Fall siðmenningar í Evrópu - London og Róm um 500 e.Kr.

Ég hef alltaf verið heillaður af hvernig siðmenning getur fallið og "villimennskan" tekið yfir. Að þekkingin sem fylgir siðmenningunni geti horfið og frumstæðara samfélag tekið við.

Gott dæmi um þetta er fall Rómaveldis en það er bara eitt af mörgum siðmenningarsamfélögum sem hafa fallið og horfið í gegnum aldirnar. Talandi um þjóðir og ríki sem hafa horfið í aldanna rás. Sagan er ekki alltaf línuleg framþróunarsaga, heldur stundum eitt skref áfram og stundum skref aftur á bak.

Örlög Rómaveldis er áminning til okkar um að okkar siðmenning getur einnig fallið. Ég held reyndar meira þurfi til að þekkingin hverfi í dag, því að allt mannkynið deilir þessa þekkingu en ein öflug kjarnorkustyrjöld getur samt sent mannkynið aftur á steinaldarstig og fáir lifað af.

Það sem hefur komið mér á óvart að sjálf borgin Róm féll raunverulega ekki árið 476 e.Kr., heldur héldu "villimennirnir" borginni við næstu 60 árin eða til 536 e.Kr.  Borgin eilífa var rænd þrisvar sinnum á 5. öld en árásaliðin rændu bara öllu lauslegu en leyfðu byggingunum að standa. Germanarnir sem stjórnuðu borginni reyndu meira segja að laga og endurreisa frægar byggingar eins og Colosseum og aðrar byggingar. Íbúarnir höfðu fækkað en voru enn milli 100-150 þúsund talsins. Germanarnir héldu við rómversk tignarheiti og stjórnkerfi. Þannig var þetta til ársins 536 e.Kr. En þá var setið enn á ný um borgina.

Fyrsta umsátrinu um Róm í Gotneska stríðinu stóð yfir í eitt ár og níu daga, frá 2. mars 537 til 12. mars 538. Borgin var umsetin af austurgotíska hernum undir stjórn Vitiges konungs þeirra; Austur-Rómverjar sem vörðust voru undir stjórn Belisarius, einn frægasti og farsælasti hershöfðingi Rómverja.

En það var ekki bara innrásarlið sem ógnaði borginni eilífu.

Árið 536 e.Kr. var tímamótaár í sögu mannkyns. Þá myrkvaði stór hluti heimsins í heila 18 mánuði, þegar dularfull þoka lagðist yfir Evrópu, Miðausturlönd og hluta Asíu. Þokan eða hulu slæða blokkaði sólina og olli því að hiti lækkaði, uppskera brást og fólk dó. Þá hófst, mætti segja, hin bókstaflega myrka öld miðalda.

Nú hafa vísindamenn uppgötvað eina helsta uppsprettu þeirrar þoku. Hópurinn greindi frá því í fornöld að eldgos á Íslandi snemma árs 536 hafi hjálpað til við að dreifa ösku um norðurhvel jarðar og skapa þokuna. Líkt og eldgosið í Mount Tambora árið 1815 - mannskæðasta eldgos sem sögur fara af - var þetta eldgos nógu stórt til að breyta loftslagsmynstri á heimsvísu og olli hungursneyð í áratug. Já, eldgos á Íslandi voru örlagavaldar og ekki erum við búin að gleyma móðuharðindum 1783-85 sem kom frönsku byltingunni af stað.

Hvernig nákvæmlega litu fyrstu 18 mánuðir myrkurs út? Býsanska sagnfræðingurinn Procopius skrifaði að „sólin gaf frá sér ljós sitt án birtu, eins og tunglið, allt þetta ár.“ Hann skrifaði líka að svo virtist sem sólin væri stöðugt í myrkva; og að á þessum tíma „varu menn hvorki lausir við stríð né drepsótt né neitt annað sem leiddi til dauða." Drepsóttin sem kom 541 e.kr.  er talin hafa eytt helming íbúa austrómverska ríkisins. Plágan skall fyrst á Konstantínópel árið 541. Þaðan breiddist hún út um Miðjarðarhafið og hafði áhrif á margar strandborgir.

Síðan lá leiðin um Evrópu og inn í Asíu. Fyrsta bylgja plágunnar, Justinianusplágan, stóð frá 541 til 549, en það var ekki endirinn. Smitin vörðu í raun í hundruðir ára. Þetta var plága sem fólk þurfti að lifa með, af og til, frá einni öldu til annarrar, allt sitt líf. Það tók ekki enda fyrr en um miðja áttundu öld.

Erfitt er að áætla hversu margir dóu í plágu Justinianusar, þó nokkrar tölur hafi verið skráðar. Konstantínópel þjáðist mikið af heimsfaraldrinu og missti 55–60% íbúanna. Milli fimm og tíu þúsund manns dóu á hverjum degi í plágunni, sem að lokum drap milljónir manna.

En þetta er önnur saga og við erum að fjalla um afdrif Rómaborgar. Eftir umsátur Gota árið 537 hrundi íbúafjöldinn niður í 30.000 en hafði aftur vaxið í 90.000 þegar Gregoríus mikli varð páfi. Stríð og náttúruhamfarir til samans er ávísun á fall siðmenningar.

Hér er slóðin fyrir sögu Rómar til ársins 536 e.Kr.

Róm um 476 e.Kr.

En merkilegra er hversu hratt fall veldis Rómar var á Bretlandseyjum og hversu menn börðust hart við að halda í "siðmenninguna" þrátt fyrir allt.

Um 500 e.Kr. hafði rómverska heimsveldið yfirgefið Bretland næstum öld áður (410 e.Kr.) og rómversk siðmenning tilheyrði fortíðinni.

Bretland hafði sloppið við verstu vandræði þriðju aldar, þegar stór hluti afgangsins af rómverska heimsveldinu hafði þjáðst af hendi innrásarherja og uppreisnarmanna. Fyrri hluti fjórðu aldar var tímabil friðar og velmegunar - sum af stærstu og fallegustu rómversk-bresku einbýlishúsunum eru frá þessum tíma.

Árið 367 yfirgnæfðu innrásir bæði frá Skotlandi og Írlandi landamæravarnir, en virðast ekki hafa komist í gegn til suðurs. Velmegun hélst þar til rómversk stjórnvöld drógu landvernd sína til baka árið 410. Skömmu síðar olli blanda af endurnýjuðum innrásum Pikta, Íra og nú Engilsaxa  mikilli eyðileggingu, sem rómversk-bresk siðmenning, alltaf bundin við bæi og einbýlishús (villas), náði sér aldrei á strik eftir.

Upp úr miðri fimmtu öld tóku engilsaxneskir ættbálkar að flytjast mikið til suður- og austurhluta Englands. Með alvarlegri truflun á viðskiptum, og gamla rómverska stjórnsýslukerfið dauðvona og nýliðarnir sem voru fjandsamlegir borgarmenningunni, féllu einkenni rómversks lífs – bæir, einbýlishús, latneska tungumálið, læsi, kristindómur – í verulegri hnignun. Þessi einkenni höfðu nánast horfið um 500.

London á sama tíma var komin í rúst, ríkustu íbúarnir lifðu í "gate communities" en allt umfang borgarinnar og ásýn var komið niður í svaðið og lítið að umfangi. Mestu mistök landstjóra Englands var að fara með allan her Rómverja á meginland Evrópu og til Rómar að berjast um keisarasætið.Þetta gerðist nokkrum sinnum og alltaf skildu þeir eftir íbúanna upp á náð og miskunn óvina en herlið Rómverja í Bretlandi var eitt það öflugasta innan rómverska hersins.

Skotar og Engilsaxar sem notuðu tækifærið til að rupla og rænda og eyðileggja. En samt má segja að rómversk menning hafi smá saman fjarað út, byggingar og menning horfið hægt og rólega.

Þeir sem tóku yfir reyndu að stæla "rómversku risanna" sem bjuggu til leifarnar sem þeir sáu en skildu ekki. Þeir höfðu heldur ekki baklandið né getu til að halda siðmenningunni við. Segja má að Rómaveldi hafi fallið fyrr á Bretlandi en á sjálfri Ítalíu. Austrómverska ríkið Býsant lifði svo af næstu 1000 árin en það er önnur saga að segja frá.

London um 500 e.Kr.

 


Evrópa enn á villigötum í varnarmálum - Ísland áfram herlaust

Er Rússland hóf átök í Úkraníu 2014 í svo kölluðu staðgengilsstríði í Donbass héruðum, ákváðu NATÓ-ríkin sameiginlega að hvert aðildarríki auki framlög sín til varnarmála sem samsvarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu.

Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum samkvæmt fréttum.

Í frétt Kjarnans 2019 af málinu segir að 2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019  eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum. Gerir það ekki 0,039% af 56 milljörðum sem eru 2% af vergri þjóðarframleiðslu það árið? Verg þjóðarframleiðsla fyrir árið 2019 var 2.965.617 milljónir. Þannig að framlög Íslands til varnarmála það árið var 0,00074% !!!

Svo segir "Framlög Íslands til varnarmála árið 2019 eru 2.185 milljónir króna miðað við 1.592 milljónir króna árið 2017." Er þetta ekki dropi í hafi?

Aftur til meginlands Evrópu. Enn drógu Evrópuþjóðirnar lappirnar og héldu flestar þjóðarnar sig við 1% markið. Til valda komst hinn óútreiknalegi Donald Trump í Bandaríkjunum. Í heimsókn sinni til Evrópu, þar sem hann hitti framkvæmdarstjóra NATÓ meðal annars, húðskammaði hann Evrópuþjóðirnar fyrir slóðaskap. Frú Evrópa sármóðgaðist og vönduðu evrópskir fjölmiðlar honum ekki kveðjurnar.  En svo kom í ljós að karlinn hafði rétt fyrir sér í þessum efnum eins og mörgum öðrum, Evrópa var í raun varnarlaus og ekki tilbúin í alvöru Evrópustríð er Úkraníustríðið hófst í marsmánuði.

Þetta hafa leiðtogar NATÓ eflaust viðurkennt í hljóði og rætt málið sín á milli án þess að mikið beri á. Svo kom litla barnið og benti á að keisarinn væri nakinn en Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finna, sagði í gær að Evr­ópa væri ekki nógu „öfl­ug“ til að geta mætt inn­rás Rússa í Úkraínu og að álf­an hefði þurft að reiða sig á stuðning Banda­ríkj­anna. Þetta kem­ur fram hjá mbl.is - sjá slóð: „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“

Þar segir: "Árið 2020 fór u.þ.b. 3,7% lands­fram­leiðslu Banda­ríkj­anna til varn­ar­mála, en á sama tíma voru fram­lög Evr­ópu­land­anna í NATO og Kan­ada í mála­flokk­inn að jafnaði  1,77% af lands­fram­leiðslu." Hver eru framlög Íslands til varnarmála fyrir árið 2022? Einhver sem hefur töluna á reiðum höndum?

En snúum okkur að heildarstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum landsins: Á vef Stjórnarráðs Íslands segir:  "Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er það leiðarljós sem starfað er eftir í varnar- og öryggismálum. Þar kemur fram að grundvallarforsenda stefnunnar sé staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hafi burði né vilja til að ráða yfir her og tryggi öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana."

Hafi ekki ,,burði né vilja til að ráða yfir her"? Það er alveg ljós að það er enginn vilji meðal íslenskra ráðamanna til að koma upp íslenskum her og áfram eigi að reiða sig á Evrópu sem hækju og Evrópa reiðir sig á Bandaríkin sem hækju...það ganga allar Evrópuþjóðirnar með hækjur!

En ég er ekki sammála því að hér sé ekki hægt að koma upp íslenskan her eða varnarsveitir. Í grein minni hér á undan um Agnar Kofoed Hanssen minntist ég á að bandarískir hershöfðingjar höfðu áhuga á að Íslendingar kæmi sér upp varnarsveitir og leituðu þeir til Agnars en hann naut gríðarlegra virðinga hjá þeim.

Fyrir þá sem lásu ekki grein mína um Agnar, segir eftirfarandi um þessar umleitanir: "Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess. Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi."

Það er því pólitískt viljaleysi eða hræðsla við að ríða á vaðið sem veldur því að íslenskir ráðamenn forðast að ræða um stofnun íslensks hers eins og heita kartöflu. Allir hræddir við kúgun háværs minnihluta vinstri afla á Íslandi sem ráðast á allar slíkar hugmyndir með stuðningi vinstri sinnaðra fjölmiðla með ofstopa.

En varnarmál eru ekki mál hægri manna, heldur allra Íslendinga. Vinstri sinnaðir flokkar eins og Viðreisn og Samfylkingin hafa verið beggja vegna borðs í þessum málum. Nú vantar bara leiðtoga á Alþingi Íslendinga.

Hinc censeo Islandiam proprium exercitum constituere.

 

 

 


Lögreglustjórinn Agnar Kofoed-Hansen

Ég ætla að fjalla aðeins um Agnar Kofoed-Hansen eftir að hafa lesið aftur bókina ,,Lögreglustjóri á stríðsárunum" eftir Jóhannes Helga en hún fjallar um kappann Agnars Kofoed-Hansens sem var frumkvöðull á svið lögreglu- og flugmála. Áður en ég rek frásögnina í bókinni, ætla ég að fara í æviágrip Agnars sem má rekja á Wikipediu.

Þar segir að Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 1915 – 23. desember 1982) hafi verið íslenskur flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins.

Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og Noregi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936 og tók þátt í stofnun Flugfélags Akureyrar 1937.

1940, eftir að hann hafði verið sendur á sumarnámskeið hjá SS-sveitum þýskra nasista sumarið 1939, var hann skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík og setti á fót njósnadeild Útlendingaeftirlitsins, svokallaða eftirgrennslanadeild. Hann sinnti starfi lögreglustjóra til ársins 1947. Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947-1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags 1982 (sótt 28. janúar 2015 á Wikipedia).

Í bókinni er rakin ótrúleg frásögn af því hvernig það var að reka lögreglulið á stríðsárunum. En Agnar var forsjáll maðir enda liðsforingjamenntaður frá Danmörku. Hann fór í kynnisferð til Danmerkur og Þýskalands til að kynna sér löggæslumál í þessum löndum árið 1939 enda sá hann, nýskipaður lögreglustjóri aðeins 25 ára gamall, í hvað stefndi hvað varðar styrjöld í áflunni. Hann reyndar rétt slapp með síðasta skipinu heim til Íslands síðsumarið 1939.

En hvers vegna Þýskaland? Að hans sögn fór hann reyndar til Þýskalands vegna þess að hann þekkti marga flugmenn þar og stundaði flug þarlendis. Vegna þess að hann taldist vera formlega gestur Himmlers – yfirmann lögreglumála í Þýskalandi (sem hann hitti reyndar aldrei vegna þess að stríðið var að brjótast út en átti að hitta hann) og hitti SS menn og þýska lögreglumenn, þá þóttust Bretar og síðar Bandaríkjamenn vera vissir um að hann væri nasisti. Þeir gleymdu að hann fór einnig til Danmerkur bæði á undan eftir Þýsklandsdvölina þar sem hann lærði einnig í lögreglufræðunum og fræddi dönsku leyniþjónustuna um það sem hann varð vís um í Þýskalandi að eigin sögn.

Á vefsetrinu Nei[1]er þessi frásögn Agnars rakin og sagt að þáverandi forsætisráðherra Íslands, Hermann Jónasson hafi staðið að utanförinni. Efni vefgreinarinnar snýst reyndar lítið um Agnar, heldur er verið að tengja saman stofnun Útlendingaeftirlitsins við meintar nasískar rætur Agnars. Í vefgreininni segir að í kjölfar heimkomu til Íslands hafi Agnar verið skipaður ríkislögreglustjóri og falið að skipuleggja „eftirgrennslanadeild“. Agnar fól Útlendingaeftirlitinu það hlutverk, sem frá árinu 2002 hefur borið heitið Útlendingastofnun. Í greinini er þessi spurningu varpað fram: ,,Um leið er vert að spyrja: skýra nasískar rætur Útlendingastofnunar stefnu hennar enn í dag? Í frásögninni kemur fram að yYfirlögreglustjóri Dana hafi lagt til, að stofnuð verði „eftirgrennslanadeild“ – „efterretningstjenste“ – eða öryggislögregludeild hjá lögreglustjóranum í Reykjavík.“

Við heimkomuna fól Agnar útlendingaeftirlitinu þetta verkefni eins og áður sagði og kom lítið að verkefnum hennar enda upptekinn dag og nótt við lögreglustörf. Sigurjón Sigurðsson, síðar lögreglustjóri Reykjavíkur, var yfirmaður Útlendingaeftirlitsins og deildar þeirra sem hlaut heitið ,,eftirgrennslardeild“ og segja má að hann hafi mótað starf stofnuninnar í útlendingamálum og ,,njósnamálum“. Eftirgrennslanadeildin starfaði innan útlendingaeftirliti lögreglunnar næstu tíu árin en þá beitti Bjarni Benediktsson sér, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir stofnun strangleynilegrar öryggisþjónustudeildar hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið.

Það hlýtur því að vera erfitt að kalla Útlendingaeftirlitð strax leyniþjónustu, þar sem hlutverk þess var eðlileg eftirgrennslan, líkt og útlendingastofnun gerir enn í dag, um uppruna fólk og tilgang með komuna til Íslands og dvalar í þeim tilfellum sem það átti við.

Forsaga þessi að stofnun Útlendingaeftirlitsins nær reyndar lengra aftur í tímann en með nýjum lögum 1936 var komið á fót útlendingaeftirliti innan íslensku lögreglunnar og sá hún um eftirlit með komum útlendinga til landsins og útgáfu dvalarleyfa. Á þeim tíma var hert mjög á eftirliti með útlendingum um alla Evrópu vegna ótta við njósnir og hryðjuverk. Í kjölfar þess að síðari heimsstyrjöld braust út var hert mjög á útlendingaeftirlitinu á Íslandi og þess meðal annars krafist að útlendingar tilkynntu um breytingar á búsetu sinni innanlands. Samkvæmt frásögn Þórs Whitehead stóð Hermann Jónasson fyrir því 1939 að komið var upp leynilegu eftirgrennslanakerfi undir hatti útlendingaeftirlitsins sem náði einnig til Íslendinga sem taldir voru geta ógnað öryggi ríkisins.

Ég get því varla tekið undir það skoðun að Agnar sjálfur hafi verið forkólfur að stofnun Útlendingastofnunnar né að nazískar rætur hans hafi skipt máli, þar sem það var í eðlilegum verkahring hans sem lögreglustjóra að hafa þessi mál á sinni könnu og stríð var yfirvofandi. Á þessum tíma var stjórnkerfið agnarsmátt og allir að vafra í öllu. Þess má meðal annars geta að sjálft Utanríksráðuneytið var til húsa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og bjó við þröngan kost og fáliðað starfsfólk langt fram eftir 20. öld og voru allar þessar opinberar stofnanir undir sama þaki, lögreglan í Reykjavík, Útlendingaeftirlitið, Almannavarnir og Utanríkisráðuneytið.

Hvað svo sem sagt verður um rasískar rætur Útlendingaeftirlitsins og tengsl Agnars við það, þá var aðalerindi hans að undirbúa íslensku lögregluna undir komandi átök. Dvaldist Agnar í Kaupmannahöfn sumarmánuðina 1939 og vann hjá ríkislögreglunni og kynnist stjórn og aðferðum hennar og dvaldi þar til 26. júlí. En 27. júlí fer hann til Berlínar, og er þar til 30. ágúst.

Í Þýskalandi átti hann þá tal við einn æðsta mann Nazistaflokksins, Bohrmann og var tilkynnt að hann væri einkagestur þýzku lögreglunnar og yfirmanns hennar, Heinrichs Himmlers, sem hann hitti aldrei að eigin sögn. Hins vegar staðfestir Agnar að hinn 10. ágúst hafi hann rætt við yfirmann Berlínarlögreglunnar, og kynntist þar ýmsum af aðferðum þýzku nazistalögreglunnar. Segir svo frá að hann muni fyrsti útlendingurinn sem hafi orðið slíks aðnjótandi. Um tíma ferðaðist Agnar um landið með nazistaleiðtoganum Dalüege í þessum erindum og til landamæra Tékkóslóvakíu.

Í bakaleiðinni hitti hann aftur danska lögreglumenn í Kaupmannahöfn og gat upplýst þá nokkuð um starfsemi nasista að eigin sögn. Aðalerindi hans var þó að kaupa ýmsan lögreglubúnað áður en haldið var heim á leið með M/S Esju sem var í sinni jómfrúarferð í septembermánuði 1939.

Agnar settur í embætti lögreglustjóra janúar 1940 og hóf þó óskiptra mála að endurskipuleggja lögregluna samkvæmt nýjum lögum um lögregluembættið sem sett voru í árslok 1939. Samkvæmt þeim bar lögreglustjóranum eingöngu að sinna lögreglustörfum og láta af dómara- og rannsóknarhlutverkinu.

Hvernig stóð Agnar sig í starfi? Kornungur maður sem hafði mætt andstöðu vegna aldur sins og bakgrunn en hann var hermenntaður og ekki lögfræðingur eins og venja var. Ef hann var nazisti í raun, hvernig tók hann þá á málum sem komu upp gagnvart Þjóðverjum og síðar Bretum og Bandaríkjamönnum þegar þeir stigu hér á land? Rekjum það aðeins í stuttu máli.

Það reyndi fljótt á húsbóndahollustu Agnars en aðeins fáeinum dögum eftir innsetningu í embætti lögreglustjóra, sökk þýska skipið Bathia Blanca norðvestur af Látrabjargi með 62 menn um borð. Togarinn Hafsteinn kom til bjargar og sigldi með skipbrotsmenn til Hafnarfjarðar. Dr Gerlach sem þá var ræðismaður Þýskalands á Íslandi tók á móti þeim og kom þeim fyrir á tveimum hótelum.

Fljótlega kom upp sá kvittur að skipbrotsmennirnir væru í raun flugumenn og skæruliðar sem ættu að undirbúa landtöku Þjóðverja. Þegar Noregur og Danmörk féllu í hendur nazistastjórn Hitlers 9. apríl 1939, þá lék grunur á að skæruliðar hafi verið plantað hér og hvar um Noreg og settir á land af þýskum kaupskipum. Agnar setti fljótlega útgöngubann á Bahia Blancamennina á kvöldin og nóttinni auk þess sem hann lét vopnaða lögreglumenn vera til taks í lögreglustöðinni allan sólarhringinn næstu vikur. Þetta útgöngubann var í gildi fram á hernám Breta að þeir handtöku þessa menn og Dr. Gerlach.

Aðalræðismaður nazistastjórnarinnar, Dr. Werner Gerlach, var sérkapituli fyrir sig. Hann kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni vorið 1939. Aðsetur hans var Túngata 18. Dr. Gerlach var eldheitur nazisti og brást ætíð reiður við ef hallað væri á Þjóðverja í orði eða riti. Hann reyndi að virkja nazista í landinu, sérstaklega samlanda sína, sem vildu ljá eyru sinn við slíkan málflutning. Óttast var að nazistar stunduðu njósnir hér eftir Sveinn Björnsson sendiherra Íslands í Danmörku greindi frá njósnastarfsemi Þjóðverja þar í landi og það sé bjargföst skoðun danskra yfirvalda að slík starfsemi væri á Íslandi.

Um miðjan október 1939 varð loftskeytastöðin í Reykjavík vör við morsesendingar ókunnugrar sendistöðvar, voru þær skrifaðar upp og reyndust vera talnadulmál. Voru sendingar fljótlega raktar til Túngötu 18, aðalræðismannsbústað Dr. Gerlachs. Bretar höfðu áður kvartað yfir að Þjóðverjar fengju veðurfregnir frá Íslandi og upplýsingar um skipaferðir. Útsendingum veðurfregna var því hætt í janúar 1940. Talið var að njósnastöð í Danmörku sendi fregnir um skipaferðir Bandamanna á norðlægum slóðum til þýska ræðismannsins í Reykjavík og hann kæmi þeim áleiðis til Þýskalands.

Ísland var yfirlýst hlutlaust ríki í styrjaldarátökunum og leið engar njósnir. Agnar og Hermann ákváðu að gera atlögu að Dr. Gerlach og reyna að standa hann að verki. Þegar til kom, var engin samstaða í ríkisstjórninni um aðförina og var hætt við hana. Þremum vikum síðar tók Bretar bústaðinn, handtóku Dr. Gerlach en engin sendistöð fannst fyrr en í lok stríðsins á háalofti. En Agnar aðvaraði Dr. Gerlach um að Íslendingar liðu ekki slíkar morsesendingar og að þeir vissu mætavel um sendistöðina. Það heyrðist ekkert í henni þær þrjár vikur þangað til Bretar komu.

Er Agnar tók við lögreglustjóraembættinu, hófst hann óspilldra mála við endurskipulagningu lögregluliðsins. Taktíkin var að þjálfa lögregluliðið ofan frá, það er að segja að byrja að þjálfa foringjaliðið sem átti að sjá um áframhaldandi þjálfun fyrir sína undirmenn. Væntanlegir flokksforingjar og varaflokksforingjar áttu að taka þátt. Þjálfunin fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum og fór fram á Laugarvatni. Þjálfunin var hin vandaðasta og var góður undirbúningur fyrir komandi átök sem voru rétt handan hornsins. Þjálfað var m.a. vopnaburður í meðferð skammbyssa, riffla, hríðskotabyssna og beitingu táragass sem lögregluliðið í Reykjavík beitti markvisst til að leysa upp ótal upphöf að óeirðum. Kennd var siðfræði og fáguð framkoma og segir Agnar að það ,,...verði aldrei hægt að reikna út hve mörgum manndrápum lögreglan í Reykjavík afstýrði með framgöngu sinni á stríðárunum, snarræði, atorku og lagni. Og þeir björguðu á vissan hátt sóma þjóðarinnar – eins og best sést af því lofi sem hershöfðingjar og sendiherrar hér báru á lögreglumennina.“[2]

Íslenska lögreglan tók engin vettlingatök á bresku hermönnunum en samt sá sendiherra Breta á Íslandi ástæðu til í bréfi til forsætisráðherra Bretlands að hrósa þá fyrir framgöngu sinni allri, hjálpsemi og fallegri framkomu í lok stríðsins. Ég held að þetta séu enn aðalsmerki íslenskrar lögreglu.

Það var verið að ljúka þjálfun lögregluliðsins á Laugarvatni þegar breski sjóherinn renndi í höfn í Reykjavík þann 10. maí og hóf hernámið. Íslendingar bjuggust við að það væri stutt í Breta eða Þjóðverja og voru með vopnaðan viðbúnað í hálfan mánuð eftir hernám Danmörku en höfðu snúið til baka til Laugarvatns þegar ekkert bar á innrásarliði.

Bresku landgönguliðarnir – Royal Marines – voru ekki lengi að hertaka mikilvæga staði í Reykjavík, svo loftskeytastöðina, höfuðstöðvar Póst og síma o.s.frv. Allir Þjóðverjar voru handteknir sem tókst að ná í og þar á meðan var Dr. Gerlach sem gerði sig líklegan til vopnaðar mótspyrnu. Flest þessa fólk var sent til England í fangelsi.

Hernámið réttlætu Bretar með því að þeir hefðu neyðst til að vera fyrri til en Þjóðverjar að taka landið herskyldi. Af skyldurækni var hernáminu mótmælt og vísað í hlutleysisstefnuna. Svo var tekið til óspilltra mála að aðlaga þessum erlenda her að íslenskum aðstæðum, reisa mannvirki og gæta lög og reglu.

Fyrstu samskipti lögreglu og hers fóru í gegnum fulltrúa lögreglustjóra sem var fjarverandi á Laugarvatni eins og áður sagði. Erindi fulltrúans var að tilkynnta breskum yfirmanni sem hann hitti að aðeins væri heimilt að veita mótttöku þriggja herskipa sama ófriðarríkis samtímis. Það var að sjálfsögðu ekki hlustað á það og á meðan var hernum skipað á land.

Þegar Agnar kom í bæinn, hitti hann yfirmenn hernámsliðsins. Hann hafði þegar fengið fyrirmæli frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretum yrði tekið sem gestum úr því sem komið væri. Átti Agnar þegar gott samstarf og samvinnu við þessa menn og tók þegar við lausn erfiðaðra vandamál sem komu strax upp. Fyrsta málið væri að koma í veg fyrir árekstra milli hermanna og Íslendinga og mæltist hann eindregið til umsvifalausrar samvinnu við herlögregluna, að íslensk lögreglan og herlögreglan hæfu strax samvinnu. Það samstarf gékk allan þann tíma sem Bretar voru hérna og síðar við bandarísku herlögregluna.

Bresku úrvalssveitirnar hurfu fljótlega á braut og við tók landherinn ekki með eins vandaðan mannskap, illa agaða, illa búna, ósamstætt fólk og illa upplýst, mannskapur sem skrapaður var saman hér og hvar um Bretland. Agnar krafðist þess við hernámsyfirvöld að íslenska lögreglan hefði allan rétt til að handtaka þann sjóliða og hermann sem bryti íslensk lög og þeir yrðu geymdir þar til herlögreglan sækti þá og kvittaði fyrir móttöku. Það gékk eftir og auðveldaði störf lögreglunnar til muna því að oft var ekki hægt að bíða eftir að herlögreglan kæmi að og stilla þyrfti til friðar á skjótan hátt.

Segja má að Agnar hafi þurft að vinna frumkvöðlastörf frá fyrsta degi hernámsins. Hann sett á legg loftvarnanefnd, enda var búist við mótleik nazista og jafnvel árásum. Segja má að þessi nefnd hafi verið fyrirrennari Almannavarna sem voru stofnaðar löngu seinna með lögum frá Alþingi árið 1962.

Þrekvirki var unnið á fyrstu dögum loftvarnarnefndarinnar. Það þurfti að finna og merkja staði hæfa sem loftvarnarbyrgi, stofna hjálparsveitir, ruðningssveitir, hverfis- og loftvarnarbyrgisverði, sendiboðakerfi sem skátar og leigubílstjórar sinntu. Koma á fót stjórnstöð sem samræmdi aðgerðir við komu þýskra flugvéla, útvegaðar voru sírenur og búnað eins og hjálma brunadælur og annan búnað. Brottflutningur úr borginni skipulagður ef með þurfti og rætt um að koma á fót bráðbirgðaspítala. Allt var skipulagt út í fyllstu æsar. Á skömmum tíma voru tvö þúsund sjálfboðaliðar virkjaðir í þágu löggæslunnar og annarra verka.

Svo voru það samskiptin hermanna við íslenskt kvenfólk. Með hernum kom mikið magn af áfengi og vildi landinn hafa brennivín af Bretunum og stundum í skiptum fyrir konur. Það var stundum svikið og þá brutust út slagsmál. Afþreying var fyrir hendi í Reykjavík, kaffi-, veitingar- og kvikmyndahús og fjöldi vændiskvenna var umtalsverður.

Einn leyniþjónustumaður kenndi íslenska karlmanninum um, að hann hafi verið framtakslausir í samskiptu við konur, með skeytingaleysi og / eða virðingaleysi sem leiddi til að hann fór hallloka í samkeppninni við hinn erlenda hermann, sérstaklega þegar amerísku hermennirnir komu 1941, snyrtilegir, vel fjálgir og kurteisir flestir. Þeir voru margir hverjir ekki kátir með þessa samkeppni.

Skráðar voru hátt í fimm hundruð konur sem voru í ástandinu svo vita sé en þær voru eflaust fleiri. En hafa verður í huga að ástandið er ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Á sama tíma í Bretlandi, sérstaklega þegar leið að innrásinni í Normandí, að landið fylltist af amerískum hermönnum, frá Kanada og Bandaríkjunum, sem sóttu í heimasætur landsins. Svona var þetta alls staðar þar sem erlendum her bar að garði. Þýski herinn skapaði mörg ástönd í hersetnu löndunum, í Frakklandi, Noregi, Danmörk, Póllandi og svo framvegis. Grófasta mynd ástandsins var í hernumda hluta Þýskalands sem Sovétríkin réðu ríkjum í stríðslok, þar sem fjöldanauðganir áttu sér stað eins og flestir vita en það er önnur saga.

Lögreglan undir foryrstu Agnars tók snemma þá stefnu að sækja stúlkur undir lögaldri, 16 ára aldri, í greipar hermannanna hvar sem í þær næðist, innan herbúða sem utan, á knæpum, á götunni og í heimahúsum og gera foreldrum viðvart og í sumum tilfellum barnaverndarnefnd. Þar vann lögreglan frábært verk en illa þokkað af mörgum. Sumar stúlkurnar voru allt niður í 12 ára gamlar og kynferðisleg samskipti við svo ungar stúlkur voru bönnuð á Íslandi, Bretland og Bandaríkjunum, svo að það fór ekki fram hjá neinum að framið var lögbrot. Hermennirnir brugðust ókvæða við þessum afskiptum, flokkuðu þau undir beinan fjandskap og ofsóknir. Og yfirmenn þeirra stóðu með þeim framan af og báru blak af misnotkun ungra stúlkna en brugðust seint og síðar við með banni við komu kvenna í herbúðir en það var brotið líkt og búist mátti við. Um 60 þúsund hermönnum voru hér þegar mest var og hafði það mikil spenning í samskiptum Íslendinga almennt og hersins.

Þess má geta að lögreglan markaði snemma sér þá vinnureglu að ráðast að því meini sem snéri að stúlkubörnum og samskiptum þeirra við hermenn. Mikill meirihluti þeirra um það bil fimm hundruð kvenna sem skráðar voru sem samneytingar hermanna voru stúlkur frá aldrinum 12 ára til 17 ára og fjölmennasti aldurshópurinn reyndist vera 15-17 ára stúlkur. Mestu áhyggjurnar voru að hér myndaðist vændiskvennastétt sem myndi lifa í ófyrirsjáanlegri framtíð í skjóli erlends hers sem segði sig úr lögum við siðað þjóðfélag. Þetta er gömul saga og ný, ennþá dag í dag eru menn og konur á Íslandi að berjast gegn vændi og mannsali en munurinn er sá, að umræðan er þroskaðri og dregin hefur verið reynsla frá stríðsárunum og samskiptunum við bandarískt herlið sem sat hér frá 1951 til 2006.

Verstur var svokallaður Bretaþvotturinn sagði Agnar. Það var þegar íslensk heimili fóru að þvo þvotta fyrir hermennina. Þar með voru þeir komnir inn á gafl á þúsundir heimila í landinu með ófyrirséðum afleiðingum. Engar tölur eru til um hve mörg heimili hernámið og samgangurinn við hermennina lagði í rúst.

Afskipti lögreglunnar af hermönnunum, sérstaklega varðandi ástandsmálum, leiddi til þess að einn einn af foringjum Breta, Wise major, var nóg boðið og lagði til að Agnar yrði handtekinn og sendur í Tower of London, eitt frægasta fangelsi Breta. Það sem varð Agnari til bjargar, var að fyrsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar, B.E. Kuniholm, heyrði á tal hans og kom í veg fyrir áform hans og varð hann brátt vinur Agnars og verndari.

Öll þessu erlendu áhrif sem fylgdu herjunum voru svo yfirþyrmandi að mætir menn óttuðust í fullri alvöru að íslenskt þjóðerni, íslensk menning og íslensk tunga yrðu hreinlega undir og Íslendingar hættu að vera Íslendingar og það þegar í sjónmáli var að hér yrði stofna íslenskt lýðveldi. En Íslendingar lifðu stríðsárin af og urðu um síðir sjálfstæð þjóð í frjálsu ríki.

Agnar átti góð samskipti við Bandaríkjamenn í stríðslok og eftir þau. Hann fór meðal annar í kynnisferð til Bandaríkjanna til að kynna sér lögreglumál þar í landi og lærði þar, líkt og í Þýskalandi margt og mikið. Meðal annars koma hann því til leiðar að lögreglan í Reykjavík varð þriðja lögregluliðið í heiminum sem var búið talstöðvum í bílum. Hlaut hann margvíslegar viðurkenningar þar í landi.

Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess. Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi.

Eftirmáli

Eftir að hafa lesið þær frásagnir og heimildir sem til eru um Agnar, sýnist mér að hann hafi verið hörkuduglegur maður sem hafi sótt sér þekkingu til allra þeirra aðila sem gátu veitt hana og að hann hafi verið einstaklega úrræðagóður og góður í samstarfi.

Hann leitaði sér þekkingar og reynslu til Danmörku, Þýskalands, Bretlands og Bandaríkjanna. Hann átti einstakt og farsælt við hernámslið Breta og síðar við Bandaríkjamenn og var vel liðinn af herforingjum Bandamanna þótt hann hafi átt sér einn hatursmann í þeirra herbúðum sem vildi koma honum í breskt fangelsi. Hann starfaði við ótrúlegar erfiðar aðstæður á stríðsárunum sem áttu sér ekkert fordæmi í sögu landsins. Sambúð íslensku þjóðarinnar við hersetulið Breta og Bandaríkjamanna sem fékk á einni nóttu hernámslið inn á gaflinn hjá sér og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, varð farsælli en ella vegna viðbragða Agnars og lögregluliðs hans. Ef lögreglulið hans hafi ekki verið svo velþjálfað og vandað í framkomu, hefðu átök heimamanna og hermanna verið fleiri og fleiri dauðsföllið orðið.

Mesta feimnismál þessara ára og hneyslismál, ástandið svokallaða, var að mestu farsællega leyst miðað við erfiðar aðstæður. Þar settu Agnar skýrar reglur hvað má og hvað ekki gagnvart börnum og leiddi starf lögreglunnar til þess að barnavernd varð öflugri og lagarammi um málefni barna skýrari. Barnaníð var ekki liðið á þessum tíma, hvorki af hendi erlendra hermanna né af íslenskum hórmöngurum.

Íslenskir ofstopamenn voru margir og reyndust íslensku lögreglunni erfiðir viðfangs og gátu reynst fámennri lögreglu erfiðir. Einn lögreglumanna segir að þessi styrjaldarár hafi verið vond ár. ,,Heilu næturnar fékk maður ekki frið til að éta bitann sinn. Það voru eilíf útköll og oft, alltof oft vegna Íslendinga, sem sátu að sumbli um allan bæ og efndu til ófriðar.“[3] Aðrir lögreglumenn, aðspurðir um skopleg atvik, fundu fá atvik sem hægt væri að gera grín að en gátu með erfiðismunum rifjað upp einstök atvik.

Sumir hafa ekki gefist upp á að gera Agnar að nazista og segir meðal annars Guðbrandur Jónsson í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn, 28. mars 2009 að hann biði eftir gögnum OSS (Overseas Secret Service) eða leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem hafi sloppið undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.

Við stríðslokin 1945 voru tengsl Agnars við nazista rifjuð upp en málið fjaraði fljótt út aftur – en þann 14. desember 1945 er þessi fyrirsögn á forsíðu Þjóðviljans: „Hermann Jónasson sendi Agnar Kofoed-Hansen til Þýzkalands til að læra aðferðir af nazistalögreglu Himmlers“. Undirfyrirsögnin segir: „Einar Olgeirsson krefst víðtækrar rannsóknar á starfsemi nazista hér á landi árin fyrir heimsstyrjöldina“.

Finnur Jónsson dómsmálaráðherra hafði þá upplýst um þetta mál, sem hafði ríkt leynd yfir fram yfir stríðslok, að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði „sent Agnar Kofoed-Hansen til Þýzkalands, sumarið áður en Agnar varð lögreglustjóri í Reykjavík, til að læra lögregluaðferðir af nazistalögreglu blóðhundsins Heinrichs Himmlers,“ eins og Þjóðviljinn orðar það. „Er upplýst í skýrslu þessari að Agnar hefur verið talinn gestur þýzku lögreglunnar, átt viðræður við háttsetta yfirmenn hennar, og ferðast um landið með kunnum nazistaleiðtoga, yfirstormsveitarforingja Daluege í þessum erindum.“

Það verður seint komist að niðurstöðu í þessu álitamáli en verk Agnars tala sínu máli og af meintum nazista að vera, þá var hann einstaklega samvinnuþýður við hernámsliðin bæði og eignaðist marga vini hjá öllum þessum fjórum þjóðum sem hann átti mest samskipti við. Að því leytinu til er hann dæmigerður Íslendingur sem verður að aðlaga sig að erlendum fulltrúum stórra þjóða en án þeirra væri Ísland illa statt. Af Agnari sjálfum er það að segja að hann starfaði sem lögreglustjóri til ársins 1947 er hann snéri sér alfarið að flugmálum og átti þar farsælan feril og er önnur saga að segja frá.

[1] Sjá slóðina:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417190756/http://this.is/nei/?p=4242

 

[2] Jóhann Helgi, Lögreglustjórinn á stríðsárunum. Minningar Agnars Kofoed-Hansens, Reykjavík 1981, bls. 113.

 

[3] Jóhann Helgi, Lögreglustjórinn á stríðsárunum. Minningar Agnars Kofeed-Hansens, Reykjavík 1981, bls. 275.


Fullvalda konungsríkið Ísland varð til 1. desember 1918 fyrir hartnær 104 árum

Gleðilegan fullveldisdag Íslendingar!
 
Í dag á íslenska ríkið 104 ára afmæli en þennan dag, fyrir þá sem ekki vita, varð Ísland fullvalda ríki 1918 en deildi áfram konung með Dönum. Kristján 10. varð þar með sérstakur konungur Íslendinga allt til lýðveldisstofnun 17. júní 1944. Á þriðja áratugnum dreymdi Íslendinga um að losna algjörlega við dönsk áhrif og losa sig við kóng sinn og upp kom hugmynd að fá þýskan prins til að verða konungur Íslands, Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe.
 
Hér kemur fróðleikur um kappann: Árið 1938 gerði sendinefnd þriggja Íslendinga í Berlín Friedrich tilboð um að gerast konungur Íslands eftir áætluð sambandsslit Íslands við dönsku krúnuna. Friedrich tók boðinu alvarlega og þáði það að endingu með því skilyrði að það hlyti velþóknun þýskra stjórnvalda. Goebbels var að orðinu til samþykkur því að Friedrich tæki við konungdómi á Íslandi en utanríkisráðherrann Joachim von Ribbentrop var mótfallinn hugmyndinni og því runnu þessar ráðagerðir út í sandinn og fóru endanlega út um þúfur þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og Ísland var hertekið af Bretum. Friedrich hafði þó áfram áhuga á upphefð á Íslandi og kom meðal annars í heimsókn til landsins árið 1973 til að þreifa fyrir sér í þeim efnum.
 
Veit ekki hvort það hefði verið betra að fá kóng í stað forseta. Sá síðar nefndi hagar sér hvort sem er eins og kóngur á Bessastöðum, hefur öll forréttindi og skyldur konungs. Eini munurinn er að það er hægt að reka forsetann en erfiðara að losna við kónginn!

 


Ríkisborgararétturinn á tímum Rómverja, árnýöld og í Bandaríkjunum/Ísland nútímans

Rómverski ríkisborgararétturinn og réttur útlendinga

Civitas kallaðist ríkisborgararétturinn í Róm til forna. Rómverskur ríkisborgararéttur fékkst við fæðingu ef báðir foreldrar voru rómverskir ríkisborgarar (cives), þó að annað þeirra, venjulega móðirin, gæti verið peregrinus ("útlendingur") með connubium (réttur til að ganga í rómverskt hjónaband).

Annars gat þjóðin (fólkið) veitt ríkisborgararétt, síðar hershöfðingjar og keisarar. Á 3. öld f.Kr. öðluðust plebeiar jafnan atkvæðisrétt og patrísíumenn, þannig að allir rómverskir ríkisborgarar voru réttindalausir, en gildi kosningaréttar var tengt auði vegna þess að rómversk þing voru skipulögð út frá eignaskilyrðum. Civitas innihélt einnig slík réttindi eins og jus honorum (hæfi til opinberra starfa) og jus militiae (réttur til herþjónustu) - þó að þessi réttindi væru takmörkuð af eignarhaldi.

Þegar Róm jók yfirráð sín á Ítalíu, stjórnuðu þeir sem bjuggu í samfélögum með latnesk réttindi (staða sem upphaflega var veitt borgunum Latium) eða í municipia (sjálfstjórnarsamfélög) eigin staðbundnum málum á meðan þeir nutu flestra réttinda rómversks ríkisborgararéttar nema kosningaréttar.  Einnig fengu latneskir bandamenn sem fluttu til Rómar varanlega fullan ríkisborgararétt, þar á meðal kosningaréttinn.

Félagarnir (bandamenn), bundnir við Róm með sáttmála, höfðu venjulega ekki réttindi rómverskra borgara, en samt voru þeir skuldbundnir til að gegna herþjónustu og greiða skatta eða skatt, allt eftir skilmálum sáttmálans. Samtökin gerðu uppreisn, óánægð með sífellt lakari stöðu sína; átökin sem fylgdu í kjölfarið voru kölluð félagslega stríðið (90–88 f.Kr.), í lok þess var fullur ríkisborgararéttur veittur allri Ítalíu sunnan Po-fljóts.

Frá stjórnartíð Júlíusar Sesars (um 48 f.Kr.) voru nýlendur og sveitarfélög stofnuð fyrir utan Ítalíuskagann. Þá var rómverskt civitas útvíkkað til héraðsbúa, en ekki til fjöldans; að veita hermönnum og aðalsmönnum af héraðsuppruna rómverskan ríkisborgararétt flýtti fyrir hraða rómanska væðingu í vestrænum héruðum. Mikilvægi rómversks ríkisborgararéttar minnkaði hins vegar í heimsveldinu vegna þess að herþjónusta var ekki lengur skylda og kosningaréttur var ógildur með afnámi lýðveldisstjórnar. Árið 212 e.Kr. veitti tilskipunin um Caracalla ríkisborgararétt til allra frjálsra íbúa heimsveldisins.

Í fyrstu var tilhneigingin sú að líta á útlendinginn sem óvin og komið fram við hann sem glæpamann eða útlaga. Aristóteles, sem sennilega endurspeglar algenga skoðun í hinum forna heimi, leit  útlendinga aðra en Grikki sem villimannlegt fólk sem væri þrælar „í eðli sínu.

Jus gentium rómverska laganna gilti bæði um borgara og útlendinga og hafði tilhneigingu til að styðja þá hugmynd að útlendingar ættu réttindi; mannúð gagnvart útlendingum var einnig ræktuð, fræðilega að minnsta kosti, af kristinni hugmynd um einingu allra einstaklinga í kirkjunni. Lagaleg og hugmyndafræðileg tjáning mannkyns.

Myndun nútímaviðhorfs til réttar ríkisborgara og útlendinga á árnýöld

Þegar fullvalda þjóðarríki tóku að þróast í nútímanum, fullyrtu heimspekingar upplýsingaaldar að náttúruleg réttindi væru í höndum allra einstaklinga, án tillits til ríkisborgararéttar eða útlendinga – réttindi sem ættu ekki að vera svipt af siðmenntuðum samfélögum eða ríkisstjórnum þeirra. Engin almenn sátt var um innihald eða umfang þessara náttúruréttinda þar sem þau höfðu áhrif á útlendinga, en fullyrt var að til væri einhver lágmarksstaðall um siðmenntaða meðferð.

Það var viðurkennt að lágmarksviðmiðið fæli í sér rétt útlendingsins til að eiga fasteign eða stunda launuð störf. Til að mæta þessari stöðu gerðu ríki samninga sem kváðu á um að hvert samningsríki myndi koma fram við ríkisborgara hins ríkisins til jafns við eigin ríkisborgara við inngöngu í iðn- og atvinnugreinar, eignarhald eða umráð eigna, aðgang að dómstólum, njóti samviskufrelsis og tilbeiðslufrelsis. Sumir samningar ætla ekki að ná til útlendinga, þó réttindi sem eru samkvæmt sveitarfélögum eingöngu áskilin ríkisborgurum landsins; þannig er það í raun og veru að sveitarstjórnarréttur, frekar en hefðbundinn þjóðaréttur sem ræður. Einkum er vilji þjóða til að vernda borgara í störfum sínum, starfsgreinum og fyrirtækjum gegn bæði atvinnuleysi og samkeppni mjög sterkt afl sem takmarkar svigrúm útlendinga.

Sameiginlegar efnahagslegar þarfir þjóða hafa hins vegar haft nokkur frjálsræðisleg áhrif á stöðu útlendinga. Í sáttmálanum sem myndar sameiginlega markaðinn í Evrópu er til dæmis kveðið á um að ríkisborgurum aðildarríkja skuli vera frjálst að búa í hvaða landi sem og  stunda störf, (fjórfrelsið:  1) fólks, 2) varnings, 3) þjónustu og 4) fjármagns); Laun og starfskjör eiga að vera þau sömu fyrir borgara og útlendinga. Þessi sáttmáli gæti með tímanum verið fyrirmynd til að hækka svokölluð lágmarksviðmið í meðferð útlendinga.

Réttur útlendingsins í Bandaríkjunum

Samkvæmt bandarískum alríkislögum, frá og með 1940, hafa allar útlendingar þurft að skrá sig inn í landið. Árið 1965 gerðu ný lög ráð fyrir því að innflytjendakvótakerfið, byggt á innlendum uppruna, hefði verið í gildi, með breytingum, síðan 1921, fyrir árið 1968, sem hafði verið í gildi, með breytingum, síðan 1921. Bandarískir innflytjendur eru nú háðir tölulegu hámarki um allan heim og kjörkerfi sem byggist á atvinnu og sambandi við bandaríska ríkisborgara.

Útlendingar sem fá löglega inngöngu í Bandaríkin geta fengið svo vottaða og veitt „græn kort“ um að þeir fái réttindi sem fela í sér atvinnuþátttöku. En þau eru enn háð takmörkunum samkvæmt staðbundnum lögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna taldi til dæmis að sveitarfélög gætu krafist þess að lögreglumenn væru bandarískir ríkisborgarar (1982); „Útlendingar eru samkvæmt skilgreiningu þeir sem eru utan samfélagsins“ þeirra sem eru undir sjálfstjórn.

Útlendingi í Bandaríkjunum er veitt mikil efnahagsleg tækifæri; hann getur ákallað skrif um habeas corpus; í sakamálum á hann rétt á tryggingaákvæðum réttindaskrárinnar; og ekki er hægt að taka eign hans nema með réttlátum bótum. En að vera áfram í landinu „er ekki réttur hans, heldur spurning um leyfi og umburðarlyndi“. Svo lengi sem útlendingurinn er í Bandaríkjunum veitir stjórnarskráin honum vernd; en þingið, ekki stjórnarskráin, ákveður hvort hann á að vera áfram eða ekki með lagasetningu.

Ísland og réttur útlendinga á landinu

Eins og sjá má af dæmum allt frá tímum Rómverja snúast réttindi útlendinga í landi fyrst og fremst að mega stunda störf og eignarhald er tryggt gagnvart lögum. Sama gildir um Ísland, útlendingar hafa þátttökurétt til starfa og rétt til eignarhalds.

Miklu umdeildara er réttur útlendingsins til að "fara á kerfið", nota velferðarkerfið án þess að hafa lagt nokkuð fram til þess. Um þetta er t.d. deilt á Íslandi í dag, a.m.k. ræða borgararnir þetta sín á milli á samfélagsmiðlum en stjórnmálaelítan finnst að stórum hluta allt í lagi að eyða milljarða í uppihaldi flökkuhópa sem sækja hingað í velferðaríkið Ísland. Borgararnir hafa ekkert um þetta að segja, þeir eiga bara að borga reikninginn. Hvaða kröfur sem er, hversu fáranlegar þær eru,er mætt sem hælisleitendur gera á hendur íslenska ríkisins. Hér er um misskilning þingmanna sem halda að þeir séu gestgjafar og það sé ljótt að neyta bón útlendinga sem hingað sækja um landvist og uppihald.

Hin hliðin á þessu er að þótt Ísland sé talið ríkt land, þá er stéttaskipting í landinu sem felur m.a. í sér efnahagslegan mun milli þjóðfélagsþeganna. Sumir eiga ekki til hnífs og skeiðar í bókstaflegri merkingu, eru utangarðsmenn sem sofa jafnvel á götunni. Annar "undirmálshópur" eru aldraðir og öryrkjar en margir innan þessara tveggja hópa hafa það bara "skítt". Þetta þrífst í landi "ókeypis" heilbrigðisþjónustu (sem virðist alltaf vera á heljarþröm), ókeypis menntakerfi og félagsþjónustu. Af hverju? Af því að stjórnmálaelítan (mjög örlát er á fé annarra) hefur bara úr ákveðnum pott að draga fé. Hann er bara ekki stærri en þetta.

Spurningin er því um forgangsröðun íslenskra ráðamanna á fé almennings; eiga peningarnir að fara í "flökkufólkið" eða "hina" sem sækja í sama "ölmusafé" samfélagsins. Velferðaríkið Íslands á nefnilega ekki til næga peninga í allt. 

Gleðilegan fullveldisdag 1. desember 2022

 

 


Skyldur umsækjenda um bandarískan ríkisborgarrétt samanborið við umsækjendur um hinn íslenska

Bandaríkin eru talin vera innflytjendaland. Fólk hvaðan æva úr heiminum leitar þangað og sækir um ríkisborgararétt. Milljónir manna fá landvist og ríkisborgarrétt í landinu árlega á löglegan hátt. En svo koma aðrir bakdyra megin ólöglega og þeir eru komnir upp í 20 milljónir eða svo að talið er. Jafnvel þetta fólk nýtur ákveðinna réttinda, þótt það hafi brotið lög við innkomu í landið, þökk sé stefnu Demókrata.

En Bandaríkjamenn hafa aðra stefnu en Íslendingar við móttöku erlendra ríkisborgara um íslenskan ríkisborgararétt. A.m.k. tveggja alda hefð er fyrir móttöku þeirra og ákveðin lög og ferill er við móttöku umsókna um bandarískan ríkisborgararétt. Á Íslandi er þetta geðþóttaákvörðun Alþingismanna hverjir fá ríkisborgararétt, manna sem hafa ekkert vit né þekkingu á þessum málaflokki.

Skilgreining á ríkisborgararétti Bandaríkjanna og skilyrði fyrir veitingu hans

Ríkisborgararétturinn í Bandaríkjunum er lagaleg staða sem felur í sér Bandaríkjamenn hafi sérstök réttindi, skyldur, vernd og fríðindi í Bandaríkjunum. Hann þjónar sem grundvöllur grundvallarréttinda sem leidd eru af og vernduð af stjórnarskrá og lögum Bandaríkjanna, svo sem tjáningarfrelsi, réttláta málsmeðferð, kosningarétt (þó hafa ekki allir borgarar kosningarétt í öllum sambandskosningum td þeir sem búa í Púertó Ríkó), búa og starfa í Bandaríkjunum og fá alríkisaðstoð.

Það eru tvær aðaluppsprettur bandarísk ríkisborgararéttar:

  1. frumburðarréttarborgararétt, þar sem talið er að einstaklingar sem fæddir eru innan landamæra Bandaríkjanna séu ríkisborgarar, eða - að því tilskildu að ákveðnum öðrum skilyrðum sé fullnægt - fæddir erlendis af foreldri með bandarískum ríkisborgararétti,
  2. …og ríkisborgararétt, ferli þar sem gjaldgengur löglegur innflytjandi sækir um ríkisborgararétt og er samþykktur. Fyrsta af þessum tveimur leiðum til ríkisborgararéttar er tilgreint í ríkisborgararéttarákvæðinu í fjórtándu breytingu stjórnarskrárinnar sem hljóðar:

Allir einstaklingar sem fæddir eru eða hafa fengið réttindi í Bandaríkjunum, og lúta lögsögu þeirra, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og ríkisins þar sem þeir eru búsettir.

Annað er kveðið á um í bandarískum lögum. Í 1. grein stjórnarskrárinnar er vald til að koma á "samræmdri reglu um náttúruvæðingu" er beinlínis veitt af Bandaríkjaþingi.

Eftirfarandi texti eru leiðbeiningar bandarískra stjórnvalda til umsækjenda um bandarískan ríkisborgararétt í lauslegri þýðingu minni – sjá slóðina: How to Apply for U.S. Citizenship | USAGov

Bandarískur ríkisborgararéttur með „náttúruvæðingu“

Að verða ríkisborgari í gegnum „náttúruvæðingu“ er ferli þar sem ríkisborgari sem ekki er í Bandaríkjunum gerist sjálfviljugur bandarískur ríkisborgari.

Bandarískir ríkisborgarar:

Lýsa yfir hollustu sína við Bandaríkin

Eiga rétt á vernd þess

Eiga að nýta réttindi sín og skyldur sem borgarar

Til að verða bandarískur ríkisborgari verður þú að:

  1. Hafa haft kort með fasta búsetu (grænt kort) í að minnsta kosti fimm ár, eða í að minnsta kosti þrjú ár ef þú ert að skrá þig sem maki bandarísks ríkisborgara.
  2. Þú verður að endurnýja fasta búsetukortið þitt áður en þú sækir um ríkisborgararétt ef: Kortið þitt mun renna út innan sex mánaða frá því að þú sóttir um, eða Kortið þitt er þegar útrunnið.
  3. Þú getur sótt um ,,náttúruleyfi“ áður en þú færð nýja græna kortið þitt. En þú þarft að leggja fram ljósrit af kvittuninni fyrir eyðublaðið þitt I-90, umsókn um að skipta um varanlegt búsetukort, þegar þú færð það.
  4. Uppfylla ákveðin hæfisskilyrði. Til að sjá hvort þú ert gjaldgengur skaltu smella á hlekkinn sem líkist mest aðstæðum þínum. Sumar kröfur geta falið í sér að vera: 1) Að minnsta kosti 18 ára þegar þú sækir um, 2) Geta lesið, skrifað og talað grunn ensku
  5. Hafa góðum siðferðislegan eiginleika (karakter).
  6. Farðu í gegnum 10 þrepa náttúruvæðingarferlið sem felur í sér: 1) Ákvörðun um hæfi þitt til að verða bandarískur ríkisborgari, 2) Fylltu út eyðublað N-400, umsóknina um náttúruleyfi og stofnaðu ókeypis reikning til að senda inn eyðublaðið þitt á netinu, 3) Að taka bandaríska ríkisborgaraprófið (umsækjandi er prófaður í sögu og siði BNA) og fara í persónulegt viðtal.

Til samanburðar, þá þarf  norrænn umsækjandi  um íslenskan ríkisborgararétt að hafa náð 18 ára aldri, hafa átt lögheimili hér á landi síðustu þrjú árin og hafa ekki á því tímabili verið dæmdur í fangelsi, til að sæta öryggisvist eða hælisvist samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga.

Ef norrænn ríkisborgari uppfyllir ekki skilyrðin hér að ofan, getur hann lagt inn almenna umsókn um íslenskan ríkisborgararétt og þarf hann þá að hafa verið búsettur hér á landi í fjögur ár. En fyrir erlendan ríkisborgara þá eru skilyrðin ekki mikil, hann getur sótt um íslenskt ríkisfang:

  1. þegar hann hefur haft lögheimili og samfellda búsetu á Íslandi í sjö ár.
  2. Umsækjandi þarf að hafi fengið útgefið ótímabundið dvalarleyfi (áður búsetuleyfi) eða vera undanþeginn skyldunni til að hafa dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga.
  3. Umsækjandi þarf að sanna með fullnægjandi hætti hver hann er með því að leggja fram afrit af vegabréfi.
  4. Umsækjandi þarf að hafa staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum sem settar eru fram í reglugerð um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt.

Eins og sjá má eru gerð sömu skilyrði í báðum löndum hvað varðar lið a.-d með ákveðnum undanþágum.

En hér kemur munurinn í lið. e. -f: Í Bandaríkjunum þarf viðkomandi að hafa góðum siðferðislegan eiginleika (karakter) – hvað svo sem það þýðir - og farið í gegnum 10 þrepa náttúruvæðingarferlið sem felur í sér: 1) Ákvörðun um hæfni viðkomandi til að verða bandarískur ríkisborgari, 2) Fylltu út eyðublað N-400, umsóknina um náttúruleyfi og stofnaðu ókeypis reikning til að senda inn eyðublaðið á netinu, 3) Að taka bandaríska ríkisborgaraprófið (umsækjandi er prófaður í sögu og siði BNA) og fara í persónulegt viðtal.

Hér kemur ekki fram að við veitingu borgararéttarins, þarf umsækjandinn að sverja hollustu við bandaríska ríkið eftir að hafa staðist ríkisborgarapróf.  Er nokkuð slíkt til að dreifa á Íslandi? Hvort kerfið er betra?

 

 

 


Ríkisborgararétturinn - bara réttindi?

Mannkynssagan er full af sögum af aðalsfólki, bændum, þegnum og ættbálkum. Hins vegar er hugtakið „borgari“ sögulega sjaldgæft - en varð meðal mest metnustu hugsjóna Bandaríkjanna í meira en tvær aldir. 

Frá tímum Forn-Grikkja hefur ríkisborgararétturinn verið mikilvægur í borgarsamfélögum, á tímum Rómverja og fram á daginn í dag, þar sem borgarmenning ríkir.

Helsta stéttin sem borið hefur uppi borgararéttinn er millistéttin og án hennar myndi hann missa gildi sitt og fyrir því eru margar ástæður.

Útrýming millistéttarinnar á síðustu fimmtíu árum hefur gert marga ríkisborgara vestræna ríkja háða ríkisvaldinu. Opin landamæri hafa grafið undan hugmyndinni um hollustu við ákveðinn stað og sjá má þetta hér á Íslandi en hingað streyma þúsundir manna um galopin landamærahlið Íslands árlega.

Ný-marxisminn með  sjálfsmyndapólitík sína hefur útrýmt sameiginlegri borgaralegri sjálfsvitund okkar. Og yfirþungt stjórnsýsluríkið hefur stofnað persónulegu frelsi í hættu, ásamt formlegum viðleitni til að veikja stjórnarskrána.

Vestrænir stjórnmálaheimspekingar  bjuggu til það besta úr langri vestrænni hefð fyrir fulltrúastjórn með stjórnarskrá og réttindaskránni. Í þessum samningum var lýst sjaldgæfum forréttindum og skyldum nýrra vestrænna borgara.

Samt er verið að ráðast á hugtakið ríkisborgararéttur á fornútímahliðinni með lagalegri blöndun búseturétts og ríkisborgararétts.

Besta dæmið um þetta eru Bandaríkin: Tölur um fjölda óskráðra Bandaríkjamanna (ólöglegra innflytjenda) eru á bilinu 11 milljónir til meira en 20 milljónir. Hinir óskráðu eru að verða löglega óaðskiljanlegir frá borgurum og njóta undanþágu frá alríkislöggjöf um innflytjendamál í um 500 lögsagnarumdæmum. Ólöglegur innflytjandi sem er heimilisfastur í Kaliforníu mun greiða umtalsvert lægri skólagjöld við opinberan háskóla í Kaliforníu en bandarískur ríkisborgari í öðru ríki.

Fjölmenningin hefur dregið úr hugmyndinni um e pluribus unum niður í afturhalds stig  ættbálkasamfélagsins. Bandaríkjamenn virðast oft skulda fyrstu tryggð við þá sem líta út eins og þeir gera. Borgarnir geta ekki einu sinni verið sammála um helgar og sameiginlega þjóðhátíð eins og jól, þakkargjörð og fjórða júlí.

Ný-marxískar hugmyndir um hópa, woke menningin, um kúgun hópa á aðra hópa, hefur leitt til afturfara, því nýmarxistar flokka fólk eftir kynþætti og kyni, stefna sem hefur verið vaxandi síðan á 9. áratug 20. aldar. Áður börðust mannréttindafrömuðir fyrir algild mannréttindi alla hópa og Martein Lúther King talaði um jöfn réttindi allra Bandaríkjamanna. Menn eru farnir að skilgreina sig aftur eftir kynþætti og samþættingin er fyrir bí en hefur hingað til gengið ágætlega.

Bandaríski herinn hefur hingað til tekið alla hópa frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og gert þá að bandarískum hermönnum, ekki t.d. íbúa frá ríkjunum Virginíu eða Texas. Á sama tíma aðgreina fanga sig eftir hópum, þ.e. kynþáttum og erfitt er að sjá hvor verður ofan á, bandaríski herinn með sína samþættingu borgaranna eða fangelsin með sína aðgreininga stefnu eftir kynþáttum. Mér sýnist fangelsin útunga fleiri rasista en herinn nær að samþætta, því að fangarnir eru þrefalt fleiri en hermennirnir að tölu.

Það er skelfilegt hvernig slík núverandi afturhvarf til ættbálkastigs Bandaríkjanna líkist hruni Rómar, þar sem Gotar, Húnar og Vandalar deildu allir sín á milli um það sem eftir var af 1.200 ára rómverskum ríkisborgararétti - fúsir til að eyðileggja það sem þeir gátu hvorki búið til né líkt eftir.

Þeir samþættust aldrei, tóku ekki upp latínu né settust að í borgum Rómaveldis og gerðust borgarar. Þeir bara settust að á ákveðnum svæðum og tóku þau yfir.  Sami vandi steðjar að Bandaríkin í dag, þau ná ekki lengur að samþætta hópanna sem koma inn í landið, enda ólöglegur innflutningur yfirþyrmandi og því engin formleg samþætting þessara hópa inn í samfélagið, þeir eru m.ö.o. jaðarhópar líkt og Germannarnir sem settust að í Rómaveldi, nánast alltaf ólöglega í stórum hópum. Ekkert ríki stenst slíka atlögu til lengri tíma, jafnvel ekki heimsveldi eins og Rómarveldi eða Bandaríkin.

Ríkisborgararéttur hefur alltaf verið verndaður af millistéttum - á þeirri hugmynd að þær séu sjálfstæðari og meira sjálfbjarga en hinar fátæku undirstéttir, og hafi getu til að geta staðist áhrif og völd yfirstéttarinnar.

Við höfum séð áratugi af stöðnuðum launum og heilu svæðin verða fyrir barðinu útvistun starfa til annarra heimsálfa (glópaisminn) og ósanngjörnum alþjóðlegum viðskiptum. Sögulega séð, með fráfalli millistéttarinnar fylgir svo endalok stjórnskipunarstjórnar.

En ríkisborgararétturinn stendur líka frammi fyrir allt annarri og enn meiri póstmódernískri ógn.

Sumir ráðamenn á Íslandi sjá útópíuríkið í ESB.  Þeir kjósa menningu og gildi Evrópusambandsins án þess að hafa áhyggjur af því að framsækin útópísk loforð ESB hafi verið rutt úr vegi með opnum landamærum, efnahagslega niðurlægjandi reglugerðum og óafsakandi og andlýðræðislegum viðleitni til að hefta tjáningarfrelsi og staðbundið sjálfræði ríkja og svæða. ESB hagar sér eins og Rómaveldi forðum, með ólýðræðislegum stjórnendum sem ekki eru kosnir af íbúum bandalagsins.

Slík hugarfar „heimsborgara“ eða "Evrópuborgara" ýtir oft undir skömm yfir uppruna og hefðum Íslands. Þverþjóðleg samtök og sáttmálar um loftslag, refsimál og mannréttindi eru talin æðri íslenskum lögum. Erlent farandfólk sem leitar betra lífs, ekki vernd, sækir í slíkt pardísaríki eins og Íslands, þar sem það fær allt upp í hendurnar án þess að hafa unnið handtak, greitt skatta eða unnið einhverjar af skyldum ríkisborgara, því ríkisborgararétturinn er bara réttindi fyrir það, ekki skyldur.

En nú þarf ekki einu sinni að gerast borgari ríkisins, heldur bara að segja ég er að flýja....eitthvað og réttindi koma sjálfkrafa í kjölfarið. Ef ásóknin verður of mikil, hrynur (velferða)kerfið (líkt og í Svíþjóð), samkenndin og vilji borgara til að borga skatta. Þetta gerðist hjá Rómverjum, íbúarnir yfirgáfu "menninguna" og ofurskatta og leituðu skjóls hjá barbörunum.

Grunnþættir borgaralegs lífs í landi, svo sem að kunna og tala tungumálið í landinu og taka þátt í starfi samfélagsins, borga sína skatta, eru ekki lengur nauðsynlegir. Hver sem er sem kemur til landsins á sjálfkrafa rétt til allra réttinda íslenskra ríkisborgara, eða svo virðist vera samkvæmt stefnu íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.

Skiptir atkvæðagreiðsla í kosningum - grunnréttur hins lýðræðislega borgara - svo miklu lengur?

Orðtakið „mýri“ skrifræðis-, stjórnsýslu- og eftirlitsríkisins er víðfeðmt og óviðeigandi að nokkrir skrifstofumenn geti áreitt frumkvöðla í viðskiptalífinu, gefið út tilskipanir með krafti löggjafar sem eyðileggur líf eða getur ákært, stjórnað eða endurskoðað einstakling og keyrt hann niður í svaðið, því hvernig getur einn maður ráðið við kerfið? Skrifræðið og völd embættismanna er orðið það mikið.

Við höfum enn réttindaskrá stjórnarskráarinnar, en margar af stjórnarskrárvörnum okkar eru að verða orðin tóm. Alþjóðahyggjan, veðrun (minnkandi áhrif og fækkun) millistéttarinnar og opin landamæri í reynd eru að breyta Íslendingum í aðeins íbúa, búsetta á tilteknu svæði. Engin framtíðarsýn er á hvað telst vera hætta fyrir íslenska menningu, tungu eða gildi. Hvar liggja mörkin?

Íslensk gildi, gömulgróin sem hafa farið í gegnum eldskírn reynslunnar og þess vegna orðin hluti af þjóðarmenningu okkar, eru ekki lengur í hávegum höfð. Kristni og kristin gildi úthýst úr skólum landsins. Saga er kennd í skötulíki í grunnskólum og í framhaldsskólum er hún kennd í svo litlu mæli að nemendur fá ekki einu sinni grófa heildarmynd af mannkyns- og Íslandssögu.

En enn hættulegra, þökk sé framkomu ókosinna embættismanna, ásamt samfélagsmiðlum sem sniðganga, áreita og skamma okkur, eru stjórnarskrárbundin réttindi okkar nú í auknum mæli valkvæð. Þau ráðast aðallega af því hvort við séum talin verðug af ókosinni, pólitískt rétthugsandi og "siðferðislega réttlátri" yfirstétt.

Helstu réttindi sem fylgja með ríkisborgararéttindum eru:

  • Landvistarréttur
  • Aðstoð og vernd frá ríkinu
  • Kosningaréttur og kjörgengi
  • Embættisgengi
  • Framfærslu- og bótaréttur
  • Atvinnuréttindi

 

Helstu skyldur sem fylgja með ríkisborgararéttindum eru:

  • Hlýðni og hollusta.
  • Skylda til að gegna sumum opinberum störfum.
  • Tali tungumálið og virði gildi ríkisins (almennt í vestrænum ríkjum, svo sem Bandaríkin en engar kröfur um það á Íslandi).

Er það tryggt að þeir sem hingað flytja og vilja fá ríkisborgararétt, séu tilbúnir til að taka á sig skyldur ríkisborgarans, en ekki bara réttindin? Er gerð krafa um íslenskukunnáttu við afhendingu ríkisborgararéttarins og viðkomandi kunni sögu og siði viðtökuríkisins? Slík krafa er t.a.m. gerð við veitingu bandarísk ríkisborgararéttsins.

Það er eins og stjórnmálaelítan, í sínum vinstri búbbluheimi, einblíni aðeins á réttindi en talar aldrei um skyldur og aðlögun. Eða getum við í raun búið í margra menninga samfélagi og lifað hlið við hlið en ekki saman í einu þjóðfélagi? Er Ísland fyrsta ríkið sem tekst það í mannkynssögunni? Hvað segir sagan okkur? Hvað gerðist t.d. í Júgóslavíu og önnur fjölþjóðaríkjum Evrópu? Hvað gerðist t.d. á Havaí á 19. öld?

Samantekt

Minnkandi áhrif millistéttarinnar og hversu háðir margir hópar samfélagsins eru um bjargráðir ríkisins, setur rétt ríkisborgarann í hættu. Vaxandi embættisvald embættismanna, ókosina og ofurvald ríkisvaldsins er allsumlykjandi í íslensku samfélagi. Barátta borgarans fyrir réttindum sínum og geta til að berjast gegn kerfinu fer þverrandi. Afsal íslenskra stjórnvalda á völdum sínum til yfirþjóðlegs valds í Brussels, gerir þjóðríkið vanmáttugt og þar með stoðir þess sem eru ríkisborgarnir. 

Hugsanlega mun ég fylgja eftir þessum pistli með umfjöllun um forngríska borgararéttinn og hinn rómverska, sé til.

 

 

 


Ísland og upphaf þátttöku þess í Sameinuðu þjóðunum

Ísland var ekki á meðal stofnenda Sameinuðu þjóðanna vegna þess Ísland neitaði ganga að því skilyrði að lýsa yfir stríði á hendur möndulveldunum.

Á vefsetri Sameinuðu þjóðanna má lesa eftirfarandi grein um upphaf þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Sjá slóðina: Þegar Ísland neitaði að lýsa yfir stríði

Grípum niður í textann:

"En að styrjöldinni lokinni var þessi hindrun ekki lengur fyrir hendi og Allsherjarþingið samþykkti umsókn Íslands um aðild 9. nóvember 1946. Ísland undirritaði síðan yfirlýsingu um að ríkið samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 19. nóvember sama ár. Sama dag gengu Svíþjóð og Afganistan í Sameinuðu þjóðirnar og voru þau ásamt Íslandi fyrst á eftir stofnaðildarríkjunum til að fá aðild að samtökunum.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður 26. júní 1945 í San Francisco, í lok ráðstefnu sem þar var haldin til þess að koma á fót alþjóðlegum samtökum. Gekk sáttmálinn í gildi 24. október 1945 og telst sá dagur stofndagur samtakanna.

Í raun voru samtökin í upphafi áframhald á samstarfi bandamannanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjnna og fleiri ríkja, sem háðu stríð gegn Möndulveldunum, Þýskalandi, Ítalíu og Japan. Yfirlýsing hinna Sameinuðu þjóða, alls 26 ríkja, sem gefin var út 1.janúar 1942, er undanfari samtakanna.

Afleiðinga síðari heimsstyrjaldarinnar gætir enn víða í starfi Sameinuðu þjóðanna. Í inngangsorðum sáttmála samtakanna segir að tilgangur þeirra sé að  „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið.“ 

Aðildin að Sameinuðu þjóðunum ein var ein fyrsta meiriháttar ákvörðun sem nýstofnað lýðveldi þurfti að taka í utanríkismálum. Ríkisstjórn Íslands var boðið að ganga til liðs við hinar Sameinuðu þjóðir, en böggull fylgdi skammrifi.

 

Með öðrum orðum vildi hið nýstofnaða lýðveldi Íslands halda í hlutleysisstefnuna og vegna hennar gat það hreinlega ekki byrjað vegferð sína á að lýsa yfir stríði gegn Möndulveldinu sem öllum var ljóst að hafði tapað stríðinu. Aðeins var verið að ákveða hvernig eigi að skipta herfanginu á Jalta-ráðstefnunni. Íslendingar urðu að horfast í augu við veruleikann 1949 með inngöngu sinni í NATÓ og hlutleysisstefnan fór út um þúfur. Eins var það með hersetu erlends ríkis á Íslandi, sú stefna fór út um gluggann 1951 með Kóreustríðinu en flestir héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri hafin.

Sameinuðu þjóðirnar og stríðsátök

Eins og komið hefur hér fram var aðalmarkmið stofnun S.þ. að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið.“ 

Með öðrum orðum að koma í veg fyrir stríð og efla samvinnu allra þjóða í heiminum.  Samtökin hafa gert margt gott í samþættinu og samvinnu þjóða, mannkyninu og jörðinni í heild til góða. Sagt er að viðskipti og samskipti komi stundum í veg fyrir stríð og eflaust er það rétt. Náttúran og dýralíf hafa notið góðs af þessari samvinnu og mannúðarstarf samtakanna hafa bjargað mörgum mannslífum í hungursneiðum.

En bein þátttaka S.þ. og friðarumleitanir í stríðsátökum hefur verið algjörlega misheppaðar frá upphafi. Hinn harði veruleiki hefur verið sá að stórveldin ráða úrslitum um afdrif stríða og eftirmála þeirra. Aðkoma S.þ. að stríðsátökum hefur algjörlega verið á forsendum stríðandi þjóða og báðir aðilar verða að samþykkja komu herliðs S.þ. til átakasvæða áður en herlið er sent á staðinn en yfirleitt eru sveitir S.þ. notaðar sem stuðpúði milli stríðandi aðila eftir hernaðarátök. Oft hunsa stríðsaðila veru hersveita S.þ. og halda áfram átökum.

Aðkoma Sameinuðu þjóðanna að nokkrum stríðum frá stofnun þeirra - Hver er árangurinn?

Samkvæmt óljósum, oft hunsuðum stríðsreglum alþjóða samfélagsins, eiga lönd - í stórum dráttum - aðeins að berjast hvert við annað í sjálfsvörn, þegar þau sjálf hafa orðið fyrir árás. Öll önnur hótun eða valdbeiting þarf samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Í raun og veru er þessi hugmynd auðvitað næstum hlægileg. Fá lönd nenna eða vilja að fá samþykki Sameinuðu þjóðanna áður en þau byrja hernaðarátök. Þegar öllu er á botninn hvolft, til að tryggja ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaraðgerðir, þarf samhljóða atkvæði frá meðlimum ráðsins sem hafa neitunarvald, eða að þessi lönd sitji að minnsta kosti hjá ef þau hafna. Og hversu oft hafa keppinautar eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vera í sátt þegar kemur að stríði?

Þannig að það er ekki óvitlaust að halda að Sameinuðu þjóðirnar séu frekar gagnslausar við að refsa árásir. En þær taka þátt í hernaðarátökum með beinum eða óbeinum hætti. Frá síðari heimsstyrjöldinni hafa samtökin samþykkt og útvegað hermenn í alls kyns átökum. Hér er stutt útgáfa af helstu og frægustu átökunum:

Kóreustríðið

Valdi er heimilað að „snúa við eða hrekja árás eins ríkis gegn öðru,“ eins og það er orðað í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tilfelli Kóreu kom þessi árásaraðili árið 1950 frá norðri, þegar Lýðveldið Kóreu (nú þekkt sem Norður-Kórea) réðst inn í Lýðveldið Kóreu (nú Suður-Kórea). Heppilegt var fyrir Suður-Kóreu og bandamenn þess, að Sovétríkin ákváðu - ásamt Kína  - að sniðganga öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og ryðja brautina fyrir ályktun 84 og Kóreustríðið 1950-1953.

Persaflóastríðið


Árið 1990 ögraði Saddam Hussein S.þ. til að heimila önnur stórátök þegar hann réðst inn og innlimaði Kúveit. Ráðið samþykkti ályktun 678 og degi síðar hóf alþjóðleg bandalag undir forystu Bandaríkjanna aðgerðina "Desert Storm". En Hussein var aðeins hrakinn frá landinu, ekki sigraður og það leiddi til Íraksstríðsins árið 2003 - innrás Bandaríkjanna og bandamanna sem frægt er að ekki var samþykkt af S.þ. Stríðið var háð af hæpnum forsendum og Íslendingar fóru á lista "viljugra þjóða" Bandaríkjanna.

„Friðargæsluverkefni“


Helsta önnur réttlætingin sem SÞ gefur fyrir að beita valdi gegn aðildarríkjum er í gegnum þversagnakennd rök, kölluð „friðargæsluverkefni“. Samtökin hafa heimilað hervaldi til að halda friði í ýmsum löndum, þar á meðal fyrrum Júgóslavíu, Haítí, Rúanda, Sómalíu og Kosovó. Árangur þeirra við að „halda friðinn“ í þessum löndum má auðvitað deila um og í Rúanda var framið þjóðarmorð beint fyrir framan nef hersveita S.þ. Þær komu inn eftir sex daga stríðið og oft felast þessi friðargæsluverkefni í að sinna gæslustörfum að stríðsátökum loknum. Sjaldan eða aldrei hafa þau stuðlað bein að stríðslokum. Hef ég rétt fyrir mér? Þið sem lesið þetta megið benda mér á vel heppnað friðargæsluverkefni þar sem þátttaka S.þ. skipti sköpun.

Líbýska flugbannssvæðið

Í einu af fáum nútíma dæmum um diplómatíska samstöðu, kaus Öryggisráðið árið 2011 að heimila „allar nauðsynlegar ráðstafanir“ til að vernda óbreytta borgara í Líbíu, sérstaklega þá í Benghazi sem greinilega stóðu í hótun um yfirvofandi fjöldamorð. Það er ekki þar með sagt að Rússar hafi samþykkt ályktunina; þeir, ásamt Kína og þremur öðrum, sátu hjá. En flugbannssvæði var sett upp, víðáttumikil svæði landsins urðu fyrir loftárásum og Moammar Gaddafi Líbýuleiðtogi náðist að lokum og var drepinn með kúlu í höfuðið. 

Fyrsta alvöru stríð Sameinuðu þjóðanna - Borgarastríðið í Kongó

Í júní hófu S.þ. í hljóði að heyja sitt eigið stríð í Lýðveldinu Kongó. Þrátt fyrir að hafa heimilað önnur stríð og útvegað hermenn til að aðstoða í þessum átökum, er sending Sameinuðu þjóðanna á 3.000 hermönnum til að berjast gegn kongóskum uppreisnarmönnum sem réðu yfir víðfeðmum svæðum í landinu í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem þau gera árás og vera í beinni stjórn á hermönnunum, aðferðum á jörðu niðri og loftárásum. Herliðssendignar voru samþykktar með sjaldgæfum samhljóða atkvæðagreiðslu aðildaþjóða. En stríðið í Kongó er líka einstakt. 

Stríðið í Kongó er það mann­skæð­asta síðan seinni heims­styrj­öld­inni lauk. Kongóbúar máttu þola harka­lega nýlendu­stefnu Belga og þriggja ára­tuga harð­stjórn ein­ræð­is­herr­ans Mobutu áður en landið leyst­ist upp í stjórn­leysi og röð inn­an­lands styrj­alda. Stríðið er eitt það hrotta­leg­asta sem hefur verið háð þar sem stríðs­herrar fóru um með barna­heri, slátr­uðu heilu þorp­un­um, brenndu, nauðg­uðu og aflim­uðu. Talið er að tæp­lega 3 millj­ónir hafi farist í stríð­inu og annað eins á næstu árum á eftir vegna þess.

Nota bene, Kongó-stríðið hefur verið skipt í tvo hluta. Fyrsta Kongóstríðið (1996–1997), einnig kallað Fyrri heimsstyrjöld Afríku, var borgarastyrjöld og alþjóðleg hernaðarátök sem áttu sér stað að mestu í Zaire (núverandi Lýðveldinu Kongó), með miklum áhrifum frá Súdan og Úganda. Átökin náðu hámarki með erlendri innrás sem kom forseta Zaires, Mobutu Sese Seko frá völdum, í staðinn fyrir uppreisnarleiðtogann Laurent-Désiré Kabila. Óróleg ríkisstjórn Kabila lenti í kjölfarið í átökum við bandamenn hans og setti grunninn fyrir seinna Kongóstríðið 1998–2003.

Seinna Kongóstríðið, einnig þekkt sem Afríkustríðið mikla og stundum nefnt Afríkustríðið, hófst í Lýðveldinu Kongó í ágúst 1998, rúmu ári eftir að Fyrsta Kongóstríðið, og fól í sér svipaðar ástæður hernaðarátaka. Stríðinu lauk formlega í júlí 2003, þegar bráðabirgðastjórnin í Lýðveldinu Kongó tók við völdum. Þrátt fyrir að friðarsamningur hafi verið undirritaður árið 2002 hefur ofbeldi haldið áfram á mörgum svæðum landsins, sérstaklega í austri.Ófriður hefur haldið áfram eftir uppreisn andspyrnuhersins Drottins og Kivu og Ituri átökin. Níu Afríkuríki og um tuttugu og fimm vopnaðir hópar tóku þátt í stríðinu. Þátttaka S.þ. í stríðsátökunum í Kongó er umdeild og árangurinn eftir því.   

Lokaorð

Kannski má líkja samtök Sameinuðu þjóðanna við Þjóðarbandalagið. Þjóðabandalagið voru alþjóðasamtök sem voru stofnuð á Friðarráðstefnunni í París 1919 í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Markmið samtakanna voru afvopnun og að koma í veg fyrir styrjaldir með samtryggingu, að leysa úr milliríkjadeilum með samningaviðræðum og að bæta velferð í heiminum. Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri sem ríkt hafði fram að því.

Þjóðabandalagið bjó ekki yfir eigin her líkt og Sameinuðu þjóðirnar í dag og treysti því á stórveldin til að tryggja framkvæmd ákvarðana bandalagsins. Síðari heimsstyrjöldin sýndi greinilega fram á að bandalaginu mistókst að ná einu helsta markmiði sínu: að koma í veg fyrir stríð. En Sameinuðu þjóðirnar eiga í raun engan her, ekki frekar en Þjóðarbandalagið. 

Flestar friðargæsluaðgerðir sem fara fram á vegum Sameinuðu þjóðanna sjálfra og friðargæslusveitirnar lúta þá stjórn stofnunarinnar.  Friðargæsluliðar S.þ. (sem gjarnan eru kallaðir bláhjálmar vegna blárra höfuðfata sinna) geta því bæði verið hermenn, lögreglumenn og borgaralegir embættismenn. Í þessum tilvikum eru friðargæsluliðarnir þó enn meðlimir í herjum aðildarríkjanna en ekki hermenn í sérstökum alþjóðaher Sameinuðu þjóðanna, þar sem enginn slíkur her er fyrir hendi.

Í tilvikum þar sem bein afskipti Sameinuðu þjóðanna eru ekki talin ákjósanleg eða viðeigandi heimilar Öryggisráðið stundum samtökum eins og Atlantshafsbanalaginu, Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja, eða bandalögum viljugra ríkja að sjá um friðargæsluaðgerðir.

En eigum við ekki að vera sanngjörn og segja að Sameinuðu þjóðirnar eru betri en ekkert þegar kemur að stríðsátökum almennt, hvort sem er um að ræða borgarastyrjaldir eða stríð ríkja. Þarna er að minnsta kosti vettvangur fyrir friðarviðræður og milligöngu aðila stríðsátaka. 


Færeyingar eru skynsamari en Íslendingar

Færeyingar eru séðir er þeir endurnýjuðu fiskveiðisamning við Rússland. Þetta örríki er álíka fjölmennt og Ísland á 19. öld þegar við voru að stíga okkar fyrstu skref til sjálfstæðis.

Færeyska þjóðfélagið er vel rekið samfélag.  Það eru t.d. 5 jarðgöng í smíðum þessa daganna, geri Íslendingar betur. Ein meiri segja neðanjarðar í Þórshöfn. Fótboltavellirnir eru betri en á Íslandi, þótt þeir eigi ekki fótboltahús en eitt er í bígerð. Þjóðarleikvangur þeirra er öfundsverður.

En snillin er að að átta sig á að þeir eru örríki sem hefur engin áhrif, sem passar sig á að halda kjafti og blanda sér ekki í slag stóru strákanna. Þetta hafa Íslendingar ekki fattað og haldið að þeir skipti máli í stórveldispólitíkinni og blanda sér í hana án þess að vera spurðir. En svo gerðu þeir það og lýstu sig þátttakendur í stríði gegn Írak og Lýbíu. Bæði arfavitlausar stríðsaðgerðir og koma hagmunum Íslendinga ekkert við. Íslendingar lýstu til að mynda ekki stríði gegn þýskaland í lok heimsstyrjaldarinnar síðari sem var snjallt. Þeir vildu ekki byrja lýðveldistíð sína á stríðsyfirlýsingu.

Annað dæmi er fiskveiðistríð Íslendinga gegn Rússlandi vegna Úkraníustríðsins sem hefur bara skaðað hagsmuni Íslendinga, ekki Rússa. Hvaða heilvita maður heldur að örríkið Ísland geti beitt stórveldi efnahagsþvingunum? Nú, ef þetta á hins vegar að vera táknrænar aðgerðir, þá verða Íslendingar að hafa efni á því og hugsa samtímis um hagsmuni sína, bæði nú og fram í tímann.

Eiga Íslendingar þá bara að þegja þegar gerð er innrás inn í annað Evrópuríki? Nei, diplómatsían á að virkja, senda mótmæli til Kremlar, taka málið upp á þingi Sameinuðu þjóðanna (þau gagnlausu samtök sem hafa ekki stöðvað eitt einasta stríð frá stofnun) og gerast milligöngumenn, bera klæði á vopnin, þar er styrkleiki Íslands.

Íslendingar stunda enga sjálfstæða utanríkisstefnu heldur eru þeir taglnýtingar stórþjóðanna. Af hverju? Jú, við eigum enga stjórnmálaskörunga sem standa í lappirnar.  Sá síðasti sem við áttu er hinn umdeildi Jón Baldvin Hannibalsson sem tók afstöðu með Eystrasaltríkjunum í upplausn Sovétríkjanna. Bendið mér á leiðtoga á Alþingi í dag? Mér dettur kannski í hug Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann örflokksins Miðflokk, en hann virðist þora að taka skarið í erfiðum þjóðfélagsmálum og er virkur í stjórnarandstöðunni. 

Þetta er tekið af netinu: "Eftir fall bankanna tók Sigmundur þátt í stofnun samtakanna In Defence of Iceland sem almennt gengu undir nafninu InDefence og kom fram fyrir hönd samtakanna. Samtökin sem voru óformleg grasrótarsamtök fólks sem átti það helst sameiginlegt að hafa stundað nám í Bretlandi og börðust gegn því að bresk stjórnvöld hefðu beitt hryðjuverkalöggjöf landsins gegn Íslendingum vegna bankahrunsins. Í því skyni stóðu samtökin fyrir áróðri á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, innlendum sem erlendum og stóðu fyrir stærstu undirskriftasöfnun sem fram hafði farið á Íslandi. Afhenti Sigmundur ásamt öðrum félögum í samtökunum 83.000 undirskriftir fulltrúa breska þingsins. Ásamt InDefence-hópnum og fleirum, barðist Sigmundur Davíð gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir," og má hann hafa þakkir fyrir að hafa sparað íslenska samfélagið milljarða króna í ósanngjörnum kröfum Breta og annarra "bandalagsþjóða" í því máli.

Inga Sæland virðist vera skörungur á afmörkuðu sviði sem eru málefni aldraða og öryrkja en annars sker hún sig ekki úr sem leiðtogi.

Katrín Jakobsdóttir stendur ekki með sjálfum sér né stefnu flokksins, sem sést best á viljugri þátttöku VG í störfum NATÓ. Hún lét plata sig í að vera forsætisráðherra sem hefur lítil völd samanborið við fjármálaráðherra.

Þorgerðu Katrín berst við vindmyllur og heldur að innganga í ESB sé enn á dagskrá. Óskiljanlegt að flokkurinn skuli enn vera til.

Logi Ein­­ar­s­­son fyrrum formaður Samfylkingarinnar var gjörsamlega út úr kú með sínum málflutningi og gerði flokkinn nánast að örflokki. Veit ekkert um Kristrúnu Frostadóttir.

Bjarni Benediktsson virðist vera hugsjónarlaus búrókrati sem passar upp á völdin fyrir hagsmuni Sjálfstæðisflokksins en engir leiðtoga hæfileikar hafa komið ljós, hingað til a.m.k.

Hafa Píratar leiðtoga? Þeir hafa stimplað sig rækilega sem vinstri flokkur og virðast vera út og suður í mörgum málum.

Framsóknarflokkurinn er bara þarna eins og gömul mubbla á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson virkar eins og búrikrati á mann, líkt og Bjarni Benediktsson, hugmyndasnauður.

Það er ekki nema von að stefna Íslands er reiðulaust í heiminum þegar engir leiðtogar eru til á landinu bara stjórnendur.


Kúgun minnihlutans

Í aldanna rás hafa fræðimenn haft áhyggjur af möguleikum óhefts lýðræðis sem myndi leiða til harðstjórnar meirihlutans, þar sem meirihlutahópar rífast um réttindi minnihlutahópa. Það sem við sjáum oft í dag er í staðinn eins konar harðstjórn minnihlutans: kerfi þar sem sérstaklega öfgafullur og áhugasamur hluti almennings getur farið með of stór völd andspænis meirihluta sem er annað hvort of áhugalaus eða of hræddur til að vera á móti því. Á Íslandi má sjá þetta af öfuga vinstri hópum og hreyfingum, svo sem no border samtakanna (hvað ætli séu margir í þeim samtökum?) sem vaða uppi án mótstöðu. En þeir tala ekki fyrir hönd meirihlutans samkvæmt nýlegri könnun þar sem meirihlutinn vill ekki fleiri hælisleitendur til landsins.

Fullyrðingar aðgerðasinna minnihlutans draga oft mikinn styrk sinn í þegjandi forsendu um að þær séu mun stærri þýði skoðana en er í raunveruleikanum. Kvartanir vegna menningarlegrar eignarnáms byggja til dæmis á þeirri vanalega óskoruðu hugmynd að einn fulltrúi hóps geti talað fyrir alla eða flesta í þeim hópi. Ef einhver segir, mér líkar ekki við hvítt fólk sem klæðist sembreros, höfum við enga ástæðu til að líta á það sem eitthvað meira en einstaka skoðun. Ef staðhæfingin er í staðinn, sem Mexíkói, get ég sagt þér að með því að klæðast sembrero í hrekkjavökuveislu ertu að móðga Mexíkóa, gæti það virst réttlæta frekari aðgerðir, jafnvel þótt sú mikilvæga fullyrðing sem öllum eða flestum Mexíkóum væri sama um.

En spurningin um hversu marga kvartendur hafa í raun við hlið þeirra er enn grundvallaratriði en það. Það er vegna þess að tölur eru það eina sem getur að lokum dæmt um þetta og er ein af lykilreglum frjálshyggjunnar: skaðareglan, mótuð af J. S. Mill. Einfaldlega sagt er skaðareglan eftirfarandi: Hún segir að við ættum öll að geta gert hvað sem við viljum, svo framarlega sem það skaðar engan annan. Eins og kynslóðir gagnrýnenda Mills hafa bent á er oft spurning um túlkun hvað telst skaði. Ef ég segi neðanbeltis brandara opinberlega og þú kvartar yfir honum, hef ég þá skaðað þig eða ekki? Hver á að segja til um það?

Svarið er á endanum fólkið. Það er að segja að á raunsæjum vettvangi tökumst við á tvíræðni meginreglu Mills með því að setja lög sem endurspegla hugmynd flestra um hvað telst skaði. Þess vegna er það ekki í bága við lög að segja eitthvað sem þú gætir verið ósammála, en það er í bága við lög að þú kýlir mig í andlitið.

Hugmyndin um að það sé skaðlegt að vera sleginn í andlitið er skaði nýtur víðtækrar samstöðu, en sú hugmynd að þú segir eitthvað sem ég gæti ekki haldið að sé satt sé skaði er ekki eitthvað sem flestir myndu vera sammála um, að minnsta kosti ekki eins og er.

Og verklagsreglurnar sem við notum til að setja lögin eru hönnuð til að gefa okkur meira eða minna nákvæma tilfinningu fyrir því hver skoðanir fólks eru í raun og veru.

Í fulltrúalýðræðisríkjum okkar þýðir það að lög eru sett með atkvæðagreiðslu, af stjórnmálamönnum sem hafa sjálfir verið valdir með einhverri aðferð sem er móttækileg fyrir almennum vilja. Auðvitað er engin algerlega fullkomin leið til að gera þetta og maður gæti vel haldið að kosningakerfin sem við búum við í augnablikinu séu sérstaklega langt frá fullkomnun. En kerfið er hannað til að gefa okkur tilfinningu fyrir jafnvægi skoðana í samfélaginu og sumir af örlítið óvenjulegum eiginleikum þess (leynileg atkvæðagreiðsla, til dæmis) hjálpa því að gera það betur en sumar af þeim óformlegu aðferðum sem við gætum snúið okkur að.

Lýðræði, eins og sagnfræðingurinn Sean Wilentz skrifaði, er háð „hinum mörgu“ - á valdi venjulegs fólks „ekki bara til að velja ríkisstjóra sína heldur til að hafa umsjón með stofnunum ríkisstjórnarinnar, sem embættismenn og sem borgara sem eru frjálsir til að koma saman og gagnrýna þá sem eru í embætti. .”

Að lokum, við sem einstaklingar ættum ekki að vera hræddir að vera í minnihluta og standa fast á okkar skoðunum. Það er hluti einstaklingsfrelsisins. Í eðlilegu lýðræðisríki ræður meirihlutinn sem er þýði frjálsra einstaklinga og það er eðlilegt.

En við ættum að varast að fara í minnihlutahóp sem kúgar meirihlutann og neitar honum um tjáningarfrelsið og frelsið yfirhöfuð. Sagan er uppfull af minnihlutahópum (kommúnistar í Rússlands sem hrifsuðu til sín völdin 1917, nasistar sem hrifsuðu til sín völdin 1933 o.s.frv.), sem níðast á meirihlutanum. Verum frjálsir einstaklingar með rétt til að tjá okkur í orði og æði og til saman gerum við hinu frjálsu einstaklingar þjóðfélagið sterkt samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Þeir sem eru móðgunargjarnir, verða að sætta sig við að búa í samfélagi og eitthvað sem einhver segir gæti móðgað þá einhverju sinni. 

P.S. Í þessari grein birtist ég sjálfur, án lógós. Ég hef alltaf fundist að útlit eigi ekki að skipta máli þegar maður tjáir hugsun sem er að sjálfsögðu óháð útliti. Útlit er hvort sem er hverful mynd af einstaklingi.Það er auðvelt að finna mig á netinu ef menn vilja sjá mynd af mér. En látum andlit á greinar mínar og sjáum til.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband