Ísland og upphaf þátttöku þess í Sameinuðu þjóðunum

Ísland var ekki á meðal stofnenda Sameinuðu þjóðanna vegna þess Ísland neitaði ganga að því skilyrði að lýsa yfir stríði á hendur möndulveldunum.

Á vefsetri Sameinuðu þjóðanna má lesa eftirfarandi grein um upphaf þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Sjá slóðina: Þegar Ísland neitaði að lýsa yfir stríði

Grípum niður í textann:

"En að styrjöldinni lokinni var þessi hindrun ekki lengur fyrir hendi og Allsherjarþingið samþykkti umsókn Íslands um aðild 9. nóvember 1946. Ísland undirritaði síðan yfirlýsingu um að ríkið samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 19. nóvember sama ár. Sama dag gengu Svíþjóð og Afganistan í Sameinuðu þjóðirnar og voru þau ásamt Íslandi fyrst á eftir stofnaðildarríkjunum til að fá aðild að samtökunum.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður 26. júní 1945 í San Francisco, í lok ráðstefnu sem þar var haldin til þess að koma á fót alþjóðlegum samtökum. Gekk sáttmálinn í gildi 24. október 1945 og telst sá dagur stofndagur samtakanna.

Í raun voru samtökin í upphafi áframhald á samstarfi bandamannanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjnna og fleiri ríkja, sem háðu stríð gegn Möndulveldunum, Þýskalandi, Ítalíu og Japan. Yfirlýsing hinna Sameinuðu þjóða, alls 26 ríkja, sem gefin var út 1.janúar 1942, er undanfari samtakanna.

Afleiðinga síðari heimsstyrjaldarinnar gætir enn víða í starfi Sameinuðu þjóðanna. Í inngangsorðum sáttmála samtakanna segir að tilgangur þeirra sé að  „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið.“ 

Aðildin að Sameinuðu þjóðunum ein var ein fyrsta meiriháttar ákvörðun sem nýstofnað lýðveldi þurfti að taka í utanríkismálum. Ríkisstjórn Íslands var boðið að ganga til liðs við hinar Sameinuðu þjóðir, en böggull fylgdi skammrifi.

 

Með öðrum orðum vildi hið nýstofnaða lýðveldi Íslands halda í hlutleysisstefnuna og vegna hennar gat það hreinlega ekki byrjað vegferð sína á að lýsa yfir stríði gegn Möndulveldinu sem öllum var ljóst að hafði tapað stríðinu. Aðeins var verið að ákveða hvernig eigi að skipta herfanginu á Jalta-ráðstefnunni. Íslendingar urðu að horfast í augu við veruleikann 1949 með inngöngu sinni í NATÓ og hlutleysisstefnan fór út um þúfur. Eins var það með hersetu erlends ríkis á Íslandi, sú stefna fór út um gluggann 1951 með Kóreustríðinu en flestir héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri hafin.

Sameinuðu þjóðirnar og stríðsátök

Eins og komið hefur hér fram var aðalmarkmið stofnun S.þ. að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið.“ 

Með öðrum orðum að koma í veg fyrir stríð og efla samvinnu allra þjóða í heiminum.  Samtökin hafa gert margt gott í samþættinu og samvinnu þjóða, mannkyninu og jörðinni í heild til góða. Sagt er að viðskipti og samskipti komi stundum í veg fyrir stríð og eflaust er það rétt. Náttúran og dýralíf hafa notið góðs af þessari samvinnu og mannúðarstarf samtakanna hafa bjargað mörgum mannslífum í hungursneiðum.

En bein þátttaka S.þ. og friðarumleitanir í stríðsátökum hefur verið algjörlega misheppaðar frá upphafi. Hinn harði veruleiki hefur verið sá að stórveldin ráða úrslitum um afdrif stríða og eftirmála þeirra. Aðkoma S.þ. að stríðsátökum hefur algjörlega verið á forsendum stríðandi þjóða og báðir aðilar verða að samþykkja komu herliðs S.þ. til átakasvæða áður en herlið er sent á staðinn en yfirleitt eru sveitir S.þ. notaðar sem stuðpúði milli stríðandi aðila eftir hernaðarátök. Oft hunsa stríðsaðila veru hersveita S.þ. og halda áfram átökum.

Aðkoma Sameinuðu þjóðanna að nokkrum stríðum frá stofnun þeirra - Hver er árangurinn?

Samkvæmt óljósum, oft hunsuðum stríðsreglum alþjóða samfélagsins, eiga lönd - í stórum dráttum - aðeins að berjast hvert við annað í sjálfsvörn, þegar þau sjálf hafa orðið fyrir árás. Öll önnur hótun eða valdbeiting þarf samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Í raun og veru er þessi hugmynd auðvitað næstum hlægileg. Fá lönd nenna eða vilja að fá samþykki Sameinuðu þjóðanna áður en þau byrja hernaðarátök. Þegar öllu er á botninn hvolft, til að tryggja ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaraðgerðir, þarf samhljóða atkvæði frá meðlimum ráðsins sem hafa neitunarvald, eða að þessi lönd sitji að minnsta kosti hjá ef þau hafna. Og hversu oft hafa keppinautar eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vera í sátt þegar kemur að stríði?

Þannig að það er ekki óvitlaust að halda að Sameinuðu þjóðirnar séu frekar gagnslausar við að refsa árásir. En þær taka þátt í hernaðarátökum með beinum eða óbeinum hætti. Frá síðari heimsstyrjöldinni hafa samtökin samþykkt og útvegað hermenn í alls kyns átökum. Hér er stutt útgáfa af helstu og frægustu átökunum:

Kóreustríðið

Valdi er heimilað að „snúa við eða hrekja árás eins ríkis gegn öðru,“ eins og það er orðað í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tilfelli Kóreu kom þessi árásaraðili árið 1950 frá norðri, þegar Lýðveldið Kóreu (nú þekkt sem Norður-Kórea) réðst inn í Lýðveldið Kóreu (nú Suður-Kórea). Heppilegt var fyrir Suður-Kóreu og bandamenn þess, að Sovétríkin ákváðu - ásamt Kína  - að sniðganga öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og ryðja brautina fyrir ályktun 84 og Kóreustríðið 1950-1953.

Persaflóastríðið


Árið 1990 ögraði Saddam Hussein S.þ. til að heimila önnur stórátök þegar hann réðst inn og innlimaði Kúveit. Ráðið samþykkti ályktun 678 og degi síðar hóf alþjóðleg bandalag undir forystu Bandaríkjanna aðgerðina "Desert Storm". En Hussein var aðeins hrakinn frá landinu, ekki sigraður og það leiddi til Íraksstríðsins árið 2003 - innrás Bandaríkjanna og bandamanna sem frægt er að ekki var samþykkt af S.þ. Stríðið var háð af hæpnum forsendum og Íslendingar fóru á lista "viljugra þjóða" Bandaríkjanna.

„Friðargæsluverkefni“


Helsta önnur réttlætingin sem SÞ gefur fyrir að beita valdi gegn aðildarríkjum er í gegnum þversagnakennd rök, kölluð „friðargæsluverkefni“. Samtökin hafa heimilað hervaldi til að halda friði í ýmsum löndum, þar á meðal fyrrum Júgóslavíu, Haítí, Rúanda, Sómalíu og Kosovó. Árangur þeirra við að „halda friðinn“ í þessum löndum má auðvitað deila um og í Rúanda var framið þjóðarmorð beint fyrir framan nef hersveita S.þ. Þær komu inn eftir sex daga stríðið og oft felast þessi friðargæsluverkefni í að sinna gæslustörfum að stríðsátökum loknum. Sjaldan eða aldrei hafa þau stuðlað bein að stríðslokum. Hef ég rétt fyrir mér? Þið sem lesið þetta megið benda mér á vel heppnað friðargæsluverkefni þar sem þátttaka S.þ. skipti sköpun.

Líbýska flugbannssvæðið

Í einu af fáum nútíma dæmum um diplómatíska samstöðu, kaus Öryggisráðið árið 2011 að heimila „allar nauðsynlegar ráðstafanir“ til að vernda óbreytta borgara í Líbíu, sérstaklega þá í Benghazi sem greinilega stóðu í hótun um yfirvofandi fjöldamorð. Það er ekki þar með sagt að Rússar hafi samþykkt ályktunina; þeir, ásamt Kína og þremur öðrum, sátu hjá. En flugbannssvæði var sett upp, víðáttumikil svæði landsins urðu fyrir loftárásum og Moammar Gaddafi Líbýuleiðtogi náðist að lokum og var drepinn með kúlu í höfuðið. 

Fyrsta alvöru stríð Sameinuðu þjóðanna - Borgarastríðið í Kongó

Í júní hófu S.þ. í hljóði að heyja sitt eigið stríð í Lýðveldinu Kongó. Þrátt fyrir að hafa heimilað önnur stríð og útvegað hermenn til að aðstoða í þessum átökum, er sending Sameinuðu þjóðanna á 3.000 hermönnum til að berjast gegn kongóskum uppreisnarmönnum sem réðu yfir víðfeðmum svæðum í landinu í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem þau gera árás og vera í beinni stjórn á hermönnunum, aðferðum á jörðu niðri og loftárásum. Herliðssendignar voru samþykktar með sjaldgæfum samhljóða atkvæðagreiðslu aðildaþjóða. En stríðið í Kongó er líka einstakt. 

Stríðið í Kongó er það mann­skæð­asta síðan seinni heims­styrj­öld­inni lauk. Kongóbúar máttu þola harka­lega nýlendu­stefnu Belga og þriggja ára­tuga harð­stjórn ein­ræð­is­herr­ans Mobutu áður en landið leyst­ist upp í stjórn­leysi og röð inn­an­lands styrj­alda. Stríðið er eitt það hrotta­leg­asta sem hefur verið háð þar sem stríðs­herrar fóru um með barna­heri, slátr­uðu heilu þorp­un­um, brenndu, nauðg­uðu og aflim­uðu. Talið er að tæp­lega 3 millj­ónir hafi farist í stríð­inu og annað eins á næstu árum á eftir vegna þess.

Nota bene, Kongó-stríðið hefur verið skipt í tvo hluta. Fyrsta Kongóstríðið (1996–1997), einnig kallað Fyrri heimsstyrjöld Afríku, var borgarastyrjöld og alþjóðleg hernaðarátök sem áttu sér stað að mestu í Zaire (núverandi Lýðveldinu Kongó), með miklum áhrifum frá Súdan og Úganda. Átökin náðu hámarki með erlendri innrás sem kom forseta Zaires, Mobutu Sese Seko frá völdum, í staðinn fyrir uppreisnarleiðtogann Laurent-Désiré Kabila. Óróleg ríkisstjórn Kabila lenti í kjölfarið í átökum við bandamenn hans og setti grunninn fyrir seinna Kongóstríðið 1998–2003.

Seinna Kongóstríðið, einnig þekkt sem Afríkustríðið mikla og stundum nefnt Afríkustríðið, hófst í Lýðveldinu Kongó í ágúst 1998, rúmu ári eftir að Fyrsta Kongóstríðið, og fól í sér svipaðar ástæður hernaðarátaka. Stríðinu lauk formlega í júlí 2003, þegar bráðabirgðastjórnin í Lýðveldinu Kongó tók við völdum. Þrátt fyrir að friðarsamningur hafi verið undirritaður árið 2002 hefur ofbeldi haldið áfram á mörgum svæðum landsins, sérstaklega í austri.Ófriður hefur haldið áfram eftir uppreisn andspyrnuhersins Drottins og Kivu og Ituri átökin. Níu Afríkuríki og um tuttugu og fimm vopnaðir hópar tóku þátt í stríðinu. Þátttaka S.þ. í stríðsátökunum í Kongó er umdeild og árangurinn eftir því.   

Lokaorð

Kannski má líkja samtök Sameinuðu þjóðanna við Þjóðarbandalagið. Þjóðabandalagið voru alþjóðasamtök sem voru stofnuð á Friðarráðstefnunni í París 1919 í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Markmið samtakanna voru afvopnun og að koma í veg fyrir styrjaldir með samtryggingu, að leysa úr milliríkjadeilum með samningaviðræðum og að bæta velferð í heiminum. Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri sem ríkt hafði fram að því.

Þjóðabandalagið bjó ekki yfir eigin her líkt og Sameinuðu þjóðirnar í dag og treysti því á stórveldin til að tryggja framkvæmd ákvarðana bandalagsins. Síðari heimsstyrjöldin sýndi greinilega fram á að bandalaginu mistókst að ná einu helsta markmiði sínu: að koma í veg fyrir stríð. En Sameinuðu þjóðirnar eiga í raun engan her, ekki frekar en Þjóðarbandalagið. 

Flestar friðargæsluaðgerðir sem fara fram á vegum Sameinuðu þjóðanna sjálfra og friðargæslusveitirnar lúta þá stjórn stofnunarinnar.  Friðargæsluliðar S.þ. (sem gjarnan eru kallaðir bláhjálmar vegna blárra höfuðfata sinna) geta því bæði verið hermenn, lögreglumenn og borgaralegir embættismenn. Í þessum tilvikum eru friðargæsluliðarnir þó enn meðlimir í herjum aðildarríkjanna en ekki hermenn í sérstökum alþjóðaher Sameinuðu þjóðanna, þar sem enginn slíkur her er fyrir hendi.

Í tilvikum þar sem bein afskipti Sameinuðu þjóðanna eru ekki talin ákjósanleg eða viðeigandi heimilar Öryggisráðið stundum samtökum eins og Atlantshafsbanalaginu, Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja, eða bandalögum viljugra ríkja að sjá um friðargæsluaðgerðir.

En eigum við ekki að vera sanngjörn og segja að Sameinuðu þjóðirnar eru betri en ekkert þegar kemur að stríðsátökum almennt, hvort sem er um að ræða borgarastyrjaldir eða stríð ríkja. Þarna er að minnsta kosti vettvangur fyrir friðarviðræður og milligöngu aðila stríðsátaka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband