Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Margaret Thatcher um málfrelsið...og aðeins um umræðuna á Íslandi

Það er nú svo að málfrelsið þarf stöðugt að verja fyrir þá sem aðhyllast harðstjórn en líka gagnvart "góða fólkinu" sem er svo dyggðugt, að aðeins þeirra skoðanir eru réttar.  Málfrelsið í augum þess á að iðka, svo lengi sem það rímar við þeirra skoðanir en vei aðrar skoðanir.

RÚV var með grein á vef sínum, sem ber heitið "Óþjóðalýður, frekjur, hyski og afætur" og skammaði kynþáttahataranna á samfélagsmiðlunum fyrir skoðun þeirra undir flokknum jafnrétti. Er ríkismiðillinn, sem er á jötu skattborgaranna, um þess beðið, að geta lexía okkur almúgann um rétt siðferði, orðfæri og framkomu? 

Það er rétt að kommentera eða athugasemdakerfi samfélagsmiðla er ansi sóðalegt, margir illa skrifandi og uppfullir af fordómum. Þessi skrif og skoðanir fólks dæma sig sjálf eða á að stofna hatursglæpa rannsóknadeild lögreglunnar sem gerir ekkert annað en að finna "skoðanaglæpi" eða "hugsunarglæpi" í anda útópíunnar 1984?  Eru við þá ekki komin ansi nærri siðgæðislögreglu Sádi Arabíu (og Afganistan) sem gengur um götur og sér til þess að kvenfólkið sé almennilega hulið?

Eru ekki til dómsstólar sem hægt er draga fólk fyrir ærumeiðingar? Er það ekki nóg? Þarf ríkisvaldið að hafa sér löggæslufólk sem eltist við "rangar" skoðanir? Ekki var fólkið sem fór á námskeið um hatursglæpi til Pólands, hótinu betra en aðrir borgarar. Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum segir testamentið.

En hér er ætlunin að fara í ummæli Margaret Thatcher um málfrelsið. Líkt og nánast alltaf, hittir hún satt á munn. Látum hana hafa orðið:

"Umræðufrelsi er eitthvað meira en bara málfrelsi. Umræða krefst vilja til að hlusta jafn mikið og getu til að rökræða. Í gegnum umræðu bæði kennum við og lærum - og því víðar sem umræðan nær því meiri líkur eru á því að við fjöllum um og aukum mannlegan skilningi.

Umræðufrelsi getur verið ógnað á ýmsa vegu. Augljóslegast getur það verið vísvitandi bælt, letjað eða refsað af yfirvöldum.

Það gæti líka minnkað þar sem einstaklingar eru hræddir frá trú sinni vegna þessa fíngerða og spillandi þrýstings sem Alexander Solzhenitsyn lýsti svo vel sem "ritskoðun tískunnar".

Eða það getur einfaldlega visnað - svipt ljósi og lífi vegna sameiginlegrar löngunar til að sækjast eftir svokallaða "samstöðu" á hvaða verði sem er, jafnvel prinsippverði. John Stuart Mill skrifaði í frægri ritgerð sinni 'On Liberty':

"...ef allt mannkyn að frádregnum einni manneskju væri á sömu skoðun, og aðeins ein manneskja á gagnstæðri skoðun, væri mannkyninu ekki réttlætanlegra að þagga niður í þeirri manneskju, heldur en það, ef hann hefði vald, væri réttlætanlegt að þagga niður í mannkyninu.

Það er líka efnislegt tap þegar sljó einsleitni, af því tagi sem sósíalismi eins og aðrar alræðishvatir, kemur í stað einstaklingshyggju og fjölbreytileika. Ef litið á sérstaka sögu okkar, sýnir það þetta.

Vesturlönd náðu efnahagslegum yfirburðum sínum og njóta nú hárra lífskjara vegna þess að það hefur verið framtaks- og samkeppnisandi til að leysa tæknileg vandamál og síðan að beita lausnunum að verklegum þörfum manna. Það er vissulega það sem aðgreinir nútíma evrópska siðmenningu okkar frá fyrri tímum. Kínverjar uppgötvuðu seguláttavitann - en það var enginn efnahagslegur hvati fyrir þá til að sigla um heiminn.

Ég tel að Tíbetar hafi uppgötvað hreyfingu hverfla: en þeir létu sér nægja að nota þá til að snúa bænahjólunum sínum.

Býsansmenn uppgötvuðu klukkuverk - og þeir notuðu það til að svífa keisarann um loftið til að heilla sendiherra villimanna Evrópu. En við þurfum ekki að teygja okkur svo langt aftur í fortíðina til að sýna fram á hvernig frjáls umræða og efnahagslegar framfarir eru sterk, ef ekki lúmsk, tengd saman.

Líttu bara í kringum þig á efnahagslegum mistökum kommúnista stjórnarhagkerfisins. Alræðisríki gæti tekist - eins og árangur Rauða her Stalíns á fjórða áratugnum sýndi - að beita valdi og skelfingu til að framleiða gríðarlegt magn af vopnum; en þróun og beiting tækni krefst rökræðna, rökstuddra umræðu og tilrauna - hugarfar sem aldrei sættir sig við takmörk núverandi þekkingar.

Þess vegna gátu Sovétríkin ekki jafnast á við tæknina á bak við SDI áætlun Bandaríkjanna: hún er tengslin milli siðferðislegs og hernaðarlegs bilunar kommúnismans. En umræðufrelsi hefur beinari og jafnhagstæðari notkun á stjórnmálum.

Þegar fólk er fært um að rökræða opinberlega um mistök pólitískrar stjórnar, öðlast það fljótt hugrekki og sjálfstraust til að endurbæta hana."
____
1991 3. október, Margaret Thatcher.
Ræða við Jagiellonian háskólann í Krakow.
https://www.margaretthatcher.org/document/108284


Viðsjárverðir tímar - Meta þörfina á endurskoðun varnarmála segir utanríkisráðherra

Í frétt DV í gær segir að það hafi ekki munað miklu að kjarnorkuvopnum hafi verið beitt sumarið  2022 að sögn fréttamannsins Jim Sciutto, sem starfar hjá CNN. Bandaríkin voru að sögn undirbúin undir það sem þykir „óhugsandi“ að gerist En sumarið 2022 gekk illa á vígvellinum fyrir rússneska herinn.  Illt ef satt er. Í raun erum við alltaf einu handtaki frá kjarnorkustyrjöld, dæmin úr kalda stríðinu, segja frá mörgum mistökum sem hefðu getað leitt til kjarnorkustyrjaldar.

Í frétt mbl.is þann 22.2.2024 "...segir Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir vinnu í gangi í ráðuneyt­inu við að skoða sér­stak­lega þörf fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­um. Þá seg­ist Bjarni styðja inn­göngu Úkraínu í NATO og að hann hafi verið skýr um það á fund­um sem hann hafi sótt." Sjá slóð: Meta þörfina á endurskoðun varnarmála

Þetta er skrýtin niðurstaða utanríkisráðherra en bloggritari veit ekki betur en að Úkraínustríðið hafi einmitt brotist út vegna þess að Úkraína ætlaði að ganga í NATÓ og það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn hjá Rússum (og hik og fum hjá Biden stjórninni).  Rússar sögðust ekki vera á móti inngöngu Úkraínu í ESB en setti skýr mörk við inngöngu landsins í NATÓ.

Veit ekki í hvaða veruleika Bjarni lifir í en raunveruleikinn mun skera úr þessu en það virðist stefna í að Rússa vinni á vígvellinum, haldi því sem þeir vilja halda og setji skilyrði að Úkraína gangi aldrei í NATÓ. Orðin ein munu ekki breyta neinu um niðurstöðuna.

Í sömu blaðagrein mbl.is "...vísaði Bjarni einnig til þess að ný­lega hafi Alþingi tekið til end­ur­skoðunar þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands án þess að hún hafi verið mikið rædd. Hann hefði hins veg­ar sett í gang vinnu við að end­ur­skoðun á varn­ar­mál­um í ráðuneyt­inu. „En ég er með í mínu ráðuneyti vinnu við að skoða sér­stak­lega þörf­ina fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­un­um.“

Hér fer heldur ekki saman hljóð og mynd. Íslensk stjórnvöld eru heldur ekki með meina alvöru stefnu í eigin varnarmálum.  Þau geta ekki einu sinni rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega og er hún fyrst og fremst löggæslustofnun en hefur varnarmálin á sinni könnu.  Nú rekur hún tvo báta og tvö varðskip, annað byggt sem dráttarskip. Einnig rekur Landhelgisgæslan þrjár þyrlur og eina eftirlitsflugvél sem átti að selja um daginn vegna fjárskorts en hætt við vegna mótmæla almennings. Í áraraðir, jafnvel áratugi, hefur Landhelgisgæslan glímt við fjárskort vegna þess að naumt er skammtað. En alltaf eru til peningar í gæluverkefni stjórnvalda.

En það er gott mál að utanríkisráðherra er að láta utanríkisráðuneytið skoða varnarstefnuna upp á nýtt.

Hér er nýjasta þingsályktun Alþingis frá 28. febrúar 2023 um þjóðaröryggi: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

Hún er ekki slæm, jafnvel á köflum góð, en hér kveður ekki við nýjan tón. Sama mandran er kyrjuð, um áframhaldandi veru í NATÓ og viðhald varnarsamningsins við Bandaríkin, bæði góð mál en ekkert nýtt. Ekkert um að Ísland taki sjálft að mestu ábyrgð á eigin vörnum, hafi viðeigandi stofnun (Varnarmálastofnun Íslands) og sérfræðiþekkingu til að taka upplýsta ákvörðun um varnir Íslands. Á meðan svo er, er lítið mark takandi á ákvarðanir Þjóðaröryggisráð Íslands. Hvar fær það t.d. herfræðilegar upplýsingar um varnir Íslands? Frá Bandaríkjum?

Hér er spurning sem hægt er að beina til utanríkisráðherra um hversu mikið af vergri þjóðarframleiðslu Íslendingar verji til varnarmála? Hvað leggja Íslendingar mikið fjármagn fram í sameiginlega sjóði NATÓ og hversu mikið leggur bandalagið til varna Íslands?  Árið 2014 ákváðu aðildarþjóðir NATÓ að hvert ríki verji sem svarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál og markmiðinu yrði náð 2024.  Hvenær nær Ísland þessu markmiði eða stefnir ríkisstjórnin að ná þessu markmiði yfirhöfuð?

Til ábendingar má benda á að í fjárlögum hvers ár, er sundurliðun fjármagns sem fer í varnarmál lítil og erfitt er að fá heildarsýn á málaflokkinn. Bloggritari hefur átt í erfiðileikum með að átta sig á debit og kredit hlið málsins.


Vísiorð Margaret Thatcher í morgunsárið

"Ekki gleyma því að ég setti fram meginreglur okkar áður en við komum til valda svo að fólk vissi nákvæmlega fyrir hvað við stóðum. Ég skal aðeins reyna að draga þær saman í stuttu máli.

Það er heilagleiki einstaklingsins og ábyrgð hans á lotningu hæfileika hans og hæfileika: Trúin á að frelsi sé siðferðilegur eiginleiki byggður á Gamla og Nýja testamentinu.

En frelsi getur aðeins verið til í siðmenntuðu samfélagi með réttarríki – og með rétt til einkaeignar.

Ef allt tilheyrir ríkinu hefur þú sem einstaklingur ekki frelsi til að standa upp gegn ríkinu."
____
1992 27. apríl mán., Margaret Thatcher.
Grein fyrir Newsweek ("Ekki afturkalla vinnu mína").


https://www.margaretthatcher.org/document/111359

 


"Staða sambandsins" ræða Joe Bidens og skoðanakannanir

Bæði fjölmiðlar og þingmenn Bandaríkjaþings biðu spenntir eftir ræðu Joe Bidens í gær. Spurningin var hvort hinn aldni forseti gæti staðið uppréttur í klst, seint að kvöldi, og flutt ræðu sína frá textavél án multur eða japl og fuður.

Forseti Bandaríkjanna flytur árlega ræðu sem kallast á ensku "state of the Union" og er nokkuð konar formleg skýrsla Bandaríkjaforseta fyrir þingheim. Við Íslendingar höfum svipað fyrirkomuleg, þegar forseti Íslands ávarpar þingheim.

Bandaríkjaforsetinn á með ræðunni að sameina Bandaríkjamenn með ræðu sinni en hátt í fimmtíu milljónir manna fylgjast með í beinni. Ræður forseta er misjafnar, sumar pólitískar en aðrar hlutlausari og reyna forsetarnir þá að höfða til flestra, líka andstæðinga. Venjulega fær forsetinn standandi lófaklapp frá samflokksmönnum sínum en einstaka sinnum púun frá andstæðingum. Frægt var þegar forseti Fulltrúadeildarinnar (speaker) Nancy Pelosi, reif ávarp Donalds Trumps í beinni er hann hafði lokið ræðu sinni. Annan eins dónaskap höfðu menn aldrei séð áður. Í gær fékk Biden lófaklapp samflokksmanna sinna en púun frá andstæðingum sínum.

Joe Biden tókst að klára ræðu sína án mikilla vandkvæða, smá hnökrar hér og þar en annars var ræða hans í lagi. Ef kíkt er á dagskrá hans um daginn, gerði hann ekki neitt nema að æfa sig undir ræðuna. Hann hefur sjálfsagt fengið örvunarefni til að vera líflegri en hann er annars í ræðuhöldum sínum, sem eru jafn sjaldgæfar og hvítir hrafnar. Ræða hans var mjög pólitísk í gær, var með pólitískt skítkast, og lítið minnti á að hann væri leiðtoginn sem átti að sætta alla Bandaríkjamenn með stjórnunarstíl sínum. Ef eitthvað er, eru Bandaríkjamenn enn meira sundurlyndari en undir stjórn Trumps.

Góðu fréttirnar með ágætri ræðu Bidens, er að nú hefur hann þaggað tímabundið í þeim sem segja að hann sé algjörlega óhæfur forseti og of gamall til að gegna embættinu. Hann verður áfram andstæðingur Trumps í forsetaframboði sem eru góðar fréttir fyrir Trump, því að sá síðarnefndi skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en öldungurinn Biden.

En það er ekki nóg að setja standarann eitt við að forsetinn geti flutt eina ræðu í klst skammlaust og án japl og fuður, hann verður að hafa flotta ferilskrá.  Hún er ekki glæsileg hjá Biden, verðbólga, orkuskortur, ósigur í Afganistan og flopp almennt í utanríkismálum, fátækt og glæpir og mál málanna í dag eins og á Íslandi, opin landamæri.  Líkt og á Íslandi verður hælisleitenda mál kosningamál og sjálf innflytjendaþjóðin Bandaríkin er búin að fá nóg. 10+ milljónir ólöglegra hælisleitenda hafa farið ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna síða Biden tók við fyrir þremur árum. Glæpir, eiturlyfjavandi og það að velferðakerfið er að sligast, er fastur fylgifiskur óhefts innflutnings hælisleitenda.

Landamærin í valdatíð Trumps, voru þau öruggustu í 47 ár og aldrei eins fáir sem sóttu um hælisvist en þegar Trump ríkti, enda skilaboðin skýr, ekki koma. Á fyrsta degi reif Biden allar forsetatilskipanir Trumps varðandi landamærin og hælisleitendur og allar götur síðan reynt að hafa landamærin opin (t.d. að rífa niður landamæragirðingar Texas og flytja inn 300+ þúsund hælisleitendur flugleiðis til Bandaríkjanna).

Eins og staðan er í dag, hefur Trump yfirhnæfandi stuðning repúblikana í embætti Bandaríkjaforseta. Hann vann með afgerandi hætti "Super Tuesday" í vikunni og eini andstæðingur hans í forvali repúblikana, Nikki Haley, sá sæng sína upprétta og viðurkenndi ósigur sinn. Það eru fjögur dómsmál enn í gangi gegn Trump en þrjú þeirra eru að falla um sjálf sig eins og staðan er í dag. Hann vann glæstan sigur hjá Hæstarétt Bandaríkjanna um daginn með einróma úrskurð hans um kjörgengi hans.

Jafnvel þótt Biden myndi sigra forsetakosningar í nóvember, er framtíð hans ekki björt. Elliglöp hans fara vaxandi og mikill munur er á Joe Biden frá 2020 og 2024 andlega. Vegna háan aldurs, er spurning hvort hann nái að lifa af næsta kjörtímabil og munu augu manna því beinast að varaforsetaefni hans, verður hin óhæfa Kamala Harris áfram varaforseti hans?

Sumir segja að Biden hafi sloppið hingað til með spilltan og glæpsamlega ferill sinn og hann ekki ákærður fyrir brot í embætti sé einmitt vegna þess að engum hugnast að fá hana í staðinn. Jafnvel ekki demókratar sem völdu hana í embættið bara vegna húðlitar og kyn.

Hér gefur á að líta skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í ár. Það er ekki bara þessi sem sýnir að Trump er með yfirhöndina, heldur allar aðrar skoðanakannanir, líka hjá CNN sem er helsti andstæðingur hans í fjölmiðlaheiminum.

2024 Presidential Election Polls

Nú kann einhver að bölva á Íslandi vegna gengis Trumps, en Íslendingar eru ekki Bandaríkjamenn. Þeir velja sér leiðtoga eftir eigin skoðunum og vilja.  Ólíkindatólið Trump hefur lifað af, hingað til, allar pólitískar aftökur, og landnemaþjóðin Bandaríkin elskar sigurvegarann, einmana sheriff sem hreinstar til í spilta kúrekabænum eins síns liðs. Ekki er verra að bærinn dafnaði betur undir fyrrverandi sheriffinn en núverandi.

Spilltasti bærinn af öllum er sjálf Washington DC, höfuðborgin, n.k. Tombstone villta vestursins. Þar ríkir spillling og glæpalýðurinn veður uppi (lesist: Lobbýistar og spilltir stjórnmálamenn). "Drain the swamp" er slagorð utangarðsmanna í stjórnmálum sem fara til Washington og líta Bandaríkjamenn á Trump sem slíkan.  Kjósendurnir sem allir stjórnmálamennirnir hunsuðu í Miðríkjum Bandaríkjanna voru hunsaðir og hæddir (fórnarlömb hnattvæðingarinnar) en íbúar strandanna beggja, í borgunum, hyglaðir.  Í Trump fékk þetta fólk rödd. Og nú er að myndast kór með framboði Trumps, með auknum stuðningi blökkufólks og fólks af latneskum uppruna.

Hver hefði getað ímyndað sér slíkt? Fyrir áratug spáðu menn dauða Repúblikanaflokksins vegna breytta lýðfræði landsins. En Trump breytti því öllu. Flokkurinn er nú orðinn flokkur allra kynþátta (þó síst blökkumanna en fylgi Trumps fer hækkandi meðal þeirra) og ef hann velur blökkumanninn Tim Scott sem varaforseta, er sigur hans vís.

Hér er ræða Joe Bidens í heild:

Hér fer Joe Biden rangt með heiti stúlkunnar sem myrt var af ólöglegum hælisleitenda en hún er andlit aukina glæpa sem fylgir opnum landamærum. Hún heitir Laken Riley, ekki Lincoln Riley sem er þekktur þjálfari í amerískum fótbolta. Biden gat ekki einu sinni sagt nafn hennar rétt.


Smáríkið sem skipti um þjóð

Um daginn fjallaði bloggritari um örlög örþjóðar Hawaii.  Þar beinlínis frömdu Bandaríkjamenn valdarán 1896 (líkt og þeir gerðu í Kúbu og Filipseyjum á svipuðum tíma) en með varanlegum áhrifum en í síðarnefndu ríkjum.  Frumbyggjarnir eru orðnir 10% íbúa, hluti af Bandaríkjunum, reyna þeir þó með veikum hætti að viðhalda andstöðu með "andspyrnuhreyfingu".

Allar þessar þjóðir eru eyþjóðir. Eyjaskeggjar hafa meiri sjálfsmynd en meginlands íbúar, þar sem landamæri flakka reglulega um svæði, stundum eru íbúarnir undir þessa ríkis eða stórveldis, en aðra stundina ekki.

Það vakti athygli bloggritara lofgerð í grein á Vísir um örlög annarra íbúa, en það er Lúxemborgara. Greinahöfundur greinir stoltur frá að það sé búið að skipta um þjóð í landinu.

Greinahöfundur segir að "Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. Af þessum 53% eru raunar 21% fæddir annarsstaðar svo „orginal“ Lúxarar eru því einungis um 40% íbúa Stórhertogadæmisins." Sjá slóð: Smáríkið sem skipti um þjóð

En hann bendir ekki á eitt atriði sem kann að valda því að ekki er mikil óánægja meðal "frumbyggja" Lúxemborgar, en það er góðærið sem hefur ríkt stöðugt frá seinni heimsstyrjöld. Á meðan allt leikur í lyndi, eru allir ánægðir.

En Lúxemborg er ekki eiginlegt ríki þar sem menningin og tungumálið sameinar fólkið. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum, var upphaflega virki en íbúarnir eru vanir að vera undir stjórn annarra. Í dag er það stórhertogadæmi.

Í landinu er töluð lúxemborgska, franska og þýska. Stærsta þjóðarbrotið er Portúgalar. Hlutfall erlendra ríkisborgara hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina, úr 26,3% árið 1981 í 47,4% árið 2023. Á heildina litið hefur þetta hlutfall hins vegar farið örlítið lækkandi frá árinu 2018 (47,9%) vegna áhrifa öflunar lúxemborgarborgara frá 2009 lögum um tvöfalt ríkisfang.

En Lúxemborgarar hafa þó þjóðarvitund. Lúxemborgarar voru, líkt og Austurríkismenn, í sögulegu samhengi taldir vera svæðisbundinn undirhópur þjóðarbrotar Þjóðverja og litu á sig sem slíka fram að hruni þýska sambandsins. Lúxemborg varð sjálfstætt, en var áfram í persónusambandi við Holland, eftir undirritun Lundúnasáttmálans árið 1839. Einkabandalagið reyndist skammlíft þar sem það var tvíhliða og í vinsemd leyst upp árið 1890.

Lagalega eru allir ríkisborgarar Stórhertogadæmisins Lúxemborgar taldir vera Lúxemborgarar samkvæmt lögum í Lúxemborg, þó að sérstakt germönsk þjóðernisleg auðkenning sé viðhöfð og kynnt.

Þótt Lúxemborg sé talið vera "fjölmenningaríki" er það nokkuð einsleit í grunninum.  Íbúar Evrópusambandsins, þar með Lúxemborgarar, eru Evrópubúar sem deila sömu gildi og menningu almennt séð. Það breytir litlu þó að Frakki eða Þjóðverji flytji til Lúxemborgar, hann upplifir sömu menningu og heimamenn, nema kannski tungumálið og svæðisbundna menningu.

Hér er vitnað í rannsókn um viðhorf Lúxemborgara gagnvart fjölmenningu, sjá slóð: Attitudes towards multiculturalism in Luxembourg: Measurement invariance and factor structure of the Multicultural Ideology Scale

Fyrri rannsóknir í Lúxemborg benda til þess að stuðningur sé við fjölmenningu að einhverju leyti til (Murdock, 2016). Bæði innfæddir og útlendingar kunna að meta kosti þess að búa í fjölmenningarlegu samfélagi, en þeir eru ósammála um ræktunarvalkosti í opinberu lífi og einkalífi, eins og raunin er í öðrum Evrópulöndum (t.d. Arends-Tóth og Van de Vijver, 2003).

Almennt séð mátu borgarar úr farandfjölskyldum fjölmenningu jákvæðara en innfæddir (Murdock, 2016).

Meginreglan – innleiðingarbil (Yogeeswaran & Dasgupta, 2014) hefur einnig komið fram fyrir innfædda í Lúxemborg: Hugmyndin um fjölmenningu er studd, en nokkur ágreiningur er um framkvæmdina í framkvæmd. Innfæddir lýstu tregari viðhorfum til aðlögunar og samfélagsþátttöku innflytjenda (Murdock & Ferring, 2016).

Nánar tiltekið lýstu innfæddir nokkrum ágreiningi við stefnu varðandi kosningarétt og atvinnutækifæri fyrir minnihlutahópa. Þessi skoðun var einnig studd í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2015. Meirihluti lúxemborgara greiddi atkvæði gegn því að veita erlendum ríkisborgurum atkvæðisrétt.

Hvað segir þetta okkur? Jú, meira segja í veikum þjóðríkjunum, ríki sem er á gatnamótum menningu og tungu, reyna menn að halda í auðkenni sín, líka Lúxemborgarar.

Hver er tilgangurinn með skrifum greinarhöfundar? Að við Íslendingar eigum að vera ánægðir með að verða minnihlutahópur í framtíðinni? Af því að Lúxemborgarar "sætti" við svo kallaða "fjölmenningu"og vera minnihlutahópur í eigin landi?

 

 

 

 

 


Sjálfstæðisflokkurinn klofinn?

Hver höndin er uppi á móti annarri í flokknum.  Flokkurinn er greinilega klofinn, því að í máli málanna þessa daganna, hælisleitendamálinu, er annar helmingurinn að stuðla að auknum innflutningi hælisleitenda (sækir þá meira segja erlendis) en hinn helmingurinn berst hart á móti. Í hvorn fótinn ætlar flokkurinn að stíga?

Á meðan hrynur fylgið af flokknum, því flokkurinn stendur ekki í lappirnar með nein mál. Í orkumálum ráða VG og VG/Framsókn er leyft að stækka bálknið í öfugan píramída. Bókun 35 er enn á dagskrá Sjálfstæðisflokksins og ógnar sjálfstæði Íslands.

Á meðan eykst fylgið hjá Flokki fólksins og Miðflokknum enda málflutningurinn stöðugur og samkvæmur sjálfum sér í meðbyr jafnt sem mótbyr.

Undir núverandi forystu er flokkurinn orðinn líkur klofningsflokknum Viðreisn. Valdagræðin er algjör. Skítt með allt, við viljum bara stjórna áfram. Ætli Samfylkingin sé komin með meira fylgi en allir stjórnarflokkarnir samanlagt?


Verður örlög Íslands lík þeirra í Hawaii?

Sagnfræðin og sagan er mikill viskubrunnur sem opnar dyr til fortíðar og varpar ljósi á samtíðina. Einn vitur maður sagði að sagan kennir okkur að við erum dæmd til gera sömu mistökin aftur og aftur, því við lærum aldrei af sögunni. Það er lærdómurinn af lestri sögu!

Þetta er rétt mat, því að maðurinn er fljótur að gleyma, nýjar kynslóðir koma fram og gera sömu mistök og forfeðurnir, bara á annan hátt. Jafnvel í samtímanum sjáum við vítin sem við getum varist, en álpumst samt ofan í næsta forapytt. Bloggritari spyr sig nánast daglega, hvernig getur fólk verið svona vitlaust og reynir að finna skýringu á hvernig fólk hagar sér svona heimskulega?

Einu skýringarnar sem hann finnur er að fólk er illa upplýst, því er sama eða það lætur hugmyndafræði ráða gjörum sínum, ekki almenna skynsemi. Einn spekingurinn sagði að mannkynið, þjóðir eða hópar fari reglulega í gegnum ákveðin skeið brjálæðis.

Þessar hugsanir koma upp í hugann þegar samfélagsleg þróun er skoðuð á Íslandi síðastliðin misseri. Íslendingar í dag eru uppteknir af tækninni og góðæri og meðal Íslendingurinn er búinn að tapa tengslin við landið, tungumálið, söguna og menninguna. Þegar hann lifir í loftbólu, sér hann ekkert nema sjálfan sig og sitt líf en á meðan brennur húsið allt í kringum hann.

Misvitrir stjórnmálamenn, óupplýstir um sögu og menningu eigin þjóðar og hafa enga framtíðarsýn, hjálpa til að brjóta niður hefðir og gildi sem hafa haldið íslensku þjóðfélagi saman hátt í 1200 ár. Í Íslandsklukkunni er fleyg setning: "Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."

Við Íslendingar erum orðnir feitir þjónar yfirþjóðlegs valds suður í Evrópu og lúbarðir kjölturakkar stórveldisins í vestri. Ekki er treyst á eigin getu, heldur skriðið undir kjólfald fröken Evrópu eða jakkalafur Sam frænda öllum stundum. Ekki einu sinni er reynt að hafa sér íslenska utanríkisstefnu - lesist skoðun - heldur er stöðugt hlerað, hvað ætla hinar Norðurlandaþjóðirnar að gera í þessu eða þessu máli? Færeyingarnir eru sjálfstæðari en Íslendingar, þótt þeir eigi að heita undir danskri stjórn.

Það er ein þjóð og örlög hennar sem við Íslendingar getum lært af, en það er hin frábæra þjóð Hawaii sem átti stórkostlega menningu og sögu, en þjóðin er núna horfin sem þjóð og eru íbúarnir núna feitir þjónar Bandaríkjanna og lítill minnihlutahópur í eigið landi. Hawaii var eitt sitt sjálfstætt koungusríki en er í dag eitt af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Hvernig gerist sú saga?  Kíkjum á Wikipedíu í lauslegri þýðingu. Overthrow of the Hawaiian Kingdom

"Byltingin í konungsríkinu Hawaii var valdarán gegn Lili´uokalani drottningu, sem átti sér stað 17. janúar 1893 á eyjunni O´ahu og undir forystu öryggisnefndarinnar, sem samanstóð af sjö erlendum íbúum og sex þegnum Hawaii konungsríkisins í Bandaríkjunum. búsetta í Honolulu. Nefndin kallaði á John L. Stevens, ráðherra Bandaríkjanna, að kveða til bandaríska landgönguliðið til að vernda þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna. Uppreisnarmennirnir stofnuðu lýðveldið Hawaii, en lokamarkmið þeirra var innlimun eyjanna við Bandaríkin, sem átti sér stað árið 1898.

Í afsökunarályktun bandaríska þingsins frá 1993 er viðurkennt að "...uppreisnin í konungsríkinu Hawaii hafi átt sér stað með virkri þátttöku umboðsmanna og borgara Bandaríkjanna og innfæddir Hawaii-búar afsöluðu sér aldrei beint til Bandaríkjanna kröfum sínum um eðlislægt fullveldi þeirra sem þjóð yfir þjóðlendum sínum, annað hvort í gegnum konungsríkið Hawaii eða með þjóðaratkvæðagreiðslu." Umræður um viðburðinn gegna enn mikilvægu hlutverki innan fullveldishreyfingunnar á Hawaii."

En hlutirnir gerast ekki einn tveir og þrír og án samhengis. Menning íbúa Hawaii fór hallokandi strax við fund evróskra landkönnuða en kapteinn Cook tók land þar 1778. Með Evrópumönnum komu sjúkdómar, glæpir og umbylting hawaiiskt samfélags. Blokkritari er einmitt að horfa á stórmyndina Hawaii (1966) með  Julie Andrews, Max von Sydow og Richard Harris sem fjallar um komu trúboða til eyjanna 1820. Stórkostleg mynd en sorgleg. Niðurstaðan var að útlendingum fjölgaði í Hawaii, völdin færðust smá saman til aðkomumannanna og frumbyggjarnir, með ekki nógu sterkt tengslanet við umheiminn, treysti meira og meira á Bandaríkin. 

Svo missa menn menningu sína, í smáum skrefum, fyrst er það trúin, svo tungumálið, svo gildin; heimamenn verða minnihlutahópur og svo dettur einhverjum snillingi í hug (íslenskum Gissuri Þorvaldssyni) að kannski væri best að Ísland verði 51 ríki Bandaríkjanna eða gangi í ESB. Látum aðra ráða örlögum eyjaskeggja.

Erlendir kóngar eða (íslenskir) umboðsmenn þeirra reyndu oftar en einu sinni að selja Ísland sem skiptimynt, án þess að spyrja Íslendinga eins eða neins. Við vorum barðir þrælar en stolir.

Allt sem hefur verið byggt upp á Íslandi, allar þessu glæsibyggingar,vegir og brýr, hefur verið byggt upp af sjálfstæðum Íslendingum síðan 1874, af sjálfstæðum eða sjálfstætt þenkjandi íbúum landsins. Fátækasta ríki Evrópu, er orðið eitt ríkasta, þökk sé frelsinu og sjálfsákvörðunar réttinum. En þjóðir koma og fara og menning þeirra með. Hvar er til dæmis Prússland í dag? Hvar er Býsantíum í dag? Hvar er Skotland í dag? Og svo framvegis. Hvar verður Ísland á morgun? Komið á ruslahaug sögunnar?

Endum þennan pistill á orðum skáldsins (sem flestir eru hættir að lesa eða kannast við):

"Mávera sigraðri þjóð sé best að útþurkast: ekki með orði skal ég biðja íslenskum vægðar. Vér íslenskir erum sannarlega ekki ofgóðir að deya. Og lífið er oss laungu einskisvert. Aðeins eitt getum vér ekki mist meðan einn maður, hvortheldur ríkur eða fátækur, stendur uppi af þessu fólki; og jafnvel dauðir getum vér ekki verið þess án; og þetta er það sem um er talað í því gamla kvæði, það sem vér köllum orðstír ..."


(Halldór K. Laxness. Eldur í Kaupinhafn. 10. kafli. Snæfríður Íslandssól.)


Er hægrið gengið af göflunum eða er það vinstrið?

Í Vísir birtist nýverið grein undir heitinu Gengur hægrið af göflunum? eftir Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing. Þetta er ágætis yfirlitsgrein en því miður er greinin uppfull af rangfærslum, því vitlaust er gefið og hugtakanotkun er ekki rétt.

Sjá slóð: Gengur hægrið af göflunum?

Höfundur segir til dæmis  að Ronald Reagan og Margaret Thatcher hafi verið frjálslyndir stjórnmálamenn.  Það er einmitt þveröfugt farið nema verið sé að tala um efnahagsmál. Bæði voru þjóðernissinnar sem sjá má af samskiptum Reagans við Sovétríkin (stjörnustríðsáætlunin og endalok kalda stríðsins) og lofsemdarræður hans um Bandaríkin og bandarískt þjóðerni. Höfundur þarf ekki annað en að kíkja á næstu ræðu Reagans til að sjá sönnun þess.

Annan eins þjóðernissinna og Margaret Thatcher er varla hægt að finna. Hún fór í stríð suður í höf sbr. Falklandseyjar stríðið til að verja þjóðríkið Bretland.  Hún var mjög í nöp við ESB og flutti stanslausar ræður gegn yfirþjóðlegu valdi þess.

Sjá t.d. slóð: The Grocer´s Daughter

Europe cannot be built successfully by ignoring or suppressing this sense of nationhood, or by trying to treat sovereign nations as no more than regions controlled by a central body in Brussels. There is sometimes talk of trying to achieve federation by stealth.
 
It wont work because it runs against the grain of history.
____
1990 Oct 19 Fr, Margaret Thatcher.
Article for Inside the New Europe.
 
Ronald Reagan í lokakveðju sinni eftir 8 ára valdatíð:
 
"An informed patriotism is what we want. And are we doing a good enough job teaching our children what America is and what she represents in the long history of the world."
 
 
Hverjir eru það sem má kalla frjálslyndismenn? Að kalla "hægrið frjálslynt er öfugmæli." Orð bloggritara. En aftur að greinarhöfund.  "Þjóðernisíhaldið sækir gegn vestrænu frjálslyndi, sem er hin hefðbundna hugmyndafræði hægrisins," segir greinarhöfundur.
 
Maður þarf ekki annað en að horfa á bandarískar fréttir í eina klst. og sjá að repúblikanar kalla demókrata "liberals" í neikvæðri merkingu.  Í könnun Pew Research Center árið 2014 um pólitíska flokkun og skautun lýstu 12% repúblikana sjálfum sér sem frjálslyndum. Í könnun New York Times árið 2023 um stjórnmálaskoðanir repúblikana, telja 14% repúblikana sig vera íhaldssama frjálshyggjumenn. Eru bandarískir hægri menn því almennt frjálslyndir?
 

Það er ekki nýtt að hægri menn, og hefur fylgt þeim frá upphafi, að upphefja þjóðríkið.  Alþjóðaskipan byggir á tilvist þjóðríkisins og hefur gert í nokkur hundruð ár.  Þannig að það eru þjóðríki sem eiga sæti hjá Sameinuðu þjóðunum, ekki stjórnmálaflokkar.

Hugtakið "frjálslyndi" er of fljótandi til að nota nema með miklum fyrirvörum. Það er nefnilega til alls konar frjálslyndi.

Til dæmis frjálslyndi í efnahagsmálum eða frjálslyndi í félagsmálum, tveir ólíkir hlutir. Hægri menn almennt (líka þeir sem höfundur kallar öfga hægri menn) eru hlynntir frjálslyndi í efnahagsmálum. En hvað er að vera íhaldssamur frjálslyndismaður?

Kíkjum á skilgreininguna:

„Frjálslynd íhaldsstefna, einnig nefnd íhaldssöm frjálshyggja og íhaldsstefna, er stjórnmála- og félagsheimspeki sem sameinar íhaldsstefnu og frjálshyggju, sem táknar frjálshyggjuvæng íhaldsstefnunnar og öfugt.

Frjálslynd íhaldshyggja mælir fyrir mestu mögulegu efnahagslegu frelsi og sem minnst mögulegri stjórnun stjórnvalda á félagslífi (lýst sem "smá ríkisstjórn"), sem endurspeglar laissez-faire klassíska frjálshyggju, en beitir þetta til trúar á félagslega íhaldssamari heimspeki sem leggur áherslu á vald, siðferði og skylda. Frelsisleg íhaldshyggja, fyrst og fremst bandarísk hugmyndafræði, setur frelsi í forgang, stuðlar að tjáningarfrelsi, valfrelsi og frjálsum markaðskapítalisma til að ná íhaldssömum markmiðum á sama tíma og hún hafnar frjálslyndum félagsverkfræði.

Þrátt fyrir að hafa líkt með frjálslyndri íhaldsstefnu og þar af leiðandi almennri bandarískri íhaldssemi þar sem báðar eru undir áhrifum frá klassískri frjálshyggjuhugsun; Frjálslyndir íhaldsmenn eru miklu andsnúnari tölfræði og eru miklu fjandsamlegri afskiptum stjórnvalda í bæði félagslegum og efnahagslegum málum.“

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Libertarian_conservatism

Höfundur talar sitt á hvað um þjóðernisíhaldið sem hann kallar líka þjóðernishægrið.  Hvort er það? En áður en lengra er haldið er rétt að koma að vinstri frjálslyndismönnum og fyrir hvað þeir standa.

Frjálslyndur sósíalismi (e. Libertarian socialism) er pólitískur straumur gegn forræðishyggju og andkapítalískum hætti sem leggur áherslu á sjálfstjórn verkafólks. Það er andstætt öðrum tegundum sósíalisma með því að hafna eignarhaldi ríkisins og frá öðrum tegundum frjálshyggju með því að hafna einkaeign. Víðtækt skilgreint nær það til skóla bæði anarkisma og marxisma, auk annarra tilhneiginga sem eru á móti ríki og kapítalisma. Höfundur er væntanlega ekki að saka hægri menn (þjóðernisíhaldsmenn eins og hann kallar þá) um að vera frjálslyndir sósíalistar?

En er höfundur að fara rétt með hugtakið þjóðernisíhald (e. national conservatism)? Jú, hann gerir það en er ekki hrifinn. Kíkjum aftur á Wikipedíu í grófri þýðingu bloggritara:

"Þjóðernisíhald er þjóðernislegt afbrigði af íhaldssemi sem einbeitir sér að því að halda uppi þjóðerni, menningarlegri sjálfsmynd, samfélagshyggju og opinberu hlutverki trúarbragða. Það deilir hliðum hefðbundinnar íhalds og félagslegrar íhaldssemi, en víkur frá efnahagslegri frjálshyggju og frjálshyggju, auk þess að taka agnostískari nálgun á reglugerðarhagfræði og verndarstefnu. Þjóðernisíhaldsmenn sameina venjulega íhald og þjóðernissinnaða afstöðu og leggja áherslu á menningarlega íhald, fjölskyldugildi og andstöðu við ólöglegan innflutning eða andstöðu við innflytjendur í sjálfu sér. Þjóðernisíhaldsflokkar eiga sér oft rætur í umhverfi sem byggir á dreifbýli, hefðbundnum eða jaðarlegum grunni, andstætt þéttbýlisfylgi frjálslyndra íhaldsflokka."

En er eitthvað athugavert við þessa stefnu? Þjóðernishyggjan keppist við að búa til samstöðu innan þjóðarinnar og þjóðríkisins innan ákveðina landamæra. Ef menn vilja eitthvað annað, þá verða menn að segja það. Hvað vilja þeir í staðinn? Vilja þeir ESB í staðinn? Yfirþjóðlegt vald, án lýðræðiskjörna fulltrúa eins og sjá má tilhneygingu hjá ESB? Einstaklingurinn hverfur í massanum. Ef greinarhöfundur boðar glópalisma, þá er hann of seinn á ferðinni. Hann er að deyja drottni sínum um þessar mundir. Svæðisbundnar valdablokkir eru í deiglunni og e.t.v. nýtt kalt stríð.

Það hefur ekkert getað komið í staðinn í fyrir þjóðríkið. Menn reyndu að lifa eftir hugmyndafræðinni einni en hún hefur aldrei verið nógu öflug til að halda landssvæðum saman. Villta vestrið eða villta vinstrið kemur í staðinn. Vilja menn það? Er villta vinstrið hreinlega ekki gengið af göflunum? Þeir vilja rífa niður hefðbundin gildi (límið í þjóðfélaginu) en boða ekkert nýtt í staðinn. Eins og formaður Samfylkingunnar sagði um daginn, velferðaríkið verður ekki til án landamæra og viðurkennir þar með að hugmyndafræði villta vinstrisins gengur ekki upp.

Það er ekki betur séð en að hægrið sé samt við sig og hefur verið í árhundruð en vinstrið með tilkomu sósíalismann á 19. öld hafi gengið af göflunum allar götur síðan hann varð til og hann ber ábyrgð á dauða hundruð milljónir manna í nafni bræðralags. Sama á við nasistaflokkinn sem er byggður á sama vinstri hugmyndagrunni nema nú með öfga þjóðernishyggju að auki.

"jafnrétti og jöfnuður" átti að einkenna samfélagið. Í kommúnistakenningunni myndi lokastig mannlegrar þróunar marka endalok stéttabaráttu og þar með sögu: Allt fólk myndi lifa í félagslegu jafnvægi, án stéttaaðgreiningar, fjölskyldubyggingar, trúarbragða eða eigna. Ríkið myndi líka "visna".

Afleiðingin varð hins vegar að bræður börðust, stétt á móti stétt, fjölskyldan gerð útlægð, og alls staðar komust flokksklíkur til valda. Félagi Stalín var enginn félagi, hann var gamal dags einræðisherra sem mannkynssagan hefur upplifað aftur og aftur í árþúsundir. Fólk fékk flokksræði og einræði, ekki lýðræði.

Lengi lífi einstaklingsfrelsið, prentfrelsið, fundarfrelsið tjáningarfrelsið og athafnafrelsið. Lengi lifi einstaklingurinn!


Biden lýstur nógu heilsuhraustur til áframhaldandi starfa

Eins og búast mátti við, copy/paste/translate frétt RÚV stenst ekki nánari skoðunnar.  Fróðlegt og ætti að vera, að vita hvaða heimildir íslenskir fjölmiðlar nota er þeir skrifa erlendar fréttir. Það er nokkuð ljóst að þeir skrifa ekki sjálfir fréttirnar né hafa fréttaritara erlendis sem afla sjálfir fréttir. Hvernig væri að fréttamenn vinni aðeins í fréttirnar ef þeir sjá að það vanti í þær atriði? Annars eiga þeir ekki að leggja nafn sitt við viðkomandi frétt, ef þeir hafa ekki gert neitt annað en að copy/paste/translate.....

Ofangreind frétt, birt í á vef RÚV, sjá slóð: Biden lýstur nógu heilsuhraustur til áframhaldandi starfa , er hálfkák frétt.  Þar segir í fyrirsögn: "Læknar segjast engar áhyggjur hafa af heilsu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann sé vel hæfur til að gegna embætti sínu áfram, samkvæmt niðurstöðu árlegar heilsufarsskoðunar. Heilsufar hans hafi ekki versnað frá seinustu skoðun fyrir ári."

Það sem kemur ekki fram í fréttir og er í raun aðalmálið, kosningamálið sjálft í forsetakosningunum í ár, er hvort Biden sé andlega hæfur til að gegna embættið.  Í fréttinni kemur heldur ekki fram að hann hafi gengist undir vitsmunapróf til að athuga hvort hann starfi á fullu fimm, sé ekki kominn með vitsmunaglöp vegna aldurs.  Ekkert er rætt meira um þessa daganna í bandarískri pólitík en einmitt þetta.  Trump lá undir ásökunum um að vera farinn að glata minnið er hann gegndi embætti og ákvað í kjölfarið að fara í vitsmunapróf sem hann sagðist hafa "ásað".

Það er nefnilega þannig að hin árlega læknisskoðun forseta felur ekki í sér könnun á andlegu ástandi forsetans. Hver venjulegur maður getur séð (meira segja Obama liðið viðurkennir það), að Biden hefur hrörnað gífurlega andlega síðan hann tók við embætti.

Blokkritari benti á að Biden, sem var ekki þekktur fyrir að vera vitsmunabrekka á yngri árum, væri ekki andlega hæfur vegna elliglapa til að gegna embætti. Maðurinn sem getur komið af stað kjarnorkustyrjöld með ákvörðun sinni.   Þetta er orðið að skemmtiatriði í Bandaríkjunum (sjá myndbandið hér að neðan) en er ekkert grín, því að líf fólks veldur á að hann taki réttar ákvarðanir.

Það að Biden, sem er sífellt að detta, upp stiga, um hund sinn, á sviði, af hjóli o.s.frv., skuli standast líkamlega læknisskoðun segir enga sögu og vekur spurningu um gæði læknisskoðuninnar.

Sjálfur Franklin D. Roosevelt var í hjólastól og í spelkum til að geta staðið uppréttur í 12 ára forsetatíð sinni. Hann faldi ástand sitt fyrir almenning. Hann lést í embættið, farinn að heilsu. Annar sem er í hjólastól, Greg Abbot, ríkisstjóri Texas, gegnir embætti sínu með stæl um þessar mundir. Íslendingar hafa haft marga og hafa nú þingmenn sem geta ekki staðið í eigin fætur án hækja.

Eigum við ekki að kalla frétt RÚV ekki-frétt?  Hún nánast nálgast að vera falsfrétt, því almenningur les svona frétt án þess að vita alla söguna. Bandarískur almenningur er með á nótunum og veit um hvað málið snýst, ekki íslenskur almenningur.

P.S. Fyrrum læknir Hvíta hússins, sem annaðist þrjá fyrirrennara Bidens í embætti, segir reglulega í viðtölum að Biden virðist ekki vera andlega heilbrigður.

Ex White House doctor on Joe Biden´s bad healt: "This man can´t do the job"

Former White House physician says President Biden’s health ‘getting worse, putting US at risk’

 


Umræðan um innflytjendamál í Bandaríkjunum í samanburði við Ísland

Merkilegt nokk, er staða hælisleitenda og umræðan um þá á svipuðum stað í báðum löndum.  Mannfjölda hlutfall í löndunum hefur í gegnum alla tuttugustu öld verið 1 þúsund Íslendingar á móti rúmalega eina milljón Bandaríkjanna, svona gróflega talið. Þannig að þegar mannfjöldinn á Íslandi 1941 var við komu herliðs Bandaríkjanna um 120 þúsund manns og um það bil 133 milljónir í Bandaríkjunum.  Sem sagt, Bandaríkjamenn alltaf aðeins fleiri hlutfallslega. Í dag hins vegar eru íbúar Íslands að skríða upp í 400 þúsund manns og útlendingar orðnir 20% mannfjöldans. Bandaríkjamenn eru hins vegar 335 milljónir samkvæmt áætluðum mannfjölda. Þetta sýnir stjórnleysið á landamærum Íslands.

Upp úr 2020-22 hófst opin landamæra stefna í báðum löndum. Landamærin voru hálf lokuð í báðu löndum eftir covid faraldurinn en svo brustu allar stíflur. Til valda í Bandaríkjunum komst Biden og á fyrsta degi bókstaflega strikaði hann út alla landamæra pólitík Trumps. En samkvæmt bandarískum lögum eru lög um landamærin nokkuð öflug en þá brugðu demókrata á það ráð að hreinlega að framfylgja ekki lögum. Í þrjú ár hefur fólk hreinlega getað gengið ólöglega (ekki í gegnum landamærahlið) yfir landamærin. Nú er verið að ákæra innanríkisráðherrann Alejandro Mayorkas fyrir embættisafglöp í starfi og að framfylgja ekki lögum.

Á Íslandi ætti málið að vera einfaldara. 90%+ af fólki sem kemur inn í landið fer um Keflavíkurflugvöll. En svo ber við að lögum er ekki framfylgt. Flugfélögum ber að framvísa farþegalista flugvéla sem hingað kemur. En lögum er ekki framfylgt og lögreglan gerir ekkert í málinu. Hingað geta menn leitað óáreittir.

Afleiðingar eru þær sömu í báðum löndum við óheft streymi ólöglegra innflytjenda. Menn dvelja í löndum í óþökk stjórnvalda, hér geta menn í örríkinu farið huldu höfði í mörg ár.

Trump segir reglulega að þjóðirnar sem innflytjendurnir koma frá, sendi ekki sitt besta fólk. Mörg ríki hreinlega tæmi fangelsi sín og leyfi glæpaliðið fara suður (og neita að taka við þeim aftur eins og í Venúsúela en þar hafa alvarlegum glæpum fækkað um 20%). Virðist vera við fyrstu sýn pólitísk fella en það er sannleikur í orðum hans.  Á Íslandi þarf ógnar átak við að koma nokkurum einstaklingum sem búið er að úrskurða um, úr landi. Og svo koma glæpamennirnir á undan eða á sama tíma lögreglumennirnir til baka. 

En nú virðist sem Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna, í báðum flokkum, vill að bönd verði komið á innstreymið enda ástandið óviðurráðanlegt. Allir innviðir eru við þolmörk, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vinnumarkaðinn, velferðakerfið og bæir og borgir uppskroppa með fjármuni. Sama ástand er á Íslandi. Meiri segja mesti vinur hælisleitenda á Íslandi, Samfylkingin, segir að velferðakerfið þurfi landamæri og virðist vísa í Milton Friedman sjálfan.

En það er ekki bara glæpir sem fylgja sumum hælisleitendum. Með þeim (vegna eftirlitsleysis) fylgir eiturlyfja innflutningur, fentanyl faraldurinn mikli er í gangi í Bandaríkjum og drepur hátt í 100 þúsund manns árlega sem er gífurlegt mannfall í stríði. Eiturlyfjafaraldur er líka í gangi á Íslandi sem fer hljótt um.

Metfjöldi manna á hryðjuverkalista hefur farið yfir landamæri Bandaríkjanna og er fjöldi þeirra óþekktur því að stór hluti ólöglegra innflytjenda kemst óséður yfir landamærin. Á Íslandi hefur komið upp eitt tilfelli og segist löglegan ekki vita hvort fleiri séu í landinu, enda eru forvirkar rannsóknaheimildir lögreglu ekki fyrir hendi.

En stundum þarf andlit á ástandið til að fólk tengi sig við. Á Íslandi er það nauðganir útlendinga í leigubílum en í Bandaríkjunum er það morðmál (í sjálfu landi morðanna) eitt sem skekur allt. Kíkjum á málið, því að er nátengt pólitíkinni (bæði forsetaefnin eru að fara til landamæranna á morgun).

Grófleg þýðing:

"Að morgni 22. febrúar lagði 22 ára hjúkrunarfræðinemi Laken Riley af stað í venjulegt morgunskokk um háskólasvæðið í Georgíu. Hún kom aldrei aftur.

Með hvarfi hennar hóf örvæntingarfulla leit að því að finna hana og koma henni heilu og höldnu heim - leit sem endaði á hörmulegan hátt seint sama dag þegar nakið lík hennar fannst á hlaupaleiðinni.

Nú situr Jose Antonio Ibarra, 26 ára, á bak við lás og slá ákærður fyrir morðið á Riley.

Ibarra, sem kemur frá Venesúela og er ekki bandarískur ríkisborgari, hefur engin þekkt tengsl við nemandann. Lögreglan lýsir ofbeldisfullum dauða Riley sem "tækifærisglæp" en hann hefur komið oftar í kast við lögin án afleiðinga síðan hann kom ólöglega yfir landamærin.

Þegar rannsóknin heldur áfram hefur staða Ibarra sem ríkisborgara utan Bandaríkjanna þegar komið af stað misvísandi skýrslum frá löggæslustofnunum um glæpafortíð hans á bandarískri grundu - og hefur einnig hvatt þingmenn repúblikana til að grípa til orðræðu gegn innflytjendum." Heimild: Independent.

Andlit er komið á vandann, í Bandaríkjunum er það morðmál, á Íslandi er það nauðgunarmál.

Innflytjendamál ætla að verða kosningamálið í ár í Bandaríkjunum. Líka í næstu Alþingiskosningum. Kjósendur setja þetta mál efst á blað, fyrir ofan verðbólgu og efnahagsmál. Enda verður að telja innflytjendamálin ósjálfbært, 4 þúsund hælisleitendur á ári til Íslands, í Bandaríkjunum 4 milljónir og á tveimur síðastliðnum árum 8 þúsund hælisleitendur á Íslandi og 8+ milljónir í Bandaríkjunum. Ekkert velferðakerfi stenst álagið.  Eitthvað þarf að gera. Meira segja Samfylkingin fattar stöðuna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband