Kjörgengi Trumps hafnað - verður samþykkt í Hæstarétti Bandaríkjanna

Demókratar reyna sem þeir geta að koma í veg fyrir kjörgengi Donalds Trumps í eigin flokki. Þeim verður ekki kápan úr klæði, því að Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður að mestu af repúblikönum, sex af níu dómurum. 

Auk þess er það ólögleg að koma í veg fyrir gjörgengi hans samkvæmt stjórnarskrá landsins. Demókratar eru þarna að notast við lög sett voru í kjölfar bandarísku borgarastyrjaldarinnar sem áttu við um uppreisnarmenn.

Donald Trump gerði ekki uppreisn og hefur ekki verið ákærður fyrir uppreisn varðandi 6. janúar uppþotið. Hann telst því saklaus uns sök sannast. Það er þegar búið að reyna að hanka hann á 6. janúar málinu, með ákæru Bandaríkjaþings með embættismissir ákæru (e. impeachment) og þar var hann sýknaður.

Bandaríkjaforseti nýtur vissrar friðhelgi í starfi. Trump var formlega í starfi til 20. janúar en meinta uppreisn var 6. janúar. 

Það verður því þórðargleði í herbúðum Demókrata og fjölmiðla sem eru undir þeirra valdi, en hún mun ekki standa lengi.  Því að þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðar Trump í vil, falla allar aðrar ákærur um koll.

Öll óþverabrögð hafa verið reynd til að fella Trump, sem ekki hafa sést áður í sögu Bandaríkjanna, að kjósendur, sem eru óvitlausir, munu ekki kyngja því þeigandi og hljóðalaust. Ef ekki Trump sem verður næsti forseti, þá annar repúblikani.  Trump fer reyndar með himinskautum í skoðanakönnunum og í öllum sveifluríkjum, er hann með afgerandi forystu.

Demókratar eru að gera slíka atlögu að lýðræði Bandaríkjanna að það vekur hroll andstæðinga þeirra og hlutlausra aðila. Æðsti dómstóll hvers lands, eru ekki dómsstólar landsins, heldur fólkið í landinu sem kýs í lýðræðiskosningum og það er endanlegur úrskurður um hæfni eða sekt.

Atgangurinn hefur verið svo mikill, að hlutlausir aðilar sem fylgjast með, neyðast til að ganga í lið Trumps.

Þeir sem gagnrýna Trump eru þar með að viðurkenna wokisma og stefnu vinstri afla í Bandaríkjunum. Þau eru komin svo langt til vinstri á litrófi stjórnmála, að Demókrataflokkurinn er ekki lengur miðju eða rétt til vinstri stjórnmálaflokkur, heldur hreinræktaður sósíalistaflokkur sem VG eða Samfylkingin gætu samsamað sig við.

Trump er söguleg persóna, líkt og Ronald Reagan á sínum tíma. Menn hafa kannski gleymt því að Reagan var mjög hataður af andstæðingum sínum, en jafnvel hann var ekki eins hataður og Trump. Og af hverju þetta hatur?  Fyrir utan það að hann rakkar andstæðinga sína niður í ræðum eða kemur með kvikindalegt tvít? Jú, hann breytti gengi Repúblikanaflokksins sem var á leiðinni niður í niðurfall sögunnar. Fyrirséð var að flokkurinn hafði tapað varanlega fylgi minnihlutahópa og kvenna. Í stefndi að Demókrataflokkurinn yrði við völd um ófyrirséða framtíð. Til sögunnar kom Trump.

Trump bjó til nýjan flokk úr Repúblikanaflokknum og ótrúlega en satt, honum hefur tekist að ná til stærstu minnihlutahópanna, sem eru svartir og latínó fólks.  Fylgi Trumps meðal svartra er komið upp í 22% sem er sögulegt og Demókratar vita sem er, án stuðnings svartra, nær flokkurinn ekki kosningum.

Flokkur Trumps er grasrótarflokkur, fylgið kemur frá almennum kjósendum flokksins. Eiginlega hefur verið mesta andstaðan við hann innan forystu flokksins, en nú hafa kjósendur skipt þeim út í kosningum eða þeir ekki boðið sig aftur til embættis (vita hver niðurstaðan verður).  Þetta fólk kallast Rhino og þar var öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney fremstur í flokki og kjósendur höfnuðu í forsetakosningum, enda sannkallaður Rhino (Republikan in name only), líkt og forystamenn Sjálfstæðisflokksins eru bara Sjálfstæðismenn í orði kveðnu en selja sig hæstbjóðenda í næstu ríkisstjórnarmyndum.

 


Hvaða atvinnugreinar mun gervigreindin og vélmennin taka yfir?

Hér kemur samtíningur hér og þar af netinu um áhrif gervigreindar og vélmenna á störf fólks.

Gervigreind (AI) hefur gríðarleg áhrif á líf okkar. Allt frá símum okkar til húss okkar, allt þessa dagana er „snjallt“ hvað varðar tækni og græjur. Þar sem líf okkar hefur orðið sléttara en nokkru sinni fyrr, þá er alltaf ofsóknaræði í hausnum á okkur. Ætlar gervigreind að taka starfið mitt? er algeng spurning sem hefur verið á sveimi um hríð. Byrjum á grein sem virðist vera jákvæð gagnvart þessari þróun og segir að þrátt fyrir missir starfa, komi önnur störf í staðinn.  Annað sem einkennir þessa "iðnbyltingu" er að nú eru það ekki verkamennirnir (e. blue collar) sem missa vinnuna, heldur hvítflipparnir (e. white collar), fólkið sem vinnu skrifstofustörfin.


Áhrif gervigreindar á störf?

Margir hafa haft miklar skoðanir á gervigreind og áhrifum hennar á menn og atvinnu þeirra. Fólk hefur áhyggjur af því að gervigreind gæti brátt yfirtekið störf þeirra og skilið þau eftir atvinnulaus.

Því er spáð að vélmenni og gervigreind (AI) muni skipta út sumum störfum, en einnig er spáð að þau muni skapa ný. Samkvæmt builtin.com hafa 1,7 milljónir framleiðslustarfa tapast síðan 2000 vegna vélmenna og sjálfvirknitækni.

Aftur á móti er búist við að árið 2025 myndi gervigreind skapa 97 milljónir nýrra starfa sem er jákvætt en er þetta rétt mat greinahöfundar?  Það er erfitt að segja til um það.  Eins og þetta lítur út í dag, virðist gervigreindin og vélmennin, talandi ekki um að ef bæði fara saman, muni útrýma fjölda starfa. Hér eru tíu störf í hættu og byrjum á þeim sem tengjast einmitt tölvutækninni. 

Tæknistörf (kóðarar, tölvuforritarar, hugbúnaðarverkfræðingar og gagnafræðingar).

Fjölmiðlastörf (auglýsingar, efnissköpun, tækniskrif og blaðamennska).

Lögfræðistörf (lögfræðingar og aðstoðarmenn þeirra).

Markaðsrannsóknarfræðingar. Að hluta til eða öllu leyti.

Kennarar! Að minnsta kosti hluta starfa þeirra.

Fjármálastörf (fjármálasérfræðingar og persónulegir fjármálaráðgjafar).

Kaupmenn eða kaupsýslumenn sem starfa á hlutabréfamarkaði.

Grafískir hönnuðir. Að hluta til eða öllu leyti.

Endurskoðendur. Að hluta til eða öllu leyti.

Þjónustufulltrúar. Þetta er stór stétt og þegar hefur gervigreindin leyst marga þjónustufulltrúa af hólmi.

Öll þessi störf eiga það sameiginlegt að kallast hvítflippastörf (e. white collar jobs).  Ekki er hægt að fullyrða gervigreindin taki að fullu yfir þessi störf, en það mun og er byrjað að fækka í þessum störfum.

Hvað með verkamannastörfin (e. blue collar jobs)?  

Flestir verkamenn eru í mun minni hættu á sjálfvirkni en hvítflibbastarfsmenn, því að sjálfvirknin hefur tekið yfir mörg þessara starfa. Hins vegar er gervigreind veruleg ógn við framleiðslu, smásölu og landbúnað. Sem betur fer mun það aðallega fylla lausar stöður í þessum atvinnugreinum frekar en að ýta starfsfólki á brott. 

Hins vegar eru vélmennin, talandi ekki um með gervigreind, orðin hæfari að vinna flest verkamannastörf (vélmenni eru ekki bara vélmenni í venjumlegum skilningi, heldur svo kallaðir iðnaðarrótbótar sem eru kannski bara armur sem setur saman bíl eða aðrar vörur). Greining Goldman Sachs frá því fyrr á þessu ári sem gaf til kynna að framfarir í gervigreind gætu lagt allt að 300.000 milljónir starfa í hættu um allan heim vegna sjálfvirkni, og segir að framleiðslufyrirtæki séu þegar orðin snemma notendur gervigreindar.

Gervigreindin og herir

Og hér kemur skelfilegasti hlutinn, gervigreindin og hernaðarvélmenni taka yfir störf hermanna. Þegar á tíma Falklandseyjarstríðsins, sáu tölvur um varnir herskipa Breta. Gervigreindin mun taka ákvörðun um líf og dauða. Sjá má þetta í núverandi stríði Ísraels á Gasa, gervigreindin er notuð til að finna óvini og róbótar eru notaðir til að fara niður í göng.

Störf hermanna eru fjölbreytt, líkt og hjá borgaralegum starfsmönnum. Þeir geta verið verkfræðingar, tæknifræðingar o.s.frv. Þessi störf eru í hættu og líka hermenn á vettvangi. 

„Bandaríski herinn er mjög líklegur til að nota sjálfvirkni sem dregur úr „back-office“ kostnaði með tímanum, auk þess að fjarlægja hermenn frá herstöðvum sem ekki eru í "vígvallastöðu" þar sem þeir gætu átt í hættu á árás frá andstæðingum á "fljótandi" vígvöllum, svo sem í flutningum.

Ökumannslaus farartæki sem eru í stakk búin til að taka við leigubíla-, lestar- og vörubílstjórastörfum í borgaralegum geira gætu einnig náð mörgum bardagahlutverkum í hernum.

Vöruhúsavélmenni sem skutla vörum til sendiferðabíla gætu sinnt sömu verkum innan hernaðar- og birgðaeininga flughersins.

Nýjar vélar sem geta skannað, safnað saman og greint hundruð þúsunda blaðsíðna af löglegum skjölum á einum degi gætu staðið sig betur en lögfræðirannsóknarmenn sjóhersins.

Hjúkrunarfræðingar, læknar og sveitungar gætu orðið fyrir samkeppni frá tölvum sem eru hannaðar til að greina sjúkdóma og aðstoða á skurðstofu.

Froskamenn gætu ekki lengur þurft að rífa út sjónámur með höndunum - vélmenni gætu gert það fyrir þá.

„Vélmenni munu halda áfram að koma í stað óhreinu, sljóu og hættulegu starfanna, og þetta mun hafa áhrif á venjulega fleiri ómenntaða og ófaglærða starfsmenn. Skipulagsverkefni verða ekki leyst með því að fólk keyri um á vörubílum. Í staðinn muntu hafa færri ökumenn. Aðalbílstjórinn í bílalest gæti verið mannlegur, en sérhver vörubíll sem kemur á eftir verður það ekki. Þau störf sem eru leiðinlegust verða þau sem skipt er út vegna þess að það er auðveldast að gera sjálfvirkan störf.“

Varðandi herskip, vegna efnahagslegra og starfsmannalegra ástæðna, að þau séu í auknum mæli hönnuð til að „fækka sjómönnum sem þarf til aðgerðir. Þau geta verið mannlaus en stjórnað frá landi og drónar taka við starfi orrustuflugmanna og stjórnað frá landi.

Mjög sjálfvirkur tundurspillurinn Zumwalt, nýlega smíðaður, ber 147 sjómenn — helmingur áhafnarinnar sem rekur svipuð herskip — og sendir allt að þrjár dróna MQ-8 slökkviliðsþyrlur til að finna skotmörk, kortleggja landslag og þefa uppi slæmt veður.

Skrifstofa sjórannsókna og varnarmálaskrifstofa varnarmálaráðuneytisins halda áfram að gera tilraunir með það sem framtíðarfræðingar kalla „draugaflota“ af mannlausum en nettengdum yfirborðs- og neðansjávarbátum - og fljúgandi drónafrændum þeirra yfir höfuð.

Sjóliðar morgundagsins í flotum heims gætu byrjað að lenda í því sem fjöldi bókhaldara, gjaldkera, símamanna og færibandastarfsmanna hefur þegar staðið frammi fyrir á síðustu tveimur áratugum þar sem sífellt hraðari og ódýrari hugbúnaður og sjálfvirkar vélar komu í stað sumra verkefna þeirra í verksmiðjum og skrifstofum.

Og sú þróun er ekki að minnka. Framfarir í gervigreind, hugbúnaði og vélfærafræði ógna næstum helmingi allra bandarískra borgaralegra starfa á næstu áratugum, samkvæmt 2013 greiningu frá Oxford háskóla.

Þó að slíkur niðurskurður gæti bitnað harðast á láglauna verkafólki, mun ódýr kostnaður við háhraða tölvuvinnslu einnig draga úr mörgum „hátekju vitsmunalegum störfum“ á sama tíma og það kallar á „að hola út millitekju venjubundin störf,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Hvaða störf verða ekki tekin af gervigreind?

Hér eru slík störf sem gervigreind getur ekki komið í staðinn fyrir:

Sjúkraþjálfarar og ráðgjafar.

Hlutverk félagsráðgjafa og samfélagsstarfsmenn.

Tónlistarmenn.

Háttsettir tæknifræðingar og sérfræðingar.

Rannsóknarvísindamenn og verkfræðingar.

Dómarar.

Leiðtoga- og stjórnunarhlutverk.

Starfsmanna- og hæfileikaöflunarstörf.

Í blálokin

Í raun vitum við ekki hvaða störf munu hverfa. En miklar breytingar er framundan. Framtíð líkt og sjá má í bíómyndunum um Terminator er ansi líkleg og er það umhugsunarvert.  Samkvæmt nýjustu fréttum úr herbúðum Google, er ofurtölva þeirra svo flókin og öflug að sjálfir vísindamennirnir skilja ekki gangverk hennar, n.k. Frankenstein tölva. Og hvað gerist þegar skammtatölvurnar verða algengar? Box Pandóru hefur verið opnað.


Er Aserbaídsjan að koma í veg fyrir að Íran blandi sér í átökin Ísrael-Gasa?

Blogg höfundur stóð í þeirri meiningu að hann hefði séð alla þræðina í flókinni stöðu Miðausturlanda en svo er ekki. Honum var til dæmis ekki kunnugt að Ísraelmenn eru bandamenn Aserbaídsjana og hafa í gegnum tíðina keypt olíu af þeim.  Einnig að Aserbídsjanar eru óvinir Írana og standa í deilum við þá. Ísraelmenn gætu gert loftárásir frá Aserbaídjan yfir á Íran.

Deilur um aðgang að Kaspíahafi hafa staðið milli þessara nágrannaríkja. Lagaleg staða Kaspíahafsins hefur verið uppspretta deilna meðal strandríkjanna við Kaspíahafið, þar á meðal Aserbaídsjan og Íran. Ágreiningur um afmörkun landamæra Kaspíahafs og skiptingu auðlinda þess hefur verið rædd í samhengi við alþjóðalög.

Þjóðernisleg og menningarleg tengsl eru mikil. Aserbaídsjan hefur umtalsverða þjóðernibrot í Íran og það hafa verið söguleg tengsl milli aserbaídsjanska samfélagsins í Íran og Aserbaídsjan. Einstaka sinnum hafa menningar- og þjóðernismál komið upp á yfirborðið, en bæði löndin hafa almennt reynt að stjórna þessum viðkvæmu máli. Aserbídsjanar í Íran eru taldir vera um 17 milljónir (Wikipedia: 12-23 milljónir) og búa í héruðum Írans við landamæri Aserbaídsjan. Talið er, ef Íranar ákveða að fara í átök við Ísrael, gætu Aserbídsjanar gert tvennt í stöðunni. Annars vegar lagt undir sig héruðin í Íran sem hafa Aserbídjana, mjög stórt svæði en hins vegar lagt undir mjóa landræmu í Armeníu sem aðskilur landið frá Nagorno-Karabakh og sameinast þar með Nagorno-Karabakh. Kíkjum á þá deilu.

Nagorno-Karabakh deilan. Þó að Nagorno-Karabakh átökin snerti fyrst og fremst Aserbaídsjan og Armeníu, hafa Íranar hagsmuna að gæta á svæðinu. Átökin geta haft áhrif á víðara Suður-Kákasus-svæðið og Íranar hafa lýst yfir áhyggjum af stöðugleika norðurlandamæra sinna. Þeir hafa því stutt Armena gegn Aserbaídsjan með vopnasendingum og fjársendingum.

Íran er fjölbreytt land og stórt með ýmsum þjóðernishópum, þar á meðal Persum, Kúrdum (8-9 milljónir í Íran), Aröbum, Baloch fólkið og Aserbaídsjanum. Mesta hættan er af þeim síðastnefndu í krafti fjölda þeirra en Kúrdar vilja líka frelsi.  Kúrdar hleypa líka á milljónum í Íran en þeir eru sagðir stærsta þjóðarbrotið í Miðausturlöndum án heimalands. Þeir ráða svæðum í Sýrlandi en hafa ekkert formlegt ríki og eru líka fjölmennir í Tyrklandi og eru þjóðarbrot í Írak.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur háð borgarastyrjöld síðan 2011 og ræðu í dag aðeins yfir 63% af formlegu landsvæði Sýrlands en Kúrdar ráða yfir umtalsverðu stóru svæði. Hann er því ekki líklegur til að blanda sér í stríð Ísraelmanna. Heldur ekki Hezbollah sem að vísu ráða yfir stórum her og vopnabúri, en þeir ættu þá, ef þeir færu af stað, hættu á loftárásum Bandaríkjaflota og innrás Ísraelshers.  Seinast er Ísrael fór inn í Líbanon, fór landið ansi illa út úr því.  Líbanar vilja heldur ekki stríð, þeir eru gjaldþrota og hafa ekki enn jafnað sig á (borgara)stríðum síðastliðna áratuga.

Náin samvinna er með Egyptum og Ísraelmönnum og báðar þjóðirnar eru óvinir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Egyptar vilja ekki fá 2,2 milljónir Palestínu-Araba frá Gasa inn á Sínaí skagann en þar búa bara um 600 þúsund Egyptar en þar eru þeir að glíma við hryðjuverkasamtök hliðholl Hamas á skaganum.

Egyptar vita sem er, að Hamas nýtur um stuðnings 70-80% Palestínumanna, bæða á Vesturbakkanum og Gasa, samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur. Þrátt fyrir stríðið við Ísrael. Hætta yrði á borgarastyrjöld í Egyptalandi en ástæður þess, verður ekki farið út í hér.

Enn er stríðið í Gaza aðeins staðbundið en helsta áhættan eins og staðan er í dag, er að Palestínu-Arabar á Vesturbakka blandi sér í átökin.  En vegna þess að Ísraelmenn hafa bútað Vesturbakkann upp og þar eru margar landnemabyggðir gyðinga, ólöglegar samkvæmt ályktunum Sameinuðu þjóðanna, eiga Vesturbekkingar erfitt um drátt með sókn á hendur Ísraelmanna. Smá skærur eiga sér þó stað.

Svona er staðan í dag. Það er kannski ekki eins ófriðlegt og virtist í fyrstu á svæðinu en það kraumar undir og ein mistök geta....


Staða Rússlands

Ian Bremer (sjá slóð að neðan), er að reyna að ná skilningi á stefnu Rússa síðan Pútín tók við. En hann athugar ekki að Pútín er að fylgja stefnu Rússa sem hófst með Ívan hinn grimma sem mistókst að mestu ætlunarverk sitt en Pétur mikli tókst. Núverandi utanríkisstefna Rússa er því 300 ára gömul og sovét tímabilið hluti af því enda lá valdið í Moskvu og í Rússlandi.

Í Sovétríkjunum var reynst að koma í veg fyrir að ríkjasambandið myndi liðast upp og héldist saman á upplausnartímum með því að færa til þjóðir innan vébanda þess. Það eru því rússnesk þjóðarbrot alls staðar í fyrrum ríkjum Sovétríkjanna, þar á meðal í Úkraínu og þetta skapar vanda og spennu.

Míkhaíl Gorbasjov, árið 1985, reyndi að bjarga heimveldinu og kommúnistaflokknum með þremur aðferðum;  efnahagsumbætur (Perestroka) sem er í raun sú leið sem Kínverjar fóru. En þá gerði Gorbbasjov tvenn mistök, hann opnaði á frjálsar stjórnmálaumræður með Glasnost (sem Kínverjar gerðu ekki og Pútín hefur í raun lokað á óbeint), og Khozraschyot sem er afnám miðstýringar valdsins. Við það braust út þjóðernis vakning meðal íbúa hinna 15 ríkja Sovétríkjanna. Þeir sem þekkja mátt þjóðernishyggjunar, vita að andi töfralampans er þar með kominn út og fer ekki auðveldlega inn aftur. Enda gerði hann það ekki og aðeins sex árum síðar liðugust ríkin í sundur árið 1991, að mest friðsamlega en afleiðingarnar gæta enn.

Stríðið í Úkraínu er afleiðingin af þessu og hófst 2014 og stendur enn og er stórstyrjöld. Önnur átök hafa einnig brotist út. Málið snýst ekki bara um samskipti Rússlands við fyrrum ríki Sovétríkjanna, heldur einnig að halda rússneska ríkjasambandinu saman enda ótal mörg þjóðarbrot innan Rússlands sjálfts. Rennum yfir helstu átökin síðan fall Sovétríkjanna.

Byrjum á Tsjetsjníu (Rússland) og teljast vera innanlandsátök. Átökin í Tsjetsjníu hafa staðið yfir í nokkra áratugi, með tveimur stórum stríðum á tíunda áratugnum. Frá því snemma á 20. öld hefur verið viðvarandi uppreisn á lágu stigi, með stöku ofbeldisbrotum. Þetta er jaðarsvæði Rússlands og bráðnauðsynlegt til að stöðva sóknir úr suðri en það komst á vald Rússlands í Kákasus stríðunum svonefndu á 19. öld. Þetta er tappi sem Rússar munu aldrei taka úr baðkarinu.

Georgía, heimaríki Stalíns hefur verið óþægur ljár í vegi Pútíns. Styr hefur staðið um Suður-Ossetíu og Abkasí. Árið 2008 tóku Georgía og Rússland þátt í stuttu stríði um losunarhéruð Suður-Ossetíu og Abkasíu. Rússar viðurkenndu sjálfstæði þessara svæða, sem leiddi til áframhaldandi spennu.  Georgíumenn urðu að sætta sig við vald Moskvu.

Úkraínustríðið hófst í raun með töku Kríms. Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi ráðstöfun leiddi til áframhaldandi spennu milli Rússlands og Úkraínu. Krím hefur meira eða minna tilheyrt Rússlandi síðan á 17. öld og aldrei Úkraínu, nema þegar Úkraínumaðurinn Krústjev ákvað að tengja skagann við Úkraníu á sjötta áratug 20. aldar. Þetta skipti engu máli þá enda bæði Úkraníu og Rússland í sama ríkjasambandi. Fyrir innlimun voru Rússar um það bil 58-60%,Úkraínumenn um það bil 24-25% og Krímtatarar um 12-13%. Aðrir þjóðernishópar: Þar á meðal Hvít-Rússar, Krím-Karaítar, Armenar og aðrir, sem eru hlutfallið sem eftir er.

Donbass svæðið í Austur-Úkraína. Átökin í Austur-Úkraínu, einkum í Donetsk- og Luhansk-héruðunum, hófust árið 2014. Aðskilnaðarhreyfingar sem eru hliðhollar Rússum lýstu yfir sjálfstæðum lýðveldum, sem leiddi til flókinna átaka þar sem Úkraínu, Rússland og aðskilnaðarsveitir hliðhollar Rússlandi tóku þátt. Eins og staðan er í dag, eru Úkraínumenn búnir að tapa stríðinu. Rússar þurfa bara að bíða eftir að Trump komist til valda eða annar Repúblikani og samið um frið á "einum degi" eins og gorgeir Trump heldur fram. Stuðingurinn er þegar farinn en Bandaríkjaþing hefur lokað á allar fjárveitingar til stríðsins og án fjár og vopna frá BNA, er stríðinu lokið.

Moldóva - Transnistria: Uppreisnarsvæðið Transnistria, þar sem aðallega eru rússneskumælandi íbúar, hefur verið uppspretta spennu. Ástandið er enn óleyst þar sem Transnistria sækist eftir viðurkenningu sem sjálfstætt ríki.

Armenía og Aserbaídsjan og baráttan um  hið umdeilda svæði Nagorno-Karabakh. Árið 2020 braust út stutt en ákaft stríð milli Armeníu og Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh-svæðið. Aserbaídsjan, með stuðningi Tyrkja, náði aftur yfirráðum yfir verulegum hlutum svæðisins. Og nú var þjóðarbrot Armena hrakið á flótta, um 100 þúsund manns hafa flúið svæðið eftir tap Armeníu hers en Armenar gerðu þau mistök að halla sér að Vesturlöndum við litla hrifningu Pútíns og því stöðvaði hann ekki sigurgöngu Aserbaídsa.  Armenía er með formleg samskipti við ESB og NATÓ.

Og ástandið í Mið-Asíu. Þótt lönd í Mið-Asíu hafi almennt verið stöðugri, hafa einstaka atvik og spennu komið upp í tengslum við landamæradeilur, þjóðernismál og pólitískan stöðugleika. Víða kraumar undir.

Þetta er því gríðarlega flókið púsluspil sem Pútín er vinna úr. Spurningin er, viljum við að Pútín tapi? Hvað gerist þá? Borgarastyrjöld í Rússlandi? Erum við búin að gleyma borgarastyrjöldina sem braust út í Rússlandi í miðri fyrri heimsstyrjöld og breytti heiminum varanlega?

Áður en menn vaða hér inn á athugasemdakerfið, í liði með einhverjum eða móti sem þeim er guðs velkomið, þá er vert að benda á að hér er ekkert verið að verja og hvetja til stefnu Pútíns, bara benda á geopólítíkina sem eins og komið hefur verið hér ínn á, sem er meira en 300 ára gömul stefna. Þetta er sagnfræðilegt yfirlit, söguskýring.

Hér kemur mín skoðun. Ég persónulega tel að þetta stríð er algjör mistök, diplómatísk mistök æðstu ráðamanna (sérstaklega stjórnar Bidens sem las ekki rétt í stöðuna). Enginn raunverulegur árangur verður af þessu stríði, nema undirstrikun þess að Rússland er enn stórveldi og getu þess að hlutast til um innanríkismál gervihnattaríkjanna í kringum sig.

Við leysum ekki deilur stórvelda með að slíta á diplómatísk samskipti sem Íslendingar gerðu í raun með lokun sendiráða. Og við gerum það ekki með að loka á diplómatísk samskipti við Ísraelmenn eða Palestínumenn. Því þegar menn hætta að tala saman, byrja vopnin að öskra.

Putin’s war


Að eiga erfitt með stiga er merki um elliglöp

Sjá má þetta hjá Joe Biden sem er sífellt að detta, líka við að fara upp stiga.

Þetta lítt þekkta einkenni getur bent til þess að um elliglöp sé að ræða

Hér má sjá Joe Biden í frjálsu falli...

Og önnur merki eru ruglingur í tali og háttum....sjá hér 

Creepy, Cringe and Confused: The Decline of Joe Biden

Fyrie utan það að karlinn er gjörspilltur og litlar líkur eru á að hann verði í forseta baráttunni á næsta ári. Hann hefur líka verið sakaður um óviðeigandi hegðun... 


Gyðingaofsóknir í gegnum aldir - sögulegt yfirlit

Gyðinga andúð og hatur hefur verið viðvarandi í gegnum aldir um víða veröld en þeir eru þekktasta þjóð í heimi vegna þess að þeir hafa dreifst um allan heim. Allir hafa því skoðun á gyðingum.

Helsta ástæða andstöðu við þá er að þeir hafa verið harðir á að vera þeir sjálfir, fylgja sínum siðum og trú af harðneskju.  Við það hefur skapast bil eða aðgreining, þeir og við. Samþætting samfélagsins minnkar við það, þegar ekki allir fara eftir sömu leikreglum. Við þetta hafa þeir lent á jarðrinum, myndað hliðarsamfélög, líkt og múslimar í Evrópu í dag. Við þessu hafa stjórnvöld á hverjum brugðist, annað hvort með að jaðarsetja þá og setja sérstök lög um þá eða hreinlega að reka þá úr landi eða drepa. Viðbrögðin hafa alltaf byggt á getu ríkisins til að beita sér í málinu.

Vandinn varð fyrst mikill þegar þjóðríkin urðu til og samþætting samfélagsins nauðsynleg. Brottvísanir voru ekki einu tól stjórnvalda, heldur einnig mismunun, útilokun frá þátttöku í samfélaginu og ofbeldi af hendi stjórnvalda eða almennings. Gyðingar voru auðveldir blórabögglar, enda öðruvísi og vegna jaðarsetninga, gátu ekki varið sig. Saga gyðingaofsókna er löng. Rennum yfir sögusviðið.

Fyrsta gyðinga-rómverska stríðið (66-73 e.Kr.) fólst í eyðingu annars musterisins í Jerúsalem og umsátrinu um Masada markaði upphafið að röð átaka milli gyðinga og rómverska heimsveldisins. Rómverjar voru umburðalyndir í trúmálum en þeir vildu að allir, líka gyðingar, færu eftir rómverskum lögum, sem gyðingar gerðu ekki.

Dreifingin (diaspora) kallaðist þvingaða dreifing gyðinga frá heimalandi sínu eftir landvinninga Rómverja í Jerúsalem og leiddi til alda útlegðar, mismununar og ofsókna. Margir gyðingar flúðu lands eða reknir en sumir urðu eftir.

Brottvísunin frá Englandi (1290). Játvarður konungur gaf út tilskipun um að reka alla gyðinga frá Englandi og þeim var opinberlega ekki leyft að snúa aftur fyrr en um miðja 17. öld.

Brottvísunin frá Spáni (1492). Alhambra-tilskipunin fyrirskipaði brottvísun gyðinga frá Spáni, sem leiddi til fjölda fólksflutninga og ofsókna um alla Evrópu. Dorit forsetafrú er afkomandi þeirra gyðinga. Nóta bene, múslimar nema trúskiptingar, var einnig vísað úr landi. Afleiðing var að þeir fluttust yfir til Norður-Afríku og stofnuðu Barbaríðið. Hingað komu þeir 1927 í svo kallaða Tyrkjaráni en þetta er nú hliðarsaga.

Pogroms í Austur-Evrópu (17.-20. öld). Fjölmargar ofbeldisfullar árásir, oft gerðar eða samþykktar af yfirvöldum, beindust að gyðingasamfélögum í Rússlandi og Austur-Evrópu, sem leiddu til verulegra þjáninga og manntjóns.

Spænski rannsóknarrétturinn (1478-1834) var ötull við ofsóknir. Gyðingar stóðu frammi fyrir ofsóknum og þvinguðum trúskiptum meðan á spænska rannsóknarréttinum stóð, þar sem margir voru reknir út eða neyddir til að lifa sem dulmálsgyðingar.

Gyðingaofsóknir í Rússlandi á 19. öld. Ofsóknir og ofbeldi gegn gyðingum í Rússlandi á 19. öld voru hluti af víðtækara mynstri gyðingahaturs sem hélst fram á 20. öld og átti þátt í að móta fólksflutningamynstur gyðingasamfélaga frá Rússlandi og fram á daginn í dag.

Helförin (1933-1945): Kerfisbundið þjóðarmorð sem Þýskaland nasista framdi í seinni heimsstyrjöldinni og leiddi til fjöldamorðs á sex milljónum gyðinga ásamt milljónum annarra.

Sovét-gyðingahatur (20. öld). Gyðingar stóðu frammi fyrir mismunun og ofsóknum í Sovétríkjunum, sérstaklega í stjórnartíð Jósefs Stalíns en hann var einmitt að skipuleggja ofsóknir gegn þeim 1953 þegar hann lést.

Deilur Araba og Ísraela (20. öld til dagsins í dag): Stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og átök í kjölfarið hafa leitt til spennu og reglubundinna ofsókna á hendur gyðingasamfélögum í Miðausturlöndum.

Eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 stóð verulegur fjöldi gyðinga í arabalöndum frammi fyrir ofsóknum, mismunun og brottrekstri. Erfitt er að ákvarða nákvæmlega hversu margir gyðingar hafa verið reknir eða neyddir til að yfirgefa heimili sín á þessu tímabili og ágiskanir eru mismunandi. Hins vegar er almennt talið að hundruð þúsunda gyðinga hafi verið á flótta frá arabalöndum í kjölfar stofnunar Ísraels.

Samfélög gyðinga í löndum eins og Írak, Egyptalandi, Jemen, Líbýu og fleiri urðu sérstaklega fyrir áhrifum. Meðal þátta sem áttu þátt í landflóttanum voru and-gyðingaviðhorf, mismununarlög, ofbeldi og pólitískur óstöðugleiki. Margir gyðingar voru neyddir til að yfirgefa heimili sín, eigur og fyrirtæki þar sem þeir leituðu skjóls annars staðar og talsverður fjöldi fann nýtt heimili í Ísrael.

Flutningur gyðingasamfélaga frá arabalöndum er oft nefndur flótti gyðinga frá araba- og múslimalöndum. Nákvæmur fjöldi einstaklinga sem verða fyrir áhrifum er spurning um sögulega umræðu og áætlanir eru á bilinu um 600.000 til 850.000 gyðingar. Aðstæður voru mismunandi eftir löndum og ekki fóru allir gyðingar vegna beins brottvísunar; sumir fóru sjálfviljugir til að bregðast við breyttu pólitísku og félagslegu andrúmslofti á svæðinu.

Refuseniks Sovétríkjanna (1960-1980): Sovéskir gyðingar, sem reyndu að flytja til Ísraels, mættu stjórnarandstöðu og mismunun, sem leiddi til þess að hugtakið "refusenik" var búið til. Sama á við um gyðinga frá Eþíópíu eða Austur-Afríku sem mættu kynþáttafordómum.

Íranska byltingin (1979) svonefnda leiddi til fólksflótta margra íranskra gyðinga og þeir sem eftir voru stóðu frammi fyrir mismunun og takmörkunum.

Ísland og gyðingar.  Samskipti Íslendinga við gyðinga á sér ekki langa sögu en hún er óþekkt. Vel getur verið að einhverjir kaupmanna sem hingað komu fyrr á öldum hafi verið af gyðingaættum. Ísland var það einangrað. Samskiptin hófust fyrir alvöru þegar gyðingar urður fyrir gyðingaofsóknum í Þýskalandi nasismans á fjórða áratug 20. aldar. Hingað vildu margir gyðingar leita skjóls en fengu ekki. Nokkrir fengu þó skjól vegna mikilvægi þeirra, svo sem hljómlistafólk sem gat lagt til nýja þekkngu á Íslandi. Hingað leituð gyðingar í lok seinni heimsstyrjaldar í litlu mæli.

Íslendingar, eða réttara sagt einn maður, Thor Thors sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi töluverð áhrif á stofnun Ísraelsríkis með störfum sínum.

Síðan þá hafa íslensk stjórnvöld verið vinveitt Ísraelsríki en undir lok 20. aldar breyttist stefnan og Íslendingar viðurkenndu ríki Palestínu-Araba. Andúð í garð gyðinga, sem eru afar fámennir á Íslandi í dag, hefur farið vaxandi og kristalaðist í mótmælunum nýverið gegn Gasa stríðinu. Íslensk stjórnvöld eru tvístígandi í afstöðu sinni gagnvart Ísrael í dag.

Svona er sagan sem nú er haldið áfram.

 


Herir Evrópu standa á brauðfótum

Sagt er að Pútín og Xi séu í kapphlaupi við tímann að ná markmiðum sínum áður en Joe Biden lætur af embætti undir lok næsta árs en heimurinn hefur logað í ófriði eftir að hann tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna. Næsta ár verður því hættulegt fyrir heimsfriðinn, síðasta ár hans sem forseti Bandaríkjanna, og eins og stríðin í Úkraínu og Ísrael hafa sýnt, þegar valdatómarúm verður í heiminum fara harðstjórnarríkin af stað. Hinn frjálsi heimur er allsendis óundirbúinn undir stórátök. 

Frægt var þegar Trump fór til Evrópu, hitti leiðtoga NATÓ og skammaði þá eins og krakka árið 2019. Evrópskir leiðtogar fussuðu og sveiuðu og málpípur þeirra, vestrænir fjölmiðlar, tóku undir og hlakkaði í þeim. 

Kíkjum á eina grein RÚV sem fjallaði um samskipti Trumps við "heiladautt afmælisbarn" NATÓ á sjötugs afmæli þess. Glímt við Trump á afmæli NATO

RÚV hefur stundað hatramma stjórnar andstöðu gegn Trump, sem jafnvel Demókratar gætu verið stoltir af. Hér er tóninn sem kveður hjá RÚV: "Eins og undanfarin misseri markaðist leiðtogafundur Nató af glímunni við óútreiknanlegan Bandaríkjaforseta, sem skyggir um leið á umræður um framtíð afmælisbarnsins." Hlutlaus umfjöllun?

Og grípum annars staðar í "frétt" RÚV: "Þó afmælisbarnið sé komið á lögboðinn eftirlaunaaldur er ekkert slíkt í boði en já, það er höfuðverkur að eiga við óútreiknanleg Bandaríki Trumps. Hvort sem Trump á eftir ár eða fimm ár í embætti verður hann varla eilífur þar. Fimm ár gætu orðið Nató erfið. En með óútreiknanlega forsetann er það eins og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató sagði í Norræna húsinu í sumar: það mætti beina athyglinni að gjörðum Bandaríkjanna, ekki aðeins orðum Trumps. – En já, þetta var reyndar áður en Trump brást bandamönnum Nató, Kúrdunum." Hér setur RÚV saman sem merki við áframhaldandi "gott" starf NATÓ og setu hans í forsetastóli. Spá RÚV hefur verið algjör andhverfa sögunnar síðan 2019 eins og við þekkjum í dag. Bara kolröng. Nota bene: Trump/Bandaríkjamenn hafa ekki brugðist Kúrdum, líkt og herstöðvar þeirra í Norður-Sýrlandi (ólöglegar væntanlega) sýna og sanna í dag.

Og hvað hefur sagan síðan þá kennt okkur? Jú, Herir Evrópu standa á brauðfótum vegna áratuga niðurskurð í varnarmálum, sjá slóð hér að neðan.  Krafa Trumps um að NATÓ ríkin hækki framlög sín til varnarmál upp í 2% af þjóðarframleiðslu, var mætt með hæðni og Trump sagður vera vondi karlinn sem raskar friðinn.  Síðan hann lét af völdum hefur stríð brotist út í Evrópu, stórstyrjöld, og hætta á átökum á Balkansskaga er mikil. Hryðjuverkamenn fóru af stað á Gaza, hætta er á svæðisstyrjöld í Miðausturlönd (jafnvel heimsstyrjöld) er mikil, og hættan á átökum vegna Taívan á næsta ári er einnig mikil. Allt vegna veiks og óhæfan leiðtoga Bandaríkjanna.

Stríðsæsingamenn halda því fram ef stríðinu í Úkraínu verði ekki fram haldið, þá fari Rússar af stað með nýtt stríð sem er helber ósannindi enda þora þeir ekki í NATÓ. Eystrasaltsríkin geta alveg verið róleg í skjóli NATÓ. 

Rússar hafa haldið aftur af sér í öllum sínum aðgerðum og haldið stríðinu staðbundnu. Hér er ekkert verið að afsaka framkomu Rússa, þvert á móti, bara bent á staðreyndir og áréttað að aldrei hefði átt að koma til stríðsins, ef hæfir leiðtogar væru við stjórnvölinn, diplómatsían hefði átt að leysa málið.

Diplómatsían kemur aftur til sögunnar þegar menn hafa viðurkennt ósigur á vígvellinum, sem er á næsta ári. Íslendingar verða þá fjarri góðu "gamni" við gerð friðarsamninga eða vopnahlés viðræður, enda búnir de facto slíta stjórnmálasambandi við Rússland.  Úkraníustríðið er heimskulegt stríð og algjörlega óþarfa, og hér sýnir það að leiðtogarnir skipta máli þegar kemur að friði eða stríði. Trump eða Biden versus Pútín. Hvor þeirra reyndist betri?

Úkraína er staðgengilsstríð sem NATÓ hefur tapað og það er slæmt og hefur langvarandi afleiðingar, líkt og undanhaldið í Afganistan. Það sýnir veikleika Vesturvelda á hernaðarsviðinu. Vopnabúr Evrópuþjóða eru hálftóm og engin á Íslandi eins og áður.

Ábyrgðarleysi Íslands í hernaðarmálum er algjört og ættu Íslendingar því að grjóthalda kj... þegar tali kemur að stríðum í öðrum löndum. Þeir gætu þó talað fyrir friði en ekki slíta stjórnmálasambandi við önnur lönd (Ísrael næst?).

Engin hætta er á að menn leiti til Íslands í framtíðinni, líkt og Ísraelmenn og Palestínumenn gerðu er þeir leituðu til Norðmanna á sínum tíma og Óslóarsamkomulagið náðist. Engir Höfðafundir haldnir til ræða heimsfriðinn líkt og í kalda stríðinu. Íslendingar eru algjörlega á rangri braut og engir treysta þeim vegna þess að þeir sýna ekki sjálfstæða utanríkisstefnu né eru boðberar friðar.

Herir Evrópu standa á brauð­fótum eftir ára­tuga niður­skurð


Kapitalismi í höndum einstaklinga og ríkisstýrt efnahagskerfi

Maður hættir aldrei að undrast hversu miklir sósíalistar Íslendingar eru upp til hópa.  Þeir reiða sig á ríkisvaldið og meiri segja treysta því fyrir heilsu sína.

Eins og ríkisvaldið geti mætt þörfum síbreytilegra eftirspurningar á frjálsum markaði.  Menn hafa gleymt áætlunarbúskapnum sem stundaður var hjá kommúnistum og fimm ára áætlunum.  Aldrei gat ríkið mætt þörfum einstaklinganna og hinu frægu biðraðir í Sovétríkjunum bera vitni um (og líka á Íslandi og Bretlandi þegar skömmtunarkerfi voru komin á eftir seinni heimsstyrjöldina).

Skortur og léleg gæði (vegna engrar samkeppni) einkennir sósíalísk kerfi en nú ætlar Argentína að reyna að brjótast úr þessari ánauð og fróðlegt að sjá hvort forsetinn geti beygt kerfið en mesti vandi hans er að eiga við það, ekki að hrinda efnahagsáætlun sína úr vör.

Annað sem einkennir kapitalisma er skilvirkni og nýsköpun. Kapítalismi er talinn stuðla að skilvirkni með því að leyfa auðlindum að renna til afkastamestu nota þeirra. Samkeppni meðal fyrirtækja hvetur til nýsköpunar þar sem fyrirtæki leitast við að búa til betri vörur og þjónustu til að öðlast samkeppnisforskot. Sjá mátti hver andstæðan við svona kerfi var eða er, í Sovétríkjunum eða Kína. Bæði ríkin þurfu að reiða sig á njósnir til að þróa sínar vörur og vopn, enda engin frjáls hugsun þegar einstaklingsfrelsið er heft og því engin sköpun. Iðnaðarnjósnir eru stundaðar í miklu mæli ennþá daginn í dag og Bandaríkjamenn saka Kínverja reglulega um stuldur á iðnaðarleyndarmálum. Þau eru mikið stunduð, hefur verið rannsakað tækniþekkingastuldur á Íslandi? Aldrei heyrt talað um það.

Það sem einkennir markaðshagkerfi (kapitalisma) er óskorðað einstaklingsfrelsi. Því meira frelsi, því meiri samkeppni. Kapítalismi er oft tengdur persónulegu og efnahagslegu frelsi. Það gerir einstaklingum kleift að eiga séreign, taka ákvarðanir um atvinnu sína og taka þátt í frumkvöðlastarfsemi. Litið er á þetta einstaklingsfrelsi sem grundvallarþátt kapítalismans. Menn taka áhættu, uppskera eða tapa, allt eftir hversu hæfir (stundum heppnir eða óheppnir) þeir eru. 

Sósíalistar allra landa, líka á Íslandi, sjá ofsjónir yfir velgengni ríkra manna, sérstaklega auðkýfinga og vilja skattleggja þá. En þá athuga menn ekki að það þarf stundum mikil auðæfi til að koma af stað stórframkvæmd.  Það þurfti auðkýfing eins og Warren Buffet til að geta fjárfest í lestakerfi Bandaríkjanna. Oftast hafa menn ekki allt fjármagnið sem til þarf, og því mynda menn hlutafélög um framkvæmdir.

En oft einkennist andúð sósíalista í garð auðkýfinga af öfund. Foryrstumenn þeirra eru margir hverjir vel menntaðar en blankir. Þeir kunna að tjá sig og því skín í gegn öfund þeirra er þeir ræða mál auðmanna.

Svo er til fyrirbrigði sem kallast markaðsdrifin úthlutun. Í kapítalísku kerfi er fjármagni úthlutað út frá markaðsöflum eins og framboði og eftirspurn. Talsmenn halda því fram að þetta hjálpi til við að tryggja að fjármagni sé beint að svæðum þar sem eftirspurn er, sem leiðir til skilvirkari úthlutunar vöru og þjónustu. Þetta getur ríkið illa gert og er seinvirkt vegna skrifræðis og hvataleysis.

Hagvöxtur er iðulega meiri í markaðshagkerfi en áætlunarbúskap. Kapítalismi er talinn hafa stuðlað að hagvexti og aukið lífskjör með tímanum. Hugmyndin er sú að þegar einstaklingar og fyrirtæki eru hvattir til að leggja hart að sér og nýsköpun leiði það til heildarþróunar í efnahagsmálum. Þetta skilja sósíalistarnir í VG og Samfylkingunni ekki. Þeir vilja skattleggja þá sem skara framúr eða sýna hagnað. Til hvers að reka fyrirtæki, þegar ríkið hirðir 50-60% af afrakrinum? Nú ætlar Samfylkingin að skattleggja vonda fólkið, í sjávarútveginum, bönkunum og ekki bara það, heldur einnig að fara í vasa skattborganna til að skattleggja loft vegna "loftslagsvanda". Skattleggja og skattleggja aftur, þar til fyrirtækin gefast upp og færa starfsemi sína til annarra landa sbr. lyfjafyrirtækin sem eru flutt úr landi. Eða auðkýfingarnir flytja til annarra landa með fjármagn sitt.

Aðlögunarhæfni einkennir kapitalíst þjóðfélag. Litið er á kapítalisma sem aðlögunarhæfni að breyttum aðstæðum. Kraftmikið eðli markaða gerir ráð fyrir aðlögun að nýrri tækni, óskum neytenda og alþjóðlegum efnahagsaðstæðum.

Og hér komum við að aðalatriðinu, hvatar til hagkvæmni eru mikilir, sem þýðir fjöldaframleiðsla og betri vörugæði og síðan en ekki síst vöruþróun (sem dæmi: Nýir og betri farsímar árlega). Hagnaðarsjónarmið kapítalismans er sagt hvetja fyrirtæki til að starfa á skilvirkan hátt og veita vörur og þjónustu sem mæta þörfum neytenda. Hugmyndin er sú að fyrirtæki sem ekki gera það muni standa frammi fyrir fjárhagslegum afleiðingum sem leiði til náttúrulegs vals á fyrirtækjum byggt á frammistöðu, þar er að segja þeir hæfustu komast af, hinir verða gjaldþrota.

Og hér í stuttum samdrætti hvers vegna einstaklingar en ekki ríkisvaldið er hæfara í rekstri almennt og það er þessi sveigjanleiki og aðlögunarhæfni sem gerir gæfumuninn. Talið er að einkafyrirtæki geti lagað sig betur að breyttum markaðsaðstæðum. Ólíkt ríkisaðilum, sem geta staðið frammi fyrir skrifræðislegum áskorunum og hægari ákvarðanatökuferli, geta einkafyrirtæki oft brugðist hratt við kröfum neytenda, tækniframförum og alþjóðlegum efnahagsbreytingum.

En horfum á kapitalisma út frá sjónarhorni andstæðingum hans. Helstu rökin gegn honum eru tvenn (eru fleiri en þessi rök skipta mestu máli).

Menn tala um ójöfnuð tekna. Eitt af því sem mest er rætt um er misskipting auðs. Kapítalismi getur leitt til verulegs tekjumisræmis, þar sem lítið hlutfall þjóðarinnar ræður yfir óhóflegu hlutfalli auðlinda. En þar komum við að kjarna fræða Adams Smiths, Laissez-Faire hagfræðina. Hann talaði aldrei um að frumskógarlögmálið ætti að ríkja í hagkerfinu. Smith studdi almennt hugmyndina um takmörkuð ríkisafskipti af hagkerfinu. Hann taldi að hlutverk stjórnvalda ætti að vera í lágmarki, aðallega að einbeita sér að því að vernda eignarrétt, framfylgja samningum og viðhalda lagaramma fyrir sanngjarna samkeppni. Setja rammann um samfélagið.

Auður dreifist alltaf á endanum, stundum í formi stríðs, efnahagskreppu, taps einstaklinga og/eða fyrirtækja eða arfs. Mestu auðættir fyrri alda töpuðu auði sínum á nokkrum kynslóðum, oftast í þriðja ættlið, enda erfist viðskiptasnilldin ekki líkt og aðalsmanna titillinn. 

Hagnýting verkalýðsins. Gagnrýnendur halda því fram að kapítalismi geti leitt til arðráns á launafólki, sérstaklega í láglaunaiðnaði. Það eru áhyggjur af óöruggum vinnuskilyrðum, löngum vinnutíma og ófullnægjandi launum. En þessar áhyggjur hafa reynst vera óþarfar. Eins og kaupsýslumenn geta gert með sér félög, geta launamenn gert það líka í formi stéttafélaga. Samtaka máttur þeirra hefur leitt til betri kjara og lífs. En mesta áhyggjuefnið í dag er gervigreinin sem getur útrýmt heilu starfstéttirnar. Hvað gera menn þá? Fyrirtækin munu lifa af gervigreindar byltinguna og í raun með hjálp hennar skapa auð fyrir þjóðfélagið, ríkið og einstaklinganna.

Að lokum. Einokunarfyrirtæki eru ekkert betri en ríkisvaldið, eini munurinn er að einstaklingur eða hópur ræður markaðinum í stað skriffinna og geta deilt og drottnað að eigin vild.

En á endanum er það þannig að kaupsýslumaðurinn er hæfari en embættismaðurinn / stjórnmálamaðurinn til að stýra fyrirtækjum. Hann er gullgæs samfélagsins.

Svo má spyrja sig hvort að ríkisvaldið sé að standa sig hvað varðar heilbrigðisþjónustu eða menntamál?  Eru ekki endalausir biðlistar sem einkareknar skurðstofur út í bæ eru að grynnka á?  Eru grunnskólarnir, reknir af sveitarfélögum, að standa sig? Er því eitthvað til fyrirstöðu að bjóða meira upp á einkarekna grunnskóla. Það er gert, en í litlu mæli. Hefur það ekki reynst vera hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að láta einkafyrirtæki sjá um mannvirkjaframkvæmdir og Vegagerðina að vera umsýslustofnun?

Og alveg í blálokin, er börnum eða unglingum kennt gangverk kapitalisma? Eða í háskólum landsins en svo virðist sem ný-marxismi tröllríði húsum. Þar virðist sem menn lifi í fílabeinsturnum og haldi að peningar vaxi á trjánum. Það er ekki annað að sjá að þeir menn sem skara framúr og eru auðmenn, séu "self made men", þ.e.a.s. brotist til framan á engin vegum og án háskólaprófa. Það væri fróðlegt að skoða bakgrunn 100 ríkustu einstaklinga landsins og athuga hvernig þeir urðu ríkir. Örugglega ekki með að lesa ný-marxísk fræði á hugvísindasviði Háskóla Íslands!


Íslendingar heimskir og huglausir?

Frásagnir um Ísland heitir merk bók eftir Niels Horrebow en hún segir frá því helsta sem hann sá á ferðum sínum um Ísland. Óhætt er að segja að glöggt er gests auga. Hér skal getið skil á manninum áður en farið er út í frásögn eða lýsingu hans á Íslendingum.

Niels Horrebow fæddist í Kaupmannahöfn árið 1712. Hann nam stjörnufræði og stærðfræði um skeið en lagði síðan stund á lögfræði og varði doktorsritgerð í fræðum þeim. Árið 1749 var hann sendur á vegum danska Vísindafélagsins til Íslands til að gera ýmsar athuganir og lýsingar á landinu, náttúrfari þess og atvinnuháttum. Hér dvaldi hann í tvö ár við frekar rýran kost. Hann hafði lélegan tækjabúnaði og lítið fé til ferðalaga.

Horrebow var kallaður heim, þó með fullri sæmd fyrir störf sín. En í hans stað tóku Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson að rannsaka landið á vegum danska Vísindafélagsins. Horrebow skrifaði bók er heim kom og kom hún út árið 1752.

Rit Horrebows var einskonar varnarrit til að hrekja óhróður um Ísland sem komið hafði fram í bók eftir þýskan höfund að nafni Johann Anderson. Hafði hann skrifað bók um Ísland og byggði hann fróðleik sinn um Ísland á frásögnum danskra kaupmanna og sjómanna sem sigldu milli Íslands og Gluckstad, nú í Þýskalandi. Þessi bók kom út í danskri þýðingu árið 1947 og er mikið ýkjurit.  

En hvernig hljómar vörnin fyrir Íslendinga í orðum Niels Horrebow? Hér kemur brot úr riti hans:

"Ég hef áður gert þeim skil ummælum að Íslendingar séu svo huglausir að þeir fást ekki til að skjóta úr hlaðinni byssu og sannað að svo sé engan veginn farið, því að þeir eru ákafir skotmenn, þegar þeir einungis hafa efni á að eignast byssu. En þótt dýrt sé, eru þeir alls ófáir, sem keypt hafa byssur, sem þeir kunna vel með að fara, enda skjóta þeir refi, villifugla og því um líkt, og enginn er sá, sem er hræddur við að skjóta úr byssu, ef honum stendur það til boða, þótt hann hafi aldrei séð hana áður, eins og ég hef þrásinnis sagt.

Hinu mörgu hálærðu Íslendingar, sem allur heimurinn veit deili á, sýna það og sanna, að þeir eru hvorki heimskir né þrællyndir. Á hverju ári koma nokkrir Íslendingar til náms við háskólann í Kaupmannnahöfn. Þar gefst tækifæri á að kynnast skaphöfn þeirra, sem reynist vera harla fjarri ómennsku og níðangahætti, heldur reynast þeir vera djarfhuga, og svo sjaldgæft að hitta varmenni í hópi íslenskra stúdenta. Meðal almennings í landinu er svo margt snjallra og gáfara manna, að það má kallast algengt. Þannig er það alrangt, að kvarta yfir eðlisgáfum Íslendinga, og enn fráleitara að kveða upp hann stóradóm, að engra umbóta sé á þeim að vænta. Slík eru gífuryrði og annað ekki.

Eins og annarra þjóða menn eru Íslendingar haldnir heimþrá. Þegar þeir eru erlendis, þrá þeir sárlega heimaland sitt, þótt ætla mætti, að þeim byðist betri kjör og meiri lífsþægindi í öðrum löndum. Þetta er samt ekki undrunarefni, því að sama gerist með öðrum þjóðum, en þó hyggst ég að það sé almennast með norrænna manna. Það er því síður en svo vitnisburður um lítilmennsku þeirra eða aumingjaskap, eða að háleitt hugarfar finnist ekki. En í huga höfundar á heimþráin að vera ein sönnun þess."

Hér eru því tvær ólíkar lýsingar á Íslendingum. Anderson lýsir Íslendingum sem aumingjum og heimskingjum, en Horrebow ber hönd fyrir höfuð þeirra. Anderson dregur sína þekkingu frá öðrun en Horrebow er vottur og hafði komið til Íslands. Hann ætti að teljast betra vitni. Því er best að draga fram þriðja vitnið sem er einnig vottur.

Aðmírálinn Yves Joseph de Kerguelen de Trémarec (1734-1797) heitir maður einn en hann ferðist til Íslands árin 1767 og 1768, sem má telja vera fyrsta erlenda vísindaleiðangurinn til Íslands. Hann er því nokkurn veginn eða í raun samtíðarmaður Horrebow og Anderson. Eftirfarandi texti er úr B.A. ritgerðinni Fyrsti erlendi vísindaleiðangurinn til Íslands Um leiðangra Kerguelen Trémarec til Íslands árin 1767 og 1768 eftir Pétur Hreinsson.

"Kerguelen sagði líkt og Anderson að Íslendingar væru hraustir og lifðu heilsusamlegu en þó annasömu lífi. Þá væru þeir einnig vel byggðir, hefðu góðar tennur og ljóst hár. Kerguelen sagði íslenskar konur hins vegar ekki vera með eins góða líkamsbyggingu og hinn íslenski karlmaður og rökin fyrir því voru að þær stunduðu ekki jafn mikla erfiðisvinnu. Einungis heyskapur væri líkamlega erfiður fyrir þær. Ljóst er að sjaldgæft var að konur stunduðu sjósókn og að þær sáu meira um innanhússtörf en karlar á 18. öld. Íslendingar ala upp börn sín af alúð að sögn Kerguelen og venja þeir börn sín ekkiaf brjósti fyrr heldur en Frakkar eins og Anderson hafði haldið fram.

Kerguelen hefur svo eftir Horrebow að Íslendingar þurfi mikið á læknum að halda eftir að þeir ná 50 ára aldri og að fátítt væri að menn lifðu yfir áttrætt. Kerguelen nefnir ástæðurnar ekki beint en talaði þó um hina erfiðu vinnu sem flestir Íslendingar unnu allt sitt líf og aðhaldssamt líferni þeirra.

Kerguelen fer á milli þeirra Anderson og Horrebow er hann lýsir skaplyndi Íslendinga. Að mati hans eru Íslendingar góðhjartaðir, góðlyndir og mannlegir en hafa þó einnig sína ókosti; eru latir, tortryggnir og drykkfelldir. Kerguelen finnst Íslendingar ekki sérlega hugrakkir en hann hefur þó heyrt að nokkrir Íslendingar hafi staðið sig vel á herskipum Dana og að nokkrir hafi verið teknir í vinnu á hollenskum fiskiskipum við góðan orðstír. Þetta hefur Kerguelen líklega frá Horrebow. Íslendingar eru einnig skynsamir menn, eru hrifnir af listum og vísindum, eru miklir skákmenn og nokkuð háðir leiknum að sögn Kerguelen. Kerguelen segir marga Íslendinga tala latínu og segir hann fjölda þeirra fara til Kaupmannahafnar og læra þar með góðum árangri."

Eftirfarandi lýsingar eru úr rit Sumarliða R. Ísleifssonar: Sumarliði R. Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum

"Gories Peerse var þýskur kaupmaður frá Hamborg sem stundaði Íslandsviðskipti og hafði m.a. aðsetur í Hafnarfirði. Því má ætla að hann hafi verið gagnkunnugur landi og þjóð. Frásögn hans birtist í kvæðisformi undir titlinum, Van Yslandt. Mannlífið verður honum einnig tilefni til umræðu. Hann getur þess að loðnir hundar landsmanna séu seldir háu verði en börn megi fá án borgunar. Guðrækni og kristnihald sé heldur ekki til fyrirmyndar. Þá sé hórdómur algengur, fólk sé hrokafullt, alþýðufólk berist á, karlar monti sig af styrkleika sínum og fólkið stundi það að pretta kaupmenn (segir kaupmaðurinn sjálfur)." Látum Sumarliða halda áfram:

"Áhrifamest ferðasagna um Ísland er rit Dithmars Blefkens, Islandia, sem fyrr segir; rétt er að taka fram að ekkert er um höfundinn vitað og eins víst að nafn hans sé dulnefni; vitaskuld er því einnig óvíst um uppruna hans. Hér kemur lýsing hans: Og þegar nær allt kristið fólk, í því grátlega myrkri og titli kirkjunnar, eins og Whitchcraft blekkt, var stöðvað í dýpstu böndum hjátrúar; það gátu ekki verið en þeir, sem voru lengst fjarlægir samfélagi lærðra manna, og búa við ósiðlegt og villimannslegt loftslag, ættu að falla í grófustu skurðgoðadýrkun, þegar stundum (eins og hér á eftir skal lýst yfir) höfðu þeir djöfla til að þjóna sér, jafn kunnugir og heimilisþjónar. Höfundur gerði mikið úr villimannslegum lífsháttum Íslendinga, allir lægju saman í fleti, þvægju sér úr hlandi, ætu hræ og að hórdómur væri svo algengur að engum þætti hann tiltökumál, væri jafnvel vegsauki að honum. Margar þessara staðhæfinga hafði Blefken frá Gories Peerse en fjölmargir höfundar tóku þær  upp á 17. og 18. öld og felldu inn í verk sín.

Blefken nefndi einnig að landsmenn væru við góða heilsu og yrðu langlífir, án þess þó að hafa aðgang að lyfjum eða læknisaðstoð. Blefken staðhæfði einnig að fólkið væri ágætlega menntað og kynni að lesa, bæði karlar og konur. Hann ræddi einnig um fegurð íslenskra kvenna: „The Womenkinde there are very beautifull, but ornaments are wanting“, sagði hann. En Blefken var fyrstur manna til þess að lýsa íslenskum konum á þennan hátt og birtist þetta atriði oft í yfirlitsritum, eins og fyrr hefur verið nefnt."

Af þessum fáum frásögnum má glöggt greina gestsauga en líka þekkingarleysi. Þetta eru engar mannfræðirannsóknir sem þessir menn stunduðu, bara eigin athuganir og það sem þeir tíndu til úr misgáfulegum ritum eða frásögnum.

En þegar þeir tala um drykkjuskap, lauslæti og aðra lesti, er það ekki skrýtið. Lífið á Íslandi, fyrir tíma hitaveitu, rafmagns, heilsugæslu og annarra nútímaþæginda, getur ekki hafa verið létt eða þægilegt. Við höfum engan rétt í dag að dæma menningu og siði annarra, hvorki í nútímanum né fortíð. Enn í dag er Ísland kalt og hróstrugt land, vetur langir og dimmir og þunglyndið sækir á menn. Enn berja nátttúru öflin á Íslendingum, nú síðast á Grindvíkingum.  Er ekki mesta furða að byggð skuli hafi haldist í landinu en ekki lagst af eins og á Grænlandi?


Bergmálshellirinn Moggabloggið og umræðan almennt

Þegar litið er yfir það sem menn blogga hér á Moggablogginu, má greina ákveðið bergmál almennrar umræðu í samfélaginu.  Það er skiljanlegt og hér á þessu bloggi er stundum bloggað á sömu vegu. Aðrir halda áfram með sitt hugarefni og bara það, getur verið veður, loftslagsmál, skólamál o.s.frv.

Umræðan hér er þó mun málefnalegri, hér komast menn ekki upp með upphrópanir, slagorða án röksemdafærslu. Það ærir óstöðugan að lesa athugasemdir almennings við einhverja tiltekna frétt á samfélagmiðlunum.  Einn segir eitthvað og annar tekur undir eða segir "þú ert nú meiri vitleysingurinn", eins vitræn og slík ummæli geta verið. En er kannski einhver ástæða til angnúast út í slík ummæli? Þau dæma sig sjálf og þarf ekki neina skoðanalöggu til að fara yfir þau. En ansi er umræðan á lágu plani hjá mörgum.

Það kemur á óvart að lögreglan skuli enn vera upptekin af hatursorðum sbr. ferð starfsmanna hennar til Póllands. Og það að sumt fólk er enn að hvetja til að sett verði mörk á ummælum annað fólks sem það er ósammála.

Hvenær verður umræðan að hatursorðræðu eða hatursglæp? Samkvæmt tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins nr. 97 er hatursorðræða skilgreind sem: „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna." Má þá ekkert segja sem gæti túlkast sem neikvætt gagnvart þessum hópum? Nei, að sjálfsögðu ekki.

Þarna er fínt bil á milli gagnrýni, samfélagsumræðu og hatursumræðu. En það má finna hvar mörkin eru.  Þau liggja að sjálfsögðu við hótun um ofbeldi og sniðgöngu einstaklinga/hópa í verki (sbr mál málanna í dag, eins og t.d. að refsa gyðingum almennt fyrir stríðið í Gaza og leyfa þeim ekki að taka þátt í Eurovision eða leyfa ekki íþróttafólki frá Rússlandi ekki að keppa á íþróttamótum o.s.frv.).Byrjað var á þessari vitleysu þegar Bandaríkjamenn neituðu að mæta á Ólympíuleikanna í Moskvu vegna Afganistan stríðsins og Sovétmenn gerðu það sama þegar leikarnir voru haldnir í Los Angeles. Ólympíuleikarnir sem einmitt eiga að vera friðarleikar og sameina mannkynið og pólitík á ekki að hafa áhrif á. Forn-Grikkirnir gátu lagt vopnin frá sér, mætt á leikanna, farið heim, tekið upp vopnin og haldið áfram átökum við nágranna borgríkin.

Mótmæli sem ætlað er að hleypa upp fundi og gjörningum sem þeim fylgja eru á ansi gráu svæði, ef ekki á bannsvæði, en það fer eftir samhenginu hverju sinni. Það steig t.d. lítil stúlka á sviðið á loftslagsráðstefnu, langaði að vera eins og Gretu Turnberg, og verða voða fræg og truflaði fundinn. Fundarstjórinn lét ekki slá sig af laginu og afgreiddi hana með að biðja fundargesti um að klappa fyrir henni og kveðja hana. Málið afgreitt. En annars gilda ákveðnar reglur um fundarhöld og mótmæli. Það verður að boða til þeirra og leyfa þátttakendum að taka þátt, hlusta eða tala ótruflað.  Annað er andlýðræðislegt og upphlaup. Þeir sem vilja koma og vera með uppsteit og hleypa upp fundi, fara ekki eftir fundarsköpum...ætti ekki að vera velkomnir og vísað á braut. Yfirleitt er slík upphlaup skipulögð af andlýðræðis hópum, eins og frægt var þegar fasistar, nasistar og kommúnistar á fyrri hluta 20. aldar hleyptu upp fundum andstæðinga sinna.

En seint verður stjórnvöldum treyst til að meta hvað eru hatursummæli og hver eru það ekki. Þá er stutt í ritskoðun, einræðið og fall frjálsrar umræðu í lýðræðisríki. Þau geta hins vegar sett leikreglur samkvæmt lögum og leyft fólki að verja sig gegn níði eða sniðgöngu fyrir dómsstólum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband