Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nokkrar hugrenningar með morgunkaffinu um forseta kosningar

Það gerist ýmislegt á hverjum degi. Líka á Íslandi. Eftir að Guðni Th. ákvað að hætta eftir átta ár í embætti forseta, sem kom ekki á óvart, því hann sagðist ekki ætla að vera lengi, er hafin spennandi samkeppni um forseta stólinn.

Lengi vel fannst bloggritara þetta embætti vera tildur og forsetinn gerði lítið. Það er að einhverju leyti rétt en samt gengir forsetinn veigamiklu hlutverki á ákveðnum tímapunktum. 

Forsetinn á að vera sameiningartákn og vera sá sem hvetur þjóðina áfram á ögurstundum.  Núverandi forseti fékk eitt slíkt tækifæri, þegar Covíd faraldur gekk hér yfir. Hann olli bloggritara vonbrigðum, því forsetinn hvarf af sjónarsviðinu, kom fram í einum sjónvarpsþætti (hvatningaþáttur) en annars var hann að gera hvað? Ekki í opinberum erindagjörðum, það er nokkuð ljóst. Bloggritari studdi Guðmund Franklín gegn honum á sínum tíma, en fannst á sama tíma Guðmundur fara fram úr sér, ætlaði að gjörbreyta embættinu og það voru hans mistök.

En ástæðan fyrir stuðninginn við mótframboð á móti núverandi forseta, er sú trú bloggritara að forsetinn verður að vera leiðtogi, ekki bara oddviti eða stjórnandi/embættismaður.

Forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og leiðtogasjarma. Það er mikill misskilningur hjá fólki að segja að forsetinn eigi að vera skrautgripur á Bessastöðum sem dreginn er fram á hátíðardögum.  Hann gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfinu eins og við vitum núna og Ólafur Ragnar Grímsson sannaði með ICESAVE málinu.  Ólafur reyndist vera leiðtogi og með leiðtogasjarma. Vígdís Finnbogadóttir var með leiðtogasjarma og gat leitt en gerði sín mistök (EES). 

Við þekkjum leiðtoga þegar við sjáum þá.  John F. Kennedy, Abraham Lincoln, Winston Churchill, Adolf Hitler, Theodor Roosvelt, Donald Trump, Richard Nixon o.s.frv. Góðir eða slæmir leiðtogar en leiðtogar samt.

Nú er verið að draga fram bæði jákvætt og neikvætt um forseta frambjóðendurna. Þrír einstaklingar eru efstir á blaði, Arnar Þór Jónsson, Baldur Þorhallsson (þaulskipulagt framboð frá fyrsta degi og jafnvel fyrr) og Halla Tómasdóttir.  Allir hinir frambjóðendur, komnir fram, eru aukaleikarar og spurning hvort þeir eigi erindi upp á svið? Sýnist að allir þrír frambjóðendur séu frambærilegir, veit enn ekki um leiðtogahæfileikanna.  En allir eiga þeir sér fortíð sem getur skipt máli í kosningunum. Tveir frambjóðendur hafa verið sakaðir um að vera ESB sinnar og styðja glópalismann og sá þriðji n.k. utangarðsmaður í eigin flokki.

En það sem skiptir mestu máli, er hvað þeir gera í embætti.  Munu þessir einstaklingar standa vörð um fullveldi Íslands? Íslenska menningu og tungu? Fyrsta þolraunin kemur strax í ár ef bókun 35 verður sett í lög. Hvað gera bændur/forseti þá?

Það verður því miður að spyrja forsetaframbjóðendurna út í pólitík þeirra.  Forseta pólitík nóta bene, því að forsetinn stendur fyrir ákveðna stefnu og gildum.


“Ég vil fᔝ kynslóðin og ríkið

"Ég held að við höfum gengið í gegnum tímabil þar sem of mörg börn og fólk skilur það svo: "Ég á við vandamál að stríða að það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að takast á við það!" eða "Ég á í vandræðum, ég mun fara og fá styrk ríkisins til að takast á við það!" „Ég er heimilislaus, ríkisstjórnin verður að hýsa mig! og svo eru þeir að varpa vandamálum sínum á samfélagið og hvert er samfélagið?

Það er ekkert svoleiðis í raunveruleikanum! Það eru einstakir karlar og konur og það eru fjölskyldur og engin stjórnvöld geta gert neitt nema í gegnum fólkið og fólk lítur fyrst til sín.

Það er skylda okkar að passa upp á okkur sjálf og þá líka að hjálpa til við að passa upp á náungann og lífið er gagnkvæm viðskipti og fólk hefur fengið réttindin of mikið í huga án skuldbindinganna, því það er ekkert til sem heitir réttur nema einhver hafi fyrst staðið við skyldu."

Laddi kallaði þetta fólkið sem ríkið þarf að ala í laginu Austurstræti.  Það er ekki lengra en svo að kynslóðin á undan bloggritarans þurfti að berjast hart fyrir kjörum sínum og oft var þröngt í búi. Og ekki var kvartað, heldur glaðst yfir litlum hlutum. Fólkið sem sækist hingað í að láta íslenska ríkið ala sig, hefði aldrei komið fyrir 50 árum enda ekkert ríki til að ala það þá en núna er buddann opin öllum flækingum....Ríkið borgar aldrei brúsann, það erum við skattgreiðendurnir.  Þetta á líka við um latté lepjandi 101 Reykjavík lið.

____

Miðvikudaginn 23. september 1987, Margaret Thatcher.
Viðtal fyrir Womans Own ("ekkert slíkt [sem samfélag]").

https://www.margaretthatcher.org/document/106689


Sósíalismi sem umhverfishyggja, femínismi eða mannréttindahyggja eru nýjar umbúðir um gamlar villur

"Nú á dögum er sósíalismi oftar en ekki klæddur í klæðum umhverfishyggju, femínisma eða alþjóðlega umhyggju fyrir mannréttindum.


Allt hljómar þetta vel óhlutstætt. En prófaðu að klóra í yfirborðið og þú munt eins líklega og ekki uppgötva andkapítalisma, niðrandi og afskræmandi kvóta og afskipti af fullveldi og lýðræði þjóða.


Ný slagorð: gamlar villur."
____
Miðvikudagurinn 14. maí,2003 Margaret Thatcher.
Ræða til Atlantshafsbrúarinnar.

https://www.margaretthatcher.org/document/111266


Að framfylgja ekki lögum er lögbrot - ef ekki lögleysa

Þegar stjórnkerfið með embættismönnum situr aðgerðalaust þegar það/þeir eiga að framfylgja lögin, þá eru þeir að brjóta lög sem þeir eiga að framfylgja. Þegar eftirlitsstofnun, sem á að framfylgja og sjá til að aðilar undir þeirra eftirliti brjóti ekki lög, gerir það ekki, þá er það vanræksla eða skeytingaleysi um lögin. Nýjasta dæmið er Samgöngustofa sem er eftirlitsaðili en sinnir ekki eftirlitinu...lætur hlutina bara gerast.

Tökum dæmi sem allir kunna. Í umferðlögum er það skýrt að vegfarendum er skylt að nema staðar og aðstoða á slysstað. Ef vegfarandi kýs hins vegar að halda áfram og gera ekki neitt, er hann að brjóta lög. Sama gildir um stofnanir sem framfylgja ekki lögum eða fara út fyrir verksvið sitt ef þær eru úti að aka án þess að skeyta um.

Dæmi um (banka)stofnun sem fer út fyrir valdsvið sitt er Landsbankinn sem ákveður upp á eigið að fara í tryggingastarfsemi án þess að spyrja kóng eða prest. Bankastjóri er CEO, ekki eigandi, en eigandinn er íslenska þjóðin sem á um 99% hlut í bankanum. Engin heimild né í lögum að banki megi fara í fjárfestinga kaup sí svona. Ef þetta væri forstjóri í mínu fyrirtæki, væri bloggritari búinn að reka hann á staðnum og út í fylgd öryggisvarða. En nei, bankastjórinn yppar gogg við ráðherra og finnst þetta í lagi. En raunverulegir eigendur eru Íslendingar og hvað finnst þeim?

Þetta er mesti gallinn og akkelishæll íslensk stjórnkerfis. Enginn þorir að framfylgja gild lög af ótta við ósýnilegt almenningsálit eða þrýstihóps. Linkindin er með ólíkindum, alls staðar. Þegar allt er komið óefni, er rankað úr rotinu, stundum of seint, líkt og í bankahruninu 2008. 

Svo er það annað. Alltaf er skriðið fyrir útlendingunum - lesist ESB, og aldrei þorað að mótmæla fáránlegum reglugerðum sem koma á hraðskreiðu færibandi frá sambandinu. Vita Íslendingar af því að það er heil þýðingardeild á vegum Utanríkismálaráðuneytisins í fullri vinnu við að þýða reglugerðirnar? Reglugerðir, ekki íslensk lög.  Þýðendur afgreiða fleiri "lög" en íslenskir þingmenn árlega, enda vinna þeir allt árið um kring, en ekki 106 daga ársins eins og háttvirtir Alþingismenn.

Búum við í bananalýðveldi?

 


Tvö meiriháttar mistök Alþingis á 21. öld

Fyrstu mistökin var lagaumgjörðin um sölu banka. Svo illa voru lögin hönnuð, að þau bjuggu til Pohci svikakerfi. Spilaborgin hrundi svo 2008 með falli efnahagskerfis Íslands. Við þekkjum þá sögu en nú á að endurtaka leiki, alveg eins með sölu bankanna í eigu ríkisins. Einu sinni er mistök, tvisvar er heimska.

Önnur meiriháttar mistök stjórnvalda/Alþingis voru útlendingalögin frá 2017, allir menn með smá viti, vita að ef meinsmíði er á lagagerðinni, og ef of margar glufur eru í henni, falla lögin um sjálf sig eins og sýnt hefur verið fram á síðastliðin tvö ár. Átta þúsund hælisleitendur leituðu hingað um hriplek landamæri.  Afleiðing, líkt og 2008, allir innviðir láta undan og ofurskuldasöfnun á sér stað.

Svo eru öll hin "smáu" mistök: Slíta stjórnmálasamband við Rússland de facto, bókun 35 með valdaafsali til ESB og brot á stjórnarskránni, innleiðing reglugerða EES á kostnað íslenskra laga, Lindahvolfsmálið, samþykkt orkupakkanna, orkuskortur vegna virkjanaleysi, van viðhald vegakerfisins, útþennsla bálksins, stuðningur við stríðið í Úkraínu (þátttakendur en ekki sáttamiðlarar), þátttaka í stríði Í Líbýu, loftárásir á Serbíu, óbein stuðningur við Hamas í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, efnahagsþvinganir á hendur Rússa (hahaha!) sem þeir snéru á okkur,  stjórnarskrá breytingin sem ekki varð, mistök í varnarmálum Íslands (brotthvarf Bandaríkjahers og engin valkostur í staðinn), opin landamæri, leyfa erlendum glæpahópum að starfa á Íslandi, forvirkar rannsóknaheimildir lögreglunnar ekki leyfðar, vanfjármögnuð lögregla sem er of lítil, Landhelgisgæslan vanfjármögnuð, gallað skólakerfi (bæði grunnskóli og framhaldsskóli), fátækt umborin á Íslandi á meðan mulið er undir aðkomið fólk, skortur á úrræðum (húsnæði) fyrir aldrað fólk, ríkismiðillinn RÚV enn við lýði, íslenskan og íslensk menning á í vök að verjast og ef einhverju er hér gleymt, þá má það koma hér í athugasemdum.   

 


Stjórnarskrá sem á standast tímans tönn

Bandaríkjamenn eiga stjórnarskrá sem hefur staðist tímans tönn og í grunninn verið óbreytt frá 1776, svo góð er hún. Að sjálfsögðu hefur verið bætt við hana viðaukum enda bandarískt samfélag mikið breytt frá stofnun. Íslendingar eiga líka til stjórnarskrá sem er frá 1874 að stofni til.

Ég hef opinberlega gagnrýnt íslensku stjórnarskránna fyrir tvær greinar sem eru greinilega illa ígrundaða en látið annað í friði.

Vandinn við stjórnlagaþingsmennina hversu einsleitir þeir voru/eru í hugsun og skoðunum. Það vantaði heimsborgara með víðsýna hugsun. Svo held ég að enginn hafi beðið liðið um að breyta stjórnarskránni alfarið. Til hvers? Voru ekki margar greinar í henni góðar? Stjórnlagaþingmennirnir breyttu svo engu á endanum.

Svo vantar í stjórnaskrána ýmislegt. T.d. það ákvæði sem tekið var út varðandi varnarskyldu borgaranna ef til styrjaldar kemur. Ríkisstjórn getur ekki skyldað menn til varnar á hættutímum ef stjórnarskráin er ekki með ákvæði um það. Það heggur of nærri einstaklingsfrelsinu.

Varðandi breytingar almennt, þá sagði sagnfræðingurinn Will Durant eftirfarandi: "Því er hinn íhaldssami sem berst gegn breytingum jafndýrmætur og róttæklingurinn sem hvetur til þeirra - ef til vill enn dýrmætari þar sem rætur eru mikilvægari en ágræddir sprotar. Reynsla hins íhaldssama hefur gengið í gegnum eldskírn sögunnar en nýju hugmyndirnar ekki." Mér finnst að á stjórnlagaþing hafi aðeins róttæklingar valist sem öllu vildu breyta...og áorkuðu ekki neitt fyrir vikið. Nú liggur stjórnarskráin í salti. Kannski ekki slæmt. En það er eitt sem mætti breyta, beint lýðræði mætti koma á. Fulltrúar okkar eru ekki vandanum vaxnir í flestum málum.

Stjórnarskráin á að vera lifandi plagg sem tekur hægfara breytingum.

---

Bloggritari skrifaði grein um breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sjá slóð: Breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna gerðar til að vernda borgaranna gegn ásókn ríkisins

Hún er hér í fullri lengd:

Lítill er máttur einstaklingsins gagnvart almáttugu ríkisvaldinu. Bandaríkjamenn hafa verið sniðugri en Íslendingar að gæta að réttindum einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur staðist tímans tönn en þó hefur verið bætt við hana með tímum og þá sérstaklega til að vernda borgaranna eins og áður sagði, gegn ríkinu. Kíkjum á helstu breytingarnar.

Fyrsta breyting (1791): Verndar málfrelsi, trúfrelsi, funda- og fjölmiðlafrelsi.

Önnur breyting (1791): Verndar réttinn til að bera vopn.

Þriðja breyting (1791): Bannar stjórnvöldum að vista hermenn í heimahúsum á friðartímum án samþykkis eigandans.

Fjórða breyting (1791): Ver gegn óeðlilegri leit og gripdeild (lögrelgu eða hers) og krefst heimildar sem byggist á líklegri ástæðu.

Fimmta breyting (1791): Verndar gegn sjálfsákæru, tvöfaldri hættu og tryggir réttláta málsmeðferð og réttláta bætur fyrir einkaeign sem tekin er til almenningsnota.

Sjötta breyting (1791): Tryggir rétt til sanngjarnrar og skjótrar málsmeðferðar, rétt til lögfræðings og rétt til að mæta vitnum.

Sjöunda breyting (1791): Tryggir rétt til dóms fyrir kviðdómi í einkamálum sem varða ákveðin ágreiningsmál.

Áttunda breyting (1791): Bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar og óhóflega tryggingu eða sektir.

Níunda breyting (1791): Tekur fram að réttindi sem ekki eru sérstaklega nefnd í stjórnarskránni haldist af fólkinu.

Tíunda breyting (1791): áskilur sér vald sem ekki er framselt til alríkisstjórnarinnar til ríkja eða þjóðar.

Ellefta breyting (1795): Takmarkar getu til að lögsækja ríki fyrir alríkisdómstól.

Tólfta breyting (1804): Breytir kjörferlinu við að kjósa forseta og varaforseta.

Þrettánda breyting (1865): Afnám þrælahalds.

Fjórtánda breyting (1868): Skilgreinir ríkisborgararétt, tryggir réttláta málsmeðferð og jafna vernd samkvæmt lögum og fjallar um málefni eftir borgarastyrjöld.

Fimmtánda breyting (1870): Bannar synjun atkvæðisréttar á grundvelli kynþáttar eða litarháttar.

Sextánda breyting (1913): Leyfir þinginu að leggja á tekjuskatta.

Sautjánda breyting (1913): Stofnar beina kosningu bandarískra öldungadeildarþingmanna með almennum kosningum.

Átjánda breyting (1919): Bannaði framleiðslu, sölu og flutning á áfengum drykkjum (afnumin með 21. breytingu).

Nítjánda breyting (1920): Veitir konum kosningarétt.

Tuttugasta breytingin (1933): Setur skilmála fyrir forseta og þing og fjallar um röð forseta.

Tuttugasta og fyrsta breytingin (1933): Niðurfellir 18. breytingin og bindur enda á bann á sölu áfengis.

Tuttugu og önnur breyting (1951): Takmarkar forseta við tvö kjörtímabil í embætti.

Tuttugu og þriðja breyting (1961): Veitir íbúum Washington, D.C., kosningarétt í forsetakosningum.

Tuttugasta og fjórða breytingin (1964): Bannar kosningaskatta í alríkiskosningum.

Tuttugasta og fimmta breytingin (1967): Tekur á forsetaembættinu og brottvikningu forseta sem er ófær um að gegna skyldum sínum.

Tuttugu og sjötta breyting (1971): Lækkar kosningaaldur í 18 ár.

Tuttugasta og sjöunda breytingin (1992): Frestar launahækkunum þingsins fram að næstu kosningalotu.

Eins og sjá má, snérust stjórnarskrárbreytingarnar fyrir 1900 um bætta stöðu einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Flestar breytar eftir 1900 snúa um að setja ríkisvaldinu skorður, það er misbeitingu valdsins.

Er eitthvað hér sem við Íslendingar getum lært af?


Elur RÚV á sundrungu?

Það er alveg einstakt að fylgjast með nátttröllinum sem kallar sig RÚV, útvarp allra landsmanna. Ríkilsmiðillinn var stofnaður 1966 þegar fátt var um fína drætti í fjölmiðlamálum. Það má eiginlega segja að sjónvarp RÚV hafi verið stofnað til höfuðs Kanasjónvarpsins sem naut mikilla vinsælda meðal þeirra sem náðu útsendingum þess og höfðu sjónvarp yfirhöfuð. RÚV átti að verja íslenska menningu sem það gerði með miklum sóma framan af.

Saga og menning Íslands síðastliðina 58 ára lifir nú í formi myndefnis, þökk sé RÚV.  En sjónvarpstækni er nú þannig að jafnvel einstaklingar og einkafyrirtæki geta einnig sinnt sjónvarpsútsendingum.  Upp úr 1980 fóru frelsisvindar að streyma til Íslands og náðu landinu 1986 er Stöð 2 og Bylgjan sama ár voru með mikilli andstöðu íhaldssamra afla (vinstri og hægri manna).

Gott og vel, einkaframtakið og ríkisvaldið, starfa á sama vettvangi og hafa gert allar götur síðan. En smám saman hefur hallað á einkaframtakið og nú er RÚV risi á litlum fjölmiðlamarkaði í gjörbreyttu fjölmiðlaumhverfi. Dagblöð eru nánast horfin, fjölmiðlar komnir á netið og einstaklingar geta rekið einka fjölmiðla í formi hlaðvarps. Frelsið orðið algjört, ekki satt?

Nei, einkaframtakið er að sundrast niður í sífellt smærri einingar, og frábærir fjölmiðlar eins og N1, Sýn og hvað þeir hétu, já hétu, því að þeir þoldu ekki ójafna samkeppni við ríkisfjölmiðil sem fær milljarða ofan á milljarða í forgjöf og gáfu upp laupana.  Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að hafa ríkissjónvarp á 21. öld. Engin.

Verra er að RÚV er orðið rammpólitískt (hefur alltaf verið með einkenni en reynt að fela tilhneiginguna með andliti hlutleysis). Það segist vera að þjóna öllum á landinu.  Það ryðst meira segja inn á ný svið, TikTok, til að einoka nýjan vettvang. RÚV, útvarp Íslendinga, er svo ríkt að það getur verið með fréttir á pólsku og ensku. Látum vera að einhverjar fréttir eru á ensku, jú, enskan er alþjóðatungumál og útlendingar sem búa hér, nýkomnir eða túristar, þurfa að geta leitað sér frétta, til dæmis um eldgos.

En af hverju á pólsku? Pólverjar, frábært fólk og vinnusamt, eru stærsti minnihlutahópurinn á Íslandi. Sumir ætla að setjast að en aðrir að staldra stutt við. En þeir sem ætla að setjast hér að, til frambúðar, samlagast seint eða aldrei, ef þeir þurfa ekki að lesa eða tala íslensku. Þetta elur á sundrungu og enga samlögun.

Hvað er aftur tískuorðið í dag, innleiðing útlendinga að íslensku samfélagi? Enginn skilur hugtakið og virðist það vera orðskrípi. Í raun er það svo að við Íslendingar hafa þurft að aðlagast útlendum hópum sem setjast hér að, ekki öfugt. Íslendingum er að takast að búa til hliðarsamfélög í örríkinu Íslandi. Þarna á RÚV stóran þátt og því á fullyrðingin, að RÚV ali á sundrungu, rétt á sér, þótt hér sé hart dæmt.

En bloggritari má gagnrýna RÚV, jú, hann borgar nauðugur árlega af tekjum sínum í þennan fjölmiðil sem og fjölskyldan hans. Held að engar breytingar sé að vænta í rekstri og umhverfi RÚV á meðan núverandi stjórnmálastétt er við völd.  Núverandi mennta og ferðamálaráðherra, hefur ekki gert neitt til að breyta einokunarstöðu RÚV.  Ekkert. Það er ekkert frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaðinum fyrir einstaklinginn, ef hann er nauðugur til að borga fyrir ríkisfjölmiðil. Svona eru fjármunum skattborgarans sólundað í alls óþarfa, og í fólk sem ríkið þarf að ala (lesist: Listamenn í ævilangri áskrift að skattfé ríkisins) eins og segir í laginu Austurstræti eftir Ladda.

 

 


Styrkleikar lýðræðis eru líka veikleikar þess

Það er venjulega talað um þrjú form stjórnkerfa, konungsdæmi, lýðræði og harðstjórn í sögulegu samhengi og hefur verið frá upphafi siðmenningar fyrir 10 þúsund + árum. Áður ríkti ættbálkastjórn og -menning. Þetta eru einkenni borgarmenningu. Byrjum á skilgreiningum og muninn á stjórnarformum:

Konungsríki, lýðræðisríki og einræði/harðstjórn tákna þrjá aðskilda stjórnarhætti, hvert með eigin einkenni og meginreglur um stjórnarhætti:

Í konungsríki er fullveldi í höndum eins einstaklings, venjulega einvalds, sem erfir stöðuna sem byggist á arfgengum arf.

Konungurinn fer með æðsta vald yfir ríkinu og stofnunum þess, oft með völd sem eru ekki háð lýðræðislegu eftirliti eða stjórnarskrárbundnum takmörkunum.

Sögulega séð voru konungsríki ríkjandi stjórnarform, en í dag hafa mörg konungsríki þróast yfir í stjórnarskrárbundið konungsríki, þar sem völd konungsins eru takmörkuð af stjórnarskrá og lýðræðislegar stofnanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnarháttum.

Lýðræði er stjórnarform þar sem vald er í höndum fólksins sem fer með það beint eða í gegnum kjörna fulltrúa.

Lýðræðislegar meginreglur fela í sér frjálsar og sanngjarnar kosningar, réttarríki, verndun réttinda og frelsis einstaklinga, aðskilnað valds og ábyrgð stjórnvalda.

Lýðræðisríki miða að því að ákvarðanir stjórnvalda endurspegli vilja meirihlutans um leið og réttindi og hagsmunir minnihlutahópa standa vörð.

Einræði er stjórnarform þar sem vald er safnað í hendur eins einstaklings eða lítils hóps (flokkræði), oft án þess að þurfa að bera ábyrgð á fólki.

Einræðisherrar stjórna venjulega með einræðislegum hætti, bæla niður andóf, stjórna fjölmiðlum og miðstýra valdinu til að halda tökum á valdinu.

Þó að sum einræðisríki geti haft stuðning eða lögmæti almennings, skortir þau oft lýðræðislegar meginreglur um gagnsæi, ábyrgð og virðingu fyrir einstaklingsréttindum.

Þessar stjórnarhættir tákna mismunandi nálganir á stjórnsýslu, með mismikilli þátttöku almennings, frelsi og ábyrgð. Þótt konungsríki, lýðræðisríki og einræðisríki hafi verið til í gegnum tíðina og haldi áfram að lifa saman á mismunandi stöðum í heiminum, getur útbreiðsla og samþykki hvers kerfis verið mismunandi eftir menningarlegum, sögulegum og landfræðilegum þáttum.

Þegar lýðræðið fellur

Það eru margar ástæður fyrir að lýðræðisríki falla. Oftast er það vegna innbyrgðis átaka eða hópur manna nýtir sér lýðræðislegt ferli til að fella það. Dæmi um það er valdataka fasista, kommúnista og aðra hópa.

Lítill hópur fólks getur hugsanlega rænt lýðræðinu með ýmsum hætti, nýtt sér veikleika í kerfinu eða nýtt sér samfélagslegar og pólitískar aðstæður. Hér eru nokkrar leiðir sem þetta getur gerst:

Samþjöppun auðs og valds. Lítill hópur auðugra einstaklinga eða fyrirtækja getur haft óhófleg áhrif á stjórnmálaferlið með hagsmunagæslu, framlögum í herferð og annars konar fjárhagsaðstoð. Þetta getur leitt til stefnu sem fyrst og fremst gagnast hagsmunum ríku elítunnar frekar en breiðari íbúa. Bandaríkin gott dæm um það?

Meðferð fjölmiðla. Hægt er að nota eftirlit eða áhrif á fjölmiðlum til að móta almenningsálitið og stjórna frásögninni og valda þannig kosningum og grafa undan lýðræðislegu ferli. Hægt er að nota áróður, rangar upplýsingar og ritskoðun til að hagræða almenningi og bæla niður ágreining. Þetta var gert á 19. og 20. öld með góðum árangri en síður með tilkomu internetsins. Hefðbundnir fjölmiðlar eiga í vök að verjast en einstaklingurinn er orðinn fréttaveita.

Afskipti af kosningum. Utanaðkomandi aðilar, eins og erlend stjórnvöld eða aðilar utan ríkis, geta reynt að hafa afskipti af lýðræðislegum ferlum með tölvuþrjóti, óupplýsingaherferðum eða öðrum leynilegum aðferðum. Með því að hafa áhrif á kosningaúrslit eða sá vantrausti á kosningaferlið geta þær grafið undan lögmæti lýðræðislegra stofnana.

Reynt á mörk stofnana (e. gerrymandering) og kosningasvindl. Meðhöndlun á kosningamörkum, kúgunaraðferðum eða hlutdrægum kosningakerfum getur hallað leikvellinum í þágu tiltekinnar stjórnmálaflokks eða flokks. Þetta getur leitt til brenglaðrar framsetningar og sviptingar ákveðnum hluta íbúanna.

Yfirvaldstaktík. Kjörnir leiðtogar eða stjórnmálaflokkar geta smám saman rýrt lýðræðisleg viðmið og stofnanir með því að miðstýra valdinu, grafa undan sjálfstæði dómstóla, takmarka borgaraleg frelsi og veikja eftirlit og jafnvægi. Þetta getur leitt til samþjöppunar valds í höndum fárra einstaklinga eða stjórnarflokks og í raun grafið undan lýðræðisferlinu. Sjá má þetta í viðleitni demókrata í Bandaríkjunum, með ofuráherslu á mátt alríkisstjórnarinnar, nota stofnanir og dómstóla til að herja á andstæðinga (Trump og repúblikana).

Spilling og vinsemdarhyggja. Frændhygli (e. nepotismi), mútur og aðrar tegundir spillingar geta grafið undan heilindum lýðræðisstofnana og ýtt undir refsileysi meðal valdaelítu. Þetta getur leitt til þess að opinberar auðlindir eru notaðar til einkahagnaðar og að raddir stjórnarandstæðinga verði jaðarsettar.

Kreppunýting sem leið til valda. Kreppur, hvort sem þær eru raunverulegar eða framleiddar, geta tækifærissinnaðir leiðtogar nýtt sér til að treysta völd og réttlæta valdsstjórnarráðstafanir. Heimilt er að beita neyðarvaldi til að stöðva lýðræðisleg réttindi og bæla niður ágreining í skjóli þess að viðhalda reglu eða þjóðaröryggi. Sjá má þetta í Rússlandi samtímans og Kína.

Í sameiningu geta þessir þættir skapað aðstæður þar sem lýðræði verður viðkvæmt fyrir meðferð og niðurrifjun fámenns hóps einstaklinga eða sérhagsmunaaðila. Að standa vörð um lýðræði krefst árvekni, gagnsæis, sterkra stofnana og virks borgaralegrar þátttöku til að koma í veg fyrir slíkar tilraunir til að ræna og halda uppi meginreglum lýðræðislegra stjórnarhátta.

Hætturnar að lýðræðisríkjum koma líka utanfrá. Opin landamæri reyna á menningu og tungu innfæddra, velferðakerfa, heilbrigðiskerfa og menntakerfa og alla innviði.  Rómverjar reynda að vera með lokuð landamæri en tókst ekki til langframa. Afleiðingin var að stórir hópar framandi fólks (germanir) settust að innan landamæra Rómaveldis, fengu lönd, héldu tungu og menningu og bjuggu þar með í hliðarsamfélögum við hliðar rómversku samfélagi. Samheldnin hvarf þar með, og þegar illa áraði, spurði fólk sig, til hvers að vera Rómverjar? Bara skattar, áþján og skyldur um herþátttöku. Menn flúðu á náðir barbaranna, villimennina. 

Er hið slíkt sama að gerast í Bandaríkjunum samtímans? BNA bera öll merki hnignunar, ofurskuldir (1 trilljón USD á 100 daga fresti í auknar skuldir), óstjórn á landamærunum, 10 milljónir + sem fara ólöglega yfir landamærin síðastliðin 3 ár, allir innviðir svigna (líkt og á Íslandi), virðist vera varanlegur klofningur í bandarísku þjóðfélagi og mismunandi gildi meðal borgaranna sem ekki virðist vera hægt að sætta. Ameríska öldin á enda?

Lýðræðið mun falla, bara spurning hvenær. Tæki einræðis eru þegar komin fram. Gervigreindin, eftirlitsmyndavélar, róbótar (vélmenni) koma í stað verkamannsins eða hermannsins og önnur tækni gera eftirlit með lífi borgarans næsta auðvelt. Sjá Kína. Borgarinn fær samfélagsstig, plús eða mínus, eftir því hversu löghlýðinn (við yfirvöld) hann er. Hefði George Orwell átt að skýra bók sína 2034 í stað 1984?


Ríkisvaldið og ríkisútgjöld

Eftir því sem vald ríkisins eykst minnkar frelsi borgaranna.

Skattlagning kemur í stað hvata, ósjálfstæði kemur í stað ábyrgðar; Fleiri leita til stjórnvalda vegna lífskjara sinna en eigin viðleitni. Þannig liggur samfélagsleg hrörnun og efnahagslegur veikleiki.

Lýðræði snýst ekki um að gefa eftir hverri kröfu heldur um að viðurkenna hinn harða efnahagslega sannleika og standa við hann. Það er aðeins ef maður heldur ströngu eftirliti með opinberum útgjöldum sem maður getur haldið niðri skattlagningu.

Þessa lexíu lærir hin hagsýna húsmóðir fyrsta árs búskapar og kaupsýslumaðurinn við upphaf rekstur sinn en hinu óábyrgu þingmenn aldrei, því þeir eru að sýsla með annarra manna peninga.

Það eru hreinlega ekki til peningar fyrir öllu sem við viljum gera og því verðum við að forgangsraða, alltaf.

Tökum eitt áþreifanlegt dæmi. Í ár er áætlað að það fari 20 milljarðar í hælisleitenda iðnaðinn hið minnsta en Vegagerðin fær 13 milljarða til að gera við handónýtt vegakerfi. Lélegir vegir leiða til dauðaslysa og slysa almennt. Vegagerðin vildi fá 17-18 milljarða og helst 21 milljarða til að vega upp viðhaldsskuld en fær ekki.

Ríkið, sem erum við skattborgararnir og aðstandendur þeirra, ber fyrst og fremst skylda við íslenskt þjóðfélag og borgara, ekki flækinga. Það er eitthvað vitlaust gefið.


Margaret Thatcher og Vigdís Finnbogadóttir

Hér hefur verið minnst á Ronald Reagan og tengsl hans við Ísland. En Margaret Thatcher átti líka samskipti við Ísland og Íslendinga. Hér er þýdd ræða Thatcher sem hélt fyrir Vigdísi Finnbogadóttur.

 

Frú forseti,

Það var okkur ánægja að bjóða þig velkomna í London í júlí síðastliðnum í brúðkaup prinshjónanna af Wales. En heimsókn þín í þessari viku er fyrsta opinbera heimsókn íslensks þjóðhöfðingja til Bretlands síðan 1963 eða í 19 ár. Allt of langt bil.

Sem fyrsta kona í embætti forsætisráðherra þessa lands veitir það mér sérstaka ánægju að bjóða þig velkomna – fyrstu lýðræðislega kjörnu þjóðhöfðingjakonuna í heiminum.

En svo hefur Ísland alltaf verið brautryðjandi lýðræðis. Þing þitt, Alþingi, hafði setið öldum saman áður en okkar eigin þingmóðir kom fyrst saman. Konur á Íslandi hlutu atkvæði um tíu árum á undan konum hér.

Lönd okkar tvö eru tengd af sögu, verslun, ferðaþjónustu og pólitískum hugsjónum.

Framlag Íslendinga/víkinga til breskrar sögu og menningar er vel skjalfest. Það var efni á síðasta ári bæði sýningar og líflegra deilna í dálkum The Times: voru víkingar miklir dýrlingar eða miklir syndarar?

Hvernig sem þú svarar þeirri spurningu getum við öll verið sammála um að Íslendingar hafi verið mikil skáld. Sögur eru meðal helstu minnisvarða evrópskrar siðmenningar.

Við höfum verið eitt af þremur mikilvægustu viðskiptalöndum þínum í mörg ár. Og þegar við lítum til baka, munum við aldrei gleyma því að í seinni heimsstyrjöldinni átti Ísland mikilvægan þátt í að hjálpa til við að halda sjóleiðunum opnum og Bretlandi fyrir fiski. Margir Íslendingar létu lífið við það.

Mér finnst gaman að halda að Bretland hafi staðið sem guðforeldri við fæðingu lýðveldisins árið 1944 - þegar við sendum hermenn til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja.

Landið þitt hefur verið nógu gott til að halda þessari hersetu ekki gegn okkur. Þið takið nú vel á móti breskum ferðamönnum í vaxandi fjölda. Dregist að landslagi þínu, fuglalífi og laxveiði. Meðal þeirra, prinsinn af Wales, fyrsti konunglega gesturinn sem hringdi til þín árið 1980 eftir embættistöku þína.

Bretar meta mikið framlag Íslendinga til öryggis vestræns samfélags. Ísland hefur gengist undir þá ábyrgð sem mikilvægri landfræðilegri stöðu hennar hefur skapað og hefur reynst lykilaðili í Atlantshafsbandalaginu. Við og þú deilum sömu gildum og hugsjónum og stefnum að sömu markmiðum:

Heimsfriður, réttarríki og alþjóðleg viðskipti og samvinna.

Eins og þú sagðir sjálf, frú forseti, í setningarræðu þinni: "Okkur ber öllum, sem þegnum heimsins, skylda til að leggja okkar af mörkum til okkar ýtrasta getu til áframhaldandi framfara í anda mannkyns".

Miðvikudagurinn 17. febrúar 1982
Margaret Thatcher

Speech at lunch for President of Iceland (Mrs Vigdis Finnbogadottir)

https://www.margaretthatcher.org/document/104876


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband