Herir Evrópu standa á brauðfótum

Sagt er að Pútín og Xi séu í kapphlaupi við tímann að ná markmiðum sínum áður en Joe Biden lætur af embætti undir lok næsta árs en heimurinn hefur logað í ófriði eftir að hann tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna. Næsta ár verður því hættulegt fyrir heimsfriðinn, síðasta ár hans sem forseti Bandaríkjanna, og eins og stríðin í Úkraínu og Ísrael hafa sýnt, þegar valdatómarúm verður í heiminum fara harðstjórnarríkin af stað. Hinn frjálsi heimur er allsendis óundirbúinn undir stórátök. 

Frægt var þegar Trump fór til Evrópu, hitti leiðtoga NATÓ og skammaði þá eins og krakka árið 2019. Evrópskir leiðtogar fussuðu og sveiuðu og málpípur þeirra, vestrænir fjölmiðlar, tóku undir og hlakkaði í þeim. 

Kíkjum á eina grein RÚV sem fjallaði um samskipti Trumps við "heiladautt afmælisbarn" NATÓ á sjötugs afmæli þess. Glímt við Trump á afmæli NATO

RÚV hefur stundað hatramma stjórnar andstöðu gegn Trump, sem jafnvel Demókratar gætu verið stoltir af. Hér er tóninn sem kveður hjá RÚV: "Eins og undanfarin misseri markaðist leiðtogafundur Nató af glímunni við óútreiknanlegan Bandaríkjaforseta, sem skyggir um leið á umræður um framtíð afmælisbarnsins." Hlutlaus umfjöllun?

Og grípum annars staðar í "frétt" RÚV: "Þó afmælisbarnið sé komið á lögboðinn eftirlaunaaldur er ekkert slíkt í boði en já, það er höfuðverkur að eiga við óútreiknanleg Bandaríki Trumps. Hvort sem Trump á eftir ár eða fimm ár í embætti verður hann varla eilífur þar. Fimm ár gætu orðið Nató erfið. En með óútreiknanlega forsetann er það eins og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató sagði í Norræna húsinu í sumar: það mætti beina athyglinni að gjörðum Bandaríkjanna, ekki aðeins orðum Trumps. – En já, þetta var reyndar áður en Trump brást bandamönnum Nató, Kúrdunum." Hér setur RÚV saman sem merki við áframhaldandi "gott" starf NATÓ og setu hans í forsetastóli. Spá RÚV hefur verið algjör andhverfa sögunnar síðan 2019 eins og við þekkjum í dag. Bara kolröng. Nota bene: Trump/Bandaríkjamenn hafa ekki brugðist Kúrdum, líkt og herstöðvar þeirra í Norður-Sýrlandi (ólöglegar væntanlega) sýna og sanna í dag.

Og hvað hefur sagan síðan þá kennt okkur? Jú, Herir Evrópu standa á brauðfótum vegna áratuga niðurskurð í varnarmálum, sjá slóð hér að neðan.  Krafa Trumps um að NATÓ ríkin hækki framlög sín til varnarmál upp í 2% af þjóðarframleiðslu, var mætt með hæðni og Trump sagður vera vondi karlinn sem raskar friðinn.  Síðan hann lét af völdum hefur stríð brotist út í Evrópu, stórstyrjöld, og hætta á átökum á Balkansskaga er mikil. Hryðjuverkamenn fóru af stað á Gaza, hætta er á svæðisstyrjöld í Miðausturlönd (jafnvel heimsstyrjöld) er mikil, og hættan á átökum vegna Taívan á næsta ári er einnig mikil. Allt vegna veiks og óhæfan leiðtoga Bandaríkjanna.

Stríðsæsingamenn halda því fram ef stríðinu í Úkraínu verði ekki fram haldið, þá fari Rússar af stað með nýtt stríð sem er helber ósannindi enda þora þeir ekki í NATÓ. Eystrasaltsríkin geta alveg verið róleg í skjóli NATÓ. 

Rússar hafa haldið aftur af sér í öllum sínum aðgerðum og haldið stríðinu staðbundnu. Hér er ekkert verið að afsaka framkomu Rússa, þvert á móti, bara bent á staðreyndir og áréttað að aldrei hefði átt að koma til stríðsins, ef hæfir leiðtogar væru við stjórnvölinn, diplómatsían hefði átt að leysa málið.

Diplómatsían kemur aftur til sögunnar þegar menn hafa viðurkennt ósigur á vígvellinum, sem er á næsta ári. Íslendingar verða þá fjarri góðu "gamni" við gerð friðarsamninga eða vopnahlés viðræður, enda búnir de facto slíta stjórnmálasambandi við Rússland.  Úkraníustríðið er heimskulegt stríð og algjörlega óþarfa, og hér sýnir það að leiðtogarnir skipta máli þegar kemur að friði eða stríði. Trump eða Biden versus Pútín. Hvor þeirra reyndist betri?

Úkraína er staðgengilsstríð sem NATÓ hefur tapað og það er slæmt og hefur langvarandi afleiðingar, líkt og undanhaldið í Afganistan. Það sýnir veikleika Vesturvelda á hernaðarsviðinu. Vopnabúr Evrópuþjóða eru hálftóm og engin á Íslandi eins og áður.

Ábyrgðarleysi Íslands í hernaðarmálum er algjört og ættu Íslendingar því að grjóthalda kj... þegar tali kemur að stríðum í öðrum löndum. Þeir gætu þó talað fyrir friði en ekki slíta stjórnmálasambandi við önnur lönd (Ísrael næst?).

Engin hætta er á að menn leiti til Íslands í framtíðinni, líkt og Ísraelmenn og Palestínumenn gerðu er þeir leituðu til Norðmanna á sínum tíma og Óslóarsamkomulagið náðist. Engir Höfðafundir haldnir til ræða heimsfriðinn líkt og í kalda stríðinu. Íslendingar eru algjörlega á rangri braut og engir treysta þeim vegna þess að þeir sýna ekki sjálfstæða utanríkisstefnu né eru boðberar friðar.

Herir Evrópu standa á brauð­fótum eftir ára­tuga niður­skurð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband