Í 250 ára sögu lestrarkunnáttu á Íslandi hefur margt breyst. Menn hafa kunnað að lesa og skrifa síðan a.m.k. um árþúsundið 1000. En mikil breyting varð á tímum upplýsingar á Íslandi um miðja 18. öld og nú voru það ekki bara íslenskir fyrirmenn sem lærðu að lesa, heldur einnig almúginn. Menntun á landinu hefur alla tíð verð háð lestrarkunnáttu þjóðarinnar.
Árið 1750 var tímamót með tilkomu píetismans. Þá var lögð áhersla á að ein manneskja á hverju heimili ætti að kunna lesa og sú manneskja ætti að deila þeirri þekkingu með heimilisfólki sínu en presturinn átti að hafa yfirumsjón með náminu. Þessi áhersla á lestrarkunnáttu gerði það að verkum að fleira fólk og fjölbreyttari þjóðfélagshópar gátu lesið bækur og tímarit og varð bókmenntaheimurinn opinn fyrir stærri hluta þjóðarinnar.
Píetisminn eða heittrúarstefnan gerði það líka að verkum að almennt fólk sem kunni nú að lesa tók frekari þátt í útbreiðslu og framleiðslu rita. Almenn útgáfa tímarita og bóka hófst.
Skriftarkunnátta Íslendinga jókst verulega hundrað árum síðar eða um 1850, á þessum tíma fór fleira fólk að skrifa bréf og dagbækur o.s.frv. Á þessum tíma fór lestrar- og skriftarkunnátta ekki hönd í hönd eins og við þekkjum nú til dags.
Í frægari grein eftir Harvey J. Graff er fjallað um óvenjulega háu lestrarkunnáttu í Svíþjóð á 18. öld, framförum Svíþjóðar var þakkað tvískiptrar herferðar, fyrst var lögð áhersla á að lesa guðlega texta í kringum 1700 og seinna var áherslan beint að hefðbundni skólagöngu árið 1850. Með þessari grein var hægt að benda á að lestrarkunnátta Svía þróaðist mun hraðar en skriftarkunnátta þeirra, en í öðrum löndum gekk það yfirleitt hönd í hönd. Þetta módel hefur verið notað til þess að útskýra bilið milli lestrar- og skriftakunnáttu Íslendinga.
Það merkilega við lestrarkunnáttu Íslendinga er að þrátt fyrir að hefðbundin skólaganga hafi ekki hafist fyrr en löngu seinna var um helmingur af Íslendingum læs 1750, og 50 árum seinna 1790 var það um 90 prósent af þjóðinni. Skilvirka kerfi heittrúarstefnunar, að heimilisfólk kenndi hvor öðru, var greinilega að skila sér, með viðleitni bæði ríki og kirkju til hjálpar.
Stofnun grunnskóla á landinu gekk hægt og 1874 voru 7 skólar talsins á öllu landinu, á þessum tíma var skriftarkennsla nýbyrjuð. Minni skólar risu hér og þar út um allt land í þorpum og bæjum og krakkar í dreifbýli reiddu sig á kennara sem flökkuðu milli bæja, svo kallaðir farkennarar, sumir stunduðu líka nám hjá prestum.
Ekki var mikið val í boði fyrir frekari menntun, einu menntastofnanir voru á vegum kirkjunnar, sem voru aðalega ætlaðar fyrir menntun klerka. Kirkjan hafði haldið uppi öllum menntastofnunum frá miðöldum til enda 18. aldar þegar skólarnir sem voru reknir af biskupstólunum á Skálholti og Hólum lokuðu. Frá þeim tíma voru opnaðir skólar ótengdir kirkjunni, eins og Hólavellir sem starfaði í tvo áratugi 1786 1805 og svo Bessastaðarskóli 1805 1846, og svo að lokum Lærði skólinn í Reykjavík eða öðru nafni Latínu skólinn, sem er fyrirrennari Menntaskóla Reykjavíkur. Árið 1847 var reistur prestaskóli í Reykjavík ásamt öðrum skólum sem kenndu þá sérgreinar eins og landbúnað, kennslu og kvennaskólar urðu til.
Mikilvægur þáttur í þéttbýlismyndun og nývæðingu á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar var stofnun barnaskóla og myndun barnakennarastéttar. Upphafið teygir sig nokkra áratugi aftur á 19. öld en lög um almenna fræðslu barna voru ekki sett, sem kunnugt er, fyrr en 1907. Í lögunum var gerður skýr greinarmunur á barnafræðslu eftir þéttbýli og dreifbýli, eða með öðrum orðum, eftir því hvort kennslan færi fram í föstum skólum eða farskólum.. Á fyrstu þremur áratugum aldarinnar festi þetta fræðsluskipulag sig í sessi á sama tíma og þéttbýli óx hröðum skrefum í landinu. Þýðingarmikill liður í stofnfestingu barnaskólakennslu í landinu var stofnun Kennaraskóla Íslands 1908 (heimild: Loftur Guttormsson).
Í ritinu Íslenska skólakerfið (2002) segir að lög um skólaskyldu voru fyrst sett hér á landi árið 1907. Frá þeim tíma hefur skólastarf tekið miklum breytingum og skólaskylda barna og ungmenna lengst úr 4 árum í 10. Alþingi ber lagalega og pólitíska ábyrgð á skólakerfinu og ákveður grundvallarmarkmið þess og skipan en menntun á leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi heyrir undir menntamálaráðuneytið. Í menntamálum á Íslandi hefur gilt sú meginregla að allir hafi jafnan rétt til náms án tillits til kyns, fjárhags, búsetu, trúar, fötlunar og menningarlegs eða félagslegs uppruna. Langflestir skólar heyra undir hið opinbera og innan skólakerfisins eru fáar einkastofnanir. Nær allir einkaskólar njóta opinbers stuðnings.
Á árunum 1994-1997 voru sett ný lög um öll fjögur skólastigin. Nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla voru gefnar út árið 1999 og þannig lagður grunnur að skólastarfi í þekkingar- og tæknisamfélagi 21. aldarinnar. Í aðalnámskrám eru markmið laga um þessi skólastig útfærð nánar, sett viðmið og veittar leiðbeiningar um framkvæmdina.
Þetta er grunnurinn að íslenska menntakerfinu. En nú ber svo við að lestrarkunnátta hefur ekki farið mikið fram á 250 árum, og ef eitthvað er, fer hún versnandi. Hvað segir Menntamálaráðuneytið um niðurstöður Pisa könnunnar 2022?
"Nemendum á Íslandi líður almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa koma þeir betur út úr þessari mælingu 2022 en 2018. Þeir hafa jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifa sjaldan einelti. Í þessum atriðum standa þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af 1. kynslóð innflytjenda á Íslandi standa hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan." Og þetta: "Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu koma verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki eru um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og er svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum.
Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61%) en stúlkna (68%) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53% hjá drengjum á móti 68% hjá stúlkum)."
Hérna er verið að lýsa ástandi, ekki orsök. Hver er orsökin? Einn skólaspekingurinn segir að aðalnámskráin (tekin upp held ég um 2014) sé umbúðir án innihalds. Kennurum, þ.e.a.s. skólum, er leyfð of mikil túlkun og markmiðin eru ekki skýr.
Það eitt sér getur ekki verið skýring. Hana má líka leita inn á heimilin. Svo getur verið að börnin fá ekki uppeldi (þetta er alhæfing), heldur er látin afskiptalaus heima, skrákarnir í tölvuleikum, þar sem aðal tungumálið er enska? Þeir tala því n.k. blending af íslensku og ensku og eru ekki færir í hvorugu tungumálinu. Bæði stúlkur og drengir eru almennt hætt að lesa bókmenntir eða a.m.k. lesa minna bækur.
Drengjum gengur verr í skólum en stúlkum. Af hverju? Getur verið að skólastarfið sé ekki sniðið að athafnaþörfum drengja? Þeir þurfa mikla hreyfingu og námsefni við hæfi. Barnabækur og skólabækur í dag eru ekki lengur ævintýrabækur, heldur bækur með samfélagslegum áróðri um rétta hegðun. Hver nennir að lesa áróðursrit alla daga? Drengir vilja lesa, ekki kannski ekki það sem skólarnir eru að bjóða upp á.
Bækur eru undirstaða dýpri lesskilnings, aukins orðaforða og skilnings á málfræði íslenskunnar. Skólinn getur ekki komið á móts við þessa aðferð við að læra lestur, enda með takmarkaðan tíma og áherslan í skólastarfinu liggur á mörgum sviðum. Eins og komið hefur verið inn á, sinna skólarnir alls konar kennslu, íþróttir, smíði, handyrðar, heimilsfræði o.s.frv. Það fer því frekar lítill tími í sjálfa kennslu í íslensku, minni en menn ætla. Getur verið að þarna liggur megin orsökin? Of lítill tími sem fer í íslensku kennslu? Og skólarnir höfða ekki til áhugasviðs drengja?
Getur verið að drengjum (og stúlkum) skorti karlkyns fyrirmyndir í skólanum? Í dag eru karlar einn tíundi kennara í grunnskólum landsins og flestir eru þeir sérgreinakennarar, kenna t.d. smíði eða íþróttir en almennt eru þeir ekki í kennslu á yngsta stiginu eða miðstigi. Börnin kynnast ekki jafnt kvennkyns og karlkyns kennurum fyrir á unglingastigi. Mörg börn fráskildra foreldra umgangast ekki karlmenn nema aðra hverja helgi, þegar þau hitta pabba sinn. Það er ekki mikið. Kannski að skólarnir ættu að fara í átak að fjölga karlkyns kennurum?
Kannski einkaskólar breyti stöðunni? Þeim myndu keppast við að bjóða upp á bestu þjónustuna. Samkeppni.
Umskiptin úr að vera fátækasta þjóð Evrópu um 1900, sem bjó í moldarkofum, í að vera ein menntaðasta þjóð veraldar sem býr í hátæknisamfélagi, byggist á almennri lestrarkunnáttu. Grunnurinn var lagður á 18. öld. Ef Íslendingar ætla að haldast meðal forystuþjóða í tækni og vísindakunnáttu, þarf skólastarfið heldur betur að taka breytingum. Ábyrgðin liggur líka hjá heimilunum. Íslenskukennslan hefst þar.
Bloggar | 28.12.2023 | 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 27.12.2023 | 20:32 (breytt 28.12.2023 kl. 10:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nokkuð merkilegt hversu mönnum verður heitt í hamsi þegar talið kemur að Ísrael og málefni Miðausturlanda. Vissulega er það skiljanleg í ljósi þess að þrjú helstu trúarbrögð heimsins eiga uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og landið liggur á krossgötum Asíu og Afríku og í vegi herja síðastliðin árþúsund. En samt eru málefni Miðausturlanda fjarri Íslandi og hagsmunum Íslendinga.
Menn, líka á Íslandi, virðast skiptast í tvo ólíka hópa gagnvart gyðingum en sérstaklega Ísraelum. Menn hata gyðinga eða elska þá. Engin millivegur virðist vera. En málið er ekki svona einfalt. Og ekki ber að rugla saman gyðingum og Ísraelum eins og ber á í umræðunni.
Gyðingar búa nefnilega flestir utan Ísrael. Fjölmennasta gyðingaríki heims eru sjálf Bandaríkin. Þar búa 7,3 milljónir gyðinga en í Ísrael um 7,2 milljónir. Í öllum heiminum búa 15,2 milljónir gyðinga sem nóta bene er ekki einsleitur hópur. Bandarískir gyðingar eru t.d. upp til hópa frjálslindir og styðja demókrata og eiga lítið sameiginlegt með gyðingum í Ísrael sem hafa aðra sýn á umheiminn.
En Ísraelar sjálfir eru ekki einsleitur hópur. Það vill gleymast að í Ísrael búa rúmar 2 milljónir Arabar, flestir með ísraelskan ríkisborgararétt. Gyðingar eru sum sé um 74% íbúa, Arabar um 21,1% en svo eru aðrir minnihlutahópar sem hafa búið á svæðinu í árþúsundir. Um 513 þúsundir eru af öðrum uppruna (5,3%) þ.m.t. Drúsar, Aramear, Armenar, Assýringar, Sirkassar, Samverjar og aðrir.
En hvaða hagsmuni hafa Íslendingar að gæta gagnvart átökunum í Miðausturlöndum? Enga í raun, bara að vonast að Miðausturlandamenn í innbyrðis deilum komi ekki þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Sömu hagsmuni og við eigum gagnvart stríði Úkraínumanna og Rússa, bara að vona að þeir komi ekki af stað kjarnorkustyrjöld!
Í stað þess að skipa okkur í lið með öðrum hvorum deiluaðila, eigum við sem þriðji aðili að stuðla að friði, alls staðar í heiminum. Mótmælagöngur eða deilur á Íslandi breyta ekki heimssögunni nema við ákveðum að beita okkur sem sáttamiðlarar líkt og í kalda stríðinu. Engin slík stefna er af hálfu íslenskra stjórnvalda sem virðist vera lömuð, hver höndin upp á móti hvor annarri. Engin ást eða samstaða. Líkt og gömul hjón með eitt fullorðið barn sem hanga saman af gömlum vana á stjórnarheimilinu.
Bloggar | 27.12.2023 | 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessari spurningu var nýlega velt upp af bandarísku hugveitunni The Institute for the Study of War (ISW) segir í grein á DV. Hvað gæti gerst ef Rússar sigra í stríðinu? Enginn veit svarið við þessari spurningu, jafnvel ekki Rússar. En hvað er það sem þeir eru að eltast við, þ.e.a.s. upprunaleg markmið þeirra? Þeir hafa sjálfir sagt hver þau eru.
Innrás þeirra sem var í raun tilraun til valdaráns, var illa ígrunduð og her þeirra ekki tilbúinn í meiriháttar átök. Þeir héldu að þetta yrði eins og átökin við Georgíu, stutt og auðvelt og íbúarnir myndu koma fagnandi. Fyrir stríðið voru 11-12 milljónir íbúanna af rússneskum uppruna en flestir í Austur-Úkraínu. Þeir hrökkluðust til baka og valdaskipti þeirra í Kænugarði tókst þar með ekki.
En annað markmið var að skipta sér af Donbass svæðinu sem er mestu byggt rússnesku mælandi fólki. Þar hefur verið barist síðan 2014 og þeir náðu þessu svæði undir sig og stofnuðu til tvö sjálfstjórnar lýðveldi í umdeildum kosningum.
Þriðja markmiðið er að koma í veg fyrir að Úkraína gangi í NATÓ sem væri meiriháttar hætta fyrir rússneskar varnir. Munum að það eru bara tvær meginleiðir, á sléttum fyrir innrásarheri að fara til Moskvu. Það er í gegnum Pólland og Úkraínu. Þetta markmið misheppnaðist að hluta til, því þetta hrakti Svía og Finna, sem hafa alla tíð verið hlutlausir í fang NATÓ.
Þótt að landamæri Rússlands við NATÓ hafi þar með lengst, er það ekki þar með hættulegt fyrir varnir landsins. Við munum hvernig framhaldsstríð Finna við Sovétríkin fór fram. Þeim tókst að fara inn í Sovétríkin en sóttu ekki langt, endurheimtu Karalíu hérað og önnur ómikilvæg svæði. Ástæðan fyrir þeir þurfa ekki að óttast innrás að norðan, er einmitt skógsvæði, norðurskautsvæðið og erfitt er að sækja nema með mikilli fyrirhöfn inn í landið.
Hins vegar sýndi meinta uppreisn Wagnersliðsins, hversu hættuleg sóknin yrði frá Úkraínu. Málaliðarnir, fáliðaðir, náðu langleiðina til Moskvu án mótspyrnu. Spurning hvað þetta var, óánægða eða uppreisn?
Nú koma menn með fantasíur um að Rússar vilji gera innrás í Vestur- eða Norður-Evrópu. Til hvers ættu þeir að gera það? Rússar nota mikið söguleg rök en þau mæla ekki með innrás í þessa hluta Evrópu. Þar eru engir rússnesku mælandi minnihlutahópa og erfitt að halda í slíka landvinninga til langframa. Alveg frá því að þeir fóru inn í París í Napóleon stríðunum, hafa þeir dregið heri sína til baka.
En líklegt er, eins og komið hefur verið hér inn á áður, að Rússar leggi alla Úkraínu undir sig. Ef þeir gera það, og þeir munu gera það, ef Joe Biden lætur verða af því að láta frystar eignir Rússa renna til Úkraínumanna, þá er ólíklegt að þeir haldi öllu landinu til langframa. Líklegra er að þeir skipti landinu í tvennt. En það er líka frekar ólíklegt, því þeir þurfa að komast aftur inn í alþjóðasamfélagið. Þetta þjónar ekki hagsmunum þeirra. En þeir myndu skipta um stjórn og koma á leppstjórn.
Svo eru vinstri sinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum með fantasíu um að Trump vilji draga BNA úr NATÓ. Úr vestrænu varnarsamstarfi og með helstu stuðningsþjóðum Bandaríkjanna í heiminum. Er það líklegt? Nei, Bandaríkjamenn hafa aldrei verið eins einangraðir og í dag. Stuðningur þeirra meðal þjóða heims er í mikilli lægð. Vestrænar þjóðir og nokkrar Asíuþjóðir eru dyggustu bandamanna þeirra. Brotthvarf BNA myndu veikja varnir landsins sjálf og stofna önnur varnarbandalög landsins í heiminum í hættu. Evrópa er nefnilega stuðpúði gegn árás úr austurátt en í vesturátt þurfa óvinaheri að fara yfir Kyrrahaf, stærsta hafs í heimi. Í norðri er Kanada sem er líka í NATÓ.
Kaupsýslumaðurinn Trump var óánægður með framlög NATÓ þjóða til varnarmála. En þau hafa öll aukið fjárlög sín til málaflokksins, líka Ísland síðan hann gagnrýndi aðildarþjóðirnar harðlega fyrir nísku. Og hann hafði rétt fyrir sér um vanrækslu herja NATÓ, sjá fyrri blogggreinar um málið: Herir Evrópu standa á brauðfótum og Staða Rússlands
Jafnvel þótt hann vilji draga BNA úr NATÓ, myndi það mæta mikilli andspyrnu í landinu, þar á meðal ráðgjafa hans. Bandaríkin "eiga" Evrópu hernaðarlega með allar þær herstöðvar sem þeir hafa í álfunni. Nú eru að bætast við herstöðvar í Svíþjóð og Finnlandi. Nei, það er ekki að fara að gerast. En Trump verður harður húsbóndi innan NATÓ ef hann kemst til valda. Vonandi veit hann ekki af áhugaleysi Íslendinga um eigin varnir.
En hvað veit Trump um Ísland? Líklega lítið en í frétt frá 2019 segir að ríkisstjórn hans hafði áhuga á fríverslunarsamningi við Ísland sem væri stórkostlegur ávinningur fyrir Íslendinga. Ástæðan fyrir áhuga Trump-stjórnarinnar á fríverslunarsamningi við Ísland hefur að gera með stefnumótandi staðsetningu Íslands hernaðarlega, en ekki svo mikið með efnahag Íslands, sem Bandaríkin hafa lítið að græða á. Íslendingar hafa allt að vinna en engu að tapa með slíkum samningi. Er utanríkisráðuneytið að vinna að slíkum samningi?
Bloggar | 26.12.2023 | 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oft vill gleymast raunverulega ástæða fyrir jólahald. Jólin er trúarhátíð, líkt og páskarnir en það vill oft gleymast í umbúðunum. Við eru svo upptekin af umbúðum og táknum að við gleymum tilgangi jólanna.
Jólin eru haldin til að fagna fæðingu frelsara kristinna manna og haldin þegar myrkrið umliggur daganna um vetrarsólhvarf. Við höfum tíma til að ígrunda tilveru okkar og tilgang.
Hverjar eru umbúðirnar? Jólatréð, jólasveinninn, pakkarnir, jólalögin og svo framvegis. Kannski of mikil áhersla á þetta. Innhaldið er boðskapurinn um kærleik sem er æðsta form ástar og umfram allt friður. Betri boðskap er ekki hægt að boða og hefur þroskað mannkynið mjög, líka þá sem ekki eru kristnir.
En jólin er líka hátíð fjölskyldunnar. Hún kemur saman um jólin, oft um langar vegalengdir, og ættingjar og vinir hittast kannski bara þetta eina sinn um árið. Þetta er dýrmætur tími.
Kristin hefur dafnað og lifað allan þennan tíma, vegna þess að kristin trú er byggð á háspeki eða heimspeki. Skólaspeki svonefnda er byggð á kristinni trú og grískri heimspeki er afurð þessarar hugsunar. Það er því mikil viska í kristinni trú.
Hér kemur boðskapur kristinnar sem er:
Kærleikur og samúð. Jesús lagði áherslu á mikilvægi kærleika, bæði fyrir Guð og samferðafólk sitt. Boðorðið um að elska náunga þinn eins og sjálfan þig er kjarninn í kenningum hans.
Fyrirgefning var annað lykilatriði í kenningu Jesús, og var merkileg kenning í ljósi samfélaga fornaldar, þar sem grimmdin og hefndin réði ferðinni. Jesús boðaði fyrirgefningu og hvatti fylgjendur sína til að fyrirgefa öðrum, eins og þeir sjálfir eru fyrirgefnir af Guði. Hugtakið fyrirgefning er lykilatriði í kristinni guðfræði.
Frelsun og endurlausn er þriðja lykilkenningin. Samkvæmt kristinni trú kom Jesús til að frelsa mannkynið frá synd og bjóða upp á möguleika á eilífu lífi með trú á hann. Litið er á fórnardauða hans á krossinum sem endurlausn.
Auðmýkt og þjónusta er fjórða lykilkenningin. Jesús kenndi gildi auðmýktar og þjónustu við aðra. Dæmi hans um að þvo fætur lærisveina sinna er oft nefnt sem öflug lýsing á þessari meginreglu.
Og að lokum boðaði hann ríki Guðs. Jesús talaði um Guðs ríki, ekki endilega líkamlegt ríki, heldur ríki þar sem vilji Guðs er gerður. Það er litið á það sem ákall til að samræma líf sitt við tilgang Guðs.
Allur þessi boðskapur hefur haft óendanleg áhrif á kristna menn en líka á allt mannkynið, því allir þekkja eitthvað til kristinnnar.
Áhrif boðskapar Jesú Krists á mannkynið hafa verið djúpstæð og víðtæk. Kenningin eru svo innbyggð í vestræna hugsun og menningu að ómögulegt er að aðskilja hana frá daglegri hugsun. Margar siðferðilegar og siðferðilegar meginreglur úr kenningum Jesú hafa haft áhrif á lög, félagsleg viðmið og menningarhætti.
Siðferðiskenningar Jesú hafa stuðlað að þróun siðferðilegra ramma sem leiðbeina einstaklingum og samfélögum við að taka ákvarðanir um rétt og rangt. Þær hafa gert ótrúlegasta fólk, sem það sjálft eða annað, hefur dæmt vonlaust í mannlegu samfélagi, að gildu og gegnu fólki að nýju.
Jólin eru friðarhátíð. Án kristinnar trúar myndi villimennskan vaða uppi í samfélagi vestrænna manna en í stað þess er vestræn menning ljósið sem lýsir veginn fyrir mannkynið.
Gleðileg jól.
Bloggar | 25.12.2023 | 13:17 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í skattaparadís íslenskra stjórnvalda, Íslandi, þar sem skattaálögur fara með himinskautum, tekst hinum kjörnu fulltrúum að finna upp sífellt nýjar leiðir til að skattpína borgara landsins. Skattar sem eiga að vera tímabundir, standa um aldur og ævi og allt er skattlagt. Allir muna eftir skítaskattinum sem aldrei var aflagður. Og nú á að skattleggja loftið sem við öndum.
Svo nefndir kolefnisskattar eða loftslagsváskattar, sem byggja á umdeildum vísindum, eru lagðir á samgöngutæki, bæði á Íslandi og Grænlandi. Grænlendingar stynja þungan undir auknum byrgðum, enda eru þeir algjörlega háðir samgöngum á láði og legi við útlöndum. Ekki er hægt að keyra og fara til annarra ríkja en á öðru en jarðefniseldsneytis knúnum farartækjum. Sama á við um Íslendinga.
Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Svona skattlagning, þótt hún kunni að vera réttlætanleg vegna loftslagsbreytinga, er ekki hægt að leggja á nema eitthvað annað en jarðefniseldsneyti komi til sögunnar. Umskiptin taka tíma og þar með er slík skattleggging ósanngjörn.
Í grein Vísis um þetta mál er varðar Grænlendinga segir: "Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands." Þetta er sama saga og á við um Ísland. Hér borga neytendur hækkaðan kosnað, ekki munu samgöngufyrirtækin taka á sig þennan kostnað og reka sig með tapi.
Royal Arctic Line (skipafélag) mun hækka farmgjöld um 1% frá og með næstu áramót. "Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir "lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq." Grænlendingar eru vonum ósáttir við þetta. Þeir geta ekki kosið að taka bílinn eða lestina þegar þeir ákveða að fara til annarra landa eða flytja inn vörur, heldur ekki Íslendingar.
Í annarri grein á Vísir segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári."
Grænir skattar sagðir bitna hart á Grænlandi
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða
Á sama tíma og íslensk stjórnvöld sitja þeigandi og hljóðalaus undir auknar skattaálögur ESB á Íslandi, hafa þau ekkert gert til að skipta í græna orkugjafa, það er að segja að virkja. Algjör stöðnun hefur verið í virkjunum síðastliðin ár og stjórnvöld þar með ekki staðið við sinn hluta í orkuskiptunum.
Það sem ESB með fullþingi íslenskra stjórnvalda, er að gera er að þvinga með góðu eða illu orkuskipti, ekki láta tækniþróunina og eftirspurn ráða ferðinni.
Í landi með óðaverðbólgu, háskattastefnu stjórnvalda, fákeppnis á markaði, mega Íslendingar ekki við auknum skattaálögum. Og minna má á að Íslendingar losa um minna en 0.1% af CO2 í heiminum og í raun erum við að koma í veg fyrir aukið CO2 losun með alla okkar grænu orku.
Í grein Viðskiptaráðs Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum segir eftirfarandi: "Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá að þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.
Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks." Undir þetta er hægt að taka og einnig að:
"Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. Sé tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar."
Skattar og meiri skattar er móttó íslenskra stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Íslendingum er ekki viðbjargandi í skattamálum. Munum að skattar eru lagðir á vegna þess að það skortir fjármagn og af hverju það skortir fjármagn er vegna lélega efnahagsstjórnunnar íslenska ríkissins í áratugi. Alveg síðan Íslendingar eyddu stríðsgróðanum eftir síðari heimsstyröld, hafa Íslendingar rekið ríki sitt meira eða minna illa og með tapi. Ráðum við það að vera sjálfstætt ríki?
Bloggar | 24.12.2023 | 14:07 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta kemur í hug þegar ráðið er í stöður á vegum hins opinbera. Yfirleitt eru slíkar ráðningar vel faldnar og umsækjendur (oft jafnvel ekki umsækjendur, þeir eru bara sóttir af þeim skipa þá í starfið)með einhverja hæfileika eða menntun sem skipaðir eru í starfið.
Nýverið var ráðið í starf sendiherra Íslands í Washington og telst sú staða vera toppstaða meðal íslenskra sendiherra, á meðan skipan í stöðu í Moskvu vera hálfgerð útilega. Fyrir var ágætur sendiherra í starfinu, kona ein sem er erindidreki að atvinnu og hafði unnið sig upp í stöðuna.
En hvað er ættbálkahyggja eða frændhygli eins og þetta er kallað í daglegu máli? Af hverju er hún hættuleg? Einfaldasta gerðin af henni er arfgengt furstadæmi. Prins erfir konung. Prinsinn getur verið algjörlega óhæfur til að gegna starfið og oftast er hann það. Þetta skipti máli er aðeins konungsdæmi voru til í Evrópu en í dag skiptir það engu máli, því kóngar og drottningar hafa aðeins táknræn völd. En þetta er hættulegt í nútíma lýðræðisríki, þar sem framfarir byggjast á að þeir stýra ríkinu hafi hæfileika að gegna þær stöður sem til þarf að reka ríkið.
Skilgreining: Ættbálkahygga er ástand þess að vera til sem ættkvísl, eða mjög sterk tilfinning um hollustu við ættbálkinn þinn, mjög sterka hollustutilfinningu við pólitískan eða félagslegan hóp, þannig að þú styður þá hvað sem þeir gera.
En ljóst er að ættarhyggjan er ein af stóru eyðileggingaöflum sögunnar. Þegar kynþátta-, trúar-, þjóðernis- eða ættingjatengsl hafa yfirbugað öll sjónarmið um verðleika og hollustu við hið stærra samveldi, þá leiðir flokkastefna til ofbeldis, ofbeldis til glundroða og glundroða til enda ríkisins sjálfs.
Tökum dæmi. Yfir 1.000 borgríki Grikklands til forna þróuðu aldrei hugmynd eins og rómverska hugtakið natio, eða þjóðerni. Aftur á móti voru margar mismunandi þjóðir bundnar sameiginlegri hollustu við Róm.
Pan-hellenismi - hugmyndin um að borgríkin væru sameinuð af sameiginlegu tungumáli, staðbundnum og trúarbrögðum - náði aldrei að slá gríska ættbálkstrú út. Sú flokkahyggja er ástæðan fyrir því að ættkvíslir og heimsveldi, sem voru á valdi erlendra ríkja, lögðu að lokum undir sig borgríkin.
Flest Mið-Austurlönd og Afríka eru enn þjáð af ættbálkahyggju og það stendur þeim fyrir þrifum. Í Írak lítur embættismaður á sjálfan sig fyrst sem sjíta eða súnníta frekar en Íraka og hagar sér í samræmi við það. Fyrsta tryggð Kenýamannsins er við ættbálk frænda hans frekar en nafnlausan Kenýamann.
Afleiðingin er óhjákvæmilega ofbeldið sem sést á stöðum eins og fyrrum Júgóslavíu, Rúanda, Sýrlandi eða Írak. Hin öfgakennda sögulega lækning fyrir ættbálkahyggju er oft grimmd heimsveldisins. Heimsveldi Ottómana, Austurríkis-Ungverjalands og Sovétríkjanna voru öll fjölþjóðleg, en þau voru líka miskunnarlaus í að berja niður uppreisn hópa með því að reyna að bæla niður (eða jafnvel eyðileggja) öll trúarbrögð, tungumál og sjálfsmynd minnihlutahópa.
Ótti við ættbálka og fjölbreytileika er ástæðan fyrir því að stór hluti Asíu takmarkar fjölda innflytjendur, þveröfug stefna á við Vesturlönd og Ísland þar á meðal. En aftur að stærra samhenginu.
Vissulega getur Bandaríkjamaður, Mexíkói eða Úgandamaður sem flytur til Japans, Kína eða Suður-Kóreu, ekki auðveldlega lýst því yfir að hann sé fullgildur ríkisborgari í ættleiddu landi sínu. Í slíkum löndum myndi útlit eða trúarbrögð innflytjenda taka við af nýju þjóðernistengslum hans.
Samt eru flestir Asíubúar afsökunarlausir um hvað Vesturlandabúar gætu merkt chauvinisma, ef ekki rasisma. Þeir hafa enga löngun í bræðslupottinn sem Vesturlönd eru æst í að mynda og alls ekki salatskálina. Svo virðist sem þeir trúa því að ávinningurinn af því að auðga menninguna með mismunandi hætti matar, skemmtunar, tísku og listar sé minni en á móti kostnaður við flokkaskipti og óeiningu af völdum fjölbreytileika sé meiri. Ekki þessi virði og beinlínis hættulegt einingu ríkisins.
Mexíkó, til að taka annað dæmi, hefur sett í stjórnarskrá sína ákvæði um að innflytjendur megi ekki skerða jafnvægi lýðfræðinnar skrifræði orðalag fyrir að vilja ekki of margir koma inn í Mexíkó sem líta ekki út eins og mexíkóskir ríkisborgarar. Engin furða að mexíkósk stjórnvöld líti á ólöglegan innflytjendur sem glæpsamlega eða afbrotamenn. Fáir Afríku-Bandaríkjamenn eða bandarískir hvítir gætu flutt til Mexíkó og raunhæft búist við því að verða nokkurn tíma fullgildir borgarar Mexíkó í félagslegu, menningarlegu og pólitísku tilliti.
Bandaríkin eru að mestu leyti undantekning frá þeirri alþjóðlegu reglu að stjórnvöld leitast við að viðhalda einsleitni, ekki rækta fjölbreytileika, þegar það er mögulegt.
Þótt þau hafi upphaflega verið stofnuð af enskumælandi fólki að mestu leyti frá Bretlandseyjum, var einstök stjórnarskrá Bandaríkjanna tilraun til að víkja ættbálknum undir ríkið. Það var vissulega langt ferli þar sem Afríku-Bandaríkjamenn eða bara svartir, Rómönskubúar, Suður-Evrópubúar, Austur-Evrópubúar og ekki Vesturlandabúar voru hægt og rólega innlimaðir að fullu í ríkið. Tungumál og menning innflytjandans var skilin eftir í heimalandinu. Á leiðinni mættu þeir oft trúarlegri og þjóðernislegri mismunun og þaðan af verra.
Nú virðist vera breyting á þessu samkvæmt núverandi stefnu Joe Bidens. Milljónir manna er leyft að fara yfir galopin landamæri Bandaríkjanna og engin tilraun gerð til að reyna að gera þetta fólk að Bandaríkjamönnum, en menn gleyma að í Bandaríkjunum er engin fjölmenningastefna í gangi, bara bandarísk menning sem á að ríkja og enska sem eina tungumál landsins. Ríkisborgararétturinn þar með gengisfeldur í höndum demókrata.
Enn og aftur, eðlislæg rökfræði Bandaríkjamanna var að hunsa "ættbálkahyggju" og einblína á verðleika einstaklingsins og ríkisborgararétt sem grundvallaréttindi. Niðurstaðan var tvíþætt: tilkoma meiri hæfileika óhindrað af kynþátta- og trúarlegum hindrunum, og stöðug meðvitund um að einstaklingsbundin sjálfsmynd ætti ekki að troða niður pólitískri einingu. Ef það gerðist myndi slík ættbálkahyggja leiða til ofbeldis, óöryggis og almennrar fátæktar.
Það eru sögulegar ástæður fyrir því að sjálfsmyndapólitík hefur aldrei haldið uppi ríki og leiðir að lokum aðeins til gleymsku sögunnar.
Það er erfitt að viðhalda ströngum kynþátta- og trúarlegum hreinleika hjá þjóð þar sem ættbálkahagsmunir keppa án þess að grípa til aðskilnaðarstefnunnar, ofbeldis eða þjóðernis- og kynþáttahugmynda sem hrekja siðmennskuna úr sessi.
Sjálfsmyndapólitík er andstæðingur verðleika og oft órökrétt: Ættbálknum (hér er átt við frændhygli) er illa við hlutdrægni gegn ættbálka, jafnvel þar sem hlutdrægni er það sem ýtir undir kröfur ættbálksins sjálfs.
Rökfræði sjálfsmyndapólitík er alræðisleg og eyðileggur einstaklingshyggju, fortíð og nútíð. Þegar sagan er ekki túlkuð sem harmræn saga einstaklinga sem eru lentir í slæmum og góðum málefnum, heldur einfaldlega sem ákveðin melódrama kynþáttar eða kyns, þá verður skráning einstaklings tilgangslaus í gangverki sögunnar. Fólki er minnkað í nafnlausan fjölda eða hópa í nokkuð konar sovésku gúlagi.
Að lokum eyðileggur ættbálkahyggjan almenn lög og réttarkerfi með sértækri ógildingu. Ef tilteknir ættbálkar telja sig vera undanþegna alríkislögum, skapast glundroði.
Til umhugsunar:
Var rangt af utanríkisráðherra að ráða aðstoðarkonu sína fyrrverandi í háttsett embætti? Er þetta ein helsta ástæða fyrir að íslenskt þjóðfélag hefur verið illa rekið síðan lýðveldisstofnun? Eiga pólitískar ráðningar rétt á sér í embættisráðningu? Er utanríkisráðherra að gefa íslenskum borgurum og kjósendum langt nef? Hann vissi fyrirfram um viðbrögðin en gerði samt.
Og annað sem er nátengt frændhygli en það hópræði. Mega stjórnmálamenn yfirfæra pólitíska hugmyndafræði um kyn og kynjaskiptingu eða hópa og skipa samkvæmt því í stjórnir einkarekina fyrirtækja? Eiga einkarekin fyrirtæki ekki rétt á að ráða hæfasta einstakinginn í starf sem auglýst er?
Er ríkið ekki bara komið langt út fyrir valdsvið sitt á öllum sviðum og gerir það vegna þess að enginn mótmælir og allir láta ríkisvaldið ganga sífellt á réttindi sín?
Bloggar | 23.12.2023 | 18:38 (breytt 24.12.2023 kl. 11:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Töluverð umræða var um rafbyssuvæðing íslensku lögreglunnar á árinu en þær eru væntarlega til landsins um n.k. páska. Látið hefur verið í veður liggja að þetta séu stórhættuleg vopn en ekki varnartæki lögreglunnar. Allir gleypja við slíkan málfluting?
En eins og þeir vita, sem lesa þetta blogg, er hér reynt að kafa dýpra og komast að sannleikanum. Ekki kaupa það sem er auglýst án umhugsunnar.
Þetta kom upp í huga blogghöfundar er sá fyrir tilviljun furðulegt myndband frá Bandaríkjunum. Lögreglumaður sést þar mæta manni á vegi en sá síðarnefndi heldur á hnífi og er mjög æstur. Lögreglumaðurinn reynir að róa hann niður og skipar honum að kasta frá sér hnífinn. Sá óði var æstari og reynir að elta lögreglumanni sem nú hafði dregið upp rafbyssu, þar eð sá vopnaði hélt á hnífi, ekki byssu og var beinlínis ekki ógn við líf lögreglumannsins.
En mat lögreglumannsins var rangt, eftir að hafa hörfað tugir metra og óði maðurinn með hnífinn á lofti á eftir, þá skýtur lögreglumaðurinn rafskoti á árásarmanni. Sá varð bara æstari, reif vírinn af sér og upp hófst furðulegur eltingaleikur, þar sem þeir hlupu í hringi og á endanum náði árásamaðurinn lögreglumanni og leggur til hann hnífinn. Sá varð þá að skjóta hann með raunverulegri byssu.
Þeir sem trúa þessu ekki, þá er auðvelt að finna myndbönd á netinu sem sýna ítrekað að rafbyssur virka ekki alltaf. Oftast virka þær og það sem þær gera er að lama andstæðinginn í nokkrar sekúndur sem þá væntanlega fellur árásamanninn. En oft eru árásamaðurinn á svo miklu adrenalíni, eða rafskoti nær ekki holdi, að hann heldur bara áfram. Oft falla menn, en standa á fætur aftur eftir raflostið er yfir. Þá hefur lögreglumaðurinn aðeins eitt skot eftir í rafbyssunni og oft klikkar það líka í hamagangnum.
Hér er ein grein um rafbyssur sem virka ekki: When Tasers Fail
Hér er eitt örstutt myndband sem sýnir rafbyssur í verki:
Að lokum. Mikil tækniþróun hefur verið í tæknibúnaði lögreglunnar. Eitt er t.d. hálfgert slöngva, sem skotið er á árásamanninn og vefur bandi um báða arma hans, í nægilegan langan tíma til að binda hendur hans og koma járnum á hann.
Annað er tæki sem fest er framan á stuðara lögreglubíls og skýtur "flækju" á afturhjól bíls sem verið er að elta og stöðvar hjól hans á stundinni.
Íslenska lögreglan hefur fylgt tækniþróunni að hluta til. Hún t.d. kom sér upp myndavélum um borð lögreglubíla, komin með myndavél í hnífavestum og ýmislegt annað.
Bloggar | 23.12.2023 | 11:43 (breytt kl. 13:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nær væri að segja að það er ekki til sölu! Og já, fullveldið er fasti og óbreytanlegt, annars væri það ekki full...veldi! Um leið og við skerum af því með framsali til alþjóðastofnanna eða ríkasambanda, erum við ekki lengur fullvalda þjóð. Valdið liggur þá annars staðar.
Síðasta baráttan fyrir fullveldi fór fram á Íslandsmiðum í þorskastríðunum. Englendingar, síðar Bretar, höfðu þá stundað samfelldan fiskiþjófnað á Íslandsmiðum síðan árið 1412, nánast alltaf í óþökk eyjaskeggja en með semningi stundum hjá Dönum sem létu þá borga fyrir.
Valdið hefur legið í útlöndum síðan 1262 og furstarnir sem áttu að gæta hagsmuni Íslendinga gerðu það illa, voru skeytingarlausir um íbúa landsins. Þeir vildu bara fá fisk frá Íslandi og skatta. Klukkan á Þingvöllum var lengi eina eign þjóðarinnar fyrir utan stimpla. Meira réðu Íslendingar ekki yfir.
En yfirráðin yfir fiskimiðunum er tengd órjúfanlegum böndum sjálfstæði Íslendinga.
Vegna þess að valdið lá í Kaupmannahöfn gerðu Danir árið 1901 samkomulag við Englendinga um þriggja mílna landhelgi og fiskveiðilögsögu við Ísland. Þessi samningur féll ekki úr gildi fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari og fyrst þá gátu Íslendingar farið að hreyfa við útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Íslendingar voru ekki kátir með þann samning. Síðasta útfærsla landhelginnar í 200 mílur var 1976 og Bretar endanlega reknir af Íslandshafi.
En er sjálfstæðisbarátta Íslendinga þar með lokið? Nei, það verður að gæta frelsið öllum stundum, og þá helst frá hálfgerðum landráðamönnum - Íslendingum - sem vilja ganga í sæng erlends ríkjasambands sem kallast ESB. Við erum t.d. að fara senda sambandinu milljarðar króna árlega, svokallað loftslagsskatta hagsmunum Íslendinga til mikilla skaða. Fulltrúar hverja er ríkisstjórn sem gerir slíkan samninga? Eða láta WHO ráðskast með lýðheilsu landsmanna eða láta stórveldi í vestri sjá um landvarnir landsins.
En er þar með sagt að við eigum ekki að gera milliríkja samninga? Jú, það má gera þá. Þeir eiga hins vegar vera vel afmarkaðir og uppsegjanlegir og endurskoðaðir reglulega. Að lokum, hægt er að segja upp samningum eins og það er hægt að gera þá.
Bloggar | 22.12.2023 | 11:42 (breytt kl. 17:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opnun risavaxinna neðansjávarganganna sem tengja saman eyjarnar Sandoy og Streymoy kemur rúmum 20 árum eftir vígslu fyrstu slíkra vegaganga Færeyja, Vagar-göngin (Vágatunnilin), sem veittu fasta tengingu milli eyjanna Streymey og Vágey.
Tveimur neðansjávargöngum til viðbótar var bætt við árin 2006 og 2020, í sömu röð Norðurgöng (Norðoyatunnilin), milli eyjanna Borðey og Eysturey, og Eystureyjargöng (Eysturoyartunnilin) á milli Eysturey (Austurey) og Streymey (Straumey).
Sandeyjargöngin, fjórðu neðansjávargöng Færeyja, eru jafnframt lengstu vegagöng Færeyja til þessa, en þau ná allt að 10,8 kílómetra á milli Gamlarættar, Streymey, og Traðardals, Sandey.
Engin furða að margir séu spenntir yfir hinum glæsilega nýja innviði sem gerir Sandoy hluti af svokölluðu meginlandi.
Samanlagður kostnaður við byggingu Eystureyjarganga og Sandeyjargöng nemur um 2,6 milljörðum danskra króna (349 milljónum evra eða 52.629.200.000 íslenskra króna). Veggjaldið fyrir notkun Sandeyjargöngin verður það sama og fyrir notkun Eystureyjargangna.
Með opnun Sandeyjarganganna hefur verið komið á fót nýrri rútuleið til að veita áætlunarsamgöngum milli Sandey og Þórshafnar. Á opnunardeginum mun Teistin, sem fer á eftirlaun, ein einasta almenningssamgöngumáti milli Sandeyjar og Streymey í mörg ár fara í nokkrar lokaferðir á milli Gamlarættar og Skopunnar í dag.
Hér í lokin er gaman að geta þess þegar ég hlaup framhjá gangnamunan í Sandey fyrir einu ári, krossbrá mér þegar ég sá tvo sjúkrabíla koma á þeysiferð úr göngunum í neyðarakstri á móti mér og keyrðu framhjá mér með blikkandi ljós. Þá voru göngin ljóslaus og ófrágengin en hægt að keyra í gegn fyrir neyðaraðila.
Mér skilst á Færeyingunum sem ég þekki að það verði hlaupið, gengið og ekið í gegn í dag. Svo verður slegin upp heljarinnar veisla í íþróttahúsinu Inn í Dal en barnaskólinn, íþróttahús og fótboltavöllur fyrir alla eyjaskeggja er rétt hjá gangnamunanum sem kemur upp í miðri eyju og í dalinn (Traðardal) sem liggur milli Skopun og Sand, stærstu þéttbýliskjarnanna.
Við þetta opnast tækifæri að leggja brú eða neðansjávargöng til Skúvoy og þaðan til Suðureyjar, rúmir 20 km eða svipað og úr Landeyjum í Vestmannaeyjar. Kosnaðarsamar ferjusiglingar leggjast þar með af til Sandeyjar.
Gangnagerð til Vestmannaeyjar mun alltaf borga sig, jú, það er verið að hugsa í árhundruðum, ekki áratugum.
Bloggar | 21.12.2023 | 18:35 (breytt kl. 19:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Er þetta eitthvert grín?
- Innkalla egg og ráða fólki eindregið frá neyslu
- Breyta framhaldsskólakerfinu: Nýtt stjórnsýslustig
- Talið að 70% muni kjósa sér bálför eftir 15 ár
- Dæmdur til fangelsisvistar eftir stuld í Bónus
- Nota þyrlu til að setja upp búnað við Þríhnúkagíg
- Flóahreppur segir nei við Árborg
- Tólf þúsund íbúar fá 2.230 bílastæði
Erlent
- Ísraelar vara ESB við
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
- Breytt stefna hjá Dönum: Kaupa langdræg vopn
- Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní