
En einhverjar hugsjónir verður flokkurinn að þykjast hafa, einhver algild gildi sem hægt er að benda kjósendur á. Líkt og margir flokkar sem stofnaðir voru í byrjun 20. aldar, verður stjórnmálaflokkurinn Framsókn að endurnýja umboð sitt til kjósenda og aðlaga sig að gjörbreyttu samfélagi og samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað frá stofnun flokksins. Leitum í upprunan.
Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksns og Óháðra bænda og er þar með elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Ísland var enn að hluta til í viðjum bændasamfélagsins, bændur voru fjölmenn stétt og sótti Framsóknarflokkurinn kjörfylgi sitt framan af til dreifbýlisins, þ.e.a.s. sveita og bæja. En einnig til fjöldahreyfinga sem spruttu upp um aldarmótin, svo sem ungmennafélagshreyfingarinnar.
Um miðja 20. öld reyndi flokkurinn að endurskilgreina sig, enda hafði flóttinn á mölina að mestu lokið eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann fór að skilgreina sig sem flokk allra stétta og vera miðjuflokkur, þó kjörfylgið hafi haldist á landsbyggðinni.
Alla 20. öldina hefur flokkurinn átt öfluga stjórnmálaleiðtoga og verið þaulsætinn í ríkisstjórn. Mesta fylgið var 1931 þegar flokkurinn fékk 35% atkvæða en síðan hefur leiðin legið niður, verið á bilinu 20-25% út tuttugustu öldina en á 21. öld með 10-20% fylgi. Kjördæmaskipan landsins og misvægi atkvæða (sem er enn vandamál) hefur í raun gefið flokkinn fleiri þingsæti og vægi en annars ætti að vera.
Stjórnmálaflokkar eru stofnaðir um málefni og gildi. Framsóknarflokkurinn var mikið tengdur Samvinnuhreyfingunni, þar er Sambandið (Samband íslenskra samvinnufélaga - SÍS). Fyrir yngri lesendur er það að segja að SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma segir á Wikipedíu. Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína. Ástæðan fyrir þessari tengingu er að sjálfsögðu kaupfélögin sem eiga að rekja til kaupfélaga bænda á 19. öld.
Baráttumál Framsóknarflokksins í gegnum tíðina
Á upphafsárum Framsóknarflokksins stóð flokkurinn meðal annars fyrir; sjálfstæði þjóðarinnar, innlendum þjóðbanka (vegna ástands bankamála á þeim tíma) og alþýðumenntun sem hann taldi hornstein allra þjóðþrifa (Wikipedía). Svo var lögð áhersla á uppbygging innviða landsins. Atvinnumál hafa alla tíð verið efst á dagskrá flokksins.
Á 21. öld fer að halla ansi undir fæti. Umdeilt er þegar flokkurinn fann upp kynjakvóta sem átti að vera jafnréttismál en er í raun mismunun á grundvelli kyns. Síðasta stórvirki flokksins, eða réttara sagt formanns flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugssonar, var ICESAVE málið en samtök voru stofnuð gegn greiðslu í málinu og tengdist flokkurinn málinu sérstaklega í gegnum formanninn. Fullur sigur vannst í málinu.
Flokkurinn er með nokkuð sem kallast grundvallarstefnuskrá en hún er venjulegt froðusnakk stjórnmálaflokks og gæti verið í stefnuskrá hvaða flokks sem er: sjá slóð: Grundvallarstefnuskrá Hvað flokkur vill t.d. ekki mannréttindi, jafnræði, efling mannauðs, markaðshagskerfi o.s.frv. Það verður að kafa dýpra til að sjá hvar flokkurinn stendur. T.d. að hann er mótfallinn inngöngu í ESB en er fylgjandi EES samningnum. Ekki er ætlunin að fara í alla efnisþætti stefnu Framsóknar segja má að í grunninn sé þetta borgaraleg stefna.
Flokkurinn um ekkert
En af hverju er þá fullyrt hér í fyrirsögn að Framsóknarflokkurinn sé flokkur um ekki neitt? Jú, stefna á blaði er annað en stefna í raunheimi.
Síðan Framsóknarflokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til, hefur forystu- og stefnuleysið einkennt flokkinn. Flokkurinn hefur nú verið í ríkisstjórnarsamstarfi í 9 ár en dags daglega er ræðir fólk aðeins um VG eða Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er þarna, en samt ekki. Ekkert heyrist í honum í stórum málum.
Stórmál dagsins í dag eru hælisleitendamálin og bókun 35. Ekkert raunsæi er í málefnum hælisleitenda, ólíkt Miðflokkinn sem er samkvæmur sjálfum sér, og ef eitthvað er, stuðlar flokkurinn að meira öngþveiti í málaflokknum með því að taka enga afstöðu, bara fljóta með og gera ekkert. Eins er það með bókun 35, engin afstaða tekin, bara flotið með. Afstöðuleysi er jafn hættulegt og ákveðin afstaða og jafn skaðleg. Ístöðuleysi hefur hingað til verið talið vera lestur meðal Íslendinga en það á sannarlega við Framsóknarflokkinn í dag.
Stjórnmálaflokkur án stefnu á ekkert erindi í stjórn landsins.
Að segja ekkert, að gera ekkert, er að vera ekkert....hvað gera bændur þá?
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2024 | 16:36 (breytt kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vísiorð Margaret Thatcher eru mörg og þær eru margar frægar ræðurnar hennar. Hér kemur ein sígild.
Í gamla daga deildu pólitískir rithöfundar um eitthvað sem kallað var "vernd minnihlutahópa.
En lýðræði snýst um meira en meirihluta eða minnihluta hópa. Það snýst um rétt sérhvers einstaklings til frelsis og réttlætis: "Rétt sem byggir á Gamla og Nýja testamentinu, sem minna okkur á reisn hvers einstaklings, rétt hans til að velja og skyldu hans til að þjóna."
Þessi réttindi eru gefin af Guði en ekki ríkisgefin.
Þetta eru réttindi sem hafa verið þróuð og viðhaldið í gegnum aldirnar af réttarríki okkar: "Réttarríki sem verndar einstaklinga og minnihlutahópa; réttarríki sem er sement frjálss samfélags."
En það sem ég held að við sjáum núna er öfugur vandi, og við höfum ekki tekist almennilega á við það ennþá vandamálið um vernd meirihlutans.
Vegna þess að það hefur komið upp sú tískuskoðun, sem hentar mörgum sérhagsmunahópum, að það sé óþarfi að sætta sig við úrskurð meirihlutans: "Að minnihlutanum eigi að vera alveg frjálst að leggja í einelti, jafnvel þvinga, til að fá dómnum snúið."
Þessi orð voru sögð 1984 og eiga svo sannarlega við samtímans. Eru ekki fámennir minnihlutahópar vaðandi uppi og heimta sérréttindi? Eiga þeir ekki greiðan aðgang að fjölmiðlum sem virka eins og magnarar á málstað þeirra? Frekja minnihlutans með ósanngjarnar kröfur? Íslensk stjórnvöld eru dauðhrædd við sérhagsmunahópa, sérstaklega ef þeir eru háværir með hjálp fjölmiðla. Þau hlaupa út og suður ef öskrað er nógu hátt.
Ábyrgð fjölmiðla er mikil í svona málum. Þeir gefa frekju sérhagsmunahópanna rödd sem annars myndi ekki vera hlustað á, einmitt vegna ósanngirni krafa þeirra.
____
26. nóvember, 1984, Margaret Thatcher.
The Second Carlton Lecture ("Why democracy will last").
https://www.margaretthatcher.org/document/105799
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2024 | 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn má muna sinn fífil fegurri. Rótleysið, sem lesa má út frá aðgerðum flokksins síðastliðin ár er fyrst og fremst forystu Sjálfstæðisflokksins að kenna. Kjósendurnir hafa ekki yfirgefið hugsjónir flokksins, heldur forystan. Hún hefur fallið frá grunnstefnu sinni algjörlega. Hvernig má það vera og er hægt að rökstyðja þessa fullyrðingu?
Tökum tvö stórmál til efniskoðunnar. Bókun 35, sem er sjálfstæðismál númer eitt, er keyrt í gegn með harðri atfylgi flokksforustunnar. Hitt stóra málið, hælisleitendamálið, er í klessu og forystan segist ekki geta neitt í málaflokknum vegna þess hversu Alþingi er vont. Stefna örflokksins VG er því boðuð með "hertri útlendingastefnu". Er keisarinn ekki annars nakinn? Báðar ástæður eru tilefni í að flokkurinn fari úr ríkisstjórnarsamstarfi og heimti nýjar kosningar. Nei, það á að halda í völdin sama hvað. Á meðan fer fylgið niður í 18%- og mun halda áfram að lækka.
Engar líkur eru á að flokkurinn rétti af kúrsi næstu misseri, þótt Bjarni Benediktsson fari frá völdum ef fylgjarar hans taki við. Það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Bjarni er búinn að smyrja Þórdísi í hásætið sem arftaka sinni. Þær báðar eru fulltrúar frjálslindisarms flokksins og þær bera sömu samábyrgð með Bjarna á stöðu flokksins. Báðar myndu sóma sig vel í VG eða Samfylkingunni miðað við málflutningi þeirra.
Þórdís gerði ein mestu mistök í utanríkismálum síðan lýðveldið var stofnað 1944 með því að slíta stjórnmálasamskiptum við Rússland, nokkuð sem aldrei var gert á tímum kalda stríðsins og þótt margt hafi gengið á (uppreisnin í Ungverjaland 1956 og vorið í Prag 1968, innrásin í Afganistan 1979 o.fl. dæmi).
Ef einhver er að íhuga að stofna hægri flokk í stað Sjálfstæðisflokksins, þá er það óþarfi. Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn hafa tekið við keflinu í málsvörn hins íslenska borgara.
Heimdellingar héldu útför Reykjavíkur um daginn og voru brattir. En þeir hefðu átt að halda útför Sjálfstæðisflokksins um leið.
Á legsteininn má skrifa:
Hér hvílir Sjálfstæðisflokkurinn
Fæddur 29. maí 1929.
Látinn 20. mars 2024.
Hvíl í friði.
Í tilkynningu um útförina má skrifa: Blóma og kransar afþakkaðir í jarðaförinni en aðstandendum er bent á að leita í skjól til annarra borgaraflokka, Flokk fólksins eða Miðflokksins.
Stjórnmál og samfélag | 21.2.2024 | 10:54 (breytt kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar flokkar standa fast við hugsjónir sínar, jafnvel í mótbyr, uppskera þeir eins og þeir sá. Sjá mátti þetta í síðustu Alþingskosningum með glæstum kosningasigri Flokks fólksins en flokkurinn hefur verið staðfastur í baráttu sinni fyrir fátækt fólk, öryrkja og gamalt. Kjósendur vita að hverju þeir ganga. Þetta snýst um trúverðugleika.
Sama má segja um Miðflokkinn sem tók nokkuð mikla pólitíska áhættu með því að vekja athygli á óheftum innflutningi hælisleitenda. Þeir voru hæddir og smáðir, en nú virðast hrekkjusvínin á Alþingi, loks viðurkenna málstað þann hrekkta!
Á Facebook síðu Sigmund Davíðs má lesa eftirfarandi:
Stjórnmál og samfélag | 16.2.2024 | 08:10 (breytt kl. 09:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er óhætt að segja að margt er á seiði í bandarískum stjórnmálum á hverjum tíma. Þetta misseri er undantekningalaust í þeim efnum. Stiklum á nokkrum málum.
Í frétt mbl.is í dag segir að Rússar séu taldi vilja kjarnorkuvopn í geimnum. "Formaður njósnanefndarinnar, Mike Turner, veitti þingmönnum aðgengi að gögnum sem varða alvarlega ógn við bandarískt þjóðaröryggi en frá þessu greindi fréttastofa CNN í dag.... meintar áætlanir Rússa um að koma kjarnavopnum á sporbaug um jörðu." Jón og Gunna sem lesa þetta segja vá er þau lesa fréttina á farsíma sínum og trúa þessu.
En þeir sem vita aðeins meir og fylgjast vel með, vita að Rússar eru ekki einu sinni komnir með þessa tækni en eru líklega að vinna að henni. Hvort þeim tekst það eða ekki, er annað mál. En efasemdamenn eins og bloggritari setur þetta í samhengi við fjárveitinguna til Úkraínu stríðsins sem Öldungadeildardeildin samþykkti en forseti Fulltrúardeildar neitar að taka málið á dagskrá og þar með engin fjárveiting í farveginum. Þarna á að æsa bandaríska borgara til að styðja fjáraustrið í Úkraínustríðið.
Repúblikanar vilja tengja nærri hundrað milljarða dollara lagapakka við nokkur verkefni; til Ísraels á annan tug milljarða, Úkraínu (60 milljarða), í ýmis smá verkefni og rest í aukna fjárveitingu í landamæragæslu. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni vilja hins vegar að landamæri Bandaríkjanna séu sett í forgang og fá að kjósa um hvert mál út af fyrir sig. Málið er í strandi þessa daganna. Mike Johnson forseti Fulltrúardeildarinnar (the speaker) hefur naumt umboð og hann veit að hann verður rekinn eins og fyrrverari hans ef hann stendur ekki í lappirnar.
Svo er það stórmálið með innanríkismálaráðherra Bandaríkjanna (heimavarnarráðherra kalla þeir embættið) Alejandro Mayorkas sem hefur verið ákærður fyrir embættisafglöp í starfi. Þetta er afar sjaldgæft en repúblikanar segja að þetta séu einstakir tímar og neyðarástand ríki á landamærunum. Hann er ákærður fyrir að framfylgja ekki lögum, en það er lögbrot rétt eins og það að fremja afbrot. Sjá fyrri grein bloggritara um málið. En hversu einstakt er málið?
Fulltrúardeildin (the House eða Húsið) hefur oftar en 60 sinnum hafið málsmeðferð fyrir ákæru vegna embættisafglapa. En það hefur aðeins verið lögð fram 21 ákæra. Þar á meðal eru þrír forsetar, einn ráðherra í ríkisstjórninni og einn öldungadeildarþingmaður. Af þeim sem voru ákærðir voru aðeins átta embættismenn fundnir sekir af öldungadeildinni og vikið úr embætti. Eins og staðan er í dag er Mayorkas kominn í málsmeðferð en deildin eða Húsið hóf athugun á að hvort eigi að ákæra Joe Biden fyrir embættisafglöp 12. september 2023. Það mál er í gangi. Það er munur á þessum málum.
Mayorkas er beinlínis ákærður fyrir embættisafglöp en rannsókn á hvort Biden eigi að vera ákærður fyrir embættisafglöp er í gangi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er nokkuð ljóst að dagar Joe Bidens á valdastóli eru taldir. Undanfarnir dagar hafa verið með ólíkindum en rannsókn sérstaks saksóknara Robert Hurs, á meðferð leyniskjala í fórum Joe Bidens, kom með ótrúlega niðurstöðu.
Niðurstaða rannsóknar Hurs er að vissulega hafi Biden brotið af sér (hafði engan rétt sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti að taka með sér leyniskjöl heim eða í Kínahverfi) en niðurstaða sín væri að Biden væri góðviljað gamalmenni með minnisleysi sem kviðdómur ætti erfitt með að dæma. CBS sem er demókrata fjölmiðill segir "Special counsel finds Biden "willfully" disclosed classified documents, but no cirminal charges warrented."
Stjórnmálaskýrendur (líklega ekki þeir sem RÚV notar) segja þetta vera pólitíska aftöku, hann eigi sér ekki viðreisnarvon eftir þetta. Enda segja 86% Bandaríkjamanna að hann sé of gamall til að gegna embættinu. En forvígismenn demókrataflokksins eru þrjóskir og óvíst er því hvort Biden haldi áfram eða ekki. Ef hann þrjóskast áfram, verður reynt að virkja 25. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna sem fjallar um vanhæfi forseta. Sumir segja að andstæðingar Bidens innan demókrataflokksins hafi hleypt varðhunda sína, frjálslindu fjölmiðlanna, á klíkuna í kringum Biden sem raunverulega hefur völdin. Jill Biden er sögð stýra á bakvið tjöldin eiginmanni sínum enda er maðurinn kominn með minnisglöp á háu stigi. Ástand hans á bara eftir að versna og þeir sem eru glöggir sjá mun á Biden frá 2020 og 2024.
Bloggritari hefur lengi spáð að Biden muni ekki vera í framboði í nóvember í ár. En hver tekur við? Kamala Harris er afar óvinsæl og enginn vill hana. Í raun hafi hún verið helsta trygging klíku Bidens í að koma í veg fyrir Repúblikanar lögsæki Biden, því enginn, ekki einu sinni demókratar, vilja hana í starfið.
Michelle Obama hefur verið nefnd og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforínu, sem er nú tæknilega séð gjaldþrota, með 520 milljarða dollara skuldir á bakinu 2023. Michelle segist ekki vilja starfið en er það satt? Hún er sögð eiga mikla möguleika á móti Trump en Newsom litla. Robert Kennedy jr. er enn í framboði en nú sem sjálfstæður frambjóðandi.
Og að lokum, stóra myndin. Miklir flutningar eru innan Bandaríkjanna þessi misseri. Margir flýja bláu ríkin - þar sem demókratar ráða ríkjum, yfir til rauðu ríkjanna - undir stjórn repúblikana. Los Angeles Times greindi frá því að fólk sem fór frá Kaliforníu væri meira en 700.000 fleiri en nýliðar á milli apríl 2020 og júlí 2022. Nettófjöldi brottflutnings í Kaliforníu náði 407.000 sem er met á milli júlí 2021 og júlí 2022 og það þrátt fyrir að ólöglegir innflytjendur streymi inn í ríkið frá latnesku Ameríku. 75 þúsund manns yfirgáfu ríkið 2023 umfram innflutta.
Íbúum New York borgar hefur fækkað um næstum hálfa milljón á árunum 2020 til 2022 - dregist saman um 5% - samkvæmt nýrri skýrslu ríkiseftirlitsmanns New York. New York ríki er eitt af átta ríkjum þar sem fækkaði íbúum árið 2023, samkvæmt upplýsingum frá Census Bureau. Ríkið missti 102.000 manns, mest af öllum ríkjum samkvæmt gögnum.
Hér eru sjö önnur ríki sem urðu fyrir fólkstapi á árið 2023 samkvæmt Census Bureau:
Kalifornía: 75.423.
Illinois: 32.826.
Louisiana: 14.274.
Pennsylvanía: 10.408.
Oregon: 6.021.
Hawaii: 4.261.
Vestur-Virginía: 3.964.
Hvað eiga þessi ríki sameiginlegt? Þau eru öll rekin og stjórnuð af demókrötum. En hvert fer fólkið? Það fer til ríkja sem eru stjórnuð af repúblikönum. Fyrst og fremst til Flórída, Texas og Suður Karólínu.
Hér eru 10 ríkin sem sáu mestu fjölgun fólks frá júlí 2022 til júlí 2023, samkvæmt Census Bureau:
Texas: 473.453.
Flórída: 365.205.
Norður-Karólína: 139.526.
Georgía: 116.077.
Suður-Karólína: 90.600.
Tennessee: 77.513.
Arizona: 65.660.
Virginía: 36.599.
Fólkið flýr fátækt, ofur skatta, eiturlyfjafaraldur, glæpi og verðbólgu. Spurningin er hvort að fólkið taki með sér hugmyndafræði demókrata eða hvort það sé búið að fá nóg og kjósi repúblikana? En nokkuð ljóst er að við þetta breytist valdahlutföllin í Fulltrúadeildinni. Í henni sitja 435 þingmenn, og fer fjöldinn eftir íbúafjölda hvers ríkis.
Eftir manntalið 2020 fengu fimm ríki eitt þingsæti (Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína, Oregon) og Texas fékk tvö sæti. Demókratar dæla inn ólöglega innflytjendur í landið sem þeir telja vera framtíðar kjósendur flokksins en hafa þeir undan fólksflóttanum úr ríkjum demókrata? Næsta taldning er áætluð 2030.
Spennandi tímar eru framundan.
Stjórnmál og samfélag | 15.2.2024 | 08:48 (breytt kl. 17:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Repúblikanar í fulltrúadeild bandaríska þingsins saka heimavarnarráðherra um að taka fjölgun ólöglegra innflytjenda vettlingatökum. Stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í störfum ráðherrans." segir í frétt RÚV.
Hvaðan sækja fréttamenn RÚV sínar upplýsingar? Að stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í starfi? Eru fréttamenn ekki starfi sínu vaxnir? Bloggritari hefur séð hneykslan margra stjórnmálaskýrenda, sem er ansi stór hópur, sem furða sig á stefnu Bidens með Mayorkas í fyrirsvari í hælisleitendamálum sem eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag.
Frá fyrsta degi Joe Bidens í embætti hefur ríkisstjórn hans unnið með afgerandi hætti að halda landamærum Bandaríkjanna opnum. Fyrsta stjórnvaldsákvörðun Bidens var að afnema stefnu Trumps að hælisleitendur eigi að sækja um vernd í fyrsta landi sem þeir fara um, sem er Mexíkó. Í öðru lagi, hætti hann allar framkvæmdir á landamærunum og hætti að reisa landamæraveggi. Nægt fjármagn var til að leggja 200 km í viðbót en Trump lagði um 500 km í valdatíð sinni. Landamærin eru rúmlega 1900 km löng. Umsóknir hælisleitenda í valdatíð Trumps voru í lágmarki og í raun aldrei eins fáar í sögunni.
Sem dæmi um sekt Mayorkas er að starfsmenn hans eru að rífa niður gaddavíra sem stjórnvöld í Texas lögðu (á eigin landi að sögn), sem löngu eru búin að missa þolinmæðina, og stendur Mayorkas í málaferlum við ríkisstjóra Texas um málið. Texas hefur lýst yfir neyðarástandi og kalla allan þennan fjölda innrás. 25 aðrir ríkisstjórar hafa lýst yfir stuðningi við Texas og sent þjóðvarðliða til aðstoðar á landamærunum.
10+ milljónir manna hafa gengið yfir landamæri Bandaríkjanna síðan Biden tók við völdin, án þess að vera meðhöndlaðir af landamæravörðum. Þeim er bara veifað áfram inn í landið. Hlutfallslega er þetta sami fjöldi og sækir um hæli á Íslandi og sama staðan er í báðum ríkjum, innviðirnir ráða ekki við þetta.
Fólkið fer inn í svokallaðar "friðhelgisborgir" og friðhelgisríki" demókrata og sest þar að í forgangi fram yfir fátæka Bandaríkjamanna með húsnæði og fæði (sama og á Íslandi). Fátækt og glæpir eru að sliga allt. Glæpahringirnir mexíkósku græða á tá og fingri stjarnfræðilegar upphæðir.
Þeir græða svo mikið á innflutningi ólöglegra innflytjenda að þeir setja þá í forgang yfir eiturlyfin sem þeir lifa venjulega á en innflutningur þeirra á fentanyl, ættað frá Kína, drepur um 100+ þúsund manns árlega í Bandaríkjum.
Bloggritari hefur fylgst með yfirheyrslum Bandaríkjaþings yfir Mayorkas í þessu þrjú ár sem hann hefur sinnt starfinu og svör hans eru með ólíkindum er hann er spurður um stefnu ríkisstjórnar Bidens. Mayorkas, í nafni ríkisstjórnar Bidens, hefur klárlega brotið gildandi lög um meðhöndlun hælisleitenda. Framkvæmdarvaldið - ríkisstjórn Bidens ber að framfylgja gildandi lög. Sama er upp á teningnum á Íslandi. Farið er í kringum lögin, fólk jafnvel sótt erlendis, sem hefur ekki einu sinni sótt um hæli formlega á landamærum Íslands.
Innan um allan þennan fjölda leynast menn á hryðjuverkalista og skipta þeir hundruðum sem bandarísk yfirvöld hafa handsamað (og sleppt?) fyrir utan allan þann fjölda sem landamæraverðir ná ekki í. Sá fjöldi er óþekktur. Er ekki furða að málaflokkurinn er stjórnlaus? Það er einstakt að æðsti embættismaður Bandaríkjastjórnar sé sóttur fyrir embættisafglöp í starfi (nánast aldrei gert) og sýnir alvarleikann í málinu.
Að lokum vaknar sú spurning hvort að blaðamenn/fréttamenn sem veljast til starfa á íslenskum fjölmiðlum séu starfi sínu vaxnir og hafi réttan bakgrunn og menntun í starfið? Af hverju er ekki valinn sérfræðingur í bandarískum málefnum til starfa? Bloggritari fylgist náið með bandarískum stjórnmálum og getur fullyrt að það er fullt starf að gera það. En það er líka árangursríkt, því þarna gerast hlutirnir í heimsmálunum.
Hér er frétt RÚV: Fulltrúadeildin samþykkir kæru á hendur heimavarnarráðherra
Og hér ein af yfirheyrslum heimavarnarnefndar fulltrúardeildarinnar yfir honum og sjá má hversu vanhæfur maðurinn er til starfa (afneitun veruleikans):
Stjórnmál og samfélag | 14.2.2024 | 08:39 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vestmannaeyjar
Danakonungur stýrði Ísland sem hjálenda, þar á meðal Vestmannaeyjar, í nokkrar aldir. Danmörk og Noregur voru í ríkissambandi frá 1380 til 1814 og á þessum tíma var Ísland undir dansk-norskri stjórn. Eftir lok Napóleonsstyrjaldanna var Noregur framseldur til Svíþjóðar árið 1814 og Danir héldu Íslandi. Nokkur styrr stóð um stöðu Íslands um miðja 19. öld, þegar danska ríkið var endurskipulagt og Danakonungur missti völd sín (einveldið á enda). Jón Sigurðsson sagði að Íslendingar hefðu gert persónu samning við Noregskonungs um 1262 um yfirráð hans á Íslandi, ekki að Íslandi hefði verið innlimað í Noreg eða Danmörku síðar. Sjá Gamla sáttmálann. Danir réðu því litlu um Íslandsmál sagði Jón og Íslendingar almennt.
Stjórnskipunarleg staða Íslands breyttist ekki þegar Kalmarsambandið var komið á og Norðurlönd sameinuðust í eitt ríki. Samband og samskipti Íslands við aðrar Norðurlandaþjóðir á 15. öld og fram um miðja 16. öld stóð á bláþræði þegar Danakonungur náði raunverulegri fótfestu á Íslandi. Danakonungur eignaðist Vestmannaeyjar á 15. öld. Þær voru í gegnum aldir taldar einkaeign hans (ekki danska konungsríkið) og hann talaði með væntumþykju um "min Vestmanöerne". Þær voru drjúgar að afla fé í rekstur hirðar hans. En hann átti í mestu erfiðleikum með að halda eyjunum því að Englendingar tóku eyjarnar með valdi og það þurfti vald til að endurheimta þær. Þeir meira segja reistu virki, sem þeir kölluðu the Castle eða bara kastalinn, til að tryggja með valdi rétt sinn. En Eyjarnar voru komnar örugglega í hendur Danakonungs með einokunarverslunina 1602.
En hvenær þær fóru formlega úr eigu hans, veit ég ekki. Kannski aldrei? Sjá forsöguna hér rakta að neðan. Hann á því kröfur í búið ef hann nennir að sækja málið.
Árið 1918 gekk Ísland í persónusamband við Dani með sambandslögunum sem viðurkenndu Ísland sem fullvalda ríki í bandalagi við dönsku krúnuna. Þetta fyrirkomulag hélst þar til Ísland varð að fullu sjálfstætt lýðveldi 17. júní 1944 og sleit því sambandi við dönsku krúnuna.
En málið er flóknara en þetta. Hálendi Íslands var einskins manna land í gegnum aldir, var í raun almenningur fram á 20. öld. Bændur áttu afrétti, en það er ekki bundið eignarrétti, heldur afnotarétti. En vegna þess að réttur er orðinn aldargamall, er hann nánast ígildi eignarrétti.
Íslenska ríkið stóð í styr alla 20. öldin við útlendinga að ná yfirráðum yfir hafsvæðinu í kringum Ísland og hafði fullan sigur 1976. Svo varð hlé en um aldarmótin en þá fóru stjórnvöld að huga að að ná yfirráðum - setja formlega undir ríkiseign - hálendi Íslands. Almenninginn mikla. Og ríkið hefur sölsað undir sig með góðu eða illu (með fullþingi dómstóla) nánast allt hálendið. Óbyggðasnefndin hefur mikil völd á því sviði. Bloggritari veit ekki stöðuna á því máli, hvort ríkið er búið að eignast allt hálendið eða ekki. Virðist ekki hafa náð tangarhaldi á Austurlandi öllu.
Nú virðist vera kominn tími á Vestmannaeyjar (eyjar og útsker) og nú vill ríkið sölsa undir sig landsvæði á fyrrum einkaeign Danakonungs - Vestmannaeyjar. En hver á hvað? Er íslenska ríkið, lýðveldið Ísland stofnað 1944, arftaki Danakonungs? Eða hefur eignarhald á ýmsum hlutum Vestmannaeyjar verið í einkaeigu eða í eigu sveitarfélagsins Vestmannaeyjarbæ? En líklega getur ríkið eignað sér hraunið sem rann úr Helgafelli (sanna má að enginn áttti áður) eða Surtsey sem reis úr hafi í landhelgi íslenska ríkisins.
Vill Vestmannaeyjar og Heimaey að hluta
Ríkið kallar allan almenning þjóðlendur (almenningur er land sem enginn á). Þjóðlenda er bara ríkiseign, rétt eins og ríkisjarðir - bújarðir sem ríkið hefur eignast í gegnum tíðina. Ríkið verður að sanna að það eigi kröfurétt í landið. Grípum niður í frétt Morgunblaðsins:
"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist eyjar og sker og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.
Á meðal krafna ríkisins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagosinu árið 1973. Þar að auki er til dæmis gerð krafa um að Stórhöfði, Skansi og aðrir hlutar Heimaey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vestmannaeyjum, eins og til dæmis Elliðaey, Bjarnarey og Surtsey.
Þetta kemur fram í tilkynningu óbyggðanefndar."
En hvernig getur ríkið sannað eignarrétt sinn?
Í kröfugerð fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins er svæði 12 skipt í átta hluta. Í meinin atriðum er beitt útilokunaraðferð, þ.e. lýst kröfum sem taka til allra eyja, skerja og annarra landfræðilegra eininga utan meginlandsins en innan landhelginnar sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru, að undaskildum tilteknum eyjum eða hlutum þeirra, segir í tilkynningunni.
Aðferðafræðin er ekki merkilegri en það að útilokunaraðferð er beitt og krafa gerð til lands (sem kannski enginn pappír er til fyrir) að það sé sjálfkrafa eign ríkisins! Þvílík ósvífni í íslenska ríkinu!
Yfirlit yfir eignarhald á Vestmannaeyjum:
1) Í eigu einstakra manna eða ætta fram um miðbik 12. aldar.
2) Magnús Einarsson Skálholtsbiskup 11341148 keypti nær allar Vestmannaeyjar undir stólinn smám saman, að því er ætlað er, og hugði biskup að setja þar upp klaustur. Góð búbót fyrir Skálholtsbiskupsstól.
3) Eignarumráðum Skálholtskirkju yfir Vestmannaeyjum lauk með því að þær urðu konungseign. Óljóst er sumt um þetta en líklega komust þær í konungseign á öndverðri 15. öld með makaskiptum eða kaupum. Eignayfirfærslan á jarðagóssi eyjanna til konungs hafi átt sér stað um leið og konungi voru afhentar eignir Árna Skálholtsbiskups Ólafssonar, vegna skulda, líklega um 1419 er hann var á leiðinni til Noregs. í kærumálum Hannesar hirðstjóra Pálssonar, sem miðuð eru við árin 14201425, er hann flutti fyrir ríkisráðinu í Englandi vegna Danakonungs út af yfirgangi og ásælni enskra kaupsýslu- og útgerðarmanna í Vestmannaeyjum...Í upphafsorðum þessara kærumála segir: Westmannö pertinet ad regem norvegie specialiter omni jure ita quod non habet ibi aliquis nisi solus rex norvegie. Hér segir beinum orðum, að enginn eigi neitt tilkall til eyjanna eða nokkurs þar nema konungur einn.
4) Konungur hefir snemma selt Vestmannaeyjar á leigu með árlegum landskyldum og tollum sem lén.
5) Í konungsbréfum og tilkynningum frá fyrri tímum er svo að sjá sem Vestmannaeyjar hafi verið skoðaðar á stjórnarfarslegan mælikvarða sem annað en sjálft Ísland. Í Voru ríki Íslandi og í Vestmannaeyjum, Wort og Norges Kronenns land Wespenö hoes Wort land Island liggendis, sbr. konungsbréf um leigu á Vestmannaeyjum um miðja 16. öld Alt Wort land Ísland og Vestmannaeyjar. Mætti að vísu segja um þennan sérstaka landshluta, Vestmannaeyjar, er voru persónuleg eign konungs, að þær væru í fyllsta máta heimalenda konungs. Lutu og eyjarnar ýmsum öðrum boðum og lagafyrirmælum en aðrir landshlutar lengi.
6) Verzlun landsins var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, sbr. konungsbréf 18. ágúst 1786 og auglýsingu sama dag um skilyrði fyrir hinni frjálsu verzlun. Í nefndri auglýsingu 18. ágúst voru og ákvæði um, að sex tilgreindir verzlunarstaðir hér á landi skyldu öðlast kaupstaðarréttindi. Meðal þessara sex helztu verzlunarstaða voru og Vestmannaeyjar. Undir Vestmannaeyjakaupstað voru lögð þessi héruð, sbr. tilskipun um fríheit kaupstaðanna 17. nóv. 1786. Segir í Sögu Vestmannaeyja, II. Bindi, sjá slóð hér að neðan. Þar með er Vestmannaeyjarbær (-kauptún) orðinn að lögaðila og afhent af hendi Danakonungs í hendur sveitarfélagsins Vestmannaeyjar!!!
Heimild: Saga Vestmannaeyja II./ I. Vestmannaeyjar verða konungseign.
https://heimaslod.is/index.php/Saga_Vestmannaeyja_II./_I._Vestmannaeyjar_ver%C3%B0a_konungseign
Lokaorð
Ríkið, það er ég sagði Lúðvík 14. Frakkakonungur. Það á kannski við um einveldiskonunga en ekki í dag. En ríkið er ekki ég eða þú. Íslendingar eru ekki þegnar íslenska ríkisins, heldur frjálsir borgarar. Og heldur ekki sveitarfélög landsins. Þau eru ekki ríkið.
Ríkið er lögaðili, rétt eins og sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Það getur því unnið á móti hagsmunum mínum eða þínum. Ríkið er hættulegur og erfiður andstæðingur. Það hefur allt það fjármagn sem það þarf til að reka svona mál sem kosta mikið fé að reka. Þetta er því ósanngjörn barátta en sveitarfélög ættu þó að geta staðið betur í ístaðið en einstaklingar með sitt fjármagn.
Nota bene, þessi þjóðlendisstefna hefur verið í gangi í áratugi og því ekki handverk eins eða neins flokks.
Stjórnmál og samfélag | 13.2.2024 | 12:16 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver ríkisstjórnin á fætur annarri segjast óttast stríð og sumir hershöfðingjar lýsa yfir sömu áhyggjum. Ríki Evrópu er því flestöll að auka framlög til varnarmála en áður hæddu þau Trump er hann neitaði að verja þau ef þau öll hækkuðu ekki framlög sín í 2% af þjóðarframleiðslu. Hafði hann ekki rétt fyrir sér á endanum?
En hætttan kann að koma annars staðar frá en menn ætla. Heimurinn er orðinn svo samtvinnaður að stríð í Suður-Ameríku eða Asíu getur auðveldlega orðið að heimsbáli. Í raun má segja að fyrsta raunverulega heimsstríðið hafi hafist 1941 (frá 1939-41 voru þetta staðbundin átök) en þegar Bandaríkin drógust inn í átökin með stríði við Japan og Þjóðverjar gerðu innrás í Sovétríkin breyttist allt.
Rauð aðvörunnarljós blikka víða. Í Miðausturlöndum, í Kínahafi og Austur-Evrópu. Reyndar blikka fleiri ljós, en ætla má að séu staðbundin stríð í Afríku og annars staðar.
Svo er það að það eru kannski meiri líkur á borgarastyrjöldum í Evrópu en innrás Rússa. Vestræn ríki eru orðin ósamstæð að mörgu leyti. Mismunandi trú, menningarheimar og fólk og jafnvel tungumál kann ekki góðri lukku að stýra til langframa. Auðvitað lifa allir í "sátt og samlyndi" er vel gengur en um leið og fólk þarf virkilega að berjast fyrir matnum og lífi sínu, þá er það fyrsta sem hverfur er mannúðin og samhugurinn. Allir hugsa fyrst og fremst um sig og sína. Hungraður maður lætur sér í léttu rúmi liggja mannréttindi er hann sveltur.
Það eru meira segja mörg dæmi um slík ástand í Íslands sögu. T.d. á kreppuárunum á fjórða áratugnum, þegar sumir sultu á meðan aðrir höfðu það fínt. Fátæka fólkið bjó í skúrum (t.d. í hverfinu sem bloggritari ólst upp) eða niðurníddum bröggum. Samhugurinn var ekki meiri en það. Íslendingar hafa alla tíð þurft að treysta á sjálfa sig og litla hjálp fengu Íslendingar frá danskri slekt á sínum tíma. Misskiptingin er rauður þráður í sögu Íslands, ekki jafnrétti og deiling gæða milli manna.
Ísland sjálft og hafið í kring er matarkista. Ekki ætti að væsa um Íslendinga í stórstyrjöld ef stríðsaðilar eyðileggja ekki andrúmsloftið með kjarnorkusprengjum. Íslendingar ættu að huga að birðageymslum fyrir matvæli og sérstaklega að koma sér upp korngeymslur eins og talað hefur verið fyrir. Rækta korn sjálfir og eiginlega allt sem við neytum í dag. Það er ekki lengra en svo að margir þéttbýlisbúar, afar og ömmur okkar, framleiddur sjálfir matvæli með matjurtarækt í bakgarðinum eða í sérstökum kartöflugörðum. Þetta var algengt hjá stríð- og kreppukynslóðunum sem núna eru að hverfa yfir móðuna miklu.
Stjórnmál og samfélag | 9.2.2024 | 09:08 (breytt kl. 09:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástandið er orðið þannig að við Íslendingar eigum í fullt í fangi með að sinna og hlúa að öllu sem viðkemur íslensku þjóðfélagi. Eldgos, covid faraldur, hömlulaus innflutningur hælisleitenda, skortur á elliheimilum, sprungnir innviðir, allt þetta er reynir til ýtrasta þolþan íslenskt samfélags.
Við getum ekki sinnt Grindvíkingum, ekki fátækum, ekki húsnæðislausum, ekki öryrkjum, ekki sjúkum, ekki öldruðum, ekki börnunum (skólakerfisvandi), fólk með fíkniefnavanda, ekki landsbyggðinni með sómasamlegum samgöngum og lengi má telja áfram.
Við eigum ekki að taka inn á okkur átök og vandamál annarra sem okkur kemur ekkert við. Ef við erum aflögufær, eigum við að senda pening og hjálpargögn til annarra í heiminum sem eru í neyð. Skylda stjórnmálamanna er fyrst og fremst við íslenska skattgreiðendur, við þurfum að vinna fyrir þessu samfélagi og við viljum að fé okkar sé vel varið og fari í börnin okkar og aldraða foreldra.
Stjórnmál og samfélag | 8.2.2024 | 13:17 (breytt kl. 13:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Segir tíma til kominn að ræða varnarmál Íslands segir í grein á DV. Já heldur betur. Íslendingar lifa ekki í loftbólu þó að þeir haldi það og öll meiriháttar stríð í dag hafa bein áhrif á landið. Bloggritari skrifaði fyrstu grein sína um varnarmál árið 2005 og hefur allar götur síðan brýnt fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna nauðsyn þess að koma upp trúverðar varnir fyrir Ísland.
Í greininni segir að "Bryndís Bjarnadóttir, formaður félags ungs fólks um varnarmál, segir nauðsynlegt að fram fari aukin umræða um varnar- og öryggismál hér á landi. Þetta er umfjöllunarefni hennar í aðsendri grein á Vísi. Greinin kemur í kjölfar þeirra orða þingmanns Sjálfstæðisflokkins að kanna ætti af fullri alvöru þátttöku Íslands í sameiginlegum her norðurlandanna."
Þetta er gott og blessað en röng ályktun. Í viðtalinu segir Bryndís Haraldsdóttir að vert sé að skoða möguleika á að koma upp norrænum her og að Ísland taki þátt í honum. Hvernig þá?
Ber ekki að reisa garðinn við þar sem hann er lægstur? Hann er örugglega lægstur á Íslandi. Það er meiri raunsæi í skrifum Baldurs Þórhallssonar í grein sem heitir "Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn". Þar talar hann um varanlegar loftvarnir og viðveru flugsveita en ekki hverjar þjóðar mannar hana. Hver segir ekki að Íslendingar geti ekki mannað slíka sveit? Það er innan við 200 manns sem er í kringum slíka flugsveit, þær flugsveitir sem hingað hafa komið hingað til.
Þótt lofsvert er að Bryndís sé að tengja saman hugmynd um myndun varnarbandalags Norðurlanda við þátttöku Íslands, þá mætti minna hana á dóm sögunnar en svipaðar hugmyndir voru uppi eftir seinni heimsstyrjöld en féllu niður vegna þess að NATÓ var stofnað. Þetta þóttu ekki raunhæfar hugmyndir. Varnarstarf Norðurlanda getur þó samtvinnast meira en áður, nú þegar Svíþjóð og Finnland eru komin í NATÓ.
Íslendingar hjálpa á engan hátt norrænum her með því að senda "kjaftatíkur" á fundi Norðurlandaráðs til að ræða taktík eða stratigíu! Best væri að taka til heima og hætta að vera veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það gerum við með að stofna íslenskan her, öryggissveitir eða heimavarnarlið, hvað svo sem menn vilja kalla slíkt varnarlið. Blokkritari hefur bent á hugtak sem áður hefur verið notað, en það er Varnarliðið en nú skipað Íslendingum í stað ameríska dáta sem gott heiti.
Það er stórt skref að stofna íslenskan her, en það þarf ekki að vera eins kosnaðarsamt og menn halda. Við Íslendingar höfum mesta hernaðarveldi heims að baki okkar, Bandaríkin, sem geta útvegað okkur vopn, og NATÓ rekur þegar mörg hernaðarmannvirki á Íslandi. Má þar minna á ratsjárstöðvarnar fjóru, mannvirki í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli en þar er herstöð sem er starfrækt árið um kring (já það er satt), þótt ekki fari það hátt í íslenskum fjölmiðlum. Það er bara verið að pukrast með hlutina í stað þess að tala um málin hreinskilningslega.
Og það er hægt að innlima Landhelgisgæsluna inn í slíkt herafla, hún er þegar með mikla þekkingu á varnarmálum (skv. lögum hefur hún umsjón með varnarmál Íslands) og sprengjusveit hennar er þekkt víða um heim fyrir fagmennsku. Bloggritari hefur áður margoft rætt um breytt hlutverk LHG, það er hún er landhelgisgæsla á friðartímum en breytist í sjóher á ófriðartímum sem hún gerir hvort sem er næst er stríð ber að garði.
Munum að við þurfum ekki stórher, aðeins smáher að stærð á við (bardaga) fylki (e. (battle) Battalion) með 600-1000 manna liði. Bandaríkjaher var ekki með nema 1200 manns að meðaltali á Íslandi á sínum tíma og 650 starfsmenn í þjónustuhlutverki. Slíkt lið getur komið að notum þegar náttúru vá ber að garði og komið í stað eða hjálpar björgunarsveitum landsins. Hvar værum við ef þær væru ekki til og sjálfboðaliðastarf þeirra?
En það verður að gera þetta faglega með fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands heitinni. Byrja á byrjunni. Hafa á að skipa íslenska herfræðinga sem meta þörfina út frá íslenskum hagsmunum, ekki út frá vörnum Bandaríkjanna eins og nú er gert. Það skiptir gríðarlega miklu máli að herforingjar, eins og stríðssagan hefur kennt okkur, þekki vel "vígvöllinn" og hvernig ber að haga vörn og sókn. Bandarískir herforingjar koma og fara, allir jafn ókunnugir íslenskum aðstæðum.
Niðurstaðan
Ályktun bloggritara af samfélagsrýni sinni síðastliðna áratugi er að það er ákveðin ákvörðunafælni, sem jaðrar við minnimáttar kennd, um mörg málefni. Svo sem að aldrei er hægt að taka á verðtryggingunni; kvótakerfinu; fákeppninni; ákvarðanir í utanríkismálum (alltaf elt aðrar þjóðir í ákvörðunartökum); í varnarmálum; hvernig stjórnskipan landsins á að vera (hvað er nýja stjórnarskráin búin að velkjast um í kerfinu lengi? Síðan lýðveldisstofnun!) og svo framvegis. Það er bara talað en minna gert.
Í sambandi við varnarmál, þá er það tilfellið að frekar fáir hafa áhuga á þessum málaflokki sem virðist vera lúxus vandi í hugum Íslendinga. Af því að Íslendingar þurfa ekki að hugsa um vandamálið, er málaflokkurinn hunsaður af stjórnmálaelítunni. Ábyrðinni er varpað á erlent hernaðarveldi sem er reyndar vinveitt en slíkt stendst ekki til langframa. Sagan nefnilega er breytingum sí orpin.
Þriðja heimsstyrjöldin er e.t.v. handan við hornið en menn tala fullum fetum erlendis um hættuna. Allar vestræna þjóðir eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð. Það þarf ekki endilega að gerast í Evrópu og gegn Rússlandi, heldur getur styrjöld hafist í Miðausturlöndum eða vegna Taívan eða ....?
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2024 | 08:40 (breytt kl. 09:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020