Fát og fum hjá íslenskum ráðamönnum

Mikið ys og þys varð í íslenskum fjölmiðlum er fréttir bárust af meintri eldflaugaárás Rússa á Pólland. Íslenskir fjölmiðlar létu eins og þriðja heimsstyrjöldin væri að hefjast. Ég kíkti strax á nokkra bandaríska fjölmiðla til að sjá viðbrögð þeirra. Jú, þetta komst í fréttirnar en sem þriðja eða fjórða frétt. Þeir hafa meiri áhuga á nýafstaðnar þingkosningar.

Íslenskir þingmenn vildu strax kalla til utanríkisnefnd Alþingis....til hvers veit ég ekki. Hvað ætla þeir að gera? Kalla út Landhelgisgæsluna og láta hana vera í viðbragðsstöðu, með eina afgamla fallbyssu á öðru varðskipinu til varnar Íslands?

Nær væri raunverulega að hlú að vörnum Íslands með raunverulegum vörnum. Fyrsta skrefið sem ég myndi stíga væri að stofna til vopnað þjóðvarðlið / heimvarnarlið /öryggisveitir / herlið eða hvað menn vilja kalla þetta varnarlið, koma upp eldflaugavarnarkerfi (eins og iron dom hjá Ísraelmönnum), auka viðveru flugsveita NATÓ á Íslandi (kafbátavarnir) o.s.frv. 

Allir íslenskir fjölmiðlar urðu hræddir nema Útvarp sögu sem kom með báðar hliðar sögunnar og rétta útgáfu, sem er að Rússar neita að um árás væri að ræða. Líklegasta skýringin er að úkranísk varnarflaug hafi skotið niður rússneska eldflaug og sprengjubrot úr þessu samstuði hafði dreifst um og valdið dauða tveggja Pólverja.

Stríð eru ekki háð án mistaka og stríðsátökin getur skvettst yfir landamæri. Svo var um Víetnamsstríðið en það var líka háð (leynilega) í Laos og Kampúdíu (leiddi til borgarastyrjaldar þar).

Stríðsæsingatal forseta Úkraníu finnst mér vera mjög óábyrgt. Ef farið hefði verið eftir orðum hans í þessu máli og öðrum, væri NATÓ komið í fullt stríð við Rússland sem þýðir alsherjarstríð með hættu á kjarnorkustríði og þar með ragnarök jarðar.

Menn verða því að stíga varðlega til jarðar, og hafa í huga að fyrstu fréttir eru ónákvæmar og villandi. Atburðarrás heims atvika er svo hröð að við vitum oft ekki fyrir en löngu síðar hvað gerðist, stundum aldrei. Annað: Allir aðilar stríðs ljúga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Landvættirnir eru eina vörn landsins; til að virkja vernd þeirra þarf að yfir gefa Nató og gleyma öllum kjánaprikum um landvarnalið.

Guðjón E. Hreinberg, 16.11.2022 kl. 16:12

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Guðjón. Hafið og fjarlægðir voru sverð og skjöldur Íslands fyrstu 900 ár Íslands en svo komu Napóleon styrjaldirnar. Það var fyrsta Evrópustríðið sem hafi óbein áhrif á Ísland, þ.e.a.s. matvælaskortur/skort á aðföngum. 

Fyrri heimsstyrjöldin hafði líka óbein áhrif á Ísland en áhrif hennar voru hins vegar umtalsverð. Skipti þar mestu hafnbann Breta á Þýskaland sem olli mikilli röskun á inn- og útflutningi sem hafði áhrif á allan efnahag landsins.

Heimsstyrjöldin síðari kom beint til  Ísland með tilheyrandi mannfalli, átökum og hernámi. Ísland mun aldrei sleppa héðan í frá og vera hluti stríðsátaka framtíðar. Við verðum að hugsa um eigin hag, ekki gera Bandaríkjamenn það eða aðrar Evrópuþjóðir.

 

Birgir Loftsson, 17.11.2022 kl. 11:33

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Frábær gagnrýni Tucker Carlson á fjölmiðla sem hefðu getað komið af stað heimsstyrjöld.

https://youtu.be/HMHBsHtolCA

Birgir Loftsson, 17.11.2022 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband