Írafárið endurvakið

Hvernig fara saman erfðarannsóknir við fornbókmenntir okkar um uppruna Íslendinga? Hvers vegna er hér ráðandi norræn menning en keltnesk hverfandi? Enn er verið að deila um þetta. Fornleifarnar sýna norræna menningu sem og bókmenntirnar en erfðafræðin er blandin málum.

Kíkjum á vef Íslenskrar erfðagreiningar. Þar segir:

"Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld.  Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.

Með samanburði við arfgerðir úr núlifandi íbúum Íslands, Bretlandseyja, Skandinavíu og annarra Evrópuþjóða, var í fyrsta sinn hægt að meta beint uppruna einstaklinga frá landnámsöld. Erfðaefni var raðgreint úr 27 líkamsleifum sem geymdar eru á Þjóðminjasafni Íslands, þar af 25 frá fyrstu kynslóðum Íslandsbyggðar (870 til 1100).

Niðurstöðurnar sýna að í landnámshópnum voru sumir af norrænum uppruna, aðrir af keltneskum og enn aðrir af blönduðum uppruna. Líklegt er að slík blöndun hafi átt sér stað á Bretlandseyjum. Alls var norrænn uppruni einstaklinganna frá landnámsöld um 57%, en er 70% í núlifandi Íslendingum. Ein möguleg skýring á þessum mun er að við upphaf Íslandsbyggðar hafi fólk af keltneskum uppruna eignast færri börn en fólk af norrænum uppruna, líklega vegna þrælahalds og stéttskiptingar. Einnig gæti blöndun við Dani á síðustu öldum haft áhrif.

Rannsóknin sýnir skýrt að umtalsverður hluti af þeim erfðabreytileika sem kom til Íslands með landsnámsfólki hefur tapast á undanförnum 1100 árum. Við þetta hafa Íslendingar orðið erfðafræðilega einsleitari og að þeim sökum ólíkir upprunaþjóðunum frá Skandinavíu og Bretlandseyjum."

Ég veit ekki hvort kerfisbundið hefur verið rannsakaðar beinagrindur eftir 1100 og athugað með keltneskan uppruna. En ef við lítum á sögu landnáms Íslands, þá er ljóst að fyrsta bylgja landnámsmanna kom bæði frá Noregi og Bretlandseyjum (Írland meðtalið). Keltarnir í hópnum voru flestir af undirstétt, þ.e.a.s. þrælar en aðrir blandaðir norrænum mönnum í yfirstétt. Við vitum alveg að þrælar fjölga sig ekki (þetta var vandamál í Bandaríkjunum á 19. öld) og þeir því dáið út en keltneska blóðið lifað áfram í þeim sem voru af yfirstétt sem hafði rétt á að fjölga sér. 

Svo er annar þáttur, næsta bylgja landnámsmanna voru norrænir bændur sem komu beint frá Skandinavíu. Það réði úrslitum um að hér varð norræn menning ráðandi, norræn tunga og trúarbrögð (kristni dó að mestu út á 9. öld). Það er því ekkert óeðlilegt norræn uppruni fari frá 57% upp í 70% með tímanum. 

Það þýðir því ekkert að einblína á fyrsta landnámshópinn og segja, við erum (þá erum við að tala um keltneskar konur) Keltar að hálfu og láta söguna stoppa þar. Það verður að líta á tímabilið frá 874-1100 allt til að fá heildarmynd, jafnvel lengra tímabil, því samgangur var mikill við Noreg eftir 1100 þegar hann hætti alveg að mestu við Bretlandseyjar(nema við Orkneyjar og aðrar eyjar). Hingað héltu Norðmenn áfram að sigla og blanda blóði við heimamenn og öfugt.

Annars er það stórfurðulegt hversu keltnesku áhrifin er þó það lítil, því miður. Menn hafa komið með langsóttar kenningar eins og íslensk bókmenning hafi átt uppruna sinn til Írlands, bara vegna þess að kristin bókmenning var öflug þar (önnur bókmenning þar lítil). Bókmenning getur verið sjálfsprottin og svo virðist vera á Íslandi, samanborið við Bretlandseyjar og Norðurlönd. Hér var öll flóra bókmennta iðkuð, ekki bara kristin fræði og það markar sérstöðu íslenskra bókmennta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband