Hér er hugsað út fyrir kassann. Gunnlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir í nýlegu viðtali að vegna orkuskiptanna framundan sé þörf á að bretta upp ermarnar og núverandi stefna, sem sé að sparka dolluna eftir götuna, gangi ekki upp. Það verði að koma með lausnir sem fyrst. Ekki nægi að leggja niður álver, orkuþörfin er miklu meiri en það.
En hvað er þá til ráða? Setja upp vindmyllugarða í ósátt við íbúa hvers svæðis? Það virðist ekki vera raunhæf lausn, því að töluverð mengun fylgir gerð vindmyllanna sem og orkunýtingin er ekki það mikil. Ein lausn gæti þó verið að setja vindmyllugarðanna út í sjó, dýralífi á landi til góða sem og íbúum. Veit ekki um mengun í hafi vegna vindmyllugarða. Þá komum við að kjarnorkuverum....
Kjarnorkuver - Hrein og græn?
Svörum nokkrum mikilvægum spurningum um hvort kjarnorkan sé hrein og græn eins og við Íslendingar vilju hafa það. Og hver er hættan á kjarnorkuslysi?
Kjarnorka er hreinn orkugjafi með núlllosun. Hún framleiðir orku í gegnum klofning, sem er ferlið við að kljúfa úraníum atóm til að framleiða orku. Hitinn sem losnar við klofnun er notaður til að búa til gufu sem snýst hverfla til að framleiða rafmagn án skaðlegra aukaafurða sem jarðefnaeldsneyti gefur frá sér.
Kjarnorka verndar loftgæði
Samkvæmt kjarnorkustofnuninni (NEI) forðuðust Bandaríkin að losa meira en 471 milljón tonn af koltvísýringslosun árið 2020. Það jafngildir því að fjarlægja 100 milljónir bíla af veginum og meira en allir aðrir hreinar orkugjafar til samans.
Það heldur einnig loftinu hreinu með því að fjarlægja þúsundir tonna af skaðlegum loftmengunarefnum á hverju ári sem stuðla að súru regni, reyk, lungnakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum.
Landfótspor kjarnorku er lítið
Þrátt fyrir að framleiða gríðarlegt magn af kolefnislausu orku, framleiðir kjarnorka meira rafmagn á minna landi en nokkur önnur uppspretta hreins lofts.
Dæmigerð 1.000 megavatta kjarnorkuver í Bandaríkjunum þarf aðeins meira en 1 ferkílómetra til að starfa. NEI segir að vindorkuver þurfi 360 sinnum meira landsvæði til að framleiða sama magn af rafmagni og sólarljósavirkjanir þurfi 75 sinnum meira pláss.
Til að setja það í samhengi, þarft meira en 3 milljónir sólarrafhlöður til að framleiða sama magn af orku og dæmigerður viðskiptakljúfur eða meira en 430 vindmyllur (afkastastuðull ekki innifalinn).
Kjarnorka framleiðir lágmarks úrgang
Það er um það bil 1 milljón sinnum meira en hjá öðrum hefðbundnum orkugjöfum og vegna þessa er magn notaðs kjarnorkueldsneytis ekki eins mikið og maður gæti haldið.
Allt notað kjarnorkueldsneyti framleitt af bandaríska kjarnorkuiðnaðinum á síðustu 60 árum gæti passað á fótboltavelli á innan við 10 metra dýpi!
Þann úrgang er einnig hægt að endurvinna og endurvinna, þó að Bandaríkin geri það ekki eins og er.
Hins vegar gætu sumar háþróaðar kjarnakljúfahönnunir sem verið er að þróa nýtt notað eldsneyti.
NICE Future Initiative er alþjóðlegt átak undir ráðherranefndinni um hreina orku sem tryggir að kjarnorka verði hugsuð við þróun háþróaðra hreinna orkukerfa framtíðarinnar.
Öryggi kjarnorkuvera og kjarnorkuslys
Hér komum við að mesta áhyggjuefninu. Hversu örugg eru kjarnorkuver?
Kjarnorkuver eru meðal öruggustu mannvirkja í heimi. En slys geta orðið sem hafa slæm áhrif á fólk og umhverfi. Til að lágmarka líkur á slysi aðstoðar IAEA aðildarríkin við að beita alþjóðlegum öryggisstöðlum til að efla öryggi kjarnorkuvera.
Mikil framþróun hefur verið í hönnun kjarnorkuvera og þau orðið mun öruggari en áður. Ekki er að marka kjarorkuveraslysið í Japan, þar ollu nátttúruhamfarir slysinu þar. Ekkert kjarnorkuveraslys hefur átt sér stað í Úkraníu, í miðjum stríðsátökum.
AP1000 er án efa fullkomnasti kjarnakljúfur í heimi. Hann er hannaður til að kæla sig niður á aðgerðalausan hátt vegna stöðvun fyrir slysni og forðast fræðilega slys eins og þau í Chernobyl orkuverinu í Úkraínu og Fukushima Daiichi í Japan.
Öruggasta gerð kjarnorkuvera er svo kallaðir "bráðnunar salt" kjarnaofnar. Þeir eru taldir vera tiltölulega öruggir vegna þess að eldsneytið er þegar uppleyst í vökva og þeir starfa við lægri þrýsting en hefðbundnir kjarnakljúfar, sem dregur úr hættu á sprengiefnis bráðnun.
Finnar eru með sex kjarnorkuver - Hvernig geyma Finnar kjarnorkuúrgang sinn?
Finnar hafa aðstöðu á Olkiluoto, eyju fyrir vesturströnd Finnlands, og ætla að geyma úrgang í djúpri neðanjarðar geymslu frá og með 2023. Þeir munu pakka allt að 6.500 tonnum af úrani í koparhylki. Dósunum eða hylkunum verður komið fyrir í neti jarðganga sem skorin eru úr granítbergi 400 metra neðanjarðar; dósunum/hylkjunum verður pakkað inn með leir. Þegar aðstaðan hefur verið innsigluð - sem finnsk yfirvöld áætla að verði árið 2120 - ætti hún að einangra úrganginn á öruggan hátt í nokkur hundruð þúsund ár. Þá verður geislunarstig hennar skaðlaust.
Sum sé, áhættan vegna kjarnorkuvera og losun kjarnorkuúrgangs er þekkt stærð og vandinn hefur verið leystur.
En ég er þar með ekki að hvetja til að komið verði hér á eitt stykki kjarnorkuver, en bendi á að hægt er að fara út úr kassanum í hugsun....en ég sé þetta ekki gerast. Frekar eyðileggur íslenska ríkið hálendið áður en farið yrði í að reisa kjarnorkuver...en aldrei að segja aldrei var sagt eitt sinn.
Eitt kjarnorkuver gæti farið langt í að leysa aukna orkuþörf Íslendinga næstu 100 árin. Dæmigerður kjarnakljúfur framleiðir 4,332,000 MWh af rafmagni en annars er þetta mismunandi. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi 2021 var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund eða nánar til tekið 19.830 GWst. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt það árið. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst eða meira.
P.S. Hefur einhver annar en ég bent á þennan möguleika að reisa kjarnorkuver? Hef hvergi séð skrif um þennan möguleika. Ég hef séð hugmyndir um sjávaröldu raforkuframleiðslu og sjávarstraumaorkuver í Breiðafirði....
Bloggar | 24.11.2022 | 12:34 (breytt kl. 12:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trump hélt blaðamannafund um daginn og boðaði forsetaframboð sitt. Hann var mjög viðriðinn miðkjörtímabils kosningunum, studdi yfir 200 frambjóðendur. Það var næsta víst að ekki allir næðu kosningum, því sumir þeirra buðu sig fram í kjördæmum sem eru vígi Demókrata. Langflestir frambjóðenda náðu kjöri en þeir sem náðu ekki kjöri og Trump studdi urðu áberandi eftir kosningar og andstæðingar hans hlökkuðu yfir því, bæði innan Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins.
Sumir vildu kenna honum um meintan ósigur en aðrir benda á að þrátt fyrir að engin rauð bylgja hafi átt sér stað, þá náðu Repúblikanar meirihlutanum í fulltrúadeildinni. En hins vegar náðu þeir ekki meirihluta í öldungadeildinni og mega þakka fyrir ef þeir ná að halda öllum 50 sætunum sem þeir höfðu. Þar má ef til vill um að kenna Mitch McConnel, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem hafði gefist upp tveimur mánuðum fyrir kosninga og lýst yfir tapi, fyrirfram.
Ný stjarna fæddist í kosningunum, ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis sem náði glæstum kosningasigri ásamt Marco Rubio í öldungadeild Bandaríkjaþings sem fulltrúi Flórída.
Hins vegar er enginn skýr leiðtogi allra Repúblikana annar en Donald Trump. Það á eftir að koma í ljós hvort DeSantis er bara vinsæll í Flórída eða hann nær hylli um öll Bandaríkin ef hann fer fram.
Hins vegar er ljóst að grasrótin, alveg sama hversu menn hata Trump hér á Íslandi og skilja ekkert í vinsældum hans í Bandaríkjunum, er ákaft fylgjandi honum og hún er stærri en nokkrum sinni. En Trump hefur náð til "Blue collar"/"rednecks" fólksins í miðríkjum Bandaríkjanna í stórum stíl sem var hætt að kjósa en einnig til latínu fólkins og jafnvel til svertingja.
Menn gleyma að Repúblikanaflokkurinn var eins og Sjálfstæðisflokkurinn álitinn flokkur ríka fólksins og hvíts fólks með dvínandi fylgi en nú er hann orðinn fjöldaflokkur, með allt litrófið innanborð og frambjóðendur flokksins endurspegla breytingarnar enda af fjölbreyttum uppruna. Hann var með öðrum orðum sífellt minnkandi flokkur og menn spáðu að hann myndi hverfa með tímum með fjölgun innan minnihlutahópanna. En nú eru minnihlutahóparnir farnir að kjósa Repúblikanaflokkinn, þökk sé lýðhylli Trumps.
Fólk kýs forseta Bandaríkjanna í beinum kosningum, líkt og á Íslandi. Það skiptir því engu máli hvað Repúblikanaflokkurinn segir um Trump (mikil andstaða var gegnum honum strax í upphafi), fólkið velur sinn forseta, sama hvað stjórnmálaelítan segir. Þetta hafa íslenskir stjórnmálaflokkar lært af bituri reynslu þegar þeir hafa reynt að ota sínum hottintotta í embætti forseta Íslands.
En það eru tvö ár í næstu forsetakosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Nýir frambjóðendur ef til vill birtast. Menn munu því halda áfram að bölsótast í kalllinn hér á norðurhjaranu, og apa þar eftir áróðri íslenskra fjölmiðla, en það breytir ekki neinu. Trump verður í sviðsljósinu a.m.k. næstu tvö ár.
Líklegt er að í millitíðinni verði Biden ákærður fyrir embættisafglöp eða réttara sagt fyrir spillingu í tengslum við spillingamál Hunter Biden. Demókratar eru að reyna núna að minnka skaðann með því láta Hunter einn taka skellinn en Repúblikanar eru ekki á því máli.
Bloggar | 23.11.2022 | 12:36 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig fara saman erfðarannsóknir við fornbókmenntir okkar um uppruna Íslendinga? Hvers vegna er hér ráðandi norræn menning en keltnesk hverfandi? Enn er verið að deila um þetta. Fornleifarnar sýna norræna menningu sem og bókmenntirnar en erfðafræðin er blandin málum.
Kíkjum á vef Íslenskrar erfðagreiningar. Þar segir:
"Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld. Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.
Með samanburði við arfgerðir úr núlifandi íbúum Íslands, Bretlandseyja, Skandinavíu og annarra Evrópuþjóða, var í fyrsta sinn hægt að meta beint uppruna einstaklinga frá landnámsöld. Erfðaefni var raðgreint úr 27 líkamsleifum sem geymdar eru á Þjóðminjasafni Íslands, þar af 25 frá fyrstu kynslóðum Íslandsbyggðar (870 til 1100).
Niðurstöðurnar sýna að í landnámshópnum voru sumir af norrænum uppruna, aðrir af keltneskum og enn aðrir af blönduðum uppruna. Líklegt er að slík blöndun hafi átt sér stað á Bretlandseyjum. Alls var norrænn uppruni einstaklinganna frá landnámsöld um 57%, en er 70% í núlifandi Íslendingum. Ein möguleg skýring á þessum mun er að við upphaf Íslandsbyggðar hafi fólk af keltneskum uppruna eignast færri börn en fólk af norrænum uppruna, líklega vegna þrælahalds og stéttskiptingar. Einnig gæti blöndun við Dani á síðustu öldum haft áhrif.
Rannsóknin sýnir skýrt að umtalsverður hluti af þeim erfðabreytileika sem kom til Íslands með landsnámsfólki hefur tapast á undanförnum 1100 árum. Við þetta hafa Íslendingar orðið erfðafræðilega einsleitari og að þeim sökum ólíkir upprunaþjóðunum frá Skandinavíu og Bretlandseyjum."
Ég veit ekki hvort kerfisbundið hefur verið rannsakaðar beinagrindur eftir 1100 og athugað með keltneskan uppruna. En ef við lítum á sögu landnáms Íslands, þá er ljóst að fyrsta bylgja landnámsmanna kom bæði frá Noregi og Bretlandseyjum (Írland meðtalið). Keltarnir í hópnum voru flestir af undirstétt, þ.e.a.s. þrælar en aðrir blandaðir norrænum mönnum í yfirstétt. Við vitum alveg að þrælar fjölga sig ekki (þetta var vandamál í Bandaríkjunum á 19. öld) og þeir því dáið út en keltneska blóðið lifað áfram í þeim sem voru af yfirstétt sem hafði rétt á að fjölga sér.
Svo er annar þáttur, næsta bylgja landnámsmanna voru norrænir bændur sem komu beint frá Skandinavíu. Það réði úrslitum um að hér varð norræn menning ráðandi, norræn tunga og trúarbrögð (kristni dó að mestu út á 9. öld). Það er því ekkert óeðlilegt norræn uppruni fari frá 57% upp í 70% með tímanum.
Það þýðir því ekkert að einblína á fyrsta landnámshópinn og segja, við erum (þá erum við að tala um keltneskar konur) Keltar að hálfu og láta söguna stoppa þar. Það verður að líta á tímabilið frá 874-1100 allt til að fá heildarmynd, jafnvel lengra tímabil, því samgangur var mikill við Noreg eftir 1100 þegar hann hætti alveg að mestu við Bretlandseyjar(nema við Orkneyjar og aðrar eyjar). Hingað héltu Norðmenn áfram að sigla og blanda blóði við heimamenn og öfugt.
Annars er það stórfurðulegt hversu keltnesku áhrifin er þó það lítil, því miður. Menn hafa komið með langsóttar kenningar eins og íslensk bókmenning hafi átt uppruna sinn til Írlands, bara vegna þess að kristin bókmenning var öflug þar (önnur bókmenning þar lítil). Bókmenning getur verið sjálfsprottin og svo virðist vera á Íslandi, samanborið við Bretlandseyjar og Norðurlönd. Hér var öll flóra bókmennta iðkuð, ekki bara kristin fræði og það markar sérstöðu íslenskra bókmennta.
Bloggar | 22.11.2022 | 11:37 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Bandaríkjunum hafa verið uppi harðar deilur um skólamál undanfarin misseri. Málið varð pólitískt deiluefni í miðjum covid faraldrinum, þegar stórir hópar grunnskólanema voru sendir heim og látnir stunda heimanám. Þá komust margir foreldrar að því (urðu þátttakendur í námi barna sinna) að það sem var verið að kenna í skólunum var kennsluefni gegnsýrt af hugmyndafræði ný-marxisma. Íhaldssamir foreldrar urðu margir hverjir reiðir og fóru með málið til skólanefnda.
Bandarískar skólanefndir ráða miklu um hvað kennt er í grunnskólunum og virðast margar hverjar vera vinstri sinnaðar og því varð harður slagur milli þessara tveggja aðila. Málið rataði í fjölmiðla og svo siguðu Demókratar FBI á foreldra og vildu kalla íhaldssama foreldra "domestic terrorists" eða innlenda hryðjuverkamenn. Það þótti Repúblikönum of langt gengið og herjuðu á stjórnendur FBI í staðinn.
Fór svo í síðustu miðkjörtímakosningum að mikið uppgjör átti sér stað og skipt var um skólanefndir í stórum stíl en þær eru kosnar til starfa, ekki valdar. Skilaboðin voru: Við viljum ekki ný-marxíska innrætingu barna okkar og fari eigi að námskrá.
En nú vilja Repúblikanar fara enn lengra og svipta Kennarasambandi Bandaríkjanna fjárframlög frá alríkisstjórninni.
Í frétt á Foxnews segir, í lauslegri þýðingu, frá málinu: "Þingmaður í Texas kynnti á miðvikudag lög sem myndi banna alríkisfjármögnun stéttarfélaga kennara.
Lögin "No Federal Funding for Teachers Union Act", kynnt af Repúblikananum Ronny Jackson, frá Texas, kveða á um að "engir alríkissjóði megi veita til stéttasamtökum þar sem meðlimir eru menntunarfræðingar."
Hér er menntunarfræðingur skilgreindur sem einhvern sem er ráðinn í grunnskóla, framhaldsskóla eða æðri menntun."
Hvers vegna er að leggja þetta frumvarp fram og hver er rökstuðningurinn þingmannsins?
"Að stuðla að gerð kynþáttanámsskráa og kynjaruglingi táknar sannarlega ekki gildi mín eða gildi foreldra, nemenda og kennara í mínu umdæmi. Alríkisstjórnin ætti ekki að gefa eina krónu til stofnana sem nota áhrif sín til að styrkja stjórnmálamenn demókrata í stað nemenda og foreldra. Löggjöf mín er mikilvægt fyrsta skref til að draga úr áhrifum gráðuga kennarastéttar leiðtoga og til ábyrgðar og til að endurheimta foreldraréttindi í menntamálum.
Þetta leiðir hugann að Íslandi. Þegar farið er inn á vefsetur Kennarasambands Íslands er ekki annað en að sjá að sambandið sé faglegt og hafi almenna stefnu í ýmsum málum sem varða skólasamfélagið og fari eftir þeirri stefnu sem stjórnvöld móta hverju sinni. Hér má sjá stefnumálin:
Fræðslustefna
Innra starf, félagsmál og þjónusta
Jafnréttisstefna
Kjarastefna
Persónuverndarstefna
Samfélagsmiðlastefna
Siðareglur
Skólastefna
Vinnuumhverfismál
Umhverfisstefna
Kíkjum á samfélagsmiðlastefnuna, fer hún í bága við almenna stefnu stjórnvalda? Þar segir:
"Kennarasamband Íslands er með öflugt starf á samfélagsmiðlum enda góð leið til að ná hratt og vel til félagsmanna. Megináhersla er á að upplýsa og fræða félagsmenn og auka umræðu um menntamál."
Ekkert við þetta að athuga og hér beinir sambandið athyglinni að hagsmunamálum félagmanna.
En svo kom stjórn kennarasambandsins með ályktun um daginn um hitamál - dægurmál í fjölmiðlum. Þar tók stjórnin eindregna afstöðu til málsins sem var í umræðunni.
Þá vaknar spurningin hvort hún sé ekki að fara út fyrir verksvið sitt? Tala forystumenn fyrir hönd allra félagsmanna (engin kosning var um málið meðal meðlima)og eiga þeir yfir höfðuð að ræða dægurmál? Er ekki hlutverk þeirra að einbeita sér eindregið og einungis að menntamálum og hagsmunamálum kennara?
Þetta á ekki bara við um stéttafélag kennara, heldur önnur stéttfélög. Hvar liggja mörkin? Var til að mynda ekki góð þróun að stéttafélögin drógu sig úr landstjórnarpólitíkinni og einbeintu sér eingöngu að hagsmunamálum umbjóðenda sinna?
Á pólitísk hugmyndafræði að móta stefnu stéttarfélags sem ef til vill ekki allir félagsmenn eru sáttir við og eru skyldugir að borga til? Þetta er spurning sem félag eldri borgara hefur glímt við. Eigum við að stofna stjórnmálaflokk til að gæta hagsmuni meðlima okkar eða eigum við að vera áfram hagsmunagæslufélag í þrengstu merking hugtaksins?
Bloggar | 21.11.2022 | 14:05 (breytt kl. 15:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tveir þingmenn hafa farið fram á sviðið og rætt hinn vanrækta málflokk sem eru varnarmál Íslands. Jú, það urðu umræður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraníu en svo slökknaði á þeim. Baldur Þórhallson fræðimaður var þar fremstur í flokki.
Byrjum á Njáli: "Njáll Trausti Friðbersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála á Alþingi," segir í frétt mbl.is.
Hinn þingmaður er Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Í greininni: "Ræða þarf fasta viðveru hersveita" segir: "Í síðastliðnu viku átti sér stað umræða um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Var frummælandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið samstarf Íslands við ríki NATO vegna breyttrar heimsmyndar í kjölfar Úkraínustríðsins, aukið framlag Íslands til sameiginlegra verkefna NATO og að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna taki skýrt á ógnum er tengjast netöryggismálum. Eins lagði hún áherslu á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu."
Hvaðan kemur þessi heráhugi Katrínar? Hann kemur í raun ekkert við varnarmál eða öryggi Íslands, heldur er hún hér að reisa enn eina undirstöðu súlu fyrir inngöngu Íslands í ESB. Af því að Evrópusambandið hefur áhuga að efla varnir sínar, þá geysist Viðreisn fram á sviðið og segir hið sama og mynda þarna tengingu við sambandið. En það hefur hingað til verið andvana hugmynd að reisa Evrópuher, NATÓ hefur einmitt sýnt með aðgerðum sínum í Úkraníu, að það er enginn annar valkostur.
Hugmynd Njáls er hins vegar athyglisverðri og er af sömu rótum og mínar hugmyndir en ég skrifaði grein í Morgunblaðinu 2005, sjá slóð hér að neðan en ég var fyrstur Íslendinga sem lagði til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands. Þar legg ég til eins og Njáll að Varnarmálastofnun sæi um rannsóknir, þær yrðu hluti starfa stofnuninnar. Ég sagði:
"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð.
Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ.
Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."
En illu heillin lögðu vinstri menn af ófyrirhyggju sinni niður stofnunina. Eins og stríð og þekking á þeim mundi bara hætta. Úkraníu stríðið hefur sýnt fram á annað.
En ég vil frekar að Varnarmálastofnun verði endurreist og rannsóknarvinnan unnin innan vébanda hennar. En Njáll á þakkir skilið fyrir að vekja mál á þessu.
Exercitum Islandicum constituendum censeo.
Bloggar | 20.11.2022 | 15:17 (breytt kl. 16:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi hugsun sækir á hugann þegar maður hlustar á málflutning íslenskra stjórnvalda. Það hefur nefnilega aldrei komið skýrt fram hver hugsun íslenskra stjórnvalda í þessum málum er. Jú, við vitum að þau vilja minnka útblástur gróðurhúsaloft tegunda eða stöðva. Það er gott og blessað ef vísindin segja að gróðurhúsategundir séu hættulegar mannkyninu og lífríki jarðar.
En það eru enn uppi deilur vísindamanna hvort gróðurhúsategundirnar séu hættulegar eður ei. Ég hef persónulega ekki hugmynd hvor armurinn er sá rétti og ætla ég mér ekki að blanda mér í deilur sem ég hef ekki fulla vitneskju um.
En ég get gagnrýnt íslensk stjórnvöld og málflutning þeirra og sett Ísland í samhengi og samanburð við önnur lönd sem spúa gróðurhúsategundir út í loftið, til góðs eða ills.
Talað er um CO2 sé hættulegast lofttegundin sem sé losuð út í andrúmsloftið (margar aðrar eru hættulegar en eru svo í litlu mæli að það skiptir engu máli, svo sem óson sem komið hefur verið böndum á).
Berum saman Ísland og Kína sem er mesti mengunarvaldur jarðar.
Kína: 10,71 milljarðar tonna (Bandaríkin 4535.30. og Indland 2411.73).
Ísland: 1,64 milljóna tonna.
Eins og sjá má, er stjarnfræðilegur munur á losun koltvísýring á milli landanna og það skiptir máli í stóra samhenginu.
Það er ef til vill ósanngjarnt að bera saman örríkið Ísland við fjölmennasta ríki heims - Kína og mest iðnvæddasta ríki heims - Bandaríkin en þarna liggur hundurinn grafinn.
Þessi ríki heims eru mestu mengunarvaldar heims og það skiptir máli HVAÐ ÞAU GERA. Ekki hið litla Ísland. Jú, við getum verið táknræn og gert táknræna hluti, hjálpað til við vísindarannsóknir og deilt hugviti okkar til ríkja heims hvernig eigi að beisla koltvísýringinn í loftinu. Verið fyrirmynd annarra ríkja.
Ef íslensk stjórnvöld vilja raunverulega leggja lóðir á vogaskálarnar og "bjarga" heiminum, þá ættu þau að beita þessi þrjú stórríki pólitískum þrýstingi! Jafnvel "viðskiptaþvingunum", hahaha, það væri saga til næsta bæjar ef það gerðist. En skilaboðin gætu verið: "Hættið að eyðileggja móður jörð."
En verum raunsæ, Ísland er örríki sem hefur nánast engin áhrif í heiminum. Íslenskir ráðamenn vaða í villu og svima um að orð þeirra skipti máli og tekið sé mark á þeim. Það getur ekki verið meira fjarri sanni.
Við getum hins vegar verið fyrirmynd (erum það að vissu leyti nú þegar) annarra þjóða en íslensk stjórnvöld ættu ef til vill að hætta að herja á Íslendinga með mengunarsköttum (sem fara beint í ríkisskuldahítina og er eiginlega bara refsing en ekki lausn), í landi þar sem meir en 90% orkugjafanna eru grænir, og fara í útrás og skamma mengunarsóðanna. Ég myndi hins vegar ekki veðja krónu á að það muni gerast nokkurn tímann.
Bloggar | 18.11.2022 | 17:29 (breytt kl. 20:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vef Menntamálastofnunar er vefsetur sem heitir "Dagur íslenskrar tungu". Þar er margvíslegur fróðleikur en á einni síðunni er fjallað um blogg. Þar sem við sem skrifum hér eru bloggarar og bloggum daglega, þá læt ég efni síðunnar birtast hér og verkefni fyrir þig:
"Í gamla daga héldu margir krakkar dagbækur. Það sem skrifað var í þessar bækur var oftast einkamál þess sem skrifaði. Á sumum dagbókum var meira að segja lás þannig að öruggt væri að enginn gæti lesið nema eigandinn.
Þegar bloggið kom til sögunnar hóf fjöldi barna og unglinga að segja frá lífi sínu og skoðunum á vefnum. Það getur verið gaman að blogga en munurinn er sá að allir geta lesið þessar hugrenningar. Sérstakt málfar hefur orðið til á blogginu. Þar er ekki farið eftir ströngustu reglum um stafsetningu og gott íslenskt málfar.
Hér fyrir neðan er dæmi um texta af bloggsíðum. Lesið nú þessa texta. Hvernig má færa hann til betri vegar? Þið getið reynt að færa hann yfir á eins góða íslensku og þið getið.
Blogg framhaldsskólanema
ég sagðist koma með nýtt blogg núna eftir helgi en því miður verð ég að fresta því um óákveðinn tíma vegna mikilla anna núna þessa vikuna hann artí fartí Jón er ekki allveg í uppihaldi hjá mér þessa stundina og ég er eflaust ekki sá eini í bekknum sem er á þeirri skoðun. hann myndi fíla sig vel á kaffi nellý með öllum artí fartí treflavinum sínum drekkandi kaffi latte og bullandi um ljóð eða eitthvað nenni ekki að blogga meira um það núna. meira seinna.
Ef þið reynið við þennan texta, megið þið skrifa ykkar útgáfu hér að neðan í athugasemdatextareitnum.
Bloggar | 18.11.2022 | 11:20 (breytt 27.1.2023 kl. 09:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1. Hún getur haft djúpstæð áhrif á mann og alla í kringum mann
Andstætt því sem almennt er talið, snúa stjórnmálin ekki eingöngu um miðaldra hvíta karlmenn í illa straujuðum jakkafötum; í rauninni er það alveg öfugt. Samkvæmt skilgreiningu eru stjórnmál starfsemi sem tengist stjórnun lands eða annars svæðis, sérstaklega umræður eða átök milli einstaklinga eða aðila sem hafa eða vonast til að ná völdum. Í þessum skilningi er pólitík það sem ræður öllu sem gerist í kringum þig.
2. Pólitískar umræður hjálpa manni að rata í eigin gildi og skoðanir
Skilningur á stjórnmálum, eða nánar tiltekið efni sem hafa tilhneigingu til að safnast saman á pólitísku svæði til greiningar og umræðu, er endanleg leið til að sigla um eigin siðferðilega og hugmyndafræðilega áttavita. Að vita hvar maður stendur varðandi málefni eins og fóstureyðingar, heilsugæslu, byssueftirlit og innflytjendamál getur aðeins gagnast manni á endanum. Ef maður gefur sér tíma til að rannsaka og kanna hliðar þess sem verið er að deila um, mun maður líklega finna sjálfan sig í að toga í átt að einu sjónarhorni eða öðru.
Að vera til sem manneskja í heiminum þýðir að vera til í tíma og rúmi þar sem flækja pólitískra átaka kemur fram daglega.
3. Það er einu skrefi nær því að vera minna fáfróð/ur
Þeir segja að fáfræði sé sæla, en er það ekki bara rangt réttlætt sinnuleysi? Það er auðvitað auðveldara að eyða pólitík úr sínu nánasta umhverfi: settu saman sitt eigið Facebook-straum, hættu að fylgjast með fólki sem skrifar um Bjarna Benediktsson.
4. Það viðheldur goðsögninni um að ungu fólki sé sama
Yngri kynslóðir eru sérstaklega viðkvæmar fyrir fáfræðigildrunni og eru til í bólu sem er órjúfanleg af pólitískum átökum, vegna þess að oft er ekki ætlast til að þær fylgi stjórnmálum. Það er eitthvað sem verður að leita að og rannsaka, oft umfram dæmigerða háskólanám í félagsfræði.
Þetta hefur leitt til þeirrar hugmyndar að ungu fólki sé sama um pólitík eða framtíð landsins vegna þess að það bara skilur það ekki, eða telur ekki þörf á því. Það er misskilningur að ungt fólk viti ekki hvað í fjandanum það er að tala um, en það að geta rætt pólitísk mál og fylgst með fréttum er önnur leið til að halda því við þetta fullorðna fólk sem deilir óupplýstum pólitískum færslum á Facebook og heldur því fram að þeir vita svo mikið vegna þess að þeir eru eldri en 50 ára.
5. Maður er að missa af sögunni í rauntíma
Samkynhneigt hjónaband. Aleppo. Hnattræn hlýnun, stríð í Úkraníu. #Me too, #BlackLivesMatter. Þetta er aðeins minnsta brot af þúsundum hugtaka sem tengjast mikilvægum atburðum og stefnum sem breyta sögunni á síðustu öld einni saman.
Þegar maður tekur upp sögu kennslubók finnst manni það næstum súrrealískt. Hvernig gátu þessir hlutir gerst? Stórfengleiki sögunnar virðist næstum óskiljanlegur og kannski er það ein af ástæðunum fyrir því að fólk hefur tilhneigingu til að dragast að sögum forfeðra sinna, fólksins sem hefur séð allt og lifað til að segja söguna. Það er eins og að tala við gagnvirka kennslubók. Sagan verður áþreifanleg.
Bloggar | 17.11.2022 | 13:43 (breytt kl. 16:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið ys og þys varð í íslenskum fjölmiðlum er fréttir bárust af meintri eldflaugaárás Rússa á Pólland. Íslenskir fjölmiðlar létu eins og þriðja heimsstyrjöldin væri að hefjast. Ég kíkti strax á nokkra bandaríska fjölmiðla til að sjá viðbrögð þeirra. Jú, þetta komst í fréttirnar en sem þriðja eða fjórða frétt. Þeir hafa meiri áhuga á nýafstaðnar þingkosningar.
Íslenskir þingmenn vildu strax kalla til utanríkisnefnd Alþingis....til hvers veit ég ekki. Hvað ætla þeir að gera? Kalla út Landhelgisgæsluna og láta hana vera í viðbragðsstöðu, með eina afgamla fallbyssu á öðru varðskipinu til varnar Íslands?
Nær væri raunverulega að hlú að vörnum Íslands með raunverulegum vörnum. Fyrsta skrefið sem ég myndi stíga væri að stofna til vopnað þjóðvarðlið / heimvarnarlið /öryggisveitir / herlið eða hvað menn vilja kalla þetta varnarlið, koma upp eldflaugavarnarkerfi (eins og iron dom hjá Ísraelmönnum), auka viðveru flugsveita NATÓ á Íslandi (kafbátavarnir) o.s.frv.
Allir íslenskir fjölmiðlar urðu hræddir nema Útvarp sögu sem kom með báðar hliðar sögunnar og rétta útgáfu, sem er að Rússar neita að um árás væri að ræða. Líklegasta skýringin er að úkranísk varnarflaug hafi skotið niður rússneska eldflaug og sprengjubrot úr þessu samstuði hafði dreifst um og valdið dauða tveggja Pólverja.
Stríð eru ekki háð án mistaka og stríðsátökin getur skvettst yfir landamæri. Svo var um Víetnamsstríðið en það var líka háð (leynilega) í Laos og Kampúdíu (leiddi til borgarastyrjaldar þar).
Stríðsæsingatal forseta Úkraníu finnst mér vera mjög óábyrgt. Ef farið hefði verið eftir orðum hans í þessu máli og öðrum, væri NATÓ komið í fullt stríð við Rússland sem þýðir alsherjarstríð með hættu á kjarnorkustríði og þar með ragnarök jarðar.
Menn verða því að stíga varðlega til jarðar, og hafa í huga að fyrstu fréttir eru ónákvæmar og villandi. Atburðarrás heims atvika er svo hröð að við vitum oft ekki fyrir en löngu síðar hvað gerðist, stundum aldrei. Annað: Allir aðilar stríðs ljúga.
Bloggar | 16.11.2022 | 10:03 (breytt kl. 13:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tveir lykilþættir, samkvæmt dómaranum Jeanine Pirro, hjálpuðu Demókrötum að forðast rauða bylgju Repúblikana: námslána endurgjöf Biden forseta og fóstureyðingamálið.
Biden forseti bauð upp á eitthvað sem margir lögfræðilegir áheyrnarfulltrúar töldu að yrði á endanum felld af dómstólum, en úthlutun námslána eftirgjöf virtist nægjanleg til að koma með 18-24 atkvæði til að koma Demókrötum yfir. Þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam alríkislög um fóstureyðinga á grundvelli þess að ekkert ákvæði um fóstureyðingar og réttindi til þeirra er í stjórnarskránni og vísaði málinu aftur til ríkjanna 50 sem ákveða hvert fyrir sig hvernig fóstureyðingum er háttað. Þetta túlkuðu fjölmiðlar svo að Repúblikönum væri um að kenna en meirihlutinn í hæstaréttinum er skipaður af Repúblikanaforsetum.
En annað er að aðeins 14 sæti Demókrata var í boði í Öldungadeildinni en 20 hjá Repúblikönum. Þeir síðarnefndu þurftu að verja fleiri sæti en Demókratar. Annað verður upp á teningnum í kosningunum 2024, í raun þver öfugt og þá eru líkur á rauðri bylgju en einnig vegna Biden sem hefur þá gert meiri óskunda en hann er meðal óvinsæltustu forsetum sögunnar.
Bloggar | 15.11.2022 | 17:09 (breytt 16.11.2022 kl. 09:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020