Glöggir menn taka eftir tilvistakreppu forseta embættisins. Í raun gegnir forsetinn tvö gagnstæð hlutverk sem fara illa saman.
Í annarri blogg grein var rakið hvernig forseta embættið sjálft skilgreinir hlutverk forsetans. En fer það saman við hlutverkið eins og það er skýrt í stjórnarskránni? Lítum aftur á vefsetur forseta embættisins þar sem hlutverk forsetans er skilgreint og nokkur atriði tínt úr sem hér varða málið:
- Forseti er oft í hlutverki talsmanns þjóðarinnar, svo sem þegar hann veitir fjölmiðlum viðtöl, ekki síst erlendum....
- Forseti kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar þegar hann á viðræður við erlenda þjóðhöfðingja eða aðra forsvarsmenn þjóða....
- Forseti kemur fram sem leiðtogi þjóðarinnar þegar erlendir þjóðhöfingjar koma í opinbera heimsókn til Íslands....
- Forseti vinnur að innri samheldni Íslendinga meðal annars með því að fara í opinberar heimsóknir innanlands, heimsækja vinnustaði og kynna sér málefni líðandi stundar á fundum með þeim sem til hans leita....
- Forseti er yfirmaður embættis forseta Íslands með líkum hætti og ráðherra sem stjórnar ráðuneyti sínu auk þess sem forseti fer með húsbóndavald á jörðinni Bessastöðum....
- Forseti á fundi með stjórnmálaleiðtogum í því skyni að fylgjast með þjóðmálum og stjórn landsins og getur í því hlutverki veitt góð ráð og aðhald eftir atvikum....
Hér hlutverkið skilgreint í stjórnarskránni og þær greina sem hér eiga við tíndar úr:
2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.
II.
3. gr.
Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.
11. gr.
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
13. gr.
Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
14. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
15. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
17. gr.
Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
18. gr.
Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr.
Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
23. gr.
Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum....
24. gr.
Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], 1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum] 1) eftir, að það var rofið....
25. gr.
Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
26. gr.
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
28. gr.
Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. 1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. 1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.] 1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
Stjórnarskráin leggur meiri áherslu á stjórnskipunar hlutverkið en vefsíða forseta embættið sem lýsir embættinu sem e.k. "Sendiherra starfi".
Sjá má að forsetinn er talsmaður og verndari þjóðarinnar gagnvart stjórnvöldum, enda þjóðkjörinn til þess. En þetta skapar vanda, því að hann þarf á sama tíma að starfa með viðkomandi ríkisstjórn í ríkisráði, skipa ríkisstjórnir o.s.frv. Og að geta neitað að skrifa undir ólög. Hann getur líka komið með lagafrumvörp sbr 25. grein!
Eins og túlka má stjórnarskránna er forsetinn fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar gagnvart fulltrúavaldinu - Alþingi og ber að veita því aðhald. Það er ekki allir einstaklingar sem veljast í forsetaembættis sem valda þessari póla skiptingu forsetavaldsins og þora að fara í löggjafavaldið (og þar með framkvæmdarvaldið sem í raun stjórnar öllu).
Núverandi forseti lenti í tilvistarkreppu vegna þess að hann þorði ekki að taka af skarið. Var að eltast við meintar vinsældir. Það gerði hins vegar forsetinn á undan honum og virkjaði dauða lagabókstafi til lífsins. Gömul lög eru nefnilega ekki alltaf úreld, þótt gömul sé. Það verður að "aflaga" þau til þess að þau verði óvirk.
Spurningin er, skilur almenningur þetta? Mun hann einblína á "punt" hlutverk forsetans eða stjórnskipunarlegt hlutverk hans? Tilfinning bloggritara er að almenningu velur forseta eftir tilfinningu, ekki rökhyggju og mun velja sér "punt" forseta.
Bloggar | 6.1.2024 | 14:07 (breytt kl. 20:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blogg ritari fór að velta fyrir sér blogg skrif sín í gærdag og leit yfir farinn veg. Tilefnið eru áramótin en einnig áhugavert símtal við einn lesanda Samfélags og sögu sem hringdi í gærkvöldi. Viðkomandi er ekki sá fyrsti sem hringir og þakkar fyrir vönduð blogg skrif og afkasta getu bloggsíðuhafa!
En hann spurði nokkrar spurningar sem erfitt var að svara. T.d. hvers vegna þessi bloggsíða væri ekki á topp tíu listanum, þar sem hún fengi mun meiri lestur. Það er Moggabloggsins að svara fyrir það.
Í spurt og svarað er það svarað svona:
Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum."
Þannig að valið er pólitískt - ritstjórnarlega séð. Skiptir engu máli hversu margar greinar viðkomandi bloggari skrifar, né hversu margar greinar birtast á viku né hversu mikla lesningu ákveðnar greinar hafa fengið.
Förum í tölfræðina. Á rúmum þremur árum hafa verið skrifaðar 840 blogggreinar. Það gerir sirka 300 greinar á ári. Bloggsíðan Samfélag og saga er á listanum milli 15-20 vinsælustu bloggin miðað við vikuinnlit. Mest lesna blogg greinin fékk um 1400 innlit og yfir 2000 skroll einn daginn.
En hér er ekki verið að kvarta, bara að benda á staðreyndir.
Tilgangurinn með þessum bloggskrifum er eins og ég sagði í upphafi: "Ég er að skrifa mig til skilnings". Bloggsíðu hafinn skrifaði fyrst einungis á Facebook (fyrir sjálfan sig) í svo kölluðum glósum. Þar var hægt að skrifa heilu ritgerðirnar og var það gert. En svo lokaði Fésið á þann möguleika að leyfa langt mál. Þá var skipt yfir í Moggabloggið.
Það, Moggabloggið, má eiga heiður skilið fyrir að leyfa opna umræðu, með sannkallað umræðutorgi þar sem allir fá að tjá sig.
Sagnfræðingurinn í mér hvetur mig til að fylgjast með samfélagsumræðunni og vegna áratuga reynslu af sagnfræðiskrifum um íslenskt samfélag, telur bloggsíðuhafi sig hafa einhverja þekkingu sem er hægt að miðla en einnig til að auka sjálfskilning á hvað er að gerast í heiminum í dag. Það er nefnilega þannig að þegar fólk er í hringiðju atburða, er ekki vitað um endirinn og þá sér fólk ekki sögulegt samhengi samtíma viðburða. Atburður í dag verður saga morgundagsins.
Hér á þessari bloggsíðu hefur verið farið vítt yfir sviðið. Eiginlega allt á milli himins og jarðar krufið til mergjar.
Að lokum
Svo má benda á að blogg grein lifir aðeins af í einn eða nokkra daga á blogginu. Þá er hún horfin sjónum. Eða hvað? Nei, blogg greinar lifa um aldur og ævi á netinu. Blogghafi hefur fengið beiðni um útvarpsviðtal vegna tveggja ára gamallar blogg greinar, sem hann var búinn að gleyma að hann hafði skrifað. Blaðamaðurinn hafði aldrei lesið þetta blogg en fundið umrædda grein á netinu.
Bloggsíðuhafi mun halda áfram á sömu braut, skrifa greinar sem ekki eru ætlaðar til vinsælda né almenns lesturs, enda ekki tilgangurinn. Þessi síða er ekki til vinsældar ætlað.
Ef einhverjum finnst gaman að lesa það sem hér er ritað, þá er það velkomið og takk fyrir innlitin þið sem lesið! Það er nefnilega harðkjarna hópur, þótt lítill sé, sem les Samfélag og sögu! Hann er sannkallaður eðalhópur!
Bloggar | 5.1.2024 | 20:54 (breytt kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríðsæsingarmenn víða um heim eru að hugsa sér til hreyfings. Nú hafa Norður-Kóreu menn breytt um stjórnarstefnu sem gerir þeim tilliástæðu til að hefja stríð án fyrirvara. Sjá má þá stefnu strax í dag en fréttir berast af eldflauga "árásum" þeirra yfir suður-kóreskt landsvæði í dag.
Nú fer að vera síðustu forvöð fyrir Kínverja að fara af stað til að taka Tævan, því fyrirséð er að Joe Biden fer frá völdum í lok árs. Þar með lokast glufan þar sem veikur Bandaríkjaforseti er við völdin. Annars hafa þeir sagt að þeir miði við 2027 sem hertöku ár en það gæti verið blekking (annað ártal er 2049).
Líklegt er að Norður-Kóreumenn samræmi hernaðaraðgerðir sínar við hernaðaraðgerðir Kínverja. Það er því líkleg hætta á Asíustyrjöld og Miðausturlönd þar með talin.
Einhver er að egna Íran til beinna heraðarátaka með sprengjuárás í vikunni. Líkur á allsherjar styrjöld í Miðausturlöndum eru miklar. Íranir opnuðu Pandóru boxið með því að hleypa meðreiðasveina sína á Ísrael. Enginn bjóst við svona "góðum" árangri Hamas liða í Ísrael og Ísrael her ekki heldur. Hætta er á að ráðist verði á Jemen ef Hútar halda áfram að ógna siglingaleiðir framhjá landinu.
Það hyllir hins vegar undir stríðslok í Úkraníu á árinu, það verður vopnahlé, ekki friðarsamningar, líkt og í Kóreustyrjöldinni. Fjármagnið til stríðsrekstur klárast á árinu fyrir Úkraínumenn. Repúblikanar eru búnir að missa áhugan á stríðinu og þeir halda um budduna í Fulltrúardeild Bandaríkjaþings. Ef Donald Trump tekur við völdin, eru líkur á að friðvænlegra verði í heiminum en það væri ekki fyrr en í upphafi árs 2025 en það er of seint.
Hætta er á smáátökum á Balkansskaga. Serbar gætu farið af stað með Kósóvó í ljósi sigurs Rússa í Úkraínustríðinu. Bosnía og Herzegóvína er ennþá púðurtunna.
Þetta gerist þegar valdajafnvægið raskast í heiminum þegar eitt hernaðarveldið veikist pólitískt. Bandaríkin eru ennþá hernaðarveldi og verða það næstu áratugi. Bandaríska öldin er því ekki á enda, þótt pólitískt og efnahagslegt vægi þeirra í heiminum minnkar. Eina sem getur fellt þau er borgarastyrjöld.
Bloggar | 5.1.2024 | 09:41 (breytt kl. 15:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arnar Þór Jónsson hefur boðið sig fram í forsetaembættið. Ef hann verður kosinn þýðir það eitt, bókun 35, verður skotið til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Allt frekari valdaafsal til ESB verður líka skotið til þjóðarinnar. Beint lýðræði, vald fólksins, verður virkjað. Við erum skoðanabræður á þessu sviði sem og baráttan gegn ásælni erlends valds sem margir íslenskir stjórnmálamenn finnst vera bara í lagi. Ekki mér né Arnari greinilega.
Eru þetta ekki góðar fréttir? Eða vill þjóðin enn einn litlausan forseta sem gerir ekki neitt og vill ekki reiða neinn til reiðis? Það er ekki hægt að vera í valdastöðu og vekja ekki einhvern til reiðis. Kannski að Guðni hafi ekki verið eins vinsæll og fjölmiðlar láta í veðri vaka? Arnar verður varkárari í yfirlýsingum en Guðmundur Franklín, honum til framdráttar.
Þótt forsetaembættis sé punt embætti dags daglega, hefur forsetinn ákveðið og mikilvægu hlutverki að gegna í stjórnskipan landsins. Það þarf rögg saman mann með þekkingu til að gegna embættinu.
Íslendingar rugla oft saman persónu og starfsmanninn. Æi, hann er ekki viðkunnuglegur eða alþýðulegur. Spurningin er hins vegar, er maðurinn rétti maðurinn í jobbið? Mun Arnar valda starfinu? Já, ég tel það og með glæsibragð. Kann ég við hann sem persónu? Hef ekki hugmynd, þekki hann ekki. En það skiptir engu máli, ef hann er rétti maðurinn í starfið.
Nú er að sjá hverjir birtast á sjónarsviðið og er alvara með framboð sitt. Ekki bara að kynna sjálfan sig og sína hagsmuni. Vinstrið kemur eflaust með sinn frambjóðanda en hvað með hægrið? Arnar telst varla vera frambjóðandi þess, í ljósi gagnrýni hans á framgöngu Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt er að reikna út fylgi hans, en hann virðist vinsæll bloggari og meðal hópa sem eru upplýstir um þjóðfélagsmál. Bloggarar hér hafa almennt lýst yfir stuðning við framboðið.
Forsetinn ætti að vera kosinn með meirihluta atkvæða. Það er alveg ótækt að manneskja með 35% fylgi komist í forsetaembættið og sitji sem forseti næstu 20 árin. Tvennar kosningar þyrftu líklega, milli tveggja efstu frambjóðenda.
Píratinn Helgi H. Gunnarsson talar á móti framboði Arnars. Í frétt frá DV segir hann að Arnar viti ekkert um lög, þótt hann sé fyrrverandi dómari og löglærður maður. Þetta segir maður sem hefur einungis grunnskólapróf frá Hlíðaskóla 1996. Arnar er fyrrverandi héraðsdómari og með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Eru þetta ekki bara bestu meðmæli með framboði Arnars? En sjáum til hvað kemur úr spilastokknum. Val kjósenda á forseta er ekki alltaf rökrænt.
Bloggar | 4.1.2024 | 11:16 (breytt kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætlað mætti af orðum formanns Eflingar að atvinnurekendur séu arðræningjar "öreiga lýðsins", orðalag sósíalista, og ættu ekkert gott skilið nema að vera skattlagðir upp í rjáfur. Ekki fólk, sem strögglar sjálft í sínum atvinnurekstri og tekur áhættur, sé bara eins og annað fólk að reyna að komast af.
Margaret Thatcher kom inn á þetta atriði en hún átti mestan þátt í að afvæða sósíalismann sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Það þurfti ofurafl til að berja niður verkalýðshreyfinguna sem vildi engar breytingar og haldið í atvinnustarfsemi sem rekin var með gífurlegan halla.
Þetta segir hún um hlutverk atvinnurekandans:
"Í hvaða skynsamlegu samfélagi sem er væri litið á fólk sem skapar störf sem opinbera velunnara. Að byggja upp fyrirtæki, veita öðrum atvinnu, það er verðugt markmið og samfélagið ætti að fagna. Með því að skapa sjálfum sér auð skapar frumkvöðullinn óviðjafnanlega meiri auð fyrir annað fólk.
Það er ekki skoðun sósíalista. Þeir hafa yndi af því að ráðast á skapara auðs og þar með sköpun starfa."
Margaret Thatcher. Ræða í Alnwick kastala árið 1975.
Þetta sagði hún áður en hún lagði í atlöguna að sósíalistum.
Hér í þessari ræðu ræðir hún skatta stefnu eftirrennara sins og sagði að: Eftir að ég hætti í embætti gerði arftaki minn ýmislegt sem var algjörlega á móti íhaldsstefnunni.
Hann skar til dæmis niður hluta af skattaívilnunum á fólk sem keypti sér húsnæði.
Það sló inn í hjarta heimspeki minnar - "hver maður er kapítalisti."
Þetta var önnur meginástæða þess að við vorum kosin út (árið 1997), vegna þess að við vorum að ganga gegn sannri íhaldsstefnu."
We were going against true conservative policy
Man einhver eftir sjálfseignarstefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem fólk var hvatt til að eignast eigið húsnæði? Og hvert einbýlishúsið á fætur öðru var byggt af eiganda sínum, eftir vinnutíma....Í dag, vegna lóðaskorts (í strjábýlasta landi Evrópu í dag), byggir enginn sjálfur. Allir bíða eftir að verktakinn byggi næstu blokk en jafnvel hann getur lítið gert í verðbólgu, háu vaxtarstigi og ástandi á lóðamarkaði.
Skattar á velgegni kallaði Thatcher skatta á hagnað sem n.k. "sósíalísk eðlishvöt" fann sig knúna til að nota. Samfylkingin verður við stjórnvölinn næsta kjörtímabil samkvæmt núverandi skoðanakannanir. Skattar munu hækka í mesta skattalandi Evrópu.
Að lokum. Formaður Eflingar ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún lítur á atvinnurekendur sem óvini sína, en ekki samstarfsmenn. Jú, atvinnurekandi gerir samning við starfsmanninn í gegnum stéttarfélagið. Báðir aðilar eiga að hagnast enda báðir að vinna í hag fyrirtækisins. Tíminn vinnur hins vegar á móti starfsmanninum. Gervigreindin og vélmennin munu útrýma mörgum störfum. Það verður kannski forréttindi að fá að vinna í framtíðinni?
Bloggar | 3.1.2024 | 11:54 (breytt kl. 12:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kom ekki á óvart að núverandi forseti skuli ekki bjóða sig frama aftur. Sjá "völvuspá" blogg ritara. Ef menn hlustuðu vel á hvað hann sagði er hann bauð sig fram, sagðist hann ekki ætla að vera lengi í embætti. Eina sem kom á óvart var að hann sat bara í tvö tímabil, ekki þrjú sem hann sagðist ætla að sitja.
Guðni hafði skýra sýn á hvað hann ætlaði að gera sem forseti. Hann ætlaði sér að halda sig til hlés í störfum sínum, í anda Kristjáns Eldjárns, vera nokkuð konar tákngervingur en ekki gerandi. Hann sagðist vona eftir að geta sinnt fræðistörfum meðan hann væri í embætti. Eflaust hefur hann haft nóg að gera, þótt ekki bæri á opinberlega (sjá lista hér að neðan). En það geislaði aldrei af honum sannfæringakrafturinn eða leiðtoga hæfileikarnir sem sjá mátti í fari Ólafs Ragnars. Og áræðið að standa með íslensku þjóðinni í Icesave málinu. Guðni fékk gott tækifæri til að vera sameiningatákn í covid faraldrinum. Lítið bar á honum í faraldrinum, þótt hann hafi komið fram í nafni embættisins.
Hann fékk mótframboð 2020 frá Guðmund Franklín Jónsson í forsetaembættið. Sá vildi gjörbreyta embættinu, virkja dauða lagabókstafi um embættið í anda Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðmundur reyndist vera of róttækur í skoðunum, fólk sá fyrir sér ófrið um hlutverk forsetans og kaus hann ekki. Hann fékk þó 8% fylgi. Íslendingar eru með þá sýn að sitjandi forseti eigi að klára tíma sinn, sem hann velur sjálfur, og ekki fá mótframboð. Þetta er skynsamlegt, því fyrir eru tveir fyrrverandi forsetar á nánast fullum launum.
Það er rándýrt að reka forsetaembættið, jafnvel hjá atkvæðalitlum forsetum. En hvaða hlutverki gegnir forsetinn í raun? Fyrir utan að hlutast til við stjórnarskipti?
Forsetinn er n.k. yfir sendiherra, bæði gagnvart eigin þjóð og erlendum. Við vitum að sendiherrar sitja í virðulegum embættum og því fylgir virðingar hlutverk. Þeir, ásamt forsetanum, fá herrasetur með þjónustuliði og glæsibifreiðar. Þeir ásamt forsetanum haga sér eins og aðalsmenn, virðulegir og með stæl.
Á vefsetri forsetans segir frá hlutverki forsetans og það er:
- Forseti er oft í hlutverki talsmanns þjóðarinnar, svo sem þegar hann veitir fjölmiðlum viðtöl, ekki síst erlendum.
- Forseti kemur fram sem fulltrúi Íslands á fundum með stjórnendum og öðrum starfsmönnum stofnana og sem ræðumaður á ráðstefnum.
- Forseti kemur fram sem talsmaður þjóðarinnar þegar hann á viðræður við erlenda þjóðhöfðingja eða aðra forsvarsmenn þjóða og flytur ávörp t.d. í opinberum heimsóknum.
- Forseti leggur margvíslegum félagasamtökum og hreyfingum lið með því að opna ráðstefnur eða koma að öðrum atburðum á þeirra vegum.
- Forseti styður ýmiss konar félagasamtök með því að vera verndari þeirra eða vera verndari einstakra atburða og vekur þannig athygli á góðu málefni.
- Forseti vinnur að landkynningu, oft í samráði við utanríkisþjónustu Íslands, Íslandsstofu eða aðra aðila, í ferðum sínum erlendis.
- Forseti liðsinnir stundum einstökum félögum eða fyrirtækjum sem leita til hans um aðstoð sem talin verður gagnleg þjóðinni.
- Forseti kemur fram sem leiðtogi þjóðarinnar þegar erlendir þjóðhöfingjar koma í opinbera heimsókn til Íslands og efla þannig kynni og tengsl milli Íslendinga og vina- og viðskiptaþjóða þeirra.
- Forseti vinnur að innri samheldni Íslendinga meðal annars með því að fara í opinberar heimsóknir innanlands, heimsækja vinnustaði og kynna sér málefni líðandi stundar á fundum með þeim sem til hans leita.
- Forseti er yfirmaður embættis forseta Íslands með líkum hætti og ráðherra sem stjórnar ráðuneyti sínu auk þess sem forseti fer með húsbóndavald á jörðinni Bessastöðum.
- Forseti flytur ræður sem ná eyrum margra, svo sem við þingsetningu og á nýársdag, þar sem hann vekur athygli á brýnum málefnum sem varða samfélag okkar.
- Forseti er gestgjafi á Bessastöðum og eflir virðingu fyrir sögu Íslands og þjóðhöfðingjasetrinu og skipta þeir gestir sem heimsækja staðinn og hitta forseta þúsundum ár hvert.
- Forseti á fundi með stjórnmálaleiðtogum í því skyni að fylgjast með þjóðmálum og stjórn landsins og getur í því hlutverki veitt góð ráð og aðhald eftir atvikum.
- Forseti svarar margs konar fyrirspurnum og erindum einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja og stofnana um allt milli himins og jarðar.
- Forseti tekur á móti erlendum sendiherrum þegar þeir afhenda trúnaðarbréf sitt sem fulltrúar síns þjóðhöfðingja og á sama hátt undirritar forseti trúnaðarbréf íslenskra sendiherra því til vitnis að þeir séu trúnaðarmenn hans og fulltrúar gagnvart erlendum þjóðhöfðingjum.
Hljómar þetta ekki eins og konungsliðið í Evrópu gerir dags daglega? Eini munurinn á forsetanum og konungi, er að hann situr tímabundið og embætti hans er ekki arfbundið. Í stjórnarskránni var bara skipt um hugtak, í stað konungs, kom forseti.
Fyrirséð að ekki verði breyting á hlutverki forsetans í náinni framtíð. Það er tvennt sem gæti breytt því. Í fyrsta lagi: Róttæk og ný stjórnarskrá. En í þeim drögum sem hafa verið lögð fram, er ekki hróflað við embættinu. Í öðru lagi, eitthvað stórkostlegt gerist á Íslandi eða erlendis, sem veldur því að íslenska lýðveldið fellur. Og allt stjórnkerfið verði tekið til róttækar breytinga í kjölfarið.
Á meðan má velta fyrir sér hvort ekki megi hugsa íslenska stjórnkerfið upp á nýtt. Allt er breytingum umorpið, þótt við trúum því ekki, og margt hefur breyst frá lýðveldisstofnun 1944. Íslenskt þjóðfélag er óþekkjanleg miðað við hvernig það var í stríðslok. Tæknin bíður upp á ný tækifæri, t.d. hvað varðar þátttöku borgaranna í stjórn ríkisins. Fulltrúarnir, hafa hins vegar verið tregir, ef ekki beinlínis mótfallnir, að afsala sér nokkur völd.
Hér er viðrað hvort ekki megi sameina hlutverk forseta og forsætisráðherra? Sjá má slíka forsetastjórn í Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Forsetinn er kosinn beint af þjóðinni og hann myndar ríkisstjórn. Þrískipting valdsins þar með komið á í fyrsta sinn á Íslandi og ráðherrar valdir af forsetanum, eftir hæfileikum, ekki pólitískt. Ráðherrar sinntu bara stjórn landsins, fyrir hönd framkvæmdarvaldsins og koma ekki nálægt lagasetningu. Kannski að flokksræðið myndi minnka á Alþingi við það. En slík ríkisstjórn, undir forystu forseta, yrði mjög öflug. Ekki samsett af nokkrum flokkum, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Stjórnarstefnan væri skýr.
Bloggar | 2.1.2024 | 12:17 (breytt kl. 12:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er vinsæll áramóta leikur hjá Íslendingum að leita til völva og spyrja um framtíðina. Sú frægasta og vinsælasta var völvan hjá Vikunni en eftir að tímaritið varð einungis konurit, hætti hún að vera útbreidd. Hjá blogg höfundi hefur það hins vegar verið hin mesta skemmtun að skoða völvuspánna frá árinu áður og sjá hversu rangt völvurnar höfðu fyrir sér. Ekkert verður minnst á Nostradamus, það er búið að mistúlka skrif hans svo mikið, að ekkert er á mark takandi. Hann sjálfur umdeild persóna.
En stundum hitta völvurnar naglann á höfuðið en ekkert yfirnáttúrlegt er við það. Gott innsæi og skarpur hugur er nóg til að spá nokkurn veginn fyrir um framtíðina. Meiri segja krakkar spurðir um 1960 hvernig árið 2000 yrði, voru flest nokkuð nálægt veruleikanum sem varð.
En í sérhópi eru sci fi eða vísindaskáldsögu höfundar sem reynt hafa að spá í spilin. Berðu saman framtíðarsýn George Orwell, Arthur C. Clark og Aldous Huxley. Hvað hefur ræðst og hvað ekki. Hver hefur réttast fyrir sér? Eða höfðu þeir allir eitthvað fyrir sér? Svo kemur árs spáin fyrir 2024 í lokin....
Byrjum á George Orwell með sitt tímamótaverk "1984" sem hér hefur all oft verið vísað í. Framtíðarsýn Orwells í "1984" sýndi alræðissamfélag sem stjórnað er af öflugri ríkisstjórn sem fylgist með og vinnur alla þætti í lífi borgaranna. Skáldsagan kannar þemu um eftirlit, ritskoðun og hætturnar af óheftu stjórnvaldi. Heimurinn skiptist upp í þrjú ríki sem kepptust um heimsyfirráð í orði, en ekki á borði.
Hvað hefur ræðst? Sýn Orwells um víðtækt eftirlit og eftirlit stjórnvalda á sér nokkrar hliðstæður í nútímanum. Ríkisstjórnir og fyrirtæki hafa aðgang að víðtækri eftirlitstækni, sem vekur áhyggjur af friðhelgi einkalífsins. Sjá blogg greinina Er Ísland að breytast í alræðisríki?
Hvað hefur ekki gerst? Hið mikla eftirlits- og kúgunarstig sem lýst er í 1984 hefur ekki orðið að fullu að veruleika á heimsvísu. Þó að það séu einræðisstjórnir, viðhalda mörg samfélög enn þætti lýðræðis og persónulegs frelsis. En eigum við ekki að gefa Orwell meiri tíma? Hann sá fyrir eftirlits monitora inn á hvert heimili og á götum úti. Spá hans hefur ræðst í eftirlitssamfélaginu Kína og meira segja í lýðræðisríkjum eins og Bretland, en þar eru jafnvel fleiri eftirlitsmyndavélar á hvern borgara en í Kína. Hann, ekki frekar en aðrir, sáum fyrir gervigreinda og hættuna sem stafar af henni. Hver var fyrirmynd Orwells? Sósíalisminn en hann var sjálfur sósíalisti.
Svo er það Arthur C. Clarke sem gerði mörg tímamótaverk en frægasta þeirra er "2001: A Space Odyssey".
Framtíðarsýn 2001 sem snýst meira um geimkönnun en um þróun mannlegs samfélags. Sýn Clarke hallaðist oft meira að bjartsýnni og víðtækri könnun á geimnum. "2001: A Space Odyssey" kannar kynni milli mannkyns og geimverugreindar og gervigreindar (HAL) og leggur áherslu á möguleika mannlegrar þróunar með geimkönnun og snertingu við geimverulíf. Við eru á gatnamótum í könnun geimssins en ártölin 2001 eða 1984 í sögunum segja ekkert til um hvenær hlutirnir rætast.
Hvað hefur ræðst? Mannkynið hefur tekið verulegum framförum í geimkönnun, með mönnuðum ferðum til tunglsins, könnun á Mars og stöðugri rannsókn á sólkerfinu okkar og víðar. Hins vegar höfum við ekki enn rekist á geimverur eða hvað? Mikil læti urðu í Bandaríkjunum á árinu þegar sérfræðingar báru vitni fyrir Bandaríkjaþingi um UFO og jafnvel geimverur. Látum það mál liggja á milli hluta.
Hvað hefur ekki gerst? Hin útbreidda landnám geimsins og reglulegar ferðalög manna út fyrir sólkerfið okkar, eins og lýst er í sumum verkum Clarke, er enn fjarlæg en virðist vera að raungerast á næstunni.
Aldous Huxley er kannski ekki eins þekktur og hinir meðal Íslendinga. Frægasta verk hans er "Brave New World".
Framtíðarsýn Brave New World er hið gagnstæða við framtíðarsýn Orwells. Huxley sér fyrir sér framtíð þar sem samfélaginu er ekki stjórnað af valdi heldur af ánægju og notkun tækni til að stjórna mannlegri hegðun. Það kannar þemu erfðatækni, fjöldaneysluhyggju og tap á einstaklingseinkenni.
Hvað hefur ræðst? Framfarir í erfðatækni og æxlunartækni samræmast sýn Huxley. Samfélagslegar áhyggjur af samræmi, neysluhyggju og áhrif tækni á persónuleg samskipti hafa einnig samtíma mikilvægi. Genatæknin er hefur náð sama stigi og í bók hans og jafnvel lengra. Sjá má fyrir sér að nánast öllum sjúkdómum verði útrýmt.
Hvað hefur ekki gerst? Þó að það séu þættir í sýn Huxley sem eru auðþekkjanlegir, höfum við ekki að fullu tekið á móti þeim öfgafullu stjórnunar og skilyrðum sem lýst er í "Brave New World." En eigum við ekki að gefa honum meiri tíma?
Í raun mætti skrifa bók sem sameinar allar framtíðarsýnir ofangreindra höfunda og fá út býsna raunverulega útkomu. Í raun hefur allt ræðst en bara ekki í smáatriðum né samkvæmt tímaramma. En hver getur sett tímasetningu á framtíðar atburð?
Ársspáin fyrir 2024
Tökum þátt í samkvæmisleik fjölmiðla með völvuspá.
Það eru umtalsverðar líkur á eldgosi á árinu (af hverju sá engin völva fyrir eldgos á Reykjanes skaga?). Hvert manns barn sér þetta fyrir.
Ríkisstjórnin er völt í sessi, de facto fallin, og mun líklega segja af sér. Samfylkingin, vegna þess að fólk hefur gullfiska minni, mun verða stærsti flokkurinn (þarf einhverja völvu til að sjá þetta fyrir?).
Tímabil mikilla skattahækkanna fylgir í kjölfar valdatöku Samfylkingunnar. Millistéttin stynur þungan og margir hrapa niður í sára fátækt. Matarverð, verðbólga og vextir haldast háir undir vinstri stjórn Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson, skilur Reykjavík eftir í rjúkandi rúst og tekur við heilbrigðismála sem heilbrigðisráðherra. Sami glæsi ferill verður í ráðuneytinu og í stjórn Reykjavíkurborgar, skuldir og óstarfhæft heilbrigðiskerfi.
Fé fer úr vasa efri millistéttar í vasa lágstéttarinnar samkvæmt kenningu Samfylkingarinnar um jöfnuð. Seðlabankastjóri situr sem fastast í embætti og heldur stýrivaxtastiginu áfram háu.
Stjórnmálaforingjarnir Katrín og Bjarni munu hverfa af sviði stjórnmálanna enda búin að svíkja öll kosningaloforð og hugsjónir flokka sinna. Báðir flokkar bíða afhroð í næstu þingkosningum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn ná glæstum kosningasigrum en Framsókn og Viðreisn...verða bara þarna í bakgrunninum. Píratar halda áfram að vera skrýtinn flokkur, stjórnleysingaflokkur, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Enginn leiðtogi er fyrirséður fyrir flokkinn. Sósíalistaflokkurinn verður við 5% mörkin vegna þess að Íslendingar hafa aldrei lært um hættur marxismans fyrir lýðræði og kapitalisma.
Landamæri Íslands verða áfram galopin en nú verður landamærahliðið hreinlega tekið niður og hælisleitenda straumurinn verður meiri en í Bandaríkjunum. Skattar hækka vegna álagsins og kostnaðurinn leikur á tugi milljarða króna fyrir skuldsettan ríkissjóð. Það reynir á alla innviði, heilbrigðiskerfisins, félagsmálakerfisins og menntakerfisins, vegna komu þúsunda hælisleitenda. Fáum er neitað um landvist.
Húsnæðismál verða í molum og kjör leigenda áfram ömurleg. Mikill húsnæðisskortur verður á árinu og verktakafyrirtæki eiga í erfiðleikum vegna verkefnaskorts. Glærukynningar verða í boði stjórnvalda sem sýna byggingu tugir þúsunda íbúða, en þetta reynist bara vera glærusýning.
Aukning verður í fjölda alvarlegra glæpa, og tíðni morða eins og er í ár, verður til framtíðar. Erlendar glæpaklípur vaða uppi með ofbeldi og eiturlyfja faraldur verður á landinu. Einnig afrakstur opinna landamæra. Lögreglan verður fyrir árásir vinstri sinna fyrir störf sín (lesist: Pírata). Landhelgisgæslan verður áfram í fjársvelti og á í mestum erfiðleikum með að reka tvö varðskip.
Kjör aldraðra og öryrkja verða áfram ömurleg. Engin jólabónus í ár til aldraða sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, er fyrirheit um hvernig málaflokkurinn er meðhöndlaður. Engir peningar til fyrir nauðstadda Íslendinga. Skortur á rými fyrir aldraða verður ekki leystur á árinu. Landspítalinn verður áfram biðstöð aldraða sem bíða eftir plássi á elliheimili.
Verkalýðshreyfingin verður bálreið á árinu en áorkar lítið. Formaður Eflingar heldur áfram að sá óeiningu meðal stéttarfélaga. Á meðan hún er við völd, verður engin þjóðarsátt.
Hamfarasjóðurinn verður áfram tómur, stjórnmálamenn halda áfram að "ráðstafa" fjármuni úr honum í alls óskild mál. Loftslagsskattar hækka allt vöruverð í landinu.
Listamenn verða áfram heimtufrekir og einhver fer í fýlu vegna þess að hann kemst ekki á "spenann".
Íslendingar halda áfram að vera undir meðallagi í íþróttum á árinum og fáir skara fram úr.
Snjókoma og kuldi verður í vetur á Íslandi. Sumarið verður misjafnt, sumir fá mikla sól aðrir minni!
Alþingi heldur áfram að moka undir sig og byggja glæsihallir undir vinnustað sem er aðeins opinn 107 daga ársins. Umtalsverðar launahækkanir verða til embættismanna og þingmanna. Aðstoðarmenn þingmanna fá aðstoðarmenn!
Forseti Íslands klárar byggingu einbýlishús sitt en hann tilkynnir í kvöld að senn verði bundin endir á valdatíð hans. Nú hellir hann sér alfarið í bókaskrif í fullu starfi (er það nú þegar) á góðum eftirlaunum sem tryggir fræðimannaferil hans það sem eftir er. Við tekur woke manneskja sem allir geta sætt sig við, einhver sem gerir ekki neitt.
Ísland og umheimurinn. Ísland heldur áfram að vera peð á skákborði alþjóðastjórnmála en heldur að það sé hrókur. Ísland verður áfram undir hæl ESB með þátttöku í EES og Schengen. Íslenskir stjórnmálamenn neita að taka ábyrgð á eigin vörnum og bjóða Bandaríkjaher velkominn aftur til Íslands. Who tekur völdin að hluta til af Landlæknisembættinu. Íslendingar halda áfram að skipta sér af átökum erlendis, þar sem þeir eiga enga hagsmuni að gæta né her til að bakka upp fullyrðingar. Þeir halda áfram að taka rangar ákvarðanir gagnvart útlendingum.
Nokkur vitundavakning verður meðal hugsuða á Íslandi og sumir gera sér grein fyrir að Reykjavík er ekki nafli alheimsins!
Almenningur heldur áfram að bíta á jaxlinn (og borga ofurskatta) og lifa í draumaheimi um að í næstu alþingskosningum verði kosinn flokkur sem virkilega lætur hagsmuni Jóns og Gunnu sér varða. Eftir kosningar tekur við fjögurra ára bið eftir næsta "draumaflokki".
Þessi spá er bara "common sence" meðal Jónsins, engin völvuspá. Hahaha!
Gleðilegt ár!
Bloggar | 31.12.2023 | 13:43 (breytt 31.12.2024 kl. 11:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef öll púsluspilin eru sett saman, birtist mynd af alræðisríki. Þetta er stórkallaleg yfirlýsing en það er sannleikur í henni.
Fyrir hið fyrsta er íslenska ríkið að seilast sífellt lengra inn á einkasvið borgaranna, með fleiri og fleiri lög sem setja athafnir borgaranna skorður. Hingað streyma í förmum tilskipanir frá ESB sem auka enn á reglugerðafarganinn og reglu um smæstu hluti og skerða hvers dagslíf borgarans. Og þetta á eftir að versna.
Eftirlitsmyndavélar eru komnar út um allt. Allar inngönguleiðir inn á höfuðborgarsvæðið eru vaktaðar með eftirlitsmyndavélum, e.t.v. með andlitsgreiningatæki. Besta eftirlitstækið er sjálfur farsíminn sem borgarinn ber í vasanum. Hægt er rekja allar hans athafnir í gegnum hann.
Ákall um múlbindingu málfrelsisins í nafni haturorðræðu vernd er ekkert annað en ritskoðun og stjórnun á umræðunni. Ríkis ritskoðun. Hver er þess umbúinn að meta hvað er hatursorðræða eða gagnrýni? Lögreglufólkið sem fór til Ausschitz? Myndum við segja að lögreglukonurnar sem fóru þangað hafi óbrenglaða siðferðiskennd til að geta dæmt annað fólk?
"Fact checkers" eða staðreynda könnunar fyrirtæki í Bandaríkjunum eru stútfull af fordómafullu fólki sem "staðreynda kannar" fréttir og annað samfélagsefni og dæmir um sannleiksgildi. Samfélagsmiðlarnir segja, ekki benda á mig, við réðu þriðja aðila, "staðreynda könnunarfyrirtæki" til að yfir fara sannleikann!!! Við erum stikkfrí.
Og nú kemur nýjasta púsluspilið sem ráðskast með einkalíf borgarans, í nafni öryggis að sjálfsögðu!
Nú á að ráðast á reiðufé borgaranna! Sem nóta bene er þeirra fé sem þeir hafa unnið sér inn heiðarlega. RÍKIÐ kemur ekkert við hvernig við ráðstöfum innkomu okkar, og í hvaða formi. Við gætum viljað nota gull sem gjaldmiðil, reiðfé eða kredit og debit kort. Það er OKKAR val og upphæðin skiptir engu máli, svo fremur sem hún er fengin heiðarlega.
Lesið þessa óskammfeilnu frétt á Mbl. og enginn segir neitt:
"Miklar ógnir og veikleikar eru í einkahlutafélagaforminu hér á landi sem gera peningaþvætti auðveldara. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vill að hömlur verði settar á notkun reiðufjár. Það veki furðu hversu mikið reiðufé sé í umferð." Á að skerða réttindi heiðarlega borgara vegna nokkurra skemmda epla? Hvað kemur lögreglunni við hversu mikið fé er í vösum borganna?
Svona eru púsluspilin raðað saman í rólegheitum og réttindin hverfa hægt og rólega án þess að menn taka eftir.
Miklir veikleikar í einkahlutafélagaforminu
Fulltrúalýðræðið (frá hestvagnatímabilinu á 19. öld) er löngu fallið og nýtt lýðræðisform hefði átt að vera tekið upp með byltingunni í upplýsingatækninni. Beint lýðræði með þátttöku borganna, kosið um mál í gegnum app, ætti að koma á. Ef við getum notað bankaapp og stundað bankaviðskipti þannig, af hverju ekki kosningar?
Fulltrúum okkar er ekki treystandi fyrir horn og þeir sýna það í hverju mál eftir öðru. Fjögur ár í bið eftir nýja ríkisstjórn er of langur tími. Og hvað fáum við? Eitthvað allt annað en við kusum. Ef við kusum VG, fáum við Sjálfstæðisflokkinn í samstarf og öfugt. Einhverjir verða þó að útbúa "laga pakkann" fyrir atkvæðagreiðslu í beinu lýðræði. Þá komum við að fulltrúunum, þeim má fækka í 33, þeir útbúa lögin, eitthvað verða þeir að gera, nóg er af lögum frá ESB sem þeir þurfa að stimpla ólesið sem sjá um dagleg störf þeirra. Sum sé, samblanda af beinu- og fulltrúalýðræði.
Hvað sagði Gibbon um Aþenubúa? Sjá: Hvernig lýðræðið fellur
Þeir kusu öryggið fram yfir frelsið og misstu allt.
Bloggar | 30.12.2023 | 14:00 (breytt kl. 14:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sir Edward Gibbon (1737-1794), höfundur tímamótaverksins THE DECLINE AND FALL OF THE ROMAN Empire, skrifaði magnþrungna frásögn um hrun Aþenu, sem var fæðingarstaður lýðræðis.
Hann mat það svo að á endanum vildu Aþenubúar öryggi fremur en þeir vildu frelsi. Samt misstu þeir allt - öryggi, þægindi og frelsi. Þetta var vegna þess að þeir vildu ekki gefa samfélaginu, heldur að samfélagið myndi gefa þeim. Sama spurning John F Kennedy spurði á sínum tíma: Ask not what your country can do for you ask what you can do for your country,
Frelsið sem þeir sóttust eftir var frelsi frá ábyrgð.
Það er því engin furða að þeir hættu að vera frjálsir. Í nútíma heimi ættum við að minna á skelfileg örlög Aþenumanna í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir kröfum um aukin umsvif ríkisvaldsins.
Bloggar | 30.12.2023 | 11:05 (breytt kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er enginn smáfjöldi manna sem eru heimilislausir á Íslandi og gefur til kynna stórt vandamál. Hér er áætlað að um 300 manns séu heimilislausir í dag og enn stærri hópur á hrakhólum.
Eitt fyrirtæki er að reyna að gera gæfumun fyrir heimilislaust fólk með því að kynna vind- og vatnsheldan framúrstefnulegan svefnskýli (svefnskýli) sem heimilislausir geta nálgast frítt. Fyrirtækið heitir Ulmer Nest og er staðsett í borginni Ulm, 75 mílur (120 km) vestur af München.
Skýlin voru kynnt 8. janúar 2020 og ef þau reynast gagnlegir og farsælir gætu þau verið settir á landsvísu.
Örskýlin (e. pod) eru gerð úr tré og stáli og hefur pláss fyrir allt að tvo. Ulmer Nest fullyrðir að svefnskýlin vernda gegn kulda, vindi og raka en veita jafnframt fersku lofti inn í þessi örskýli.
Skýlin vernda einnig friðhelgi notenda sinna með því að hafa engar myndavélar. Þess í stað lætur hreyfiskynjari félagsráðgjafa vita þegar hurðirnar eru opnaðar. Þetta hjálpar félagsráðgjöfum að nota skynsemina þegar þeir þrífa eininguna að innan eftir hverja notkun, og ef þörf krefur, koma þeim til hjálpar sem þarfnast þess.
Örskýlin eru með netkerfi sem heimilislaust fólk getur notað til að komast í samband við teymið sem hefur umsjón með einingunum - útvarp var valið vegna aðgengis yfir farsímanetum. Þeir hafa einnig sólarrafhlöður til að veita hita með endurnýjanlegum orkugjafa.
Ulmer Nest vonast til að örskýlin þeirra verji gegn frostbitum á köldustu nætur Þýskalands og leggur áherslu á að þetta framtak komi ekki í staðinn fyrir dvöl á skýli fyrir heimilislausa eða öruggu húsi, heldur er valkostur og síðasti kostur fyrir þá sem hafa í raun hvergi annars staðar að fara. Við skulum vona að þessi eining sanni gagnsemi sína fljótlega og finni sér stað á götuhornum um allan heim.
German City Tests Wind and Waterproof Sleep Pods for the Homeless
Bloggar | 29.12.2023 | 15:10 (breytt kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020